Kópavogsblaðið 04.05.2021

Page 1

KÓPAVOGSBLAÐIÐ Dreift frítt í öll hús í Kópavogi

4. maí 2021. 125. tbl. 17. árgangur

w

Efnisyfirlit Þrif

2

Hopp

4

Reksturinn

6

Skýjaborg

14

kopavogsbladid@kopavogsbladid.is

Sky Lagoon opnar á Kársnesi /2

Fjarsjóðshandrit og leyndardómar á Bókasafni Kópavogs /4

Menning /10

Ungir sýningarstjórar í Gerðarsafni

Iva Jovisic, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, verkefnastjóri, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Vigdís Una Tómasdóttir, Lóa Arias og Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir eru sýningarstjórar í Gerðarsafni í tengslum við menningarverkefnið Vatnsdropann.

50 ár frá stofnun Íþróttafélagsins Gerplu/12

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA AuðbrekkuÚTFARARSTOFA 1, Kópavogi ÍSLANDS

ort vildark

Auðbrekku1, 1,Kópavogi Kópavogi Auðbrekku Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan 1996 síðan 1996 1996 síðan síðan 1996 Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA ALÚÐ •VIRÐING VIRÐING •TRAUST TRAUST•• •REYNSLA REYNSLA ALÚÐ •• • ALÚÐ VIRÐING • TRAUST REYNSLA Auðbrekku 1, Kópavogi Auðbrekku 1, Kópavogi 1996 1996 síðan ALÚÐ • VIRÐINGsíðan • TRAUST • REYNSLA

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan ALÚÐ •1996 VIRÐING • TRAUST • REYNSLA ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

Allir kaupendur og seljendur fá Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan 1996

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt

ALÚÐ • VIRÐING • Auðbrekku TRAUST1,•Kópavogi REYNSLA

síðan 1996

Sverrir Einarsson Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir Hannes Ó. Sampsted ALÚÐMargrét • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.

hjá eftirfarandi fyrirtækjum

SverrirEinarsson Einarsson Sverrir Sverrir Einarsson

GÆÐAVOTTAÐ VERKSTÆÐI

Sverrir Einarsson Á.Ingólfsdóttir Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir Hannes Ó. Sampsted SverriÁ. Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir Margrét Á. Guðjónsd.Margrét Kristín Ingólfsdóttir Hannes Ó.Sampsted Sampsted Margrét Guðjónsd. Kristín Hannes Ó. Margrét Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir Hannes Ó. Sampsted

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Sverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Kristín Kristín Ingólfsdóttir HannesHannes Sampsted Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Ingólfsdóttir Ó. Sampsted G E RUM VIÓ. Ð ALLAR TEGUNDI R Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar:Ó.565 5892 & 896 8242 Sverrir Einarsson Símar Margrét Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir Hannes Sampsted Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Símar allan Símar sólarhringinn: •896 www.utforin.is allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 • www.utforin.is Símar allan sólarhringinn: 581 3300 &8242 8242 • www.utforin.is Komum til aðstandenda ogskipulag ræðum skipulag útfarar er. Komumheim heim tilKomum aðstandenda og ræðum skipulag útfarar efóskað óskað er. Komum til aðstandenda og útfarar ef er. Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • ræðum www.utforin.is Komum heim tilheim aðstandenda og skipulag ræðum útfarar ef óskað er.ef óskað heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. MargrétHannes Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir Smiðjuvegur Hannes Ó. Sampsted Margrét Á. Guðjónsd. Sverrir KristínEinarsson Ingólfsdóttir Ó. Sampsted

BÍ LA

38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636

RÉTTUM OG SPRAUTUM ALLAR GERÐIR BÍLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a•••www.utfararstofa.is www.utfararstofa.is Símar: 5655892 5892& &896 8968242 8242 Flatahraun 5a Símar: Flatahraun 5a www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef•••óskað er.565 Sverrir Einarsson

Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR www.bilastod.is G E RUM •Vbilastod@simnet.is I Ð A L L A R T E G UN D I R BÍ L A ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Símar sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 &allan 896 8242 •HAFNARFJARÐAR www.utforin.is Komum heim til og ræðum skipulag útfarar ef & óskað er. Flatahraun 5a aðstandenda • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 896 8242 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Bæjarlind 4 / Sími: 510 7900 / www.fastlind.is

Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Ný kjötbúð í Kópavogi

VELKOMIN Í SÆBJÖRG Kæru Kópavogsbúar, við bjóðum ykkur velkomna í nýja verslun okkar í Hjallabrekku

Sérhæfum okkur í réttingum, plastviðgerðum og málun á öllum gerðum bifreiða Gerum við fyrir öll tryggingarfélög, einstaklinga og fyrirtæki. Viðurkennt réttingarverkstæði.

Gæði á góðu verði

KJÖTVINNSLA

Ferskur fiskur og fiskréttir í Kópavogi H jallab rek k a 2, 200 K ó p av o g i , p an t a@f i s k i n n m i n n . i s

Smiðjuvegi 24-26 (rauð gata) - 200 Kópavogi - sími: 557 8833 kjothusid@kjothusid.is - www.kjothusid.is


2

Þriðjudagur 4. maí 2021

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

UPPLIFUN

Sky Lagoon opnar á Kársnesi

B

aðlónið Sky Lagoon opnaði í síðustu viku á Kársnesi. Mjög mikið er lagt í baðlónið og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti. Baðlónið mun skapa 110 ný störf, að sögn aðstandenda fyrirtækisins. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 5 milljarðar króna. Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í lónið á skylagoon.is. Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um einstaka náttúru með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuðborgarsvæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu.

Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabygginu. Kjarninn í upplifun gesta er 7 skrefa spa ferðalag sem er innifalið fyrir alla gesti. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufa, þurrgufa og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Í lóninu er þurrgufa með stærsta glerrúðu á Íslandi með mögnuðu útsýni út á hafið.

