Húsfreyjan 4. tbl. 2015 - Jólablaðið

Page 1

– jákvæð og hvetjandiKVEN FÉ LAGA SAM BAND ÍS LANDS 4. TBL. 66. ÁRG. 2015 VERÐ KR. 1495 9 12 770018 790002 HUSFREYJAN ´ Að mála sína jólamynd Prjónum húfur og vettlinga Dásamlegar smákökur Saga SaumumLífLandsþinglopapeysunnarKÍkvennaíKínaskjóðurog Jólavatnsdeigshringurbuddur Arna og SteinunnSigrúnJennýDraumalandiðáDrangsnesiogErmarsundiðíAmabAdamA

Jafnréttisstofawww.jafnretti.is Jafnréttisstofa býður upp á námskeið fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir, m.a. um: Jafnréttisstofa óskar kvenfélagskonumumalltlandgleðilegrajólaogheillaríkskomandiárs Stöndum vörð um jafnrétti kynjanna Markmið námskeiðanna er að auka þekkingu á jafnréttismálum og kynna aðferðir sem notaðar eru til að koma á jafnrétti kynjanna. Námskeiðin eru aðlöguð að þörfum þeirra sem sækja þau hverju sinni. • jafnréttislöggjöfina • gerð jafnréttisáætlana og aðferðafræði kynjasamþættingar • samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og staðalmyndir kynjanna

Nýju Bosch-ofnarnir í Serie 8 eru stútfullir af nýjum, háþróuðum tæknibúnaði sem auðvelt er að nota. Mjög nákvæmur, innbyggður bakstursskynjari nemur rakann í ofninum og lætur vita þegar kakan eða brauðið er tilbúið. Einnig er í ofnunum nýr kjöthitamælir sem hefur þrjá nema til að mæla kjarnhita í stað eins áður. 4D heitur blástur, sem er nýjung á markaðnum, er nokkuð sem allir í eldhúsinu gleðjast yfir. Þökk sé sérstöku viftuhjóli, sem dreifir hitanum jafnt um allan ofninn, má setja plöturnar á hvaða hæð sem er. Með þessari aðferð er sömuleiðis hægt að baka eða steikja á allt að fjórum hæðum í einu. Þetta allt gulltryggir að notendur verða hæstánægðir með niðurstöðuna og setjast glaðir til borðs. Kynntu þér málið nánar hjá sölumönnum okkar.

Nýir ofnar frá Bosch með nýjungumbyltingarkenndum

4 Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 4. tölublað, 66. árgangur, desember 2015. Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í mars, júní, september og nóvember. Árgangurinn kostar kr. 4.700 í áskrift, m. vsk. Hvert tölublað kostar í lausasölu 1.495 kr. Útgáfustjórn: Guðrún Þóranna Jónsdóttir formaður, Bryndís Birgisdóttir gjaldkeri KÍ og Kristin Linda Jónsdóttir ritstjóri. Ritnefnd: Guðrún Þóranna Jónsdóttir formaður, Bryndís Birgisdóttir, Jóhanna Pálmadóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands. Auglýsingar: Öflun ehf: husfreyjan@in.is – sími 5 300 822 Skrifstofa, afgreiðsla og áskrift: Hallveigarstaðir, Túngötu 14, 101 Reykjavík, sími 551-7044 (símsvari utan skrifstofutíma).

HÚSFREYJAN Efnisyfirlit 141 776 UMHVERFISMERKI PRENTGRIPUR SillaHúsfreyjunnar:LjósmyndariPáls L istin að lifa Að mála sína jólamynd Kristín Linda Jónsdóttir D raumalandið er okkur öllum mikilvægt Arna Skúladóttir A mabAdamA SÓUN - nei takk Steinunn Jónsdóttir E f þú getur, gerðu það sjálf! Jenný Jensdóttir S aga lopapeysunnar Ásdís Ósk Jóelsdóttir E rmarsundskonan sem lærði að synda fyrir þremur árum Sigrún Þ. Geirsdóttir K ínverskir kvenrithöfundar Li Sihan M atarþáttur Húsfreyjunnar - Svo koma jólin Helena Gunnarsdóttir S tyttan af Ingibjörgu H. Bjarnason Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir K venfélagasamband Íslands - Nýjar konur í stjórn KÍ Hildur Helga Gísladóttir K rossgátan Dollý Nielsen H andavinnuþáttur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir K venfélagasamband Íslands - Landsþing KÍ Hildur Helga Gísladóttir L itið um öxl - yfir gefandi og skemmtilegt starf Una María Óskarsdóttir K venfélagasamband Íslands - Kvenfélagið Iðunn og dagatalið Hildur Helga Gísladóttir 5 6 16 20 44 47 42 24 56 64 65 48 14 30 34 Jólakveðja frá Kvenfélagasambandi Íslands Kvenfélagasamband Íslands óskar lesendum Húsfreyjunnar, kvenfélagskonum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleði og friðar um jólahátíðina.

Kvenfélagasamband Íslands: Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is,. Heimasíða www.kvenfelag.is. Sími 552-7430, fax 552-7073. Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Ljósmyndari: Silla Páls – erling.is

Vanafestan snýst auðvitað ekki aðeins um hátíðarmatinn heldur fjölmargt annað sem tengist aðventu, jólum og áramótum. Vaninn getur verið vinur okkar og auðveldað okkur lífið en hann getur líka orðið okkur fjötur um fót. Hann getur valdið því að okkur finnst að við þurfum að gera eitt eða annað, þó að okkur langi kannski í raun ekk ert svo sérstaklega til þess. Vaninn veld ur því að þegar jól og aðventa nálgast hættir okkur til að leita í huga okkar til baka, í gamlar myndir af fyrri aðventu og jólum og hefjast svo handa við að endurgera þær. Svo stendur hnífurinn í kúnni þegar við áttum okkur á því að það er ef til vill alls ekki hægt, æskilegt eða ákjósanlegt vegna þess að lífið er síbreytilegt ævintýri og staða okkar um leið. Það sem áður gladdi og studdi gerir það ef til vill ekki í dag. Þá er okkar verk efni, að minnast þessara siða af þakklæti og virðingu og setja um leið ný viðfangs efni, upplifanir og venjur á dagskrá. Komandi desemberdagar verða öðruvísi hjá ótal fjölskyldum. Þeir verða öðruvísi vegna þess að tímans

Að mála sína jólamynd hjól hefur tifað, breytingar hafa orðið. Í sumum tilfellum fylgir breytingun um gleði og þakklæti. Til dæmis þegar fjölskylda nýtur jólanna með nýju barni og fögnuður yfir nýju lífi gefur sérstak lega hátíðlegan blæ. Á öðrum heimil um er breytingin erfið, ef til vill er ein hver sem áður var hluti af fjölskyldunni ekki lengur þar. Því geta fylgt tilfinn ingar eins og eftirsjá, vonbrigði, reiði og sorg. Margs konar aðrar breyting ar geta reynt á, veikindi, dvöl barna á öðru heimili og erfiðleikar og áhyggj ur til dæmis vegna fjármála. Í erfiðleikum er mikilvægt að átta sig á þeim möguleikum sem þó eru í stöð unni til að bæta líðan sína og líf og þá dugar ekki að hanga í einhverri vana festu. Leiðin í átt til birtunnar getur búið í breytingum og nýjum möguleik um. Að hafa kjark og kraft til að mála nýja jólamynd. Sumir verða að gera það tilneyddir en aðrir gera það af því að þeir kjósa það og langar til að opna nýjar dyr upplifana og gleðistunda.

Listin að lifa felst meðal annars í því að beina athygli sinni, hugsunum og upp lifun að því sem lyftir, gleður og bætir.

5 Listin að lifa Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri

Að hafa sig í að mála nýjar lífsmyndir og skapa þar með nýjar upplifanir og venjur fyrir sig og sína hvort sem er á aðventu, jólum, áramótum eða aðra daga. Að setja fjölbreyttar hamingjustundir á dagskrá og að muna að sé lífið of snúið er hjálp að fá ef eftir henni er leitað. Frelsið og valið á aðventu, jólum og áramótum varðandi okkar eigin venj ur, siði og hegðun er raunverulegt. Við höfum ótrúlega mikið val allt frá því að við opnum augun að morgni. Hverju viljum við klæðast, hvað viljum við snæða, á hvað viljum við hlusta eða horfa og hvað viljum við gera? Leyfum okkur að líta á desemberdagana okkar á nýjan hátt í stað þess að reyna aftur og aftur að mála gömlu myndina eins og hún var. Frumleg og skapandi hugsun getur búið til alveg nýja ævintýramynd úr desemberdögum, Þorláksmessu, aðfangadegi, jóladegi eða áramótum. Munum að það er allt mögulegt hægt, alveg frá því að velja annan eftirrétt en límkennda ávaxtagrautinn yfir í að færa aðfangadagskvöldsdagskrána með öllu til annars dags á dagatalinu.

Kristín Linda Jónsdóttirritstjóri Þ að verður að segjast eins og það er að flestir eru fremur vanafastir þegar kemur að stórhá tíðum eins og jólum. Enn eru jafnvel bornir á borð, á sumum heimilum, réttir sem voru hátíðarmatur fyrir áratugum eða árhundruðum, jafnvel vegna vöru skorts eða fátæktar. Meira að segja laufabrauðið varð að þunnum skreyttum hveitikökum vegna þess að verið var að skipta takmörkuðu mjöli heimilisins milli margra munna og nýta tólgina sem til var til að matreiða það og gefa því bragð. Víða er laufabrauð enn hluti af jólamyndinni og einhver hátíðlegasti jólamaturinn og ekki skal það van metið. Hins vegar er kannski aðra sögu að segja um lím kennda ávaxtagrautinn, úr þurrkuðu ávöxtunum, sem fjöl skylda ein snæddi sem eftirrétt hvert aðfangadagskvöld, þar til fyrir skemmstu þegar hugaður einstaklingur við jólaborðið sagði: „Er það bara ég eða er þessi eftirréttur kannski ekki alveg sá besti sem þið hafið smakkað? Væri hugsanlega hægt að velja annað á aðfangadag“?

Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun og höfundur met sölubókarinnar Draumalandið.

Draumalandið er okkur öllum mikilvægt Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur

Í minningunni er það bara skemmti legt og var hún ánægð með námið, ekki síst vegna þess hve það var verk legt. Arna útskrifaðist sem hjúkrunar kona árið 1978 þá 22 ára gömul og var strax ákveðin í því að vinna með börn um. Hún byrjaði daginn eftir útskrift á barnadeildinni á Landakoti og vann þar í þrjú ár. Þrátt fyrir að líka það ein staklega vel, ákvað hún að flytja sig yfir á Kleppsspítalann en þar fékk hún leikskólapláss fyrir elstu dóttur sína, Kristrúnu Lilju. Kristrún Lilja fæddist árið 1980 og starfar sem tölvufræðing ur í dag og er afburða hjólreiðarkona. Á þessum tíma voru leikskólar reknir af spítölunum og besti leikskólinn var að mati Örnu á Kleppi. Arna varð deild Arna Skúladóttir í faðmi fjölskyldunnar.

