
1 minute read
Sumarstarf
Skógasafn óskar eftir því að ráða sumarstarfsmann í slátt, umhirðu lóðar og viðhald. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af slætti og almennu viðhaldi.
Áhugasamir geta haft samband í síma 487-8845 eða sent tölvupóst á andri@skogasafn.is
Við hjá Reykjagarði á Hellu leitum nú að öflugum og jákvæðum sumarstarfsmönnum til afleysingastarfa í vinnslunni okkar á Hellu. Um mikilvæg störf er að ræða en við þurfum að tryggja að landsmenn skorti ekki Holtakjúklinginn á grillin í sumar. Vængir og leggir og aðrar gæðavörur bíða nú aðstoðar sumarstarfsmanna og við hvetjum alla áhugasama sem eru 16 ára á árinu eða eldri til að sækja um hjá okkur. Möguleiki er á áframhaldandi vinnu í haust.
Umsækjendur vinsamlega sækið um á heimasíðu Reykjagarðs, holta.is eða sendið póst á netfangið bjorgvin@holta.is

Nánari upplýsingar má fá í síma 575-6460.