Leiðarvísir ferðaþjónustunnar

Page 38

3 a) Áritaðan ársreikning eða staðfest skattframtal. b) Rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár og næsta ár. Samgöngustofa getur óskað eftir staðfestingu endurskoðanda um að hún sé raunhæf miðað við gefnar forsendur. c) Skriflega yfirlýsingu frá innheimtuaðila ríkis og viðkomandi sveitarfélags þess efnis að umsækjandi sé í skilum með opinber gjöld. d) Staðfestingu á starfshæfni. e) Sakavottorð. f) Ljósrit af skráningarskírteini bifreiða. g) Afrit af síðustu leyfisskoðun bifreiða. Bifreið sem er notuð til fólksflutninga skv. lögunum skal uppfylla gæða- og tæknikröfur Samgöngustofu og hana má eingöngu nota til slíkra flutninga meðan leyfið gildir. Að auki verða tækin að vera skráð samkvæmt lögum og tryggð ökumannstryggingu og ábyrgðartryggingu. Gjald fyrir almennt rekstrarleyfi er 3.000 kr. árlega og 1.400 kr. fyrir hverja bifreið og er það gjald greitt þegar bifreið er færð til árlegrar skoðunar. Gjald fyrir sérútbúnar bifreiðar skv. 10. gr. laganna, sem þurfa að uppfylla gæðaog tæknikröfur er 4.000 kr. árlega og 1.400 kr. fyrir hverja bifreið og skal það greitt þegar bifreið er færð til árlegrar skoðunar. (Sjá framangreind lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi ásamt reglugerð).

38

LEYFISVEITINGAR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.