Árskýrsla KFUM og KFUK 2019

Page 20

Sr. Friðrikshlaupið Miðvikudaginn 25. maí 2018 var sr. Friðrikshlaupið haldið í fimmta sinn á 150 ára afmælisdegi sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda félagsins. Hlaupaleiðin var sem fyrr í Laugardalnum og var fimm kílómetra löng með tímatöku. Samtals 69 hlauparar á öllum aldri voru skráðir til leiks. Yfir 20 sjálfboðaliðar hjálpuði til við framkvæmd hlaupsins. Undirbúningur og framkvæmd hlaupsins var í höndum Önnu Elísu Gunnarsdóttur, Báru Sigurjónsdóttur, Guðlaugar Jökulsdóttur og Guðnýjar Ólafsdóttur. Ferðir / útivist / hreyfing Á vordögum 2017 var stofnað til grasrótarhóps innan KFUM og KFUK til að standa fyrir ferðum, útivist og hreyfingu. Á árinu 2018 var m.a. boðið upp á hjólaferð í Hafnarfjörð, göngu um Geldinganes, göngu frá Hvalfirði yfir á Kaffisölu í Vindáshlíð og kvöldferð um miðborg Reykjavíkur þar sem komið var við á ýmsum stöðum sem tengjast sögu KFUM og KFUK. Hópurinn miðlar upplýsingum um viðburði á Facebook undir nafninu: Ferðir / útivist / hreyfing - KFUM og KFUK. Af öðrum ólöstuðum hafa Anna Magnúsdóttir, Pétur Ásgeirsson og Hallgerður Bjarnhéðinsdóttir verið duglegust að standa fyrir viðburðum á starfsárinu. Tæplega 300 manns eru skráðir í hópinn á Facebook.

Ljósbrot - kór KFUK Ljósbrot hefur nú starfað í rúm þrjú ár. Í hópnum er um 20 konur á breiðu aldursbili. Stjórnandi kórsins er Keith Reed, einsöngvari, píanisti, organisti og kórstjóri með meiru. Stjórn kórsins skipa Dagný Bjarnhéðinsdóttir og Elín Einarsdóttir. Stjórnin hittist einu sinn á haustönn og annars óformlega á æfingum kórsins. Æfingar kórsins eru á miðvikudögum kl.17:00 við Holtaveg 28. Kórinn söng einu sinni fyrir jól á aðventustund í Ástjarnarkirkju. Fyrirliggjandi á vorönn eru ýmsir söngviðburðir og árleg samverustund. Samsöngurinn er gefandi, og eru meðlimir kórsins sammála um að kórstjórinn hafi kennt mikið í raddbeitingu og öndun. Það er ósk kórmeðlima að starfið blómstri og dafni á komandi árum. Allar lagvissar konur eru velkomnar til liðs við Ljósbrot.

20

Friðrikskapella varð 25 ára á starfsárinu. Þar eru haldnar bænasamverur í hádeginu á mánudögum yfir vetrartímann.

Friðrikskapella á Hlíðarenda - 25 ára vígsluafmæli Þann 24. maí 2018 var 25 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu minnst með veglegri afmælissamkomu. Karlakór KFUM söng, Þórarinn Björnsson var með fróðleiksmola, sr. Valgeir Ástráðsson var með erindi um aðdragandann og framkvæmd byggingarinnar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flutti hugverkju. Bænasamverur voru haldnar í hádeginu á mánudögum yfir vetrartímann í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík. Hver stund felur í sér altarisgöngu og bænastund og er í umsjá presta höfuðborgarsvæðisins. Friðrikskapella er í eigu KFUM og KFUK á Íslandi, Karlakórsins Fóstbræðra, íþróttafélagsins Vals og Skátasambands Reykjavíkur. Kapellan var vígð 25. maí 1993 og er minnisvarði um sr. Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM og KFUK. Stjórn Friðrikskapellu skipuðu þau Kári Geirlaugsson (KFUM og KFUK) formaður, Ásbjörn Vilhjálmsson (Karlakórinn Fóstbræður), Þórarinn G. Valgeirsson (Valur), Ingi Rafn Ólafsson (Skátasamband Reykjavíkur) og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir (Biskupsstofa). Þakklæti til sjálfboðaliða Lögð er áhersla á að ábyrgð og umsjón viðburða í fjölskyldu- og fullorðinsstarfi KFUM og KFUK sé í höndum sjálfboðaliða. Flestir viðburðir fullorðinsstarfsins hafa orðið að veruleika fyrir tilstilli, frumkvæðis- og vinnu sjálfboðaliða úr röðum félagsfólks. KFUM og KFUK á Íslandi færir þeim kærar þakkir fyrir óeigingjarnt og alúðlegt starf í þágu félagsins og ómetanlegt framlag til þess.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.