Fullkomið til slökunar

„Hefðirnar í kringum baðmenningu Íslendinga eru grafnar djúpt í þjóðarsálina. Þessar hefðir eru kjarninn í upplifunni sem við bjóðum í Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir

ÞRIF

Hreinsun gatna og stíga óvenju snemma á ferð

H

reinsun gatna í Kópavogi er vel á veg komin en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár vegna milds tíðarfars seinni hluta vetrar. Fyrirtækið Hreinsitækni sér um þrif á götum og gangstígum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Á þriðja tug vélsópa og vatnsbíla eru nú þegar að störfum. Fyrstu hreinsun safn- og tengibrauta lýkur innan skamms. Í fyrstu umferð eru sópaðar og þrifnar stofnbrautir og göngustígar. Síðar verða húsagötur teknar og mun Hreinsitækni auglýsa með áberandi merkingum og skiltum áður en farið verður inn í hvert hverfi fyrir sig. Merkingarnar eru ekki síst til að óska eftir því að ökutæki verði sem minnst í vegi fyrir sópum og vatnsbílum. Með því gengur verkið hraðar og árangur inn verður betri. Hreinsitækni hefur áratuga reynslu í sópi og þrifum á götum og gangstígum. Mörg hundruð tonn af lausu efni eru fjarlægð af götum og gangstígum með þessu móti. Dæmi eru um að á einni af fjölförnustu götum höfuðborgarsvæðisins hafi 34 tonn af

framkvæmdastjóri Sky Lagoon. „Gestir lónsins munu því tengja hug, líkama og sál í faðmi náttúru, kletta, óendanleika hafsins ásamt yndislegu 7 skrefa spa ferðalagi.“ Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrir-

tækið Pursuit sem mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. „Vellíðan og upplifun af náttúrunni er enn mikilvægari í framhaldi af þessu erfiða tímabili sem er senn á enda.” segir

KÓPAVOGSKIRKJA

Endurbætur á vesturhlið Kópavogskirkju

ryki, möl og sandi verið fjarlægð í einni hreinsun. „Við vitum að sópun og þrif er árangursrík aðferð til að auka loftgæði og minnka svifryk,“ segir Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Hreinsitækni. „Það er okkar trú að þegar við verðum búin að þrífa muni það ekki bara sjást heldur einnig finnast á betra lofti og betri loftgæðum.“ Stefnt er á að ljúka fyrstu hreinsun í maílok en þess má geta að farin er önnur umferð yfir allar götur þegar fyrstu hreinsun er lokið. Minnt er á að sett eru skilti í götur daginn áður en þær eru hreinsaðar og eru íbúar hvattir til að færa bíla sína á meðan.

Hér sést ný viðgerð á austurhlið kirkjunnar.

Neðri boginn á austurhlið sem var endurbætt í fyrra.

Finnur þú starf við þitt hæfi hjá Kópavogsbæ?

David Barry, forstjóri Pursuit. „Þörfin á að slaka á, aftengja sig frá amstri dagsins og koma endurnýjuð til baka er gríðarlega mikilvægt fyrir líkamla og sál. Við hlökkum til að bjóða gestum Sky Lagoon upp á einstaka upplifun og vellíðan hér í lóninu."

Björgvin Tómasson, orgelsmiður og samstarfsfélagi hans taka niður orgel kirkjunnar til hreinsunar.

N Pipar\TBWA \ SÍA

Kynntu þér fjölbreytt og spennandi störf hjá Kópavogsbæ á vefsíðu okkar, kopavogur.is. Hlökkum til að starfa með þér.

kopavogur.is

ýverið hófust Björgvin Tómasson, orgelssmiður og samstarfsfólk handa við að taka niður orgel Kópavogskirkju til að hreinsa það að hluta til að hægt væri að komast að steindu gleri Gerðar Helgadóttur á vesturhlið kirkjunnar. Steinda glerið þarf að taka niður og senda til Oitdmann verkstæðisins í Linnich í Þýskalandi til viðgerðar en sprungur eru komnar í blýið sem heldur því saman vegna ónægrar loftunar á milli þess og rúðuglersins. Á meðan munu starfsmenn fyrirtækisins Fagsmíði sinna endurbótum á umgjörð rúðuglersins og skipta um það. Endurbæturnar eru fjárfrekar og fjármagnaðar að langstærstum

hluta með framlagi frá Jöfnunarsjóði Þjóðkirkjunnar auk framlaga einstaklinga og styrkjum frá félagasamtökum, fyrirtækjum og Minjavernd. Um er að ræða síðasta hluta umfangsmikilla endurbóta á steinda gleri Gerðar í kirkjunni og ytri umgjörð þess. Kirkjan er lokuð á meðan. Áætluð verklok eru snemma í haust. Mikilvægt er að hægt sé að taka kirkjuna í notkun, sem fyrst og allt kapp lagt á að svo verði. Helgihald safnaðarins fer fram á meðan í safnaðarheimilinu Borgum. Þau sem hafa áhuga á að styrkja endurbæturnar með fjárframlögum er bent á bankareikninginn: 0130-15375312, kt.691272-0529.

Kópavogsblaðið slf Upplag: 12 þúsund eintök, dreift í öll hús í Kópavogi. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Sími: 899 3024 Netfang: audun@kopavogsbladid.is Heimasíða: www.kopavogsbladid.is Hönnun: Guðmundur Árnason Netfang: kopavogsbladid.gummi@gmail.com Prentun: Landsprent. Dreifing: Íslandspóstur Næsta blað kemur út 25. maí

Mynd frá vesturhlið steindra glugga Gerðar sem sýnir vel sprungur í blýinu sem heldur glerinu saman.

Hringurinn rauði er í efri boganum á suðurhliðinni (endurbættur). Ljósmyndir: Finnur Fróðason.

Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi: Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.


VORHREINSUN Í KÓPAVOGI Hreinsum bæinn saman

Kópavogsbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi. Starfsfólk bæjarins verður á ferðinni til að hirða upp þann garðaúrgang sem bæjarbúar geta komið fyrir við lóðamörk í öllum hverfum á fyrirfram ákveðnum dögum. Að auki verða settir upp opnir gámar í öllum hverfum þar sem bæjarbúar geta losað sig við garðaúrganginn sjálfir. Opnir gámar verða aðgengilegir á eftirfarandi stöðum 3. til 21. maí: • Kársnes, við Vesturvör 14 • Digranes, við íþróttahúsið Digranesi • Smára- og Lindahverfi, neðst á Glaðheimasvæðinu • Sala- og Kórahverfi, við garðlönd, Rjúpnavegur/Arnarnesvegur • Þinga- og Hvarfahverfi, á bílastæði við Vallakór 8

12 11

Kortið sýnir hvaða götur og

7 10

7

6 5 4

5

hreinsa á ákveðnum

dagsetningarnar og göturnar

3

(hverfin) sem bæjarstarfsmenn fara um til að hirða garðaúrgang er aðgengilegur á vefsíðu Kópavogs:

hverfahluta starfsmenn Kópavogsbæjar munu

Nákvæmari listi yfir

www.kopavogur.is/vorhreinsun

13

14

dagsetningum. Athugið að garðaúrgangur sem settur er við lóðamörk seinna en dagsetningarnar

17

segja til um verður ekki arlægður af Kópavogsbæ.

