1 minute read

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Múlaland L164996, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.6.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Múlaland. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26 framhjá Brúarlundi að viðkomandi svæði.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. júlí 2023

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa

Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Viðskiptavinir ath!

Prentsmiðjan Svartlist verður lokuð frá og með 27. - 30. júní vegna sumarleyfis.

Ég svara tölvupósti á þessum tíma.

Búkolla kemur út með hefðbundnum hætti.

This article is from: