Ferðablað 2015 - Orlofssjóður KÍ

Page 16

vesturland /Vestfirðir Tunga, Hvítársíðu

F

Bústaðurinn er 86m² með fjórum svefnherbergjum. Tvö eru hjónaherbergi með tvíbreiðum rúmum (140x200). Eitt minna herbergi er með einbreiðu rúmi (60x200) og í fjórða herberginu er einbreiður svefnsófi. Sængur og koddar eru fyrir sex manns. Eldhús og stofa eru eitt rými og öll helstu eldhústæki eru til staðar; svo sem gaseldavél og gasofn, matvinnsluvél, pastagerðarvél og örbylgjuofn. Góð verönd með útihúsgögnum og gasgrilli. Þráðlaust net. Bústaðurinn er á Hvítársíðu í Borgarfjarðarsveit og stutt er upp að Hraunfossum og í Húsafell þar sem er sundlaug. Næsta verslun er í Húsafelli en einnig er verslun í Reykholti og í Borgarnesi. Gæludýr eru leyfð. Leigutími 29. maí–14. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.600

kr. 4.800

8 / nótt

6 manns

NÝTT

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Búðardalur – Thomsenshús, Búðarbraut

V

Húsið er 90 m² timburhús, hæð og ris. Gisting er fyrir fimm í rúmi og sængur og koddar fyrir sex. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og þremur aukadýnum. Thomsenshús er fyrsta húsið sem var byggt í Búðardal. Það stendur á friðsælum stað við sjóinn og þaðan er hægt að fara í fjöruferðir og göngur um nágrennið. Stutt er að Eiríksstöðum í Haukadal, þar sem Eiríkur rauði bjó, en þar hefur verið byggður tilgátubær sem gaman er að skoða. Leigutími 12. júní–14. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 30.000

Ekki í boði

40 / vikan

5 manns

Barðaströnd – Krossholt, Ægisholt

F

Húsið er 120 m² einbýlishús. Gisting er fyrir átta og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Í einu þeirra er hjónarúm og rimlabarnarúm og tvö einbreið rúm í hvoru hinna. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi, þar sem er líka lítil verslun og bensínstöð. Gönguleiðir er margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími 12. júní–28. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefpláss

Flakkari*

kr. 10.700

kr. 5.350

9 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Barðaströnd, Litla Hlíð í Krossholtum

F

Húsið er 27 m² sumarhús. Gisting er fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, og sængur og koddar eru fyrir sama fjölda. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Stofa, baðherbergi með sturtu og eldhús. Stór sólpallur og útihúsgögn. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi, þar sem er líka lítil verslun og bensínstöð. Merktar gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími 12. júní–28. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 6.500

kr. 3.750

5 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

16

FERÐABLAÐ KÍ 2015 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Ferðablað 2015 - Orlofssjóður KÍ by Kennarasamband Íslands - Issuu