21

18 19

Íbúar athugið: Garðaúrgang skal setja utan við lóðamörk í pokum, greinaa lippur skal binda í knippi. Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðamörk og verður slíkt arlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður arlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgangi.


4

Þriðjudagur 4. maí 2021

Skemmuvegi 30, 200 Kópavogi Sími: 557 4540, www.lakkskemman.is

FALLEGIR LEGSTEINAR Opið: 11-16 alla virka daga Verið velkomin

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

HOPP

Rafskútur í Kópavogi H opparar eru á rafskútum út um allar trissur þessa dagana en rafskútuleigan Hopp hefur stækkað töluvert framboð sitt á rafskútum undanfarið.

Fyrirtækið hefur um 1200 skútur til leigu á höfuðborgarsvæðinu og þjónustar þær nú einnig í Kópavogi. Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þessar

nýju skútur eru með nýja virkni eins og stefnuljós, símahaldara með þráðlausri hleðslu, tvöföldum bremsum og betri mótor.

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ

Fjársjóðshandrit og leyndardómar á Bókasafni Kópavog fullum teikningum. Handrit nemendanna voru sett upp í sýningu í fjölnotasal aðalsafns fyrir gesti og gangandi og komu höfundarnir sjálfir einmitt í heimsókn frá Smáraskóla til að kíkja á afraksturinn. Handritin munu án efa fá að hvíla á háleynilegum stað eftir sýninguna líkt og leynilegir fjársjóðir fá yfirleitt að gera. Sýningin er opin til 10. maí í Bókasafni Kópavogs.

Auðbrekkur 4, 200 Kópavogi, sími: 537 1029, www.bergsteinar.is

Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf

Gulltryggð gæði

40 ár

á Íslandi Sláttutraktorar Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is

F

lestir hafa á einhverjum tímapunkti ævi sinnar verið með áhuga á fjársjóðum og leyndardómsfullum hlutum. Krakkarnir í Smáraskóla hafa svo sannarlega fengið áhuga á slíku eftir að hafa sjálf búið til leyndardómsfullar bækur skrifaðar á dulmáli. Leyndardómsfull fjársjóðshandrit frá Smáraskóla bárust Bókasafni Kópavogs nýverið í tilefni af Barnamenningarhátíð 2021. Voru þau

unnin í skólanum eftir leiðsögn frá Lóu Hjálmtýsdóttur, teiknara og rithöfundi og kom innblásturinn hennar frá Voynich-handritinu frá 15. öld, annars vegar og Codex Seraphinianus sem Ítalinn Luigi Serafini gerði á árunum 1976-78, hins vegar. Um 400 ár skilja handritin tvö að sem eiga það engu að síður sameiginlegt að vera á óskiljanlegum leyni-tungumálum og uppfull af heillandi og leyndardóms-

Stofnað 1990

Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is

Rúnar RúnarGeirmundsson Geirmundsson

Þorbergur ÞorbergurÞórðarsson Þórðarsson

Elís ElísRúnarsson Rúnarsson

Sigurður SigurðurRúnarsson Rúnarsson


VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar að Hamraborg 10. Umgjörð frá Komono

Hamraborg 10, Kópavogi | Sími: 554 3200 | Opið: Virka daga 9:30–18, laugardaga 11–14.


6

Þriðjudagur 4. maí 2021

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

REKSTURINN

Jákvæð niðurstaða á rekstri bæjarins

R

EKKI MISSA AF

Hamraborgarganga með Kamillu Einarsdóttur

R

ithöfundurinn, Kamilla Einarsdóttir, leiðir gesti um Hamraborgina í Kópavogi í tengslum við sýninguna Skýjaborg í Gerðarsafni. Kamilla vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskrónikuna, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs og sjálft Kópavogsblaðið koma þar við sögu. Það lá því beint við að fá Kamillu til að skrifa texta í sýningar-

skrá Skýjaborgar. Skýjaborg er sýning fjögurra samtímalistamanna sem gera sögu Kópavogs og stórhuga framkvæmdir að viðfangsefni sínu. Gönguleiðsögnin með Kamillu Einarsdóttur hefst kl. 14 laugardaginn 15. maí í Gerðarsafni. Þátttakendur hittast í Gerðarsafni og ganga þaðan af stað í leiðsögnina. Helgin 15. – 16. maí er jafnframt síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Skýjaborg í Gerðarsafni og því kjörið að nýta tækifærið og skoða sýninguna.

ekstrarafgangur Kópavogsbæjar var 325 milljónir króna árið 2020 en gert hafði verið ráð fyrir 487 milljónum króna í fjárhagsáætlun með viðaukum, samþykktum af bæjarstjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Þar er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra að þrátt fyrir þau áhrif sem Covid-19 hafi haft á þjóðfélagið og þar með rekstur Kópavogsbæjar þá sé rekstrarafkoman miklu betri en búast mátti við eftir að faraldurinn skall á. „Nú þegar ársreikningur Reykjavíkur er kominn fram sést hversu vel rekstur Kópavogsbæjar stendur. Reykjavík er með miklu hærri tekjur á einstakling en Kópavogur en samt skilar Kópavogur jákvæðri niðurstöðu meðan Reykjavík skilar stórum mínus. Er þar fyrst og fremst að þakka traustri fjárhagsáætlunargerð sem unnin er í samvinnu bæjarstjórnar allrar og svo auðvitað öflugu og góðu starfsfólki.“

Fjárfestingar

Fjárfestingar og framkvæmdir í eignum bæjarins námu rúmum þremur milljörðum króna. Meðal stærstu verkefna eru bygging þjónustuíbúða í Fossvogsbrún sem ætlað er að ljúka 2021, lok framkvæmda við húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs, endurnýjun íþróttahúss í Digranesi, endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði í Kórnum og hönnun og undirbúningur nýs Kársnesskóla sem þegar hefur verið boðinn út. Alls var varið rúmlega 160 milljónum til endurnýjunar og viðhalds leikog grunnskólalóða. Þá var rúmlega 191 milljónum varið til framkvæmda í skólum bæjarins. Vega þar þyngst framkvæmdir við Kársnesskóla, Kópavogsskóla og Vatnsendaskóla. Þá voru gatnaframkvæmdir ýmiskonar og framkvæmdir við hjólreiðastíga um 1,2 milljarða króna.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Niðurgreiðsla skulda

