Litli-Hver 11 tölublað 2019

Page 1

11. tbl. nóvember 2019

Geðheilsa er líka heilsa Nemar í uppeldis- og menntafræði kynntu sér starf Klúbbsins Geysis Tveir hópar uppeldis– og mennta-fræðinema við Háskóla Íslands komu í kynningu í klúbbinn síðustu vikuna í október. Fyrri hópurinn kom 30. október og er á efri myndinni og sá seinni 31. október á neðri myndinni. Nemendurnir voru mjög áhugasamir og sýndu starfi Geysis mikinn og verðskuldaðann áhuga. Við þökkum sýndan áhuga og gott til þess að vita að starf klúbbsins eflist út í samfélaginu með þessum hætti.

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Steinar Almarsson skrifar frá Ástralíu

Eðalsteinasafn og kengúruathvarf Þetta uppátæki mitt kom af því að ég hafði á síðustu árum tekið á móti fjölda ástralskra ferðamanna hér á landi, sem óneitanlega vakti enn frekari áhuga á þjóð þeirra og ekki síður á landi þeirra. Þar sem þeir höfðu lagt á sig rúmlega sólarhrings ferðalag hingað til lands sá ég enga ástæðu að ég gæti ekki gert það sama í hina áttina.

Steinar við eitt þekktasta kennileit Ástralíu Uluru

Einn míns liðs fór ég í tveggja vikna ferð til landsins niður undir í ágúst. Eftir rúmlega sólarhrings ferð í flugi með bið á tveimur flugvöllum þangað á leið. Ekkert vissi ég hvað biði mín, en það var mikil upplifun að koma til þessa nýja lands með smávegis menningaráfalli til að byrja með. Síðan kom að því að ég hitti hópinn minn á tilsettum tíma og

Uluru, var fyrsti áfangastaður okkar. Við fengum alla söguna og umfjöllun um frumbyggjamenninguna auk þess að njóta alls umhverfisins. Í þessu fólst að vita hvers vegna kletturinn heitir eigi lengur Ayer´s Rock eftir að hann var gefinn aftur frumbyggjunum fyrir þrjátíu og fjórum árum. Heimsókn í samfélag frumbyggjanna var innifalin þar sem okkur var uppálagt að kaupa listmuni af þeim, eitthvað sem ég hafði tekið eftir að þeir gera mikið af í landinu, sérstaklega í þéttbýli. Ég hafði séð það í Alice Springs daginn áður en við lögðum af stað í ferðina.

Götumynd í eðalsteinabænum Coober Pedy.

Í stuttu máli, þá eru um ökuleiðsögumann okkar sem gerði sjöhundruð frumbyggjahópar í Ástralíu, ferðina að enn meira ævintýri en hún var hver með sitt tungumál og ástand þeirra orðin. Við byrjuðum í vinjarbæ í er frá því að vera ömurlegt yfir í að vera eyðimörkinni að nafni Alice Springs og nokkuð gott. Sumir þeirra búa í bæjum héldum út í eyðimörkinni í átt að og borgum og jafnvel blandaðir öðrum stórborgarlífi í suðurhluta landsins. Stóri íbúum landsins. Hinn minnisstæðasti og heilagi kletturinn í miðju landinu, áfangastaðurinn úr ferðinni var dvöl


3

Munið eftir árangurskönnuninni 2019

Kengúra í byggð

okkar í eðalsteinabænum Coober Pedy þar sem sjötíu af hundraði íbúa búa neðanjarðar vegna ofurhita á daginn og gífurlegs kulda á nóttinni. Þá einu nótt sem við dvöldum þar vorum við neðjanjarðar í byrgi eftir að hafa þolað hita dagsins við að skoða eðalsteinasafn og kengúrathvarf. Mikil var sú upplifun að sjá kengúrur og þá aðallega í náttúrunni, en raunar einnig innan bæjarmarka auk þess sem við sáum kóaladýr klifrandi í trjám skóglendis í suðurhluta Ástralíu. Það er sem sagt margt að sækja til Ástralíu og sjá þar og er ég reiðubúinn til að fara aftur til þessa lands langt í burtu þar sem hálfur mánuður er of lítill tími fyrir svona risastórt land. Steinar Almarsson

Árangurskönnunin fer nú af stað enn á ný, en hún er lögð fyrir félaga klúbbsins annað hvert ár, en hitt árið er hin skemmtilega símakönnun. Með árangurskönnuninni er verið að kanna hvaða árangri starfsemi Klúbbsins Geysis hefur skilað og hvernig má efla hana enn frekar. Síðustu ár hefur könnunin verið lögð fyrir félaga sem sækja staðinn reglulega. Félagar ráða alfarið hvort þeir taka þátt í könnuninni eða ekki. Þátttaka félaga er hins vegar mikilvægt tækifæri fyrir þá til að koma skoðunum sínum um starfssemi klúbbsins á framfæri. Því fleiri sem taka þátt því marktækari verða niðurstöður. Könnunin er nafnlaus og upplýsingar verða á engan hátt persónugreinanlegar. Velji félagar að taka þátt, biðjum við þá vinsamlegast að setja könnunina í kassa sem er í móttökunni.

Hlaupahjólin vinsæl Tommi er maður framkvæmda og tískusveiflna. Hér er hann á rafhlaupahjólinu sínu ásamt hinni ítölsku bella signorina Elisabettu.


4

Matseðill fyrir nóvember 2019 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Mán.

Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

Lau.

1. Svikinn héri

2.

4.Skyr méð tjómablandi óg niðurskórnum avóxtum

5. Stéiktur fiskur

6. Bjugu méð stufsósu, kartóflum óg grænum baunum

7. Hlaðbórð

8. Kjuklingur í karrysósu

9.

11. Franskur grænmétisréttur

12. Gratinérðaur fiskur

13. Indvérskt daal

14. Hlaðbórð

15 Gullassupa.

16.

18. Grjónagrautur óg slatur

19. Fiskibóllur

20 Eggjakaka.

21. Hlaðbórð

22. Lambalærissnéiðar í raspi

23.

25. Rjómalóguð svéppasupa

26. Fiskur í Orlydéigi

27. Kjuklingaapóttréttur a la Tóta

28. Hlaðbórð

29. Pórustéik

30.

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að fjörga matseðil Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.


5

Marta Sóley gefur mynd Marta Sóley Helgadóttir félagi í Geysi mætti í klúbbinn á dögunum með mynd sem hún hafði búið til. Á myndinni hér að ofan tekur Mikael við listaverkinu úr höndum listakonunnar. Klúbburinn þakkar kærlega fyrir gjöfina og óskar listamanninum farsældar á listabrautinni.

Starfsmannamatið 2019 Árlegt mat félaga á launuðum starfsmönnum klúbbsins byrjar mánudaginn 4. nóvember. Félagar eru hvattir til að taka þátt, enda mjög mikilvægt að félagar hafi tök á því að leggja mat á starfsmenn. Matið er skriflegt og ópersónugreinanlegt, nema félagi vilji skrifa nafn sitt undir. Grace verður í mati 4. til 8. nóv. Gulli verður í mati 11. til 15. nóv. Jacky verður í mati 18. til 22. nóv. Benni verður í mati 25. til 29. nóv. Tóta Ósk verður í mati 2. til 6. des. Matsblöðin liggja frammi í sjoppunni í matsalnum. Nú er bara að taka þátt svo starfsfólk geti bætt sig og þroskast í starfi.

