AUSTURLAND
EYJÓLFSSTAÐAskógur - hús nr.17 - Skógarholt Húsið er 50 m² með 30 m² svefnlofti. Gisting er fyrir fimm í rúmum, aukadýnur eru á svefnlofti. Stofa er með svefnsófa, arni, sjónvarpi, DVD-tæki og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö. Þar geta gist fimm manns. Að auki er barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með tveim gashellum og ísskáp. Borðbúnaður fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er trépallur umhverfis húsið með útihúsgögnum og kolagrilli. Húsið er ofarlega í Eyjólfsstaðaskógi, undir kletti, mjög fallegt útsýni. Kyrrlátur staður. Leigutími er frá 17. júní til 19. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.
Seyðisfjörður - Múlavegur 1 - Mýrarkot Húsið er 82 m², nýuppgert. Gisting er fyrir fjóra til sex. Stofa er með svefnsófa og sjónvarpi. Inn af stofunni er borðstofa. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm og barnarúm. Í hinu er koja. Einnig fylgja tvær aukadýnur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með borðkrók með eldhúsborði og ísskáp. Einnig er þvottahús með þvottavél. Salerni er með sturtu. Úti eru húsgögn og kolagrill á stétt. Húsið stendur miðsvæðis í bænum. Níu holu golfvöllur er á staðnum. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.
Neskaupstaður - Hafnarbraut 4 Íbúðin er 50 m² á miðhæð í 3ja hæða húsi. Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Annað er með hjónarúmi en hitt herbergið er afþiljað frá stofu og eru tvö rúm þar. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með tveim rafmagnshellum án ofns, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með sturtu. Þjónusta fyrir ferðamenn í byggðarlaginu er margvísleg og má þar nefna bátsferðir og hestaleigu. Stutt er í golf. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar, bæði ofan og utan við kaupstaðinn. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.
Stöðvarfjörður Sólhóll, Fjarðarbraut 66 Húsið er hæð og ris, 65 m² með gistingu fyrir allt að sex. Stofa og svefnherbergi: Eitt svefnherbergi og setustofa með svefnaðstöðu eru á efri hæð, stofa með sambyggðu eldhúsi, eitt svefnherbergi, anddyri og baðherbergi eru á neðri hæð. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, örbylgjuofni og eldavél. Salerni er með sturtu og þvottavél. Húsið er við aðalgötuna í jaðri þorpsins. Í þorpinu er steinasafn Petru, gallerí, sjóstangaveiði, sundlaug og góðar gönguleiðir. Sjá heimasíðu www.solholl.com. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 1. júní til 31. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.
Breiðdalsvík - Ásvegur 4 Íbúðin er 120 m², á tveimur hæðum, mikið endurnýjuð. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti, útvarpi með geislaspilara, DVD-spilara og sjónvarpi. Dyr eru út á sólpall. Svefnherbergi eru tvö á efri hæðinni, með tvíbreiðum góðum rúmum og tveimur aukarúmum. Eitt svefnherbergi með svefnsófa er á fyrstu hæð. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, eldavél, uppþvottavél og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti við húsið er sólpallur og kolagrill. Mikil náttúrufegurð, fjöll og firðir, strendur, kyrrð og ró. Göngur, veiði, sund. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.
FERÐABLAÐ KÍ 2011
25