Skólavarðan 1. tbl. 2016

Page 5

KYNNINGARMYNDBAND UM KÍ „Kennarasamband Íslands, eða KÍ, er með stærstu stéttarfélögum landsins, landssamband með rúmlega 10.000 félagsmenn, kennara, skólastjórnendur og námsráðgjafa sem starfa í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum um land allt.“ Á þessum orðum mun nýtt kynningarmyndband um Kennarasamband Íslands, sem frumsýnt verður með haustinu, hefjast. Myndbandið er unnið af Dúa J. Landmark kvikmyndagerðarmanni í samstarfi við útgáfusvið KÍ. Markmiðið er að í myndbandinu verði gerð grein fyrir helstu verkefnum og störfum sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar Kennarasambandsins koma að hverju sinni. Meðal þess sem fjallað verður um er þjónusta sjóða KÍ og verkefni sérfræðinga. Í myndbandinu verður lögð áhersla á að hafa kennara og kennarastarfið í forgrunni, en nokkrir skólar hafa verið heimsóttir og myndaðir við vinnslu þess.

Dúi J. Landmark myndar kennara og nemendur á húsasmíðabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK

FRÆÐSLA HJÁ SORPU SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nemendur á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og er boðið upp á mismunandi leiðir. •

Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í móttökustöð SORPU í Gufunesi.

Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð.

Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og starfsfólk.

Í fræðslunni er lögð áhersla á umhverfisávinninginn sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf, í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við flokkum rétt.

Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.