Skuldir við lánastofnanir lækkuðu að raungildi árið 2020 að teknu tilliti til verðbólgu. Hins vegar komu inn aðrir þættir eins og hækkun lífeyrisskuldbindinga og dómur í Vatnsendamáli, sem féll 23. desember síðastliðinn. Dómurinn leiðir til hækkunar heildarskulda og þar með til hækkunar skuldaviðmiðs úr 102% í 105% en viðmið samkvæmt lögum er 150%. Dómur í Vatnsendamáli þýðir eignfærslu á landi sem gefur tekjur í framtíðinni við úthlutun lóða sem lækkar þá skuldir og skuldaviðmið að nýju. Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2020 voru 32,7 milljarðar.

Tekjur og eignir

Rekstrartekjur Kópavogsbæjar voru 35,8 milljarðar króna samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 35,7 milljörðum króna. Rekstrartekjur A-hluta námu rúmlega 34 milljörðum króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir

rekstrartekjum að fjárhæð tæplega 34 milljörðum króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 143 milljónir króna en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 321 milljón króna. Eigið fé samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta í árslok 2020 nam 30,7 milljörðum króna en eigið fé á A hluta nam 19,8 milljörðum króna. Veltufé frá rekstri samstæðu var 3,3 milljarðar króna en gert var ráð fyrir 3,7 milljörðum með viðauka. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Ólíkt síðustu árum eru engar tekjur vegna lóðaúthlutunar árið 2020.

Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld A og B hluta á árinu námu alls 19,4 milljarði króna. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra námu 113 milljónum á árinu 2020. Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. desember 2020 voru 38.209.


SUMARNÁMSKEIÐ BREIÐABLIKS 2021

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum og Fagralundi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd á árunum 2009 til 2015 og verður skipulögð dagskrá frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga. Boðið verður upp á; • Körfuboltanámskeið • Karatenámskeið • Skáknámskeið

• Ævintýranámskeið • Frjálsíþróttanámskeið • Knattspyrnunámskeið

• Sundnámskeið • Hjólreiðanámskeið (aðeins fyrir börn fædd: 2009-2013, námskeiðin eru í Smáranum)

Tímatafla og staðsetning námskeiða Vika 23 07.06-11.06

Smárinn Ævintýranámskeið Frjálsíþróttanámskeið Körfuboltanámskeið Karatenámskeið Skáknámskeið Knattspyrnunámskeið Hjólreiðanámskeið

9-12 13-16 9-12 9-12 9-12 13-16 9-12 13-16

9-12 13-16 9-12 9-12 9-12 13-16 9-12 13-16

Vika 23 07.06-11.06

Vika 24 14.06-18.06

(Árgangur: 2009-2013)

Fagrilundur Ævintýranámskeið Frjálsíþróttanámskeið Körfuboltanámskeið Knattspyrnunámskeið

Verð fyrir eina viku

Vika 24 Vika 25 14.06-18.06 21.06-25.06

13-16 9-12 13-16 13-16

13-16 9-12 13-16 13-16

9-12 13-16 9-12

13-16 9-12 13-16

Vika 26 28.06-02.07

9-12 13-16 9-12 9-12 9-12 13-16 9-12 13-16

Vika 256 Vika 26 21.06-25.06 28.06-02.07

13-16 9-12 13-16 13-16

Vika 27-28

Sumarleyfi

13-16 9-12 13-16 13-16

Vika 29 Vika 30 19.07-23.07 26.07-30.07

13-16

9-12 13-16 9-12 9-12 9-12 13-16

9-12 13-16 9-12 9-12 9-12 13-16

9-12

9-12

9-12

9-12

Vika 27 Vika28 05.07-09.07 12.07-16.07

Vika 29 19.07-23.07

13-16 9-12 13-16 13-16

9-12 13-16 9-12 9-12

9-12 13-16 9-12 9-12

13-16

Vika 31 Vika 32 03.08-06.08 09.08-13.08

13-16 9-12 13-16 13-16

13-16 9-12 13-16 13-16

Vika 30 26.07-30.08

13-16 9-12 13-16 13-16

Námskeið 1/2 dagur (3 klst.)

Verð 7.300 kr.

• Sama verð er á öll námskeiðin og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.

Hádegismatur

3.850 kr.

• Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti en það er einn nestistími á hverju námskeiði.

Gæsla 1 klst., á dag

2.000 kr.

• Í Smáranum er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og gæslu frá 8.00-9.00 og 16.00-17.00.

• Þegar heilsdagsnámskeið er valið er hægt að blanda saman tveimur mismunandi námskeiðum.

Allar nánari upplýsingar má finna á breidablik.is/sumarnamskeid


8

Þriðjudagur 4. maí 2021

KÓPAVOGSBLAÐIÐ


KÓPAVOGSBLAÐIÐ

Þriðjudagur 4 . maí 2021

9


10

Þriðjudagur 4. maí 2021

AÐSENT

Svikin loforð

S

amkvæmt ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 kemur fram að ekki var farið eftir samþykktri fjárhagsáætlun vegna kaupa á félagslegu húsnæði á árinu 2020. Það var heldur ekki gert á árinu 2019. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var gert ráð fyrir 250 milljónum króna til kaupa á félagslegu húsnæði. Jafnframt er það skýrt að þegar íbúðir eru seldar út úr félagslega kerfinu beri að kaupa nýjar í staðinn. Niðurstaðan í ársreikningnum er sú að íbúðir voru keyptar fyrir 114 milljónir og ein íbúð seld fyrir 54 milljónir. Það eru því aðeins 60 milljónir nettó sem settar eru í kaup á félagslegu húsnæði á árinu 2020 í stað þeirrar 250 milljóna sem áætlaðar voru. Svipuð niðurstaða var á árinu 2019 en þá voru keyptar 4 íbúðir á 184 milljónir og 4 íbúðir seldar á 144 milljónir. Nettó framlag 40 milljónir.

Svik

Þau fyrirheit sem sett voru fram í fjárhagsáætlun tvö ár í röð hafa verið svikin. Það hefur það í för með sér að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu ígrunda vel hvernig við komum að gerð sameiginlegrar fjárhags-

MENNING

Ungir sýningarstjórar í Gerðarsafni

E

Baráttumál

Framlag til félagslega húsnæðiskerfisins er baráttumál okkar í Samfylkingunni. Í sameiginlegri vinnu við fjárhagsáætlunargerð allra bæjarfulltrúa í Kópavogi hafa framlög til félagslega húsnæðiskerfisins verið áhersluatriði okkar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar enda ekki vanþörf á þar sem biðlistinn er langur og þörfin veruleg.

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

Pétur Hrafn Sigurðsson,oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

áætlunar Kópavogsbæja. Ljóst má vera að ekki er hægt að treysta því að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fari eftir samþykktri fjárhagsáætlun og fer lítið fyrir meintum félagslegum áherslum Framsóknarflokks í þessu samstarfi. Þeir blæða sem lakast standa Bæjarstjóri og fylgisfólk hans í bæjarstjórn hreykir sér af því að skila bæjarsjóði með afgangi en það er alveg ljóst hvaðan sá afgangur kemur. Hann kemur frá þeim sem sem síst skyldi og lakast standa í samfélaginu okkar í Kópavogi.

itt stærsta menningarverkefni síðustu ára er Vatnsdropinn, nýtt alþjóðlegt menningar- og náttúruvísindaverkefni sem Kópavogsbær á frumkvæðið að. Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi, Múmínálfasafnsins í Finnlandi, Iion‘s Wonderland í Eistlandi og H. C. Andersen safnsins í Danmörku og snýst um að valdefla börn. Meginþráður verkefnisins er að tengja saman boðskap og gildi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við sígild verk barnabókhöfunda Tove Jansson, höfund Múmínálfanna, Astrid Lindgren og H. C. Andersen. Eitt af verkefnum Vatnsdropans ber heitið Ungir sýningarstjórar og hófst í byrjun árs. Auglýst var eftir krökkum sem höfðu áhuga á að komu að verkefninu og voru fimm stúlkur úr Kópavogi valdar. Alls eru 13 ungir sýningastjórar frá samstarfslöndunum fjórum sem munu setja upp sýningu í tengslum við Vatnsdropann. Þau munu öll vinna náið með Chuz Martinez sýningastjóra Vatnsdropans, ásamt fræðslufulltrúum og einum skólabekk í sinni borg. Tvær listasýningar verða unnar af ungum sýningarstjórum, sú fyrri Líf undir vatni opnar í Gerðarsafni í júní n.k. Þar gefst gestum tækifæri á að sjá og upplifa hvernig börnin frá þessum löndum vinna að sínum sýningum og svo saman.

Iva Jovisic, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Vigdís Una Tómasdóttir, Lóa Arias og Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir.

Flottir ungir Kópavogsbúar

Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir 11 ára, Freyja Lóa H. Sigríðardóttir 10 ára, Iva Jovisic 13 ára, Lóa Arias 9 ára og Vigdís Una Tómasdóttir 10 ára eru fulltrúar Kópavogs í verkefninu og er það Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir fræðslufulltrúi Gerðarsafns sem heldur utan um hópinn. Hún segir verkefnið fara vel af stað. „Við byrjuðum á að gera hugarkort þar sem þær skráðu niður hugmyndir sínar um hvernig þeirra drauma listasýning liti út. Þeim finnst mikilvægt að það megi fikta og snerta í einhverju í sýningunni enda er það yfirleitt bannað á myndlistarsýningum ásamt því að sýningin sé litrík, skemmtileg og umhverfisvæn,“ segir Salvör Gullbrá. „Stelpurnar hafa verið að skrifa sögur um verur í sjónum og búa til

hljóðverk úr þeim og vatnsmála myndskreytingar við sögurnar, allt sem tengist sýningunni Líf í vatni. Bæði sögurnar og myndskreytingarnar munu enda á sýningunni í einhverju formi. Hugmyndir ungu sýningarstjóra í hinum þátttökulöndunum verða einnig teknar inn í ferlið.“ Ungum sýningarstjórum er ætlað að veita börnuma gang að ákvarðanatöku í nokkrum helstu menningarstofnunum í Norður Evrópu með vandlega skipulögðu skapandi verkefni. Vatnsdropinn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hve valdeflandi verkefnið er fyrir börn og fyrir tengingar á milli Norrænna safna og rithöfundanna sem þau kenna sig við.

AÐSENT

Er heilbrigðiskerfið undirbúið fyrir afleiðingar Covid?

Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún er einnig í stjórn aðgerðahópsins Aðför að heilsu kvenna.

S

Ögurhvarfi 4a – Sími: 534 3700 – www.tonsalir.is

tundum er því haldið fram að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Kerfið er án efa gott á margan hátt, en dæmin sýna að það er ekki alltaf rétt brugðist við, jafnvel ekkert brugðist við og rangar ákvarðanir eru líka teknar. Nýlegt dæmi er greining leghálssýna í útlöndum, með tilheyrandi óvissu og hættu á mistökum. Við Íslendingar getum þakkað sóttvarnayfirvöldum margt og heilsugæslan sýnir snilldartakta við bólusetningar. Margt mætti þó gagnrýna eins og of hæga viðspyrnu við efnahagsvanda þjóðarinnar, lélegt aðstreymi bóluefnis og lítil sem engin viðbrögð við versandi líðan og heilsu fólks. Þegar kófinu slotar virðist blasa við að endurskipuleggja þurfi heilbrigðisþjónustuna að einhverju leyti, þar sem búast má við að mun fleiri þurfi þjónustu og einnig sérhæfðari þjónustu. Atvinnuleysi, einangrun, hreyfingarleysi og hræðsla getur leitt til þess að fólk þróar með sér einsemd, þunglyndi og vantrú á framtíðina. Til að bregðast við þessu þá þarf almenningur að hafa greiðan aðgang að fag-

fólki, s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, næringarfræðingum og uppeldisfræðingum. Skipulagt eftirlit eða eftirfylgni með sjúklingum er ekki nægilega innbyggt í kerfið. Ef einstaklingur fer í uppskurð þar sem mein er fjarlægt þá er eðlilegt að honum sé fylgt eftir næstu árin ef einhverjar líkur eru á upptöku meinsins. Dæmin hafa sýnt að á því getur verið misbrestur að sjúklingar fái upplýsingar um neikvæðar greiningar eða meinsemdir. Þá kann að vera orðið of seint að forða tjóninu með tímanlegu inngripi á viðeigandi heilbrigðisstofnun. Auðvitað eigum við sjálf að fylgjast með heilsu okkar eins vel og við getum. En það er eðlileg krafa að aðgengi að þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sé gott og að fólki sé ekki unnin skaði með því að bíða marga mánuði eftir því að fá sérhæfða þjónustu eða upplýsingar um niðurstöðu sýna. Er heilbrigðiskerfið í stakk búið til þess að takast á við þann aukna fjölda sem reikna má með að þurfi aðstoðar við?


