Leiðarvísir ferðaþjónustunnar

Page 37

3 1. Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu. • Fullnægjandi fjárhagsstaða merkir að hafa aðgang að nægilegu fjármagni til að stofna fyrirtæki og tryggja öruggan rekstur þess. Fyrirtæki verður að hafa eigið fé og sjóði sem jafngilda a.m.k. 850.000 kr. fyrir fyrsta ökutæki og 450.000 kr. á hvert ökutæki umfram það. 2. Fullnægja skilyrðum um starfshæfni. • Til að uppfylla skilyrði um starfshæfni skal umsækjandi hafa lokið námskeiðum á vegum Samgöngustofu. Prófuð skal þekking umsækjanda á þeim sviðum sem greinina varðar. 3. Hafa ekki verið dæmdur til refsivistar eða framið alvarleg eða ítrekuð brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda, svo sem stundað leyfisskyldan akstur án tilskilins leyfis. Hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi samkvæmt lögunum. Framangreindum skilyrðum verður leyfishafi einnig að fullnægja á leyfistímanum. Samkvæmt 10. gr. framangreindra laga gefur Samgöngustofa einnig út leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða, t.d. til fjallaferða, enda þótt slíkar bifreiðar rúmi færri en níu farþega. Skilyrði fyrir slíku leyfi er að það sé notað í tengslum við þjónustu við ferðamenn og að umsækjandi hafi almennt rekstrarleyfi sem vikið var að hér að framan. Leyfi samkvæmt þessu ákvæði er gefið út á rekstraraðila en ekki á hverja bifreið. Rekstraraðili skal þó merkja þær bifreiðar sem hann notar. Sé boðið upp á vélsleða- eða fjórhjólaferðir nægir að hafa til þess ferða­ skipuleggjendaleyfi eða, eftir atvikum, ferðaskrifstofuleyfi. Í reglugerð nr. 528/2002 um fólksflutninga á landi er nánar vikið að skilyrðum fyrir rekstrarleyfi skv. framangreindum lögum. Kemur þar fram að þegar sótt er um rekstrarleyfi skal umsækjandi leggja fram eftirtalin gögn:

LEYFISVEITINGAR

37


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.