A rna Skúladóttir er mörgum kunn sem hafa eignast börn á síðustu fimm til tíu árum. Hún er nefnilega sérfræðingur í barnahjúkrun og gaf út bókina Draumalandið árið 2006. Hún starfar við svefnráðgjöf barna á Barnaspítalanum við Hringbraut ásamt Ingibjörgu Leifsdóttur. Bók hennar Draumalandið er metsölubók á íslenskum bókamarkaði en hún hefur einnig verið gefin út víða um heim, svo sem á ensku, frönsku, þýsku, pólsku og kóresku svo eitthvað sé nefnt. Arna segir það mikinn heiður að sjá bókina sína koma út á svo mörgum málum en hún hugsi samt ekki mikið um það dagsdaglega. Bókin byggir á rannsóknum Örnu sjálfrar úr meistaranámi hennar í hjúkrunarfræði. Arna er fædd í Keflavík árið 1956 og er sú sjöunda í röðinni af níu systkinum sem eru fædd á tuttugu ára tímabili. Faðir Örnu, Skúli Helgi Skúlason, var húsasmíðameistari og móðir hennar, Ragnheiður Sigurgísladóttir, var hús móðir og verkakona en þau eru bæði fallin frá. Arna segist hafa búið við reglusamt og venjulegt heimilishald. Arna gekk í Barnaskóla Keflavíkur en flutti 16 ára til Reykjavíkur til að halda skólagöngu áfram, en þá fór hún í Lindargötuskóla í Reykjavík og ber hún honum vel söguna. Hún segir kennarana þar hafa verið lifandi og skemmtilega og allt annar andi sveif þar yfir heldur en hún hafði áður upp lifað. Hún segir sig því sannarlega hafi fundið sig þar og eignaðist þar marga vini fyrir lífstíð, þó að reyndar eigi hún einnig marga góða vini frá árun um í Keflavík. Fyrsta árið í Reykjavík bjó hún hjá systur sinni en fer svo sjálf að búa og segir þennan tíma hafi verið einstaklega skemmtilegan. Að Lindargötuskóla loknum fór Arna í Hjúkrunarskólann sem hún segir hafa einkennst af gamaldags hugsunarhætti og venjum og reglum um klæðaburð.

7 einkasafniúrogPálsSillaMyndir:SverrisdóttirBorghildurViðtal:

Lovísa var mjög pólitísk, eins og Arna en þó að þær væru á sitt hvorum vængn um í pólitík segir Arna að þær hafi náð einstaklega vel saman hvað varðar kven Á kafi í Kvennalistanum Þrátt fyrir að Suðureyri væri afskekkt ur og einangraður staður á þessum tíma líkaði þeim þar svo vel að fjölskyldan ílengdist þar í sex ár. Á Suðureyri fædd „Það þýðir ekkert að hamra á svefninum á nóttunni ef svefn inn á daginn er í óreglu og öfugt,“ segir Arna. Arna á þrjú börn þau Kristrúnu Lilju, Berglindi og Stefán.

arstjóri á Kleppsspítala og eignaðist svo sitt annað barn árið 1982, Berglindi, sem í dag er læknir á Kvennadeildinni á Landspítalanum. Þó að Örnu hafi líkað þetta líf mjög vel og hafi verið ánægð í vinnunni minnist hún líka á að lífið hafi stundum verið svolítið basl á þess um tíma, bara eins og hjá flestum sem eru að koma undir sig fótunum bæði þá og nú. Fjölskyldan tók því þá ákvörð un að söðla um og flytja til Suðureyrar í Súgandafirði en sú ákvörðun má segja að hafi haft margar góðar og afdrifarík ar afleiðingar á líf Örnu. Á þessum tíma voru hjúkrunarkonur eftirsóttar úti á landi og launin mun betri þar en í borg inni og ýmiss konar fríðindi sem fylgdu starfi úti á landi eins og íbúð og fleira. Arna starfaði á heilsugæslunni sem eina hjúkrunarkonan á svæðinu og þjón aði því öllum aldurshópum þorpsins. Einungis tveir starfsmenn voru á heilsu gæslunni, hún og Lovísa Ibsen sem var sjúkraliði og margir af eldri kynslóðinni kannast við. Læknir kom síðan vikulega frá Ísafirði, en á þessum tíma voru engin jarðgöng og því oft lokað yfir heiðina.

8

„Að kenna þeim að sjá barnið sem einstakan einstakling, af því að þau eru ekki öll eins. Það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ segir Arna Arna og barnabörnin fimm sem skiptast á að fá að sofa hjá ömmunni sem er sér fræðingur í svefni.

9 ist svo sonurinn Stefán árið 1988 en hann nemur sagnfræði í dag. Á þessum árum hreifst Arna af hreyfingu Kvennalistans og varð svo lítil driffjöður þeirra á Suðureyri, aug lýsti fund og hvatti fleiri konur til að vinna með sér að málefnum og réttind um kvenna. Mikil umræða skapaðist á fundinum um hvernig haga ætti málum í næstu sveitarstjórnarkosningum árið 1986. Þar var haldið opið prófkjör og Arna lenti ofarlega á lista og komst að í sveitarstjórn / hreppsnefnd ásamt annarri konu, Ingibjörgu. Tveimur árum síðar, árið 1988, bauð Arna sig svo fram fyrir Kvennalistann, á landsvísu og kynntist fjölmörgum áhugaverðum konum í tengslum við það, bæði fyrir vestan og annars stað ar að af landinu, eins og Rósu ljós móður á Ísafirði og Siggu Ragnars sem margir kannast við. Það voru forréttindi að fá að fylgjast með vinnu Kvennalistakvenna eins og Ingibjargar Sólrúnar, Sigríðar Dúnu, Þórhildar Þorleifsdóttur og Kristínar Ástgeirsdóttur svo að einhverjar séu nefndar. Arna lýsti stemmingunni sem fylgdi hreyfingunni sem einstakri og segist persónulega hafa vaxið mikið á þessum tíma og lært margt. Meistararannsóknir urðu að metsölubók

