Pinnasuða

Page 285

Evrópustaðlar fyrir pinnasuðu

Samþykktir suðuefna á Íslandi Þar sem íslenskar stofnanir hafa ekki bolmagn til svo yfirgripsmikilla prófana sem þarf svo meta megi suðuefni, er farið eftir samþykktum frændþjóðanna og samþykktir þeirra látnar gilda hér líka. Til ýmissa sérverkefna getur þurft viðbótarsamþykki eftirlitsstofnunar, t.d. DNV eða Lloyds.

Stöðlun suðupinna Í mörgum löndum eru til staðlar yfir suðupinna. Reynt hefur verið að ná samkomulagi um að nota hinn alþjóðlega ISO-staðal. Á Evrópuvettvangi mun hins vegar prEN 14532-1, -2 og -3 væntanlega verða tekinn í notkun í byrjun árs 2004 (pr- framan við staðalnúmerið stendur fyrir „preliminary“ og þýðir að staðallinn hefur ekki formlega tekið gildi). Tilgangurinn með því að staðla suðuvíra er að gera það kleift að hægt sé að gefa ráðleggingar um val á suðupinnum án þess að þurfa að nota framleiðslunúmer ákveðinna framleiðenda. Dæmi um Evrópuviðmiðanir (EN) sem tekið hafa gildi á Íslandi: ÍST-EN 499 Flokkun og merking rafsuðuvíra fyrir óblandað- og fínkornastál. ÍST-EN 757 Flokkun og merking rafsuðuvíra fyrir álagsþolið stál. ÍST-EN 1599 Rafsuðuvírar fyrir hitaþolið stál flokkun. ÍST-EN 1600 Rafsuðuvírar fyrir ryðfrí- og hitaþolin stál - flokkun. ÍST-EN 439 Flokkun hlífðargass fyrir ljósbogasuðu og skurð. ÍST-EN 440 Flokkun og merking suðuvírs fyrir hlífðargassuðu fyrir óblandað- og fínkornastál. ÍST-EN 758 Flokkun og merking rörþráðar fyrir hlífðargassuðu fyrir óblandað- og fínkornastál. Athugið að enn gefa ekki allir framleiðendur rafsuðuvíra upp EN-flokkunarmerkingar í vörulistum sínum.

E 8.2.2 Innihald – Bóklegt nám

Staðlar sem snerta framkvæmd suðunnar ÍST EN 1011-1 Suða – Almennar reglur Staðallinn fjallar um framleiðslu soðinna hluta úr málmefnum. Staðallinn lýsir kröfum sem gerðar eru til forvinnu, suðuáætlana, punktunar, gegnumsuðu og eftirvinnu.

Vörustaðlar sem innihalda kröfur um suðu Þrýstikútar eru háðir hinum ýmsum reglugerðum. Vinnueftirlitið gefur út forskriftir, sem meðal annars eru byggðar á lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Öryggiseftirlitð getur á eigin vegum eða í gegnum Vinnueftirlitið gert vöruprófanir og stöðvað sölu eða notkun. Á þrýstikútasviðinu er verið að vinna að því að taka í notkun ýmsa staðla sem nota skal til þess að standast kröfur þær sem gerðar eru í EB um þrýstikúta og lagnir. Eftirlitið er strangt og kröfurnar yfirleitt mjög miklar. Það felur meðal annars í sér að allir suðumenn sem vinna við gerð þrýstilagna og -kúta verða að geta sýnt fram á gilt suðupróf. Þegar um útflutning þrýstikúta til EB landa er að ræða gilda reglur móttökulandsins þar til ályktunin hefur öðlast gildi. Ef þrýstikútarnir eru samþykktir eftir ályktuninni um einfalda þrýstikúta eru þeir samþykktir í öllum löndum sem aðilar eru að EES.

Staðlar / ályktanir sem snerta gerð þrýstikúta: AFS 1999:4/6 – ÍST EN 287 – ÍST EN 288 - ÍST EN ISO 15609-1

Fyrirtæki sem vilja framkvæma suðu þrýstilagna verða að hafa yfir að ráða suðumönnum með suðupróf í því sem á að sjóða. Reglur um suðu þrýstikúta og -lagna er að finna í reglugerð vinnueftirlitsins. Suðupróf á að vera samkvæmt ÍST EN 287 og suðuferilslýsing samkvæmt ÍST EN 288 ef þörf er á. Evrópuályktanir um gerð hluta undir þrýstingi hafa verið í gildi í flestum aðildarlöndum EES síðan 29. maí 2002.

284

© Lernia


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Pinnasuða by Iðan fræðslusetur - Issuu