Islenska leidin 2015

Page 1

ÍSLENSKA LEIÐIN TÍMARIT STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA 14. ÁRGANGUR - 2015


RITSTJÓRN

RITSTJÓRASPJALL Það er ansi magnað að sjá hugmynd verða að veruleika. Hvað þá eins áþreifanlegum veruleika og að sjá Íslensku leiðina nú útgefna á ný. Ferlið sem hér er að baki var langt og einkenndist af nokkru harki, en aldrei misstum við sjónar á gulrótinni við endamarkið. Mikið sem hún smakkast líka vel um leið og horft er um öxl. Þegar ég settist í ritstjórastól Íslensku leiðarinnar og skipaði ritnefnd blaðsins voru markmiðin háleit. En ef þú stefnir ekki til tunglsins gætirðu alveg eins bara endað á Akureyri. Þó lífið sé nú ansi gott fyrir norðan þá langaði okkur bara svo ofboðslega mikið að fara lengra. Við vildum til tunglsins. Útkoman er Íslenska leiðin í sinni fjölbreyttustu mynd, og ég get með vissu sagt að hún standi undir nafni sem málgagn stjórnmálafræðinema - bæði í gamni sem alvöru. ANDRI YRKILL VALSSON / RITSTJÓRI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Andri Yrkill Valsson

Ritstjórn Íslensku leiðarinnar: Andri Yrkill Valsson Ásta Lára Magnúsdóttir Ástvaldur Lárusson Jóhann Bjarki Arnarsson Hall Þórarinn Gunnarsson

mörg atriði eftir í hugmyndabankanum sem nú þarf að arfleiða til komandi ritnefndar. Undirstrikar það metnaðinn sem liggur að baki útgáfunni og samvinnu okkar í gegnum harkið. Það eru ótal margir sem ég fyrir hönd ritnefndar vil þakka fyrir stuðninginn og hvatninguna á meðan á ferlinu stóð, en mestu þakkirnar færð þú sem lest þennan pistil. Án þín hefði Íslenska leiðin ekki komist af hugmyndastiginu og orðið að veruleika. Kæru vinir, það er með stolti sem ég segi að Íslenska leiðin er upp risin.

Útgáfan markar nú endastöð fráfarandi stjórnar Politicu, en það má með sanni segja að viðburðaríkur vetur sé að baki. Samhliða var reynt að hafa efnistök blaðsins með fjölbreyttasta móti með málefni samfélagsins í brennidepli, og það tel ég að hafi tekist vel. Þá eru enn

S o a h

B

Hönnun og umbrot:

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Forsíðumynd:

Klara Hödd Ásgrímsdóttir

Sérstakar þakkir:

Baldur Þórhallsson Elva Ellertsdóttir Klara Hödd Ásgrímsdóttir Stefán Rafn Sigurbjörnsson Stjórn Politica 2014-2015 Íslenska leiðin vill þakka greinahöfundum, viðmælendum og styrktaraðilum kærlega fyrir framlag sitt

2

D


Námsframboð Stjórnmálafræðideildar Stjórnmálafræðideild býður upp á fjölbreytt nám á BAog meistarastigi. Í grunnnámi er einnig hægt að velja aukagreinar úr öðrum deildum. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Stjórnmálafræðideildar, stjornmal.hi.is.

BA-nám • Stjórnmálafræði • Kynjafræði, aukagrein

Diplómanám (meistarastig 30e) • Alþjóðasamskipti • Evrópufræði

Meistaranám • Alþjóðasamskipti • Blaða- og fréttamennska • Evrópufræði • Fjölmiðla- og boðskiptafræði • Kynjafræði • Opinber stjórnsýsla • Samanburðarstjórnmál • Stjórnmálafræði • Vestnorræn fræði

• Fjölmiðla- og boðskiptafræði • Hagnýt jafnréttisfræði • Opinber stjórnsýsla • Smáríkjafræði

Doktorsnám


PISTILL FORMANNA

KÆRU VINIR, KÆRU SAMHERJAR Þakklæti. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um liðið skólaár. Það er nefnilega þannig að stjórnmálafræðin, eins yfirgripsmikil fræðigrein og hún er, eins mikið og hún kennir manni, eins skemmtileg og hún er - þá er það þannig að fólkið sem maður kynnist á vegferðinni er ekki minni hluti af því að gera námið eins glæsilegt og raun ber vitni. Ég vil nefnilega halda því fram að stjórnmálafræðinemar séu meðal skemmtilegasta fólksins í Háskóla Íslands.

ODDUR ÆVAR GUNNARSSON / FORMAÐUR POLITICU 2014 - 2015

Við hófum skólaárið af krafti með nýnemaferð Politicu. Við í stjórninni vorum kannski jafn spennt að hitta nýnemana og nýnemarnir að hefja námið sitt. Ef ekki spenntari. Ferðin var ekki farin lengra en í Kópavoginn, en þar fórum við í ýmsa leiki til að hrista þennan flotta hóp saman og drukkum auðvitað (smá) öl. Nýnemarnir fyrirgáfu mér svo fyrir að stilla óhóflega oft á Katy Perry með því að mæta af krafti í fyrstu vísindaferð ársins sem farin var til Samfylkingarinnar, þar sem Sigríður Ingibjörg, síðar formannsframbjóðandi - tók á móti okkur. Á aukaaðalfundi Politicu kaus þetta glæsilega fyrsta ár sér nýnemafulltrúa, hana Auði Karlsdóttur sem var mögnuð viðbót í stjórnina. Byrjun skólaársins gaf góða raun fyrir það sem koma skildi. Enda einkenndist skólaárið af vísindaferð í hverri viku, stundum tveimur – sem er það sem við í Politicu hreykjum okkur af. Stemningin í félaginu sýndi sig svo og sannaði gegn væskislegum hagfræðinemum á Stjórnhag deginum sem haldinn var í lok september. Við töpuðum nánast öllu. Nema kubb og bjórþambi. En stemningin hjá okkar fólki dó aldrei og við sýndum það með því að vera miklu skemmtilegri heldur en hagfræðinemarnir. Og með því að ræna bikarnum í lok kvöldsins. En það er leyndarmál. Hallóvín VEISLA Politicu var svo haldin með pompi og prakt í lok október. Við héldum þá nett einkapartý þar sem Bryndís kom sá og sigraði sem Sylvía Nótt í Eurovision. Ólafía vakti líka mikla lukku sem ábyrgðarfull móðir. Eftir áramót opinberaði Politica svo leyndarmálið á bakvið týnda Stjórnhag bikarinn á Sigmundinum, degi

4

stjórnmálafræðinema. Þar var keppt í ýmsum rótgrónum keppnum eins og spurningakeppni og nýstárlegu bjórþambi, en hugmyndin að því var grafin upp úr myrkustu skúmaskotum í hugarheimi Jóns Stefáns skemmtanastjóra. Gólfið í Sjálfstæðissalnum á Seltjarnarnesi mun sennilega aldrei bíða þess bætur. Bikarnum var vel tekið af

“þá er það þannig að

fólkið sem maður kynnist á vegferðinni er ekki minni hluti af því að gera námið eins glæsilegt og raun ber vitni

stjórnmálafræðinemum (vitaskuld) nóttina ekki af.

og

lifði

Hápunktar vorannar, ef ekki ársins, voru svo klárlega Bandaríkjaferð 2. og 3. árs nema og sjálf árshátíð Politicu, sem haldin var á Selfossi.Nú geta stjórnmálafræðinemar stoltir sagt að þeir hafi djammað með Geir H. Haarde og Helga Hrafni Pírata. Takk Alþjóðanefnd. Takk Árshátíðarnefnd. Kæru vinir, ég vil aftur þakka ykkur öllum fyrir árið. Við hefðum ekki getað þetta án ykkar. Fyrir hönd stjórnar Politicu 20142015 get ég sagt ykkur að þetta var eitt besta ár lífs okkar. Til hamingju með árið enn og aftur: Takk! P.S. Til hamingju með þetta glæsilega blað ritnefnd!


SÆL ÖLL

Ég veit ekki alveg hvar ég að byrja, en ég held það sé yfirleitt best að byrja á byrjuninni. Ég byrjaði í stjórnmálafræði síðastliðið haust og satt best að segja vissi ég ekki alveg hvað ég var að fara út í. Ég ákvað þess vegna að henda mér í djúpu laugina og bauð mig fram í starf nýnemafulltrúa Politicu og vann með einu atkvæði eftir æsispennandi kosningar. Að fá að vera hluti af stjórn Politicu er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í og það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að bjóða mig fram í starf formanns fyrir skólaárið 2015-2016. Það starf sem fráfarandi stjórn Politicu hefur unnið er vægast sagt frábært og vil ég meina að það sé stór hluti af því að mér leið strax vel í þessu námi og umhverfi. Þessu starfi vil ég halda áfram þannig að verðandi nýnemum líði jafn vel á fyrsta deginum í skólanum eins og mér

leið. Einnig vil ég að fólk eigi möguleika á því að skemmta sér á hverjum föstudegi eins og ég gerði (næstum því) og að nemendur geti leitað til okkar ef það vakna einhverjar spurningar. Það er margt sem mér finnst áhugavert í svona starfi og vonast ég til þess að koma því sem mest á framfæri þannig að fólki líði vel og skemmti sér. Nýkjörin stjórn Politicu inniheldur frábæra einstaklinga sem munu gera næsta skólaár ógleymanlegt. Að lokum vil ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og traustið sem ég fékk fyrir þessu verkefni. ÁFRAM VIÐ! AUÐUR KARLSDÓTTIR / FORMAÐUR POLITICU 2015 - 2016


UTANRÍKISSTEFNA Á ÍS

BALDUR ÞÓRHALLSSON / PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS


Íslenskum ráðamönnum hefur gengið erfiðlega að fóta sig í alþjóðasamfélaginu frá lokum kalda stríðsins. Hrun Sovétríkjanna, nánari Evrópusamvinna og hnattvæðing kallaði á mótun nýrrar utanríkisstefnu. Frænd- og vinaþjóðir Íslendinga mörkuðu sér nýjar stefnur en hér á landi hefur stefnumótun í utanríkismálum verið fálmkennd og skipt hefur verið um áherslur í veigamiklum málum.

U

tanríkisstefnan er því ómarkviss og staða landsins í samfélagi þjóðanna óljós. Þetta á við um stefnu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Atlantshafsbandalaginu, Bandaríkjunum, Kína, Rússlandi, öðrum fjarlægum markaðssvæðum og starfi innan alþjóðastofnana almennt. Einnig ríkir nokkur óvissa um ávinninginn af norðurslóðastefnu stjórnvalda sem þó er samstaða um og mikil áhersla lögð á af öllum stjórnmálaflokkum.

efnahagshrunið og sóttu um aðild að Evrópusambandinu. Ný ríkisstjórn hefur sett umsóknina í bið og skilgreinir Ísland ekki lengur sem umsóknarríki þó að umsóknin hafi ekki formlega verið dregin til baka. Stjórnarandstaðan boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram og mikil óvissa ríkir um framhald aðildarumsóknarinnar sem væntanlega mun ekki skýrast fyrr en að afloknum næstu alþingiskosningum.

Markmið þessa greinarkorns er að fara lauslega yfir þessa átta þætti og reyna að vekja umræðu um mikilvægi þess að móta skýra og markvissa utanríkisstefnu – landsmönnum öllum til hagsbóta. Einnig er vert að vekja athygli á því að deilur um utanríkisstefnuna virðast einkum snúast um það hvort Ísland getið staðið eitt og sér og eigi þar af leiðandi að leggja áherslu á tvíhliða samvinnu við einstök ríki eða hvort það þurfi, sem lítið land, á skjóli alþjóðastofnana að halda.

Ríkisstjórnin hefur kynnt nýja Evrópustefnu þar sem lögð er áhersla á aukna þátttöku innan EES og skilvirka innleiðingu á reglum samningsins.

Hver er Evrópustefnan? Íslensk stjórnvöld, eins og stjórnvöld annarra EFTA ríkja, lögðu sig fram um að bæta aðgang landsins að markaði Evrópusambandsins þegar unnið var fullum fetum að því að efla innri markaðinn í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Ísland ákvað hins vegar að sækjast ekki eftir aðild að Evrópusambandinu eins og hin EFTA ríkin. Ástæðan var sú að ríkisstjórnin átti fullt í fangi með að fá EES-samninginn samþykktann á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar og EES-samningurinn þótti hagstæður Íslendingum. Ísland gerðist hins vegar aðili að Schengen-samstarfinu eftir að hin Norðurlöndin ákváðu að taka þátt í því. Þetta var einkum gert til að tryggja að Íslendingar gætu áfram ferðast til Norðurlandanna án þess að sæta persónueftirliti (sýna vegabréf). Allt frá lokum kalda stríðsins hafa Norðurlandaþjóðirnar, að Íslendingum undanskyldum, unnið markvisst að aukinni þátttöku í Evrópusamvinnunni. Norsk stjórnvöld taka til að mynda þátt í öllum þeim verkefnum Evrópusambandsins sem standa þeim til boða. Íslensk stjórnvöld breyttu um stefnu nokkrum mánuðum eftir

“ DREGIÐ HEFUR

VERULEGA ÚR VARNAR-, EFNAHAGS-, OG VIÐSKIPTATENGSLUM VIÐ BANDARÍKIN

Á sama tíma hefur stjórnin dregið úr getu stjórnsýslunnar til að sinna EESsamningnum. Innleiðingarhallinn á EES reglum hér á landi er enn sá mesti í öllum EES ríkjunum. Ráðherrar og þingmenn stjórnarinnar tala jöfnum höndum um mikilvægi samningsins fyrir hagsmuni þjóðarinnar og afleitar reglur hans sem binda hendur Íslendinga. Í sömu andrá og utanríkisráðherra segir að ekkert mál sé að hafa áhrif á reglur EES gerir hann engar tilraunir til að hafa áhrif á regluverkið frá Brussel. Ráðamenn taka ekki heldur virkan þátt í Schengen. Hér rekst hvert á annars horn. Það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að óvissa ríki bæði um aðildarumsókn Íslands sem og vilja stjórnvalda til að sinna EES-samningnum og Schengen.

Samskipti við Bandaríkin í frystingu Dregið hefur efnahags- og

Bandaríkin á síðustu tveimur áratugum. Herstöðinni hefur verið lokað. Bandaríkin veita ekki lengur efnahagsaðstoð og verulega hefur dregið úr útflutningi vestur um haf sem nam einungis 4,9 prósent af heildarútflutningi árið 2014 en var iðulega á milli 25 til 30 prósent frá upphafi 8. áratugarins og fram yfir miðjan 9. áratuginn. Varnarsamningur er þó enn í gildi milli landanna en mörgum stuðningsmönnum náinnar samvinnu við Bandaríkin fannst þau bregðast Íslandi með lokun herstöðvarinnar. Ekki bætti úr skák hin neikvæða afstaða bandarískra stjórnvalda til beiðni Íslands um aðstoð í hruninu (þrátt fyrir að Bandaríkin hafi á sama tíma aðstoðað önnur Norðurlönd og Sviss). Vinstri stjórnin sem sat frá árinu 2009 til 2013 lagði meiri áherslu á samvinnu við Evrópuríki en Bandaríkin. Núverandi ríkisstjórn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir vilja sínum til nánara samstarfs við Bandaríkin. Hún hefur þó ekki sýnt neitt frumkvæði til að efla samvinnuna. Þvert á móti hefur hún viðhaldið stefnu sem heldur samskiptum ríkjanna í frystingu en bandarísk stjórnvöld beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiðistefnu stjórnvalda og alþjóðlegrar verslunar með hvalaafurðir. Bandarískir ráðamenn sækja ekki Ísland heim og á fundum embættismanna ríkjanna gagnrýna Bandaríkin Íslendinga iðulega fyrir þessa stefnu. Bandaríkin meta ætíð tvíhliða samvinnu ríkjanna í ljósi hvalveiðanna og buðu Íslendingum til að mynda ekki til þátttöku í hafráðstefnunni Our Ocean. Engin lausn er í sjónmáli í þessari deilu. Hún er líklega alvarlegri og hefur víðtækari áhrif á samskipti landanna en íslenskir ráðamenn vilja vera láta. Þetta er a.m.k. mat nokkurra íslenskra embættismanna sem neita þó að viðurkenna vandann opinberlega í fjölmiðlum – til að fylgja línu ráðamanna. Ólíklegt verður að teljast að ríkin tvö geti unnið náið saman að sameiginlegum viðfangsefnum á meðan Bandaríkin beita Ísland þvingunaraðgerðum og einnig verður að teljast ólíklegt að Bandaríkin komi Íslendingum til aðstoðar efnahagsog viðskiptalega meðan á deilunni stendur.

verulega úr varnar-, viðskiptatengslum við

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU


Áhersla ríkisstjórnarinnar á að efla samvinnu við Bandaríkin er því eingöngu í orði en ekki á borði. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru á lágpunkti þessa annars farsæla samstarfs sem varað hefur allt frá því að Bandaríkin tóku að sér varnir, efnahag og utanríkisviðskipti landsmanna árið 1941.

NATO: Já – en óvissa í öryggismálum

“ Ómarkviss stefnumótun og stefnubreytingar á þátttöku Íslands í starfi NATO hafa veikt stöðu landsins

Nýverið lýstu stjórnvöld því yfir að þau ætluðu að auka framlag sitt til Atlantshafsbandalagsins. Enginn velkist í vafa um vilja stjórnarinnar til aðildar að bandalaginu og áhuga á störfum þess. Hins vegar er framlag Íslands til NATO ekki svipur hjá sjón eftir að dregið var úr starfssemi íslensku friðargæslunnar – einkum í Kósóvó og Afganistan. Ómarkviss stefnumótun og stefnubreytingar á þátttöku Íslands í starfi NATO hafa veikt stöðu landsins innan bandalagsins. Þetta á ekki aðeins við um umfang friðargæslunnar innan NATO, heldur einnig stofnun og síðan lokun Varnarmálastofnunar Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir nánari tvíhliða samvinnu um öryggismál við nágrannaríki í Evrópu og einnig við Kanada. Þau hafa þó ekki gert þetta með glöðu geði og hefðu kosið að dagsdaglegt öryggi á landi og láði væri tryggt af hálfu Bandaríkjanna – en það er ekki í boði. Stórt spurningarmerki má setja við það hvort íslensk stjórnvöld hafi nægjanlegt eftirlit með umferð í hafinu í kringum landið og geti brugðist við ef hættuástand skapast vegna mengunar, sjóslysa eða hryðjuverka. Ríki Evrópu starfa í vaxandi mæli að öryggismálum innan Evrópusambandsins og þó Ísland taki að hluta til þátt í þeirri samvinnu – eins og í Schengen – þá kemur sú samvinna aldrei í stað fullrar aðildar að ákvarðanatöku Evrópusambandsins. Aðildin að NATO og aukin samvinna Norðurlandanna í öryggismálum (eins og til dæmis NORDEFCO) nær ekki til eins margra sviða og hið víðfeðma net öryggismála sem Evrópusambandið sinnir í dag. Nefna má sem dæmi að þó að Evrópusambandið hafi ekki her getur það undir formerkjum sameiginlegrar stefnu sinnar í öryggis- og varnarmálum reitt sig á herafla aðildarríkjanna í tengslum við mannúðar- og björgunaraðgerðir, sameiginlegar afvopnunaraðgerðir, hernaðarlega ráðgjöf og aðstoð, friðargæslu og aðgerðir til að afstýra átökum og verkefni hersveita við hættustjórn. Allar þessar aðgerðir geta falið í sér framlag til baráttunnar gegn hryðjuverkaógninni sem öll ríki Evrópu stand nú frammi fyrir. Ný þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu tekur ekki markvisst á þessum þáttum þó talað sé um að efla samstarf við Evrópusambandið í öryggismálum. Samkvæmt þingsályktuninni mun Ísland ekki taka fullan þátt í víðfemu öryggisneti

8

Evrópusambandsríkja. Varnir Íslands eru veikari fyrir vikið. Að þessu sögðu er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að Ísland taki ekki markvissan þátt í störfum NATO – þó að nýverið hafi verið ákveðið að auka framlag landsins til bandalagsins. Það tekur heldur ekki fullan þátt í öryggisneti Evrópusambandsríkja. Auk þess er ósvarað þeirri spurningu hvort og þá hvenær Bandaríkin koma Íslendingum til bjargar gerist þess þörf. Það ríkir því ákveðin óvissa í öryggismálum landsmanna þó að landið sé vissulega aðili að NATO og Schengen, hafi tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og eigi í öryggissamvinnu við nágrannaríki.

Áhorfandi innan alþjóðastofnana Um aldamótin var Ísland farið að taka mun virkari þátt í starfi alþjóðastofnana en það hafði gert á kaldastríðstímanum. Efnahagshrunið og breytt viðhorf í kjölfar þess hafa hins vegar leitt til þess að snúið hefur verið til baka til fyrri stefnu. Lögð var áhersla á aukna þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna sem náði hápunkti með metnaðarfullri ákvörðun um framboð til öryggisráðsins árið 1998. Miklar deilur stóðu um ágæti framboðsins hér á landi og á tímabili stefndi allt í að hætt yrði við það. Norðurlöndin, sem skipst hafa á um að bjóða sig fram til öryggisráðsins (að Íslandi undanskyldu), urðu fyrir miklum vonbrigðum með þessa nýju stefnu og þrýstu á um að framboðinu yrði haldið til streitu. Brotakennd kosningabarátta vegna þessa skaðaði framboðið verulega og svo fór að Ísland beið lægri hlut fyrir Tyrklandi og Austurríki. Í kosningabaráttunni lagði Ísland áherslu að vinna áfram að því mikilvæga starfi sem hin Norðurlöndin hafa unnið innan Sameinuðu þjóðanna en gat sjálft af litlu státað í því sambandi. Takmarkað starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna kom landinu í koll sem og skortur á sterku tengslaneti við ríki víðsvegar í heiminum (sem má til dæmis afla með virku starfi innan alþjóðastofnana). Ísland byggði á tímabili einnig upp öfluga friðargæslu sem tók að sér veigamikil verkefni í stríðshrjáðum ríkjum. Nú hefur verið dregið úr störfum hennar. Auk þessa tók Ísland virkari þátt í störfum Evrópuráðsins, Sameinuðu þjóðanna, EES og NATO eins og áður sagði. Í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál til Alþingis í mars síðastliðnum segir til að mynda: ,,Aðildarríki Evrópuráðsins eru 47. Sendiráð Íslands í París annast fyrirsvar gagnvart Evrópuráðinu og kemur það óhjákvæmilega mikið niður á þátttöku og frumkvæði Íslands að það er eina ríkið sem hefur ekki fastafulltrúa í Strassborg eða neina aðra starfsemi.”


Bakvið tjöldin takast íslenskir stjórnmálamenn á um það hvort Ísland eigi að taka virkan þátt í þessum sem og öðrum alþjóðastofnunum. Ekki er deilt um það hvort Ísland eigi að gæta beinna hagsmuna sinna í stofnunum heldur hvort auka eigi starf innan þeirra til að styrkja stöðu landsins almennt til framtíðar og láta gott af sér leiða. Einnig er tekist á um það hvort hagsmunir landsmanna séu betur tryggðir með því að efla tvíhliða samskipti við einstök ríki eða með virkri þátttöku í störfum alþjóðastofnana. Smáríki hafa almennt kosið að efla starf sitt innan alþjóðastofnana þar sem þau starfa á jafnari grundvelli með stórum ríkjum en í tvíhliða samskiptum. Hér á landi greinir stjórnmálamenn mjög á um hvor leiðin sé heppilegri. Afleiðingin er ómarkvisst starf landsins innan alþjóðastofnana. Eftir að nokkru púðri hafði verið eytt í aukna þátttöku hefur orðið stefnubreyting samfara hruninu. Nægjanlegu fé og mannaafla er ekki varið til virkrar þátttöku og er Ísland því aftur orðið áhorfandi að samvinnu ríkja innan alþjóðastofnana frekar en virkur þátttakandi.

Kína Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að viðhalda góðum tengslum við Kína. Þegar hefur verið gerður fríverslunarsamningur á milli landanna og menningar- og menntatengsl fara vaxandi. Íslenskir ráðamenn segjast vera áhugasamir um fjárfestingar Kínverja. Vinarþelið ristir þó ekki dýpra en svo að

þegar á reynir eru Íslendingar tortryggnir í garð kínverskra fjárfesta og hafa komið í veg fyrir fjárfestingar þeirra. Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta Kínverjum. Þau virðast óttast að eitthvað annað en viðskiptahagsmunir knýji áfram áhuga þeirra á Íslandi. Það er líka til marks um óljósa stefnumótun stjórnvalda að á sama tíma og samningaviðræður stóðu yfir um fríverslunarsamning við Kína stóðu yfir aðildarviðræður við Evrópusambandið – en ef gengið væri í sambandið myndi fríverslunarsamningurinn falla úr gildi. Stjórnvöld virðast ekki vera alveg viss í sinni sök um ágæti aukinna viðskiptatengsla við Kína og senda því frá sér misvísandi skilaboð. Ábati getur þó vissulega orðið af viðskiptunum og stjórnvöld halda því ótrauð áfram að efla samskipti landanna.

Rússland Forseti Íslands hefur verið sérstakur talsmaður aukinna tengsla við Rússland og Kína. Hann hefur til að mynda lagt mikla áherslu á að vinna náið með þeim að norðurslóðamálum. Náin tengsl hans við ráðamenn í Moskvu og stuðningur við málstað þeirra innan Norðurskautsráðsins hafa vakið athygli og valdið nokkrum áhyggjum hjá gömlum vinaþjóðum Íslendinga eins og Bandaríkjamönnum og Kanada. Bandarískir embættismenn og fræðimenn spyrja íslenska kollega sína reglulega hvað forsetanum gangi til með nánum tengslum sínum við Pútín forseta Rússlands.

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum virtist sem hún ætlaði að efla tengslin við Rússland enn frekar. Valdamiklir aðilar innan Sjálfstæðisflokksins telja að mikil misstök hafi verið gerð með því að ganga ekki á eftir og þiggja fjárhagsaðstoð frá rússneskum stjórnvöldum í hruninu. Þeir líta jafnvel enn í dag þannig á að íslensk stjórnvöld eigi að vingast við ráðamenn í Moskvu og njóta liðsinnis þeirra þegar þess þarf. Afstaða stjórnvalda breyttist hins vegar eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa hætt við að feta í fótspor forseta lýðveldsins hvað náin tengsl hans við rússnesk stjórnvöld varðar. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nú tekið afdráttarlausa afstöðu með stjórnvöldum í Úkraínu og NATO. Ísland tekur til dæmis þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsríkja gegn Rússlandi þó að rússnesk stjórnvöld reyni enn að vingast við þau íslensku og hafa ekki svarað viðskiptaþvingununum í sömu mynt. Síðastliðið haust greip Rússland þó til harkalegra aðgerða sem fólust í banni við innflutningi frá vinnslum bæði í sjávarútvegi og landbúnaði eftir reglubundna úttekt sína á vinnslustöðum

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU


hér á landi. Mikil óvissa ríkir því um útflutning til Rússlands, sem nam 4,4 prósent af heildarútflutningi árið 2014. Deilur Rússlands og Vesturlanda fara harðnandi. Rússneskir ráðamenn, þar með talinn Pútín Rússlandsforseti, hafa ítrekað haft í misjafnlega skýrt orðuðum hótunum um að beita kjarnorkuvopnum gegn Vesturlöndum. Nú síðast, í blaðagrein, sagði rússneski sendiherrann í Kaupamannahöfn að ef Danir tækju þátt í flugskeytavörnum NATO yrðu herskip þeirra skotmörk rússneskra kjarnorkuflauga. Íslensk stjórnvöld hafa breytt um stefnu gagnvart Rússlandi. Ekki eru þess þó nein merki að forseti lýðveldisins hafi breytt um afstöðu. Hann heldur til dæmis áfram að tala um mikilvægi þess að Íslendingar vinni náið með Rússum í málefnum norðurslóða. Þögn hans í Úkraínudeilunni er skerandi. Hugmyndin um að gera núverandi valdamenn í Kreml að sérstökum bandamönnum Íslandinga er blessunarlega úr sögunni. Það að nokkrum manni skuli hafa dottið það í hug sýnir annað hvort örvæntingfulla leit að nýjum bandamönnum eða einstaklega slæmt mat á stöðu Íslands og heimsmálanna almennt – nema að um hvoru tveggja sé að ræða.

Fjarlæg markaðssvæði Athygli vakti að í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar var tekið fram að ,,[s]tefna Íslands í utanríkisviðskiptum mun taka mið af þeim öru breytingum sem eru að verða á efnahagskerfum heimsins“ og að „[m]öguleikar til að auka útflutning til svæða þar sem eftirspurn vex stórum skrefum á komandi árum verði kannaðir frekar og tengsl við viðkomandi svæði styrkt.“ Í yfirlýsingunni kom aftur á móti ekkert fram um mikilvægi evrópsks markaðar fyrir Ísland – þangað sem rúmlega þrír fjórðu útflutnings landsmanna fóru árið 2014. Fjarlægir en vaxandi markaðir, eins og Indland, Brasilía, Indónesía og Suður-Afríka, hafa ekki skilað mikilli búbót. Aukið mikilvægi þeirra er framtíðarmúsík sem mun litlu skila á næstu árum.

Norðurslóðastefnan: gyllivonir?

Gróði eða

Samstaða ríkir meðal stjórnmálamanna um mikilvægi norðurslóða fyrir Ísland. Stjórnvöld voru þó mun seinni til en nágrannaríkin að móta norðurslóðastefnu og áttuðu sig á tímabili engan veginn á mikilvægi þessa málaflokks. En nú falla öll vötn til Dýrafjarðar og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gengið svo langt að segja að hún muni „vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi.“ Ísland getur vissulega orðið virkur þátttakandi í vestnorrænu samstarf en að tala um að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum – þar sem öflug ríki eins

10

og Rússland, Bandaríkin og Kanada láta í vaxandi mæli til sín taka – er ekki raunsætt og í versta falli barnaleg stefna. Vissulega er mikilvægt að undirbúa landið fyrir þá möguleika sem geta skapast með opnun siglingaleiða um norðurslóðir en hér er enn ekkert fast í hendi. Mikil óvissa ríkir um opnun siglingaleiðanna og hvort að verkefni sem munu tengjast opnun þeirra verði vistuð hér á landi. Það er mikilvægt að horfa til framtíðar en ekki er síður mikilvægt að stefnumótun stjórnvalda sé raunsæ og veki ekki gyllivonir meðal landsmanna. Auk þessa mun ávinningur, ef einhver verður, ekki skila sér fyrr en að mörgum árum liðnum.

Lokaorð Allt frá lýðveldisstofnun til loka kalda stríðsins hafði utanríkisstefna Íslands þrjú skýr meginmarkmið. Þau fólu í sér stækkun landhelginnar, þátttöku í varnarsamvinnu Vesturlanda og bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir á erlenda markaði (einkum á markaði í Evrópu). Auk þessa tók Ísland þátt í norrænni samvinnu, var í nánum efnahags- og viðskiptatengslum við Bandaríkin og gekk til liðs við flestar alþjóðastofnanir sem settar voru á fót á eftirstríðsárunum – án þess þó að taka virkan þátt í þeim. Segja má að þessi skýru markmið utanríkisstefnunnar hafi reynst Íslendingum farsæl. Nú ríkir hins vegar óvissa um utanríkisstefnuna. Íslenskir ráðamenn virðast ekki hafa náð að fóta sig í breyttri heimsmynd. Staða Íslands hefur gjörbreyst og ráðamönnum hefur gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut. Deilt er um hvort leggja beri áherslu á tvíhliða samvinnu við einstök ríki (eins og Bandaríkin, Kína og Rússland) eða fjölþjóðasamvinnu innan alþjóðastofnana (eins og Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið) og í tengslum við það hvort Ísland geti staðið eitt og sér í alþjóðasamfélaginu eða þurfi á skjóli alþjóðastofnana að halda. Óvissa ríkir um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (mikilvægasta markaðssvæði landsins) og samskiptin við Bandaríkin eru í sögulegu lágmarki. Algjör óvissa virðist ríkja um aðkomu Íslands að væntanlegum samningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um viðskipti og fjárfestingar sem getur skipt landsmenn verulegu máli. Bandaríkin eru ekki lengur bandamaður sem hægt er að treysta á og Ísland á ekki aðild að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa reynt að klóra í bakkann eftir lokun herstöðvarinnar með því að auka samvinnu í öryggismálum við nágrannaríkin og auka, á tímabilum, framlag sitt til NATO og vonast með því eftir áframhaldandi vilja NATO-ríkja til að koma að vörnum landsins. Ísland er þó ekki fullgildur þátttakandi í víðfeðmu neti öryggismála Evrópusambandsins

sem skiptir sífellt meira máli hvað dagsdaglegt öryggi landsmanna varðar. Horfið hefur verið frá áformum um að bindast rússneskum stjórnvöldum vinaböndum. Efasemdir virðast ríkja meðal ráðamanna um ágæti mjög náinnar samvinnu við Kína. Ísland hefur farið úr einu í annað þegar kemur að virkri þátttöku innan alþjóðastofnana. Talað er um mikilvægi virkrar þátttöku en því er ekki fylgt eftir með mannafla og auknu fé. Ábati af auknum viðskiptum við fjarlæg markaðssvæði og opnun siglingaleiða á norðurslóðum er fjarlægur draumur. Vissulega eru enn fastir punktar í tilverunni eins og Norðurlandasamvinnan, NATO, EES og Schengen og góð samskipti við nágrannaríki. Á þessa samvinnu hafa þó fallið skuggar eins og í tengslum við Icesave-deiluna og ómarkvissa stefnumótun varðandi þátttöku í NATO, EES, Schengen og Sameinuðu þjóðunum. Í lok inngangskafla í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál til Alþingis í mars síðastliðnum segir: ,,Hagsmunir Íslands til langframa reiknast ekki eingöngu í krónum og aurum. Orðspor þjóðar er fjöregg sem hlúa ber að og mun utanríkisþjónustan áfram sem endranær sinna því lykilhlutverki sínu að viðhalda og styrkja ásýnd Íslands í samfélagi þjóðanna.” Viðbrögð íslenskra ráðamanna við breyttri stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu hafa hins vegar verið fálmkennd og ómarkviss. Niðurstaðan er óskýr utanríkisstefna. Hún er ekki til þess fallinn að auka orðspor þjóðarinnar hvað þá að gæta að hagsmunum hennar. Stjórnvöld virðast einfaldlega ekki vita hvert beri að stefna í utanríkismálum og landsmenn vita því ekki hvar þeir standa í samfélagi þjóðanna. Frænd- og vinaþjóðir skilja ekki stefnumótunina sem fer úr einu í annað eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Hætta er á að landsmenn beri skarðan hlut frá borði í þessum ólgusjó óljósrar íslenskrar stefnumótunar.


ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM, OSTAGOTT EÐA KANILGOTT OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!


TWITTERBYLTINGIN

Fyrsta íslenska Twitter byltingin

Baldvin Þór Bergsson / Skrifar

Fyrir fimm árum skrifaði Malcolm Gladwell fræga grein í The New Yorker þar sem hann færði rök fyrir því hvers vegna sambönd í gegnum samfélagsmiðla gætu aldrei haft sömu áhrif og nánari tengsl sem myndast utan netsins. Þetta væru vissulega tæki sem gætu hjálpað en raunveruleg bylting þyrfti meira en Facebook og Twitter til að komast af stað. Skömmu síðar – þegar barist var fyrir lýðræðisumbótum í arabíska vorinu – töldu margir að loksins væri komin sönnun þess að miðlarnir væru vopn hins valdalitla fjölda gegn kúgurum og yfirboðurum. Sú bjartsýni sem einkenndi þessa mánuði dó hratt út og þegar fræðimenn fengu loksins tækifæri til að skoða gögn kom í ljós að áhrif samfélagsmiðla höfðu bæði verið misskilin og ýkt. Íslendingar hafa vissulega tekið samfélagsmiðlum opnum örmum. Þar hlæjum við og grátum saman, skoðum myndir af börnum og mat, ræðum um áhugamál og pólitík. Byltingin hefur hins vegar látið á sér standa þótt vissulega megi segja að Facebook hafi breytt stjórnmálaumhverfinu í nokkrum skrefum. Þann 25. mars fór #FreeTheNipple eins og stormsveipur um Twitter og þaðan yfir á aðra miðla. Bylting verður aldrei í tómarúmi. Til þess að nokkur hundruð konur ákveði að birta mynd af brjóstum og geirvörtum þarf meira til en að einhver búi til hashtag. Það er hlutverk okkar sem stjórnmálafræðinga að skoða atburði á borð við þennan og greina meðal annars hvað það er sem einkenni hann, hvaða hópar taki þátt í honum og hver sé þáttur samfélagsmiðla.

#FreeTheNipple

Daginn fyrir hinn eiginlega #FreeTheNipple dag varð snemma ljóst að eitthvað mikið væri í gangi. Þeir sem fylgjast með Twitter áttuðu sig á að ólgan var meiri og dreifðari en áður hefði þekkst á Íslandi. Hér hefur Twitter aldrei náð sér almennilega á flug sem tæki í samfélagsumræðunni. Fyrir síðustu kosningar var hann sáralítið notaður og rannsókn sýndi að innan stjórnmálaflokka var hann ekki talinn mikivægur. Twitter var fyrir Eurovision og stærri íþróttaviðburði – og svo voru víst menntaskólanemar farnir að nota hann eitthvað. Hvaða máli skipti það eiginlega fyrir þá sem vilja rannsaka og skilja völd og áhrif? Heilmiklu reyndar, eins og kom berlega í ljós. #FreeTheNipple er ekki íslensk uppfinning. Árið 2014 kom út mynd með sama nafni sem fjallaði um hóp kvenna í New York sem mótmælti reglum sem bön-

12

nuðu konum, en ekki körlum, að ganga um berum að ofan. Myndin vakti enga sérstaka athygli en þann 28. maí í fyrra birti dóttir Bruce Willis myndir af sér á Twitter þar sem hún gekk um New York ber að ofan. Hún notaði #FreeTheNipple og vildi með þessu gagnrýna Instagram fyrir að fjarlægja myndir þar sem sást í geirvörtur. Í kjölfarið hafa svo fjölmargar þekktar konur slegist í hópinn á borð við Cöru Delevingne og Miley Cyrus. Þótt baráttan snúist í grunninn um jafnrétti hefur hún tekið á sig ýmsar myndir. Spurningin var því hvers vegna íslenskar stúlkur ákváðu að taka þátt.

Gríðarleg notkun á Twitter

Þegar fræðimenn vilja skoða netbyltingu þurfa þeir að bregðast við hratt og örugglega en oft snýst þetta þó einfald-

“ Íslendingar hafa vissulega tekið samfélagsmiðlum opnum örmum. Þar hlæjum við og grátum saman, skoðum myndir af börnum og mat, ræðum um áhugamál og pólitík. lega um heppni, að vera á réttum stað á réttum tíma. Rannsóknir á Twitter eru sérstaklega flóknar því fólk hefur sjaldnast aðgang að tækjum sem skoða gögn aftur í tímann. Því gildir að vera viðbúinn um leið og hashtag byrjar að trenda. Annað vandamál snýr svo að gagnamagninu sjálfu. Það er engin leið að fara handvirkt í gegnum mörg þúsund færslur og greina þær á vitrænan hátt nema með margra daga vinnu. Þetta er ástæðan fyrir því að fyrstu fréttir af stóru atburðum á netinu snúast oft um magntölur, fjölda tweeta eða like-a á Facebook, því þetta eru tölur sem auðveldast er að finna. Greining fræðimanna tekur oft marga mánuði eða ár og þá er atburðurinn sjálfur löngu liðinn og athygli umheimsins komin annað.


NEMENDUR SVARA Á hádegi þann 25. mars hóf ég söfnun á efni sem tengdist #FreeTheNipple. Þetta var lærdómsríkt því að tækin sem ég hafði notað til að fylgjast með umræðum tengdum arabíska vorinu voru annað hvort úrelt eða kröfðust áskriftar. Það er enn eitt dæmið um vandamál sem fylgja akademískum rannsóknum í umhverfi sem breytist hratt. Fram að miðnætti þann 25. höfðu 2.237 tweet birst með hashtagginu #FreeTheNipple. Þegar Retweet eru talin með var talan 8.112. Sólarhring síðar voru sambærilegar tölur 8.591 og 30.051, og seinni partinn föstudaginn 27. mars höfðu 12.188 tweet birst en rúm fjörutíu þúsund með retweetum. Eftir það sést að gögnin mengast því að frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag birtast rúm 20 þúsund tweet þar sem #FreeTheNipple er blandað saman við t.d. #adult og #porn. Svona tölur segja okkur eitthvað um dreifingu efnisins og umfang umræðunnar en samt þó ekki nema hálfa söguna. Þau tæki sem voru notuð telja ekki mörg þúsund tweet um #FreeTheNipple sem notuðu ekki þetta tiltekna hashtag. Og þau greina ekki hvers vegna fólk tók þátt.

1100 svör á tveimur dögum

Til að bregðast við þessu var ákveðið að senda út könnun með 20 spurningum strax 26. mars og láta hana dreifast sjálfkrafa á Facebook og Twitter. Það er ekki hlaupið að því að búa til góða könnun á svo stuttum tíma en talin var ástæða til að fórna ákveðnum gæðum til þess að ná henni út á sama tíma og gríðarleg athygli var á málefninu. Á tveimur sólarhringum höfðu um 1100 svarað könnuninni, sem samkvæmt nær öllum mælikvörðum er frábær þátttaka. Undir venjulegum kringumstæðum væri þessi fjöldi svarenda nægjanlegur til að alhæfa um þýðið, en vandamálið við svona kannanir er að úrtakið er skekkt. Þar sem rannsakandinn hefur enga stjórn á úrtakinu og takmarkaðar upplýsingar um þátttakendur verður hann að gera ráð fyrir því í greiningunni. Þó virðist mega ráða það af gögnunum að könnunin gefi ágæta mynd af þeim hópi sem tók þátt í #FreeTheNipple.

er í samræmi við að helmingur sagðist nota Twitter mjög lítið eða ekkert. Flestir heyrðu reyndar af átakinu á Facebook en það skal tekið fram að enn á eftir að vinna úr gögnunum og greina þær upplýsingar eftir aldri. Þess vegna er líklegt að eldri svarendur hafi heyrt af þessu í gegnum Facebook á meðan hinir yngri voru á Twitter. Hins vegar virðist nokkuð skýrt hvers vegna fólk tók þátt. Þegar spurt var hvað hefði skipt mestu máli var það jafnrétti karla og kvenna sem skoraði hæst en þar á eftir kom barátta gegn hefndarklámi og slut-shaming. 4,5% svarenda sögðust hafa orðið fyrir barðinu á hefndarklámi en 42% þekktu einhvern sem hafði orðið fyrir barðinu á því. Þegar svör þeirra sem eru yngri en 21 árs eru skoðuð fer hlutfallið upp í tæp 60%.

Þurfum að efla rannsóknir á þessu sviði

Þetta er aðeins stutt yfirlit um rannsóknina á #FreeTheNipple en sýnir ykkur vonandi þau vandamál sem fylgja akademískum rannsóknum á samfélagsmiðlum. Í haust hefst nýtt námskeið í stjórnmálafræði um stjórnmál og fjölmiðla þar sem netið og samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk. Í nýju meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræði verður svo boðið upp á námskeið um stafræna miðla. Ég hlakka til að takast á við það verkefni að kafa betur ofan í þennan pott í námskeiðunum tveimur og vonast til að sjá ykkur sem flest. Í þessum námskeiðum munum við í sameiningu reyna að komast að því hvað einkenni breytt fjölmiðlaumhverfi 21. aldar og hvernig hugtakið vald þróast með styttri boðleiðum og aukinni þátttöku almennings í umræðunni.

Daníel Freyr Birkisson, 1. ári Tekurðu lýsi? Já, ég tek lýsispillur ef það telur.

Af hverju stjórnmálafræði? Ég

heyrði að verkefnapakkarnir í opinberri stjórnsýslu væru líka svona ansi skemmtilegir.

Hvaða þingmaður er í uppáhaldi?

All-time favorite er augljóslega Þór Saari. Það er maður sem þorir á meðan aðrir þegja. Störf hans í þágu þjóðarinnar eru ómetanleg og var það sorgardagur þegar setu hans lauk.

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, 1. ári Hvar er besta kaffið í háskólanum? Í Odda, þar færðu fairtrade sykur með því. Hvað gerirðu þegar þú átt að vera að læra? Elda, skoða facebook óhemju oft eða fæ tiltektar brjálæði. Hvaða þingmaður er í uppáhaldi? Jafntefli á milli Helga Hrafns og Bjartar Ólafsdóttur.

Það vekur óneitanlega athygli að rúmlega helmingur svarenda sagðist ekki hafa tekið þátt í #FreeTheNipple á Twitter sem

13


#POLITICAHI

14


MYNDIR ÚR STARFI POLITICU

15


SKIPTINÁM

Pétur Gunnarsson – Leuven, Belgíu

“Ég var bundinn niður, neyddur var ofan í mig bragðgóður bjór og unaðslegt súkkulaði.

Ef að þú, kæri stjórnmálafræðinemi (eða annar), vilt eyðileggja líf þitt, skelltu þér í skiptinám. ...Þú gætir endað á því að finna lyktina af græna grasinu, hinum megin við gruggugan lækinn. Þú gætir endað á því að kynnast alls konar manneskjum, svipaðar þér, ólíkar eða allt þar á milli. Almennt séð þá gæti það talist stórhættulegt að komast í snertingu við erlent loft, erlenda strauma og guð forði þér frá því að borða erlent kjöt (toxoplasmi). Ég verð að segja ykkur frá minni eigin persónulegu reynslu. Ég var bundinn niður, neyddur var ofan í mig bragðgóður bjór og unaðslegt súkkulaði. Í borg óttans; Leuven í Belgíu komst ég í kynni við alls konar stórhættulegar menningarstefnur. Þær voru hver annarri verri. Ég þurfti að lifa við það að sjá á hverjum degi falleg hús og hitta alltof klára krakka, sem vissu miklu meira en ég og gerðu mér þannig lífið leitt. Það var óþolandi heitt veður, ekki góðar -2°, slabb og 10 vindstig eins og ég hafði fengið að kynnast á gömlu góðu fósturjörðinni, sem ól mig og gerði mig að þeim frábæra dreng sem ég er í dag. Sólarófétið lét sjá sig, en þá þurfti ég að draga fyrir gluggann. Hættulegast er þó heilaþvotturinn. Þar var ég heilaþveginn til gagnrýninnar hugsunar, sem gæti nýst mér til þess að takast á við lífið, eitthvað sem ég nennti annars bara alls ekki að gera.

16

Mér var kennt ýmislegt nýtt, eins og ég hafi ekki verið með nóg í hausnum fyrir, takk fyrir pent. Reynt var að lauma að mér staðreyndum, um heiminn og lífið. En ég vissi sem betur fer alltaf að það væri bara Ísland sem skipti máli. Þessi hugmynd að fólk þurfi að fara eitthvað eða upplifa eitthvað til þess að læra, er gjörsamlega galin. Menn ættu helst bara að vera heima. Til hvers að fara í skiptinám — ef maður getur bara fylgst með einhverjum öðrum á Instagram? Kannski á þetta ekkert endilega við um skiptinámið, kannski bara um lífið almennt. Ísland er augljóslega bezt í heimi. Hvers vegna þyrfti að leita út fyrir landsteinana, þegar hægt er að drekka besta vatn í heimi, eyða tíma með fallegustu konum í heimi og jafnframt sterkustu mönnum í heimi? Er ekki glórulaust að fara frá Íslandi, borða sauðkind sem er ekki sú besta í heimi og mögulega eitruð? Svo kom ég heim. Augljóslega talsvert verri maður en þegar ég fór út. Hafði upplifað margt, eiginlega allt slæmt, fyrir utan það þegar mamma sendi mér harðfisk og flatkökur. Ég mun aldrei, aldrei, fara aftur út fyrir landssteinana. Ég mun aldrei yfirgefa þig elsku fósturjörð. Heimskt er úti-alið barn.


Lovísa Oktavía Eyvindsdóttir – Southampton, Englandi

“Ég kynntist nýjum siðum, trúarbrögðum og lífsstíl frá öðrum skiptinemum og greip hvert tækifæri sem barst til þess að upplifa nýja hluti.

“Giddy Bridge pub at 6 o’clock. Beer and hot wings. You and me. We need to discuss the next trip.” Þetta er skiptinám mitt í hnotskurn. Frá því ég hóf nám í stjórnmálafræði haustið 2012 hefur skiptinám verið á dagskrá. Ég ætlaði að fara á öðru ári, en var svo heppin að vera kjörin formaður Politicu og sinnti því hlutverki þann vetur, sem var ólýsanlegt. Stjórnin þann vetur setti Politicu á nýtt stig. Þriðja ár varð fyrir valinu og haustið 2014 flúði ég land; setti stefnuna á Southampton í Bretlandi. Flugið til London tók þrjá tíma og allan tímann var ég með fiðring í maganum. Loksins sá ég fyrir mér tíma þar sem ég þurfti ekki að hugsa um næsta skandal Framsóknarflokksins, eyða orku í að væla um veðrið eða pirra mig yfir því að finna ekki borð í háskólanum. Það kom yfir mig ákveðin frelsistilfinning. Skiptinám er ævintýri. Það er þó undir manni sjálfum komið hversu stórt. Samþætting náms, ferðalaga, slökunar og almennrar gleði er lykillinn að góðu skiptinámi. Ég setti mér eitt markmið fyrir önnina; að gera að minnsta kosti einn hlut á dag sem gerði mig hamingjusama. Í amstri dagsins á Íslandi gleymdi ég og gleymi enn oft að staldra við og hugsa út í hvað ég er lygilega heppin með

líf. Í skiptináminu kynntist ég frábæru fólki, ferðaðist um Bretlandseyjar og meginland Evrópu og fikraði mig áfram í breskri bjór-, og öl menningu. Ég kynntist nýjum siðum, trúarbrögðum og lífsstíl frá öðrum skiptinemum og greip hvert tækifæri sem barst til þess að upplifa nýja hluti. Ég skildi dagbókina eftir svo dögum skipti því tíminn skipti ekki máli. Suma daga lá ég undir sæng að horfa á þætti að pirra mig yfir því að það væri ekki til almennilegur lakkrís í allri borginni. Aðra daga man ég varla eftir að hafa séð íbúðina mína. En alla daga brosti ég. Alla daga var ég hamingjusöm. Auðvitað eru ákveðnar áskoranir sem bíða manns, en tilfinningin sem fylgdi eftir að hafa komist yfir þær er ólýsanleg. Það er engin elsku mamma og pabbi. Það ert bara elsku þú. Ísland fer ekki neitt. Við verðum náttúrulega að horfast í augu við það að Ólafur Ragnar verður ekki alltaf forseti og ferðamenn verða fljótt fjórfalt fleiri en íbúar. En Ísland fer ekki neitt. Hví ekki að stökkva á ævintýrin? Hví ekki að skella sér í skiptinám?

17


EKKI BARA PÓLITÍKUSAR

Persónan að baki embættismanninum Er hugmyndin um fjórflokkinn liðin undir lok í dag? Erfitt er að segja til um það, en í dag sitja sex flokkar á Alþingi og skipta á milli sín þeim 63 þingsætum sem í boði eru. En að baki hverjum þingmanni er einstaklingur, og okkur fannst tilvalið að kynnast formönnum flokkanna betur, burtséð frá þeirra hugmyndum. Við spurðum þá eftirtalinna spurninga og reyndum að draga persónu hvers og eins fram í dagsljósið.

1. Síðasta sms sem þú fékkst: 2. Hvernig finnst þér best að slaka á? 3. Þú býður stjórnmálafræðinemum í matarboð. Hvað er á boðstólum og eigum við sem gestir að koma með rautt, hvítt eða eitthvað annað? 4. Hvað seturðu í bragðaref? 5. Ef þú mættir velja einn þingmann annars flokks til að ganga til liðs við þinn flokk, hver yrði fyrir valinu?

Katrín Jakobsdóttir 1. Það hljómar svo: „Myndarlegur

maður!“ - og barst mér frá áhorfanda þingrásarinnar sem notaði þessi orð um ónefndan karlkyns þingmann. Svona er nú starfið spennandi.

2. Stundum hlusta ég á

borgarstjórnarfundi í útvarpinu. En góð glæpasaga með þunglyndum sænskum rannsóknarlögreglumanni í aðalhlutverki er líka ágæt leið til að dreifa huganum frá hressleika þingsins.

3. Fyrst er blini með bleikjuhrognum,

rauðlauk og sýrðum rjóma og svo góður saltfiskur með spænsku ívafi í aðalrétt. Að lokum „rammíslenskur“ Royalbúðingur með rjóma. Og það má drekka bæði rautt og hvítt með saltfiski en aðalmálið er að stjórnmálafræðinemar komi með góða skapið og að sjálfsögðu að þeir séu vel lesnir í 700 blaðsíðna doðranti Thomas Piketty um ójöfnuð, Capital in the 21st Century.

4. Einn úr hverjum flokki. Nei annars, þrist og jarðarber.

5. Mig vantar nú nokkra þingmenn í

Árni Páll Árnason

hópinn og gæti hugsað mér að minnsta kosti þrjá til fjóra úr ýmsum flokkum.

1. „Til hamingju með sigurinn. Þessu spáði völvan og hún spáði líka góðu sumri. Svo nú er bara að taka fram grilltangirnar :)“

2. Með því að hreyfa mig. Hlaup, sund, jóga, reiðtúr - ólíkar leiðir en allar góðar. 3. Uppáhaldið mitt: Brimsaltur saltfiskur, nærri ekkert útvatnaður, maríneraður í

ólífuolíu og ógrynni af hvítlauk og grillaður. Fullt af kartöflum og grænu salati. Þið komið með spænskt rauðvín. Díll?

4. Toblerone og bláber. 5. Ég hef augastað á mörgum. Er alltaf að minna Willum á að félagaskiptaglug-

ginn sé opinn og sit löngum stundum á skrafi með Óttari Proppé, sem er að öðrum ólöstuðum skemmtilegasti þingmaðurinn. Gæti séð mjög marga aðra þingmenn fyrir mér í Samfylkingunni.

18

Guðmundur Steingrímsson 1. Frá Óttarri að spyrja mig hvort ég hafi séð póst frá Kötu Jak um það hvort við vildum vera með á beiðni um skýrslu niðri í þingi um málefni Þróunarsamvinnustofnunar og þær fyrirætlanir að færa starfsemi hennar inn í ráðuneytið. Við ákváðum að vera með.

2. Í pottinum upp í sveit, eða í bíó. Eða

að smíða. Eða í einhverjum skemmtilegum pælingum með konunni minni og börnum. Tek líka stundum í gítarinn og syng. Og alltaf gaman að hitta góða vini og gera eitthvað. Skokka líka stundum. Horfi líka á ógrynni af framhaldsþáttum.

3. Ég býð upp á heilgrillað lamb. Þið komið með rautt.

4. Lakkrískurl, jarðarber og snickers.

Fæ mér samt yfirleitt ekki bragðaref. Er meira fyrir sjeik.

5. Bill Clinton.


Birgitta Jónsdóttir 1. „Stjornsk.-og eftirln. Fundur fellur

nidur á morgun, 5. mars. Nefndasvid.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Bjarni Benediktsson 1. „Viltu hringja“ frá aðstoðarmanni

1. „Kemurðu í mat?“

mínum. Hann hlýtur að vera búinn með inneignina.

bað, dansa, bíó, skrifa ljóð.

2. Með því að horfa á Olsen-gengið eða

2. Í heitu baði eftir góða æfingu.

3. Eitthvað ævintýralega gott með fullt

3. Stjórnmálafræðinemar fá að belgja

2. Lesa graphic novels, náttúra, labba,

af bræddum osti og fersku grænmeti, ekkert rautt eða hvítt hvorki kjöt né vín. Gestir komi með borðspil eða New Orleans Jazz, eða hljóðfæri.

einhverja sígilda 80’s mynd.

sig út af lambakjöti, grænum baunum, kartöflum og rauðkáli. Gestir ættu ekki að koma með vín, frekar nokkrar prufur af íslenskum bjór.

4. Mars, smartís, ber og gamaldags ís.

4. Jarðarber, smartískurl og Snickers

5. Páll Valur Björnsson.

5. Bjarna Benediktsson. Langafi hans

var þingmaður Framsóknarflokksins en fór svo yfir. Það er orðið tímabært að fjölskyldan komi aftur heim.

3. Ég býð í vísindaferð á eina

veitingastað Garðabæjar þar sem gestir geta gert vel við sig í mat og drykk. Ómótstæðilegar sænskar kjötbollur og svo daimterta í eftirrétt og milli rétta fáum við ókeypis sýnikennslu í réttri notkun sexkanta og skoðum fyrirmyndar verðmerkingar sem sýna verð fyrir og eftir afnám vörugjalda. Það er algjör óþarfi að koma með neitt, enda allt til alls á staðnum.

4. Ekkert. Ég rek aðskilnaðarstefnu í ísog sælgætismálum.

5. Ég held ég myndi taka Willum. Okkur vantar sárlega betri fótboltamenn í þingflokkinn.

19


Bandaríkjaferð

Ferðadagbók alþjóðafulltrúa

Námsferð til Bandaríkjanna í mars 2015 Eftir Kristínu Söndru Karlsdóttur/ Alþjóðafulltrúa Politicu Á hverju ári stendur nemendum í stjórnmálafræðideild til boða að fara í námsferð ýmist til New York og Washington eða Brussel og kynnast stofnunum og samtökum í hvoru landi fyrir sig. Í ár voru það 32 nemendur á 2. og 3. ári ásamt Silju Báru Ómarsdóttur kennara við deildina sem lögðu land undir fót í byrjun marsmánaðar og flugu til Bandaríkjanna. Nemendurnir sjálfir sáu alfarið um skipulagningu og fjármögnun ferðarinnar og var mikil spenna í loftinu þegar vélin fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli, enda margra mánaða vinna að baki og margir að fara í sínu fyrstu ferð til Bandaríkjanna. Ferðin byrjaði í New York þar sem við heimsóttum UN Women og Council on Foreign Relations, þar sem ræðumaðurinn átti fullt í fangi með að svara spurningum nemendanna. Við fórum einnig í Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu Þjóðunum og að lokum Sameinuðu Þjóðirnar sjálfar. Við vorum svo heppin að 59. kvennanefndarfundur Sameinuðu Þjóðanna var í gangi þessa vikuna og því stóð okkur til boða að sitja erindi frá Íslandi, sem þó nokkrir nýttu sér. Heimsóknirnar voru hver annarri fróðlegri en okkur þótti nokkuð merkilegt að Íslendingarnir í Fastanefndinni voru einu sem buðu upp á kex með kaffinu. Íslendingarnir kunna þetta greinilega.

20

Frjálsi tíminn var svo nýttur í túristaferðir, skoðunargöngutúra, Times Square upplifun og menningarferð (lesist: verslunarferð) til New Jersey. Þegar kom svo að því að taka rútuna frá New York til Washington kom aldeilis babb í bátinn. Ekki nóg með að það væri rigning og lestarkerfið bilað, þá voru einnig vaktaskipti hjá leigubílstjórunum og reyndist vera mjög erfitt að ná í leigubíla. Þetta hafðist á endanum...eða svo héldum við. Einn leigubíllinn reyndist hafa farið á vitlausan stað og því voru 7 nemendur fastir í síðdegisumferðinni einhversstaðar á Manhattan. Bjarni, hetjan okkar allra, varð eftir til að hjálpa þeim að komast til Washington á meðan við hin lögðum af stað í tæplega fimm tíma rútuferð stútfulla af gleði og súrri rigningarlykt. Öll komumst við þó að lokum á leiðarenda og við tóku fimm viðburðaríkir dagar í höfuðborginni. Við byrjuðum á að fara í skoðunarferð um þingið, sem var nokkuð mögnuð upplifun, og fengum að kíkja í þingsal fulltrúadeildarinnar. Í Washington fórum við einnig í heimsókn í Alþjóðabankann, Cato-stofnunina, utanríkisráðuneytið, Pentagon og Government Accountability Office. Að lokum var það rúsínan í pylsuendanum: heimsókn í sendiráðsbústaðinn þar sem Geir H. Haarde og Inga Jóna tóku

höfðinglega á móti okkur og viljum við þakka þeim kærlega fyrir gestrisnina. Við spjölluðum vel og lengi við sendiherrann og tókum lagið saman. Flest erum við sammála um að Washington sé frábær og skemmtileg borg sem við værum meira en til í að heimsækja aftur. Það er óhætt að segja að við lærðum mikið af þessari ferð og teljum við að slíkar ferðir séu mikilvægar fyrir námið okkar. Ekki bara því að við fengum að fara til Bandaríkjanna heldur einnig vegna þess að það var ótrúlega lærdómsríkt að fá að heimsækja þessar stofnanir og samtök og sjá það sem við höfum verið að læra í bókunum „in action“. Okkur langar að þakka Silju Báru fyrir leiðsögn, þolinmæði og góðar tillögur að veitingastöðum. Takk fyrir að kynna okkur fyrir Tortilla Coast, líf okkar er betra fyrir vikið. Einnig vil ég þakka OmNom súkkulaði og Grillmarkaðinum fyrir að styrkja okkur með gjöfum til að gefa gestgjöfum okkar. Og takk krakkar fyrir gera þessa ferð eins skemmtilega og hún var – Frelsi15 að eilífu. Kristín out!


21


Þú vinnur selfie-stöng hjá GoMobile

Sigmundurinn er ekkert án þín

Til hamingju! Nú er að bíða eftir næsta skólaári

Brikk er orðið þitt annað heimili. Taktu þér tak

Helgin átti að fara í lærdóm. Úps!

Herra/frú Politica

Þú manst ekki eftir árshátíðinni vegna ölvunar

Síminn þinn hringdi hjá Loga í beinni

Hallóhalló! Það þarf líka að standa sig í skólanum

KEMST ÞÚ Í GEGN


Skólaárið 2014-2015 hefst

Þú mætir alltaf í vísó. Alltaf. Skál fyrir þér!

Þú ratar ekki í fyrstu vísó vetrarins

Þú vinnur besta búning á Hallóvín

Þú ert of tapsár á StjórnHag og drekkur of mikið

N UM SKÓLAÁRIÐ?


Grös spretta ekki af sjálfu sér Andri Yrkill Valsson / Skrifar

Það mætti mér hlýlegt andrúmsloft þegar ég gekk inn á Kvennasögusafn Íslands, en þar höfðum við Auður Styrkársdóttir, forstöðukona þess, mælt okkur mót. „Ég ætla bara að klára þessa setningu svo ég gleymi ekki hvar ég var,“ segir hún einbeitt þegar ég geng inn, áður en hún snýr sér svo að mér og brosir. Auður er formaður nefndar sem starfar í umboði skrifstofu Alþingis og er ætlað að minnast þess að 100 ár eru nú liðin síðan konur fengu kosningarétt hér á landi. Nú staldra vonandi flestir við - eru í raun 100 ár síðan? „Það er á hreinu að kosningarétturinn á í sjálfu sér ekki 100 ára afmæli, ekki ef við horfum til jafnréttis. En 1915 var hins vegar fyrsta áfanganum náð í þeirri baráttu,“ segir Auður, en einungis konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt þegar hann var rýmkaður fyrir hundrað árum. Það var svo fimm árum síðar, árið 1920, sem jafnréttinu var náð og var þá kosningaréttur karla og kvenna 25 ára og eldri orðinn almennur. „Afmælið er því í rauninni ekki fyrr en 2020, en þá ætlum við bara að hafa aðra hátíð,“ segir Auður og brosir, en afmælisnefndin heldur uppi fjölmörgum viðburðum í ár sem hafa svo smitað út frá sér. „Það gleðilegasta er að það er miklu meira í gangi en það sem nefndin stendur fyrir. Um allt land eru félög, söfn og

24

samtök með einhverja viðburði sem við komum hvergi nærri. Skipun nefndarinnar virðist hafa verið vitunarvatning um hversu merkilegur þessi áfangi er og að það sé þess virði að gera sér glaðan dag,“ segir Auður, en nefndin fékk fjárveitingu upp á 98 milljónir til þess að setja í ýmis verkefni.

Kvennafrídeginum fagnað Sem fyrr segir er hinn almenni kosningaréttur kvenna í rauninni ekki orðinn aldargamall, svo hví var ákveðið að blása í lúðrana strax? „19. júní er aðal hátíðisdagurinn. Það er dagurinn sem konur völdu strax sem hátíðisdag enda er það dagurinn sem konungur skrifaði undir lögin. Þó okkur finnist í dag að það væri

betur við hæfi að minnast afmælisins árið 2020 þá getum við ekki verið að endurskrifa söguna og taka hana frá samtökum sem hafa alltaf haldið upp á þennan dag, enda er um að ræða hinn íslenska kvenréttindadag,“ útskýrir Auður. Hápunktur afmælisársins verður einmitt þann 19. júní með ýmsum samkomum og tónlistarhátíð í Hörpu svo eitthvað sé nefnt. Ekki minni áfanga verður fagnað í haust, en þann 24. október verður því fagnað að 40 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum hinum fyrsta. „Dagana þar á undan höldum við hér alþjóðlega ráðstefnu sem verður helguð borgaralegum réttindum kvenna,“ segir Auður, en meðal gesta verða frú Vigdís Finnbogadóttir og Gro Harlem Brundtland, sem varð fyrst kvenna forsætisráðherra Noregs.


Flokkarnir mjög íhaldssamir Þegar umræðan berst að Norðurlöndunum færist tal okkar Auðar að þátttöku kvenna almennt í stjórnsýslunni og hvernig samfélagið tók þeirri þróun, sem var þó mjög hægfara framan af síðustu öld þar sem hinni íhaldssömu hugsun stjórnvalda virtist vart haggað. „Þróunin var mjög hæg og í rauninni virtist sem hér mundi ekkert gerast. Það var sem allt sæti fast og þurfti mikla aðgerð eins og sérstakan kvennalista svo umhverfi stjórnmálanna tæki við sér. Stundum er stjórnmálakerfið bara langt á eftir hugmyndum samtímans. Það er ekki svo að það sem rætt er um á Alþingi sé það sem almenningur sé að hugsa á hverjum tíma, það þarf að hafa það í huga. Íslenskir stjórnmálaflokkar voru mjög íhaldssamir hvað þetta varðar,“ segir Auður hugsi, og nefnir sem dæmi að fyrsta konan sem settist á þing fyrir Alþýðuflokkinn var Jóhanna Sigurðardóttir árið 1979, 63 árum eftir stofnun hans. „Þetta er mjög framandi hugmynd fyrir okkur í dag, að einhvern tímann hafi íslenskar konur ekki mátt kjósa. En í gegnum sögu kosningaréttarins og hvernig sú barátta þróaðist þá sér maður líka samfélagið og hvernig löggjafinn hugsar á hverjum tíma. Löggjafinn er endurspeglun á samtímanum og þeim viðhorfum sem eru í gildi hverju sinni. Það er til dæmis ekki lengra síðan en árið 1984 að þroskaheftir fengu kosningarétt hér, ásamt þeim sem misst höfðu sjálfræðið vegna geðsjúkdóma og annarra kvilla. Okkur finnst þetta hrikalegur dómur yfir veiku fólki í dag, en svona var þetta. Það þurfti breytingu á hugsunarhætti til að breyta því,“ segir Auður.

Baráttubylgjan fór af stað Eftir hægfara þróun framan af öldinni fór hins vegar loksins eitthvað að gerast, en eins og Auður nefnir þá þurfti róttækar breytingar til. „Ég held að þetta hafi verið bylgja á þessum tíma, sem byrjaði með Kvennafrídeginum og verkfallinu 1975 sem heppnaðist ótrúlega vel, og miklu betur en nokkur þorði að vona. Svo fer Vigdís fram til forseta 1980 og hún hefur sagt sjálf að hún sé eiginlega hreint afsprengi Kvennafrídagsins. Það fer af stað bylgja sem rís þarna upp og síðan var ekki aftur snúið,“ segir Auður, en þessi framþróun náði víðar en bara til kvenna.

„Kvennahreyfingin er mjög sterk á Íslandi en hér vantar þó talsvert upp á launin, sem er ægilegur ókostur. En þegar við berum okkur saman við önnur lönd í heiminum þá er staða kvenna hér mjög góð, ég get ekki neitað því en við viljum sjá fullkomið jafnrétti. Það þarf alltaf að hlúa að þessari baráttu, enda spretta grös ekki af sjálfu sér og hægt er að afnema hluti með einu pennastriki. Það þarf ekki meira,“ segir Auður og leggur þunga í þessi síðustu orð, enda eru réttindi eitthvað sem því miður geta ekki talist sjálfsögð.

Vekja þarf unga fólkið

„Einmitt þess vegna vil ég biðja alla um að passa upp á þau, til dæmis með því að sýna sig á kjördegi. Það er mikið áhyggjuefni finnst mér þegar 40% yngstu kjósendanna ómaka sig á kjörstað. Þá hljótum við að þurfa að staldra aðeins við og ná til þessa fólks,“ segir Auður og nefnir dæmi. „Danir eru líka að halda upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í ár, og eitt af því sem þeir gera er að vekja áhuga ungs fólks. Þeir hafa komist að því að ef unga fólkið mætir ekki í fyrsta sinn sem það hefur kosningarétt er líklegra að það mæti ekki síðar meir og finnist það bara síðasta sort að kjósa,“ segir Auður, og vísar til íslensku flokkana í framhaldinu, enda hefur hér orðið mikið umrót í flokkakerfinu síðustu ár. „Það er mikill æsingur í kringum umræðurnar hér og oft ekki mjög málefnalegur flutningur, svo ungt fólk með skýra sýn heillast ekki af því að fylgjast með slíkri umræðu. En ef flokkarnir hafa áhuga á því að lifa áfram þurfa þeir að fara að huga að þessu, því þrátt fyrir allt eru þeir mjög mikilvægir í lýðræðissamfélagi. Þar sem þingræðið á að blómstra þurfa flokkar að vera sterkir og það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun.“ Sammæltumst við að lokum um að gaman verði að fylgjast með næstu skrefum og glugga í sögubækur framtíðarinnar.

“ Þeir hafa komist að því

að ef unga fólkið mætir ekki í fyrsta sinn sem það hefur kosningarétt er líklegra að það mæti ekki síðar meir og finnist það bara síðasta sort að kjósa

„Kvenréttindabaráttan hefur ekki síður breytt hlutverki karla eins og okkar kvenna. Þegar ég var ung tíðkaðist til dæmis ekki að karlmenn myndu sjást með barnavagn, sem þykir mjög hlægileg hugmynd í dag. Eitt af því sem hefur alveg gjörbreyst er nálgun karlmanna við börn sín og heimilisstörfin,“ segir Auður, en hvað finnst henni um stöðuna í dag?

25


Varð dramb Íslendingum að falli? Hannes H. Gissurarson / Prófessor í stjórnmálafræði


Dramb er talið eitt af dauðasyndunum sjö ásamt ágirnd, lauslæti, öfund, græðgi, heift og hirðuleysi. Á íslensku er einnig til málshátturinn: dramb er falli næst.