Tölvuverið alla þriðjudaga klukkan 11.15. Leiðbeinandi á staðnum sem aðstoðar áhugasama félaga. Óskum eftir fleiri félögum til að leiðbeina í tölvuverinu á þriðjudögum kl. 11.15

Útvarp Geysis Ákveðið hefur verið að hafa fasta upptökutíma fyrir útvarp Geysi. Þriðjudagar kl:14-15 Fimmtudagar kl:10-11 Þeir félagar sem óska eftir upptökutíma þurfa að skrá sig í á þartilgerðan lista.

Afmælisveisla fyrir félaga sem eiga afmæli í nóvember verður þriðjudaginn 26. nóvember


6

Mikilvægi víðtækrar sáttar

Jón Sigurgeirsson skrifar um staðla og vottun klúbbhúsa Klúbburinn Geysir er rekinn eftir alþjóðlegu viðurkenndu kerfi til þess að styðja þá sem lent hafa út af sporinu vegna geðsjúkdóms aftur út í lífið. Þar er enginn meðferð, þar ráða menn sér sjálfir svo fremi það trufli ekki aðra og klúbburinn er rekinn af félögum með starfsfólki á jafningjagrunni. Til að halda uppi gæðum slíkra klúbba hefur verið komið Fr.v. Tóta Ósk, Jón Sigurgeirsson greinarhöfundur upp ákveðnum stöðlum Leena Niemi frá Imatran klúbbhúsinu í Finnlandi í vottunarteyminu 2016, Guðrún Hannesdóttir og alþjóðlegu stjórnarmaður í Geysi og Louise Coonagh frá vottunarkerfi. Staðlarnir Suamhnes klúbbhúsinu á Írlandi í vottunarteyminu eru viðmið sem 2016. klúbbarnir starfa eftir. Vottunin byggir stöðlunum sem Ég hef nú í nokkur ár verið í klúbburinn verður að standast. fræðsluteymi alþjóða hreyfingu klúbbhúsa. Hlutverk Klúbburinn er vinnustaður félaga þess er að fara í vottunarog starfsfólks. Vinnan sem þar fer heimsóknir í klúbbhús og meta tillögur til breytinga á stöðlum fram er rekstur klúbbsins. Alls fyrir klúbbhúsin. Nú er ég konar störf verða þannig til, allt nýkominn frá árlegum fundi frá þrifum og matlagningu til fræðsluráðsins í Osló. Geysir stjórnunarstarfa. Mikið kynningarstarf fer þar fram borgaði flugmiðann en uppihaldið var að mestu greitt af m.a. útgáfa þessa blaðs og alþjóðahreyfingunni. Margar rekstur útvarps og stuðningur tillögur komu fram um breytingar félaga við hvern annan. Í þessu umhverfi og við þessa vinnu eflist á stöðlum. Allar breytingar eru gerðar í víðtækri sátt allra sjálfstraust margra félaga nægjanlega til að þeir geti farið út klúbbhúsanna og stofnanna hreyfingarinnar. Okkar hlutverk á almennan vinnumarkað, er aðallega að meta hvernig þær sjálfstætt eða með stuðningi klúbbsins, eða í nám ef þeir kjósa falla að vottunarstarfinu. Sumar tillögur er þess vegna erfitt að það. meta í slíkum heimsóknum, aðrar miða að hlutum sem snerta ekki


7

velferð félaga beint. Fæstar tillögurnar náðu fram að ganga, aðrar þurftu frekari vinnslu. Þá var farið yfir ýmis atriði sem betur mega fara í

