Final 4 leikskrá ÍBV 2022

Page 1

Final 4 leikskrá 2022 meistaraflokkur kvenna

Undanúrslit kvenna Valur - ÍBV Ásvellir - 10.mars kl.20:15

Úrslitaleikur kvenna Ásvellir - 12.mars kl.13:30

CocaCola bikar kvenna


Bikarúrslitahelgi HSÍ Bikarúrslitahelgi HSÍ, Final 4, fer fram dagana 9.-13.mars. Leikið er í undanúrslitum og úrslitum meistaraflokka karla og kvenna ásamt því að úrslitaleikir eru leiknir í 3. og 4.flokki hjá báðum kynjum. Allir leikir eru leiknir Ásvöllum í Hafnarfirði.

á

Kvennalið ÍBV mætir Valskonum í undanúrslitum fimmtudaginn 10.mars kl.20:15. Úrslitaleikur í meistaraflokki kvenna verður svo leikinn laugardaginn 12.mars klukkan 13:30. 4.flokkur kvenna hjá ÍBV tryggði sér á dögunum sæti í úrslitum. Þær leika sinn leik sunnudaginn 13.mars kl.14:00 þegar þær mæta KA/Þór. Miðasala á leiki meistaraflokka er hafin en hún fer fram á miðasöluappinu Stubbi. Miðinn kostar 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 1.000 kr.- fyrir börn á grunnskólaaldri.

Við viljum hvetja ALLA Eyjamenn til þess að fjölmenna á pallana um helgina og styðja stelpurnar okkar til sigurs! Við biðlum ekki síst til Eyjafólks sem búsett er í borginni að mæta! Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar!


Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari meistarflokks kvk Hilmar Ágúst Björnsson, Himma Björns, þekkja allir sem fylgjast með handbolta í Vestmannaeyjum. Hann hefur þjálfað um áraraðir hjá félaginu við góðan orðstír. Hann er á sínu þriðja tímabili í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Við tókum hann tali núna í vikunni og spurðum hann nokkurra spurninga. Hvernig hefur tímabilið verið hingað til ? Þetta er búið að vera rosalegt tímabil hingað til! Ef ég ætti að lýsa þessu í nokkrum orðum væri það einhvern vegin svona: Ferðalög, Evrópa, frestanir, veðrið, landslið, Covid, meiðsli, samvera, skemmtun og breytingar á plönum. Við hverju má búast af Val ? Valur er með hörku lið í ár eins og alltaf. Þrjár leikmenn sem eru í byrjunarliði í landsliðinu, unglinga og Blandsliðs leikmenn og svo flotta breidd í öllum stöðum. Þjálfarateymi þeirra er síðan fullt af titlaóðum mönnum. Valur vann topplið Fram í síðasta leik í deildinni þar sem þær litu mjög vel út, svo þetta verður hörkuleikur sem við erum að fara í.

Hvernig er staðan og stemmingin í hópnum fyrir bikarúrslitahelgina(Final 4): Staðan er góð. Við fengum allar heilar úr landsleikjahléinu og þetta lítur vel út. Hópurinn er rosalega flottur og þátttaka í Evrópukeppni hefur gefið okkur mikið. Kvennalið ÍBV hefur ekki komist í Final 4 síðan 2019 og því eru stelpurnar svakalega spenntar fyrir helginni. Það er mikil tilhlökkun að spila fyrir framan fullt af okkar frábæra Eyja-stuðningsfólk. Hvernig hefur undirbúningur verið? Elli styrkarþjálfari (Elías Árni Jónsson) var með auka styrktarþjálfun í landsleikjahléinu á meðan við þjálfarnir vorum með leikmenn í einstaklingsþjálfun. Í þessari viku tókum við videofundir og æfingar á mánudag og þriðjudag. Á miðvikudag tókum við hádegisæfingu áður en við fórum með Herjólfi frá Eyjum seinni partinn. Við gistum á Hótel Örk sem er okkar heima fyrir leiki uppi á landi. Leikdagur er svo hefðbundinn. Næringarríkur matur, fundur, ganga, samvera og rútuferð á leikstað.

Hver eru markmiðin fyrir helgina? Markmiðið er að njóta þess að vera þarna. Það eru fjögur stórlið í undanúrslitum og komast tvö þeirra í úrslit. Ef við náum upp alvöru Eyjageðveiki inn á vellinum og í stúkunni, þá er allt opið í þessu! Eitthvað að lokum? Ég vil þakka fólki og fyrirtækjum sem hafa styrkt okkur á tímabilinu bæði í kringum Evrópuævintýrið og núna fyrir bikarúrslitahelgina. Ég virkilega vona að Eyjamenn fjölmenni um helgina og styðji stelpurnar okkar til sigurs. Við höfum fengið frábæran stuðning hingað til á tímabilinu og við vonum að það haldi áfram. Hlökkum til að sjá ykkur!


Hópurinn í undanúrslitum Valur - ÍBV í undanúrslitum CocaCola bikarsins

Erla Rós #1

Marta #27

Ingibjørg #2

Lina #5

Harpa Valey #6

Hanna #7

Ólöf María #9

Aníta Björk #10

Marija #13

Elísa #14

Karolina #15

Þóra Björg #18

Sara Dröfn #21

Bríet #22

Sara Sif #28

Sigurður

Hilmar Á.

Sunna #29


Ólöf María Stefánsdóttir leikmaður ÍBV Ólöf María Stefánsdóttir er leikmaður meistaraflokks kvenna. Ólöf er frábær karakter sem hefur smellpassað inn í hópinn. Ólöf er spennt að mæta sínum gömlu félögum úr Val á fimmtudag en við lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. Hvað var skemmtilegast Grikkland, Blöndós eða Spánn? Allar ferðir geggjaðar með þessu liði! Grikkland stendur klárlega upp úr. Töpuðum fyrsta leik með 5 mörkum og mættum í næsta leik með engu að tapa, geggjuð stemming og liðsandi skilaði okkur 7 marka sigri og áfram í Evrópukeppninni. Ótrúlega skemmtileg ferð og frábærir fararstjórar. Enduðum svo á góðu nótunum með smá liðshitting sem klárlega toppaði ferðina. Spánn var alls ekki síðri ferð, geggjaður hópur og kóngurinn Pálmi Harðar með allt í teskeið þar. Skemmdi ekki fyrir að fá auka tvo daga í Barcelona! Hver er grófust í klefanum? Margar sem deila því en Sunna er alveg lúmskt gróf, alltaf þarf hún að taka allt á næsta level.

Segðu nokkur orð um þjálfarateymið og sjúkraþjálfara ? Þjálfarateymið er geggjað! Siggi og Himmi eru frábærir saman og standa sig eins og fagmenn í starfinu, það er aldrei langt í grínið hjá þeim enda algjörir kóngar. Þeir gera allt fyrir mann og við reynum að borga í sömu mynt! Siggi og Himmi eru mestu stemmingsmenn sem ég þekki og eiga klárlega mikinn þátt í því að stemmingin sé svona góð í liðinu í dag. Þeir eru líka mjög skipulagðir, alltaf allt uppá 10 í skipulagningu og við þurfum aldrei að spurja þá hvað planið sé, mjög þæginlegt. Bjartey er mín uppáhalds! Hún er frábær sjúkraþjálfari, liðsmaður og geggjaður spilafélagi í þokkabót! Þvílíkt sem við erum heppnar að hafa hana í okkar hóp. Svo er hún líka helvíti örugg í gúrku. Hvernig er stemningin í liðinu? Stemningin er geggjuð, sé besta sem hefur verið síðan ég kom til Eyja haustið 2020. Við erum klárar í fimmtudaginn og stefnum hátt!

Klefi kvennaliðsins hefur verið í yfirhalningu. Er klefinn klár? Hann er allur að koma til, 70% klár. Verður tilbúinn 2022! Hvernig finnst þér að vera í ÍBV? Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn, stuðningsmenn og allir sem koma að klúbbnum gera þetta svo vel, þetta er bara ein stór fjölskylda! Ótrúlega vel hugsað um alla í ÍBV og okkur langar svo sannarlega að sýna fram á okkar þakklæti með því að gefa allt okkar í þessa viku! 🤍


Tölfræðihorn Hilmars

Harpa Valey Gylfadóttir 12 leikir 5,3 mörk að meðaltali í leik Sóknarmaður leiksins 4x 13 fiskuð víti 11 löglegar stöðvanir

Marija Jovanovic 11 leikir 5,3 mörk að meðaltali í leik 2x valin maður leiksins 3x valin sóknarmaður leiks 80% vítanýting 26 varin skot í hávörn Hefur fengið 10 í einkunn í leik hjá HBstatz í vetur

Sunna Jónsdóttir 12 leikir 58 mörk 1x valin maður leiksins 3x valin varnarmaður leiks 4,7 sköpuð færi í leik 44 lögleg stopp Hefur fengið 10 í varnar- og aðaleinkunn hjá HBstatz


Ingibjörg Jónsdóttir, fyrrum bikarmeistari með ÍBV Ingibjörg Jónsdóttir lék um áraraðir með kvennaliði ÍBV á þeim tíma sem liðið var afar sigursælt. Hún var í hópnum þegar kvennalið ÍBV varð síðast bikarmeistari árið 2004, en þá vann liðið alla titla sem í boði voru. Við hittum á Ingibjörgu í vikunni og tók hana á smá spjall. Hver er eftirminnilegasti bikarleikur þinn sem leikmaður ? Bikarinn sem við unnum 2002, sem er reyndar eini bikarúrslitaleikurinn sem ég hef unnið sem leikmaður. Ég var kasólétt á bekknum þegar við unnum fyrsta bikartitilinn 2001 og ég var einnig ólétt árið 2004 þegar við unnum bikarinn þá. Hversu mikilvægur er stuðningur áhorfenda í svona leikjum ? Hann er ómetanlegur! Það er gott að nýta sér hann sem leikmaður inn á vellinum til að yfirvinna stress í upphafi leiks. Það er mjög eðlilegt að vera með smá fiðring á upphafs mínútunum og þá er ómetanlegt að nýta sér áhorfendur til að hjálpa sér með því að fagna hverju marki eða vörðu skoti í vörn og fá áhorfendur með sér.

Hvernig metur þú möguleika ÍBV í bikarhelginni þetta árið? Ég tel að við séum í bullandi séns að landa titlinum. Liðið hefur verið á bullandi „run-i“ eftir áramótin. Liðið er góð blanda af eldri og reynslumiklum leikmönnum og yngri leikmönnum sem hafa spilað úrslitaleiki í yngri flokkum og landað titlum þar. Reynslan í Evrópukeppninni á einnig eftir að nýtast liðinu vel. Besti útlendingur og Íslendingur sem þú hefur spilað með? Vá ég hef verið svo heppin að fá að spila með svo mörgum góðum. Minn uppáhalds meðspilari er Andrea Atla við náðum mjög vel saman í vörn og sókn. Ef ekkert gekk í sókninni þá þurftum við bara að horfast í augu, skella í eina rússablokk og málið var dautt. Svo er Vigdís Sig líka önnur uppáhalds. Mikil leikgleði- og stemmingskona en hún lét mann líka oft heyra það ef við stóðum okkur ekki í vörninni. Ég veit ekki með erlendan leikmann , þær hafa svo margar góðar komið til Eyja. Ætli það séu ekki Judith Estergal og Florentina Stanciu.

