1 minute read

Hvolsskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar

Next Article
Búkolla

Búkolla

Til Ums Knar

Starfshlutfall er 50-100%. Um er að ræða tímabundna ráðningu fyrir næsta skólaár.

Auglýst er eftir:

• Umsjónarkennurum á yngsta- og miðstigi - 50-100% stöðugildi.

• Starfsmanni í stuðning/liðveislu með nemanda fyrir hádegi –50% starfshlutfall

• Starfsmanni í skólaskjól eftir hádegi – 50% starfshlutfall

Seinni tvær stöðurnar væri hægt að taka báðar saman og þá sem 100% starfshlutfall.

Hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði og metnað fyrir starfi sínu. Hann þarf einnig að hafa gott vald á íslenskri tungu eða vera viljugur að læra hana, vera jákvæður og tilbúinn að starfa eftir þeim stefnum og gildum sem eru í Hvolsskóla.

Fylgigögn með umsókn:

Ferilskrá:

• Upplýsingar um menntun.

• Upplýsingar um fyrri störf.

• Upplýsingar um meðmælendur.

Menntunarkröfur og starfsvið fyrir kennarastöður:

• B.Ed. gráða eða M.Ed. og/eða heimild til kennslu í grunnskóla

• Umsjón með bekk/nemendahópi með þeim skyldum sem felast í því starfi.

• Kennsla faggreina

• Lestrarkennsla er mikilvægur þáttur.

• Foreldrasamskipti.

• Seta í teymum/nefndum eftir því sem við á.

Hvolsskóli er grunnskóli í Rangárþingi eystra. Þar eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk og eru um 45% þeirra að koma með skólabíl á morgnana. Skólinn starfar undir merkjum Uppeldis til ábyrgðar, ART og er Grænfánaskóli, Heilsueflandi grunnskóli og Kötlu jarðvangs – UNESCO skóli. Frekari upplýsingar er að finna á heimsíðu skólans: www.hvolsskoli.is

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 488-4240/865-8926 eða á netfanginu skolastjori@hvolsskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2023 og skulu umsóknir berast á skrifstofu skólans eða á netfangið skolastjóri@hvolsskoli.is ásamt umbeðnum fylgigögnum.

Nýtt -

Sími: 487-8440

Skoðunarstöðin á Hvolsvelli

Opnunardagar í júní: Sími 570 9211

1. til 15. og 26. til 30.

- þegar vel er skoðað

-

Félagsleg heimaþjónusta

Leitar þú að gefandi starfi ?

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar í félagslega heimaþjónustu í almenn ökuréttindi skilyrði og þarf viðkomandi að hafa bíl til umráða.

Rangárþingi, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.

Starfið felst í léttum þrifum og félagslegum stuðningi við fólk í heimahúsum.

Leitað er eftir manneskju sem getur unnið sjálfstætt, starfið krefst hæfni í mannlegum samskiptum, góðrar þjónustulundar, stundvísi og heiðarleika. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Óskað er eftir sakavottorði.

Upplýsingar gefur Aðalheiður K. Steinadóttir í síma 487-8125 milli kl. 9 og 15 mánudag, þriðjudag og fimmtudag.

Einnig má senda fyrirspurn á netfangið adalheidur@felagsmal.is

This article is from: