Leiðarvísir ferðaþjónustunnar

Page 26

3 1. Skráningarvottorð úr fyrirtækjaskrá (hf. og ehf.) eða firmaskrá (sameignarfélag, samlagsfélag eða einkafirma). a. Ef umsækjandi er einstaklingur og heiti ferðaskrifstofu er annað en nafn hans þá þarf að skrá heitið í firmaskrá í því umdæmi sem atvinnustarfsemin fer fram. b. Ef umsækjandi er hlutafélag/einkahlutafélag og heiti er annað en nafn fyrirtækis þá þarf að skrá heitið í fyrirtækjaskrá. 2. Vottorð um skráningu hjáheitis í fyrirtækja- eða firmaskrá (ef við á). 3. Búsetuvottorð vegna forsvarsmanns, sbr. a-lið 2. mgr. 9. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Vottorðið má fá hjá Þjóðskrá eða íbúaskrá sveitarfélags lögheimilis forsvarsmanns. 4. Staðfesting á búsforræði forvarsmanns, sbr. d-lið 2. mgr. 9. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Vottorðið fæst hjá héraðsdómi í umdæmi lögheimilis forsvarsmanns. 5. Sakavottorð fyrir forsvarsmann, sbr. c-lið 2. mgr. 9. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Vottorðið fæst hjá lögreglustjóra í umdæmi lögheimilis forsvarsmanns. 6. Staðfesting um ábyrgðartryggingu frá vátryggingarfélagi. Ábyrgðartryggingunni er ætlað að tryggja viðskiptavini leyfishafa á meðan á ferð stendur verði þeir fyrir líkamstjóni eða tjón verði á munum í eigu viðskiptavina. Athugið að trygging þarf að vera í gildi á gildistíma leyfisins. 7. Rekstraráætlun fyrir yfirstandandi og næsta ár, skipt niður á mánuði og skal áætluð tryggingarskyld velta sérgreind. (Sýnishorn bókhaldsgagna sem þurfa að fylgja með umsókn er að finna á vef Ferðamálastofu). 8. Greiðsluáætlun fyrir yfirstandandi og næsta ár, skipt niður á mánuði. (Sýnishorn bókhaldsgagna sem þurfa að fylgja með umsókn er að finna á vef Ferðamálastofu). 9. Áætlun um efnahag fyrir yfirstandandi og næsta ár. (Sýnishorn bókhaldsgagna sem þurfa að fylgja með umsókn er að finna á vef Ferðamálastofu).

26

LEYFISVEITINGAR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.