Ý

msir íslenskir fræðimenn hafa einmitt gripið til drambs, þegar þeir ræða um bankahrunið haustið 2008. Íslendingar hafi miklast um of, ætlað sér að sigra heiminn, talið sig skara fram úr öðrum þjóðum. Þeir hafi verið á valdi goðsagna um sjálfa sig, sem til hafi orðið í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Til dæmis um þetta eru hafðar ræður forseta Íslands við ýmis tækifæri fyrir bankahrunið og skýrslur Viðskiptaráðs og starfshóps forsætisráðuneytisins um ímynd Íslands (Kristín Loftsdóttir 2015, 9–10; Vilhjálmur Árnason 2015, 55). Hér skal því haldið fram, að dramb skýri að minnsta kosti ekki bankahrunið og að Íslendingar geti nú sem fyrr borið höfuðið hátt. Vissulega hafi ýmsar goðsagnir sprottið upp úr sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, en helsti leiðtogi hennar, Jón Sigurðsson, hafi verið raunsær framfaramaður og ekki stuðst við þær goðsagnir frekar en þeir stjórnmálamenn, sem lyftu merkinu eftir hann.

Raunverulegar orsakir bankahrunsins Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var ötull stuðningsmaður hinnar svokölluðu „útrásar“ fjármálamanna fyrir bankahrunið 2008, eins og fram kemur í bók Guðjóns Friðrikssonar (2008) um hann. „Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingarnir hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga,“ sagði Ólafur Ragnar til dæmis á fundi Sagnfræðingafélagsins í ársbyrjun 2006. „Lykillinn að árangrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í menningunni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf, samfélaginu sem lífsbarátta fyrri alda færði okkur, viðhorfum og venjum sem eru kjarninn í siðmenningu Íslendinga.“ Menn innan íslenska fjármálageirans viðruðu svipaðar skoðanir. Í skýrslu Viðskiptaráðs um framtíðarsýn frá 2006 var lagt til, að „Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“. Setja skyldi markið hærra: Ísland ætti að verða besta land í heimi. Í skýrslu til forsætisráðuneytisins um ímynd Íslands frá 2008 sagði um sjálfsmynd Íslendinga: „Fólk taldi frelsisþrá og athafnagleði hafa fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Aðlögunarhæfni og þrautseigja eru talin Íslendingum í blóð borin og hafa gert þjóðinni kleift að lifa af í harðbýlu landi í nábýli við óblíð náttúruöfl. Þessi einkenni endurspeglist í mikilli sköpunargleði, óbilandi bjartsýni og trú á getu úrræðagóðra

Íslendinga til að framkvæma hið ógerlega“ (Vilhjálmur Árnason o. fl. 2010, 173, 187 og 193). Auðvelt er að vera vitur eftir á. Ýmislegt í yfirlýsingum forsetans og vina hans í fjármálaheiminum virðist kátlegt eftir bankahrunið. En þegar hugsunarhátturinn að baki er skoðaður nánar, sést, að höfundarnir fjölyrða ekki um neina liðna gullöld, heldur telja þeir, að fámennið geti verið styrkur ekki síður en veikleiki og að Íslendingar hafi herst í erfiðri lífsbaráttu fyrri alda. Hvort tveggja er að einhverju leyti rétt, þótt fjölmenni geti líka verið styrkur og aðrar þjóðir hafi margar háð enn erfiðari lífsbaráttu en Íslendingar. En jafnvel þótt þessi hugsunarháttur hafi stundum breyst í hvimleiðan þjóðernishroka, vísa ég því á bug, að hann hafi ráðið úrslitum um bankahrunið. Hvað olli því þá? Sumir svara því til, að á Íslandi hafi verið fylgt óðakapítalisma, sem hafi getið af sér óða kapítalista (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir o. fl. 2010). En íslenskir bankar lutu sama regluverki og aðrir bankar Evrópska efnahagssvæðisins. Af hverju féllu aðrir evrópskir bankar þá ekki? Og þótt atvinnufrelsi hafi vissulega aukist á Íslandi 1991–2004, bjuggu margar aðrar þjóðir við frjálsara hagkerfi (Gwartney o. fl. 2005). Af hverju féllu bankar þeirra þjóða þá ekki? Aðrir svara því til, að bankarnir hafi vaxið of hratt og orðið of stórir miðað við Ísland (Páll Hreinsson o. fl. 2014). En bankar vaxa ekki af sjálfum sér, heldur af því að þeir eignast viðskiptavini. Og bankakerfi sumra annarra Evrópuþjóða var hlutfallslega jafnstórt og hið íslenska, til dæmis bankakerfi Skotlands (miðað við Skotland), Sviss og Kýpur. Hvers vegna féllu bankar þar þá ekki? Vegna þess að þeim var bjargað ólíkt hinum íslensku. Sannleikurinn er sá, að hið alþjóðlega bankakerfi riðaði allt til falls haustið 2008, og íslensku bankarnir voru síðan látnir falla ólíkt bönkum annarra landa. Bandaríski seðlabankinn neitaði íslenska seðlabankanum um gjaldeyrisskiptasamninga og aðra aðstoð, sem seðlabankar annarra ríkja fengu (GAO 2011), og breska stjórnin lokaði breskum bönkum í eigu Íslendinga, um leið og öllum öðrum breskum bönkum var bjargað með stórkostlegri opinberri aðstoð. Breska stjórnin gerði síðan illt margfalt verra með því að beita hryðjuverkalögum á Ísland (Hannes H. Gissurarson 2014 og 2015). Hitt er annað mál, að íslensku bankarnir uxu allt of hratt. Ástæðan til þess, að þeir gátu gert það, var hið góða orðspor, sem Íslendingar höfðu aflað sér árin 1991–2004 vegna festu í

peningamálum og fjármálum (Ásgeir Jónsson 2009). Traustið á Íslandi, sem þá myndaðist, færðist yfir á útrásarvíkingana, og þeir misnotuðu það eða ofnotuðu, en þá minnkaði aftur traust á Íslandi, og öll sund lokuðust.

Goðsagnir sjálfstæðisbaráttunnar Þótt forseti Íslands og útrásarvíkingarnir hafi ekki skírskotað eins títt til liðinnar gullaldar og gagnrýnendur þeirra vilja vera láta, er hitt rétt, að í sjálfstæðisbaráttunni íslensku urðu til goðsagnir. Þær voru í stystu máli, að á þjóðveldistímanum hefðu Íslendingar búið við frelsi og farsæld, síðan verið sviknir í hendur erlends valds, þá tekið við myrkar aldir kúgunar og fátæktar, en Íslendingar risið upp og endurheimt frelsi sitt og farsæld á nítjándu og tuttugustu öld. Málsnjallasti höfundur þessara goðsagna var þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Í kvæðinu „Ísland“, sem birtist í fyrsta hefti fyrsta árgangs Fjölnis 1834, yrkir hann: Ísland, farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir, hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld. Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu frjálsræðis hetjurnar góðu

og

austan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit. Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt. Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur ofan í Almennagjá, feðranna stóð.

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

alþingið


Síðan ber Jónas hina liðnu sælutíð saman við dauflegan nútímann í því skyni að brýna Íslendinga til dáða: Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut. Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik. Ó, þér unglinga fjöld og Íslands fullorðnu synir, svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá. Þetta kvæði er öllum íslenskum skólabörnum kennt, og þeir Jónas Jónsson frá Hriflu (1915–16) og Jón Aðils (1915) sömdu snemma á tuttugustu öld vinsælar kennslubækur í sögu, sem höfðu að geyma svipaða skoðun. Vandalaust er að sýna fram á, að söguskoðun Jónasar Hallgrímssonar, Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Jóns Aðils stenst ekki. Þjóðveldið var enginn sælureitur, þótt þá væru vissulega skapaðar merkilegar bókmenntir, auk þess sem stjórnskipan þjóðveldisins fól í sér hugvitssamlegar tilraunir til að leysa ýmis mál með samningum í stað valdboðs, eins og hagfræðingarnir David Friedman (1979), Þráinn Eggertsson (1992) og Birgir Þór Runólfsson (1993) hafa bent á. Ástæðan til hnignunar atvinnulífs upp úr 1300 var ekki síst, að veður kólnaði og hin viðkvæma náttúra landsins leyfði ekki frekari landnytjar. Enn fremur bættu hinn danski konungur og innlend landeigendastétt gráu ofan á svart, þegar landbúnaður varð með Píningsdómi 1490 hinn eini lögleyfði atvinnuvegur. Íslendingar sultu, þótt gnótt væri fiskjar í sjó. Þeir gátu ekki sest að við sjávarsíðuna og fengið útlent fjármagn til að smíða þilskip, heldur urðu að láta sér nægja öldum saman að róa á opnum árabátum út á mið nokkra mánuði á ári (Gísli Gunnarsson 1987; Þráinn Eggertsson 1995). Þegar úr rættist á nítjándu og tuttugustu öld, var það fremur vegna verslunarfrelsis og fjármagnsmyndunar en vakningar íslensku þjóðarinnar. Það er síðan kaldhæðni örlaganna, að þjóðernisstefna Jónasar Hallgrímssonar og sporgöngumanna hans var ekki sprottin upp úr íslenskum jarðvegi, heldur sköpunarverk þeirra og orðin til fyrir erlend áhrif. Til dæmis var kvæði Jónasar, sem hér var vitnað til, keimlíkt kvæði, sem danska skáldið Adam Oehlenschläger hafði ort um Ísland (Ringler 2002,

28

103). Annað frægt kvæði Jónasar í anda rómantískrar þjóðernisstefnu, Gunnarshólmi, var svipað kvæði eftir þýska skáldið Adelbert von Chamisso um liðna gullöld Grikkja (Ringler 2002, 142).

Jón Sigurðsson: þjóðrækinn frjálshyggjumaður Þótt þjóðernisstefna þeirra Jónasar Hallgrímssonar, Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Jóns Aðils hafi frekar verið sköpunarverk þeirra sjálfra (og jafnvel erlendra skálda!) en raunsönn lýsing á eðli og hlutskipti íslensku þjóðarinnar í bráð og lengd, er hitt hæpið, að íslenskt þjóðerni hafi ekki orðið til fyrr en á nítjándu öld. Nær er að segja, að það sé litlu yngra byggð í landinu. Fyrsta dæmið, sem ég kann, er, þegar Íslendingar tóku í lög seint á tíundu öld, eftir að Haraldur blátönn Danakóngur hafði gert upptækt íslenskt skip, að yrkja skyldi níðvísur um hann jafnmargar nefjum í landinu. Tilfærir

“Vitaskuld gengu

forseti Íslands og útrásarvíkingarnir of langt fyrir bankahrun eins og kennslubókahöfundarnir Jónas Jónsson frá Hriflu og Jón Aðils löngu á undan þeim: Þjóðrækni varð stundum í munni þeirra að þjóðernishroka. Snorri Sturluson (1979, I, 270) eina vísuna í Heimskringlu. Fyrst var orðið „íslenskur“ notað, svo að ég viti, þegar Sighvatur skáld Þórðarson var á ferð í Gautlandi árið 1018. Þá hafði sænsk kona orð á því, að hann var dökkeygur, og kastaði skáldið þá fram vísu um, að augun íslensku hefðu reynst sér vel (Snorri Sturluson 1979, II, 140). Íslendingar gerðu fyrsta milliríkjasamning sinn við erlent ríki 1022, þegar þeir sömdu við Noregskonung um rétt íslenskra manna í Noregi. Í Íslendinga sögum, sem færðar voru í letur á þrettándu og fjórtándu öld eftir munnmælum, var líka talað af tortryggni um „konunga og illræðismenn“ (Vatnsdæla 1939,

31). Þegar Íslendingar tregðuðust til að samþykkja sáttmálann 1262 við Noregskonung, sem Gissur Þorvaldsson hafði forgöngu um, var það vissulega ekki vegna þjóðernisstefnu, heldur almennrar tortryggni í garð konunga, sérstaklega vegna skattheimtugleði þeirra og stríðsfýsi. Þeir vissu, eins og Einar Þveræingur sagði í ræðu þeirri, er Snorri Sturluson lagði honum í munn (1979, II, 216–7) gegn erindrekstri Þórarins Nefjólfssonar fyrir Noregskonung, að konungar eru misjafnir, sumir góðir og aðrir vondir, og er því hyggilegast að hafa engan konung. Smám saman öðluðust Íslendingar vitund um það, að í þjóðararfi þeirra væri eitthvað sérstakt og dýrmætt, og vilja til að varðveita það og verja. Tvö dæmi frá öndverðri sautjándu öld má nefna. Þegar Jón Indíafari Ólafsson (1908, 70) var í danska flotanum, átti hann leið um bjórkrá í Kaupmannahöfn. Þar talaði danskur múrari hátt um það, hvers konar illþýði byggi á Íslandi. Jón vatt sér að honum og spurði, hvort hann hefði komið til Íslands. Múrarinn bað Guð að forða sér frá því að fara í það djöflabæli. Þá rak Jón Indíafari honum tvo vel útilátna kinnhesta. Eftir að múraranum hafði verið fleygt út, lýsti kráreigandinn yfir ánægju sinni með það, hversu drengilega Jón verði föðurland sitt. Mæli ég þó frekar með aðferð Arngríms lærða Jónssonar, sem skrifaði varnarrit um Ísland (1612) gegn rógi og álygum erlendra manna og benti á, að Íslendingar ættu eigin tungu og menningu, sem þeir gætu verið stoltir af. Sjálfstæðisbaráttan íslenska var hins vegar ekki háð undir merkjum hinnar rómantísku þjóðernisstefnu Jónasar Hallgrímssonar og annarra Fjölnismanna. Hvort tveggja var, að þeir höfðu sáralítið fylgi og að tveir hinir aðsópsmestu þeirra dóu ungir, Jónas og Tómas Sæmundsson. Jónas var mikið skáld, en lítill stjórnmálamaður. Leiðtogi og skilgreinandi sjálfstæðisbaráttunnar var Jón Sigurðsson. Honum verður best lýst sem þjóðræknum frjálshyggjumanni, sem vildi nýta hið besta úr menningu Íslendinga og annarra þjóða. Í Nýjum félagsritum mælti Jón (1843, 52–3) með sterkum rökum fyrir atvinnufrelsi og frjálsri verslun, enda þekkti hann vel til kenninga Johns Lockes og Adams Smiths um takmarkað ríkisvald og framfarir í krafti frjálsra alþjóðaviðskipta. Og í „Hugvekju til Íslendinga“ (1848) setti Jón fram rökin fyrir því, að Íslendingar ættu að stjórna sér sjálfir.


©Stefán Birgir Stefánsson

Þau voru þríþætt. Í fyrsta lagi hefðu Íslendingar játast undir konung 1262 með þeim skilyrðum, að þeir fengju að halda lögum sínum. Þeir hefðu síðan með einveldishyllingunni 1662 afsalað sér þessum umsamda rétti til konungs, og þá hefði sáttmálinn frá 1262 fallið úr gildi. En um leið og konungur afsalaði sér einveldi, tæki sáttmálinn frá 1262 aftur gildi. Ísland hlyti því að taka aftur við stjórn eigin mála, þótt það ætti konung sameiginlegan með Danmörku. Í öðru lagi væru Íslendingar sérstök þjóð með eigin tungu, sögu og menningu, en ekki hluti af Danmörku, og bæri að virða það. Í þriðja lagi væri heppilegast, að þeir, sem hnútum væru kunnugastir, stjórnuðu landinu, en ekki embættismenn í höfuðborg Danmerkur, órafjarri Íslandi. Og Jón gekk lengra. Þegar ákveðið var að skilja að fjárhag Danmerkur og Íslands, reiknaði hann út, að Danir skulduðu Íslendingum stórfé vegna einokunarverslunarinnar og upptöku jarða kirkna og klaustra (Páll Eggert Ólason 1932 og 1933).

Þjóðrækni í stað þjóðernishroka Hvers vegna bar Jón Sigurðsson, sem var allra manna raunsæjastur, fram jafnlangsótt rök og að nú væri aftur kominn í gildi sáttmáli allt frá 1262 og að Danir skulduðu Íslendingum auk þess stórfé? Það var áreiðanlega ekki vegna þess, að hann byggist við því, að Danir tækju því vel vel, enda varð það ekki. Jón bar fram þessi rök vegna þess, að hann vildi ganga uppréttur á fund Dana, ekki með betlistaf. Hann vildi skilgreina samskipti Íslendinga og Dana eins og samskipti tveggja þjóða,

þar sem aflsmunur væri að vísu mikill, en enginn eðlismunur: Báðar væru þetta þjóðir með eigin tungu og menningu. En þjóðrækni Jóns var ekki fornaldardýrkun eða söknuður eftir liðinni sælutíð. Hann skrifaði í bréfi til vinar síns (1865): „Ég held mikið upp á fornöld vora, en ég vil ekki gjöra oss að apaköttum þeirrar aldar.“ Jón vildi opna Ísland. Hann var óhræddur við útlendinga. Hann skrifaði í bréfi til bróður síns (1866): „Þú heldur, að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í því að lifa einn sér og eiga ekki viðskipti við neinn. Ég efast um, að Símon Stylites eða Díógenes [kunnir einsetumenn að fornu] hafi verið frjálsari en hver önnur óbundin manneskja. Frelsið kemur að vísu mest hjá manni sjálfum, en ekkert frelsi, sem snertir mannfélagið, kemur fram nema í viðskiptum, og þau eru því nauðsynleg til frelsis.“ Jón var maður meðalhófsins, í senn frjálslyndur og íhaldssamur. Þegar skólapiltar í Reykjavík hylltu hann árið 1875, hafði Gestur Pálsson ort kvæði til hans um, að hann þekkti aldrei bönd. En Jón „kastaði eindregið frá sér þeim ummælum, að hann hefði aldrei bönd þekkt, að þola stjórn og bönd væri eitt af skilyrðunum fyrir því að geta orðið nýtur maður; bönd væru jafnnauðsynleg inn á við sem út á við, jafnnauðsynleg fyrir líf einstakra manna sem þjóða, og frelsið án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn“ (Jón Jakobsson 1911).

lega studdu framkvæmdamenn eins og Tryggvi Gunnarsson kaupfélagsstjóri og Þorlákur Ó. Johnsen kaupmaður hann einarðlega. Fyrsti ráðherrann, Hannes Hafstein, fylgdi svipaðri stefnu og Jón. Hannes hafnaði fornaldardýrkun og var áhugasamur um verklegar framfarir, en til þeirra þurfti erlent fjármagn. Hann var hins vegar engin undirlægja útlendinga (Jón Þorláksson 1923). Sömu skoðunar var Jón Þorláksson forsætisráðherra, einn nánasti samstarfsmaður Hannesar. Lítt þekkt, en skýrt dæmi var, þegar leið að Alþingishátíð 1930. Í nefnd um hugsanlega dagskrá þingfundar lagði Jón til, að lýst yrði yfir vilja til að færa út fiskveiðilögsöguna. Ásgeir Ásgeirsson, sem sat með honum í nefndinni, hafnaði því með þeim rökum, að útlendingar kynnu að þykkjast við. Var þá brugðið á það ráð að leggja fyrir þingið ályktun um gerðardómssamninga milli Norðurlanda (Hannes H. Gissurarson 1992, 427). Þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson reyndu ekki fremur en Hannes Hafstein og Jón Þorláksson á undan þeim að ganga í augum á útlendingum, þótt þeir teldu rétt að gæta fyllstu kurteisi í samskiptum við þá. Landið vantaði enn sárlega markaði og erlent lánsfé, og bjuggu þeir Ólafur og Bjarni svo um hnúta ásamt öðrum, að Íslendingar gerðu hagfellda viðskiptasamninga við Breta og Bandaríkjamenn í stríðinu og fengu ríflega Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum eftir stríð.

Jón Sigurðsson naut víðtæks trausts með þjóðinni, þótt vitanlega væri hann ekki óumdeildur frekar en nokkur annar stjórnmálamaður í lýðræðisríki. Sérstak-

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU


Þeir skömmuðust sín ekki fyrir að gæta af fullri festu hagsmuna þjóðarinnar. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í tvö hundruð mílur hefði aldrei tekist heldur, ef Íslendingar hefðu hugsað um það eitt, hvað fulltrúum annarra þjóða fyndist. Icesave-málið 2008–2013 væri efni í heila bók, en furðulegt var að heyra suma íslenska fræðimenn mæla gegn því af tillitssemi við útlendinga, að látið yrði reyna fyrir dómstólum á réttindi íslensku þjóðarinnar og skyldur. Þórarinn Nefjólfsson var ef til vill fyrsti erindreki erlends valds á Íslandi, en hann var ekki hinn síðasti.

Íslendingar eiga að bera höfuðið hátt Vitaskuld gengu forseti Íslands og útrásarvíkingarnir of langt fyrir bankahrun eins og kennslubókahöfundarnir Jónas Jónsson frá Hriflu og Jón Aðils löngu á undan þeim: Þjóðrækni varð stundum í munni þeirra að þjóðernishroka. En óþar-

Heimildir Arngrímur Jónsson 1612. Anatome Blefkeniana. Hólar: Biskupsembættið. Ásgeir Jónsson 2009. Why Iceland? How one of the world’s smallest countries became the meltdown’s biggest casualty. New York: McGrawHill. Birgir Þór Runólfsson [Birgir T. R. Solvason] 1993. Institutional Evolution in the Icelandic Commonwealth. Constitutional Political Economy 5 (1), 97–125. Friedman, D. 1979. Private Creation and Enforcement of Law: A Historical Case. Journal of Legal Studies 8 (2: March), 399– 415. GAO 2011. Government Accountability Office. Federal Reserve System. Report to Congressional Adressees. Washington DV: United States Government Accountability Office (July). Sjá http://www.gao.gov/Products/GAO-11-696 [sótt 15. mars 2015]. Gísli Gunnarsson 1987. Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602– 1787. Reykjavík: Örn og Örlygur. Guðjón Friðriksson 2008. Saga af forseta. Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, útrás, athafnir átök og einkamál. Reykjavík: Mál og menning. Gwartney, J., og Lawson, R. 2005. Economic Freedom of the World: 2005 Annual Report. Vancouver BC: Fraser Institute. Sjá líka http:// www.freetheworld.com/release_2005.html [sótt 15. mars 2015]. Hannes H. Gissurarson 1992. Jón Þorláksson forsætisráðherra. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Hannes H. Gissurarson 2014. Alistair Darling and the Icelandic Bank Collapse. Þjóðarspegillinn 2014. Rannsóknir í félagsvísindum XV. Stjórnmálafræði. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Sjá

30

fi er að sveiflast öfganna á milli og halda því þá fram, að Íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum og þurfi að skríða í skjól stærri þjóða. Þegar ég stundaði ungur nám í Oxford-háskóla, var ég iðulega spurður, hversu margir við Íslendingar værum. Ég svaraði því til, að við tækjum gæði fram yfir magn, svo að við værum vel innan við ein milljón talsins. Ég vildi ekki kikna í hnjáliðum, þótt viðmælendur mínir væru komnir af miklu fjölmennari þjóðum, enda breytir það engu um gildi einstaklingsins, og má raunar jafnvel segja, að því fjölmennari sem þjóð er, því minna verði til skiptanna fyrir hvern og einn einstakling af henni. Ekki óraði mig síðan fyrir því þá, að í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þar sem ég átti eftir að kenna, yrðu deildarfundir haldnir á ensku vegna tveggja útlendinga, sem þar störfuðu, og voru báðir fullfærir um að læra íslensku. Háskóli Íslands hafði verið stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911, svo að íslenskt æskufólk gæti lært íslenska sögu, íslensk lög, íslenskar bókmenntir í stað danskrar

sögu, danskra laga og danskra bókmennta. Nú hefur enskan tekið við af dönskunni. Þótt fáir tali íslensku í heiminum, er hún og á að vera fullgilt mál á Íslandi, ekki síst í Háskóla Íslands. Í rauninni er ekki aðalatriðið heldur, hvort Íslendingar voru felldir í bankahruninu eða hvort þeir féllu sjálfir. Aðalatriðið er, að þeir standi aftur á fætur, en til þess þurfa þeir vilja til að vera þjóð. Íslendingar eiga ekki aðeins að standa á fætur, heldur að bera höfuðið hátt í samskiptum við aðrar þjóðir. Það er ekki dramb, heldur eðlilegt og réttmætt stolt.

http://skemman.is/item/view/1946/20032 [sótt 15. mars 2015].

Tryggvi Gunnarsson 2010. Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, 1. bindi, 2. kafli. Reykjavík: Alþingi.

Hannes H. Gissurarson 2015. The Icelandic 2008 bank collapse: What really happened? Cayman Islands Financial Review 38 (January), 68–70. Sjá http://www.compasscayman.com/ cfr/2015/01/30/Iceland%E2%80%99s-2008bank-collapse--What-really-happened/ [sótt 15. mars 2015]. Jón J. Aðils 2015. Íslandssaga. Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Jón Jakobsson 1911. Frásögn í bréfi 7. mars. Sjá Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn, xxi. Reykjavík 1933: XX Jón Ólafsson 1908–9 [rituð um 1661]. Æfisaga, ritstj. Sigfús Blöndal. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag. Jón Sigurðsson 1843. Um verzlun á Íslandi. Ný félagsrit 3, 1–127. Jón Sigurðsson 1848. Hugvekja til Íslendinga. Ný félagsrit 8, 1–24. Jón Sigurðsson 1865. Bréf til Gísla Hjálmarssonar 13. maí. Lbs. 2591 4to. Jón Sigurðsson 1866. Bréf til Jens Sigurðssonar 3. október. Lbs. 2591 4to. Jón Þorláksson 1923. Frá fyrstu stjórnarárum Hannesar Hafsteins, Óðinn 19. Endurpr. í Ræðum og ritgerðum, ritstj. Hannes H. Gissurarson, 66–69. Reykjavík: Stofnun Jóns Þorlákssonar 1985. Jónas Jónsson frá Hriflu 1915–16. Íslandssaga handa börnum, 1.–2. bindi. Reykjavík án útg. Kristín Loftsdóttir 2015. Vikings Invade Present-Day Iceland. Gambling Debt. Iceland’s Rise and Fall in the Global Economy, ritstj. Gísli Pálsson og E. P. Durrenberger, 3–14. Boulder, CO: University Press of Colorado. Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og

Páll Eggert Ólason 1932. Jón Sigurðsson, IV. bindi. Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag. Páll Eggert Ólason 1933. Jón Sigurðsson, V. bindi. Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag. Ringler, D. 2002. Bard of Iceland: Jónas Hallgrímsson poet and scientist. Madison: University of Wisconsin Press. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Robert Wade 2010. Lessons from Iceland. New Left Review 65 (September–October), 5–29. Snorri Sturluson 1979 [rituð um 1225]. Heimskringla, I–III, ritstj. Bjarni Vilhjálmsson. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag. Vatnsdæla saga 1939 [höf. ók.]. Ritstj. Einar Ól. Sveinsson. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag. Vilhjálmur Árnason 2015. Something Rotten in the State of Iceland. Gambling Debt. Iceland’s Rise and Fall in the Global Economy, ritstj. Gísli Pálsson og E. P. Durrenberger, 47–59. Boulder, CO: University Press of Colorado. Vilhjálmur Árnason, Kristín Ástgeirsdóttir og Salvör Nordal 2010. Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008. Viðauki 1 við Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. 8. bindi. Reykjavík: Alþingi. Þráinn [Thrainn] Eggertsson 1992. Analyzing Institutional Successes and Failures: A Millennium of Common Mountain Pastures in Iceland. International Review of Law and Economics 12, 423–437. Þráinn [Thrainn] Eggertsson 1995. No experiments, monumental disasters: Why it took a thousand years to develop a specialized fishing industry in Iceland. Journal of Economic Behaviour & Organisation 30, 1–23.


Afrek íslenskra stjórnmála Það er mikill heiður að fá að rita þenn pistil í Íslensku leiðina. Málgagn stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands er og verður mér alltaf mjög kært rétt eins og stjórnmálafræðideildin sjálf og nemendafélagið Politica. Ég hugsa alltaf með miklum hlýhug til áranna sem ég átti í deildinni enda var námið mér bæði gagnlegt og skemmtilegt. Þar kynntist maður skemmtilegum kennurum og eignaðist marga vini. Tvo þeirra tel ég reyndar til minna allra bestu vina í dag. Allt saman mjög ánægjulegt. Tóm hamingja og gleði. Þá var gaman að vera stjórnmálafræðinemi og ég efast ekki um að svo er enn í dag. Það er nefnilega alltaf eitthvað að gerast í pólitíkinni. Þegar ég var á mínu öðru ári hrundi Ísland. Fjármálakerfi landsins, undrið sem hafði vakið heimsathygli árin á undan, féll saman eins og spilaborg og stjórnkerfið sogaðist í ræsið á eftir. Skipstjóra þjóðarskútunnar féllust einfaldlega hendur og þá var ekkert að gera annað en biðja almættið að blessa Ísland. Við tóku spennandi tímar. Búsáhaldaskríllinn sem hafði fengið nóg geystist niður á Austurvöll til þess að taka málin í sínar hendur. Nokkrum mánuðum síðar hrökklaðist hrunstjórnin frá, aum eftir pottaglamur og eggjakast á meðan að síðustu leyfar piparúðans gufuðu upp fyrir framan Alþingishúsið. Ekki leið á löngu þar til fyrsta hreina vinstistjórn íslenska lýðveldisins var tekin við og allt átti að breytast. Öllu var tjaldað til. Skjaldborg um heimilin, ESB og Stjórnlagaráð voru á meðal metnaðarfullra hugmynda og bylting lá í loftinu. Almenningur fann að stjórnmálastéttin átti í vök að verjast og einhverjir trúðu því að eitthvað gott gæti komið út úr þessum víðsjárverðu tímum. Erlendir fréttaskýrendur greindu frá því að Ísland væri að taka málin í sínar hendur. „Banksterum“ yrði hent í grjótið og stjórnmálamönnum kastað út af Alþingi. Stjórnarskrá fólksins var á leiðinni inn, spillingin og sérhagsmunagæslan út.

Þar var engu logið. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lugu sig hinsvegar blákalt aftur til valda í síðustu kosningum með loforðum um þjóðaratkvæðagreisðlu í ESB málinu. Það er afrek og hefur mér vitandi ekki verið gert áður í sögu íslenskra stjórnmála. Þegar menn hafa svo logið sig til valda og komist upp með það þýðir ekki sitja bara með hendur í skauti sér og láta tímann fljúga á brott. Það hefur silfurskeiðastjórnin sannarlega ekki gert. Eitt af hennar fyrstu verkum var að auðvitað að losa sægreifana við milljarða veiðigjöld og því næst var auðlegðarskattur lagður af. Þar með undirstrikaði stjórnin að hún ætlaði sér fyrst og fremst að vinna fyrir þann fámenna hóp fólks sem einhvern auð á í landinu. Nú svo auðvitað kaupfélagsstjórann í Skagafirði sem vill ekki í ESB. Hann hefur líka fengið sitt og það í réttu hlutfalli við vægi atkvæða úti á landsbyggðinni. Á sama tíma hafa hælisleitendur fengið rækilega á baukinn og heilbrigðiskerfinu er gert að blæða út hægt en örugglega. Já núverandi ríkisstjórn hefur gengið ansi vasklega fram fyrir hönd sérhagsmunagæslunnar, vina sinna og vandamanna og það nokkuð grímulaust svo að segja. Ef þetta eru ekki spennandi tímar fyrir stjórnmálafræðinema þá veit ég ekki hvenær svo ætti að vera. Spennan er þó ekki einungis tilkomin vegna áður óþekktra hæða í spillingu og ófyrirleitni núverandi stjórnarliða. Ekki er hægt að líta fram hjá því að þegar þetta er skrifað hefur einn fámennasti stjórnmálaflokkur landsins, með fæstu þingmennina ítrekað mælst með einna mesta stuðninginn.

Frosti Logason / Fjölmiðlamaður og fyrrverandi formaður Politicu

Sjálfur hef ég aldrei stutt einn stjórnmálaflokk umfram annan og hef ég einsett mér að taka ekki þátt störfum þeirra á neinum vettvangi. En Píratar og stjórnmálamenn eins og þeir sem við sáum í Besta flokknum á síðasta sveitarstjórnarkjörtímabili eru í mínum huga vonarljós í myrkrinu. Þeir gera það að verkum að það er ekki bara spennandi að fylgjast með stjórnmálum á Íslandi í dag. Það getur líka verið gleðilegt.

Viti menn, í dag er auðvitað allt breytt. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem nú er við völd hefur kennt okkur að ekkert er ómögulegt og að alltaf er hægt að rísa aftur úr öskunni líkt og fuglinn Fönix, eða var það kannski Felix? Núverandi Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, sagði í sjónvarpsútsendingu á ÍNN á sínum tíma að rannsóknarskýrslan og þetta svokallaða hrun mundi bara þvælast fyrir flokknum tímabundið.

31


Ísland verður að vera land þar sem ungt fólk vill búa Ásta Lára Magnúsdóttir / Skrifar

Viðreisn er nýtt afl á stjórnmálasviðinu. Undirstöður hugmyndafræði Viðreisnar eru jafnrétti, réttlátt samfélag, viðskiptafrelsi og vestræn samvinna. Við fengum tækifæri til þess að ræða við Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóra og Geir Finnsson háskólanema um stefnumótun, framtíðina og fleira. Fulltrúar Viðreisnar telja engan flokk deila skoðun og hugsjónum hennar á ýmsum mikilvægum málefnum í stefnumótun fyrir íslenska ríkið. Hver er skoðun ykkar á ESB? Mikilvægt er að halda áfram og ljúka samningaviðræðunum, því þannig er hægt að komast að því hvort lausnir finnast á þeim málum sem virðast helst valda því að Íslendingar hafa efasemdir um inngönguna. Kostina við inngöngu má meðal annars telja:

Gjaldeyrismál. Ef við fáum aðgang að evrunni getum við bætt stöðu okkar gagnvart helstu samkeppnislöndum okkar. Vextir yrðu lægri og íslenskt samfélag

32

samkeppnishæfara um bæði einstaklinga og fyrirtæki. Þá verður auðveldara að eignast húsnæði og það leiðir af sér aukið jafnrétti.

borga hlutfallslega hærra verð en í nágrannalöndum og ekki síst bændur sem eru með launalægstu stéttum í landinu.

Landbúnaðarmál.

Ísland þyrfti ekki bara að taka við ákvörðunum frá Evrópusambandinu án þess að hafa mikið um þær að segja eins og núna, heldur hefði rödd á Evrópuþinginu. Þannig getum við komið sjónarmiðum okkar að. Sumir hafa bent á það að við hefðum aðeins um 1% þingsæta þar, en ættum við að hætta í Sameinuðu þjóðunum þar sem við höfum bara 0,5% sæta? Eða í öllum samtökum þar sem við ráðum ekki öllu?

Hér yrði aukin samkeppni og neytendur fengju bæði miklu betra úrval og vörur á hagstæðara verði. Hægt væri að nota tækifærið til þess að endurskoða landbúnaðarkerfið, og það þarf að gera burtséð frá aðild að Evrópusambandinu. Núverandi kerfi er óhagstætt bæði fyrir ríkið sem borgar háar fjárhæðir til landbúnaðarins, fyrir neytendur sem


Sjávarútvegur er minna vandamál en margir halda. Engir útlendingar fengu heimild til þess að veiða við Ísland. Slíkur réttur byggir á veiðireynslu sem engir hafa nema við. Við þurfum að setja skýr skilyrði til þess að koma í veg fyrir ofveiði á íslenskum miðum. Þar hafa Íslendingar staðið sig mun betur en flestar Evrópuþjóðir og mikilvægt að vernda þann árangur.

Hví teljið þið að við þurfum að endurskoða landbúnaðarkerfið? Landbúnaðarvörur eru dýrar á Ísland en samt bera bændur lítið úr býtum. Til þess að fá greiðslu frá ríkinu þurfa bændur að skuldbinda sig við ákveðna framleiðslu sem getur verið mjög óhagstæð fyrir þá. Lítið ber á samkeppni, þar sem nokkrir framleiðslurisar eiga markaðinn. Þess vegna verður að auka innflutning á erlendri landbúnaðarvöru og þannig auka samkeppnina. Kerfið er engan veginn bændum í hag því að þeir fá ekki að hægræða eins og best væri fyrir rekstur og framleiðslu þeirra.

Hver er ykkar skoðun á fiskveiðistjórnunarkerfum? Óánægjan með núverandi kerfi felst í þrennu. Deilt er um hvert sé sanngjarnt gjald fyrir aflaheimildir, nýliðun er engin og útgerðarmenn vita ekki hvaða kerfi á að vera til frambúðar. Því ekki að láta markaðinn ráða þessu? Lausnin væri því að setja á hverju ári hluta af veiðileyfunum á markað. Við höfum kynnt einfalda markaðsleið þar sem markaðurinn réði hvað útgerðarmaðurinn borgar fyrir afnot af auðlindinni en ekki embættismenn. Leyfissala á markaði kæmi í stað auðlindagjalds sem nú er tekið.

Þið talið um stöðnun í menntakerfinu, því takið þið svona til orða? Það þarf að huga að því að fyrst og fremst er verið að þjónusta nemendur. Kannanir segja að fjórðungur drengja í 8. bekk sé ólæs og það sýnir að kerfið hefur brugðist. Við verðum að komast að rót vandans. Lítum til Reykjanesbæjar sem hefur stórbætt árangur í grunnskólum undanfarin ár með því að mæla árangur jafnt og þétt og grípa strax inn í þegar ljóst er að staðan er ekki nógu góð. Þannig skila skólarnir nemendunum betur undirbúnum út í samfélagið. Það vantar víða metnað í kerfið. Skoðum hvort betra væri að stytta grunnskóla um eitt ár. Það er verið að endurskoða lengd framhaldsskólanna, en aðalatriðið er að gera ungt fólk á Íslandi samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði. Börn eru mismunandi og því er brýnt að menntakerfið sé þeim öllum aðgengilegt til að hægt sé að rækta hæfileika hvers og eins.

Nú er stutt síðan heilbrigðismál voru mikið í umræðunni, hver er afstaða ykkar til þeirra? Hugsum heilbrigðiskerfið út frá „viðskiptavininum“- þeim sem á samskipti við kerfið. Það gleymist oft að margir þeirra sem skipta við heilbrigðiskerfið eru ekki sjúklingar í venjulegri merkingu þess orðs heldur fólk sem fær aðstoð heilbrigðisstarfsmanna, t.d. við eftirlit og forvarnir. Hvað er hægt að gera til þess að bæta þjónustuna? Hugum að heildarupplifun viðskiptavinarins. Hann þarf oft að sækja til margra lækna með mismunandi sérhæfingu og taka þátt í ferli sem ekki er samhæft. Þarna má nýta starfskraftana og peningana miklu betur.

“Stefnt er að því að

flokkurinn verði formlega stofnaður á næstu tólf mánuðum. Við munum bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu Alþingiskosningum og markmið okkar er að leiða ríkisstjórn að þeim loknum.

Heilbrigðisþjónusta þarf ekki að vera bara í höndum ríkisins, heldur er líka sjálfsagt að nýta sér betur sjálfstæða sérfræðinga á ýmsum sviðum eins og við höfum alla tíð gert. Fjármagnið á að nýta rétt þannig að öll svið heilbrigðismála nái að blómstra. Landspítalinn á að einbeita sér að því sem hann gerir betur en aðrir og getur í sumum tilvikum einn gert. Nútímatækni veldur því að gerðar eru ýmsar aðgerðir á stofum sérfræðinga, aðgerðir sem áður leiddu til þess að viðkomandi var lagður inn á sjúkrahús í viku eða hálfan mánuð. Við getum líka nefnt geðsvið þar sem aðstoð mætti efla til muna, bæði innan og utan spítalanna.

Teljið þið að það þurfi að verða einhverjar breytingar í íslenskri stjórnsýslu?

miður sjáum við mörg dæmi um það að ráðherrar virðast halda að þeir geti hagað sér eins og einræðisherrar. Þannig á ekki að vinna og þessi vinnubrögð valda því að fólk ber minni og minni virðingu fyrir stofnunum ríkisins þegar gæslumenn lýðræðisins ráðast gegn því. Hvers vegna ber fólk svona litla virðingu fyrir Alþingi? Virðing er áunnin og þeir sem misbeita valdi, svíkja loforð og tala eins og kjánar uppskera virðingu í samræmi við það.

Hvað áform hefur Viðreisn á næstunni? Við skulum vera óhrædd við að líta út fyrir landsteinana. Skoða hvar við höfum forskot á samkeppnislönd og hvar við stöndum höllum fæti og bæta úr því. Við þurfum að leggja áherslu á að vernda umhverfið. Áður kvörtuðu menn undan ágangi sauðkindarinnar; nú er það mannkindin sem traðkar allt niður. Við stærum okkur af grænni orku, en við megum ekki gefa hana. Landsvirkjun á að vera uppspretta mikils arðs fyrir þjóðina. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er allt of mikill. Ungt fólk á erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð vegna hárra vaxta og krónan býður sífellt upp á verðbólguógn. Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti á öllum sviðum. Konur og karlar verða að hafa sömu tækifæri og launamisrétti má aldrei viðgangast. Okkar baráttumál stuðla að því að skapa samfélag þar sem hagur ungs fólks og ekki síst kvenna verður betri en nú er. Hvernig gerist það? Jú með því að taka upp nútímalegar aðferðir, til dæmis í mennta- og heilbrigðiskerfum er hægt að afkasta meiru en nú á minni tíma en áður án þess að það komi niður á árangri. Meiri tími verður fyrir frístundir og fjölskyldu. Jafnframt verður rekstrarkostnaður heimila minni vegna þess að vextir verða lægri en nú er og matarkostnaður minni. Móttökurnar sem Viðreisn hefur fengið hafa verið góðar og við höfum séð að fólk, sérstaklega ungt fólk, kallar á breytingar. Stefnt er að því að flokkurinn verði formlega stofnaður á næstu tólf mánuðum. Við munum bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu Alþingiskosningum og markmið okkar er að leiða ríkisstjórn að þeim loknum. Þjóðin þarf nýtt, heiðarlegt og frjálslynt afl til þess að við náum fram þeim breytingum sem gera Ísland að landi þar sem laðar að sér ungt fólk en hrekur það ekki frá sér. Ísland má aldrei festast í B-flokki.

Það þarf að bæta siðferði innan stjórnmálanna. Embættismönnum og stjórnmálamönnum er gefið mikið vald og þeir verða að bera mikla virðingu fyrir leikreglunum sem fylgja á. Því

33


ÁRSHÁTÍÐ POLITICU 2015

Hótel Selfoss tók vel á móti stjórnmálafræðinemum sem héldu árshátíð sína hátíðlega í mars síðastliðnum. Þar var gleðin við völd eins og myndirnar sýna og skemmti fólk sér langt fram undir morgun

34


35


PISTILL

Að móta samfélag sitt gegnum ólík svið

Gunnar Bragi tekur á móti Borge Brende, utanríkisráðherra Norðmanna, í Reykholti á síðasta ári.

Stjórnmálaþátttaka í heimabyggð Stjórnmál hafa átt hug minn lengi. Ég var 22 ára þegar ég bauð mig fyrst fram til bæjarastjórnar Sauðárkróks þar sem ég varð fyrsti varamaður framsóknarmanna. Á því kjörtímabili tók ég sæti í félagsmálanefnd og íþróttaog tómstundaráði. Oft sat ég krefjandi bæjarstjórnarfundum þar sem tekist var á um skoðanir og málefni. Það var mjög lærdómríkt að koma ungur í sveitarstjórnarmálin og fást við skemmtileg en jafnframt ábyrgðarmikil verkefni í nefndum og ráðum á vegum sveitarstjórnarinnar. Það var frábært að sjá stefnumál komast til framkvæmda og verða að veruleika. Það verður þó einnig að viðurkennast að oft var erfitt að fjalla um erfið félagsleg mál í nærsamfélagi sínu. Maður lærði fljótt að hlusta og bera virðingu fyrir skoðunum annarra en líka mikilvægi þess að koma hreint fram, að viðkomandi vissi hvar hann hefði þig.

Gunnar Bragi Sveinsson / Utanríkisráðherra skrifar

Aldurinn skiptir ekki öllu þótt oft væri „baunað” á mann sökum ungs aldurs og álitið að ég gæti varla haft vit á hinu og þessu. Ég var fulltrúi míns stjórnmálaflokks, hafði skoðanir á málunum og hélt þeim á lofti. Það eitt og sér er ótrúlega mikilvægt. Það má líka segja að í sveitarstjórnarmálunum þá sá maður kannski hlutina gerast hraðar þar sem þú stjórnaðir meira hraðanum og þeim verkefnum sem þurftu fram að ganga. Að byrja ungur í stjórnmálum veitir manni umtalsverða reynslu sérstaklega þegar manni er treyst til verka. Um leið er nauðsynlegt að viðurkenna að stundum ganga hugmyndir manns hreinlega ekki upp, passa ekki, eiga ekki við og svo framvegis. Það að koma skoðun á

36

framfæri, þótt hún passi ekki við „normið,” vekur oft umræðu og jafnvel opnar augu sumra. Um tíma var ég formaður ungra framsóknarmanna í Skagafirði, átti sæti í stærri nefndum Framsóknar eins og trúnaðarráði flokksins og miðstjórn. Árið 1995 skellti ég mér í prófkjör vegna alþingiskosninga. Það var afar lærdómsríkt að etja kappi um framboðssæti Framsóknar þótt ekki hafi ég náð settu markmiði þar, ekki síst fyrir það að þá kynntist ég betur mörgum af því góða fólki sem ég átti síðan eftir að vinna enn meira með.

Aðstoðarmaður ráðherra Í lok árs 1998 fæ ég símtal frá Páli Péturssyni þáverandi félagsmálaráðherra. Hann var að leita sér að nýjum aðstoðarmanni. Það var mikill og góður skóli að starfa með Páli í Félagsmálaráðuneytinu. Páll er gríðarlega reynslumikill og því var afar gott og gaman að fá tækifæri til að læra og starfa með honum. Ég lærði líka mikið af því að umgangast Sigrúnu Magnúsdóttur, konu Páls, en Sigrún er frábær stjórnmálamaður, skelegg og ráðagóð. Starf aðstoðarmanns á hverjum tíma fer mjög mikið eftir ráðherranum sem hann vinnur með. Við Páll unnum mjög vel saman, hann treysti mér og ég ráðlagði honum. Ég vann að hans fyrirskipunum eftir bestu samvisku. Ég var aldrei í vafa hver stefnan var og hvað hann vildi, það skiptir miklu. Þessi tími festi enn frekar í sessi þá skoðun mína að það sé betra að segja hlutina eins og þeir eru þó þeir kunni að stuða fólk heldur en að pukrast eitthvað með raunverulegar skoðanir manns.


Þegar ég réð mig sem aðstoðarmann hafði ég þegar reynslu úr sveitarstjórn og ungliðastarfinu innan Framsóknarflokksins en ekki þá stjórnsýslulegu reynslu sem ég fékk svo í ráðuneytinu. Stjórnsýslan getur verið flókið og stundum hægfara en hún er engu að síður nauðsynleg. Verkferlar eru mikilvægir og að hlutirnir standist lögfræðilega, en þó er það líka það sem gjarnan stendur í vegi fyrir ákvörðunum sem oft þurfa meiri hraða. Það er ekki vafi í mínum huga að ungt fólk með hug á stjórnmálaferli fær gríðarlega mikla og góða reynslu að hafa verið aðstoðarmaður ráðherra líkt og hlutverkið var hugsað í upphafi. Þessi reynsla nýttist mér líka vel þegar ég varð sjálfur ráðherra. Eftir 2 ár sem aðstoðarmaður ráðherra flyt ég aftur norður á Sauðárkrók og leiði þar lista framsóknarmanna í sveitarstjórnarkosningum árin 2002 og 2006. Sveitarstjórnarmálin eru ekki ólík því að vera á Alþingi að því leiti að við fylgjum reglum og venjum, ákveðnum „þingsköpum“ en nálægðin er oft á tíðum meiri. Þegar boðað er til kosninga árið 2009 var skorað á mig að bjóða mig fram til Alþingis. Slíkt var hreinlega ekki á dagskrá hjá mér ef ég á að segja alveg eins og er. Eftir talsverða yfirlegu ákvað ég þó að taka slaginn og tók þátt í

prófkjöri, sem ég sigraði og leiddi svo lista flokksins í Norðvesturkjördæmi árið 2009 og aftur árið 2013. Árið 2009 varð ég alþingismaður og ráðherra utanríkismála árið 2013.

Þingmennskan Ég vil meina að ég hafi verið nokkuð tilbúinn til að taka sæti á Alþingi árið 2009, þrátt fyrir að það hafi ekki verið stefnan að fara í framboð á þeim tíma. Reynslan úr sveitarstjórnarmálunum, flokksstarfinu og sem aðstoðarmaður nýttist mér vel. Það er þó líka mikilvægt að vera félagslega stemmdur, tilbúinn að kynnast nýju fólki og hlusta á skoðanir og hugmyndir annarra sem oft á tíðum voru mjög framandi. Það skiptir líka mjög miklu að vera tilbúinn að fylgja þeim stefnuramma sem þú hefur undirgengist innan flokksins. Að fá tækifæri til að taka sæti á Alþingi er mikill heiður. Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi en jafnframt eru miklar kröfur gerðar til þingmanna. Þingmaður sem tekur starf sitt alvarlega er að allan sólarhringinn, alla daga ársins, allt kjörtímabilið með hugann við starfið. Ég hef alltaf tekið starf mitt alvarlega. Starfið yfirgefur þig ekki og þú ekki starfið. Í því fáu skipti sem tekið er frí frá þingstörfum er annaðhvort reynt að biðja aðra um að taka málin að sér eða fengið „gott veður” hjá fjölskyldunni til að eyða 1-2 tímum á dag í fríinu til að sinna starfinu. Slík er ástríðan hjá okkur flestum.

Úr þingmennsku í ráðherrastól Það var þannig að ekki hvarflaði að mér þegar ég bauð mig fram árið 2009 að ég ætti eftir að verða ráðherra sumarið

“Aldurinn skiptir ekki

öllu þótt oft væri „baunað” á mann sökum ungs aldurs og álitið að ég gæti varla haft vit á hinu og þessu. Ég var fulltrúi míns stjórnmálaflokks, hafði skoðanir á málunum og hélt þeim á lofti. Það eitt og sér er ótrúlega mikilvægt.

gert og vil jafnframt láta gott af mér leiða. Dagsdaglega leggur ráðherra mikið traust á þá embættismenn sem fyrir hann starfa. Það er einnig mikilvægt að vera með trausta og góða pólitíska ráðgjafa og þess hef ég notið. Um störf ráðherra gilda önnur lög og reglur en þingmennina og því er umhverfið annað. Ábyrgðin er t.d. nær þér og ákvarðanir sem teknar eru þurfa alltaf að standast skoðun. Ég geri mistök eins og flestir, ég viðurkenni þau og reyni að læra af þeim. Þannig komumst við áfram – með því að læra af reynslunni.

Allur þessi pólitíski ferill hefur verið afar góður og skemmtilegur skóli. Öll sú reynsla sem ég hef öðlast af ólíkum stjórnsýslustigum og pólitískri vinnu hefur sannarlega hjálpað eftir að ég settist í ráðherrastólinn. Að njóta þess að vinna með og umgangast fólk er forsenda þess að ganga vel og hafa gaman í starfi. Það Gunnar Bragi í sveitastjórn er einnig mikilvægt að hafa Skagafjarðar árið 2006 áhuga þjóðfélagsmálum og vilja láta gott af sér 2013, með þeirri miklu ábyrgð sem leiða. Þetta er ekki starf fyrir verklítið því fylgir. Það er hins vegar gríðalega og skoðanahrætt fólk sem tekur ekki ánægjulegt og um leið spennandi. Það samtalið um hvernig þjóðfélagið eigi að er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir vera. þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og bera virðingu fyrir því. Það hef ég alltaf

37


ÖRSKÝRINGAR

Um hvað er eiginlega verið að tala? Það var úr miklu að moða þegar Íslenska leiðin ákvað að velja úr stóru málum samfélagsins og reyna að útskýra í eins stuttu máli og mögulegt var. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar og fjármagnshöftin blessuðu urðu þar fyrir valinu. Skuldaleiðrétting Skuldaleiðréttingin var eitt helsta áhersluatriði Framsóknarflokksins í síðustu kosningum. Hún var hugsuð sem leið til þess að koma til móts við íslensk heimili sem lentu í því að höfuðstóll lána þeirra hækkaði eftir efnahagshrunið 2008. Margir bundu miklar vonir við þessa leiðréttingu því almennt er talið að íslensk heimili hafi komið einna verst út úr efnahagskreppunni. Hins vegar er 20% leiðrétting fyrir íslensk heimili mjög kostnaðarsamt loforð. Framsóknarflokkurinn færði rök fyrir því að þessi útgjöld myndu hins vegar ekki koma frá ríkissjóði heldur yrði þetta lagt á erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Þegar á höggstokkinn var komið virtist þessi niðurstaða þó ekki vera raunveruleikinn. Til þess að geta staðið við þetta loforð voru 80 milljarðar teknir úr ríkissjóði og nýttir í þetta verkefni. Tilgangurinn var að auka eyðslugetu og einkaneyslu íslenskra heimila og viðhalda þannig stöðugleika íslenskra heimila, skv. Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra.

