19
Kosturinn við veðráttuna á þessum slóðum er að hér er alltaf blíða. Landið liggur lágt, þannig að þetta er snjólétt svæði og fremur hlýtt, ekki vandræði með færð. Suðurland er nokkuð vandamálalaust í veðri.
tryggt friðinn hér fyrir fuglana og teljum okkur vera líklegust til að lífríkið fái að haldast í friði. Þetta er alið upp í okkur alla tíð og við höfum hugsað okkur að skila þeirri arfleifð til okkar afkomenda, auk þess sem við getum stýrt því hvernig gengið er um svæðið.“ Jörundur segir mannlífsflóruna koma til með að verða afar fjölbreytta í Tjarnabyggð. „Í upphafi keyptu nokkrir verktakar nokkrar lóðir hver en eftir það hafa þetta verið einstaklingar. Flestir hafa ákveðið sjálfir að byggja yfir sig og fjölskyldur sínar í Tjarnabyggð. Þetta er nánast allt fjölskyldfólk, nokkrar af Suðurlandi en langflestar af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Meirihlutinn er fólk í yngra kantinum, með börn, en þó er inn á milli fólk sem er farið að reskjast og ætlar að enda hér, fólk sem vill hafa nóg pláss, vill geta ræktað sinn garð, haft heitan pott og látið fara virkilega vel um sig.“
Breyting á lífsstíl
„Það sem er þó einkennandi fyrir hópinn er að þetta er fólk sem hefur áhuga á að hanna sitt eigið einbýlishús og umhverfið í kringum það og fletta því saman við sitt áhugasvið. Sumir vilja bara njóta friðsældar sveitarinnar og þess að eiga stóra jörð, á meðan aðrir hafa áhuga á að byggja yfir áhugamálin, hvort sem það er skemma yfir fullorðinsleikföngin eða hestana.“ Það er töluvert um það að þeir sem eru að byggja þarna vinni á höfuðborgarsvæðinu og ætli sér að gera það áfram. Sumir eiga hunda – sem er tómt basl í borginni, að ekki sé talað um hesta. Þeir sem búa í borginni og eru með hesta, eru hreinlega aldrei heima. Eftir
Sumir vilja bara njóta friðsældar sveitarinnar og þess að eiga stóra jörð, á meðan aðrir hafa áhuga á að byggja yfir áhugamálin, hvort sem það er skemma yfir fullorðinsleikföngin eða hestana.“
Jörundur Gauksson framkvæmdastjóri Búgarðabyggðar. Mynd Ingó. langan vinnudag, skreppa þeir heim til að skipta um föt til að fara upp í Víðidal að sinna hestunum. Það er algengt að konan sé alltaf ein heima með börnin. Hér koma menn heim úr vinnunni og rölta sér út í hesthúsið sem er á þeirra eigin lóð. Það þarf ekkert að fara út fyrir bæinn til að sinna hestunum og börnin geta tekið þátt í því. Þetta er breyting á lífsstíl. Það er sífellt algengara að ungu fólki með börn finnist eftirsóknarvert að flytja út fyrir borgina, byggja sitt hús eftir eigin höfði og skynsemi, sam-
eina heimilishald og áhugamál – og þurfa ekkert að hafa áhyggjur af því að keyra börnin og sækja. Þeim er ekið í skólann og heim aftur.“
Að rækta garðinn sinn
En ekki eru allir með dýrahald eða börn. Þegar Jörundur er spurður hvaða kostum Tjarnabyggðin sé búin fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að rækta truntur, eða „geldfuglinn,“ það er að segja, hópinn sem á börn sem eru flogin úr hreiðrinu, minnir hann á að hver og einn geti gert það sem hann langar
til á sinni lóð. Þar sé, til dæmis, hægt að hafa vænan, listigarð, matjurtargarð og gróðurhús. „Þarna er hitaveita og það eru margir með græna fingur, einkum fólk sem er að eldast. Þegar hraðinn minnkar áttar fólk sig á því að það hefur allt sem það þarf og getur snúið sér að því að rækta garðinn sinn. Lóðin er það stór að það er hægt að njóta þess að rækta nánast hvað sem er. Kosturinn við veðráttuna á þessum slóðum er að hér er alltaf blíða. Landið liggur lágt, þannig að þetta er snjólétt svæði og fremur hlýtt,
ekki vandræði með færð. Suðurland er nokkuð vandamálalaust í veðri. Það er ekkert sem veldur töfum í samgöngum og það er undantekning ef menn lenda í vandræðum. Í því samhengi má líka nefna að um Tjarnabyggðina liggja göngu og reiðstígar sem tengja þessa byggð við göngu- og reiðleiðir í sýslunni. Þú getur því gengið út um dyrnar heima hjá þér með tjald og bakpoka – og haldið nánast hvert á fjöll sem er; eða skellt þér á bak þínum hesti í þínum túngarði og sömuleiðis notið þess að ríða út, hvert sem hugurinn stefnir. Og ég myndi kannski bæta því við að líklega eru bestu meðmælin þau að nú þegar hafa tveir sveitarstjórnarmenn í Árborg keypt sér lóðir hér.“ Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér enn fremur kosti þessa áhugaverða samfélags, skal bent á heimasíðuna www. tjarnarbyggd.is