Land og Saga 2. tölublað 9. árgangur

Page 31

Guðmundur G. Þórarinsson skákmeistari og verkfræðingur, Ólafur Egilsson sendiherra.

ur staður til að varðveita það á. Mönnum verður hugsað til Húss íslenskra fræða, sem nú er í byggingu þar sem gamli Melavöllurinn stóð. Í Þýska-

landi er Allessia Bauer að vinna að útgáfu Íslandsferðarinnar 1858 á þýsku. Þessi vinna er á vegum háskólans í Munchen og bæversku vís-

indaakademíunnar. Dr. Peter Landau prófessor emeritus í réttarsögu við sama háskóla er í forystu fyrir útgáfunni. Guðmundur Óli Ingvarsson hefur teiknað 19 landakort í litum, sem sýna alla ferð Maurers um landið. Þessi kort verða notuð í þýsku útgáfuna. Sigrún Gylfadóttir hefur skrifað MA ritgerð sem birtist á www.skemman. is 15. febrúar s.l. og heitir „Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun“. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vitnar í Konrad

Maurer í grein sinni „Eign og afréttur“ í Árbók Lagadeildar Háskólans á Akureyri, 20132014. Sigurjón Pétursson, ferðamaður og ljósmyndari, hefur verið óþreytandi í sjálfboðavinnu við að undirbúa ferðir Ferðafélagsins um Konrad Maurer. Ferðir í fótspor Konrads Maurers munu halda áfram árlega og eru þrjár slíkar ferðir í undirbúningi um Suður og Vesturland. Þannig neitar minningin um Konrad Maurer að deyja, sannan vin og dreng góðan.

-Jóhann Ólafsson

des e m be r 2015

l a n d & saga

31


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.