Land og saga - Sumarlandið 1. tbl .1 árgangur

Page 75

Landið • 75

Það er alltaf svo gaman hjá okkur

Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum verður haldin um helgina og fyrsti áfanginn að Gosminjasafninu verður opnaður Það er alltaf nóg um að vera í Vestmannaeyjum, ferðamannatíminn kominn í blóma og allt heldur upp á við, eins og Kristín Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúinn þeirra í Eyjum segir. „Við erum sérstaklega ánægð með hvað kemur mikið af skemmtiferðaskipum. Þau verða tuttugu í sumar en voru aðeins átta í fyrra. Síðan bíðum við spennt eftir degi X, þegar ferjan fer að fara í Bakkafjöru. Þeir segja að það verði í byrjun sumars 2010. Það verður mikil breyting.”

Um helgina verður fyrsti áfanginn að Gosminjasafninu í Vestmannaeyjum opnaður. Við ætlum okkur stóra hluti í að rífa upp safnamálin. Meiningin er að skipta safninu hér í þrennt, Eldheima, Safnheima og Sæheima. Hvað Gosminjasafnið varðar, þá erum við farin sjá í fjögur hús í uppgreftinum en uppbyggingunni á því verður haldið áfram næstu árin. Þetta mun taka okkur nokkur ár en er mjög spennandi verkefni.“

Tindagöngur

Um helgina verður einnig Goslokahátíðin í eyjum – sem haldin er árlega. Á fimm ára fresti er hátíðin hins vegar veglegri en önnur ár– og nú er einmitt slíkt ár. Kristín segir að Goslokahátíðin sé sú hátíð sem flestir brottfluttir Eyjamenn mæti á– mun fleiri en mæta á Þjóðhátíð. Þegar hún er spurð hvað sé skemmtilegast fyrir ferðamanninn að gera í Vestmannaeyjum, segir hún: „Það er svo margt. Hér er hægt að fara í siglingar – og það hefur aukist töluvert að fólk komi hingað til að ganga. Þá er algengt að það dvelji hér hjá okkur í nokkra daga og taki einn tind á dag til að ganga á. Svo er alltaf gaman að fylgjast með lundanum. Svo er hægt að ganga um eyjuna án þess að klífa tinda. Til dæmis í Gaujulund, um Skanssvæðið þar sem stafkrikjan er, skoða okkar gríðarlega góða fisk- og náttúrugripasafn. Við höfum líka verið að setja upp útilistaverk tvist og bast um bæinn og menn hafa verið að myndskreyta hjá sér húsveggi. Það er óskaplega gaman að rölta um bæinn og skoða þessi verk.“

Nóg pláss á golfvellinum

“Eitt af flaggskipunum okkar er golfvöllurinn. Þar eru mót um hverja helgi, líka fyrir þá sem stunda golf sér eingöngu til yndis og ánægju, en eru ekkert með einhverja rosalega forgjöf. Það er alltaf hægt að komast

á völlinn hjá okkur, einkum í miðri viku. Það sem af er sumri hefur verið fín traffík þar en við önnum miklu meira miðað við stærðina og þjónustuna á þessum velli.” Í Vestmannaeyjum er nóg gistirými, hótel, gistihús, heimagisting, sumarbústaðir og tjaldstæði. Erlendu túristarnir gista þar ekki svo mikið. „Þeir gera meira af því að koma í dagsferðir, fara í rútuferð um Heimaey, síðan út á bát og fara héðan á kvöldin,“ segir Kristín. Og í Eyjum er ágætis vetingahús á Kaffi Maríu, sem er gamalgróinn veitingastaður, sem og á Kaffi Kró niðri við höfnina. Einnig er hægt að snæða á hótelunum. Þegar Kristín er spurð hvað hún telji markverðast að sjá í Eyjum, segir hún: „Náttúran sjálf er markverðust hér og fuglaskoðunin. Svo koma margir hingað bara til að skemmta sér, því það er svo gaman hjá okkur.”

Eitt af flaggskipunum okkar er golfvöllurinn. Þar eru mót um hverja helgi, líka fyrir þá sem stunda golf sér eingöngu til yndis og ánægju, en eru ekkert með einhverja rosalega forgjöf.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.