Barnadeildinni á Landakoti ásamt því að skrá sig í diplómanám í barna hjúkrun og heilsugæslu og taka áfanga í B.S. náminu í hjúkrun, því að hún vissi að hún vildi ná sér í frekari menntun í hjúkrun. Arna ákvað eftir B.S. prófið að skella sér beint í meistaranám því að annars segir hún að hún hefði ef til vill ekki haft dug í að skella sér aftur í nám. „Ég hef borið þá gæfu margoft í líf inu að kynnast öflugum og sterkum konum sem hafa haft mikil áhrif á mig,“ segir Arna. Ein þeirra kvenna segir hún að hafi verið Marga Thome sem lengi var deildarforseti hjúkrunarfræðideild arinnar í Háskóla Íslands og varð leið beinandinn hennar í grunn- og meist aranámi. Áhugasvið Mörgu var óværð barna og þunglyndi mæðra og það varð til þess að Arna fór að skoða svefnþarf ir barna. Verkefnið vatt þó heldur betur upp á sig og samstarf þeirra Mörgu, sem var einstaklega farsælt, leiddi til þess að svefnráðgjöfin við Landspítalann, áður Borgarspítala, var sett á laggirnar. Þá urðu niðurstöður rannsókna Örnu vegna meistararitgerðar hennar að bók inni Draumalandið, sem Arna skrifaði fyrir almenning og margir ungbarnafor eldrar síðustu ára þekkja vel. Arna þakk ar Mörgu fyrir hennar hlut í því hvern ig svefnráðgjöfin á Barnaspítalanum hefur vaxið og segir að göngudeildin hefði aldrei orðið til nema vegna sam starfs þeirra og rannsókna og svo vegna áhuga og hvatningar foreldra sem fréttu af þessari vinnu. Niðurstaðan varð sú að þetta gjöfula samstarf og rannsókn ir Örnu sköpuðu áður óþekkta svefnr áðgjöf fyrir börn sem nú er hægt að fá hjá Barnaspítalanum við Hringbraut, mörgum foreldrum og börnum til mikillar gleði og lífsgæðaaukningar. Svefnráðgjöfin var fyrst starfrækt á gamla Borgarspítalanum við Fossvog en flutti svo á Barnaspítalann þegar hann opnaði. Arna vann að því að þróa þjónustuna og segist hafa átt marga góða bandamenn innan heilbrigðiskerf isins sem hjálpuðu henni á þessari leið. Ráðgjöfin er nú starfrækt með rúmlega eitt stöðugildi. Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem Arna segir einstaklega hæfa í starfið, vinnur einn dag í viku með Örnu. Töluvert langur biðlisti er eftir að komast að í ráðgjöfina og því þörf fyrir aukna þjónustu. Svefnráðgjöfin Arna segir að einna merkilegustu nið urstöðurnar úr rannsóknum hennar séu áhrif dagsvefns á nætursvefn og þann takt sem þarf að ríkja á milli þessara þátta til þess að allur svefn komist í rútínu.

Eftir sex ár á Suðureyri var Arna orðin áhugasöm um að öðlast frek ari menntun og fór að hugsa sér til hreyfings, þrátt fyrir að líða vel í Súgandafirði. Þá flutti fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og hóf Arna aftur störf á

„Það þýðir ekkert að hamra á svefn inum á nóttunni ef svefninn á daginn er í óreglu og öfugt,“ segir Arna. Hvað ráðgjöfina sjálfa varðar getur hún verið á ýmsa vegu að sögn Örnu. Sumir foreldrar koma ekki nema einu sinni en aðrir koma oftar og stundum reglulega í langan tíma. Enn aðrir nota símatímann, hringja inn til að ráðfæra sig, spá og spekúlera. Arna segir ráð gjöfina oftast vera ráðgjöf til foreldra en ef um eldri börn er að ræða þá þurfa þau að vera hluti af ferlinu þar sem þau þurfa til dæmis að vilja breyta ástand inu til þess að það sé hægt. Ráðgjöfin á göngudeildinni kostar ekkert fyrir foreldra en fyrir símaráðgjöf þarf að greiða því að hún er ekki hluti af þjón ustu göngudeildar heldur rekin sjálf stætt. Arna segir það geta verið sniðugt að byrja á því að hringja og sjá hvort það nægi en koma svo í viðtal ef þess þarf. Arna er þó ekki aðeins að sinna svefnráðgjöf barna almennt, heldur er hún nú í meira mæli farin að sinna svefnvanda veikra barna enda er hún á Barnaspítalanum. Hún sinnir einnig eldri barna sem sum glíma við ýmiss konar kvíða. Hún segir mikilvægt að byggja upp þekkingu og þjónustu varð andi svefnvanda eldri barna. Samspilið Arna segir megintilgang starfsins að styrkja foreldra í sínu hlutverki.

10 eru oft mun lengur að jafna sig á svef nóreglu en börn, en þetta kom meðal annars fram í rannsóknum hennar og Mörgu. Það er því mikilvægt að þekkja leiðir út úr svefnvanda barna til að geta dregið úr Aðspurðslíku.um muninn á svefnvanda málum barna og fullorðinna segir Arna að í grunninn séu vandamálin sam bærileg nema að svefn hjá börnum sé stærri hluti af lífi þeirra en af lífi full orðinna. Svefn er hins vegar jafnmikil vægur fyrir einstakling og að borða og anda og við vitum að þegar við miss um svefn til lengri tíma hefur það veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar.

Fleiri hjúkrunarfræðingar Arna segir starfið gefandi og það besta við starfið sé að sjá að maður geti gert gagn. Hún segir það hluta af tilgangi lífsins að reyna að átta sig á hvernig maður getur komið að gagni, sem getur verið á mismunandi hátt á mismunandi tíma í lífinu, og reyna svo að nýta það til góðs fyrir aðra. Hins vegar finnst Örnu ergilegt að svefnráðgjöfin nái ekki að vaxa eins og hún þyrfti að gera. Mikilvægt væri að fá fleiri hjúkrunarfræðinga inn í ráðgjöf og bætir við: „Þegar mér hefur tek ist vel upp í vinnunni hefur mér tek ist að auka næmi foreldra fyrir barni sínu og kenna þeim að þekkja þarfir þessArnabetur“segir að þar að auki skipti miklu máli að fræða foreldra og hjálpa þeim að skilja að barnið bregst við á ákveð inn hátt út frá lundarfari þess, aldri og aðstæðum almennt. Þá getur líðan for eldra og viðbrögð þeirra við barninu haft áhrif á viðbrögð barnsins og þar af leiðandi svefn þess. Það sé því mikil vægt að gera sér grein fyrir þessu sam spili. Arna segir líka að þó svo að hvert barn sé einstakt þá sé ákveðinn lífeðlis fræðilegur grunnur í svefni barna sem mikilvægt sé að gera sér grein fyrir. Það er það sem hún vill segja og sýna með bók sinni, Draumalandið. Svefnvandi

Arna segir einhverja fylgni vera á milli svefnvanda í æsku og erfiðleika síðar á ævinni. Það sé þá helst tengt vandamálum eins og kvíða, hegðuna rerfiðleikum, námserfiðleikum, offitu og ADHD. Skammtímaáhrif geta einn ig verið margvísleg. Hún segir það þekkt sem pyndingaraðferð, þó að sé vonandi ekki notað í dag, að neita fólki um að sofa, því að vel er vitað hversu mikil og slæm áhrif það getur haft. Foreldrar eru oft lengi að jafna sig eftir langvarandi svefnvanda barna sinna enda er það oftast ekki þannig að barnið vaki eitt, foreldrar barnanna missi líka svefn. Því segir Arna mikil vægt að taka á svefnvandanum strax áður en hann festist í sessi. Þá segir Arna mikilvægt að muna að foreldrar Arna er ein þeirra sem bætir líf, líðan og heilsu með gönguferðum. Hér er hún á leið um Leggjabrjót.

ina svo að hægt væri að sinna hverjum aldurshópi fyrir sig. „Ég skil í rauninni ekkert í þessu þar sem hjúkrunarfræð ingar eru frekar ódýrt vinnuafl,“ segir Arna og bætir við að það sé töluvert dýrara fyrir alla að foreldrar leiti endur tekið í einkarekna læknisþjónustu með börn sína vegna svefnvandræða, því að biðin eftir tíma sé of löng.

Allt Alpaca tengt garn 25% 25%Prjóna-afslátturogheklusettafsláttur Ný prjónaog www.galleryspuni.ismættheklusettíhús.Tilboðgildirtiláramóta

Barnabörnin skiptast á að sofa hjá ömmu Þegar talið berst að persónulegum hlutum eins og fjölskyldunni og áhuga málum segir Arna stolt frá því að hún eigi fimm barnabörn. Þau Sigurjón Tryggvi og Lovísa Lilja eru fædd árið 2007 og eru því átta ára og svo verða þær Arna Rún og Vigdís Rán sex ára í ár. Nýjasta barnabarnið fæddist í apríl og heitir Ásthildur Lóa. „Þau skiptast svo á að koma og sofa hjá ömmu sinni um helgar svo að það er alltaf líf og fjör.“ Kærleikur, jafnrétti og friður Arna hefur ódrepandi áhuga á hann yrðum sem hefur fylgt henni allt henn ar líf. Hún prjónar mikið og saumar og situr aldrei auðum höndum við sjón varpið og segir handavinnuna róandi. Hún segir að gamlar íslenskar hann yrðir séu núna í sérstöku uppáhaldi og eitthvað sem hana langar að kynna sér betur seinna. Þá eru áhugamál Örnu líka innri og ytri rækt, en undanfarin ár hefur hún unnið mikið í þeim málum. Sérstaklega eftir að hún skildi snögglega eftir 38 ára sambúð fyrir þremur og hálfu ári. Þá segist hún hafa gengið í gegnum mjög erfitt tímabil sem þó margt gott hafi komið út úr því. Hún fór þá að end urskoða hvað hún ætlaði að fá út úr lífinu. Hvernig hún gæti notið þessa seinni hálfleiks eins og hún kallar það. Hún segist ekki hafa stundað mikla lík amsrækt í gegnum árin en ákvað þarna að snúa blaðinu við og huga betur að líkama og sál. Arna lét líka gamlan draum rætast og fór í enskuskóla í Suður-Englandi þar sem kennt var fyrir hádegi og göngur stundaðar eftir hádegi. Útivist er Örnu mikilvæg og í sumar og fyrrasumar gekk hún stærsta hluta Jakobsstígsins á Spáni. Arna stund ar líka „Tai Chi“ reglulega og leitar í Arna stundar Tai Chi reglulega og leitar í hugleiðslu og núvitund/ „mindfulness“ eftir að hafa kynnst því í búddamiðstöð sem hún dvaldi í um tíma. Fleiri slíkar ferðir eru í sigtinu hjá Örnu sem er meðvituð um að rækta líkama og sál. Hér er hún á góðri stund með búddamunki, já, sem er kona. Arna leitar einnig í trú og leggur áherslu á trúna en ekki trúarbrögð þar sem henni finnst trúarbrögð oft vera of manngerð og sorglega margt ljótt gert í nafni þeirra. Trúin sjálf snúist hins vegar um kærleika, jafnræði og frið, um að vera sáttur við lífið og að geta ekki breytt öllu. Gerðavellir 17, Grindavík, S:424 6500

11

Undri1/4 Hjá okkur er einnig hægt að láta ramma inn bæði málverk, listaverk frá börnunum og útsaumsmyndir. Seljum einnig ýmsan fatnað, vettlinga og húfur. Látið Okkur Spara Tíma Verslið á netinu www. lost.is Erum einnig á Facebook. Saumastofa íslands Við seljum saumavörur, efni , tvinna, nálar, blúndur, garn, prjóna og prjónavörur. DonnaBella1/4 Dugguvogur 2 2 hæð 104 Reykjavík sími 581 3330 email  www.lost@lost.is

Berum ábyrgð á eigin heilsu Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Samkennd - að styrkja sig innan frá NúvitundGjörhygli-Mindfulness Komdu með - hressandi námskeið Sorgin og lífið - ástvinamissir og áföll Heilsudagarídesember Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði býður upp á fjölbreytta dagskrá og námskeið sem eru öllum opin. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu okkar heilsustofnun.is 10. - 17. janúar 2016 7. - 14. febrúar 2016 21. - 28. febrúar 2016 13. - 20. mars 2016 Nánar á heilsustofnun.is Nánar á heilsustofnun.is Grænumörk 10 - 810 Hveragerði Sími 483 0300Heilsustofnunheilsa@heilsustofnun.isNLFÍ

eignir og plötuútgáfa. Þannig er það nú bara. Mér hefur ekkert legið á. Nú lang ar mig samt að klára þetta, þannig að ég endi ekki með því að fresta endalaust, og stefni á útskrift í vor. AmabAdamA varð þannig til að Gnúsi hefur unnið við tónlist meira og minna síðan hann var ungling ur og þegar við kynntumst var hann í „raggí“-hljómsveit með nokkrum vinum sínum. Sú hljómsveit þróaðist svo yfir í AmabAdamA árið 2011 þegar hann fékk mig og aðra söngkonu til liðs við sig sem bakraddir. Síðan hefur bandið tekið ýmiss konar breytingum og erum við Gnúsi einu upprunalegu meðlimir bandsins sem eftir sitjum. Hlutverk okkar í hljómsveitinni er til að mynda að syngja og rappa. Gnúsi Steinunn, Gnúsi og Jón Bragi.

Steinunn Jónsdóttir söngkona í AmabAdamA og nemi í Háskóla Íslands

14 Steinunn Jónsdóttir er fædd 1989. Hún er söngkona/rappari í hljómsveit inni AmabAdamA, háskólanemi, hús freyja, móðir og svo vinnur hún í miða sölu Borgarleikhússins. Hún ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og flutti svo í Kópavoginn níu ára gömul. Nú býr hún á Seltjarnarnesi með Gnúsa, sem einnig er í AmabAdamA, en þau hafa verið par síðan árið 2009. Saman eiga þau son inn Jón Braga sem verður þriggja ára í mars. Gefum Steinunni orðið: „Ég er stúdent af listdansbraut við Menntaskólann í Hamrahlíð og stunda nú nám í kvikmynda- og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Ég er búin að taka mér nokkur aukaár í að klára þessa gráðu, enda hefur ýmislegt gerst á leiðinni sem hefur hægt aðeins á mér, til dæmis barn

SÓUN - nei takk K venfélagasamband Íslands hefur undanfarið ár unnið markvisst gegn matarsóun. Bæði með námskeiðum og fræðslu en einnig með því að vekja athygli á hve hörmulegt það er að sóa mat. Þegar mat er sóað er verðmætum kastað í ruslið og afleiðingarnar eru slæmar fyrir jörðina okkar og okkur sjálf. Í haust gerði Kvenfélagasambandið samning við hljómsveitina AmabAdamA um að semja og flytja lag þar sem vakin væri athygli á því hve neikvætt það er að sóa mat. Textahöfundar eru parið Steinunn og Gnúsi sem bæði eru í hljómsveitinni. Húsfreyjan spjallaði við textahöfundinn og rapparann Steinunni um hana sjálfa og matarsóun. hefur svo hingað til séð um að semja lögin og við tvö sömdum flesta textana á plötu hljómsveitarinnar. Það er þakklátt að geta unnið svona náið með maka sínum að verkefni sem er svona skemmtilegt og gefandi. Við höfum bæði mikla þörf fyrir að skapa og það er gaman að geta fengið útrás fyrir það saman. Hafðir þú pælt í matarsóun áður en þú fórst að semja textann? Já, reyndar hafði ég gert það. Ég hlustaði á áhugaverðan fyrirlestur um svokallaða „ruslara,“ sem er fólk sem nær sér í mat úr ruslagámum stórversl ana, í þjóðfræðiáfanga sem ég var í. Þar var komið inn á það hversu stór hluti af þeim mat sem framleiddur er endar í ruslinu. Það opnaði augu mín fyrir því hversu stórt vandamálið er. Hefur þú samið marga texta? Ég var alltaf að semja ljóð og sögur þegar ég var yngri og var held ég bara nokkuð góð í því strax. Ég fór samt ekki að skrifa söngtexta fyrr en ég byrjaði í AmabAdamA.Gnúsihefur verið að rappa og semja texta síðan hann var ellefu ára og hann hefur alveg miðlað sinni reynslu til mín. Við semjum samt yfirleitt sitt í hvoru horninu en förum svo yfir text ana hvort hjá öðru. Hann gefur mér kannski ábendingar um flæðið á meðan ég fer yfir málfræðina hjá honum. Mér finnst auðveldast að semja texta um eitthvað sem skiptir mig máli og sæki mér yrkisefni í minn reynsluheim. Ég þarf að tengja við það sem ég skrifa. Ertu sjálf að gera eitthvað sérstakt til að draga úr matarsóun? Já ég er að reyna það. Við lásum okkur til þegar við vorum að semja textann, meðal annars í Húsfreyjunni, og átt uðum okkur á að við gætum alveg gert betur á okkar eigin heimili. Við vorum dálítið gjörn á að kaupa of mikinn mat og ná ekki að klára hann áður en hann skemmdist og að gleyma afgöngunum of lengi inn í ísskápnum. Núna erum við að taka þetta í gegn hjá okkur. Hverju hefur þú mestar áhyggjur af varðandi matarsóun? Ég hef miklar áhyggjur af þeim áhrif um sem lifnaðarhættir okkar hafa áeinkasafniÚrMyndir:JónsdóttirLindaKristínUmsjón:

Við skulum ekki sóa matnum, veitum athygli öllu því sem hefur verið sagt um áhrif þess á jörðina sem að okkur er svo annt um verum meðvitaðri um það sem er að ske.

-

Fleira fólk og meiri neysla hraðari framleiðsla fylgjum því sem stendur umbúðunum á en það má alveg draga stimpilinn í efa um að gera að opna og þefa og með því kannski komast sóun hjá. lærði dans í Kramhúsinu. Ég hélt þessu öllu áfram mestalla menntaskólagöng una og var þá komin í mjög krefjandi dansnám í Listdansskóla Íslands. Ég lagði reyndar að lokum víóluna á hill una og hún situr þar enn, því miður. En ég elska enn þá að dansa. Það gefur mér svo mikið. Ég reyni að sækja námskeið en svo er líka bara gaman að kveikja á góðri tónlist heima og dansa við strák ana mína. Við gerum það mjög oft. Mér finnst líka afskaplega gaman að syngja og ég syng mjög mikið. Svo er það bara þetta klassíska, bækur, kvik myndir, útivera. Svo fékk ég nýlega mik inn áhuga á hugleiðslu," segir Steinunn.

Best að labba út í búð og kaupa bara það sem að maður þarf og það sem að maður þarf verður það sem ofan'í magan hvarf á bágt með að horfa á fulla ruslafötuna mína af mat vil helst takmarka ruslið við mylsnurnar á borðinu þar sem ég sat.

Vaknaði upp við vondan draum í þar síðustu viku langaði í gott salat en átti ekki papriku stóð í frekar langan tíma algjörlega ráðþrota þar til ég ákvað að skoða í skápana hvað þar mætti nota. Ætti kannski út í búð að hlaupa, þar sem allt má kaupa hún er opin bæði nótt og dag. Nei! um að gera að nýta afganga ofan'í maga svanga bætum með því okkar neysluháttalag. Ég á alveg frekar auðvelt með að leyfa mér að gleyma, að margt það sem ég eyði í var ekki ræktað hérna heima. Heldur hefur það kannski ferðast mörg hundruð kílómetra ég kaupi það en klára ekki því mig langar í eitthvað betra.

Lag:SÓAAmabAdamA

Ég pæli stundum í því að þegar að amma mín var ung át fólk reyktan sviðakjamma og súrsaðan hrútspung fékk epli einu sinni á ári og naut hvers einasta munnbita. Ætli sá matinn frekar klári sem að þarf fyrir honum að strita?

15 jörðina. Það er svo mikilvægt að við hættum að líta fram hjá umhverfis vandamálunum og byrjum að bregðast við þeim áður en það verður of seint. Jafnvel þótt það þýði að ég þurfi ein hverjað sleppa einhverjum lífsgæðum sem ég er orðin vön. Það er til dæmis verið að fórna skógum fyrir ræktarland og svo fer þriðjungur þess sem ræktað er til spillis! Við tökum þátt í þessu með því að kaupa meira en við þurfum. Það er í raun ekkert svo erfitt að venja sig af því að sóa mat. Ef við nýtum matinn betur, sem við kaupum, þurfum við að nota minni hluta af laununum okkar í mat. Þá getum við jafnvel leyft okkur að vinna minna og eiga meiri frítíma. Hver er uppáhaldssnöggmáltíðin/ skyndibitinn þinn? Mér finnst gott að fara á Gló og Lifandi markað, Krua Thai og Lemon eða Joe and the juice. En uppáhaldsmaturinn? Úff, erfitt að velja. Mér finnst matur almennt frekar góður. Fiskisúpa sem mamma mín gerði oft kemur fyrst upp í hugann. Hvaða ráð detta þér í hug til að draga úr matarsóun? Setja bara á diskinn það sem maður ætlar að borða. Kaupa bara það sem maður ætlar að nota, nýta afganga, ekki trúa, „best fyrir“-stimplinum í blindni. Matur er ekki endilega ónýt ur þó að hann sé kominn fram yfir síð asta söludag. Hvað finnst þér skemmtilegt? Ég hef alltaf stundað ýmiss konar tómstundagaman og ég skil eiginlega ekki í dag hvernig ég gat sinnt þessu öllu. Allan grunnskólann var ég í víól unámi, söng í kór hjá Möggu Pálma og Steinunn Jónsdóttir. Mynd: Ágúst Ágústsson.

Texti: Steinunn Jóns & Gnúsi

Watagwan mann, gemmér ljóta bananann, þó hann líti illa út þá er hann algjört namminamm, stundum mat mann nota kann sem að í gær útrann ef hann lyktar vel þá gerir hann mann ekki sjúkan og getur verið algjört nammmm.

Jenný á Drangsnesi í sól og yl á erlendri strönd.

