1 minute read

Fundarboð

Next Article
Sumarstarf

Sumarstarf

Aðalfundur Veiðifélags Landmannaafréttar

Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar boðar til aðalfundar félagsins sem fram fer í Brúarlundi þriðjudaginn 18. apríl 2023, kl. 20.00. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

4. Fjárhagsáætlun næsta árs.

5. Arðskrá Veiðifélags Landmannaafréttar.

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

7. Erindi fulltrúa Veiðimálastofnunar um fiskirannsóknir.

8. Önnur mál.

Stjórn félagsins áréttar að í þeim tilvikum þar sem jarðir eru í sameign þá er gerð krafa um skriflegt umboð um það hver fari með atkvæðisrétt á vettvangi félagsins. Sama gildir um þau tilvik þar sem jörðum hefur verið skipt upp. Þá skal tekið fram að ábúendur fara með atkvæðisrétt jarða nema samið hafi verið um annað.

Stjórnin.

This article is from: