IÐAN fræðslusetur - námsvísir vor 2017

Page 43

Frumnámskeið Réttindi á helstu gerðir vinnuvéla Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Körfukranar og spjót

Kennarar:

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins.

Staðsetning:

Stórhöfði 27, Reykjavík.

Tími:

21. - 24. febrúar, kl. 8.30 - 16.00.

Fullt verð:

43.000 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 9.000 kr.

Réttindi á körfukrana og spjót Þetta námskeið veitir réttindi á körfukrana og spjót, sem notuð eru í byggingariðnaði. Markmið þess er að kenna notkun og meðferð þessara tækja á öruggan hátt. Hér er í boði þekking á helstu gerðum þessara tækja ásamt stjórnun og öryggi við notkun þeirra. Einnig er farið yfir vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Að lokinni verklegri þjálfun og verklegu prófi fá þátttakendur full réttindi til að stýra tækjunum Kennarar:

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins.

Staðsetning:

Stórhöfði 27, Reykjavík.

Tími:

Þriðjudagur, 25. apríl, kl. 8.30 - 16.00 og miðvikudagur 26. apríl, kl. 9.30 - 13.00.

Fullt verð:

35.000 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 7.000 kr.

Byggingarkranar Réttindi á byggingarkrana Þetta námskeið veitir réttindi á byggingarkrana. Hér er í boði þekking á helstu gerðum þessara tækja ásamt stjórnun og meðferð þeirra. Einnig er farið yfir vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Að lokinni verklegri þjálfun og verklegu prófi fá þátttakendur full réttindi til að stýra tækjunum. Kennarar:

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins.

Staðsetning:

Stórhöfði 27, Reykjavík.

Tími:

9., 10. og 11. maí, kl. 8.30 - 16.00.

Fullt verð:

35.000 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 7.000 kr. 43


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.