Page 1

Ert þú að ná fram því besta í þínu fólki?


Sýnt þykir að þeir vinnustaðir sem sinna endurmenntun starfsfólks eru eftirsóknarverðari, starfsánægja er meiri og þeir búa yfir hæfara starfsfólki.


Hæfara starfsfólk skilar hagkvæmari rekstri Markmið fyrirtækja í fræðslu- og starfsmannamálum geta verið margvísleg. Eitt af þeim markmiðuð er að auka hæfni og þekkingu starfsfólks til fullnustu. Hæfur starfsmaður er óhræddur við nýjungar og breytingar í rekstri og getur með þekkingu og færni leyst verkefni af öryggi og skilvirkni þegar á reynir. Hann er um leið hæfari til að takast á við óvænt verkefni. Starfsmaður sem hefur fengið tækifæri til að sækja fagtengd námskeið og auka þekkingu sína veitir betri þjónustu og eykur um leið líkur á endurkomu ánægðs viðskiptavinar.

Fyrirtækjaþjónusta IÐUNNAR felst í - aðstoð við mat á fræðsluþörf - stuðning við mótun fræðslustefnu - lausnir sem taka mið af markmiðum fyrirtækisins - skipulag fræðslu og þjálfunar


Námskeið fyrir stjórnendur sem vilja ná árangri Fyrirtækjaþjónusta IÐUNNAR fræðsluseturs sérhæfir sig í stuttum og hnitmiðuðum námskeiðum fyrir stjórnendur sem vilja ná árangri í sínu starfi. Meðal stjórnendanámskeiða má nefna: -

Grunnatriði verkefnastjórnunar Stjórnun og rekstur í iðnaði Að stjórna á árangursríkan hátt Sala og árangur Hvernig kem ég mér á framfæri á netinu

Almenn námskeið og sérsniðnar lausnir Á hverri önn bjóðum við að meðaltali upp á 150 fagtengd námskeið sem hafa það að markmiði að vera fyrst og fremst hagnýt. Við bjóðum einnig sérsniðin námskeið að þörfum hvers fyrirtækis.

Engin fyrirhöfn - aðeins ávinningur Starfsfólk IÐUNNAR sér um allt skipulag og utanumhald námskeiða og sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Hafðu samband við Fyrirtækjaþjónustu IÐUNNAR í síma 590 6400 eða í gegnum netfangið idan@idan.is og fáðu nánari upplýsingar.


Aðild að IÐUNNI borgar sig Þú nýtur umtalsverðrar niðurgreiðslu af kostnaði við námskeiðahald og endurmenntun með aðild þinni að IÐUNNI. Með aðildinni getur þú nýtt þér þau fjölmörgu tækifæri til að ná fram betri og hagkvæmari rekstri án mikils kostnaðar. Náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR bjóða upp á ókeypis viðtöl við starfsfólk þar sem hvatt er til símenntunar og virkrar þátttöku í eigin starfsþróun. Kynntu þér Fyrirtækjaþjónustu IÐUNNAR og sendu okkur póst á netfangið idan@idan.is

Skúlatún 2 - 105 Reykjavík - Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is

Iðan fyrirtækjaþjónusta  
Iðan fyrirtækjaþjónusta  

Fyrirtækjaþjónusta IÐUNNAR felst í aðstoð við mat á fræðsluþörf, stuðning við mótun fræðslustefnu og skipulag fræðslu og þjálfunar.