IS_Hama...een concept

Page 1

...Grunnhugmynd

Framleidd í Danmörk af Malte Haaning Plastic A/S


– dönsk framleiðsla

Hvað er HAMA? Grunnhugmynd okkar er byggð á litríkum perlum og perlubotnum. Þú getur gert bæði einfaldar og flóknar myndir með því að setja perlur á perlubotn. Perlum er auðvelt að raða á perlubotna, þar til þú hefur gert þá mynd sem þú óskar eftir. Það er hægt að hreyfa perlurnar til, þangað til að þær eru straujaðar. Þegar búið er að strauja perlurnar er ekki hægt að færa þær til. Hægt er að nota perlubotnana aftur og aftur ef straujað er varlega. Setjið straupappír yfir perlumyndina og notið venjulegt straujárn til að bræða perlurnar saman. Látið perlurnar kólna í nokkrar mínutur, fjarlægið pappírinn og takið myndina af perlubotninum. Farið vel eftir leiðbeiningunum hvernig á að strauja og látið alltaf fullorðna strauja.

Af hverju ættu börn að leika sér að HAMA? Þegar börn leika með HAMA perlur þroskast hreyfifærni þeirra, þau læra að telja, setja saman liti, læra að aðgreina mismunandi myndform og sköpunarhæfileikar aukast. HAMA hentar vel öllum aldurshópum, alveg frá fyrstu tilraunum til að stjórna fálmandi fingrum til fullorðinsára, þar sem “að perla” verður frístundaiðja frekar en fræðandi leikur. HAMA er þróað þannig að börnin halda aldrei annað en þau séu að leika sér. Börnin skemmta sér vel með HAMA.


– dönsk framleiðsla

Hvað býður HAMA? Við bjóðum mikið úrval af perlum og perlubotnum í mörgum litum og bætum sífellt við nýjum skemmtilegum og spennandi perlubotnum. Perlurnar okkar eru til í þremur mismundandi stærðum:

Mini perlur - 49 litir - 2,5 mm.

Smæð perlanna gerir okkur kleyft að gera mjög nákvæm og flókin mynstur og form. Fullorðnir hafa einnig mikla ánægju af að gera myndir í þessari perlustærð í stað ísaums og sauma. Mælt er með að 10 ára og eldri noti þessa stærð af perlum.

Midi perlur - 65 litir - 5 mm.

Þessi perlustærð er sú vinsælasta hjá öllum aldurshópum. Mælt er með þessari stærð fyrir 5 ára og eldri börn sem eru komin með vel þroskaða hreyfifærni. Börn og fullorðnir hafa mikla ánægju af þessum plastperlum, hvort sem þær eru straujaðar, saumaðar eða pressaðar saman. Allt sem þarf er ímyndunarafl eða fara eftir myndum eða hugmyndabókum.

Maxi perur - Blandaðir litir - 10 mm.

Maxi er þróað fyrir lítil börn sem þurfa stórar perlur. Þessi perlustærð er ætluð fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Hreyfifærni þeirra er ekki enn fullþroskuð. Maxi perlurnar eru frábærar/fullkomnar fyrir leikskóla og vinahópa. Við auðveldum litaval fyrir þennan aldushóp og bjóðum upp á 3 mismunandi litablöndur með 22 litum.


– dönsk framleiðsla

Af hverju að stauja HAMA perlur?

Börn elska að búa til gjafir og gefa og gera perlurnar okkar þeim það kleyft á ódýran hátt. Víða í heiminum hafa foreldrar tekið við “ meistaraverkum” sem hafa verið gerð vegna þess að það er hægt að strauja perlurnar saman. Það er vinsælast að leika með perlurnar á þennan hátt. Það er mikilvægt að taka það fram að það ættu að vera fullorðnir sem strauja perlurnar vegna þess að straujárnið verður mjög heitt. Þar sem perlurnar fást í þremur stærðum er mikilvægt að fara vel eftir strauleiðbeiningum og ef notaður er HAMA straupappír þá ábyrgjumst við góða útkomu í hvert skipti. Fylgið þessum þremur einföldu reglum:

Setjið perlurnar á perlubotn og vinnið með mynd þar til að þið eruð ánægð með útkomuna.

Setjið straupappír yfir myndina og fylgið strauleiðbeiningum vel sem ætlaðar eru fyrir hverja perlustærð.

Látið perlunar kólna í nokkrar mínutur og takið síðan myndina af perlubotninum. Nú er hægt að leika með myndina, hengja í glugga osfv.


– dönsk framleiðsla

Perlubotnar og hugmyndabækur Við bjóðum upp á mikið úrval af perlubotnum og “grunn” botn nr: 234 er hægt að setja saman og búa til mjög stór form. Grunnbotnar í miðsstærð eru einnig til í gegnsærri útgáfu, þá er hægt að leggja yfir formin ef myndin er gerð á skala 1:1. Allir maxi botnar eru gegnsæir, það gerir ungum börnum auðveldara að fara eftir mynstrum sem komið er fyrir undir perlubotnunum. Vinsamlegast athugið: Ef staujað er varlega sem alltaf ætti að vera gert af fullorðnum er hægt að nota perlubotna aftur og aftur.

Hugmyndabækur okkar eru með miklu úrvali af uppskriftum og hugmyndum, bækur eru til fyrir perlustærðirnar þrjár.


– dönsk framleiðsla

Skapandi

HAMA er hið fullkomna leikfang þar sem bæði heilahvel eru notuð samtímis. Leikföng sem hafa þann eiginleika að örva bæði heilahvel barna í einu eru sjaldgæf og því dýrmæt.

Lærdómsrík

HAMA perlur stuðla að samhæfingu handar og augna. Börnin læra að þekkja og setja saman liti, safna saman litlum hlutum og setja niður með nákvæmni og á sama tíma aðskilja á milli ólíkra forma. HAMA hefur perlubotna með stafrófi og tölustöfum og þar með geta börn á aldrinum 5-7 ára lært bókstafi og tölur. Það fást perlubotnar með mismundandi formum svo börn læra einnig að þekkja þau.


– dönsk framleiðsla

Hreinlegt

HAMA perlur óhreinka ekki föt eða húsgögn. Ef perlur fara í uppþvottavél, skolast þær út án þess að valda skaða. Straupappír okkar skilur ekki eftir sig leyfar á straujárni.

Öryggi

HAMA vörurnar hafa farið í gegnum viðeigandi öryggisprófanir. Þó svo að barnið gleypi nokkrar perlur er óþarfi að hafa áhyggjur. Perlurnar munu fara í gegnum meltingaveg barnsins án þess að valda skaða því þær eru mjúkar og án hvassra brúna.

Skemmtilegt

Fallegir litir, spennandi perlubotnar og ímyndunarafl virkjað, niðurstaðan er að börnin skemmta sér!


Hægt er að finna HAMA á Veraldarvefnum á eftirfarandi netfangi sem er fyrir neðan. Og hægt er að fá HAMA í meira en 50 löndum um allan heim. Börnin geta orðið þátttakendur í “ HAMA klúbbnum” með því að skrá sig á heimasíðu okkar. Þar er einnig hægt að finna allar HAMA vörur. Markmið okkar er að þróa og bjóða fyrsta flokks framleiðslu.Vörurnar okkar eiga að hafa mikið skemmtanagildi ásamt því að hafa lærdómsríkt innihald sem höfðar til sköpunargáfu barnsins. Vörurnar okkar eiga því jafnframt að veita barninu ánægjulegan og skemmtilegan leik.

99112


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.