Aðalnámskrá tónlistarskóla: Hljómborðshljóðfæri

Page 8

HLJÓMBORÐ.tp.leiðr.Oddi f. pdf 5/21/02 10:30 AM Page 10

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Hljómborðshljóðfæri

Nauðsynlegt er að nemendur hafi aðgang að píanói til æfinga heima fyrir ásamt píanóstól við hæfi. Þá er miklvægt að hljóðfærið sé vel stillt og staðsett þar sem nemandi getur haft gott næði til æfinga. Fótskemill er æskilegur fyrir yngstu nemendurna. Grunnnám Almennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9 ára gamlir, ljúki grunnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi. Markmið í grunnnámi Uppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum. Við lok grunnnáms eiga píanónemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

10 10

Píanó – Grunnnám

-

leiki með markvissri og öruggri fingrasetningu

-

geti dregið fram laglínu á móti undirleik

-

kunni skil á einfaldri pedalnotkun

-

sýni nákvæmni í mótun tónmynstra og hendinga

-

sýni nákvæmni í lestri og úrvinnslu tónmálsins

Nemandi -

hafi öðlast allgott hrynskyn

-

geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

-

hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

-

hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

-

hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

-

hafi þjálfast í ýmiss konar samleik

-

hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

-

hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

-

hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari námskrá

-

hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir um það bil þriggja ára nám: -

tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

Nemandi

-

blæbrigði og andstæður

-

beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er

-

þekkingu og skilning á stíl

á hljóðfærið

-

tilfinningu fyrir samleik

-

leiki með vel mótaðri handstöðu

-

öruggan og sannfærandi leik

-

hafi öðlast allgóða fingraleikni

-

persónulega tjáningu

-

leiki með jöfnum og skýrum áslætti

-

viðeigandi framkomu

-

geti leikið skýrt staccato og allgott legato

-

geti leikið samtímis staccato með annarri hendi og legato með hinni

-

hafi náð allgóðu valdi á mismunandi tónmyndun

-

geti leikið með skýrum styrkleikabrigðum

-

hafi kynnst öllu hljómborðinu

-

hafi náð valdi á eðlilegum hreyfingum um allt hljómborðið

-

geri sér grein fyrir mikilvægi hentugrar fingrasetningar

Verkefnalisti í grunnnámi Hér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi. Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til viðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við val annars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. allt frá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms.

11 11


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.