Frá vottunarfundi í október 2019, þar sem félagar og starfsfólk unirbúa úttekt á klúbbnum í janúar 2020

vottunarvinnunni og er sá þáttur ómetanlegur. Vönduð vinna okkar sem förum í heimsóknirnar minnka vinnu þeirra sem fara yfir skýrslu okkar og setja hana í endanlegan búning. Slík vottun byggir á skýrslu viðkomandi klúbbs og á okkar könnun. Þó þessi þátttaka kosti klúbbinn nokkuð, þá er það mín reynsla að það skili sér til baka. Það eru aðeins bestu klúbbar sem fá að eiga fulltrúa í svo mikilvægum þáttum hreyfingarinnar, síðan er ég í stjórn klúbbsins og þekking mín í gegnum þátttöku í fræðsluráðinu nýtist þar. Klúbburinn Geysir hefur fengið vottun frá upphafi. Nú stendur yfir vinna í skýrslu fyrir næstu vottun sem verður á næsta ári. Vonandi gengur það eins vel og hingað til. Höfundur er félagi og stórnarmaður í Klúbbnum Geysi

Líður að jólum koma þau senn Árleg jólaveisla Klúbbsins Geysis verður haldin föstudaginn 6. desember næstkomandi kl. 18.00 til 21.00. Að venju verður hamborgarhryggur á matseðlinum ásamt meðlæti. Að sálfsögðu verður hið magnaða jólahappdrætti ásamt söng og gleði. Verð 4000 kr. fyrir manninn, en staðfestingargjald 1.500 kr. sem greiða þarf fyrir 29. nóvember. Þetta er sama verð og í fyrra. Innifalið er einn happdrættismiði, en hægt er að kaupa auka happdrættismiða á 1000 kr. Frítt er fyrir 12 ára og yngri, en þeir fá þar af leiðandi ekki happdrættismiða. Litlu-jólin verða haldin laugardaginn 14. desember kl. 11.00 til 15.00. Þá verður boðið upp á hangikjöt, uppstúf, laufabrauð og meðlæti. Að venju mun góður gestur koma í heimsókn. Verð á mann 3000 kr. Skötuveislan verður haldin mánudaginn 23. desember í hádeginu eins og venja hefur verið undanfarin ár. Ásamt skötunni verður einnig boðið upp á saltfisk og að sjálfsögðu verður. Verð á mann er 2000 kr.

Laufabrauðsskurður Árlegur laufabrauðskurður verður 10. desember kl. 14.00 í Geysi. Hvetjum alla til að mæta og reyna sig við skurðinn. Kakó og piparkökur í boði klúbbsins. Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema föstudaga þá er opið frá 8:30 - 15:00


8

Félagsleg dagskrá í nóvember Myndlistarnámskeið Didda mjög vinsælt

Fimmtudagur 7. nóvember Pílukast

Kristinn Þór eða Diddi félagi í Geysi hefur hefur boðið upp á létt byrjendanámskeið í myndlist í klúbbnum. Það er skemmst frá því að segja að námskeiðinu hefur verið mjög vel tekið. Nemendur mæta með teikniáhöld og græjur sem við eiga. Námskeiðið er á föstudögum frá kl. 11.15 til 12.15

Fimmtudagur 14. nóvember Jólainnöndun í IKEA Lagt af stað frá Geysi kl. 16:00 Laugardagur 16. nóvember Jólabingó Ferðafélagsins í Geysi kl. 14.00 Fimmtudagur 21. nóvember Karókí í Geysi kl. 16.00 Fimmtudagur 28. nóvenber Jólaföndur í Geysi frá kl. 16.00 -19.00

Jólafjáröflun Ferðafélagsins Jólafjáröflun ferðafélags Klúbbsins Geysis er nú farin af stað. Að venju er safnað áskrifendum og eru félagar hvattir til að auglýsa söfnunina fyrir vinum og vandamönnum: Í boði er jólapappír, hinn sívinsæli jólaharðfiskur, HP hágæðaflatkökur, kókostoppar og fjölnota bökunarpappír. Nánari upplýsingar á kgeysir.is

Helgi Halldórsson félagi í Geysi tók meðfylgjandi myndir á námskeiðinu.

Húsfundir

Húsfundir eru miðvikudaga kl.14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í opnum umræðum .

Allir að mæta!

Deildarfundir

Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:15 og 13:15.

Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni, starfsandinn efldur og tengslin styrkt. Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.