Pinnasuða

Page 188

E 5.2.4 Innihald – Bóklegt nám

Heilsuskaði vegna mengunnar

Heilsufarsleg jaðargildi Heilsufarsleg jaðargildi geta verið af ýmsu tagi. Hámarksgildi eru þau jaðargildi kölluð sem skilgreina mesta leyfða innihald ákveðins efnis. Meðalgildi er meðaltal yfir t.d vinnudag og hættumörk segja til um það hvenær efnið verður skaðlegt. Þau jaðargildi sem nefnd eru hér fyrir neðan eru meðalgildi nema annað sé tekið fram.

Skaðleg áhrif: Safnast fyrir í beinum og nýrum. Getur leitt til blóðleysis og hás blóðþrýstings. Getur valdið lungnaskaða og krabbameini. Hættumerki: Ertir slímhimnur. Einkenni: Lyktarskyn minnkar eða hverfur, þrálátt nefrennsli. ■

BLÝ (Pb) Áður algengt efni í grunnmálningu (menju). Finnst í lóðtini. Jaðargildi 0,1 mg/m3. Skaðleg áhrif: Safnast fyrir í beinum og nýrum. Tannlos. Hættumerki: Þrálát þreyta, svefnleysi. Einkenni: Þreyta.

ZINKOXÍÐ (ZnO) Zink er notað í ryðvarnarmálningu og er algengt sem yfirborðshúðunarefni (zinkhúðun/galvanísering). Til íblöndunar í t.d. messing. Jaðargildi 5,0 mg/m3. Skaðleg áhrif: Engin sönnuð. Hættumerki: Hefur einkennandi lykt. Einkenni: Kallað „zinkeitrun“ þar sem einkennin eru: hiti, kuldahrollur og hósti, vöðvaverkir, vanlíðan og þreyta.

RYK Ryk fyrirfinnst í ríkum mæli í öllum iðnaði, og hefur í Svíþjóð fengið jaðargildið 5 mg/m3. Það ryk sem suðumenn eiga helst á hættu að fá í sig er mest steinefna- og málmryk. Skaðleg áhrif: Getur valdið steinlunga. Hættumerki: Engin. Rykkorn minni en 0,005 mm eru ekki sjáanleg án smásjár, en þessar efnisagnir geta þrengt sér inn í lungnaberkjurnar.

Hættuleg efni í suðureyk Þegar talað er um magn fastra efna í reyk, er um afar smáar efnisagnir að ræða, og í það litlu magni að mælt er í milligrömmum í rúmmetra lofts (mg/m3). Efni sem suðumenn komast í snertingu við eru m.a: ■

FLÚOR (F) Flúor hefur jaðargildið 2,5 mg/m3 og getur verið að finna í basískum pinnahulum. Skaðleg áhrif: Breytingar á beinum, skaðar á öndunarfærum. Hættumerki: Ertir augu og slímhimnur. Einkenni: Verkir í liðum (líkt og gikt).

JÁRNOXÍÐ (FeO3) Myndast þegar járn bráðnar við háan hita – t.d. við suðu eða steypu. Jaðargildi 5 mg/m3. Skaðleg áhrif: Sideros (járnrykslungu). Varnaðarmerki: Engin Einkenni: Engin

KRÓM (CrO3) Króm er mikilvægasta íblöndunarefnið í ryðfríu stáli. Það er líka notað til yfirborðshúðunar og í grunnmálningu. Jaðargildi 0,05 mg/m3. Skaðleg áhrif: Sár í munni, koki og nefi. Getur verið krabbameinsvaldandi. Hættumerki: Engin Einkenni: Erting öndunarfæra, bragð- og lyktarskyn dvínar.

MANGANOXÍÐ (MnO) Vanalegt sem íblöndunarefni í stál og suðuefni. (Í t.d. stál í ýtutennur, skóflur og fleiri jarðvinnutæki). Jaðargildi 2,5 mg/m3. Skaðleg áhrif: Safnast fyrir í lungum og nýrum, eykur hættuna á lungnabólgu. Hættumerki: Höfuðverkur. Einkenni: Þreyta, lystarleysi, þyngdartap.

KADMÍUM (Cd) Einn eitraðasti málmurinn. Er notaður til yfirborðshúðunar og getur verið í lóðog flúxefnum. Jaðargildi 0,05 mg/m3. © Lernia

Einkenni: Mæði við áreynslu eftir lengri tíma áhrif.

Hættulegar gastegundir í suðureyk Gas inniheldur engar efnisagnir. Það er því mælt í ppm (points per million). Af þeim tegundum sem geta komið upp við suðu, hefur þegar verið minnst á fosgen, en fleiri tegundir geta myndast. ■

FOSGEN (COCl2) Myndast þegar gufur frá tríklóretylen och per-klóretylen hitna. Jaðargildi (hámarksgildi) 0,05 ppm. Skaðleg áhrif: Lungnaskaðar þannig að vökvi þrengist út í lungnavefina og torveldar öndun. (Var notað sem efnavopn í fyrri heimsstyrjöld!) Varnaðarmerki: Lyktar af klórvetni í því augnabliki þegar það myndast. Eftir það er gasið alveg lyktarlaust! Einkenni: Engin 187


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.