IÐAN fræðslusetur - námsvísir haust 2013

Page 51

MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ STARFSFÓLK Í KJÖTVINNSLUM

HACCP - Innra eftirlit í kjötvinnslum Markmið með námskeiðinu er að efla þekkingu starfsfólks á innra eftirliti og hollustuháttum í kjötvinnslum, um meðferð og öryggi matvæla og góðum framleiðsluháttum. Fjallað er um HACCAP kerfið, fyrirbyggjandi ráðstafanir, vöxt og vaxtarskilyrði örvera, matarsjúkdóma af völdum örvera, rekjanleika og mikilvægi almenns og persónulegs hreinlætis. Þjálfuð er leikni í að greina smitleiðir örvera og meta mikilvægi hollustuhátta í kjötvinnslum, hættugreining, viðmiðunarmörk og vöktun. Námsmat:

Verkefnavinna og símat.

Kennari:

Margeir Gissurason.

Hvolsvelli:

Miðvikudagur 25. september, kl. 08.30 - 16.00 í Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli.

Akureyri:

Miðvikudagur 9. október, kl. 08.30 - 16.00. í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Lengd:

7 kennslustundir.

Fullt verð:

15.900 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 7.900 kr.

MATREIÐSLUMENN

Vinnuvistfræði STARFSFÓLK í VEITINGAHÚSUM

Þjónusta og samskipti á veitingahúsum Að setja viðskiptavininn í forgang Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsfólks á mikilvægi þess að veita góða þjónustu og selja veitingar og aðra þjónustu hússins. Þekking er efld á mikilvægi persónulegs hreinlætis og snyrtimennsku við þjónustustörf og skilningur aukinn á mikilvægi hópvinnu og samstöðu á vinnustað. Starfsfólk eykur leikni sína í faglegum vinnubrögðum við móttöku gesta og allri þjónustu við þá. Þjálfuð er leikni í sölu og söluferli, að taka á móti pöntunum, útskýra matseðil o.s.frv. Námsmat:

Verkefnavinna og símat.

Kennari:

Hallgrímur Sæmundsson, meistari í framreiðslu.

Staðsetning:

Í veitingahúsum og hótelum.

Tími: Samkomulag. Lengd:

6 kennslustundir.

Fullt verð:

13.800 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 6.900 kr.

Hollustuhættir, aðbúnaður og öryggismál á vinnustað Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsmanna á mikilvægi góðs vinnuumhverfis. Álagsmeiðsl eru helstu ástæður fyrir fjarveru starfsmanna og mikilvægt að sinna forvörnum gegn slíku. Helstu slys sem verða í eldhúsum eru fall á jafnsléttu, brunaslys, skurðir og aðrir áverkar frá tækjum og áhöldum. Megináhersla námskeiðsins lýtur að vinnu í eldhúsum, þær hættur sem geta skapast og mikilvægi réttra forvarna og viðbragðs-áætlana við óhöppum. Kynnt er gerð áhættumats fyrir eldhús og mikilvægi þess sem verkfæri til að fyrirbyggja slys og annað heilsutjón starfsfólks við vinnu. Fjallað er um mikilvægi réttrar notkunar persónuhlífa og notkunarskyldu við ýmis störf. Sérstök áhersla er lögð á gerð og notkun öryggisfatnaðar í eldhúsum og mötuneytum. Námsmat:

Verkefnavinna og símat.

Kennari:

Sigurgeir Á. Stefánsson.

Staðsetning:

Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Tími:

Miðvikudagur 25. september, kl. 14.00 - 17.00.

Lengd:

4 kennslustundir.

Fullt verð:

12.900 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 5.900 kr.

KYNNTU ÞÉR FLEIRI NÁMSKEIÐ Á WWW.IDAN.IS 51


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
IÐAN fræðslusetur - námsvísir haust 2013 by Iðan fræðslusetur - Issuu