Land & Saga - Skipulag - Hönnun - Byggingar 2. tbl. 4. árg.

Page 15

Skipulag, byggingar og hönnun • 15

réttingu á húsnæðinu og við eigum von á ,,róbót” sem auðveldar ýmislegt starf,” segir dr. Rúnar Unnþórsson.

Frábært nám og aðstaða

Richard Henry Eckard, er nemandi í Háskólabrúnni. Fjölskyldan hafði búið í Danmörku í mörg ár og hann starfað þar sem móttökustjóri á hóteli en langaði til að koma heim aftur og fara í framhaldsnám. Þar sem hann hafði ekki lokið stúdentsprófi fannst honum þessi mögu-

og svo hafa krakkarnir frábæra aðstöðu til íþróttaæfinga á svæðinu. ,,Ég lýk þessum áfanga í vor og langar í framhaldinu í orkutækninámið sem einnig er boðið upp á hér í Keili, en er raunar að skoða fleira. Í þessu atvinnuleysi sem nú er leynast miklir atvinnummöguleikar að loknu þessu tækninámi, ekki síst tengt vistvænni orku og sólarorku. Ég hef ekki orðið var við neina fordóma gagnvart þessu námi hér eða vantrú, frekar að fleiri hugsi

til þess hversu hentugt þetta nám gæti verið fyrir þá eftir að hafa fengið útskýringar á þeim námsmöguleikum sem hér bjóðast. Ég held líka að fleiri fyrirtæki sækist eftir að setja sig niður hér í náinni framtíð. Ég gæti sjálfur vel hugsað mér að ef ég stofnaði fyrirtæki að loknu námi að staðsetja það hér, þetta er frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu og til Reykjavíkur,” segir Richard Henry Eckard.

ið. Í verklegum æfingum þar sem það á við í fjarnáminu hefur skólinn lagað sig að þörfum og þeim tíma sem nemendum hentar.

Þverfaglegt nám í orkutæknifræði og frumkvöðlanám

Orku- og tækniskóli Keilis býður upp á þverfaglegt nám í orkutæknifræði og mekatróník tæknifræði (e. mechatronics) í samstarfi við verkfræðideild Háskóla Íslands Verklegar æfingar og rannsóknir nemenda fara fram í fyrsta flokks tilrauna- og rannsóknaraðstöðu í orkufræðum hjá Orku- og tækniskóla Keilis. Áhersla er lögð á að mennta sjálfstæða nemendur sem búa yfir mikilli greiningarhæfni, verkþekkingu og færni til að skapa og þróa nýjar tæknilausnir. Markmiðið er að útskrifaðir nemendur skólans verði eftirsóttir starfskraftar fyrir bæði íslenskan sem og erlendan orku- og tækniiðnað. Forstöðumaður Orkuog tækniskólans, dr. Rúnar Unnþórsson, segir að innan Orkuog tækniskólans sé boðið upp á frumkvöðlanám í samstarfi við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Frumkvöðlar tengja hugmyndir sínar við námið og þróa þær í náminu með aðstoð

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis sérfræðinga. ,,Í undirbúningi er þróun námsbrautar sem kallast mun TROMP. Um að ræða eins árs nám í verkefnastjórnun og lifandi verkefnum þar sem nemendur verða þjálfaðir til að stýra atburðum af ýmsum toga með raunhæfum viðfangsefnum. Þetta er hagnýtt nám þar sem nemendur sitja ekki bara yfir bókaskræðum heldur er ekki síður verið að vinna ,,með höndunum” að ýmsu. Dagurinn byrjar yfirleitt með fyrirlestri í einn til tvo tíma og svo er hópnum skipt upp í ýmiss verkefni. Unnið er að því að ljúka inn-

leiki alveg stórkostlegur, en yngri systir Richards hafði verið í skólanum og því hafði hann ýmsar upplýsingar um hann þegar fjölskyldan fluttist til landsins. Auk þess fékk fjölskyldan stóra íbúð til leigu á Ásbrú fyrir tiltölulega lága leigu. Hjónin eru með fjögur börn sem öll eru mjög ánægð með staðsetninguna auk frírra ferða milli höfuðborgarsvæðisins og Ásbrúar en eiginkonan vinnur á leikskóla á svæðinu svo ferðir eru ekki miklar. Eldri börnin tvö eru í skólum í Reykjanesbæ,

viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 5.290 m2

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Land & Saga - Skipulag - Hönnun - Byggingar 2. tbl. 4. árg. by Icelandic Times - Land og saga - Issuu