Leiðarvísir ferðaþjónustunnar

Page 49

8 Í Snæfellsjökulsþjóðgarði er gangandi fólki heimilt að fara um þjóðgarðinn. Fylgja skal merktum gönguleiðum, annars hefðbundnum gönguleiðum þar sem því verður við komið eða fyrirmælum starfsmanna þjóðgarðsins. Samkvæmt 15. gr. náttúruverndarlaga skal, þegar farið er á reiðhjólum um landið, fylgja vegum og skipulögðum reiðhjólastígum svo ekki hljótist af náttúruspjöll. Ákvæðið tekur einungis til reiðhjóla. Um vélknúin hjól gilda sömu reglur og um önnur vélknúin ökutæki. Í Vatnajökulsþjóðgarði er umferð reiðhjóla heimil á vegum, bílastæðum og merktum reiðhjólaleiðum. Á göngustígum er umferð reiðhjóla heimil þar sem ekki gilda sérstök bönn við reiðhjólaumferð, en full aðgát skal höfð gagnvart göngufólki. Þá geta þjóðgarðsverðir bannað umferð reiðhjóla á göngustígum og reiðleiðum þar sem mikil umferð er eða gróðurlendi getur hlotið skaða af. Í reglum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er ekkert tekið fram um þá sem fara á reiðhjólum um þjóðgarðinn. Leiða má að því líkum að um þá gildi sömu reglur og um þá sem fara fótgangandi og á hestum, þ.e. þeir skulu fylgja reglum Þingvallanefndar um umgengni og umferð í þjóðgarðinum á hverjum tíma. Í þjóð­ garðinum Snæfellsjökli er umferð reiðhjóla óheimil utan akvega, bílastæða og reiðhjólaleiða. Samkvæmt 16. gr. náttúruverndarlaga skal, þegar farið er ríðandi um landið, fylgja skipulögðum reiðstígum eins og kostur er. Þá skal á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði hafa tiltækt nægilegt aðflutt fóður fyrir hrossin. Heimilt er, að fengnu leyfi eiganda eða rétthafa eignarlands þegar svo á við, að slá upp aðhöldum eða næturhólfum, enda valdi það ekki spjöllum á náttúru landsins. Á hálendi skal þeim valinn staður á ógrónu landi sé þess kostur. Á náttúruverndarsvæðum skal hafa samráð við landverði eða umsjónaraðila á staðnum þegar svo háttar til. Í Vatnajökulsþjóðgarði er umferð hesta heimil á skilgreindum eða merktum reiðleiðum. Heimilt er að slá upp aðhöldum eða næturhólfum á skilgreindum áningarstöðum. Fyrir hópferð á hestum þarf leyfi þjóðgarðsvarðar og getur hann

NÁTTÚRUVERND OG FERÐAÞJÓNUSTA

49


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.