Land og sag. Heilsa, menntun og nýsköpun 1. tölublað, 3. árgangur

Page 4

• Heilsa, menntun og nýsköpun

Traustið byggt upp að nýju

-Þekkingarmiðlun með vinnustofur fyrir fyrirtæki um uppbyggingu trausts með gegnheilum vinnubrögðum. Nú í kjölfar bankahrunsins standa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á tímamótum. Traust er af skornum skammti í samfélaginu, þörf er á endurskoðun í ljósi gerbreyttra aðstæðna og í ofanálag eru margir vinnustaðir í sárum eftir erfiðan niðurskurð og óvissu um framtíðina. Þekkingarmiðlun sérhæfir sig í námskeiðum til eflingar vinnustöðum og leggur núna áherslu á námskeið sem eru til þess fallin að efla aftur traust sem er forgangsatriði í því að fá hjólin í íslensku efnahagslífi til þess að snúast aftur af krafti. Með fjölda námskeiða, vinnustofa og fyrirlestra, fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki, leggur Þekkingarmiðlun sitt af mörkunum í þeirri ögrandi uppbyggingu sem íslenskt efnhagagslíf stendur frammi fyrir.

„Traustkrísa“ á Íslandi

Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, segir að nú ríki traustkrísa í landinu, allar mælingar sýni að stærstu fyrirtæki landsins og opinberi geirinn séu rúin trausti og skapi það mikið óvissuástand um það hvernig skuli halda áfram, „Stærsta ákorun vinnustaða í dag er því að byggja upp traust, en öll viðskipti og allur rekstur þrífst á trausti. Nú þurfa aðilar á atvinnumarkaði virkilega að líta sér nær og ákveða fyrir hvað þeir ætla að standa og hvernig þeir ætla að útfæra það í rekstri sínum.

Traustið skiptir máli

Fyrsta skrefið í uppbyggingu trausts er að átta sig á því að traustið skipti máli. Í orði er enginn á móti því að hafa traust og allir vilja auka það. En fyrirbærið traust er svipað og maturinn, ef nóg er af honum erum við ekki að velta honum fyrir okkur en ef við erum aftur á móti svöng þá skiptir maturinn öllu máli. Svangur maður gæti reynt að bjarga sér eins og sá sem er rúinn trausti með því að ljúga og fegra til að ná árangri. En oft þarf að horfast í augu við harðan veruleikann til að finna að án trausts eru samskipti og viðskipti mjög erfið. Annað skrefið er að ákveða heilindin sem þú vilt standa fyrir, eða sem vinnustaðurinn á að standa fyrir. Það gætu verið atriði eins og að vera traustur, heiðarlegur, gegnheill, ábyrgur, öruggur o.s.frv. Mikilvægt á því stigi er að sameiginlegur skilningur sé á því hvað verið er að tala um þegar við notum þessi stóru orð. Þetta er því gert með umræðum. Þriðja skrefið í uppbyggingu trausts er að koma heilindunum inn í vinnubrögðin. Þannig gæti t.d. gildið „heilindi“ birst í því að mistök eru viðurkennd, við útskýrum fyrir viðskiptavinum áhættu og tökum ábyrgð á að hann skilji málið, að gegnsæi sé í öllu vinnuferlinu o.s.frv. Fjórða skrefið er að sjá til þess að vinnubrögðin skili þeim árangri sem til er ætlast. Þannig eru fyrirbyggjandi aðgerðir t.d. að útskýra fyrir viðskiptavinum áhættu, hafa gegnsæi í öllu vinnuferlinu og ef upp koma mistök að þau séu viðurkennd af einlægni og ábyrgð. Um mikilvægi þess að útfæra gildi eins og fagmennsku þarf ekki að fara mörgum orðum.

Ótti og vantrú standa í vegi fyrir framþróun

Eyþór segir að stór hluti vandamálsins sé skortur á gegnsærri og opinskárri umræðu um þessi mál. „Til að efla traust þarf að rækta heiðarleika og hreinskilni, sem þjóðin er einmitt hvað mest að velta fyrir sér þessa dagana eins og kom fram á Þjóðfundinum á síðasta ári. Þessi umræða er viðkvæm því auðvelt er að missa hana út í sökudólgaleit. Því leggjum við áherslu á að bjóða uppá vinnustofur þar sem við stjórnum umræðum og setjum verkfæri í hendurnar á fólki til þess að gera þessi mál umræðuhæf. Það er áskorun að gera þetta á þessum tímapunkti því vinnustaðir þurfa nú að taka höndum saman og opna umræðuna á þessum einstaklega erfiðu tímum - fólk er jafnvel enn í áfalli yfir hvernig fór og óttast framtíðina. Það er því mjög krefjandi að fá fólk til þess að ræða hluti af hreinskilni, áræðni og hugrekki í þessu umhverfi. En það stendur í vegi fyrir framförum ef starfsfólk fyrirtækjanna okkar lifir í ótta og vantrú og leggjum við því mikla áherslu á að ráða þar bót á. Þó sníða þurfi hvert námskeið eftir þörfum vinnustaðar má segja að ferlið felist í því að gera upp fortíðina á hreinskilinn máta, skilgreina heilindi vinnustaðarins og festa þau í vinnuferla þar sem sérstaklega er hugað að þáttum sem eru traustvekjandi eins og gagnsæi, hreinskilni, gagnkvæmri umhyggju, leiðréttingu mistaka og fleiri slíkum.“ segir Eyþór.