Umhverfisviðurkenningar 2021 Tilnefningar Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga í umhverfismálum í Kópavogi. Slíkar viðurkenningar eru veittar ár hvert af umhverfis- og samgöngunefnd og bæjarstjórn. Veittar hafa verið viðurkenningar þeim sem þótt hafa skarað fram úr í hönnun, frágangi og viðhaldi umhverfis og húsa. Viðurkenningar hafa verið veittar ár hvert síðan 1995.

Veittar hafa verið viðurkenningar í eftirfarandi flokkum: Umhverfi og samfélag Umhirða húss og lóðar til fyrirmyndar Endurgerð húsnæðis Framlag til umhverfismála Framlag til ræktunarmála Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæðum Hönnun

Umhirða húss og lóðar 2019 Hrauntunga 93.

Hönnun 2015 Fagraþing 5.

Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæðum 2020 Álalind 14.

Að auki er hægt að tilnefna götu ársins sem bæjarstjórn Kópavogs veitir viðurkenningu. Umhverfisviðurkenningar verða veittar í ágúst. Hægt er að skila inn tilnefningum til Bjarka Valberg, umhverfisfulltrúa Kópavogs á netfangið Bjarki.Valberg@Kopavogur.is Frestur til að skila inn tilnefningum er til miðvikudagsins 16. júní, 2021, kl. 12:00. Á heimasíðu Kópavogs er hægt að sjá hverjir hafa hlotið viðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar (áður umhverfisráð) frá árinu 1995.

kopavogur.is


12

Þriðjudagur 4. maí 2021

GERPLA

50 ár frá stofnun Íþróttafélagsins Gerplu Í dag eru 50 ár frá því að ótrúlegt hugsjónafólk tók sig saman og stofnaði íþróttafélagið Gerplu. Þau stóðu í ströngu á sínum tíma við að búa félaginu almennilega æfingaumgjörð og festu kaup á fasteign að Skemmuvegi í Kópavogi þar sem Gerplu var búið heimili. Fjármögnun þessa var ekki átakalaus, og fór svo að nokkrir einstaklinganna gengu svo langt að veðsetja sínar eigin fasteignir til tryggingar fjármögnuninni. Þvílíkur áhugi, þvílíkur vilji, þvílíkt hugrekki og fórnfýsi segi ég nú bara um leið og við öll sem á eftir komum þökkum innilega fyrir okkur! Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækja-

Ragnheiður M. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Gerplu.

geymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum. Það var mikil bylting þegar okkar frábæra fimleikahús reis í Versölum og félagið flutti þangað á árinu 2005. Eitt fullkomnasta fimleikahús landsins og þótt víðar væri leitað á þeim tíma. Það var ógnarstórt í samanburði við Skemmuveginn og var haft á orði að Gerplu tækist aldrei að fylla þetta hús eða nýta það til fulls. En viti menn, um 10 árum síðar var það fimleikahús

alveg sprungið utan af félaginu. Hópfimleikar höfðu rutt sér heldur betur til rúms til viðbótar við áhaldafimleikana og það var orðið erfitt að halda æfingar fyrir áhaldafimleikana og hópfimleikana í sama húsi. Iðkendafjöldinn jókst stöðugt og langir biðlistar urðu til. Við tók mikil vinna við útfærslur á því hvernig mætti bæta við húsakostinn og leiddi hún loks til þess að nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavogi var opnað á árinu 2018 við mikinn fögnuð okkar allra í Gerplu. Gott samstarf Gerplu við Kópavogsbæ hefur ávallt skipt miklu fyrir þróun félagsins og þökkum við fyrir það. En þó svo húsnæði, æfingaaðstaða og áhöld skipti afar miklu máli í starfsemi fimleikafélags, þá er ljóst að það eru iðkendurnir, þjálfararnir, sjálfboðaliðarnir og annað starfsfólk sem heldur félaginu uppi. Þau eru hjarta félagsins og það eru þau sem hvetja okkur áfram alla daga til að vinna að því að búa iðkendunum sem besta umgjörð, mesta öryggið, bestu þjálfarana og góða félagslega aðstöðu.

Árangur þessa samspils í gegnum tíðina af góðri umgjörð, þjálfurum í hæsta gæðaflokki og iðkendum sem brenna fyrir íþróttina eins og iðkendur okkar í Gerplu gera, hefur ekki látið á sér standa í gegnum tíðina. Iðkendur Gerplu standa iðullega á verðlaunapallinum í öllum flokkum, kynjum og tegundum fimleika. Gerpla á nánast undantekningarlaust keppendur á þeim alþjóðlegu mótum sem Ísland tekur þátt í, og standa sig eins og hetjur þar sem annars staðar. Við erum einstaklega stolt af félaginu okkar, tilurð þess, árangri og tilveru, og fyrir hönd stjórnar Gerplu vil ég óska öllu Gerplufólki innilega til

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

hamingju með 50 ára afmælið sem við munum fagna rækilega síðar á árinu þegar aðstæður til þess hafa batnað. Framtíð Gerplu er áfram björt!

