
1 minute read
Kvennareið 2023
Nú líður að kvennareiðinni sem verður föstudaginn 12. maí.
Við ætlum að leggja af stað úr hesthúsahverfinu á Hellu kl. 17 og hafa gaman saman án áfengis því hestamennska er íþrótt og áfengi og íþróttir fara ekki saman. Boðið verður upp á hressingu á leiðinni og þegar við komum til baka í hesthúsahverfið, ætlum við að borða saman og halda áfram að skemmta okkur. Þá geta þær sem vilja komið með áfengi.
Mætum allar í einhverju litríku og höfum gleðina að leiðarljósi.
Vinsamlega skráið ykkur hjá Jónínu Lilju fyrir 9. maí í síma 846 5284. Verð kr. 3000 (hafið með pening).
Hótel Rangá óskar eftir starfsmanni í móttöku
Um er að ræða framtíðarstarf.
Hæfniskröfur: Góð tungumála- og tölvukunnátta, reglusemi, rík þjónustulund, jákvæðni og stundvísi, snyrtimennska og góð framkoma
Umsóknir berist á job@hotelranga.is.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Möguleiki á húsnæði.