Land og saga 44. tölublað 12. árgangur

Page 18

LAND & SAGA

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ER BESTA AUGLÝSINGIN

S

ólbrún og skemmtileg hjón, þau Kristján og Birna bönkuðu upp á skrifstofu Icelandic Times svo að segja með sólina beint frá Spáni, þar sem þau starfa og eru með annan fótinn. Þau hjónin hófu störf sem sölufulltrúar hjá Euromarina fyrir um tveimur árum síðan, einu þekktasta byggingarfyrirtæki Spánar og sinna Íslenskum markaði þá. Þau halda reglulegar kynningar hér á landi og hafa aðstöðu í Hlíðasmára 19. Það var því ekki úr vegi að fræðast meir um starfsemi Euromarina á Íslandi, báðum við því hjónakornin að koma á fund okkar og segja okkur aðeins frá starfseminni, hvernig málum er háttað og hvernig landið liggur á Spáni. ,,Það er heilmikið að gerast á Spáni og miklir möguleikar. Á skrifstofu okkar getum við sýnt eignir og kynnt fyrir fólki ferlið í fasteignakaupum á Spáni. Mikilvægustu gildi Euromarina er að viðskiptavinir séu ánægðir og því er gaman að segja frá því að

vaxandi fjöldi íslenskra kaupenda eru engin undantekning hvað þetta varðar. Viðskiptavinir okkar eru þverskurður Íslendinga á öllum aldri og úr öllum stéttum. Við höfum aðstoðað fjölda ánægðra Íslendinga við að eignast sína draumaeign t.d á Costa Blanca (hvítu ströndinni), sem er á suðaustur strönd Spánar sem er 25 mínútna keyrsla frá Alicante, en þangað er flogið beint frá Íslandi allt árið,“ segja þau Kristján og Birna. Hvers vegna sækja Íslendingar sérstaklega á þetta svæði? Það eru margar góðar ástæður fyrir því, fyrir utan hagstætt verðlag og frábært veður, þá eru góðir skólar og heilbrigðiskerfi ákaflega gott á svæðinu. Þarna er einfladlega öll þjónusta til fyrirmyndar, lifandi verslunarlíf og veitingahúsamenningin er fjölbreytt. Svæðið í kringum Torrevieja er Íslendingum einnig flestum kunnugt, gerir miðjarðarhafs loftslags svæðið það einstaklega veðursælt með að meðaltali 320 sólríka daga á ári. Flestir sem koma til okkar eru að leita að öruggu svæði með heilsársbúsetu og lífi allt árið um kring. Hvað er Euromarina? Euromarina er stórt og vaxandi 46 ára gamalt byggingarfyrirtæki sem byggir og selur margbreytilegar eignir í samræmi við ítrustu kröfur markaðsins. Euromarina býr við traustan eigin fjárhag og hefur staðið af sér sveiflur og kreppur án vandræða. Margbreytileikinn er eitt af einkennum fyrirtækisins, arkitektar Euromarina aðstoðar viðskiptavini við að skipuleggja og hanna fasteignina og getum við boðið upp á fjölbreytt úrval þjónustu hvort heldur það er fjölbýli með útsýni til sjávar við ströndina, nútímalegar íbúðir í þéttbýlishverfi eða fallega hannað einbýlishús á stórri jörð.

18 | www.landogsaga.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.