Hvernig er tilfinningin að lyfta bikar í Laugardalshöll ? Það er geggjuð tilfinning. Stúkan full af Eyjafólki sem er alltaf tilbúið að leggja mikið á sig fyrir góðan bikarleik. Á þessum tíma var eingöngu siglt til Þorlákshafnar en stuðningsmenn okkar setja það nú ekki fyrir sig. Hvernig er tilfinningin þegar þú horfir á dóttur þína í svona stórleikjum ? Það er erfitt en mjög gaman. Hún er reyndar svo yfirveguð á vellinum og virðist fátt trufla hana þegar hún er komin í leik. Eitthvað að lokum? Gangi ykkur vel og njótið þess að spila um helgina. Þetta eru skemmtilegustu leikir sem þið komist í sem leikmenn og þá er að NJÓTA þess. ÁFRAM ÍBV!


Tölfræðihorn Hilmars

Marta Wawrzynkowska 12 leikir 11,8 skot varin í leik 4x maður leiksins 7x markvörður leiksins Besta markmanns einkunn í Olísdeildinni

Elísa Elíasdóttir 11 leikir 35 mörk 1,6 fiskuð víti í leik 3,2 lögleg stopp í leik 2x varnarmaður leiksins

Karolina Olszowa 12 leikir 2,6 mörk í leik 4,8 sköpuð færi í leik 2,5 lögleg stopp í leik Topp 18 sóknarmaður Olísdeildinni

í


Misgáfulegar staðreyndir ÍBV er með flest skoruð mörk að meðaltali í leik í Olísdeildinni í vetur, 27,7 mörk í leik.

Ein af eldri leikmönnum liðsins kann ekki á venjulega klukku, bara tölvuúr Ein sefur alltaf í sokkum

ÍBV hefur skorað flest hraðaupphlaupsmörk í deildinni í vetur, 4,8 í leik. ÍBV er með flest varin skot í leik, 14,6 skot í leik.

Ein kann að klappa með rassinum Ein þurrkar sér aldrei með handklæði eftir sturtu, lætur sig bara þorna Einni langar að verða kokkur

ÍBV er með næsta flest varin skot í hávörn í leikjum vetrarins. Að meðaltali 4 skot í leik. ÍBV á 5 leikmenn á topp 20 á einkunnalista HBstatz

Ein dó næstum þegar snapchat lá niðri í 10 mínútur Ein er Evrópumeistari í fimleikum Klefi liðsins er fallega bleikur

Kvennalið ÍBV hefur 3x orðið bikarmeistari. 2001, 2002 og síðast árið 2004. Síðasti titill kvennaliðs ÍBV var Íslandsmeistaratitill árið 2006. ÍBV komst síðast í Final 4 árið 2019, þar sem liðið tapaði í undanúrslitum gegn Val. Harpa Valey og Sunna Jóns tóku þátt í þeim leik!

Ein neytir 2-3 tyggjópakka á dag Luc Abalo er að followa einn leikmann liðsins á Instagram Búningurinn okkar er frábær og fallegur, hvít treyja og hvítar stuttbuxur. Þar af leiðandi spila nokkrar alltaf með túrtappa og ca. 8 lítrar af brúnkukremi fara í hverjum mánuði Mamma og pabbi Ingibjargar heita Ingi og Bjørg.


Stoltir styrktaraðilar stelpnanna okkar! Aníta Óðinsdóttir lögmaður Ari Bjarkan Fannarsson Bensínsalan Klettur Bjarni Bjarnason Blær Thoroddsen Braggabílar Deloitte Drífandi stéttarfélag Eygló Kristinsdóttir Geldungur GOTT Harpa Ingvadóttir Helga Guðjónsdóttir Hellugerð Agnars Hildur Gísladóttir Hrefna Björk Pedersen Hreggviður og Baltasar Þór Íris Emma, Hörður Kári og Hákon Þór Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lögmannsstofa Vestmannaeyja Magdalena, Maríanna og Viktoría Mandala Nethamar Óliver Atlas og Theresa Lilja Vala Dröfn 2Þ


Stoltir styrktaraðilar stelpnanna okkar!


Stoltir styrktaraðilar stelpnanna okkar!

Bylgja VE 75


Stoltir styrktaraðilar stelpnanna okkar!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.