Land og saga - Skipulag - Hönnun - Byggingar 1. tbl. 1. árgangur

Page 45

Grindavík

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík.

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík:

Stöðug uppbygging á síðustu árum “Það er búið að vera mjög mikil uppbygging í Grindavík frá árinu 2004 og þá ekki síst í byggingariðnaði og við höfum varla haft undan við að deiliskipuleggja ný byggingarsvæði og úthluta lóðum,” segir Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík: “Tvær nýjar blokkir eru búnar að rísa á þessu tímabili og fjöldi einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa og erum við komnir langt fram úr aðalskipulagi sem gert var fyrir bæinn, áætlun sem átti að duga til 2020. Þessi mikla uppbygging gerir það að verkum að nú er verið að gera breytingar á aðalskipulaginu sem tekur til margra sjónarhorna þannig að ekki er annað hægt að segja en að miklill uppgangur sé á þessu sviði í Grindavík.”

Blönduð byggð

Ólafur segir aukningin sé fyrst og fremst í íbúðarhúsnæði: “Það er þó einnig að rísa töluvert af atvinnuhúsnæði og má þar nefna stórar skemmur sem hafa verið hólfaðar niður. Hvað varðar íbúðarhúsnæðið þá er það mun blandaðra en áður var. Ósk verktakanna hefur verið að fá að byggja blandaða byggð og geta fylgt markaðinum eftir. Sem dæmi um nýjungar má nefna að við gerðum samning við Heimir og Þorgeir fyrir einu og hálfu ári síðan um að þeir tækju að sér uppbyggingu á hluta í einu hverfinu, ein gata og tveir botnlangar og voru tvær íbúðablokkir inn í því skipulagi, raðhús og parhús. Samningurinn var

dálítið sérstakur að því leytinu til að þeir sjá um alla gatnagerð og lagnir en í staðinn sleppa þeir við að borga gatnagerðargjöldin. Þetta var gert til að flýta fyrir uppbyggingunni sem hefur þó því miður ekki orðið eins og við hefðum kosið.” Ólafur tekur fram að þó að verktakar séu að byggja þá má ekki gleyma því að margir einstaklingar óska eftir að fá að byggja einbýlishús eða parhús saman: “Hvað varðar bæjarfélagið sjálft þá erum við að byggja nýtt fjölnota íþróttahús þar sem verður meðal annars knattspyrnuvöllur og fyrir ári síðan var lokið við að byggja 700 fermetra leikskóla og framundan er bygging nýs grunnskóla sem verið er að hanna og teikna og einnig er verið að huga að því að byggja tónlistarskóla.”

Rólegur bær

Nóg er af landrými í kringum Grindavík en spurning er hvort það allt henti fyrir íbúabyggð: ”Við erum þokkaleg vel settir hvað varðar landrými fyrir byggð næstu árin, en það fer að sjálfsögðu eftir því hvað byggist hratt, en til framtíðar erum við að horfa vestur fyrir bæinn þar sem nú er eina varnarsvæði landsins eftir að bandaríski herinn yfirgaf Keflavíkurflugvöll. Hér hafa þeir ennþá samskiptastöð við kafbáta og við bíðum eftir því að fá þetta land til okkar.” Ólafur er spurður um kosti þess að búa í Grindavík: ”Kosturinn er fyrst og fremst rólegur

og góður bær. Hér er gott að ala upp börn, hér er lítil glæpatíðni, íþróttalíf stendur með miklum blóma, góðir skólar eru í boði og gott framboð í leikskóla, þannig að við höfum upp á mikið og gott að bjóða fyrir íbúa Grindavíkur. Þá erum við stutt frá höfuðborgarsvæðinu og samgöngur verða betri og betri með tvöföldun Reykjanesbrautar og við erum nú að berjast fyrir lýsingu og endurbótum á Grindavíkurveginum. Fólk getur sótt vinnu á höfuðborgarsvæðið en samt notið þess að búa í litlu og rólegu bæjarfélagi. Hér búa um 3000 manns og er fjölgunin hæg en stöðug og við sjáum ekki fyrir endann á uppbyggingu í bænum og ég lít björtum augum til framtíðarinnar, sannfærður um að allir séu að gera góðan bæ betri.”

45


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.