Litli-Hver júlí 2021

Page 1

07. tbl. Júlí 2021

Geðheilsa er líka heilsa

Vegur hlaðvarpsins breikkar og lengist

Hlaðvarpi Geysis vex alltaf ásmegin og ekki ofsögum sagt að ekki sé lagst á lægstu garða í viðtöl. Síðstliðinn fimmtudag kom stórleikarinn og þjóðargersemin Sigurður Sigurjónsson í viðtal. Það var Kári sem átti veg og vanda að þessu atriði og ánægjulegt að sjá kjarkaða félaga vera öðrum góð fyrirmynd. Á myndinni er Helgi Halldórsson t.v. ásamt Kára t.h. tveir af frumkvöðlum Hlaðvarps Geysis. Væntanlegir í viðtöl og spjall um margvísleg málefni er fleiri canónur menningarlífsins, auk að sjálfsögðu áframhaldandi umræðu um kvikmyndir, fótbolta og geðheilbrigðismál. Linkar á Hlaðvarp Geysis er að finna á heimasíðu Geysis kgeysir.is eða beint á soundcloud: https://soundcloud.com/hladvarp-geysis Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Tóta Helga nýr RTR-starfsmaður hjá Reykjavíkurborg Gaman er að segja frá því að Þórunn Helga, félagi í Klúbbnum Geysi, hóf RTR starf hjá Reykjavíkurborg í júní. RTR er stytting á „ráðning til reynslu“ og eru störfin ætluð Tóta glöð og kát á nýjum vinnustað félögum sem vilja spreyta sig á vinnumarkaði eftir veikindi. Hún ákvað að slá til á Starfsvettvangur hennar er í staðnum, taka slaginn og vildi mötuneyti Hverfastöðvar alls ekki fara heim og hugsa Reykjavíkurborgar á Fiskislóð málið af ótta við að áhyggjur úti á Granda. og kvíði myndu hellast yfir Ráðningartíminn spannar hana. Mánuðina á undan hafði yfirleitt 9-12 mánuði, í flestum Tóta undirbúið sig, sett sér tilfellum er unnið hálfan markmið um að ná heilsu og daginn og njóta félagar og hefja svo atvinnuleit. vinnuveitendur stuðnings frá Starf Tótu Helgu felst í að starfsfólki klúbbsins allt frá aðstoða í mötuneyti; til dæmis fyrsta viðtali og þar til að þvo borð, setja í ráðningartíma lýkur. uppþvottavél, bera fram mat Umsóknar- og ráðningarferlið og vökva blómin í þessu var hvorki langt né erfitt, Tóta fallega og glænýja húsnæði ákvað að stinga sér í djúpu sem staðsett er úti á Granda. laugina strax í lok fyrsta -Til hamingju með nýja atvinnuviðtals þegar hún var starfið elsku Tóta Helga. beðin um að hugsa málið yfir helgina um hvort hún mundi þiggja starfið. Svarið lét ekki á sér standa. -Já, takk. Ég þigg það. Má ég byrja í næstu viku?


3

Hlaðvarpið Hlaðvarpið eflist með hverjum degi og áhugi mikill meðal félaga. Hér eru myndir úr hljóðverinu.

Ljóð eftir Óla Stefaníu Jak. Fundur Örninn góður yfir sat enn er von á friði. Ef ég ætti fyrir mat eða furuviði. Húsi, bústað, hjólatík heldur yrði kátur. Hata engan, engin svik aftur sjá má hlátur.

Útfarinn Eyjólfur Kristjánsson tónlistamaður og Kári spyrill

Fannar tæknimaður Sigurður Sigurjónsson leikari og Kári spyrill

Óðinn og Kári ræða ensku knattspyrnuna af mikilli innlifun. Þarna hittast tveir viskubrunnar knattspyrnunnar sem Klúbburinn Geysir getur verið hreykinn af. Öflugir menn í vörn og sókn.

Alla daga einatt upp við hefjum söng við gröfum göng. Gagnar ekki hálfmatt gengur þú um þröng, en gæðaklístur góðan dag gargan eitt þar hrökk í lag setti saman vísnabrag Og sætti sig við lítinn hag. Árið næsta ætla því ekki hafa nokkurt ský ef að allt er fyrir bí enn og aftur útúr sný.

Mánudagur Ég er förufálkinn ég á hvergi heima en meðal stjarnanna bý ég hreiður mitt og unga út eggjum. Hvort okkar lá svo á eða lá okkur á látum við undan gegnum við hjá? Heima þó eigum hátindum á Mánudag sjá.


4

Matseðill fyrir júlí 2021 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar Alla daga er hægt að panta sér salatskál al a grande. Muna bara að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00

Mán.

Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

Lau.

1. Hlaðborð

2 Steiktar kjötbollur. Apríkósugraut

3

5 Sumarsalat með rækjum

6 Steiktar fiskibollur

7 Vorrúllur með hrísgrjónum

8 Hlaðborð

9 Grill Rabbabaragrautur

10

12 Súpa og brauð

13 Steiktur fiskur

14 Fiskur í orly og kús kús

15 Hlaðborð

16 Burritos Eplagrautur

17

19 Ommiletta

20 Glóðaður fiskur með kotasælu

21 Rónasteik og spælt

22 Hlaðborð

23 Píta Blandaðir ávextir

24

26 Carbonaða

27 Fiskur í ofni

28 Hakk og spagetti

29 Hlaðborð

30 Paprika með kjötfyllingu. Bláberjagraut

31

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.


5

Bratti klúbbfélaginn Paradísarborg í ESB Heyrst hefur að ötull athafnamaður og félagi í Klúbbnum Geysi hyggi á vit ævintýranna Myndin er fengin af: og ætli að stofna rekstur https:// www.pinterest.ru/ pin/454793262355 um útleigu Þetta er eintrjánunga/ 232742/. dæmi um húðkeipa eintrjáning sem félaginn hyggst (e.canoe) við bjóða áhugasömum Zell Am See í siglurum að leigja. Austurríki. Það sem heillar félagann sérstaklega mikið er að vera svo miðsvæðis í Evrópu þar sem stutt er að fara til Þýskalands, Ítalíu, Sviss og jafnvel Hollands. Hann missir reyndar af EM alls staðar en það er nú bara eins og það er. Samkvæmt forrannsóknum félagans, hagkvæmniathugunum og marga fundi með fulltrúum eftirlitsiðnaðar Evrópusambandsins hefur fengist leyfi til rekstursins á forsendum frumleika, smáþjóðaverndarhagsmuna og heimilisiðnaðartengingar við bátasmíðar í útrýmingarhættu. Til að efla þekkingu á gömlu handverki í Austuríki munu tvær evrur af hverri leigu renna í Handverkasjóð ES.

Spurning mánaðarins Hver er uppáhalds liturinn þinn?

Gunnar: Svartur

Lucia: Bleikur

Tóta Ósk: Svartur

Helgi: Rauður

Ásta: Bleikur


6

Tímavélin

Þessi skemmtilega mynd er tekin í apríl árið 2007. Á myndinni ræða Fannar og Guðni félagar í Geysi við Hanne Juul fyrrum framkvæmdastjóra Kildehuset í Álaborg. Í bakgrunni má sjá Steinar Marinósson félaga í Geysi. Hanne kom í stutta heimsókn í klúbbinn á leið sinni til eða frá Bandaríkjunum. Hanne var alltaf mjög umhugað um að Klúbbnum Geysi vegnaði vel og var óþreytandi að veita góð ráð til að styrkja klúbbinn. Myndin er tekin á fyrstu hæð klúbbhússins í Skipholtinu 29, en þá var skrifstofan innaf móttökunni. Eins og sjá má standa yfir framkvæmdir vegna lyftunnar sem verið var að setja í húsið á þessum tíma.

Félagsleg dagskrá á laugardögum Mikil gleði braust út á húsfundi þegar ákveðið var að hefja fulla félagslega dagskrá hér í Klúbbnum Geysi eftir leiðinda veirutímabil. Laugardaginn 17. Júlí næstkomandi verður opið hús hér í Klúbbnum Geysi, ákveðið var að horfa saman á bíómynd og auðvitað verður popp og einhver góður drykkur með, kannski pylsur... hver veit?? Þetta kemur allt í ljós þegar nær dregur. Kæru félagar ekki missa af frábærum degi í skemmtilegum og góðum félagsskap. Athugið að myndin verður ákveðin á húsfundi miðvikudaginn 14 júlí, mætið á fundinn og hafið áhrif á hvað þið viljið horfa á. Góða skemmtun.


