Aðalnámskrá framhaldsskóla

Page 69

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla er skólunum heimilt að bjóða upp á nám í framhaldi af skilgreindum námslokum á þriðja hæfniþrepi. Námið er skilgreint sem viðbótarnám við framhaldsskóla á fjórða hæfniþrepi og gefið upp í framhaldsskólaeiningum. Nám á fjórða hæfniþrepi getur verið metið til eininga (ECTS) á háskólastigi, sbr. lög nr. 63/2006. Það er þó á forsendum hverrar háskólastofnunar fyrir sig, innlendrar sem erlendrar. Framhaldsskólar skulu alltaf auglýsa nám á fjórða þrepi í framhaldsskólaeiningum en ef fyrir liggur samstarfssamningur um mat á náminu við háskólastofnun má geta þess í upplýsingum um námsframboð.

13.4 Atvinnulíf Samstarf framhaldsskóla og atvinnulífs er forsenda þess að skólakerfið geti brugðist við þörfum atvinnulífsins og jafnframt boðið upp á fjölbreytt nám sem nýtist nemendum í störfum að námi loknu. Samstarfið getur farið fram með mismunandi hætti og haft ólíkar áherslur. Í sumum framhaldsskólum hafa verið mynduð fagráð með fulltrúum úr atvinnulífinu sem m.a. eru ráðgefandi við ákvarðanir um áherslur í námi á einstökum námsbrautum. Einnig er víða samstarf milli framhaldsskóla og atvinnulífs sem tekur mið af sérstöðu nærsamfélagsins. Það getur beinst að þörfum fyrirtækja fyrir menntað starfsfólk og/eða þörfum nemenda skólans fyrir vinnustaðanám eða starfsþjálfun. Þá eru dæmi um að skólar hafi samstarf við vinnustaði sem sjá þeim fyrir aðstöðu til verklegrar kennslu í einstökum námsáföngum. Eitt af hlutverkum starfsgreinaráða, sem skipuð eru á grundvelli laga um framhaldsskóla, er að stuðla að gagnkvæmum skilningi og bættum tengslum milli atvinnulífs og skóla. Þau skilgreina m.a. þarfir fyrir þekkingu, leikni og hæfni sem námsbrautalýsingar fyrir viðkomandi starfsgreinar byggjast á og veita umsagnir um námsbrautalýsingar starfsnáms sem einstakir skólar leita eftir staðfestingu á.

13.5 Framhaldsfræðsla Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 eiga að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki. Fyrst og fremst er um að ræða fólk sem horfið hefur frá námi út á vinnumarkaðinn án þess að hafa lokið skilgreindu námi á framhaldsskólastigi. Framhaldsfræðsla felur í sér náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og nám samkvæmt námskrám sem mennta- og menningarmálaráðuneyti staðfestir. Meðal markmiða framhaldsfræðslunnar er að gefa einstaklingum færi á að efla starfshæfni sína og veita þeim aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Nám innan framhaldsfræðslunnar má meta til eininga í framhaldsskóla og er það í höndum stjórnenda hvers skóla að

69


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.