TRYGGINGAR Á sviði ferðaþjónustunnar skipta vátryggingar miklu máli. Ýmsar tryggingar geta verið skilyrði fyrir starfsleyfi líkt og komið var inn á í kafla 3 um leyfisveitingar og þá geta sumar þeirra verið lögboðnar. Hér verður ekki vikið að hinum hefðbundnu tryggingum sem fyrirtæki verða jafnframt að huga að, líkt og brunatryggingum húseigna, ökutækjatryggingum o.fl.
12.1. ÁBYRGÐARTRYGGINGAR Ábyrgðartrygging getur verið skilyrði fyrir því að fyrirtæki fái rekstrarleyfi, samanber umfjöllun um leyfisveitingar í kafla 3. Er til að mynda gerð krafa um að ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, bílaleigur og þeir sem aka með ferðamenn verði sér úti um ábyrgðartryggingu hjá tryggingarfélagi til að leyfi sé veitt fyrir rekstrinum. Þó svo að ábyrgðartrygging sé ekki gerð að skilyrði fyrir rekstrarleyfi þá er slík trygging mikilvæg fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri. Er slík trygging mikilvæg ferðaþjónustufyrirtækjum vegna mögulegrar skaðabótaábyrgðar gagnvart þriðja aðila vegna starfsemi fyrirtækisins og/eða starfsmanna þess. Tryggingin bætir tjón á munum og/eða vegna slysa á fólki.
TRYGGINGAR
65
12