8bekkur2011_2012

Page 13

Námsefnið verður sett fram með fjölbreyttum hætti með innlögn, verklegum verkefnum, skriflegum verkefnum og fræðslumyndböndum. Lögð er áhersla á umræður og samvinnu nemenda, ásamt einstaklingsvinnu. Námsgögn Efnisheimurinn e. Hafþór Guðjónsson. Ítarefni: fræðslumyndir og verkefni m.a. af netinu. Námsmat Nemendur fá skólaeinkunn sem samanstendur af: Kaflaprófum. Skýrslum. Vinnubók. Verkefnum.

Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Markmið Að nemendur  læri að þekkja grunnþætti, hefðir og trúarrit helstu trúarbragða heims  kynnist sögu og menningu ólíkra trúarhóp og áhrifum trúarbragða á sögu og samfélag manna.  tileinki sér víðsýni gagnvart fjölbreytileika trúariðkunar  kynnist trúariðkun mismunandi hópa á Íslandi Leiðir að markmiðum Nemendur lesa kennslubókina og vinna með textann bæði í umræðuformi og skriflega. Unnið er með umræðu, þar sem mikil áhersla er lögð á eigið mat og gagnrýna hugsun. Hópverkefni þar sem nemendur verða að afla sér upplýsinga og kynna verkefnið sitt fyrir samnemendum sínum. Viðfangsefni Fjallað verður um helstu trúarbrögð heims, Búddisma, Gyðingdóm, Hindúasið, Íslam og Kristni. Ýmis önnur minna útbreidd trúarbrögð rædd. Fjallað um helgisiði, sögu, menningu, útbreiðslu og árekstra trúarbragða. Staða trúarbragða í nútíma samfélagi rædd ítarlega.

Námsgögn Lögð er til grundvallar bókin Maðurinn og trúin eftir Gunnar J.Gunnarsson, auk margvíslegs ítarefnis (t.d. efni af neti, myndbönd, ljósritað efni frá kennara og fleira).

Námsmat Vinnubækur nemenda eru metnar út frá vinnubrögðum og að farið sé að fyrirmælum. Þrjú skrifleg lokapróf. Hópvinna nemenda er metin með jafningjamati og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutning Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 8. bekkur - 13 -


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.