Ferðablað 2012 - Orlofssjóður KÍ

Page 27

SUÐURLAND

Hella - Þrúðvangi 37, Brenna Húsið er 87 m². Gisting er fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm og hinu eru tvær kojur fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Húsið stendur á friðsælum stað á bökkum Rangár við jaðar bæjarins. Leigutími er frá 15/6-27/7. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Biskupstungur - Úthlíð, Stórabunga 10 Bústaðurinn er 62 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö og svefnloft sem rúmar fimm manns. Sængur og koddar fyrir sex. Í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, níu holu golfvöllur og hestaleiga. Frítt í golf fyrir fjóra. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Biskupstungur - Brekkuskógur hús nr. 6 Bústaðurinn er 46 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Svefnpláss er fyrir sex, fjóra í herbergjum (hjónarúm og koja) og tvo á svefnlofti. Barnarúm og tvær dýnur eru á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir sex. Hægt er að leigja rúmfatnað sé þess óskað. Á svæðinu er leikvöllur og minigolf. Í Brekkuskógi eru 26 orlofshús auk Brekkuþings sem er þjónustumiðstöð. Tveir golfvellir í grenndinni. Leigutími er frá 8/6-31/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Laugarvatn, Laugarbraut 5 Íbúðirnar eru 64 m² og eru í Nemendagörðum BN. Gisting er fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Svefnherbergi er eitt með hjónarúmi en hitt með barnakoju. Sængur og koddar eru fyrir sex. Aðgangur er að þvottahúsi með þvottavél og þurrkara (myntmælir). Á Laugarvatni er byggðarkjarni með um 170 íbúa. Stutt er í Gullfoss og Geysi. Golfvöllur í grenndinni. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Grímsnes, Öldubyggð 5 Bústaðurinn er 74 m² auk 28 m² svefnlofts. Gisting er fyrir tíu. Svefnherbergi eru þrjú, eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Á svefnlofti eru rúm og dýnur fyrir fimm. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir tíu. Öldubyggð er í landi Svínavatns í Grímsnesi. Í næsta nágrenni eru verslanir, kaffihús, dýragarður, golfvellir, veiði og margir markverðir staðir. Leigutími er frá 15/6-17/8. Verð: 27.700. Punktar: 60.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

27


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Ferðablað 2012 - Orlofssjóður KÍ by Kennarasamband Íslands - Issuu