2 vefsíðunni má jafnframt nálgast eyðublað fyrir umsókn um skráningu vörumerkis sem og leita í vörumerkjaskrá. Isnic – Internet á Íslandi hf. annast skráningu léna undir landsléninu .is. Gildistími léna er ótímabundinn en afnot af léni miðast við eitt ár í senn. Með greiðslu árgjalda getur eigandi lénsins endurnýjað það eins oft og hann vill. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Isnic, www.isnic.is og þar er einnig að finna upplýsingar um skráð lén á Íslandi. Skráning á léni veitir þó ekki einkarétt á orðinu sem lénið er sett saman úr. Til að tryggja einkarétt á orðinu er því almennt nauðsynlegt að skrá það sem vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Framangreindu til viðbótar er rétt að taka fram að eigendur auðkenna þurfa sjálfir að gæta að því að réttur þeirra sé ekki brotinn af öðrum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að vera vel vakandi og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf krefur enda eru auðkenni fyrirtækja oft ein dýrmætasta eign þeirra.
STOFNUN FÉLAGS
23