VINIR KÓPAVOGS

Segja skipulagsslys í uppsiglingu í hjarta bæjarins

H

ópur sem kallar sig Vini Kópavogs hefur sent hvatningu til bæjarstjórnar Kópavogs um að endurskoða skipulagsáform og hefja raunverulegt samráð við íbúa bæjarfélagsins. „Fram til þessa hafa bæjaryfirvöld aðallega boðið upp á „sýndarsamráð“ og lagt ofur áherslu á að koma á móts við hagsmuni fyrirtækja sem hafa hag af miklu byggingarmagni,“ segir í tilkynningu frá hópnum sem er svohljóðandi: „Það þarf að vanda betur til verka og afstýra skuggalegu skipulagsslysi sem gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins. Hvernig til tekst getur ráðið úrslitum um bæjarbrag í Kópavogi til langrar framtíðar. Hópurinn bendir á og færir rök fyrir að vinnubrögð bæjaryfirvalda í Kópavogi í skipulagsmálum hafa undanfarið hvorki verið ígrunduð né vönduð, kvartanir margar

ALLT UPPÁ

10

Oft er skammur fyrirvari þegar útskriftir eru annars vegar. Þá er gott að fá Nomy með sér í lið því við erum klárir hvenær sem er. Jafnvel þótt að námsárangurinn sé í meðallagi sæmilegur þá tryggjum við að maturinn sé að minnsta kosti framúrskarandi.

ÚTSKRIFTIR

GÓÐ ÞJÓNUSTA

og úrskurðir í deilumálum oft bæjaryfirvöldum í óhag. Úrbóta er þörf! Stjórnsýslan og umhyggjan fyrir sameiginlegum sjóði bæjarbúa virðist ekki heldur vera upp á marga fiska. Á vegum hópsins hefur verið tekin saman greinargerð um stjórnsýslu við sölu eigna bæjarfélagsins. Greinargerðin bendir til þess að bæði skipulagslög og stjórnsýslulög hafi verið brotin auk þess sem það skortir fyrirhyggju í fjármálum bæjarfélagsins. Vinir Kópavogs benda bæjarstjórn Kópavogs á að það er bæði tími og tækifæri til að úrbóta; tækifæri til að taka heildstætt á málum og hætta að skipuleggja í bútum; tækifæri til að hafa til hliðsjónar legu borgarlínu um Digranes; tækifæri til gefa sér góðan tíma og að hefja raunverulegt samráð við Kópavogsbúa.“

í Kópavogi Smiðjuvegi 14 Græn gata, 200 Kópavogi www.bilrudan.is S: 552 5755

Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sími: 571 0888, www.gluggavinir.is

Flutningsþjónusta Mikaels Smiðjuvegi 24-26 (rauð gata) - 200 Kópavogi sími: 557 8833 - kjothusid@kjothusid.is www.kjothusid.is

Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dalvegi 18, 201 Kópavogur S: 5711133

Flytjum það sem þú vilt flytja Kársnesbraut 87, 200 Kópavogur S: 894 4560, www.flytja.is

Dalvegi 24, 201 Kópavogur S: 571 7030, www.car-med.is


eKKeRt VeSen

TÆKNIBYLTING

InnByggðuR gufugleypIR í helluBORðI. MeIRA pláSS, engIn fItA, BetRA lOft.

Kynnir:

GÓÐ ÞJÓNUSTA innbyggðum gufugleypi Í ASKALIND SpAnhellubORð með

ÞÝSK VeRðlAunAhönnun lOSnAðu Við hÁfinn

Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni.

5 ára ábyrgð á öllum raftækjum

Opið:

Sjá myndbönd á friform.is

Mán. - fim. kl. 09 til 18 föstudaga kl. 09 til 17

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Þjónustumiðstöð

Heitir og kaldir gæðapottar sem hitta í mark hjá ÖLLUM í fjölskyldunni! Íslensk framleiðsla í 38 ár! Auðbrekku 6 200 Kópavogi Sími 565-8899 normx@normx.is


14

Þriðjudagur 4. maí 2021

HEILSUEFLING

EKKI MISSA AF

Hvatningarverðlaun Kópavogs afhent í fyrsta sinn

Skýjaborg

Eirún Sigurðardóttir, Einingarband, 2017-2021.

Eyrún Sigurðardóttir listamaður fyrir framan æskuheimili sitt, Engihjalla 3.

ýningin Skýjaborg, sem nú stendur í Gerðarsafni, er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginegum grunni: Kópavogi. Saga staðarins markast af stórhuga áætlunum og kristallar hraða uppbyggingu borgarrýma. Staður sem þróast úr sveit í borg á slíkum hraða að háhýsi eru byggð á sama tíma og sauðfjárbúskapur nær hámarki sínu. Þar sem ákveðið er að reisa 1200 fermetra listasafn þegar aðeins kvartkílómetri hefur verið malbikaður í kaupstaðnum. Hugmyndir um háborg þar sem allt sé mögulegt í útjaðri höfuðstaðar. Listamenn sýningarinnar eru Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðardóttir og Unnar Örn Auðarson. Berglind Jóna Hlynsdóttir gerir hina metnaðarfullu sjónvarpsstöð Hamraborgarrásina að viðfangsefni sínu. Það gerir hún m.a. með því að endurgera eina af sviðsmyndum Hamraborgarrásarinnar með innsetningu inni í sýningarsal. Hún sýnir einnig ýmsar klippur og skjáskot úr þættinum en þar voru

hin ýmsu skipulagsmál Kópavogsbæjar rædd eins og sumir Kópavogsbúar muna eflaust. Bjarki Bragason fjallar í verki sínu Áform um húsagarð ömmu sinnar og afa á Kársnesinu. Garðurinn hefur verið í órækt síðustu 12 ár síðan þau féllu frá og hefur lóðin gengið kaupum og sölum og fólk hefur haft misjöfn áform um hvernig skuli breyta staðnum. Eirún Sigurðardóttir á sína heimahaga í Engihjalla 3 og bjó þar frá byggingu blokkarinnar til ársins 1983. Foreldrar hennar voru meðal þess fjölda ungs fólks sem byggði blokkina og fékk Sigurjón Ólafsson til að vinna lágmynd á framhlið hússins. Eirún hefur unnið verk sem tengjast þessum mótunarárum í lífi hennar, meðal annars krosssaumsverk af blokkinni. Unnar Örn Auðarson fæst við áhrif manneskjunnar á umhverfi sitt, og sömuleiðis áhrif staðanna á manneskjuna, minningar og upplifanir. Hann fæst við ýmsan efnivið og vinnur til dæmis skúlptúra úr malbiki en bikið er fyrsta merki þess að nýr bæjarhluti sé að rísa.

