Skýrsla um starfsemi KÍ 2011 - 2014

Page 55

Siðareglur kennara Starf fulltrúa í Siðaráði hófst á því að þeir kynntu sér siðareglurnar og hvernig hægt væri að auka umræðu og sýnileika þeirra. Útbúið var veggspjald með siðareglunum sem sent var til allra skóla, sem og póstkort sem sent var til allra félagsmanna KÍ. Þær voru einnig þýddar á ensku og dönsku og birtar á heimasíðu KÍ.

Fræðsluefni um siðareglur kennara Siðaráð útbjó umræðupakka byggðan á siðareglum kennara sem sendur var öllum trúnaðarmönnum og formönnum félagsdeilda, svæðafélaga og svæðadeilda innan KÍ. Umræðupakkinn var einnig birtur á heimasíðu KÍ. Hverri siðareglu fylgdu nokkrar spurningar til að kveikja umræðu, dýpka skilning og efla meðvitund um siðferði kennara í starfi. Umræðupakkinn var hugsaður fyrir hópa, þó ekki stærri en svo að allir gætu verið virkir í umræðunni. Einnig fylgdi með hugmynd að svokölluðum kaffihúsafundi sem gæti verið skemmtileg leið til að ræða saman um siðareglurnar. Umræðupakkinn var einnig sendur kennurum sem sjá um menntun kennaranema í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík, þeim til upplýsingar og notkunar.

Siðfræðikennsla kennaranema Háskólum sem bjóða upp á kennaramenntun var sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hver hlutur siðfræði er í kennaranámi þeirra. Svör bárust eftir talsverðan tíma frá háskólunum og í framhaldinu hafa kviknað hugmyndir um að efla tengsl KÍ við háskóla sem bjóða upp á kennaramenntun sem og kennaranema.

Samvinna Siðaráð tók þátt í samvinnu nefnda KÍ um fræðslumyndbönd KÍ, auk þess sem það tók þátt í fræðslufundi skólamálaráðs KÍ 22. mars 2013 þar sem fengist var við hvað fagmennska er og hlut siðareglna í fagmennsku. Siðaráð útbjó einnig fræðslu um siðareglurnar sem nýtt var í forystufræðslu KÍ haustið 2013 fyrir trúnaðarmenn og formenn félagsdeilda, svæðafélaga og svæðadeilda. Siðaráð leitaði í lok kjörtímabils til Félags heimspekikennara um áhuga þeirra á samstarfi um heimspekikaffihús þar sem farið yrði yfir fræðslupakka Siðaráðs. Félagið virðist hafa verið mjög virkt og ber heimasíða þess því m.a. merki, (http:// heimspekitorg.is). Málið var ekki komið lengra þegar þetta var ritað. Enn fremur er sú hugmynd til umræðu að eiga samtal við foreldrafélög leik- og grunnskóla og nemendafélög framhaldsskóla um siðareglur. Leitað var til Heimilis og skóla sem tók vel í erindið, en málið var ekki komið lengra þegar þetta var ritað.

Sérstaða samskipta í skólum Í lok kjörtímabilsins var einnig hafin vinna við að skoða hvernig samskipti í skólum eru ólík samskiptum á mörgum öðrum vinnustöðum/stofnunum. Fyrir hönd Siðaráðs Ægir Karl Ægisson, formaður   Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014  55


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.