Grunngildin skilgreind

Eyþór segir að öll lifum við eftir ákveðnum gildum sem stýra okkar daglegu aðgerðum og gildi það sama fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Ef þessi gildi eru óljós getur það skilað sér meðal annars í ákvarðanatökufælni, vantrú, að fólk þori ekki að takast á við áskoranir og ósjálfstæða hugsun vegna óöryggis í starfi. Gildi eru öflug stýritæki sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja og því er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr að setjast niður og hugsa um hvaða gildi og heilindi fólk vill að einkenni sinn vinnustað. Hafa ber í huga að gildi verða aldrei hirt upp eftir hentugleika, við þurfum að heiðra „gildin“ og meðvitað lifa eftir þeim en aðeins þannig vekja þau upp traust. Gildi hafa ekki verið sérlega áberandi í umræðunni á Íslandi þar til nú, en rannsóknir hafa sýnt að langlíf og árangursrík fyrirtæki heims eiga það sameiginlegt að hafa einhvern kjarna og hugmyndafræði sem þau standa fyrir og víkja ekki frá,“ segir Eyþór.

Gildin útfærð

Íslendingar hafa lært af erfiðri reynslu og tæpast er nóg að velja sér háleit gildi ef ekki stendur vilji til að lifa eftir þeim. Þórhildur Þórhallsdóttir, þjálfari og ráðgjafi Þekkingarmiðlunar, segir að nauðsynlegt sé að velja sér gildi og heilindi sem standa eigi við og að þau séu útfærð í öllum aðgerðum og verkferlum fyrirtækisins. „Hvaða gildi sem fyrirtæki velja sér til að standa fyrir verður það að koma fram í öllu vinnuferli, samskiptum starfsmanna, þjónustu, ímynd og samskiptum við

Eyþór og Þórhildursegja að „traustkrísa“ ríki nú í landinuog þurfi fyrirtæki nú að vinna hörðum höndum við að byggja það upp að nýju. Mynd Ingó viðskiptavini. Þannig þýðir lítið að velja sér heiðarleika sem gildi og sýna svo sviksemi í öllum viðskiptum og ef til dæmis þjónustulipurð er valin sem gildi fyrirtækis verður það að skila sér meðal annars í símsvörun og því verður að skilgreina nákvæmlega hvernig starfsmenn þess fyrirtækis ætla sér að svara í símann. Þegar gildin og heilindin eru kristaltær og ófrávíkjanleg vita allir starfsmenn út á hvað reksturinn gengur og taka afleiðingum þess ef vikið er út frá gildunum. Allar ákvarðanir verða auðveldari, allt vinnuferli skilvirkara, starfsmenn ánægðari og viðskiptavinir öruggari. Þetta útfærum við allt í samráði við stjórnendur og starfsfólk,“ segir Þórhildur.

Gerbreytt starfsumhverfi

Hrunið hefur í mörgum tilfellum gerbreytt vinnustöðum og leggur Þekkingarmiðlun áherslu á að þjálfa vinnustaði í að takast á við nýjar aðstæður. „Þannig erum við búin að vera talsvert með vinnustofur fyrir fólkið sem vinnur í framlínunni og sem þarf nú gjarnan að takast á við erfiðar tilfinningar á borð við sorg, reiði,

pirring, grát og örvæntingu í samskiptum við viðskiptavini. Þetta er hlutverk sem hefur ekki borið mikið á í íslensku samfélagi þar til nú og höfum við því lagt áherslu á að taka sérstaklega á þessum aðstæðum, segir Þórhildur.

Mistökin gerð upp

Eyþór segir að mörg fyrirtæki og stofnanir standi nú frammi fyrir uppgjöri við fortíðina, en uppbygging geti ekki hafist fyrr en það verði gert. „Áður en hægt er að horfa til framtíðar, sérstaklega á tímum sem við lifum á núna, verður fólk að gera sér grein fyrir því að allt upphaf hefst á endalokum einhvers annars. Það verður að ljúka því gamla og gera það upp og liggur það fyrir mörgum vinnustöðum í dag. Ef þetta hagkerfi á að lifa er stóra spurningin sem stjórnendur þurfa að horfast í augu við: „hvernig sköpum við traust?“ Og hér þarf raunverulega að taka meðvitaða ákvörðun því ljóst er að traust verður ekki til af sjálfu sér. Það verður að teljast mjög ólíklegt að við komumst í gegn um þetta tímabil með því einungis að sjá til og bíða og vona.

Traust myndast ekki af sjálfu sér

Ef ekki er unnið að því að byggja upp traust mun þörfin fyrir eftirlit fara sívaxandi og allir verkferlar munu hægjast svo um munar, einfaldlega vegna þess að enginn treystir öðrum til að standa við gefin orð. Á árum áður var hægt að hefja efndir samninga um leið þeir voru handsalaðir, en eins og samfélagið okkar er orðið í dag er það ekki lengur hægt. Vantraust hefur hægt á öllu ferli og nú þarf að finna hugrekki til að taka á vandamálinu, finna það besta í okkur, láta það marka allar okkar gerðir og fá þannig hjólin til að snúast aftur. Það tekur ekki nema örskotstund að brjóta niður traust, en það tekur mun lengri tíma að byggja það upp aftur, en það er þó hægt. Einhverjum kann að þykja traust vera eitthvað sem maður annað hvort hefur eða ekki, en góðu fréttirnar eru að það er hægt að byggja það upp aftur, sýna hvað við höfum að geyma og bæta upp fyrir það sem við höfum gert rangt,“ segir Eyþór.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.