Kosningablað Röskvu 2016

Page 1


KOSNINGABLAÐ RÖSKVU 2016 Ritstýra Elinóra Guðmundsdóttir Ritstjórn Alma Ágústsdóttir, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Heiður Anna Helgadóttir, Kristján Orri Víðisson, Nanna Hermannsdóttir, Ragnar Auðun Árnason, Sonja Sigríður Jónsdóttir Ljósmyndir Karen María Magnúsdóttir Enskar þýðingar Birkir og svefnlausir Röskvuliðar Forsíðuteikning Elín Elísabet Einarsdóttir

Útgefandi: Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Prentun: Litróf Hönnun og Umbrot: Sólveig Samon


EFNISYFIRLIT Ávarp ritstýru Aðalstefnuskrá Röskvu Spurt og svarað Umhverfisfasistinn 16-18

Félagsvísindasvið (Ó)pólitík Er Stúdentakjallarinn fyrir alla?

24-27

Menntavísindasvið Stuðningsmenn Röskvu Er Stúdentaráð bitlaust vopn í baráttu stúdenta?

32-35

Hugvísindasvið Tilgerðarleikarnir

40-42

Verk- og Náttúruvísindasvið International Students at HÍ Pikköpplínur Verkfræðinemans

46-48

Heilbrigðisvísindasvið Where are Ü now, nýr spítali? Mikilvægt að rödd stúdenta frái að heyrast


ÁVARP RITSTÝRU Elinóra Guðmundsdóttir, móðir og ritstýra Röskvu, 1.sæti á Verk- og Náttúrufræðisviði // mother, Röskva’s editor and Röskva’s 1st place candidate for the School of Engineering and Natural Sciences

Það er komið að því; kosningar til Stúdentaráðs eru að hefjast. Nú þegar hafið þið sennilega fengið 34 boð í partí með fríum bjór og eigið í vændum að aldargamlir kunningjar systur vinkonu ykkar sendi vinaleg skilaboð á facebook til að tryggja sér þitt atkvæði. Kosningablöðin liggja eins og hráviði um öll borð og gólf, áróðurinn ásækir alla tölvuskjái og allir á framboðslista hafa sett upp sparibrosið fyrir næstu tvær vikurnar. Því er ekki að neita að þetta er eitt líflegasta tímabil háskólaársins. Ef við gægjumst undir þykkan skráp glamúrsins leynist þar þó hafsjór af hugsjónum sem vert er að minnast á. Störf fylkinganna og Stúdentaráðs fer fram af miklum eldmóði allt árið um kring, þó við kunnum að birtast ykkur sem framapotarar í sandkassaslag í byrjun vorannar ár hvert. En til þess að átta sig á að ekki er allt sem sýnist (í kosningum), þarf að kafa dýpra og kynna sér málin. Þar starfa nemendur af ástríðu að því að bæta nándarsamfélag okkar allra, 4

Háskóla Íslands. Hér hefur margt hugsjónafólk hafið feril sinn sem baráttufólk fyrir betri kjörum og samfélagi. Hér hefur einnig margt fólk starfað sem einfaldlega fannst fáránlegt að geta ekki tekið endurtökupróf sem ákvað að taka málin í sínar hendur. Ef annað hvort þessara vekur áhuga þinn eða á við um þig, er stúdentapólitík fyrir þig. Eftir að hafa tekið þátt í starfi félagasamtaka í háskólanum síðasta árið er líf mitt svo miklu ríkara af reynslu og vináttu. Mitt Röskvu-rauða hjarta slær nú í takt við allt það frábæra fólk sem þar starfar og hefur gert í gegnum árin. Það er mér mikið í mun að Stúdentaráð starfi í nafni sem flestra og býð ég mig því fram í ár til Stúdentaráðs sem foreldri í fullu námi við Háskóla Íslands og vil þannig auka breidd starfseminnar. Ég vil hvetja þig, kæri háskólanemi, til að grípa öll kosningablöð og bækinga, og kynna þér stefnumál og frambjóðendur á meðan fría


bjórnum er skolað niður. Í framhaldinu hvet ég þig til að taka málin í þínar hendur, því stúdentapólitík er fyrir alla og kemur öllum við!

//ENGLISH It is time; elections for the Student council are about to begin. You have probably already received 34 invites to parties with free beer (if not, follow Röskva on Facebook!) and you may find some brand-new lifelong friends sending you friendly messages on Facebook to try to secure your vote. The election papers lie, discarded, everywhere around you and the propaganda is broadcast on every computer screen as the candidates put on their nicest smiles for the following weeks. It’s hard to deny that this is one of the liveliest periods of the university year. But looking underneath the thick glamour of it all there is a plethora of ideals worth noticing. The Student council and parties are hard at work all year long, though we may appear as social climbers in a sandbox fight at the start of the spring semester. But (during elections) not everything is as it seems, it is necessary to dig deeper and read up on election matters. All year long they work passionately to improve our vicinity, the

University of Iceland. Many idealists started their fight right here for improved conditions and society. Here we also have people who simply wanted to be able to take a resit exam and fought diligently for it. If either of these types of fights are of interest to you, then your place is within student politics. After joining the organizations within the University my year has been richer with experience and friendship. My red Röskva heart now beats along with all the other great people who work there and have for the past years. It is of great importance to me that the Student council works in the name of everyone and that’s why I am running as a candidate for the Student council, as a parent who studies full-time, in order to broaden the field of action. I urge you, dear student, to read all the election papers and pamphlets, get acquainted with the policies and candidates while you drink the free beer. After all that, I urge you to take part in the fight by joining it directly or simply by voting, because student politics is for everyone! See you at Kosnó! (our election house at Lækjartorg!)

5


STEFNUSKR AFNEMUM AUKASKATT Á NÁMSMENN Vissir þú að 75.000 kr. skrásetningargjöldin sem þú borgar í Háskóla Íslands renna ekki öll til Háskólans? Þvert á móti renna þau að miklu leyti beint í ríkiskassann. Það er óásættanlegt þar sem Háskólinn er nógu andskoti fjársveltur fyrir. SHÍ ÖFLUGRA ÞRÝSTIAFL Í MÁLEFNUM LÍN Stúdentaráð þarf að vera beittara þrýstiafl sem málsvari stúdenta í málefnum LÍN gagnvart stjórnvöldum. Röskva vill að frítekjumarkið verði hækkað úr 930.000 í 1,3 milljónir, í samræmi við frítekjumark öryrkja. Nám er full vinna og því vill Röskva að grunnframfærslan verði í samræmi við lágmarkslaun. Með því að leggja áherslu á hækkun grunnframfærslu hefur Röskva hagsmuni þeirra sem minnst hafa á milli handanna að leiðarljósi. STYRKJAKERFI LÍN VERÐI SETT Á LAGGIRNAR Í núverandi reglum LÍN er ekki gert ráð fyrir styrkjum en óbeinir styrkir verða vegna galla í reglum LÍN. Röskva vill að komið verði á beinu styrkjakerfi. Þetta er langtímamarkmið sem krefst mikils þrýstings og samskipta við stjórnvöld. AUKIN ÁHERSLA Á UMHVERFISMÁL Við í Röskvu viljum að Háskóli Íslands sé leiðandi í umhverfismálum og leggi ríka áherslu á endurvinnslu og minnkun úrgangs. Röskva krefst þess að Stúdentaráð leiði þessa baráttu og stuðli að virki umræðu um málefnið. Stefna Röskvu í umhverfismálum er á bls 14-15. RÖDD ERLENDRA NEMA FÁI HLJÓMGRUNN Í HÍ Röskva mun beita sér fyrir því að erlendir nemar séu hluti af háskólasamfélaginu. Við í Röskvu viljum opna félagslíf nemendafélaga fyrir þeim. Það er einnig jafnréttismál að öll próf séu á ensku og að kennarar fái greitt fyrir þýðingarnar. 6

Erlendir nemar innan Röskvu mörkuðu stefnu fylkingarinnar í málefnum erlenda nema þar sem margt er ábótavant: RÖSKVA VILL AÐ GEFIN SÉ ÚT HANDBÓK FYRIR ERLENDA NÝNEMA Moving to a new country is always difficult with integrating into Icelandic society. The University needs to do better in areas such as access to necessary information in English, class availability, or providing Icelandic classes(beyond basics) to all students. U of I could also provide better assistance outside the University such as VISA issues, finding work/acquiring work permits, counseling, or even basics like awareness of social services. Additionally the University should work on attracting more long-term foreign students who can bring unique perspectives and talents to the country and work on keeping them in the country. The University of Iceland needs to decide whether it wants to embrace a global student body and grow as a University or cater itself only to Icelanders and become increasingly irrelevant. AUKIÐ SAMSTARF VIÐ AÐRA ÍSLENSKA HÁSKÓLA Í GEGNUM LANDSSAMTÖK ÍSLENSKRA STÚDENTA (LÍS) Háskóli Íslands er einn af sjö háskólum á Íslandi. Mörg baráttumál stúdenta eiga við landið allt og því er mikilvægt að standa saman í þeim baráttumálum. WWW.BETRIHASKOLI.IS - VIÐ VILJUM YKKAR HUGMYNDIR Efla þarf þátttöku stúdenta í starfi stúdentaráðs og skal stúdentaráð leitast við að heyra hugmyndir frá öllum deildum innan háskólans. Með öflugri heimasíðu getum við skapað nemendum vettvang til þess að koma fjölbreyttum hugmyndum sínum og vangaveltum greiðlega til Stúdentaráðs sem ynni að því að koma þeim í farveg hjá viðeigandi aðilum.


RÁ RÖSKVU KOMA SKIPULAGI Á BÍLASTÆÐAMÁL Malarbílastæðið fyrir framan HÍ er í miklu ólagi og þarf að hefla oftar. Með fleiri byggingum á háskólasvæðinu þarf að reikna með bílastæðakjallara (auk hjólakjallara) til að tryggja aðgengi. AUKINN STUÐNINGUR VIÐ FJÖLSKYLDUFÓLK Röskva vill að þrýst sé á sveitarfélög að tryggja stúdentum sömu niðurgreiðslu af leikskólagjöldum FS, óháð búsetu. Einnig geta foreldrar verið í tímum og prófum eftir að leikskólar FS loka og til að koma til móts við fjölskyldufólk þarf meðal annars að lengja opnun leikskólanna í prófum. Fæðingarstyrkur er allt of lágur og ekki í neinu samhengi við framfærslutöflu LÍN, þetta verður að bæta strax. HÁSKÓLI ÍSLANDS ER FYRIR ALLA LJÚKUM JAFNRÉTTISÁÆTLUN SHÍ Vinna hefur verið hafin við gerð jafnréttisáætlunar SHÍ. Mikilvægt er að Stúdentaráð móti sér framsækna stefnu í jafnréttismálum í hinum víðasta skilningi. Mikilvægt er að bæta hag minnihlutahópa, til að mynda í sambandi við aðgengismál. SKÝRARI ÚRRÆÐI FYRIR STÚDENTA Röskva vill að gerð sé samantekt um möguleg úrræði fyrir stúdenta með námsörðugleika og/ eða geðræn vandamál. Bæta þarf upplýsingar um lengdan próftíma, frest á verkefnaskilum og sálfræðiþjónustu innan háskólans. Vissir þú til dæmis að framhaldsnemar í klínískri sálfræði bjóða upp á ódýra sálfræðiráðgjöf fyrir háskólanema og börn þeirra? AÐGENGI AÐ KENNSLUSTUNDUM Á NETINU Félagslegar aðstæður nemenda eiga ekki að hamla nemendum að stunda nám á háskólastigi. Kennsluhættir verða að haldast í hendur við stöðuga framþróun í tæknimálum. Leitast á við að öll

kennsla í fyrirlestraformi eigi að vera tekin upp og upptökur aðgengilegar nemendum á netinu. AUKIÐ FJÁRMAGN TIL AÐ MENNTA KENNARA HJÁ KENNSLUMIÐSTÖÐ Kennarar ættu að þurfa að taka námskeið í kennslu í kennslumiðstöð HÍ við upphaf starfsferils við HÍ. Einnig ættu kennarar að fá endurmenntun á nokkurra ára fresti til að þeir geti tileinkað sér nýjungar í kennslufræðum. ÚRVINNSLA KENNSLUKANNANA Flókin framsetning kennslukannana veldur dræmri þátttöku auk þess að of margir nemendur sjá ekki ávinning af því að taka þátt í þeim. Við viljum brýna fyrir deildarforsetum að eftirfylgni sé með kennslukönnunum og að nemendur fái að sjá niðurstöður þeirra líkt og er gert í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. RAFRÆN SKIL OG ENDURGJÖF Það er ótækt að skylda nemendur til að mæta upp í skóla bara til þess að skila verkefnum og/eða sækja einkunnir. Rafræn skil væru ekki bara gríðarlega hagkvæm fyrir nemendur og kennara heldur mun umhverfisvænni. Einnig er hægt að nota ýmis forrit til að gefa endurgjöf á mismunandi hátt og þetta býður upp á virka notkun á forritum líkt og Turnitin TÚRTAPPASJÁLFSALAR Það er ömurlegt að byrja óvænt á túr og vera ekki undirbúin fyrir það. Til að hjálpa til í þessum neyðartilfellum vill Röskva koma upp túrtappasjálfsölum á klósettum HÍ líkt og tíðkast á flugvöllum. GEOFILTER FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á SNAPCHAT Hvar var þessi mynd tekin? Var það í HÍ? Og hvernig á ég að vita það ef það er enginn geofilter? Það þarf að rífa þessi prófasnöpp í gang.

7


RÖSKVA’S GET RID OF THE EXTRA TAX ON STUDENTS Did you know that the 75.000 ISK fee to sign up to the University of Iceland doesn’t all go to the University? Part of it goes straight into the state treasury. This is unacceptable, seeing as the University is already in tough financial straits. STUDENT COUNCIL AS A POWERFUL FORCE FOR STUDENTS REGARDING LÍN The Student Council needs to be a more powerful force as an advocate for students’ regarding the government-sponsored Student Loan Fund (LÍN). Röskva wants the maximum income level to be increased from 930.000 ISK per year to 1,3 million ISK, the same level as in invalidity pensions. Studying is a full-time job which is why Röskva wants the loan amount to be equal to basic living expenses in line with minimum wage to support those who are less well off. LÍN GRANT INCENTIVE BE ESTABLISHED The current rules of LÍN (Student loan fund) do not allow for grants but indirect grants happen because of a flaw in the rules of LÍN. Röskva wants a direct grant incentive. This is a long term goal that requires a lot of pressure and communication with the government. INCREASED EMPHASIS ON ENVIRONMENTAL ISSUES Röskva wants the University of Iceland to be a leading force in environmental affairs and that emphasis is put on recycling and decreasing waste. Röskva demands that the Student Council leads this battle and contributes to an active discourse on the subject. You can find Röskva’s policy in environmental affairs on page 14-15. A PLATFORM FOR THE ISSUES OF INTERNATIONAL STUDENTS Röskva will make an effort to make sure international students are a part of the university community. We in Röskva want to open the 8

activities of student associations to them. It is also an issue of equality that all exams are in english and that teachers get paid for the translations. International students in Röskva marked the policy of the party in the issues of international students, where there’s a big area for improvement: RÖSKVA WANTS A MANUAL FOR NEW INTERNATIONAL STUDENTS Moving to a new country is always difficult with integrating into Icelandic society. The University needs to do better in areas such as access to necessary information in English, class availability, or providing Icelandic classes(beyond basics) to all students. U of I could also provide better assistance outside the University such as VISA issues, finding work/acquiring work permits, counseling, or even basics like awareness of social services. Additionally the University should work on attracting more long-term foreign students who can bring unique perspectives and talents to the country and work on keeping them in the country. The University of Iceland needs to decide whether it wants to embrace a global student body and grow as a University or cater itself only to Icelanders and become increasingly irrelevant. INCREASED COOPERATION WITH OTHER ICELANDIC UNIVERSITIES THROUGH LÍS (NATIONAL UNION OF ICELANDIC STUDENTS) The University of Iceland is one of seven universities in Iceland. Many of the issues facing students apply to the whole country and therefore it is important to stick together on these issues. WWW.BETRIHASKOLI.IS - WE WANT YOUR IDEAS Student participation in the work of the Student Council has to be strengthened and the Student Council should try to hear ideas from all faculties within the University of Iceland. The website will create a platform where students can send their ideas and concerns directly to the Student Council.


MANIFESTO BETTER ORGANIZED PARKING The gravel parking in front of the main building is not okay and needs to be better maintained. With more buildings on campus a parking garage needs to be considered (along with a bicycle garage) to ensure access. INCREASED SUPPORT FOR STUDENTS WITH CHILDREN Röskva wants to pressure municipalities to ensure students the same subsidies of FS kindergarten rates, regardless of residence. It can also happen that parents have classes or exams after the FS kindergartens close, and to meet parents’ needs the opening hours have to be longer during finals weeks. The childbirth subsidy is way too low and makes no sense in context with LÍN’s support rates, this has to be improved immediately. THE UNIVERSITY OF ICELAND IS FOR EVERYBODY - LET’S FINISH THE EQUALITY PLAN Work has begun on the equality plan of the student council. It is important that the student council forms a progressive policy in equality issues in the widest sense. It’s important to improve conditions for minority groups, for example in relation to accessibilty. ACCESSIBLE RESOURCES FOR STUDENTS Röskva wants a summary about potential resources for students with learning disabilities and/or mental health problems. Information about special services concerning exams, deferral of project submissions and psychological services within the university. For example, did you know that graduate students in clinical psychology provide affordable psychological services for students and their children? ACCESS TO LECTURES ONLINE Social standing of students should not affect their studies at a university level. Teaching methods have to go hand in hand with the constant progress of technology. The university should strive to make all teaching in lecture-form available online via recordings.

INCREASED FUNDING TO EDUCATE TEACHERS AT THE UNIVERSITY’S CENTER FOR TEACHING AND LEARNING Teachers should be required to take a class in teaching at the University’s Center for Teaching and Learning at the beginning of their employment at the university. Additionally, teacher should take a refresher course every few years to acquaint themselves with new developments in teaching methods. PROCESSING OF TEACHING EVALUATIONS The complicated presentation of teaching evaluations causes poor participation, and too many students don’t see their benefit in participating in them. We want to urge heads of faculties to follow through with teaching evaluations and that students get to see their results, as is the norm in the faculty of Civil and Environmental Engineering. ELECTRONIC SUBMISSIONS AND FEEDBACK It’s ridiculous to force students make their way to school simply to submit assignments and/or pickup grades. Electronic submissions would not only be efficient for both students and teachers, it would also be more environmentally friendly. Many programs are available for different kinds of feedback and this offers active use of programs like Turnitin. TAMPON DISPENSERS Getting your period unexpectedly is the worst. To help in this hour of need Röskva wants to place tampon dispensers in all the bathrooms in the University of Iceland as is customary in airports. GEOFILTER FOR THE UNIVERSITY OF ICELAND ON SNAPCHAT Where was this picture taken? Was it at the University? And how can I know that if it doesn’t have a geofilter? We need to step the finals-snapchats up a notch.

9


SPURT OG SVARAÐ Alma Ágústsdóttir og Ragnar Auðun Árnason, nýnemafulltrúar Röskvu 2016

Nú standa eflaust flestir nemendur háskólans á öndinni. Spennan hefur fyrir löngu síðan læst sér í fólk og nú nálgast stundin óðfluga. Tryllingslegur spenningur liggur í loftinu því nú fer að líða að kosningum. Auðvelt er að sjá fyrir sér háskóla nemendur sem hafa vart stjórn á kæti sinni er þau lesa þessar línur, grípa blaðið líklega þéttingsfast og reyna að halda aftur af húrra hrópunum (því þau eiga sér víst stað og stund). Ef þú fyllist ekki slíkri kæti er hugsanlegt, í raun líklegt, að þú vitir einfaldlega ekki nóg um komandi kosningar. Það er sem betur fer lítið mál að að kippa því í lag og með þessari grein er vonin að lesandinn geti tekið virkan þátt í hinum ýmsu umræðum sem fylgt gætu tímamótum sem þessum. Greininni er ætlað að stikla á stóru á þeim helstu spurningum sem vakna ef til vill í huga þess sem ekki hefur kynnt sér kosningarnar áður og veitir vonandi örlitla hugarró þeim sem fyllist ótta yfir takmarkaðri kunnáttu sinni á stúdentapólitík. Um hvað er kosið? Kosið er til stúdentaráðs. Þeir sem kosnir inn munu sitja í ár bæði í stúdentaráði og sviðsráði síns sviðs. Hvernig er kosið? Kosningar fara fram í Uglunni og standa yfir í tvo daga. Kosningar valmöguleikinn blasir við nemendum efst á síðunni strax við innskráningu. 10

Hver einstaklingur getur aðeins kosið frambjóðendur á því sviði sem viðkomandi stundar nám á. Nemanda er boðið að velja hreinan lista sem boðinn er fram af fylkingu eða að raða upp sínum eigin lista með samblöndu af því fólki sem ákveðið hefur að gefa kost á sér, óháð fylkingum. Hvert er hlutverk stúdentaráðs? Stúdentaráð er helsta þrýstiafl nemenda út á við. Hlutverk þeirra sem sitja þar er að gæta hagsmuna stúdenta og er það æðsta afl þeirra og helsta rödd út í samfélagið. Það er hagsmunafélag stúdenta og getur staðið fyrir opinberum skrifum og sett þrýsting á hin ýmsu samtök sem varða hagsmunamál nemenda. Hvað sitja margir í stúdentaráði? 27 manns sitja í stúdentaráði, alls. Fimm manns af hverju sviði, nema félagsvísindasviði, af því sitja sjö manns. Auk þess sitja þeir einstaklingar sem kosnir eru inn í stúdentaráð í sviðsráði fyrir sitt svið. Hvað hefur stúdentaráð gert undanfarið til að bæta hag stúdenta? Stúdentaráð hefur unnið marga sigra, suma sýnilegri en aðra. Nýverið ber helst nefna fjölgun stúdentagarða, Stúdentakjallarann og Háskólabúðina, auk þess sem að aukalegur kostnaður nemendafélaga við að sjá til þess að öllum


sé fært að mæta á viðburði (t.d. ef notast skal við rútu með hjólastóla aðgengi) er nú niðurgreiddur. Hvernig get ég nálgast frambjóðendur og meðlimi hreyfinganna til þess að fá svör við spurningum varðandi stefnumál þeirra? Stefnumál koma fram í kosningablöðunum, auk þess sem stúdentaráð hefur ákveðið að gefa út upplýsingabækling þetta árið sem fer yfir starfsemi stúdentaráðs, kosningarnar o.fl. Ef þú hefur frekari spurningar getur þú nálgast frambjóðendur í svokallaðri “kaffisetu” þar sem að boðið er upp á kaffi í öllum byggingum háskólans og frambjóðendur sitja fyrir svörum. Auk þess erum við með kosningamiðstöð, en þangað eru allir velkomnir. Við erum staðsett á þriðju hæð í stóra svarta húsinu á Lækjartorgi og þar verður alltaf eitthvað í boði og viðburðir á kvöldin. Gengið verður í tíma stuttu fyrir kosningar og starf Röskvu kynnt, þar eru allar spurningar velkomnar, og nemendur mega jafnvel eiga von á símtali þar sem að kosningarnar eru kynntar fyrir þeim. Annars vilja allir frambjóðendur svara spurningum þínum hvenær sem þær brenna á þér, svo ekki hika við að nálgast fólk af fyrra bragði. Hér, í blaðinu, má finna myndir og nöfn allra frambjóðenda sem ættu að auðvelda þér umsátrið. Hvernig er kosningaviku háttað/á hvaða viðburði get ég mætt? Öll dagskrá sem boðið verður upp á í kosningaviku verður birt á facebook viðburði sem settur verður upp með nægum fyrirvara og auglýstur á facebook síðu Röskvu. Þar má eiga von á alls kyns spennandi hlutum, auk þess sem að kosningamiðstöð okkar stendur öllum opin. Geta nemendur haft áhrif á stúdentaráð án þess að vera meðlimir í því? Stúdentaráðsfundir standa öllum opnir og eru auglýstir á facebook síðu stúdentaráðs. Þó að þeir einstaklingar sem ekki sitja í stúdentaráði hafi ekki atkvæðisrétt er öllum frjálst að tjá sig um hin ýmsu mál sem rædd eru þar og að koma með fyrirspurnir. Auk þess er hægt að hafa samband við þá sem sitja í stúdentaráði beint, til dæmis í gegnum facebook, það er þeirra starf að vera aðgengileg.

Vonandi tókst með þessu að svara öllum helstu spurningum sem gætu brunnið á óreyndum kjósendum. Ekki hika við að leita þér svara við þeim spurningum sem þú fékkst ekki svar við, allir meðlimir okkar vilja ólmir svara þér. Endilega kynntu þér svo málefnin okkar og taktu upplýsta ákvörðun. Þá er ekkert annað eftir en að njóta kosninganna!

//ENGLISH As these lines are written most students of the University of Iceland wait with baited breath. The excitement has long since latched on to people and the moment shall soon be upon us. The suspense is palpable because elections are drawing near. It is easy to picture university students who can barely contain their joy reading these words, gripping the paper tightly, trying to refrain from shouts of excitement (because those have a time and place) If you are not filled with aforementioned joy it is possible, in fact probable, that you simply do not know enough about the upcoming elections. Fortunately fixing that is a small matter and this article will hopefully allow the reader to become an active participant in any of the many debates that are likely to take place during such a time. This article will hopefully provide answers to all the major questions that might occur to whomever has not made an effort to educate themselves on the elections before now and will hopefully lend a little peace of mind to those who worry about their limited knowledge of student politics. What am I voting on? The upcoming elections will determine our next Student Council. All those who are voted in will be members of the Student Council for a year as well as representing their Schools & Faculties in one of five School Committees within the Student Council. How do I vote? Elections are held on the University inner site (Ugla) over the course of two days. A banner advertising the elections will appear at the top of the page as soon as a student has signed in. You can only vote for candidates that are running within your School (each faculy belongs to one of five Schools at the University of Iceland). A vote can be cast for the list of candidates a party has presented or the voter can create their very own list out of all possible candidates, independent of the parties. 11


What is the Student Council’s purpose? The Student Council is the students’ largest force. Members of the Student Council guard the interests of students as the Student Council is their greatest power and voice outwards into society. The Student Council is an interest group and can publish official writings and put pressure on organizations in matters concerning students. How many people are in the Student Council? The Student Council consist of 27 people, total. Five people come from each School, except for the School of Social Sciences, which elects seven people. Additionally, students voted into the Student Council hold a position in their respective School Committee. What has the Student Council done recently to benefit students? The Student Council boasts many victories, some more visible than others. If we look to recent achievements there has been an increase in student housing, the Student Cellar opened as well as the student’s convenience store. Recently it was also decided that all additional cost of student associations from making sure everyone can attend events (for example if a wheelchair accessible bus is being used) is now subsidized. How can I get close to candidates and members of the movements to get answers to questions on their policies? Policies are published in the election paper, additionally, the Student Council has decided to publish an informational pamphlet this year that covers the Student Council’s activities, on the elections and more. If you have any further questions you can access candidates through a so-called kaffiseta, where we will offer coffee in all university buildings and candidates will answer any questions you may have. Additionally, we have an election center where everyone is welcome. We are located on the third floor of the large black building on

12

Lækjartorg where we will always have refreshments and events during the evening. Röskva members will pop into some classes and introduce our work, where all questions are encouraged, and students can even expect a phone call where the election matters are introduced to them. All student council candidates would love to answer any and all questions you may have whenever you may have them, so don’t hesitate to approach them. Here, in this election paper you can find pictures of all the candidates as well as our names, which should make it easier to lay siege to us. What events can I attend during election week? Our program for election week will be published on a single facebook event which will be put up with plenty of notice and advertised on our facebook page. You can expect all kinds of exciting events, and our election center is always open to anyone who is interested. Can students influence the Student Council without being members of it? Student Council meetings are open to anyone who would like to attend them and advertised on its facebook page (“Stúdentaráð Háskóla Íslands”). Although people outside of Student Council are not allowed an official vote anyone is free to speak on the multitude of matters discussed there and to make queries. You can also contact the members of student council directly, for example through facebook, it’s their job to be accessible. Hopefully this article managed to answer most questions inexperienced voters may have had. If you have a question you have not received an answer to, all our members would be glad to provide one. We strongly encourage you to read through our policies and make an informed decision. Now there’s nothing left to do but to enjoy the elections!


13


UMHVERFISFASISTINN Sunna Mjöll Sverrisdóttir; nemi í Umhverfis-og byggingarverkfræði, meðlimur í Umhverfis-og sjálfbærninefnd HÍ og stofnandi Umhverfis-og samgöngunefndar SHÍ

„Is it too late now to say sorry umhverfi?“ Spyr ég sjálfa mig þegar ég hugsa til framtíðar umhverfismála við Háskóla Íslands. Með hækkandi Röskvusól á himni hef ég fulla trú á því að við verðum leiðandi í þessum málum. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og innan veggja hans finnst fólk sem er leiðandi á sínu fræðasviði í alþjóðasamfélaginu. Umhverfisstefna skólans er í dag heldur óljós og sama á við þegar horft er til Stúdentaráðs. Undanfarið hefur þó margt gott gerst sem gaman er að segja frá. Endurvinnslukerfið er til dæmis að fara í gegnum breytingar til hins betra (bíðið spennt) til að auðvelda nemendum flokkunina! Einnig erum við með umhverfisstarfsmann Háskóla Íslands og þó staðan sé aðeins 15% er það klárlega skref í rétta átt. Jón Atli rektor hefur einnig skrifað undir samning þess efnis að minnka úrgang og losun gróðurhúsalofttegunda frá Háskólanum (takk Jón!). Í aragrúa hagsmunamála og kosningaloforða hafa umræður um umhverfismál sjaldnast verið háværar. Það er kannski vegna þess að málaflokkurinn tengist okkur stúdentum oftast óbeint. Svo óbeint að það er ótrúlega auðvelt að sleppa því að hugsa um umhverfið og afsprengi 14

neysluhyggjunnar. Því auðvitað er meira næs að halda sínu striki og ekki hugsa of mikið út í þetta. Það er engin lygi að breytingin úr óábyrga neytandanum í umhverfisfasistann getur verið drulluerfið. Hver nennir að spá í heildarmyndinni af þeim 8.500 kaffibollum sem notaðir eru í Hámu á einni viku þegar sá hinn sami er að njóta sakleysislega kaffibollans síns í morgunsárið? Við viljum flestöll geta notað það sem við viljum, þegar við viljum í stað þess að hugsa út í öll smáatriði í okkar neyslumynstri. Það er þó ótrúlega mikilvægt að þessi hugsun breytist. Við þurfum að stíga upp og taka ábyrgð á okkar umhverfi. Röskva gerir þá kröfu til Stúdentaráðs og Háskólans í heild sinni að við tökum okkur saman í andlitinu og öxlum ábyrgð. Þá fyrst verðum við það leiðandi afl sem við ættum að vera í umhverfisbaráttu í íslensku samfélagi.

//ENGLISH “Is it too late now to say sorry, environment?” Is what I ask myself when I think about the future of environmental policies within the University of Iceland. As the Röskva sun rises, I fully believe that we will be leading in this battle. The University of Iceland is the largest educational institution in Iceland and within its walls we have leading scholars on a global scale. The school’s


environmental policies however is rather unclear and the same can be said about the Student council. Even so, many positive changes have occurred lately. The recycling system is changing (just wait!) to help students out with sorting! We also have an environmental employee of the University of Iceland, and even though the position is only 15% it’s clearly a step in the right direction. Jón Atli, the rector of the University, has also signed a contract to reduce waste and carbon dioxide emissions from the University (thanks Jón!). Within the swarm of discussions of elections and campaign promises, any mentions about the environment have distinctly quiet. This may be because in the greater picture this set of issues only concerns students indirectly. So indirectly that it is incredibly easy to not think at all about the environment and the progeny of consumerism.

Because of course it’s easy to keep on keeping on and to not think about this. It’s no lie that the transition from an unconcerned consumer into an ecofascist can be really hard. Who wants to think about the bigger picture of 8.500 single-use cups being used in Háma weekly while innocently enjoying their morning coffee? We really want to keep on being able to use what we want, when we want it instead of thinking about the details of our consumption. Even so, it is vital that this line of thought changes. We have to step up and take responsibility for our environment. Röskva has a claim towards the Student council and the University at large that we all put on our game-face and shoulder our responsibilities. Only then we will become the leading power we should be in the battle in our community for the environment.

GRÆN STEFNUMÁL • Umhverfisfulltrúa í FS; Háma framleiðir hæsta hlutfall sorps í HÍ og við viljum hjálpa þeim að minnka það • Fylgja eftir breytingum á endurvinnslukerfinu; Grafísk framsetning á flokkun í ruslatunnur • Fleiri lífrænar ruslatunnur og koma á ruslaflokkun á efri hæð í Háskólabíói • Fræðsla um umhverfismál á nýnemadaginn; Ölum upp umhverfissinna • Minnkum alla plastnotkun; Sleppum óþarfa plastumbúðum (eins og vatnsglösunum á HT) • Vissir þú að HÍ er með umhverfisstarfsmann í 15% stöðu? Við viljum hafa stöðuna 100% • Umbun fyrir umhverfissinna; Hvetjum nemendur til að nota fjölnota mál í stað pappamála • Aukum rafræn skil; Umhverfisvænt og betra skipulag • Prentum á báðar hliðar blaða; Sjálfkrafa stilling svo alltaf sé prentað á báðar hliðar • Höldum nærumhverfi skólans hreinu; Röskva ætlar að hreinsa rusl í nærumhverfi HÍ • Hjólum inn í framtíðina; Fleiri góð hjólastæði og yfirbyggingar yfir hjólastæðin okkar. • Betri almenningssamgöngur; Tíðari ferðir strætó og næturstrætó

• Environmental representative in FS; Háma produces the highest level of wast at the University of Iceland and we want to help them decrease it. • Follow through changes in the recyclingsystem: graphic presentation of the system on bins. • More bins for organic waste and recycling on the upper floor of Háskólabíó • Education about environmental issues during orientation; let’s raise environmentalists • Let’s decrease plastic use; skip unneccesary plastic packaging (like the water glasses at HT) • Did you konw that the University of Iceland has a environmental employee in a 15% position? We want to make the position 100% • Rewards for environmentalists; Let’s encourage students to use multipurpose cups instead of disposable ones. • Increased electronic submissions; environmentally friendly and effective organization • Printing on both sides; Default setting in university printers so it always prints on both sides • Let’s take care of our local environment: Röskva is going to clean up surrounding the university • Let’s bike into the future; More parking for bikes and structures over our bicycle parking. • Better public transportation; More frequent bus rides and a nightbus. 15


FÉL 1

3

Ð I V S A D N AGSVÍSI Ragnar Auðun Árnason 1. ári í stjórnmálafræði. Hringstiginn á háskólatorgi er svona eins og skottís fyrir mig, ég veit aldrei í hvaða fót ég á að stíga

2

Nanna Hermannsdóttir 3. ári í hagfræði. Mitt persónulega baráttumál er að byggja göng undir allt háskólasvæðið svo við þurfum aldrei aftur að fara út

Stefán Örn Gíslason 3. ári í mannfræði. Ég mun halda áfram markmiði mínu að innleiða baðsloppamenningu á lesstofum í prófatíð. Með samstöðu mun enginn líta út eins og kjáni

4. Karitas Rán Garðarsdóttir 1. ári í lögfræði. #FreeTheNipple er svo hentugt, vitiði hversu dýrir brjóstahaldarar eru? Mjög. Svarið er mjög

5. Branddís Ásrún Eggertsdóttir 1. ári í stjórnmálafræði. Ef þið eruð svöng í skólanum er sniðugt að fara á þjóbó, þykjast vinna þar og gera mat annarra nemenda upptækan

6. Páll Frímann Árnason 2. ári í viðskiptafræði á stjórnunarkjörsviði. Mér prívat og persónulega finnst að mánudagar eiga að vera rauðir dagar

7. Ívar Vincent Smárason 3. ári í stjórnmálafræði. Ég berst ötullega fyrir svefnaðstöðu nemenda


MÁLEFNI Sjúkrapróf og upptökupróf Nú stendur til að sjúkra- og upptökupróf verði haldin í byrjun janúar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði en hingað til hafa þau verið haldin í lok maí eða byrjun júní. Röskva vill tryggja að Félagsvísindasvið dragist ekki aftur úr og berst fyrir því að slíkt fyrirkomulag verði einnig innleitt á Félagsvísindasviði. Kynjafræði sem aðalgrein Röskva hefur ötullega barist fyrir því að kynjafræði verði gerð að aðalgrein til 120 ECTS eininga innan Félagsvísindasviðs. Undanfarið starfsár hafa Röskvuliðar unnið að þessu markmiði í samstarfi við kynjafræðikennara stjórnmálafræðideildarinnar með góðum árangri. Röskva hyggur á frekara samstarf við kennara deildarinnar á komandi starfstímabili með það að markmiði að gera kynjafræði að aðalfagi sem allra fyrst. Undirbúningur fyrir framhaldsnám Núverandi fyrirkomulag veitir nemendum ekki nægilega haldbærar upplýsingar um hvernig skal sækja um framhaldsnám erlendis. Úr þessu verður að bæta. Röskva leggur til að komið verði á 2 ECTS eininga áfanga sem miðar að því að kenna útskriftarefnum að sækja um framhaldsnám erlendis. Röskva telur að Félagsvísindasvið hafi tök á koma slíku námskeiði á laggirnar. Nútímalegri kennsluhættir Röskva ítrekar afstöðu sína um að kennarar nýti sér þá tækni sem þeim stendur til boða. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að jafnrétti til náms því það gerir fólki kleift, sem af ýmsum ástæðum getur ekki sótt allar kennslustundir, að stunda nám sitt. Röskva telur ósanngjarnt að skerða möguleika þeirra til náms og námslána. Að kennarar nýti þá tækni sem þegar er til staðar og setji upptökur af fyrirlestrum á netið Það er mikilvægt að áfangar verði ekki með hærri en 10% mætingarskyldu.

Kennslukannanir & hagsmunafulltrúar Gegnsæi kennslukannana hefur lengi verið ábótavant sem endurspeglast í dræmri þátttöku nemenda. Síðastliðin skólaár hefur hafist vinna varðandi þau mál. Röskva hyggst einbeita sér enn frekar af þeim málum og tryggja þátttöku hagsmunafulltrúa hverrar deildar við yfirferð þeirra. Aðgangur nýnema að kennurum Mikilvægt er að stuðla uppbyggilegum samskiptum á milli kennara og nemenda Röskva leggur til að allar deildir innan Félagsvísindasviðs taki upp núverandi fyrirkomulag, sem tíðkast m.a. innan Stjórnmálafræðideildar, er varðar mentorfundi milli kennara og nýnema. Er það einkum til þess fallið að bæta kennsluhætti innan sviðsins. Slíkir fundir geta fyrirbyggt misskilning nemenda um hvaða námskeið þeir hafa færi á að velja í grunnnáminu. Félagsvísindasvið vantar fjármagn! Núverandi fjármagn sem rennur til Félagsvísindasviðs er reiknað samkvæmt úreltum reglum. Sá peningur sem Félagsvísinda- og Hugvísindasvið fá fyrir hvern nemanda er mun minni samanborið við önnur svið HÍ. Þessar reglur verða til þess að kennarar sviðsins fá minna borgað, hindrar framþróun kennsluhátta og skerðir gæði náms. Röskva telur óásættanlegt að nemendum sé mismunað eftir því á hvaða sviði þeir stunda nám. Starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands þurfa að taka saman höndum og leggja áherslu á að reikniflokkar ríkisins sem útdeila fjármagni eftir fræðigreinum séu endurskoðaðir.

//ENGLISH

Retake and make up exams The School of Social Sciences needs to follow the plans of The school of Engineering and Natural Science to have their retake and make up exams in the beginning of January.

17


Gender studies as a major Rรถskva has in coalition with the Gender studies professors of the Faculty of Political Science fought for the vision of making Gender studies into a major for 120 ECTS. Make Gender studies in to a full study program as soon as possible. Preparation for further studies Students need more information on how to apply for graduate school abroad. We believe this should be fixed. The university should create a 2 ECTS score course that teaches students who are graduating the process of applying and finding the right school. Teaching evaluations and representatives of interests Transparancy of the Teaching evaluations is long due for improvement, which has lead to poor participations of the students. This year the council has started working on improving the evaluations. Rรถskva encourages using technological teaching methods like recordings of lectures leads to more equality Rรถskva plans to guarantee the participation of a interest representatives who would review the evaluations.

18

Encourage teachers to use the technology that is available to them. We think it is important that courses do not have more than 10% mandatory attendance rate. Teachers acceptability for new students It is vital to promote constructive communication between teachers and students. Rรถskva suggests mentor-meetings between teachers and new students. That would improve the way of teaching within the school. The meetings would also prevent any misunderstanding of what courses are available for the undergratuate studies. School of Social Sciences needs funding! The fundings that go to the School of Social Sciences is calculated according to outdated regulation. The money that goes to each individual student is much less when compared to other faculties in the University of Iceland and it is unacceptable that students are being discriminated by the school they are studying at. Employees and students of the U of I need to pressure the government to reconsider these outdated regulations for fundings. the government to reconsider these outdated regulations for fundings.


ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM, OSTAGOTT EÐA KANILGOTT OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

19


(Ó)PÓLITÍK Ragnar Auðun Árnason, 1.sæti Félagsvísindasvið // 1. place candidate in the School of Social sciences

Þegar talað er um pólitík í daglegu tali þá tengir fólk viðfangsefnið yfirleitt við sali Alþingis, sem er auðvitað skiljanlegt þar sem Alþingi er hápólitískur staður en pólitík er ekki bundin við sali Alþingis. Það er mjög mikilvægt að kosningarnar í Stúdentaráð snúist um málefni og séu pólitískar en snúist ekki um hver getur haldið bestu partýin og hver gefi mestan bjór. Hagsmunir stúdenta liggja fyrir í þessum kosningum, því stúdentaráð er helsta afl stúdenta og þeirra helsta rödd út á við. Stjórnmál eru atferli sem reyna að komast að félagslega bindandi niðurstöðu þrátt fyrir að skoðanaágreiningur kunni að vera til staðar, stjórnmál eru einnig atferli sem miðast að því að hafa áhrif á skoðanir fólks. Stúdentapólitík er þess vegna pólitík og það ætti ekkert að þurfa að afsaka þá staðreynd, því pólitík er alls staðar í kringum okkur.

20

//ENGLISH The word politics usually draws your mind to the halls of the parliament, which is understandable since the parliament is a highly political place. But politics aren’t confined to the halls of the parliament. It is very important that during the Student council elections we tackle current issues and are political, instead of competing in who can throw the best parties and have the most free beer. Student’s interests are at the core of these elections, as the Student council is their greatest force and their main voice outwards. In politics we try to achieve a socially binding result, even when we disagree. Politics can also appear as a conduct with the aims of influencing people’s opinions. This is why Student-politics are definitely politics and no one should have to excuse themselves for being political, because politics is all around us.


ALLT ALLT GAGNAMAGN GAGNAMAGN SEM SEM ÞÚ ÞÚ NOTAR NOTAR EKKI EKKI SAFNAST SAFNAST UPP UPP Á Á NÆSTA NÆSTA MÁNUÐ. MÁNUÐ. ÞESS ÞESS VEGNA VEGNA KÖLLUM KÖLLUM VIÐ VIÐ ÞAÐ ÞAÐ SAFNAMAGN. SAFNAMAGN.

3 .IS

21


ER STÚDENTAKJALLARINN FYRIR ALLA? Nanna Hermannsdóttir, 2.sæti á Félagsvísindasviði // Röskva’s 2. place candidate in the School of Social sciences

Síðastliðið ár hef ég setið í jafnréttisnefnd SHÍ og á þeim tíma hefur nefndin beitt sér af hörku fyrir því að bæta aðgengismál innan háskólans. Þegar við kynntum okkur málin kom í ljós að margt mátti betur fara. Oftar en ekki gleymist að hugsa fyrir því að allir nemendur komist á viðburði sem haldnir eru af nemendafélögum. Hér má nefna árshátíðir, vísó og skíðaferðir. Til þess að auðvelda félögunum skipulag viðburða bjuggum við til gátlista þar sem tíndir voru til þeir grundvallarþættir sem þurfa að vera til staðar svo að fatlaðir nemendur geti tekið þátt í félagsstarfinu á jafnréttisgrundvelli. Enn fremur lagði jafnréttisnefndin fram lagabreytingartillögu í Stúdentaráði svo félög innan skólans geti sótt um styrk í Stúdentasjóð til að brúa bilið vegna aukins kostnaðar sem fellur til svo tryggja megi aðgengi fyrir alla. En það eru ekki bara við nemendur sem þurfum að bæta okkur. Stúdentakjallarinn, sem er rekinn af Félagsstofnun stúdenta, tryggir ekki aðgengi fyrir alla nemendur skólans. Það er nefnilega ekki rampur niður í gryfjuna. 22

Stúdentakjallaranum býður nú upp á færanlegar rennur fyrir hjólastóla. Þær eru hinsvegar ekki góður kostur þar sem þær geta verið óöruggar svo ekki sé minnst á að þær henta ekki öllum hópum fatlaðs fólks, þær bera einfaldlega ekki alla hjólastóla. Rennurnar valda einnig truflun fyrir aðra gesti, t.d. getur þurft að færa til borð og stóla til þess að hægt sé að setja upp rennurnar. Slíkt getur verið niðurlægjandi eða vandræðalegt fyrir fullorðið fólk sem vill geta komist leiðar sinnar án nokkurrar aðstoðar. Það er óásættanlegt að fólk þurfi að biðja um hjálp til að komast leiðar sinnar. Það er óásættanlegt að heill samfélagshópur sé jaðarsettur á þennan hátt. Það er óásættanlegt að ekki sé vilji til að leggja pening í að tryggja aðgengi allra á svona einfaldan hátt. Það er í raun óásættanlegt að ekki hafi verið hugsað út í þetta þegar Stúdentakjallarinn opnaði fyrir rétt rúmum þrem árum. Þetta er vandamál sem ófatlað fólk tekur í flestum tilvikum ekki eftir. Fyrir mörgum hljómar þetta því kannski eins og væl, en viljum við búa í samfélagi sem er hannað nær eingöngu fyrir fólk


sem ekki er með fötlun? Eftir að hafa kynnt okkur málin og fengið álit frá fagaðilum lögðum við ályktun fyrir Stúdentaráð um að setja upp ramp í stað rennanna. Hlaut hún einróma samþykki. En þetta er aðeins stuðningsyfirlýsing því að ábyrgðin á framkvæmdinni liggur hjá Félagsstofnun stúdenta. Þar liggur boltinn núna.

//ENGLISH For the past year I’ve had a seat in the equality committee of the Student council. In that time the committee has focused on better access within the University, as we realize there are a lot of things that can be improved. For example, student associations often forget to make sure everyone is able to attend events such as their annual celebration, “science” trips and ski trips. To make inclusivity easier for student associations we made a checklist with the basic requirements to make sure that anyone with a disability can participate as an equal peer. We also suggested a change to the laws of the Student council so student associations could seek additional financial support to bridge the gap between increased expenses for additional accessibility. However, not only the students need to improve. The Student cellar, which is run by Student services (FS), is not accessible for all students. There is no stable ramp down into the ‘pit’. The Student cellar currently offers portable telescopic wheelchair ramps. They are, however, not a good option since they are neither completely safe nor are they fit for all types of wheelchairs.

The portable ramps also disturb other guests, the use of them may require moving tables and chairs. Such a request can be humiliating or uncomfortable for people who want to get by on their own without assistance or trouble. It is unacceptable that people need to ask for special assistance to simply get around. It is unacceptable that a large group of people is marginalized in this way. It is unacceptable that there is no will to spend the money needed to simply ensure equal access. It is entirely unacceptable that this was not a consideration back when the Student cellar opened for the first time, merely three years ago. This is a problem that able-bodied individuals rarely notice. For a lot of people this may sound like whining, but do we want to live in a society exclusively designed for able-bodied people? After looking at the issue and receiving professional advice we have made a resolution for the Student council to put up a permanent ramp instead of the portable ramp. The resolution was unanimously approved. But as this is just a supporting declaration, the responsibility lies within Student services. The ball is in their court.

Röskva puts equality as a priority.

23


MEN 1

3

Ð I V S A D N NTAVÍSI

Brynja Helgadóttir 1. ár í tómstunda- og félagsmálafræði. Á erfiðum skóladögum loka ég augunum í smá stund og ímynda mér að ég sé 9 ára í skóladanstíma að dansa vals við sætasta strákinn í

2

Ásthildur Guðmundsdóttir 1 ár í tómstunda og félagsmálafræði. Ég vil að allir nemendur HÍ læri drykkjuleiki í tímum en ekki bara Tómstundafræðinemar

bekknum Eggert Thorberg Kjartansson 1. ár í uppeldis- og menntunarfræði. Ég er Global Elite í CounterStrike. #getonmylevel

5. Venný Hönnudóttir 3. ár í Þroskaþjálfafræðum. Our prime purpose in this life is to help others. And if you can’t help them, at least don’t hurt them. #Dalilama

4. Sólrún Ösp Jóhannsdóttir 1. ár í grunnskólakennarafræði. Ég er stundum með „resting bitch face“ en í raun er ég bara að horfa illilega á þá sem ekki flokka ruslið sitt


MÁLEFNI Lifandi Stakkahlíð Röskva vill leggja áherslu á að Stakkahlíðin sé lifandi og skemmtileg. Háskóladansinn, Háskólakórinn, Alþjóða og Jafnréttisdagar eru viðburðir sem eiga ekki síður erindi við Stakkahlíðina.

að sturtu svo hægt sé að skola af sér svitann. Almennilegar lesstofur og lærdómsrými ættu að vera reglan en ekki undantekningin. Við viljum auka við lesrými nemenda svo nemendur þurfi ekki að nýta matsalinn.

Sterk tengsl Röskva vill virkja samtakamáttinn sem býr í sterku sviðsráði, fulltrúaráði og nemendafélögum. Með góðum samskiptum og virku samstarfi getum sviðsráðið enn frekar þjónað hagsmunum nemenda. Röskva vill beita sér fyrir því að sviðsráðið sé aðgengilegt öllum nemendum, með mánaðarlegum viðtalstíma í matsalnum í Stakkahlíð.

Laugarvatn er líka partur af Háskólanum Röskva vill auka tenginguna á milli Laugarvatns og Háskólans. Virkt sviðsráð á að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta aðstöðuna á Laugarvatni. Eldhúsaðstöðuna má bæta með auðveldum hætti. Röskva fer fram á að Bóksala Menntavísindasviðs taki tillit til nemenda á Laugavatni. Bóksalan þarf að taka það upp að nýju að bjóða upp á bóksölu á Laugavatni í upphafi annar. Skrifstofan þarf að bjóða nemendum upp á að nálgast staðfestingu á skólavist án þess að koma í Reykjavík.

Aðgengi fyrir alla Röskva leggur mikla áherslu á að aðgengi sé bætt í Stakkahlíðinni. Útidyrahurðar verða að vera sjálfvirkar og lýsingu mætti bæta á lóðinni svo allir komist öruggir í og úr skólanum. Bílastæði ættu að vera nothæf allan ársins hring. Útbúa mætti barnvænni aðstöðu í Stakkahlíð á rólegum stað fyrir barnafólk. Fólk með þroskahömlun hefur jafnan rétt til þess að stunda háskólanám og aðrir Fólk með þroskahömlun er mikilvægur hluti af háskólanum og það er tími til kominn að háskólinn sýni þeim virðinguna sem þau eiga skilið. Nám í starfstengdu diplómanámi þarf að vera varanlega fest í sessi í fjárhagsáætlun skólans til að koma í veg fyrir fjárhagslega óvissu. Afnema þarf fjöldatakmarkanir vegna mikillar aðsóknar og lengja námið í þrjú ár. Stakkahlíðin er hluti af Háskólanum Röskva leggur gríðarlega áherslu á að nemendur Stakkahlíðarinnar njóti sömu þjónustu og nemendur annarra sviða. Frá því að litaprentarinn kom hefur lítið gerst í tæknimálum Stakkahlíðarinnar. Fjöltengi í allar stofur og einnig má fjölga þeim í matsalnum. Við viljum skjá í matsalinn, til þess að bæta upplýsingaflæði. Betri aðstöðu fyrir hjólafólk, hjólin þeirra og aðgengi

Staðlotur Skipuleggja þarf staðlotur með hagsmuni fjarnema að leiðarljósi. Bæta samskipti kennara og fjarnema í umræðu og viðtalstímum í gegnum netið. Allir fyrirlestrar þurfa að vera aðgengilegir á netinu. Staðlotur eiga einungis að vera skipulagðar þegar nauðsyn krefur, annars eiga þær að vera lagðar niður. Sterk réttindabarátta á vinnumarkaði Röskva telur mikilvægt að sviðsráð Menntavísindasviðs leitist í sífellu við að styðja við þær stéttir sem eiga rætur sínar að rekja til sviðsins. Rödd nemenda ætti ávallt að heyrast í umræðum um okkar verðandi vinnustaði og munum við nýta okkar stöðu til þess að styðja við þær stéttir.

//ENGLISH

Stakkahlíð - full of life Röskva wants to make sure Stakkahlíð is full of life and fun. Most university students go through Háskólatorg daily, hence it is a platform for many kinds of events, presentations, concerts and more. The University Dance, the University Choir, the International Day and Equality Days are events not less appropriate for Stakkahlíð. Röskva thinks that such recreation is natural in the 25


building and will fight for making students’ lives in the School of Education more fun. A strong connection Röskva wants to activate the Student Council’s School Committees and their student associations. With better communication and active cooperation the School Committee can serve students’ interests even better. Röskva wants to make the School Committee to be available for all students, having a monthly appointment in the Stakkahlíð food court. Access for everyone Röskva strongly emphasizes that access be improved in Stakkahlíð. Heavy doors into lecture halls and most front doors must open automatically. That would ease everyone’s access. Röskva also wants lighting to be improved so everyone can get to and from school safely. It is very important that parking lots be usable all year round. People with intellectual disabilities have equal rights to study as others. People with intellectual disabilities are an important part of the university and it is time that the university shows them the respect they deserve. Röskva demands that education in job related diploma studies will be a permanent part of the schools budget. It is completely unacceptable that every year a great uncertainty arises about the funding of these studies. Röskva thinks it is important to discontinue student restrictions due to high demand and extend the programme to three years. All lectures should be available online A lot of distance learners are study at the School of Education and everyone who is not able to get to university buildings would profit from lectures being accessible online. This applies to, for example, students with children, who are often unable to attend class. Röskva thinks it is unacceptable that the technology that the university has access to is not used to its fullest in making material available online. Improved transportation University students are constantly encouraged to utilize eco-friendly transportation therefore it is crucial to meet those standards by improving access 26

for walking and biking students. Better facilities for students and staff on bikes, their bikes and access to showers. Stakkahlið is a Part of the University Röskva puts emphasis on the importance of equal assistance to students in Stakkahlíð as to students within other Schools. Since the arrival of a color-printer, little has been done in regards to the technology at Stakkahlíð. Electrical outlet availability needs to be vastly improved within each classroom. There should be screens within the cafeteria to increase the amount of information provided to students. Accessible reading and study rooms should be the rule and not the exception. We want to increase the number of reading and study rooms so that the students aren’t forced to use the cafeteria. Laugarvatn is also part of the University Röskva wants to improve the connection between Laugarvatn and the University. The Student Council should do what is possible to increase the amenities available to students at Laugarvatn. The cooking area can easily be improved. Röskva wants the bookstore of the School of Education to provide services to students in Laugarvatn. The students should have the opportunity to purchase their books from the bookstore at the beginning of each semester at Laugarvatn, like they used to The office in Laugavatn should provide printing of enrollment confirmation for students at Laugarvatn. The trip to Háskólatorg is unneccessary. In class teaching for distance learners In class teaching in distance learning should be organized with the students’ interests in mind. Improve communication between teachers and distance learners on debates and office hours online In cass teaching should only be planned when absolutely necessary, otherwise they should be discontinued. Stakkahlíð for everyone Röskva considers it crucial to have a child-friendly area within Stakkahlið. It is a realistic goal to have a safe environment where kids can play/be occupied without the constant need of their parents supervision.


More diverse teaching methods Röskva wants to collaborate with the University’s Center for Teaching and Learning in developing diverse teaching methods and improving feedback within the School of Education. Increased use of online feedback, Socrative and other technologies can help improve teaching and provide new learning opportunities.

Strong fight for increased salaries Röskva finds it important that the Student Council within School of Education work with unions and continue to support its students following their graduation. The Student Council should ensure that students have a voice and impact in the institutions they may work at in the future.