S

R

æs ehf. hlýtur Hvatningarverðlaun Kópavogs 2021 en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Ræs ehf., í eigu Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur, býður upp á þjálfun í vatni með áherslu á að þjóna einstaklingum sem eru komnir um og yfir miðjan aldur. Þetta eykur verulega valmöguleika í heilsueflingu og þá ekki síst fyrir eldri aldurshópa. Námskeið Helgu Guðrúnar í Sundlaug Kópavogs hafa notið mikilla vinsælda. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Helgu Guðrúnu viðurkenningu og blóm í blíðskaparveðri á sundlaugabarm-

Fjölbreyttir menningarviðburðir á afmælisdegi Kópavogsbæjar

G

lænýtt hljóðvapp um Kársnesið, leiðsögn um sýninguna Skýjaborg í Gerðarsafni og frumflutningur á fjórum glænýjum strengjakvartettum eru á meðal þess sem verður í boði fyrir menningarþyrsta í tilefni afmælis Kópavogs, þriðjudaginn 11.maí næstkomandi þegar liðin verða 66 ár frá því að Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi.

Úr sveit í Skýjaborg

Gestur virðir fyrir sér verk Eirúnar Sigurðardóttur, Ýmsar raunir, 2020-21.

Unnar Örn Auðarson, Staðfræði gleymsku [brot), 2021.

Sýningin Skýjaborg stendur yfir í Gerðarsafni til 15.maí en þar sýna þau Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðardóttir og Unnar Örn Auðarson verk sem öll

Hugmyndin með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrirtæki í Kópavogi sem hefur með starfsemi sinni stuðlað að heilsueflingu Kópavogsbúa. Hvatningarverðlaun Kópavogs eru mikilvægu r hluti af innleiðingu lýðheilsustefnu bæjarins. Auglýst var eftir tilnefningum fyrr á þessu ári og var samdóma álit dómnefndar, sem skipuð var stýrihóp lýðheilsumála í Kópavogi, að veita Ræs ehf. verðlaunin.

Helga Guðrún Gunnarsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson við afhendingu Hvatningarverðlauna Kópavogs í Sundlaug Kópavogs.

VIÐBURÐUR

Ásbjörg Rut, Gunnar Karel, María Huld og Sigurður Árni sem eiga ný verk á tónleikum 11. maí

Berglind Jóna Hlynsdóttir, Hamraborgarrásin, skjáskot, 2021.

inum í síðustu viku við mikinn fögnuð þátttakenda.

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

eru í nánu samtali við Kópavog í fortíð og samtíð. Á afmælisdegi Kópavogsbæjar bjóða Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir, sýningarstjórar upp á leiðsögn um þessa sérdeilis áhugaverðu sýningu sem hefur fengið frábærar viðtökur og gagnrýni. Ókeypis er á leiðsögnina sem hefst kl. 16.

Hljóðvapp um Kársnesið

Hljóðgönguhópurinn Flanerí kynnir til sögunnar nýja hljóðleiðsögn á afmælisdegi Kópavogsbæjar en áður hefur hópurinn gert hljóðvapp um svæðið í kringum Menningarhúsin og Kópavogskirkju og má nálgast það fallega verk á flaneri.is og á öllum hefðbundnum hljóðvarpsveitum. Í nýja hljóðvappinu, sem sett verður í loftið 11. maí næstkomandi, verður Kársnesið í brennidepli. Gangan hefst við Borgarholtsbraut 71 og þaðan er gengið í átt að sjó á meðan hlustendur njóta frásagna og minninga af svæðinu sem gengið er um. Í Flaneríi renna saman viðtöl, umhverfishljóð og hugleiðingar og veita nýja sýn og

upplifun á kunnuglegir en göngurnar eru styrktar af Lista-og menningarráði og eiga fleiri eftir að bætast við eftir því sem líður á árið.

Frumflutningsveisla í Salnum

Að kvöldi afmælisdagsins fer svo fram mikil frumflutningsveisla í Salnum þegar Strokkvartettinn Siggi frumflytur fjóra glænýja strengjakvartetta sem tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir, Gunnar Karel Másson, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Sigurður Árni Jónsson sömdu sérstaklega með Salinn í huga sem hluti af tónskáldaverkefninu Tónverk 20/21. Salurinn, sem á frumkvæði að verkefninu, býður í fyrsta sinn upp á tvo valkosti á þessum tónleikum en bæði verður hægt að kaupa miða á tónleikana sjálfa en einnig verður hægt að kaupa aðgang að beinu streymi af tónleikunum og njóta heima í stofu.

Flanerí býður upp á hljóðvapp um Kárnesið í fortíð og nútíð. Ljósmynd: Sigurður Einarsson. Af myndavef Kópavogsbæjar.


VIÐ HREINSUM

mottur, húsgögn, dýnur, leðurhúsgögn, steinteppi og teppi í stigagöngum

Skúfur mottuhreinsun

Vesturvör 22 I sími 663 0553 I hreinsun@skufur.is I www.skufur.is

GÓÐ ÞJÓNUSTA Í KÓPAVOGI

Saman eflum við Kópavog

ALLT FYRIR BÍLINN OPIÐ

OPIÐ

MÁN.-FIM. 8-17 FÖS. 8-16

MÁN.-FIM. 8-17 FÖS. 8-15

Almennar viðgerðir Smurþjónusta Þjónustuskoðanir Láttu okkur gera bílinn kláran fyrir sumarið Yfir 30 ára reynsla í viðgerðum á Volkswagen, Skoda og Mitsubishi

ÁRALÖNG REYNSLA OG MIKIL ÞEKKING

Við leggjum metnað okkar í vandaða og góða þjónustu. Við höfum sérhæft okkur í Toyota bifreiðum síðan 1995. Gerum einnig við allar gerðir bíla.

Erum á Facebook

Auðbrekku 17 I 200 Kópavogi I Sími: 564 1180 bilvogurmot@simnet.is I www.bilvogur.is

Smiðjuvegi 68 gul gata, sími: 587 1350, bifreidaverkstaedi.is, bifkop@internet.is

Þjónustuverkstæði bifreiða síðan 1961 Sérhæfum okkkur í þjónustu á bílum frá BL, bensín, diesel og rafbílum frá Subaru, Nissan, Renault, Isuzu og Honda. Einnig sérhæfum við okkur í hjólastillingum og loftkælingum bifreiða.

Erum á Facebook

Smiðjuvegi 22, græn gata, sími: 567 7360, bfo@bfo.is, bfo.is


859 7090


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.