Sigrún Björk Benediktsdóttr leikskólastjóri tekur við staðfestingu ART-vottunarinnar úr hendi Bjarna Bjarnasonar verkefnisstjóra ART.
mál, leysa úr klípusögum og skoða dæmi úr eigin reynsluheimi. Börnin eru þjálfuð í að greina rétt frá röngu. ART-þjálfunin er í tólf vikna lotum og uppbyggingin sérsniðin að hverju skólastigi, frá leikskóla og upp í menntaskóla.
Allir tala sama tungumál Bjarni og Kolbrún segja að ART-þjálfun henti öllum börnum og unglingum en aðferðin hefur einnig reynst afar árangursrík fyrir einstaklinga með einhverfu og tilfinninga- og geðraskanir. Flóknari tilvik kalla á meðferð og þá taka foreldarnir líka þátt. „Það er starf-
andi inntökuráð sem í sitja barnalæknir, sálfræðingur, tveir úr ART-teyminu, verkefnisstjóri og starfsmaður. Skólasálfræðingar koma líka að málum. Kolbrún segir þetta ganga undir nafninu Fjölskyldu-ART. „Við förum inn í skólann og fylgjumst með viðkomandi barni í sínu umhverfi, þannig getum við metið aðstæður og barnið veit ekki á þeim tímapunkti hver við erum. Meðferð hvers barns er einstaklingsmiðuð og má segja að við búum til heildarpakka í kringum hvert barn. Unnið er í samtölum með fjölskyldunum, á teymisfundum og með skólanum til dæmis að bættri sjálfsstjórn eða bættri félagsfærni hjá viðkomandi barni svo dæmi sé tekið,“ segir Kolbrún.
Félag áhugafólks stofnað Það er ekki nóg að kenna bara börnunum bætta félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund heldur þarf að þjálfa þá einstaklinga sem starfa með börnunum. ART-teymið hefur efnt til fjölda námskeiða fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, félags- og heilbrigðisþjónustu. ART námskeiðið er þrír
dagar og svo er unnið með nemendahóp/ bekk í 12 vikur. „Það er staðreynd að þeir skólar sem hafa sent starfsmenn á ARTnámskeið taka betur á agavandamálum. Fólk lærir réttu viðbrögðin og allir vinna að sama markmiði,“ segir Bjarni. „Þegar kennarar og starfsmenn nota hugtök sem börnin þekkja þá er ART-ið farið að virka vel og getur gefið af sér góðan skólabrag,“ segir Kolbrún. Stofnfundur IS-ART, félags áhugafólks um ART-þjálfun á Íslandi, var haldinn á Selfossi í apríl síðastliðnum. Félagsmenn voru á stofndegi um eitt hundrað en markmið félagsins er að gera félagsmönnum kleift að fylgjast með nýjungum og vera í samskiptum við aðra sem stunda ART-þjálfun. Alls hafa 570 manns, hvaðanæva af landinu, sótt ART-réttindanámskeið og á annað hundrað fjölskyldur sótt fjölskyldunámskeið á vegum ART-teymisins á Suðurlandi. Hægt er að kynna sér málið í lokuðum hóp á Fésbókinni sem ber nafnið IS-ART. Einnig má hafa samband á netfangið is-art@isart.is.
Sigríður Þorsteinsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir (til hægri) ásamt starfsfólki Laugalands.
Handleiðsla er líkleg til að stuðla að vellíðan í starfi. Hún er fyrirbyggjandi þáttur varðandi starfsþreytu, skerpir markmiðssetningu og eflir samskiptahæfni. Nýttu þér rétt þinn til handleiðslu, sbr. 3. gr. í úthlutunarreglum sjúkrasjóðs frá 1.des 2005. Guðrún H. Sederholm MSW fræðslu – og skólafélagsráðgjafi, námsráðgjafi og kennari. Lundur 92, 200 Kópavogur / S: 5544873 / Gsm: 8645628 Krakkarnir sýndu gestum hvað þau kunnu í ART og mátti heyra að tillitsemi og góð framkoma væru atriði sem allir ættu að kunna.
gsed@simnet.is
Skólavarðan 1. tbl 2014 / 39