27


enn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu –

stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Rös

skvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsm

28


gsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – s

Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðnin

tuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðningsmenn Röskvu – stuðninsmenn Röskvu – stuðningsmenn Rösk

29


ER STÚDENTARÁÐ BITLAUST VOPN Í BARÁTTU STÚDENTA? -Ívar Vincent Smárason, Röskva’s delegate in the Student council 2014-2016

Kæri stúdent, Frá árinu 1988 hefur Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, boðið fram efnilegt og frambærilegt fólk á lista til setu í Stúdentaráði. Röskva hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á jafnrétti allra til náms í hagsmunabaráttu sinni í þágu stúdenta og hefur sú stefna endurspeglast í þeirri vinnu sem Röskvuliðar hafa unnið af hendi innan Stúdentaráðs. Þær árlegu kosningar sem nú fara fram og úrslit þeirra munu því leiða í ljós hvers konar afl mun verða við völd í hagsmunabaráttu stúdenta næsta árið og hvaða áherslur munu þar liggja að baki. Stúdentaráð er baráttutæki sem sinnir hagsmunagæslu stúdenta og þangað eiga stúdentar að geta leitað ef þeir telja brotið á rétti sínum. Stúdentaráð Háskóla Íslands er í forsvari fyrir um 15 þúsund nemendur sem stunda nám við skólann en í því felst að sjálfsögðu mikil ábyrgð. Nemendur skólans eru gríðarlega fjölbreyttur hópur og því krefst hagsmunagæsla af slíku tagi mikillar vinnu og eljusemi svo vel megi takast til. Hættan í dag er hins vegar sú að Stúdentaráð starfi í umboði of fárra stúdenta sem getur sett strik í reikninginn 30

og dregið úr trausti þess. Hættan birtist í dræmri kosningaþátttöku undanfarinna ára en í fyrra kaus einungis um helmingur allra þeirra 15 þúsund nemenda sem voru á kjörskrá. Til þess að Stúdentaráð hafi sem fjölbreyttastan hóp á bak við sig á komandi skólaári vil ég biðla til þín, kæri stúdent, að nýta atkvæðisréttinn og styrkja þannig við bakið á Stúdentaráði. Sért þú í vafa um hvort að Stúdentaráð hafi í raun og veru áorkað einhverju í gegnum tíðina þarf ekki að leita langt yfir skammt. Stúdentakjallarinn er gott dæmi um hugmynd sem Stúdentaráð vann að og varð síðar að veruleika. Kjallarinn er byggður eftir að ég hóf háskólanámið mitt en mér er guðs lifandi ómögulegt að sjá fyrir mér háskólalóðina án hans. Fjölgun stúdentaíbúða hefur einnig verið baráttumál Stúdentaráðs og hefur fjöldi þeirra aukist hægt, en örugglega undanfarin ár. Háskólabúðin á Sæmundargötunni hefur einnig sett svip sinn á Stúdentagarðana en hugmyndin að henni kemur einmitt frá Stúdentaráði og ef ekki væri fyrir vinnu Stúdentaráðs væru klippikort fyrir kaffi í Hámu sennilegast fjarlægur draumur. Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi en gefur engu að


síður góða mynd af þeim fjölmörgu og fjölbreytilegu hagsmunamálum sem Stúdentaráð hefur unnið að í þágu stúdenta. Áherslur Stúdentaráðs fyrir skólaárið 20162017 munu kristallast í þeirri stefnu sem sigurvegari kosninganna hefur markað sér. Það er í þínum höndum kæri stúdent að taka upplýsta ákvörðun í komandi kosningum, einu skiptir hvað þú ert að læra, hvort þú teljir hagsmunagæslu stúdenta ekki koma þér við eða á hvaða aldri þú ert. Hagsmunir stúdenta varða alla þá sem stunda nám við Háskóla Íslands, ekki einungis þann fámenna hóp sem situr í Stúdentaráði. Stúdentaráð er ekki bitlaust vopn í hagsmunabaráttu okkar og því er mikilvægt að við stjórnvölinn sé fólk sem hefur félagshyggju og jafnrétti að leiðarljósi.

//ENGLISH Dear student, Since 1988 Röskva, the organisation of socially minded students at the University of Iceland, has offered promising and presentable candidates for the Student council. Röskva’s main emphasis has always been on equal opportunity to study and this policy is reflected in the work we have achieved within the Student council. The annual elections that will now be held and their results will put into the spotlight what type of force will be in the frontlines in the battle for students’ interests in the coming year and where the emphasis will lie. The Student council is the weapon of choice to protect students’ interests and it’s where they can look for assistance if they think their interests or rights are being violated. The Student council of the University of Iceland is currently the advocate for about 15 thousand students which is a big responsibility. The students are of course a diverse group so that requires a lot of work and diligence in order to succeed. One of the dangers today is that the Student council works without direct agency from the majority of students, which can reduce

its credibility. The reason for this is that the voter turnout rates have been low for the past years, last year only 50% of these 15 thousand students voted. In order for the Student council to be comprised of a diverse group in the following school year I want to propose to you, dear student, to utilize your vote and support the Student council. If you are in any doubt of its capability to achieve results you don’t have to look far. The Student cellar (Stúdentakjallarinn) is a good example of one of its achievements. The cellar was built after I started studying here but I am unable to imagine the university grounds without it. The Student council has also fought for further increasing the number of student flats, and slow and steady results have been seen over the past years. The student store at Sæmundargata has also made its mark on the student housing area but the idea for it comes from the Student council, and if it were not for the work of the Student council the discount coffee punch-cards in Háma would be a distant dream. This enumeration of accomplishments is far from being exhausted but gives a rather clear picture of the many achievements of the Student council. The emphasis of the Student council for the coming school-year will be a reflection of the policy that the winner of the elections has adopted. It is in your hands dear student to make an informed decision in the coming elections, no matter your age, field of study or whether you think the guarding of students’ interests is any of your business. The interests of students concern everyone who studies at the University of Iceland, not just the very few who sit in the Student council. The Student council is not a blunt weapon in the fight for our interest, that’s why it’s important to have socially minded people at the helm with equality as their guiding beacon. Utilize your right to vote!


Ð I V S A D N I HUGVÍS

1

3

2

Eydís Blöndal 2. ári í heimspeki. Ég heyrði illa í kennaranum og reyndi að hækka í tölvunni. Virkaði ekki.

Ingvar Þór Björnsson 1.ári í sagnfræði og heimspeki. Maður er aldrei jafn nálægt því að klára internetið og í prófum

Alma Ágústsdóttir 1.ári í ensku. Ég er ekki að segja að ég sé betri en Jesús en hann var bara með 12 followera

4. Ari Guðni Hauksson 1.ári í sagnfræði. Ég tengi óþægilega mikið við Bernard Black í þáttunum Black books... en hann er einstaklega hress náungi sem sér alltaf jákvæðu hliðarnar í tilverunni

5. Zahra Mesbah 1.ári í ensku og íslensku sem öðru tungumáli. Ég er aldrei rangt bara mismunandi stigum af rétt!


MÁLEFNI Sýnilegra Sviðsráð Síðastliðið ár hefur Röskva unnið að því að gera sviðsráð sýnilegra. Sviðsráð Hugvísindasviðs ætti að vera vettvangur fyrir nemendur til að koma ábendingum og athugasemdum til skila. Skammtímamarkmið Röskva mælist til þess að sviðsráð mæti á nýnemakynningar og haldi tengslum við og á milli nemendafélaga sviðsins með góðu samstarfi við Veritas, fulltrúaráði nemenda á hugvísindasviði. Nemendarýmið í Árnagarði Á fyrstu hæð í Árnagarði er sérstakt rými sem er ætlað nemendum bæði til afslöppunar og fundarhalda. Röskva vill nýta nemendarýmið betur og gera það sýnilegra. Sem stendur virðast fáir nemendur vita að rýmið stendur þeim til boða. Fundarherbergið má nýta bæði til fundarhalda fyrir nemendafélög sviðsins auk þess sem nemendur gætu nýtt sér það til hópavinnu með aðgengilegu bókunarkerfi. Erfitt hefur reynst að lengja opnunartíma kaffistofunnar svo hægt að væri koma fyrir lítilli kaffiaðstöðu í nemendarýminu t.d með kaffivél og hraðsuðukatli. Hugvísindi og atvinnulífið “En hvað ætlarðu þá að gera þegar þú útskrifast?” Er spurning sem margir nemendur Hugvísindasviðs kannast við. Styrkja má ímynd hugvísinda með því að efla tengsl nemenda við atvinnulífið og möguleika þeirra eftir útskrift með hagnýttum og fjölbreyttum viðburðum. Röskva vill halda málþing, vinnusmiðjur og standa fyrir frumkvöðlanámskeiðum sem tengja nema á Hugvísindasviði við atvinnulífið, þá möguleika sem þeim standa til boða eftir útskrift og á hvaða vettvangi nám þeirra nýtist. Reiknilíkanið Röskva hefur lengi barist fyrir leiðréttingu á úreltu reiknilíkani íslenska ríkisins, þar sem hallar verulega á Hugvísindasvið, sem og Félagsvísindasvið. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Það bitnar heilmikið á deildum innan sviðsins og þá ber helst að nefna deild erlendra tungumála þar sem norska og finnska hafa lagst af sem námsleiðir í grunnnámi. Skera hefur þurft

niður í verklegri kennslu innan sviðsins sem er grundvallaratriði í flestum hugvísindagreinum. Fjölbreytni í námi er mikilvægur þáttur í því að halda úti ríkisháskóla. Það er enginn vafi um að reiknilíkanið tekur ekki mið af breytingum og þróunum í menntakerfinu. Reiknilíkanið er flókið og óaðgengilegt. Sviðsráðið vill gera nemendum grein fyrir uppbyggingu þess með málþingi til að þeir geti verið meðvitaðir í umræðunni um áhrif þess á nám sitt. Sviðsráðið vill í samstarfi við Háskólann efla umræðu um reiknilíkanið og beita ríkið þeim þrýstingi sem þarf til að ná fram réttmætum breytingum. Upptaka á tímum Við þurfum að tryggja jafnt aðgegni allra stúdenta Háskóla Íslands að menntun og þ.a.l. námsefni. Margt getur legið að baki fjarveru úr fyrirlestrum, svo sem langvarandi líkamleg veikindi, andleg veikindi, fjölskyldumál og aðrar óviðráðanlegar aðstæður. Röskva telur mikilvægt að allar kennslustundir séu teknar upp og settar inn á Uglu, þá sérstaklega í námskeiðum sem eru alfarið byggð á fyrirlestrum. Tæknin er nú þegar til staðar í langflestum kennslustofum Háskólans. Upptaka á fyrirlestrum er einföld lausn sem hjálpar stúdentum í erfiðum aðstæðum, og bætir þar með jafnrétti til náms. Námsmat og vinnuskipulag kennara Í akademísku námi sem leggur meiri áherslu á bóklegu hliðina en hina verklegu er mikilvægt að vel sé staðið að námsmati og gætt sé að jöfnu álagi yfir önnina. Röskva er alfarið á móti lokaprófum sem gilda meira en 60% til lokaeinkunnar þar sem það setur mikið álag á nemendur yfir prófatímabilið. Einingafjöldi hvers námskeiðs á að vera í samræmi við vinnuálagið. Röskva brýna fyrir mikilvægi þess að kennarar virði skilafrest á einkunnum verkefna, prófa og ritgerða. Til að tryggja bætt gæði námskeiða er mikilvægt að tekið sé mark á kennslukönnunum og þær gerðar opinberar eftir deildum. Gegnsæi kennslukannana hefur lengi verið ábótavant sem endurspeglast í dræmri þátttöku nemenda þar sem þeim finnst þátttaka þeirra ekki hafa nein áhrif.

33


Hús íslenskra fræða? Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum fræðum rís með ógnarhraða á háskólasvæðinu. Á sama tíma þurfa nemendur að telja í sig kjark til að leggja leið sína á Þjóðarbókhlöðuna af ótta við að fjúka ofan í hyldýpið sem marka átti grunninn að Húsi íslenskra fræða. Efla þarf upplýsingaflæði til nemenda um þá aðstöðu sem bíður þeirra í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Hvaða námsgreinar fá rými þar? Er aðstaða fyrir nemendafélög? Hvernig er námsaðstaða? Setja þarf fram framkvæmdaáætlun fyrir Hús íslenskra fræða, kynna hana fyrir nemendum Háskólans og gæta þess að nemendur fái tækifæri til að koma að borðinu varðandi aðstöðumál sín. Annars gæti alltaf fært jólaandann nær nemendum í prófatíð með skautasvell í holuna 2016.

//ENGLISH

A visible School Committee For the past year Röskva has worked to make the Humanities’ School Committee more visible as a platform for students to send suggestions and comments. Röskva recommends that the School Committee introduce themselves to new students and establish a better connection with the student associations through Veritas, the representative council for students in the School of Humanities. The student space í Árnagarður On the ground floor of Árnagarður there’s a room specifically for students to relax and have meetings. Röskva wants to make better use of the student space and make it more visible. At the moment not a lot of people know that this room is open to them. The meeting room can be used for meetings for student associations of the School as well as for group projects. The fight to lengthen the opening times of the cafeteria has shown results, but instead we can compromise with a place to make your own coffee in the student room, for example with a coffee machine and an electric kettle. Humanities and the job market “But what will you do after graduation?” is a question many students of humanities face. We can empower the image of the humanities by strengthening the direct connections to the job 34

market after graduation with practical and diverse events. Röskva wants to have seminars, workshops and entrepreneurship courses that will connect students of humanities with the job market, the options available after graduating and the job fields relevant to their degrees. The calculation model The funding for the School of Humanities and Social Sciences hinges upon an outdated calculation model from the Icelandic government. The model controls the economic distribution within the university and the Humanities are in the lowest grade. This recoils on the divisions within the School, notably the Division of Foreign Languages, as Norwegian and Finnish are two undergraduate programs that no longer exist since last semester. Funding has been cut for vocational education within the division, which is essential to any school of humanities. Variety in programs is an essential part of a statefunded University. There is no doubt about it, the calculation model does not take changes and new developments in the education system into account. The calculation model is complicated and inaccessible. The School Committee wants to have a symposium with an introduction to the basic structure of it so everyone can be well-informed about any decisions regarding it. The School Committee wants to, in cooperation with the University, strengthen the discussion about the calculation model and apply the pressure needed for valid changes. Recording of classes We need to ensure equal access for every student of the University to education and educational material. A lot of things can cause students to miss class, such as chronic illnesses both physical and mental, family issues and other uncontrollable situations. Röskva believes it’s important that every lecture within the School of Humanities is recorded and uploaded to Ugla, especially in classes that are largely comprised of lectures. The technology for it already exists in most classrooms. Recording lectures is a simple solution that can help students, and therefore increases educational equality. Grade evaluation and teacher’s work ethics


In theoretical academic studies it is important to ensure good grade evaluation practices and even courseload over the semester. Röskva is entirely against final exams construing of more than 60% of the final grade evaluation, as it puts too much pressure on students over the finals. The number of ECTS units per course must correspond to the workload. Röskva demands that teachers respect the deadline for turning in grades for assignments, exams and essays. To ensure increased quality of courses it is important that teachers pay notice to the teacher evaluations and that they be made public, within faculties. The transparency of these evaluations has been long lacking, which is reflected in student’s reluctance to participate in them.

House of Icelandic studies? The Vigdís Finnbogadóttir institute of foreign languages is rising quickly on the school grounds. At the same time students have to gather courage to make their way to the University Library in fear of being blown in to the black hole of the so called foundation for the House of Icelandic Studies The flow of information between students and the University about what facilities will be available to them at the Vigdís Finnbogadóttir institute has to be strengthened. Which faculties will get space there? Is there space for the student organizations? What about study facilities? An action plan for the House of Icelandic Studies has to be put on the table, it has to be presented to university students and students have to have a voice when it comes to their own facilities. Otherwise could always bring the Christmas spirit closer to students during finals weeks with a skating rink in the hole in 2016.

35


TILGERÐARLEIKARNIR Halla Sif Svansdóttir, Oddviti Röskvu og Áheyrnarfulltrúi í Stjórn Stúdentraráðs

„Við lestur á útgefnum stefnuskrám fylkinganna tveggja verður ekki ljóst hvaða málefni það eru sem helst skilja fylkingarnar að. Í flestum efnum virðast markmiðin vera svipuð“ „Það er einn helsti veikleikinn á starfi [Stúdentaráðs] að umbjóðendurnir fylgjast illa með því sem þar fer fram.“ Þessar tilvitnanir hér að ofan gætu allt eins varðað umfjöllun um Stúdentaráðskosningar frá því í gær, en birtust reyndar árið 1988 í kosningaumfjöllun Morgunblaðsins¹ þegar Röskva bauð sig fyrst fram, sameinuð úr tveimur stúdentafylkingum, gegn Vöku. Þannig að hlutirnir hafa þá ekkert breyst í tæp 28 ár? Auðvitað hefur Stúdentaráð breytt mörgu innan Háskólans og bætt hag nemenda. Ásetningur minn hér er svo sannarlega ekki að tíunda ódauðlegu rununa um byggingu stúdentagarða og Stúdentakjallarans, framfarir í Lánasjóðsmálum eða framkvæmd Októberfest né að upphefja fylkinguna mína með því að eigna henni fyrrnefnd atriði.

Stúdentaráð bætir frá ári til árs hverri fjöðrinni í yfirfullann hattinn og flestir stúdentaráðsliðar gefa tíma sinn í sjálfboðavinnu í þágu ráðsins og nemenda. En almennt hafa margir nemendur Háskólans ekki mjög háleita mynd af ráðinu sem kemur beint niður á trúverðugleika þess. Til að tala undir rós þá virðast margir nemendur Háskólans réttara sagt ekki hafa mjög háleita mynd af því hvernig kjör fulltrúa til setu í ráðinu fer fram og hreinskilnislega sagt þá finnst mörgum nemendum kosningabarátta fylkinganna tilgerðarleg vinsældarkosning. Síðustu 28 árin hafa stefnumál fylkinganna þótt keimlík og jafnvel er hugmyndafræðin að baki þeim það einnig. Ef önnur fylkingin fær svo frábæra hugmynd sem hin fékk ekki, myndi vafalaust seinheppna fylkingin þó blessunarlega bjóðast til að hrinda henni í framkvæmd þegar sigurinn yrði í höfn. Í kosningunum etja nefnilega fylkingarnar einna helst kappi í markaðssetningu. Lítið þarf til að gera sömu hugmyndina örlítið sykursætari með dass af réttri grafík og orðalagi. Áhersla á framsetningu á stefnumálum og frambjóðendum, öflug kynningarstarfsemi í bland við ofpeppaða kappsemi stuðlar að því að yfir tveggja vikna tímabil fer tilvist Stúdentaráðs ekki framhjá neinum. Þegar


ringlaðir kjósendur spyrja svo hver sé munurinn á fylkingunum hömrum við á eigin ágæti og hefjum svo samstarfsmöguleika fylkinganna til skýjanna. Ef lítið er um ágreiningsmál munum við geta starfað náið saman auk þess sem samkeppni fylkinganna verki sem hvati fyrir öflugri hagsmunabaráttu. Í sjálfu sér er þetta rétt, auk þess sem áherslur og forgangsröðun fylkinganna eru að einhverju leyti ólík. En eftir 28 ár af sömu gagnrýni á tilgerðarleika fylkinganna getum við ekki lengur skýlt okkur á bakvið það starf sem hefur áunnist. Það má alltaf gera betur. Í eðli sínu starfar Stúdentaráð fyrst og fremst sem málsvari og hagsmunaafl nemenda. Þegar ímynd ráðsins er gagnrýnd frá ári til árs sem tilgerðarleg eða fráhrindandi verðum við að hlusta á og bregðast við gagnrýnisröddum þeirra sem við berum umboð fyrir. Breytingar gætu falist í breyttu kosningafyrirkomulagi, hugmyndum um lengra kjörtímabil eða sanngjarnara starfshlutfalli á milli fylkinganna á skrifstofu Stúdentaráðs. Það eru margir valmöguleikar sem hægt er að skoða. Nýtt Stúdentaráð þarf því bókstaflega að taka sig saman andlitnu, leggja áherslu á samvinnu með það að leiðarljósi að bæta starfshætti ráðsins og styrkja innviði þess. v

//ENGLISH „While reading the manifestos from the two parties you can’t see clearly what issues separate them. On most issues their goals seem very similar.“ „One of the [student council’s] biggest weaknesses is that the people who vote don’t pay close attention to what happens there.” These quotes could easily have been written yesterday, but were in fact published in 1988 as part of election coverage in Morgunblaðið[1] when Röskva first ran for student council, formed from two previous student organizations, against Vaka. So things haven’t changed at all for almost 28 years? Of course the Student Council has changed a lot within the University and improved students’ conditions. My aim here is certainly not to go on for the ten thousandth time about the building of the student housing and The Student Cellar, improvements in the Student Loan Fund or Oktoberfest, nor is it to elevate my party by claiming the previous accomplishments as ours alone. Every year, the Student Council adds yet another feather to their already overflowing hat, and most members of the Student Council give their time

voluntarily in service to the council and to the student body. But in general, many students at the University don’t have a very high opinion of the council, which directly affects its credibility. To be discreet, many students within the University don’t seem to have a high opinion of how the Student Council is elected, and to be honest many students think the two parties campaigns to is a pretentious popularity contest. For the last 28 years the two parties’ policies have been considered very similar and the ideology between them as well. If one party gets a superb idea that the other did not, the less creative party would without a doubt offer to implement it, if it won the election. In the elections the parties mainly compete in marketing. It only takes a little to make the same idea a bit sweeter with a sprinkling of graphics and the right words. The emphasis on presentation of policies and candidates, a powerful marketing campaign mixed with overly enthusiastic competitors results in a two-week period where the Student Council’s existence doesn’t escape anyone’s notice. When confused voters finally ask what the difference is between the two parties we praise ourselves and how easily the two parties can work together. If there are few disagreements we will be able to work closely together, while the competition between the parties acts as a powerful incentive for the campaign for student’s rights. In and of itself this is correct, additionally, the emphasis and priorities of the parties are in some cases different. But after 28 years of the same criticism on the pretentiousness of the parties we can no longer hide behind our previous accomplishments. There is always room for improvement. In its nature, the Student Council first and foremost acts as an advocate and an interest group for students. When the council’s image is criticized year from year as pretentious or off-putting we have to listen and react to the criticism of those we represent. Changes could include a changed election format, ideas of a longer term of office or a more reasonable rate of employment between the parties at the Student Council offices. There are many options to explore. A new Student Council certainly has to get its act together, put greater emphasis on cooperation with the aim of improving the procedures within the council and strengthening the infrastructure. 37


BÆTTIR STARFSHÆTTIR STÚDENTARÁÐS Stúdentaráð er einstakur vettvangur í íslensku samfélagi. Þar starfa saman nemendur þvert á fræðasvið Háskólans að sameiginlegu markmiði, hagsmunum stúdenta.

The Student Council is a unique platform in Icelandic society. Students throughout the university work together regardless of their individual schools towards a mutual goal, student interests.

Hinn venjulegi stúdent er hálft ár í Háskólanum áður en hann heyrir minnst á SHÍ af einhverju vitiog þá er það í kosningum milli fylkinga sem hann veit lítið sem ekkert um.

The average student spends half a year at the university before the Student Council is ever really mentioned to them and then it’s during elections between parties they’ve never been introduced to.

Innan SHÍ er vettvangur til umræðu og skoðanaskipta fjölbreytt hóps vannýttur. Ekki þarf einungis að efla ímynd og tengingu SHÍ við hinn venjulega stúdent heldur einnig milli þeirra sem starfa á vegum ráðsins. Fjölbreyttir hópar mynda sterkari heild.

Within the Student Council there a platform for discussions and debates within a diverse group underused. Not only does the Student Council’s image need to be improved and its communication to the average student but communication within the council itself. Diverse groups create a stronger whole.

En hvað getum við gert? Með Röskvu í farabroddi mun SHÍ setja saman starfshóp strax í byrjun næsta starfsárs sem vinnur með það að leiðarljósi að bæta ímynd ráðsins. Réttindaskrifstofa SHÍ og forsvarsfólk ráðsins þarf að leggja áherslu að styrkja innviði SHÍ og hafa trú á þeim möguleikum sem felast öllum fulltrúum ráðsins, umræðum og samráði þeirra á milli

But what can we do? With Röskva at the helm, The Student Council will put together a working group at the start of the next term which aims at improving the council’s image. The student’s rights office and the council’s representatives have to emphasize the strengthening of the council’s infrastructure, believe in the possibilities in each member of the council, discussion and dialogue between members.

• Hafa fylkingarnar neikvæð áhrif á SHÍ? // Do the two parties have a negative effect on the Student Council? • Betur auglýstir og opnari fundir SHÍ? // Better advertised meetings of the Student Council? • Vita nemendur Háskólans að á skrifstofu SHÍ eru forsvarsmenn þess á launum? // Do the students at the University know that at the Student Council offices there are people in full time jobs working on their behalf? • Dreifa starfshlutfalli samkvæmt niðurstöðum kosninga? // Should we distribute the rate of employment according to election results? • Stúdentaráðsliði = hagsmunafulltrúi nemendafélags? // Member of student council = advocate for a student organization? • Þarf að lengja kjörtímabilið? // Should the term of office be longer? • Afhverju er SHÍ fráhrindandi? // Why is the Student Council off-putting? • www.betrihaskoli.is?


Eins og að halda heimilisbókhald Þú gætir t.d. notað Meniga heimilsbókhald sem sækir og flokkar sjálfvirkt allar þínar færslur. Þannig hefurðu góða yfirsýn og getur sett þér raunhæf markmið. Búðu þig undir spennandi framtíð. Nánar á arionbanki.is/namsmenn


U R Ú T T Á N G O K R VE Ð I V S A D N VÍSI

1

3

Elinóra Guðmundsdóttir 2.ári í ferðamálafræði. Ég er alltof óþolinmóð til að verða nokkurntíman liðug

2

Pétur Helgi Einarsson 2.ári í hugbúnaðarverkfræði. Þetta er mögulega mitt fyrsta og síðasta tíst

5. Magnús Ólafsson 2 ári í hugbúnaðarverkfræði. Fólk sem pissar beint í klósettvantið er ekki dónalegt heldur hreinskilið

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir 2.-3. ári í Iðnaðarverkfræðiog sálfræði. Ég mun berjast fyrir því að kennarar syngi allt sitt kennsluefni í tímum-

4. Olgeir Guðbergur Valdimarsson 3. ári í Umhverfis- og Byggingarverkfræði. Leiðinlega ágengur í að minna fólk á að flokka


MÁLEFNI Sjúkra- og endurtökupróf haustannar verði í janúar. Þetta hefur lengi verið á döfinni í hagsmunabaráttu sviðsins. Nú fyrst virðist sviðið vilja skoða þennan möguleika og mun Röskva beita sér fyrir því að þetta mál fari í gegn sem fyrst. Fylgja eftir því ferli sem farið er í gang í þessu máli. Opnum stofurnar og nýtum plássið - sérstaklega í prófum Fjölgun nemenda á VoN fer vaxandi og við viljum skapa lærdómsrými fyrir þetta frábæra fólk. Þetta má gera með því að opna fleiri stofur í prófatíð sem lesrými og aðstöðu með tússtöflum. Fara að fordæmi HR og opna stofurnar á svipaðan hátt og þau hafa gert. Opnum aðgengi skiptinema að félagslífi á sviðinu Skiptinemar eru tenging okkar við alheiminn! U.þ.b. 10% nema við HÍ eru alþjóðlegir nemendur og við viljum gefa þeim tækifæri til að taka þátt í félagslífi skólans að fullu. Nemendafélögin græða fleiri skemmtilega meðlimi. Listi (á ensku) yfir nemendafélög sem formenn og skiptinemar fá við komu í skólann. Þau geta þá valið viðeigandi félag og skráð sig. Hrósum þeim sem gera vel! Margir kennarar og starfsmenn standa sig ótrúlega vel án þess að fá verðug hrós. Sumir kennarar eru að leggja á sig auka vinnu utan launaðs vinnutíma til að stuðla að bættari kennslu. Það er mikilvægt að þeim sé hrósað fyrir það og við viljum berjast fyrir því að þessi aukavinna verði metin til fjár. Við kynnum til sögunnar Hrós-töfluna! Hrós-taflan er tafla í VR-II þar sem hrósa má þeim kennurum eða nemendum sem standa sig vel. Nútímalegri kennsluhættir Röskva ítrekar afstöðu sína um að kennarar nýti sér þá tækni sem þeim stendur til boða. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að jafnrétti til náms því það gerir fólki kleift, sem af ýmsum ástæðum getur ekki sótt allar kennslustundir, að stunda nám sitt. Röskva telur ósanngjarnt að skerða möguleika þeirra til náms og námslána.

Að kennarar nýti þá tækni sem þegar er til staðar og setji upptökur af fyrirlestrum á netið. Auka rafræn skil í Uglu. Erfitt getur reynst fyrir nemendur og kennara að halda utan um skil á lausnum, sérstaklega þegar margir nemendur eru í námskeiðinu. Við viljum því hvetja kennara að vera umhverfisvænir og hjálpa nemendum við skipulag með því að nýta sér Ugluna í meira magni heldur en skil í hólf. Þverfræðilegt samstarf deilda í umhverfisfræðslu Fræða þarf nemendur á lægri skólastigum um umhverfið, endurvinnslu og jörðina. Með þessu móti hagnast einnig háskólanemar með því að öðlast tækifæri til að kenna og efla umhverfisvitund um leið. Röskva vill koma á laggirnar samstarfsverkefnis innan deilda VoN með félagið Ástráð að fyrirmynd.

//ENGLISH

Make up and retake exams for the fall semester should take place in january This goal has long been due within the School of Engineering and Natural Sciences. Now there is a great possibility that the School would like to consider this option and Röskva would like to press the issue forth. Follow up and continue pressing on this issue. Lets open the classrooms and utilize the space - especially during exams The number of students at SENS is increasing and we want to create a study area for these wonderful people. This can be accomplished by having more classrooms open during finals weeks as reading areas and facilities with whiteboards. Follow the example of Reykjavík University and open the classrooms to students with electronic identification. Open access for exchange students to their faculties’ 41


social life Exchange students are our connection to the outside world! About 10% of students studying at the University of Iceland are international students and we want to give them the opportunity to participate fully in the school’s social agenda. This results in more fantastic members for the student associations! A list (in English) over the student associations that chairmen and exchange students receive upon arrival. They can then find their student association and sign up without any trouble! Pay compliments to those that do well! Many teachers and staff are doing an incredible job but they do not receive the praise they have earned. Some teachers work extra hours without pay to contribute to a better teaching environment. It is important that they receive praise and we want them to receive payment for their efforts. We introduce the Praise Board! The Praise Board is a board we put up in VR-II where anyone can feel free to dish out compliments on those students believe have been doing a good job, both teachers and students. Modern teaching methods Röskva reiterates its stance on teachers taking advantage of the technology available to them. Such an arrangement promotes equal opportunity in education because it allows people, who for many reasons can not attend all classes, to pursue their

42

studies. Röskva believes it is unfair to compromise those students’ right to an education and student loans. That teachers utilize the technology they have available and upload their lectures online. Increase electronic submissions on the university intraweb (the Ugla) It can be difficult for students and teachers to keep track of submissions, especially in crowded classes. We want to encourage teachers to be environmentally friendly and help students organize themselves by increasing their use of the Ugla rather than submissions on paper. Interdisciplinary cooperation between faculties in environmental education It is necessary to educate students on environmental issues, recycling and planet earth from the lowest levels of elementary school. This will also benefit university students through the gain of teaching opportunities and the promotion of environmental awareness! Röskva wants to establish a collaboration between faculties within SENS using the association Ástráður as a role model.


PICKUPLÍNUR VERKFRÆÐINEMANS

Ef það væri til markgildi á fegurð þá stefndi þitt á óendanlegt

//ENGLISH

Ertu átæk/ur? Því þú spannar allt rúmið

Are you surjective? Because span the whole space*

Hittu mig í söðulpunkti

Meet me in the hyperbolic point*

Ef þú værir heildi þá myndi ég diffra þig

If you were an integral, I’d find your derivative.

Þú hlýtur að vera samfelld/ur því þú ert svo býsna diffranleg/ur

You must be continuous because you are so god damn differentable.

Ég vildi að ég væri afleiða svo ég gæti legið sem snertill við kúrfuna þína

I wish I were a derivative so I could lay as a tangent to your curve.

Ert þú 90 gráðu horn? Því þú lítur rétt út Svar ef hún/hann segir Fuck off: Þú ert greinilega hvasst horn

Are you a 90° angle? Because you look right. If the reply is hostile: You are obviously acute*

..þú ert sú rétta?

… you are the right one.

Innfeldið okkar tveggja er núll því þú ert sú rétta

Our inner product is zero because you are the right one for me.

Þú átt verulegan sérstöðupunkt í hjarta mér Er það bara ég eða gleymdi Einstein að gera grein fyrir fegurð þinni í afstæðiskenningunni? Ef ég væri sin^2x og þú cos^2x þá mundum við saman mynda einn Það verður jarðskjálfti í kvöld þegar við leikum flekamót Ég vildi að þú værir x^2 og ég X^3/3 svo ég gæti verið undir ferlinum þínum Eins gott að þú er þjál/l því ég ætla að diffra þig í aaaalla nótt!” (Skýring, má sleppa Þjált fall = óendanlega samfellt diffranlegt á R) Fegurð þín er óskilgreind Geturðu plís lækkað yfirborðspennuna þína svo ég geti snert streng í hjarta þínu? Þessi föt tækju sog betur út með 9,8 m/s^2 hröðun að svefnherbergisgólfinu mínu 1 + 1 = <3

If beauty had a limit, then yours would be infinity.

You have an essential singularity in my heart Is it just me or did Einstein forget to account for your beauty in the theory of relativity? If I were sin^2(x) and you cos^2(x) then together we would be one. There will be an earthquake tonight when we play tectonic plates colliding. I wish you were x^2 to my 1/3*x^3 so I can be under your curve. You better be smooth because I’m going to differentiate you aaaall night! Your beauty is so great it is undefined. Can you please lower your surface tension so I can touch a string in your heart? Your clothes would look better with a 9.8 m/s^2 acceleration towards my bedroom floor 1 + 1 = <3 * These actually make sense in Icelandic. 43


INTERNATIONAL STUDENTS AT HI Dácil Rodríguez Rondón, Substitute candidate for Röskva for the School of Engineering and Natural Sciences

//

Varamaður á Verk- og

Náttúruvísindasviði

There are around 14000 students at the University of Iceland in the current year 2015-16, out of which over 1000, are international students. We have asked them about their experience at HI and how they think it could be improved. The first thing foreign students must do, even before landing, is look for accommodation. The University of Iceland provides a list of possibilities and a link to the University’s accommodation, which is very appropriate due to its proximity to the buildings. Nevertheless, students that apply for the latter, are not confirmed their acceptance until a couple of weeks before their arrival in Iceland for the orientation week. As a result, if there are no rooms left, the student must look for an alternative, which by that time will probably be fully booked. Students arrive from all over the globe; therefore, it can be useful to have a crash course for those who might find it hard getting used to the English language before the rest of courses start. The objective would not be to teach the language (as it is expected from students) but rather to get the student 44

used to it before lectures begin. It is not often mentioned but an important aspect of life in Iceland is to taste the culture and at least try to learn the hard but beautiful language. It would be fantastic if the University could offer various timetables to make assistance to these courses easier for interested students. Also, several exchange students would like to meet some more locals; so, it might be interesting to have practice sessions with Icelandic volunteers and having an opening week where international and local students can meet. Social life is a huge part of University but we all know that nothing seems cheap when you are a student. This is the why the student card is so useful. However, some students are still confused on where to use the discounts, especially when they are outside the University boundaries. Presenting a list of places and brands on the HI webpage would be very handy. Something that has been mentioned and would benefit all HI students is the expansion of study areas and the possibility of multiplying the number


of group-work rooms. Also, the possibility of lending laptops and tablets at the library is something to think about. Although, all the above are ideas of improvement, students have also talked very positively about things like how useful the Facebook page for international students is, to share doubts, worries and experiences during the enrolment process. The opening week also provided an opportunity of meeting some new people and touring around the buildings. Students are very pleased with the calendar, for having exams before Christmas (allowing students to recharge batteries for the following semester). By having some international student opinions, we are proposing some improvements that have been done in other parts of the world and can be applied here to make the HI experience even more unforgettable.

//ÍSLENSKA Á yfirstandandi háskólaári 2015-2016 eru um það bil 14.000 nemendur við Háskóla Íslands og þar af eru 1.000 alþjóðanemar. Með það markmið að leiðarljósi að bæta Háskólann voru þau spurð út í reynslu sína og hvað þau töldu að mætti breyta: Það fyrsta sem skiptinemi þarf að gera, jafnvel áður en viðkomandi lendir, er að finna húsnæði. Háskólinn útvegar lista af möguleikum til að leigja herbergi og hlekk á eigin Stúdentagarða. Þrátt fyrir það geta nemendur sem sækja um á görðunum ekki fengið staðfestingu á vist þar til tveimur vikum áður en þau koma til landsins. Fyrir vikið, ef ekkert pláss er laust, þurfa nemendur að leita að öðrum valkostum sem eru af skornum skammti með stuttum fyrirvara. Þetta væri hægt að leysa með því að gefa nemum lengri fyrirvara. Nemendur koma hvaðanæva úr veröldinni; því getur verið mjög nytsamlegt að bjóða upp á krasskúrs fyrir þá sem eiga erfitt með að aðlaga sig að enskri tungu áður en önnin hefst. Markmiðið væri ekki að kenna ensku (enda er enskukunnátta forkrafa) heldur að

fá nemendur til að venja sig við tungumálið áður en fyrirlestrar hefjast. Að upplifa íslenska menningu er ómissandi hlið lífs á Íslandi. Eitt dæmi um það er að reyna að læra hina ögrandi og fallegu íslensku tungu. Það væri stórkostlegt ef Háskólinn gæti boðið upp á námskeið á fleiri tímum svo að áhugasamir nemendur gætu aðstoðað án þess að tímar stangist á við hvorn annan. Auk þess vilja margir skiptinemar kynnast fleiri heimamönnum, svo það gæti reynst áhugavert að hafa íslensku-samkomu með sjálfboðaliðum og að ná skiptinemum og íslenskum nemum betur saman í nýnemavikunni. Félagslífið er gríðarstór hluti þess að vera í háskóla en við þekkjum það öll að ekkert virðist ódýrt þegar þú ert nemandi. Þess vegna er stúdentakortið svona mikilvægt. Hins vegar eru margir nemendur enn óvissir um hvar þessa afslætti megi finna, sér í lagi utan Háskólasvæðisins. Að birta lista yfir alla staðina á vefsíðu HÍ væri mjög nytsamlegt. Eitt af því sem áður hefur verið nefnt og allir nemendur skólans myndu njóta góðs af er að auka fjölda vinnuherbergja þar sem hópar og einstakir geta lært. Auk þess mætti huga að því að gera útlán á fartölvum og snertitölvum mögulegar á Þjóðarbókhlöðunni. En þó svo að allt ofangreint eru dæmi um hluti sem mega fara betur þá hafa nemendur einnig haft orð á því hve nytsamleg Facebook síða alþjóðanemenda er, til að deila efasemdum, áhyggjum og reynslu m.a. af innritunarferlinu. Nýnemavikan bauð upp á tækifæri til að kynnast nýju fólki og að skoða byggingar Háskólans. Alþjóðanemendur eru mjög ánægðir með almanak HÍ og að lokapróf séu haldin fyrir jól (sem gefur nægan tíma til að endurhlaða batteríin). Með þessu áliti alþjóðanemenda gerum við nokkrar tillögur um úrbætur sem hafa verið gerðar í öðrum heimshlutum og væri hægt að framkvæma hér til að gera Háskólaupplifunina enn ógleymanlegri.

45


A D N I S IGÐISVÍ

HEILBR S V I Ð

1

3

Ragna Sigurðardóttir 2. árs læknanemi. Ég fann einu sinni brauðsneið á b5. Ég borðaði hana ekki.

2

Elín Björnsdóttir 3. ári í Hjúkrunarfræði. ”Hey strákar, viljiði plís koma í hjúkrunarfræði? #strákaíhjúkrun”

5. Eiríkur Bergmann Henn 2. árs sjúkraþjálfaranemi. There are no scraps of men #AlbertoCairo One book, one pen, one child, and one teacher can change the world #MalalaYousafzai #jafnrétti

Elísabet Brynjarsdóttir 3. ári í Hjúkrunarfræði Að þurfa að þvo sér um hendurnar áður en maður fer á salernið í vinnunni #vandamál-hjúkrunarfræðinga

4. Ási Þórðarson 2. árs nemi í sálfræði. LÍN ER KOMIÐ! LEYFIÐ MÉR AÐ BORGA ALLAR YKKAR SKULDIR!


MÁLEFNI Könnun fyrir nema í verknámi á LSH (og vonandi seinna heilsugæslunni) Kannanir á líðan og ánægju eru mikilvægur hlutur í því að bæta það sem miður fer. Mikilvægt er að kannanir séu aðferðafræðilega sterkar og einfaldar við töku. Endurskoðun á spurningum og svarmöguleikum. Ítarlegri svarmöguleikar þegar það á við og betri skilgreining á þeim spurningum sem snúa að aðstöðu. Aukin eftirfylgni á niðurstöðum og úrbótum með stofnun rýnihópa í hverri deild fyrir sig. Könnunin á að endingu að ná til allra deilda innan sviðsins. Aukin aðkoma nemendafélaga að hagsmunamálum Heilbrigðisvísindasvið Röskvu vill sjá aukna aðkomu nemendafélaga að hagsmunamálum stúdenta. Nemendafélögin standa nemum sem næst og skynja vel hvað er vel gert og hvað þarf að bæta. Styrkja þarf tengsl sviðsráðs við nemendafélög með bættu upplýsingaflæði þar á milli. Sviðsráð getur aðstoðað nemendafélög við að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa ef hann skyldi vanta. Aðstaða nemenda Aðstaða nemenda eru misjöfn og oft mjög slæm. Vöntun á húsnæði og húsnæðiskostur í ólestri hefur í för með sér ýmis vandamál fyrir nemendur. Mygla er bögg. Finna þarf lausn á húsnæðisvanda hjúkrunarnema í Eirbergi þar sem hugsanlega er myglusveppur. Finna þarf leið til að nýta fundarherbergi og lesstofur sem lærdómsaðstöðu fyrir nemendur. Íhuga þarf vegalendir milli kennslustofa þegar umsjónarmenn stundaskráa skipa tíma. Ekki allir stúdentar eru á bíl. Fyrirliggjandi áformum um bætta aðstoðu nemenda við byggingu nýs spítala verður að fylgja eftir. Kennsluhættir Sem menntastofnun á hæsta stigi er krafa gerð á HÍ að kennsluhættir séu sambærilegir því sem er annarsstaðar. Margt gengur vel en ýmislegt má bæta. Prófsýningar eru mikilvægt lærdómstækifæri fyrir nemendur. Röskva leggur áherslu á að ræða við kennara í deildum Heilbrigðisvísindasviðs og minna

á ávinning nemenda af því að fá að sjá próf og fá endurgjöf. Lögð verður áhersla á að upptökubúnaður í kennslustofum sé nýttur til þess að taka upp kennslustundir. Flókin framsetning kennslukannana veldur dræmri þátttöku auk þess að of margir nemendur sjá ekki ávinning af því að taka þátt í þeim. Við viljum brýna fyrir deildarforsetum að eftirfylgni sé með kennslukönnunum og að nemendur fái að sjá niðurstöður þeirra. Síðbúin einkunnaskil hafa áhrif á úthlutun lána og margt fleira. Þrýsta þarf á kennara á Heilbrigðisvísindasviði að skila einkunnum á réttum tíma. Upplýsingar um skiptinám fyrir nemendur á Heilbrigðisvísindasviði verði aðgengilegri.

//ENGLISH

Survey for students in vocational training at the National University Hospital (and, hopefully, at the healthcare center eventually) Surveys on well-being and happiness are important part of improving conditions that are lacking. It is important that surveys are methodically strong and easy to take part in. Reevaluation of the questions and response options. The response options should also be more thorough when appropriate and questions regarding facilities should be better defined. Increased follow-through on results and improvements through the creation of focus groups in each faculty. The survey should will eventually reach every faculty within the School of Health Sciences. Increased student involvement when it comes to their interest matters The School of Health Sciences within Röskva wants to see an increase in the involvement of student associations when it comes to the interests of students. The student associations have easy access to students and a good perception of what could be improved upon. 47


Strengthen connections between the Student Council and student associations with an improved flow of information there between. Members of the Student Council within the School of Health Sciences can assist student associations in designating a role within each association for protection of students’ interests. Student facilities Student facilities vary and are often very poor. A lack of housing and results in several problems for students. Devise a solution to the housing problem of the nursing faculty in Eirberg where there is possibly hazardous mould to be found. Devise a solution to use meeting rooms and reading rooms as learning facilities for students. That overseers of timetables keep in mind distances between classrooms when organizing classes. Some students do not own a car. Follow through with existing plans to improve student facilities with the construction of a new hospital. Teaching methods As an educational institution of the highest degree teaching methods that are equal to those we see elsewhere are demanded of the University of Iceland.

48

Many things are going well but a number of things need to be improved upon. Exam viewing after they’ve been graded is an important learning opportunity for students and Röskva demands it be viewed as such. An emphasis will be placed on speaking to teachers in all divisions in the School of Health Sciences and remind them of what students can gain from seeing their exams and receiving feedback. An emphasis will be put on recording equipment in classrooms being utilized to record classes. It is unsatisfactory that recording classes is not the norm as it is. Complex teaching evaluations result in a low participation rate, additionally, too many students don’t see the benefit of participating. We want to emphasize to the head of faculty the importance of having a followup on the teacher evaluations and for the students to notice the response to it. Late delivery of grades can, for example, affect the allocation of student loans. Pressure needs to be put on teachers within the School of Health Sciences to deliver grades on time. Information on student exchange for students within the School of Health Sciences needs to be more accessible.


Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984

PIPAR \ TBWA • SÍA

DAGURINN VERÐUR EINFALDLEGA MIKLU BETRI


WHERE ARE Ü NOW, NÝR SPÍTALI? Ragna Sigurðardóttir, 1. sæti á lista Röskvu til Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, Elísabet Brynjarsdóttir, 2. sæti á lista Röskvu til Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, Elín Björnsdóttir, 3. sæti á lista Röskvu til Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs

Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið ár hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Rætt hefur verið um staðsetningu nýs spítala með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga, kostnaðar við að byggja ekki og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er aðstaða nemenda sem stunda nám við háskólann, sérstaklega þeirra sem eru á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Af hverju skyldi aðstaða nemenda skipta máli þegar rætt er um staðsetningu nýs spítala? Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs (sem fellur undir Stúdentaráð Háskóla Íslands) gerði á klínísku námi við Landspítala - Háskólasjúkrahús voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda (eða skorts á þeim) til rýmis fyrir lyfjagjafir eða viðtöl við sjúklinga. Ófullnægjandi aðstaða er ekki aðeins vandamál í verknáminu því vandamálið teygir anga sína víða og áhrifa þess gætir líka í grunnnámi og hefðbundinni kennslu. Sem dæmi má nefna 50

að á fyrstu hæð og í kjallara Eirbergs mælist myglusveppur. Starfsmenn hjúkrunarfræðideildar eru sumir með einkenni sem talin eru tengjast myglusvepp og dæmi eru um að kennarar hafi flutt kennslu sína úr Eirbergi í annað húsnæði vegna vanlíðanar sem talið er að megi rekja til myglusveppsins. Háskólinn hefur reynt að sporna við þessari myglu með ýmsum aðgerðum en ljóst er að vandinn er enn óleystur. Óleystur er einnig sá vandi sem stafar af því að kennsla á Heilbrigðisvísindasviði fer fram í fjölmörgum byggingum en kjarnastarfsemi Heilbrigðisvísindasviðs fer fram í átta byggingum sem eru dreifðar um höfuðborgarsvæðið. Nám margra nemenda við Heilbrigðisvísindasvið einkennist því af flakki milli bygginga og það á sérstaklega við um þá nemendur sem stunda nám við smærri deildir. Á milli kennslustunda ferðast nemendur til að mynda frá höfuðborgarsvæðinu í Grafarholt og þurfa þeir að gera það á 10 mínútna millibili. Þannig er óbeint gert ráð fyrir því að háskólanemar séu á bíl, því oft og tíðum næðu nemendur ekki að mæta í tæka tíð án þess að vera á bíl. Flakkið hefur einnig


mikil áhrif á félagslíf nemenda, en það minnkar samskipti nemenda, bæði innan deilda og á milli deilda. Nemendur margra smærri deilda sviðsins eiga sér því engan samastað við háskólann. Þeir flakka á milli Eirbergs, Stakkahlíðar, Haga, Neshaga, Keldna, Læknagarðs og víðar en þessar byggingar eru margar í lélegu ásigkomulagi. Þungmálmar mælast í kranavatni í þeim hluta Læknagarðs þar sem lagnir hafa ekki verið endurnýjaðar og hluti Læknagarðs er enn óbyggður þar sem áform um stækkun húsnæðisins voru stöðvuð. Vandamálið hefur þó verið leyst með ýmsum aðgerðum. Aðamálið er þó að vegna skorts á viðhaldi og fjármagni til nýbyggingar er aðstaðan óviðunandi og skammtímareddingar duga skammt. Nemendur við Heilbrigðisvísindasvið búa við bráðan vanda hvað aðstöðu varðar. Til þess að leysa þann vanda í eitt skipti fyrir öll verður að byggja nýjan Landspítala. Sá spítali verður að innihalda aðstöðu fyrir nemendur. Áform um byggingu nýs spítala við Hringbraut gera ráð fyrir slíkri aðstöðu en hins vegar ríkir óvissa um hana verði spítalinn byggður á öðrum stað fjarri háskólanum. Bygging nýs spítala með aðstöðu fyrir nemendur er því stórt hagsmunamál okkar við skólann og við í Röskvu krefjumst þess að staðið sé við þau áform. Nemendur eiga heima í þessari umræðu. Tökum þátt í henni!

//ENGLISH The construction of a new University Hospital has been a key topic in the discussion of Iceland’s healthcare system in the past year. A new location for the hospital has been a hot topic. The current location of the University Hospital has been challenged due to increased traffic, and (more importantly) because some hospital departments have not been included in plans for the new hospital. However, student facilities have not been discussed as they should have, especially the facilities of the School of Health Sciences. Why should student facilities be considered in the discussion of the location of a new hospital? According to a survey by the Committee of the School of Health Sciences regarding clinical studies at the National University Hospital, only 22% of clinical students agreed that the student facilities were satisfactory. However, unsatisfactory facilities are not only a problem in clinical training. The problem reaches

further, influencing undergraduate programmes and traditional teaching on all levels. Mildew has been detected on the first floor and in the cellar of Eirberg, the nursing facility within the hospital. Some of the Faculty of Nursing staff have experienced symptoms that are thought to be connected to the mildew, and teachers have moved their lectures to other lodgings due to discomfort traced to the mildew. Staff at the University has attempted to solve this problem, but it is clearly yet unsolved. Another unsolved problem is that of housing at the School of Health Sciences. Most lectures at the School of Health Sciences are held in eight different buildings spread across the greater Reykjavík area. Students at the School of Health Sciences, especially those in smallar faculties, constantly wander between university buildings. Students at the Faculty of Food Science and Nutrition, for example, travel from the city center to Grafarholt between classes, in only 10 minutes time. There is, therefore, an indirect assumption that all students have access to a car (because students would not make it on time without one). Wandering between buildings also has a negative effect on student’s social lives, decreasing relations both within and between faculties. Students of smaller faculties of the School of Health Sciences don’t have any refuge. They wander between Eirberg, Stakkahlíð, Hagi, Neshagi, Keldur, Læknagarður and other facilities, and many of these buildings are in bad shape. Heavy metals have been detected in the tap water in parts of Læknagarður where plumbing has not been renewed. Part of the building has yet to be built, as its expansion was stopped in the making. These problems have been solved temporarily, but the bigger problem is that student facilities are largely unacceptable. Students at the School of Health Sciences face serious problems regarding their facilities. Currently, the only solution students have been offered is the construction of a new University Hospital. That hospital must contain facilities for students. Plans for construction of the new hospital must therefore incorporate these facilities, and all talk of a new location for that hospital must take student facilities into account. The construction of a new University Hospital with student facilities is therefore a huge student interests issue. Those of us in Röskva intend to make students’ voices heard on this issue!

51


Með því að ljúka meistaranámi frá HR öðlast þú sérhæfingu og nærð forskoti á vinnumarkaði. Nám við HR er í sífelldri þróun og ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins.

Tækni- og verkfræðideild Byggingarverkfræði Fjármálaverkfræði Heilbrigðisverkfræði Heilsuþjálfun og kennsla Íþróttavísindi og þjálfun MPM (Master of Project Management) Orkuverkfræði - Iceland School of Energy Rafmagnsverkfræði Rekstrarverkfræði Sjálfbær orkuvísindi - Iceland School of Energy Vélaverkfræði

Tölvunarfræðideild Hugbúnaðarverkfræði Tölvunarfræði Upplýsingastjórnun Máltækni

Lagadeild Meistaranám í lögfræði

VILTU NÁ FORSKOTI? MEISTARANÁM VIÐ HR

Viðskiptadeild Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði Fjármál fyrirtækja Klínísk sálfræði Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði Markaðsfræði MBA (Master of Business Administration) Reikningshald og endurskoðun Upplýsingastjórnun Viðskiptafræði með vali Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind

„Markmið rannsóknar minnar var að kortleggja taugabrautir í heila og prenta þær út í þrívídd en læknar nota líkönin svo til að undirbúa sig fyrir skurðaðgerðir. Verkfræði er skemmtileg grein en mjög krefjandi og þess vegna er gott að hafa framúrskarandi kennara sem auðvelt er að leita til.”

Íris Dröfn Árnadóttir Meistaranemi í heilbrigðisverkfræði 52


MIKILVÆGT AÐ RÖDD STÚDENTA FÁI AÐ HEYRAST Iðunn Garðarsdóttir, laganemi og fulltrúi Röskvu í háskólaráði // Student of law and Röskva’s delegate in the University council

Háskóli er svolítið eins og legokastali. Kastalinn er samsettur úr mörgum ólíkum kubbum. Kubbarnir eru misstórir og gegna misstóru hlutverki en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera nauðsynlegir. Ef einhvern kubbanna vantar brotnar kastalinn. Stjórnsýsla Háskóla Íslands er líka samsett úr nokkrum mismunandi kubbum. Háskólaráð er einn af kubbunum sem mynda stjórnsýslu háskólans. Háskólaráð fer með úrskurðarvald í málefnum háskólans og háskólastofnana og mótar heildarstefnu Háskóla Íslands. Nefndarmenn í háskólaráði koma úr ýmsum áttum og nemendur eiga tvo fulltrúa í háskólaráði. Fulltrúar stúdenta eru kosnir af Stúdentaráði og í ár eiga Röskva og Vaka sitthvorn fulltrúa. En af hverju er mikilvægt að nemendur eigi fulltrúa í háskólaráði? Það er mikilvægt að stúdentar eigi sér málsvara á öllum sviðum skólans. Það er nefnilega enginn betri í því að gæta hagsmuna stúdenta en þeir sjálfir og með því að tryggja það að nemendur fái að koma að ákvarðanatöku í málefnum háskólans eru hagsmunir stúdenta tryggðir. Grundvallarhugsjón Röskvu er jafnrétti allra til náms. Jafnrétti til náms óháð efnahag, uppruna, búsetu, fötlun, kyni,

kynhneigð er takmarkið sem Röskva stefnir að. Samkvæmt skýrslu OECD frá 2014 kemur fram að misskipting auðs hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ójöfnuður hefur þær afleiðingar að ákveðnir hópar líða skort. Þeim efnaminni bjóðast til dæmis ekki sömu tækifæri og öðrum til þess að mennta sig og nýta hæfileika sína til fullnustu. Stúdentar fara ekki varhluta af þessari þróun því aukin misskipting hefur áhrif á kjör þeirra. Flestir stúdentar taka námslán, enda er nám full vinna. Stúdentar eru lágtekjuhópur og aðgerðir stjórnvalda sem auka ójöfnuð hafa mikil áhrif á þá. Hækkun matar- og bókaskatts, hærri lækniskostnaður og lágar greiðslur í fæðingarorlofi eru dæmi um aðgerðir stjórnvalda sem hafa mikil áhrif á stúdenta og gera það að verkum að þeir hafa minna á milli handanna. Sú hætta skapast að ákveðnir einstaklingar geti ekki hafið nám eða neyðist til að hætta í námi af efnahagsástæðum ef þessari þróun verður ekki snúið við. Fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði og háskólaráði eru meðvitaðir um mikilvægi þess að sporna við þessari þróun og eru tilbúnir að grípa til aðgerða. Hagsmunabarátta stúdenta snýst nefnilega ekki 53


bara um innstungur og partí. Hagsmunasamtök stúdenta eiga að vera róttækt afl sem berst fyrir því að að allir geti stundað nám, óháð samfélagsstöðu og að allar aðstæður þeirra sem stunda nám séu sem bestar. Þess vegna er mikilvægt að fulltrúar stúdenta séu virkir á öllum sviðum háskólans. Þess vegna er mikilvægt að Röskva eigi fulltrúa í háskólaráði.

//ENGLISH A university is sort of like a lego castle in that it is assembled from many different blocks. The blocks differ in shape, size and purpose, however, they are all essential. If any of the blocks go missing the castle will crumble. The University council (Háskólaráð) is one of the blocks that form the administration of the University of Iceland. The University council has the arbitration of matters within the university and its establishments and they create the all-encompassing policy of the University of Iceland. The members of this council come from different places, and students have two representatives within it. These representatives are voted by the Student council (Stúdentaráð) and this year Röskva and Vaka have one delegate each. But why is it important that students have a representative in the University council? It is important that students have an advocate in every domain of the school. There is no one better at guarding the interests of students than the students themselves, and in accordance with the “Nothing About Us Without Us” slogan we need to have a hand in every decision made about us to secure our interests. Röskva‘s core policy is equal opportunity in education independent from economic status, place of birth, parentage, disability,

54

gender, sexual orientation and so on. According to an OECD report from 2014 the gap between rich and poor is growing wider. Inequality results in dearth within certain groups. The poor(er) do not have the same opportunities as the rich(er) to seek education and utilize their full potential. Students are no exceptions to this development, as increasing disparity affects their conditions. Most students take student loans, as studying is a full-time job. Students are in general a group with low income so actions taken by authorities that increase disparity will affect them greatly. The increase of tax on food and books, higher medical payments and low parental leave pay are examples of recent actions taken by authorities that have affected students disproportionately. Our worry here is that certain individuals will not be able to seek education or are forced out of their degree because of their worsening economic status as these types of changes keep happening. Röskva’s representatives in the Student council and University council are aware of the importance of fighting against this development and are ready to take action. The fight for the interests of students doesn’t revolve around social climbing and parties. Any organized interest group of students should be a radical power, fighting for everyone’s chance to get educated, independent from their social status, and that the conditions of current students are as great as possible. Therefore it is important that we have representatives of students active in every administrative field of the university. That’s why it’s important that Röskva has a representative in the University council.


STÚDENTAMIÐLUN

KAFFISTOFUR STÚDENTA STÚDENTAGARÐAR

www.boksala.is

www.studentagardar.is

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

facebook.com/Studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.isIssuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.