Nafnið segir hver við erum Við í KFUM og KFUK búum við þau forréttindi að nafn félagsins segir hver við erum. Hver stafur hefur sína merkingu.
K
Kristilegt Við fræðum þátttakendur um boðskap Biblíunnar, líf og starf Jesú Krists. Kennum þeim að þekkja trú sína, rækja hana og meta gildi hennar.
F
Félag Við erum frjáls félagasamtök og störfum eftir lýðræðislegum leikreglum. Aldargamalt félag þarf að gæta þess að breytast ekki í stofnun. Ekki má rugla félaginu saman við söfnuð, þrátt fyrir kristilegan grunn þess.
U
Ungra Við erum æskulýðshreyfing og leggjum áherslu á að standa fyrir heilbrigðu félagsstarfi fyrir börn, unglinga og ungt fólk.
M/K
Manna og kvenna Við stuðlum að mannrækt og mannúð. Við stöndum fyrir uppbyggjandi verkefnum, gagnlegum samfélaginu.
Merkið undirstrikar markmiðið KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að stuðla að heilbrigði mannsins til líkama, sálar og anda. Þríhyrningurinn í merki félagsins undirstrikar þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda. Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.
4