Flatarmál 1. tbl. 2013

Page 23

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

Päivi Portaankorva-Koivisto & Lasse Savola

Jo Boaler Jo Boaler var gestur á námstefnu Flatar árið 2007. Hún er nú prófessor við Stanford háskóla í Kaliforníu. Jo Boaler var upphaflega kennari við unglinga- og framhaldsskóla fyrir 11–18 ára nemendur í miðborg Lundúna og þar liggja rætur fyrstu rannsókna hennar. Hún hefur síðan verið aðstoðarframkvæmdastjóri námsmatshóps við King’s College í Lundúnum, kennt um stærðfræðimenntun við King’s College og gegnt prófessorsstöðu sem kennd er við Marie Curie við Sussex-háskóla.

Lasse Savola, Ph.D. og Päivi Portaankorva-Koivisto voru gestir námstefnu Flatar árið 2006. Päivi starfar við Háskólann í Helsinki í Finnlandi. Hún var áður lektor við Tampere háskóla í Finnlandi. Lasse hefur starfað við Teachers College, Columbia University í New York. Doktorsverkefni hans fjallaði um myndbandsupptökur úr fjörtíu kennslustundum í finnskum og íslenskum skólum. Nýttar voru hugmyndir úr tveimur fyrri rannsóknum, TIMSS Video Study 1999 og Learner’s Perspective Study. Í doktorsverkefninu voru rannsakaðar ólíkar leiðir samskipta í bekkjum sem kennarar beita til að ná fram markmiðum sínum. Teknar voru upp tvær kennslustundir hjá tíu kennurum sem valdir voru með slembiúrtaki í hvoru landi. Þrátt fyrir að úrtakið væri ekki stórt komu fram ólík einkenni kennslu í löndunum tveimur. Finnskir kennarar fylgdu í aðalatriðum hefðbundinni uppskrift; upprifjun-kennsla-þjálfun, en íslenskir kennarar beittu einhvers konar útgáfu af einstaklingsbundnu námi, hugmyndafræði sem snýst um nemandann og kennslustundir gátu verið algerlega án hópkennslu.

Jo Boaler hefur fengist við rannsóknir á stærðfræðikennslu og -námi. Hún hefur sér í lagi rannsakað hvernig mismunandi nálgun hefur áhrif á nám nemenda, hvernig efla má jafnræði meðal nemenda í bekkjum í stærðfræðikennslu og þau tækifæri sem nemendur fá til að þróa með sér tilfinningu fyrir stærðfræði. Hún hefur einnig rannsakað vensl kynferðis og náms. Þá hefur hún rannsakað þátt hópvinnu og umræðna í þróun stærðfræðiskilnings og hvernig styðja megi kennara í átt að kennslu sem einkennist af jafnræði nemenda og hvetjandi námsumhverfi. Nýjustu bækur hennar eru:

 Boaler, J. (2009) What’s Math Got To Do With It?

Lasse Savola starfar nú sem dósent (associate professor) við Fashion Institute of Technology, ríkisháskóla New York ríkis. Hann hefur einnig starfað sem gestafræðimaður við Háskólann í Reykjavík.

How Parents and Teachers Can Help Children Learn to Love Their Least Favorite Subject. Penguin: New York. Boaler, J. (2010). The Elephant in the Classroom. Helping Children Learn & Love Maths. Souvenir Press: London. (Þetta er breska útgáfan af What’s Math Got To Do With It). > ed.stanford.edu/faculty/joboaler

23


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.