7

Staðall 14

Allt rými hússins er aðgengilegt félögum og starfsfólki. Ekkert rými er eingöngu fyrir starfsfólk eða félaga.

Ég veit að margur myndi ætla að þessi staðall sé býsna borðleggjandi. Hins vegar man ég eftir meiri háttar umræðum við Fountain House New York vegna þessa staðals en að lokum skildi ég að hann skiptir mig mjög miklu máli. Lof mér að útskýra. Franskur heimspekingur, Michel Foucault talar um mikilvægi rýmis. Hann segir að rými á flestum opinberum stöðum og stofnunum séu hönnuð til að aga fólkið innan þess og koma á ákveðnu stigveldi og viðhalda því tæknilega með hegðunarreglum. Samkvæmt staðlinum gengur rýmishugmynd hans í berhögg við Foucolaut. Rými klúbbsins er ætlað að koma á jafnræði þar sem ekkert forréttindarými er hvorki fyrir félaga né starfsfólk. Þannig getum við ekki falið okkur frá hvort öðru. Starfsmenn og félagar deila völdum í samfélagi klúbbhússins og eiga í góðum samskiptum við hvert annað frekar en gerist í stigveldi. Þetta er gott í baráttunni við fordóma og eigin fordóma. Í félagslegu rými eins og í klúbbhúsi er ekki mögulegt að fylgja því klíniska módeli að höndla fólk með geðrænar áskoranir sem annars flokks borgara eða tala dulmál og láta eins og félagar skilji ekki meðferðina sem þeir gangast undir.

Álandseyjar eru í rauða hringnum á kortinu.

Vegna staðals númer 14, trúi ég að við getum oft ekki greint milli félaga og starfsmanna. Félagar hafa ekki síður mikla þekkingu, hæfileika og menntun til jafns við starfsmenn vegna þess við erum ekki fædd á geðdeild. Ef þú skoðar klúbbhúsið þitt muntu sjá hvernig staðall 14 virkar til að styrkja bata og berjast gegn fordómum. Höfundur Jonah Bogle félagi í Pelaren klúbbhúsinu á Álandseyjum Greinin birtist í Pelarbladet nr 42 2021 mars-apríl

Afmælisveisla félaga sem eiga afmæli í júlí verður haldin þriðjudaginn 27. júlí.


8

Félagsleg dagskrá í júlí Nýr starfsmaður

Fimmtudagur 1. júlí Ferð í grasagarðinn. Lagt af stað frá klúbbnum kl. 16.00

Fimmtudagur 8. júlí Grillum í Heiðmörkinni. Lagt af stað frá klúbbnum kl.16.00 Fimmtudagur 15. júlí Kaffihús Lagt af stað frá klúbbnum kl. 16.00

Lucia Mazzocchi nýráðinn starfsmaður Klúbbsins Geysis á góðum degi

Eftir langa bið sjáum við fyrir endann á veirunni. Þá er hafist handa við að fara yfir fjölda atvinnuumsókna með fullt af hæfileikaríku fólki. Ein umsóknin var frá sjálboðaliða okkar sem búin er að vera hjá okkur í eitt ár. Með mikilli gleði allra í klúbbnum ákváðum við að Lucia Mazzocchi frá Ítalíu verður starfsmaður hjá okkur og byrjar 5. júlí næstkomandi. Við þekkjum vel til verka hennar og hlökkum mikið til að fá hana í starfsmannahópinn okkar.

Laugardur 17. júlí Opið hús og bíó Fimmtudagur 22. júlí Minigolf. Staður og stund auglýst síðar.

Fimmtudagur 29. júlí Opið hús í Geysi. Fjör og skemmtun og góður matur kl. 16.00—19.00

Minnum á að Klúbburinn Geysir er lokaður mánudaginn 2. ágúst, frídag verslunarmanna


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.