1 minute read

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Árbæjarhellir 2, L198670. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun á hluta jarðarinnar Árbæjarhellis 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði. Gert er ráð fyrir að um 5 ha svæði verði breytt í íbúðasvæði með alls 8 lóðum, 0,5 - 0,9 ha að stærð. Aðkoman er frá Árbæjarvegi um aðkomu að Skjóli og Villiskjóli.

Heiði, L164645. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun lóðinni Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Gert er ráð fyrir að um 1,8 ha af svæðinu verði breytt í frístundasvæði með alls 5 lóðum. Aðkoman er af Þingskálavegi, um land Heiðar.

Efra-Sel 3c, (Austursel) L220359. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun á Efra-seli 3c, Austurseli, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum útihúsum. Aðkoman er frá Bjallavegi um núverandi veg að frístundasvæðinu kringum Austursel.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. ágúst 2023.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

This article is from: