MIG/MAG

Page 15

Kverksuðumaður – Plata við plötu

M1.1 Verklegar æfingar

Almennar vinnuleiðbeiningar fyrir suðumenn Fyrir suðu: Áður en byrjað er á suðuæfingunum á að ganga úr skugga um að eftirfarandi sé sem vera skal: 1. Að rétt suðuferilslýsing (WPS) sé notuð. 2. Það suðuefni sem á að nota við æfingarnar á að sækja á sinn geymslustað rétt áður en hafist er handa við suðuna.

Eftir suðu: 1. Suðan er fyrst tilbúin þegar allar hugsanlegar leifar suðureyks, gjalls og suðulúsar hafa verið hreinsaðar af vinnslustykkinu. 2. Suðustaðinn skal þrífa og ganga skal frá verkfærum og vélum.

3. Suðuefni sem verður afgangs á að skila á geymslustaðinn. 4. Að suðuefni á að meðhöndla þannig að það komist ekki í snertingu við óhreinindi, olíu, raka eða annað sem gæti spillt því. Í suðubásnum á suðuefnið að vera vel merkt. 5. Að nauðsynlegur búnaður til hitamælinga sé til taks. Ef hitakrítar eru notaðar verður að vera a.m.k. ein fyrir forhitastigið og ein fyrir millistrengjahitastigið. Ef rafeindahitamælir er notaður, verður hann að vera kvarðaður. 6. Suðubil og kantar eiga að vera samkvæmt suðuferilslýsingu. Ef suðubilið er rangt, er það engin afsökun fyrir lélegum suðuárangri. 7. Að allt eldfimt efni á að hreinsa frá svæðinu í kringum suðustaðinn. 8. Leyfi fyrir „Heitri vinnu“ á að gefa út áður en hafist er handa við suðuvinnu.

Meðan á suðu stendur: 1. Ef krafist er forhitunar á að halda því hitastigi allan tímann meðan á suðuvinnunni stendur. Mæla skal hitastigið 75 mm frá suðufúgunni. 2. Fylgist reglulega með því að millistrengjahitinn verði ekki of mikill. Hitastigið er mælt í raufinni á síðasta streng. 3. Ef gera verður hlé á suðunni verður a.m.k. 1/3 hluti raufarinnar að vera fylltur.

Almennt: Suða er handverk, eitt af fáum slíkum sem eftir lifa í nútíma iðnaði. Fáir starfshópar eru undir jafn stöðugu eftirliti og starfa eftir jafn ströngum reglum og suðumenn. Þessar aðstæður gera miklar kröfur til þeirra sem starfa í greininni. Sá suðumaður sem ekki heldur vinnustað sínum snyrtilegum, og meðhöndlar ekki suðuefnið á réttan hátt eða að öðru leyti skortir ábyrgð og aga, er ekki á réttri hillu í lífinu og ætti því að skipta um starf. Árangurinn í starfi veltur nær eingöngu á þeim sem sýður. Hann verður að geta staðið undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar – á allan hátt.

5. Námsáfangar Úr námsskrá: „Áfanginn M1 veitir grunnkunnáttu í MIG/MAG-suðu og er sérstaklega mælt með honum fyrir byrjendur. Þeir hlutir sem á að sjóða í þessum áfanga eru sýndir í töflu M 1.1. Áherslan er lögð á æfingar í kverksuðu. Samhliða verklegu æfingunum fer fram bóklegt nám. Innihald þess, ásamt tímaáætlunum, er að finna í töflu M 1.2. Í lok áfangans á að sjóða prófstykkin, samkvæmt töflu M 1.3. Suðurnar skulu metnar af kennara/leiðbeinanda. Þessi prófstykki er einnig hægt að nota við skírteinisútgáfu samkvæmt EN 287. Gildissvið skírteinis veltur á efnisvali og efnisþykkt“

14

© Lernia


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.