Seðlabankinn taldi þetta þó vera dýrkeypta aðgerð þar sem þetta gæti leitt til of mikillar hækkunar raungengis og kaupmáttar, en slíkar sveiflur leiða yfirleitt til niðursveiflu og falli krónunar. En þetta er ekki fordæmalaus aðgerð því svipaðar leiðréttingar á genginu urðu m.a. á árunum 2008-2009 og 1983-1984. Auk þess telur bankinn þessar aðgerðir geta lengt líftíma fjármagnshaftanna sem er þyrnir í augum margra. Erfitt er að segja til um afleiðingar svona aðgerðar og er það nokkuð sem tíminn mun þurfa að leiða í ljós. Jahá! En talandi um fjármagnshöftin. Hvað í ósköpunum þýða þau, og hvaða afleiðingar geta þau haft fyrir þjóðarbúið? Við gáfum sérfræðingum Seðlabankans það verðuga verkefni að reyna að koma því frá sér á eins skýran hátt og kostur var.

Fjármagnshöftin Fjármagnshöft voru innleidd í nóvember 2008 í kjölfar þess að Ísland varð fyrir barðinu á óvenju umfangsmikilli bankakreppu þá um haustið. Minnkandi

tiltrú á íslenskum fjáreignum skapaði hættu á stórfelldu útstreymi fjármagns með háskalegum afleiðingum fyrir gengi krónunnar, sem þegar hafði lækkað. Í stuttu máli eru höftin tímabundin verndarráðstöfun sem ætlað er að takmarka áhrif fjármagnsviðskipta- og flutninga á greiðslujöfnuð og gengi krónunnar á meðan greiðslur vegna almennra utanríkisviðskipta (vöru- og þjónustu, þáttatekna o.s.frv.) eru almennt ekki takmarkaðar af höftunum. Í skjóli þessa hefur íslenska hagkerfið gengið í gegnum mikla aðlögun á undanförnum árum og horfir nú margt til betri vegar. Hluti þess vanda sem höftunum er beint að stendur þó enn óleystur. Þá geta höftin sjálf einnig haft með sér neikvæð áhrif sem fara vaxandi eftir því sem þau vara lengur. Í framangreindu felst ein helsta áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir nú um mundir, þ.e. að búa svo um að aflétta megi höftunum innan tíðar og varðveita jafnframt þann stöðugleika sem í skjóli þeirra hefur náðst.

Í ÞÍNUM HÖNDUM Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra.

F í t o n / S Í A

Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist í maga fugla, fiska og sjávarspendýra.


MYNDIR ÚR STARFI POLITICU

39


Dagbók úr prófatörn Íslenska leiðin hefur undir höndum dagbók frá ónefndum nemanda á fyrsta ári frá síðustu haustprófum. Heimildamaðurinn nýtur nafnleyndar en rannsókn er hafin á lekanum. Það kemur þó ekki í veg fyrir birtingu og fá lesendur hér innsýn frá fyrstu hendi hvernig fyrstu prófin í háskóla geta farið með suma. Fyrsti dagur - 30. nóvember Jæja, ég sem ætlaði að reyna að finna góð ráð um hvernig eigi að forðast prófljótuna. Ég óttast að ég geti lítið gert þar sem mín læddist aftan að mér eins og þjófur að nóttu. Fínn fyrsti dagur, George Michael og Last Christmas hjálpuðu mér í gegnum hann, félagsfærni enn á nokkuð háu stigi og allt að gerast! Fjöldi kaffibolla fimm…fín tala, en hér þarf að stoppa, leiðinlegt að reyna að skrifa með skjálfandi höndum. Þó það sé reyndar mjög erfitt að viðhalda þeirri sjálfstjórn þegar myrkrið er svona mikið og ég held að klukkan sé tíu þegar hún er í raun fimm.

Annar dagur – 31. nóvember Ótrúlegt hvað dagar eru misjafnlega skilvirkir. Einungis fjórir kaffibollar í dag en þurfti þá varla því ég eyddi áræðanlega einum og hálfum tíma í að uppfæra þekkingu mína um Kim Kardashian sem hefði átt að fara í að læra. (afhverju þurfti hún að reyna að brjóta internetið þegar ég var að reyna að læra fyrir próf). Auk þess náði ég að vinna nokkuð mörg borð í Candy Crush, efast reyndar um að Stefán spyrji um það í félagfræðiprófinu... jæja svona eru sumir dagar.

Þriðji dagur – 1. desember Kaffibollar, áræðanlega átta... Enda mjög skilvirkur dagur. Snooze-æði mitt er reyndar stjórnlaust en drattaðist þó á lappir um níu. Áttaði mig hins vegar á því hvað félagsleg færni fellur hratt þegar ég fór í vinnuna. Ég get ekki haldið uppi einföldum fimm mínútna samræðum. Ég finn einbúaeinkenni mín magnast dag frá degi og þau sem þekkija mig geta búist við eðlilegum samræðum einhvern tímann í janúar. Náði allavegna að vinna upp gærdaginn og notaðist við svakalegan indy/artý-lista á Spotify, lengi lifi!

Fjórði dagur – 2. desember Kaffibollar, óteljandi. En þó ekki of margir! Of margir myndu valda því að skriffærnin væri lítil sem engin. Hélt að

40

hellisbúa stíll minn væri aðeins að lagast en frétti svo sólahring of seint að Beyonce og Jay-Z væru á landinu þannig að mig grunar að ég búi meira undir steini en ég vil viðurkenna. Hef skipt hreyfingu út fyrir mat, en mér til varnar er vont veður úti, sem veldur því að það er miklu erfiðara að manna sig í að fara út. Það sem jólaprófin hafa fram yfir vorprófin er maturinn. Freistingin er einfaldlega of mikil...

Fimmti dagur – 3. desember Félagsfræðipróf og það gerðist ekki meira þann daginn! Kaffibollar voru þó þrír en það var því prófið var ekki fyrr en hálf tvö. Í prófinu tók við skrifmaraþon og smá krampi fylgdi með. Kannski þarf ég að fara að gera handæfingar...eyði restinni af deginum í að Google-a þær.

Sjötti dagur – 4. desember Eftirprófdagsþynnkan tók yfir og lærdómur var minni en ég kýs að viðurkenna. Kaffibollar, hundrað - til þess að reyna að neyða fram einbeitingu sem var ekki til staðar. Svo um leið og ég fór út að borða þá skyndilega var ég komin í þennan þvílíka lærdómsham! Ég vissi að vatn væri mikilvægt en ég tel það í prófatíð bráðnauðsynlegt, einfaldlega til þess að hausinn brenni ekki yfir. Ég held reyndar að maður komist ekki hjá því að hann steikist aðeins.

Sjöundi dagur – 5. desember Metnaðurinn skilaði sér á ný! Gaman að því, kaffibollar...gleymdi að telja því ég var í vinnunni og allir bollar sem maður drekkur þar teljast ekki með...eða er það ekki annars? Ef sú regla stendur drakk ég bara tvo, annars u.þ.b. tíu. Ég viðurkenni að ég er mjög hrifin af jólaprófunum, sérstaklega þegar er snjór! Mandarínur, piparkökur, malt og appelsín...listinn gæti verið endalaus. Það er eitthvað svo notalegt við að hafa það gott í kuldanum. Segi þó ekki að ég myndi ekki njóta þess meira ef það væri ekki bók á borðinu mínu með 100 ólesnum blaðsíðum.

Áttundi dagur – 6. desember Ég held ég sé orðin samgróin skrifborðinu mínu. Ætli það sé ekki mjög algengt einkenni í prófatíð? Ég held ég sé fjórum sinnum í þessari viku búin að gleyma hvaða dagur vikurinnar er, ég veit hreinlega ekki alveg hversu heilusamlegur lífstíll þetta er. Kafflibollar voru hinn „heilsusamlegi” fjöldi, fimm.

Níundi dagur – 7. desember Ég held að það væri mjög áhugaverð vísindaleg tilraun að kanna hvernig í ósköpunum háskólanemar geta verið svona skilvirkar vélar í prófum á svona litlum svefni og svona miklu kaffi. Þetta er ónáttúrulegt. Kaffibollar álíka margir og klukkutímarnir sem ég er búin að sitja yfir bók eða pdf skjali í dag, eða margfaldaður tími með tveimur. (þessi hugmyndafræði virkaði hjá prófheilanum þegar ég skrifaði hana en í yfirlesningu er enginn rauður þráður í þessum útreikninum). Óóó ef það væri jafn auðvelt að lesa sig í gegnum efnið og að hella upp á kaffi.

Tíundi dagur - 8. desember Prófið í Inngangi að íslenska stjórnkerfinu var allt sem Birgir lofaði að það myndi vera, því miður. Lítið annað gerðist þann daginn, því þessi háskólanemi lagðist á sófann þegar heim var komið! Það er eitthvað svo miklu viðráðanlegra að vera hálfnaður eða eiga þrjá fjórðu eftir. Góð tilfinning og ég ætla að njóta hennar í tuttugu mínútur þangað til það þarf að læra fyrir næsta próf... Kaffibollar þrír! Ég stend ekki undir nafni sem koffínsjúklingur.

Ellefti dagur – 9. desember Það er svo erfitt að vakna daginn eftir próf til þess að læra fyrir próf. Leið eins og ég væri að vakna eftir þúsund ára svefn með þrjátíu sementpoka liggjandi ofan á mér. Ekki hjálpar að áhugi minn á þáttaefninu er einstaklega takmarkaður, trúðu mér ég vildi að hann væri meiri! Myndi gera líf mitt miklu auðveldara en svo er því miður ekki, og sjálfsblekking kemur manni einungis áleiðis.


Gæti haldið háskólanámskeið um frestunaráráttu í prófatíð...Sá sem mætir verst undirbúinn og reddaði þessu samt fengi bestu einkunn. Gott dæmi um frestunaráráttu er að ég settist niður til þess að læra með allar glósurnar fyrir framan mig en valdi frekar að skrifa þennan texta og búa til skotheldan Spotify-lærdómslista. Auk þess er ég að reyna að slá met í hversu oft er hægt að tjékka Facebook á einum klukkutíma. Kaffibollar koma sirka út á þrefaldri margföldun á örvæntingarandartökum dagsins.

Tólfti dagur – 10. desember Ég hef aldrei skilið alnighter. Ég dáist að fólki sem getur það, ég er bara búin að komast að því að ég er ekki ein af þeim. Ég drekk hugsanlega þrjátíu kaffibolla og sest niður megapeppuð, klukkan verður eitt og ég get ekki meir. Svo lifi ég í þeirri sjálfsblekkingu að ég muni ná að vakna fyrr til þess að læra, allir sem þekkja mig vita að ég get það ekki, það er einfaldlega ekki einn af mínum hæfileikum. Þannig að þetta próf verður tekið á gamla góða íslenska máltakinu, „þetta reddast.”

VILT ÞÚ HAFA ÁHRIF Á ORKUSTEFNU ÍSLANDS? Iceland School of Energy býður upp á þverfaglegt meistaranám á sviði sjálfbærrar orku. Kynntu þér málið á schoolofenergy.is

Þrettándi dagur – 11. desember Undur og stórmerki! Ég náði að vakna í morgun. Reyndar klukkutíma seinna en ég ætlaði að gera en ég vaknaði þó mun fyrr heldur en mig grunaði. Ég er búin að sitja í sömu stofunni öll prófin og án undantekninga segir yfirsetumaðurinn sama brandara. Ég verð að viðurkenna að það er alltaf eitthvað voðalega heimilislegt við það. Eina morgunprófið og það byrjar á ókrisilegum tíma. Fór út í áræðanlega tíu stiga frosti og allt var frosið á bílnum! Þannig að lúxusdýrið ákvað að leggja í skeifinu í fyrsta skipti og það var snilld! Ótrúlega kalt og ég rölti þrjú skref inn á Háskólatorg í hitann. Ástar/hatur samband mitt við kaffið á Háskólatorgi heldur áfram. Það er svo sannalega ógeðslegt, en ég gæti ekki verið án þess. Kláraði eina morgunprófið og fór beint heim að sofa þannig að eini kaffibollinn var yndislegi háskólakaffibollinn minn.

Fjórtándi dagur - 12. desember Ég...get...ekki...opnað...þessa...bók. Það er í alvörunni eins og þyngsl heimsins hvíli á henni þegar ég reyni að opna Globalization. Síðasta umferð, koma svo! Ég er með kenningu um að matarmagn haldist í hendur við hversu marga daga þú ert búin að vera að læra fyrir próf. Lítur ekki vel út fyrir mig. Þar sem prófljótan hefur tekið öll völd er mitt besta ráð á þessari stundu að taka því fangandi og lifa með því. Ég held að kaffifíkn mín sé komin á hættulegt stig og býst við talsverðum fráhvarfseinkennum þegar ég reyni að fara aftur niður í bara þrjá bolla á dag. Við getum þetta!

Fimmtándi dagur – 13. desember Ég er komin ansi nálægt tröllinu sem stal jólunum í skapinu þessa daga. Ég þoli ekki að sjá fólk sem er glatt og í jólaskapi þar sem mitt virðist hafa yfirgefið mig með kafla 27 í Globalization. Ég þoli ekki að skoða Instagram, vera niður í bæ og mig langar helst að kasta snjóboltum í alla sem líta út fyrir að vera hamingusamir. Afhverju eru líka svona margir búnir á föstudaginn? Ég þurfti að læsa mig úti af Facebook í sólarhring út af öllum próflokasjáðuhvaðergamanh jáokkur myndunum sem smituðust yfir allt newsfeedið mitt.....Ég er hætt, nú skal ég halda prófpirringnum fyrir mig. Kaffibollar, fimmtíu og yndislega amma mín sendi heitt kakó til mín! Það bræddi prófahjartað aðeins.

Sextándi dagur – 14. desember Ég skil loksins hvernig fólki í návist vitsugu úr Harry Potter líður. Ég tel mig upplifa sömu tilfinningu þegar ég labba inn á Þjóðarbókhlöðuna. Öll gleði og von

sogað burt og skilur mann eftir sem tóma skel. Einungis tveir dagar!

Átjándi dagur – 16. desember Ekki neitt gerðist í gær, svo að hann á ekki skilið eigin færslu (fyrir utan smávægilegan grát í sturtu en við skulum ekki fara út í þá sálma hér.) Meginmálið er núna: ÞETTA ER BÚIÐ, afgreitt mál! Sjaldan fær maður jafn góða ástæðu til þess að detta í það þegar að lokaprófin eru búin. Auk þess er kosturinn við prófljótuna að það er fátt skemmtilegra en að rísa eins og fönix úr ösku hennar! Sjálf er ég þannig að allt er skömminni skárra. Það að fara úr kósýbuxunum og ullarsokkunum er afrek út af fyrir sig og ég verð að viðurkenna að mér þykir það alltaf mjög skemmtilegt. Tími fyrir jólaglögg, áhyggjulaust sjónvarpsgláp og sólahringsviðsnúning (eða allavegna fram að vinnu á föstudaginn). Gott líf!

41


NEMENDUR SVARA

Hrefna Ragnhildur Jóhannesdóttir, 1. ári

Stjórn Politicu 2014-2015 þakkar kærlega fyrir skólaárið sem nú er að líða.

Tekur þú lýsi? Nei. Besta Britney lagið? Toxic. Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég bara veit það ekki.

fif2013.indd

Grettir Gautason, 2. ári Hvar í háskólanum er besta kaffið? Kaffið í Odda er án efa besta kaffið.

Hvaða þingmaður er í uppáhaldi? Ætli Jónas frá Hriflu sé ekki í smá uppáhaldi, fyrir það eitt að hafa verið dæmdur geðveikur.

Af hverju stjórnmálafræði?

Stjórnmálafræði leit einfaldlega best út á blaði af því námi sem býðst hér heima.

Hvað borðarðu í morgunmat?

Fæ mér boozt með banana, frosnum ávöxtum, eggi, höfrum og ab-mjólk. Svo auðvitað kaffi.

Hvað gerirðu þegar þú átt að vera að læra? Oftast horfi ég á eitthvað þegar ég á að vera að læra, þegar ég er í algjöru gjaldþroti tek ég til.

Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Ívar Sindri Karvelsson, 1. ári 2. ári Hvar í háskólanum er besta kaffið? Hvar í háskólanum er besta kaffið? Odda Uppáhellingin í HÍ er ekki spes, ég er því með kaffikort í vélinni í Hámu, það er mjög gott.

Hvaða þingmaður er í uppáhaldi? Held ég eigi engan uppáhalds en mér finnst Björt Ólafsdóttir í Bjartri Framtíð ótrúlega flott kona.

Af hverju stjórnmálafræði? Ég hef

haft mikinn áhuga á bæði stjórnmálum og samfélagsmálum frá því að ég var lítil.

Hvað borðarðu í morgunmat?

Honey Nut Cheerios þá morgna sem ég borða morgunmat. Annars er ég mjög léleg í að borða morgunmat.

Hvað gerirðu þegar þú átt að vera að læra? Þá er ég oftast að horfa á Netflix eða elda góðan mat.

42

Hvað gerirðu þegar þú átt að vera að læra? Sofa, spjalla og eiginlega bara allt annað

Hvaða þingmaður er í uppáhaldi? Konan hans Birgis Hermannssonar


fif2013.indd 1

Ef þú ert félagsvísindamaður:

Þá getum við aðstoðað með:

FélagsfræðingurStjórn málafræ ðingurHeim spekingurAfbrota fræðingurMannfræðin gurÞjóðfræðingurÞróu narfræðingurSafna f r æ ð i n g u r Tr ú f r æ ð i n gurFötlunarfræðingur

KjarasamningaRáðn ingarsamningaRéttin davörsluSjú krasjóðiOr l ofssj ó ð St ar fsm en nt a s jóðKjararannsóknirStar fsþróunarseturHagsmu nagæsluVinnumarkaðs ráðgjöfLögfræðiráðgjöf

Stéttarfélag allra félagsvísindamanna Félag íslenskra félagsvísindamanna - www.stett.is - s:595 5165 2014-01-16 22:05:21

Appið og Netbankinn

Við bjóðum góða þjónustu í kaffitímanum Í Netbankanum og Appinu geturðu sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar Hvort sem þú ert í kaffitíma í vinnunni, uppi í bústað eða á ferðalagi í útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni eða snjalltækjum. Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

43



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.