
4 minute read
Búkolla
8. - 14. júní · 27. árg. 22. tbl. 2023
Suðurlands og Tryggingamiðstöðin
Ormsvelli 7, Hvolsvelli
Sími 487-8688
Opið mán-föst.
9-12 og 13-16
17. júní hátíð
að Goðalandi, Fljótshlíð hefst kl. 15
Dagskráin í ár er hefðbundin en með örlitlu afmælisívafi þar sem Kvenfélagið Hallgerður verður 100 ára þann 24. júní.
Verð á kaffihlaðborði fyrir fullorðna – 1.500,500,- fyrir börn á grunnskólaaldri og frítt fyrir yngri en 6. ára.
Enginn posi í húsinu. Lítil sjoppa á staðnum.
Rangárþing eystra hefur tengst stafrænu pósthólfi á island.is, sem er miðlæg þjónustugátt stjórnvalda. Um mikið framfaraskref er að ræða í þjónustu sem eykur hraða og skilvirkni í birtingu á ábyrgðarbréfum og öðrum gögnum sem ber að birta samkvæmt lögum.
Allir einstaklingar sem fá útgefna kennitölu og allir lögaðilar sem skráðir eru í fyrirtækjaskrá hafa aðgang að sínu eigin stafræna pósthólfi.
Samkvæmt lögum 105/2021 er opinberum aðilum, þ.e. ríki, sveitarfélögum, stofnunum þeirra og öðrum opinberum aðilum, skylt að birta gögn i stafrænu pósthólfi stjórnvalda eigi síðar en 01.01.2025. Samkvæmt sömu lögum teljast gögn birt viðtakanda þegar gögnin eru aðgengileg í pósthólfi hans og á ábyrgð viðtakanda að fylgjast með hvort þeir eigi skjöl frá hinu opinbera í pósthólfi sínu. Unnið er að innleiðingu pósthólfsins samkvæmt sérstakri innleiðingaráætlun.
Fyrst um sinn er það aðeins embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er að nýta sér þetta pósthólf en Rangárþing eystra hóf birtingu bréfa frá embættinu í stafrænu pósthólfi umsækjenda frá og með 15. apríl 2023 sl.
Á næstu mánuðum mun Rangárþing eystra jafnframt senda önnur gögn og bréf sem ber að birta skv. lögum, í pósthólf viðkomandi viðtakenda. Á meðan unnið er að því að auglýsa þetta nýja fyrirkomulag verður birtingin í pósthólfinu til viðbótar við hefðbundna birtingu í tölvupósti og/eða útsend bréf send með landpósti.
Stefnt er að því að frá og með 1. nóvember 2023 verði birting sértækra skjala, þ.e. skjala sem beint er sérstaklega til einstaklings eða lögaðila, eingöngu birt í pósthólfi viðkomandi.
Páll elskar endurgreiðslur.
Þess vegna er hann hjá Sjóvá.

Á hverju ári fá þúsundir tjónlausra viðskiptavina Sjóvá Stofnendurgreiðslu. Þannig hefur það verið í rúm 25 ár.
Sjóvá | Austurvegi 38 | 440 2000 | sudurland@sjova.is
Rangárþing ytra Fyrir okkur öll! Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþingi ytra
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Völlur L228111, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Völl, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir tveimur byggingareitum til byggingar á annars vegar íbúðarhúsi, gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og hins vegar hesthúsi og geymslu/skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Árbæjarvegi.
Leynir L217813, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Völl, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og fjögurra frístundahúsa. 4 lóðum hefur þegar verið skipt úr lóðinni. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).
Hvammur 3 L164984, Rangárþingi ytra, Vinnubúðir, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvamm 3, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir uppsetningu vinnubúða í tengslum við framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Um er að ræða um 4 ha land vestan Hvammsvegar þar sem nú er beitarland. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Hvammsveg að umræddu svæði.
Rangá veiðihús og gisting, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið við veiðihús veiðifélags YtriRangár, Rangárþingi ytra. Eigendur lóða L165412, L198604 og L223017 hafa lagt fram sameiginlega tillögu að deiliskipulagi af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017, sem hýsir Rangá Lodge, færist til og stækkar í átt að þjóðvegi. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Tillagan var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022 en þar sem breytingar voru gerðar milli aðila sem áhrif hafa á efnisinnihald tillögunnar þarf að auglýsa tillöguna að nýju. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.
Suðurlandsvegur gegnum Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir skilgreiningum á tengingum við og tengt Suðurlandsvegi. Svæðið sem um ræðir nær frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna.
Ægissíða 4 L, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæðið að Ægissíðu 4, Rangárþingi ytra. Fyrirhuguð er áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, annarsvegar með áframhaldandi uppbyggingu á afþreyingarferðaþjónustu og þá aðallega í tengslum við hellaskoðunarferðir. Hins vegar uppbygging gistiþjónustu með því að fjölga sumarhúsum á svæðinu. Markmiðið er að setja fram skýra umgjörð utan um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Aðkoma að svæðinu er frá Suðurlandsvegi.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júlí 2023
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþingi eystra
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Skeggjastaðir land 17 – Deiliskipulag
Tillagan tekur til landeignarinnar, Skeggjastaðir land 17, L199780. Gert verður ráð fyrir 150 m2 íbúðarhúsi ásamt 50 m2 geymslu, gestahúsi eða gróðurhúsi á 0,7 ha. svæði. Einnig verður heimilt að byggja 150 m2 skemmu eða útihús. Heildarbyggingarmagn er 350 m2 og mænishæð er allt að 6,0 m miðað við gólfkóta.
Deild – Deiliskipulag
Deiliskipulagið tekur til þriggja 500 m2 íbúðalóða við Deild. Á hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi, 100 m2 gestahúsi og 75 m2 skemmu eða gróðurhúsi. Hámarks mænishæð íbúðarhúss er 6,0 frá botnplötu en annarra húsa er 4,0 m. frá botnplötu.
Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 8. júní 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til 19. júlí 2023.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa