ÍSÍ fréttir - September 2019

Page 14

2020 MARKMIÐ

Lífið snýst um næstu Ólympíuleika hjá þessu íþróttafólki. Hvernig er fókusinn innan við ári fyrir leika? Source: Uptatie mod tin voluptat praesse quisit utpat nisci eraessequam dolenim do ex eu feugait HÆGRI SÍÐA Guðlaug Edda, Aníta, Kári, Arnar og Anton.

ANÍTA HINRIKSDÓTTIR - Hlaup - Stefna mín á tímabilinu er að gera allt sem hægt er til þess að tryggja mér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. Þó að tæp fjögur ár séu liðin frá síðustu Ólympíuleikum eru þeir mér mjög ferskir í minni, enda viðburður sem vekur upp mjög sterkar tilfinningar hjá flestu íþróttafólki. Ég finn fyrir aukinni spennu að byrja næsta tímabil en passa mig þó að hafa skynsemina að leiðarljósi og hvíla almennilega áður en sú uppbygging byrjar. Næsta skref er að leggja línurnar fyrir tímabilið áður en æfingar geta hafist af fullum krafti, en nóg er af skemmtilegum verkefnum í aðdraganda leikanna þó að þeir séu auðvitað aðal keppikeflið. Mér finnst mikilvægt að gefa mig fyllilega að öllum verkefnum tímabilsins og njóta þeirra. Hins vegar er ekkert launungamál að Ólympíuleikarnir heilla langmest með allri spennunni og samhugnum sem myndast ólíks íþróttafólks á milli. Að komast þangað aftur er mikil gulrót fyrir veturinn sem nú fer í hönd og fær hjartað svo sannarlega til að slá hraðar. KÁRI GUNNARSSON - Badminton - Ólympíuárið er mjög strembið í badmintonheiminum. Til þess að vera einn af þeim 38 sem ná inn á Ólympíuleikana í einliðaleik karla þarf spilari að ná tíu góðum úrslitum yfir árið á alþjóðamótaröðinni. Flestir keppa á um það bil 20 mótum útum allan heim á Ólympíuárinu til þess að hámarka líkurnar á því að ná góðum úrslitum. Það mikilvægasta á Ólympíuárinu - fyrir utan það að vera tilbúinn í slaginn(!) - er þar af leiðandi að skipuleggja

mótaplanið sitt vel. Maður þarf að velja réttu mótin til að keppa á og á sama tíma sjá til þess að maður nái góðum æfingatímabilum á milli móta. Það eru átta mánuðir eftir af Ólympíuárinu, en í byrjun maí 2020 kemur lokalistinn út þar sem þátttökurétturinn ákveðst. Tíminn líður hratt og ég reyni þess vegna að vera duglegur að læra af reynslunni sem ég safna mér þannig að hún nýtist sem best og sem skjótast. Eftir hvert mót horfi ég á leikina mína og hugsa um hverju ég geti bætt mig í fyrir næsta mót. Ég er að vinna mikið með að vera á skynsamlegu spennustigi á meðan á móti stendur, ekki of stressaður en ekki heldur of afslappaður. Spennustigið er fyrir mér lykilatriði bæði til að nýta orkuna mína sem best og til að hafa skýran haus til að taka réttar ákvarðanir undir pressu inni á vellinum. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært er að vera ekki of harður við sjálfan mig og muna að hafa gaman af þessu öllu. Það hljómar einfalt en það er það ekki - þeir sem hafa prufað það vita það. Ég er mjög þakklátur að eiga tækifæri á að keppa á alþjóðlegum mótum sem fulltrúi Íslands, kynnast heiminum og sjálfum mér. ARNAR PÉTURSSON - Maraþon - Fyrir mér hafa íþróttir alltaf snúist um þrennt: Að hafa gaman, gefa af sér og svo að afreka. Að leggja allt undir til að komast á Ólympíuleikana er eitt það skemmtilegasta sem ég get ímyndað mér og er ýmislegt framundan í þeim efnum. Fyrir jól er stefnan sett á æfingabúðir í Mammoth Lakes


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.