EggertssonBöðvarogeinkasafniÚrMyndir:JónsdóttirLindaKristínTexti:

16 fyrstu árin að sinna póstinum tvisvar í viku. Það þurfti oft að flytja póstinn til okkar frá Hólmavík með bát og síðan dreifa honum um sveitina með snjó sleða. Þar sem ekki var nein dagvist á Drangsnesi hentaði starf landpóstsins mér ágætlega, ég gat haft stelpurnar mínar með í vinnuna. Við Jón Hörður eigum sem sagt þrjár dætur og svo sjö barnabörn. Eygló Bára er hárgreiðslumeistari og grunn skólakennari og býr ásamt manni sínu Arnari Guðlaugssyni og tveim dætrum í Grundarfirði. Erla Björk er viðskipta fræðingur og býr í Króksfjarðarnesi og rekur eigið bókhalds- og ráðgjafa fyrirtæki þar. Hennar maður er Hjalti Helgason og þau eiga tvö börn. Yngsta dóttirin, Eydís Birta, er hjúkrunarfræð ingur og býr ásamt manni sínum Geir Hirlekar í Svíþjóð og þau eiga þrjú börn. Ég var kosin í sveitarstjórn Kaldrana neshrepps árið 1986 og er enn í sveitar stjórn. Hér eru yfirleitt ekki listakosn ingar heldur óbundnar persónukosn ingar svo að þrátt fyrir að hafa vas ast í sveitarstjórnarmálum allan þenn an tíma þá er ég algjört viðrini í póli tík. Mér finnst landsmálapólitík ekk ert erindi eiga í sveitarstjórnarmálin. Mér finnst ég geta litið stolt til baka hér í Kaldrananeshreppi og ég veit með vissu að ég hef unnið mínu sveitarfé lagi vel þessi ár. Ég tók að mér að vera skrifstofustjóri hreppsins árið 1990 og er enn að vinna við það. Fyrstu árin var ég í hálfu starfi með landpóstinum en eftir að við hætt um að sinna póstinum, þá í fullu starfi. Ég var oddviti í tíu ár samhliða skrif stofustörfunum. Starf skrifstofustjóra í sveitarfélagi eins og þessu er mjög fjöl breytt því að taka þarf á öllum mála flokkum sem komið geta upp á í einu sveitarfélagi. Þó að ég sé ein að vinna á skrifstofunni allan daginn þá er ég allt af í beinu sambandi við fólkið og leiðist ekkert. Starfið hefur breyst gríðarlega þessi ár og er alltaf að breytast. Þegar ég tók að mér að sinna skrifstofunni kunni ég ekkert á tölvur og ekki margir hér sem notuðu þær. Við keyptum tölvu Ég er eins og svo margir aðrir fædd á Landspítalanum í Reykjavík en er ættuð frá Vestmannaeyjum og Grundarfirði. Ræturnar til Grundarfjarðar eru sterk ari því að þar bjó ég sem krakki og lík aði vel. Ég flutti svo til Reykjavíkur og átti mín unglingsár þar. Ég er gagnfræðingur úr Réttarholts skóla og fór síðan eitt ár til Finnlands sem skiptinemi. Þá tók við vinna eins og gengur við ýmislegt og ég kynnist mann inum mínum frekar ung og gifti mig 18 ára. Við keyptum okkur kjallaraíbúð í Reykjavík 18 og 20 ára gömul og áttum fyrstu stelpuna þegar ég var19 ára. Ég er því bráðum búin að vera gift í 45 ár og eiginmaðurinn heit ir Jón Hörður Elíasson og er rekstrar stjóri hjá Vegagerðinni með starfsstöð á Hólmavík. Hann er fæddur og uppal inn á Drangsnesi og Reykjavík átti alls ekki við hann svo að við fluttum fljót lega. Við seldum íbúðina í Reykjavík, byggðum okkur hús á Drangsnesi og bættum við börnum svona eins og gengur. Fyrstu árin var ég að vinna í rækjuvinnslu á Drangsnesi en um 1978 tókum við að okkur að vera landpóstar og skiptum því á milli okkar. Ég sinnti því aðallega á sumrin og meðan snjó létt var þar sem Jón var einnig í ann arri vinnu, því að ég ekki alveg jafn góð og hann að komast áfram í ófærð inni. Þessi ár voru veturnir talsvert snjóþungir og vegurinn aðeins opn aður tvisvar í mánuði, en við þurftum Ef þú getur, gerðu það sjálf!

Jenný Jensdóttir skrifstofustjóri Drangsnesi S umir segja að Drangsnes á Selströnd við norðanverð an Steingrímsfjörð í Kaldrananeshreppi á Ströndum sé minnsta fiskiþorp í heimi. Úti á firðinum skammt undan landi er hins vegar sögð vera stærsta lundabyggð í heimi á einni eyju og heitir eyjan sú Grímsey. Á Drangsnesi býr Jenný Jensdóttir skrifstofustjóri hjá Kaldrananeshreppi, fyrrum odd viti hreppsins og félagskona í kvenfélaginu Snót. Heyrum hvað hún hefur að segja og spyrjum hana fyrst um ætt og uppruna.

17 og ég lærði að nota hana og bókhalds kerfi sveitarfélaga aðallega í gegnum síma. Þá vorum við að vinna í „dos“ umhverfi sem er nú langt frá því tölvu viðmóti sem við þekkjum í dag. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Kvenfélagið Snót Kvenfélagið Snót var stofnað 27. mars 1927 og ég gekk í það árið 1974. Þá flutti ég alkomin á Drangsnes og við vorum nokkrar ungar konur sem ákváðum að ganga í kvenfélagið á sama tíma. Á þessum árum hafði fækkað mjög bæði í kvenfélaginu og í þorp inu. Margt fólk hafði flutt suður. En þarna átti sér stað viðsnúningur og unga fólkið sem var farið suður langaði heim aftur og sá að hér væri vel hægt að lifa og eiga gott líf. Þetta var mjög góður tími og þegar horft er til baka þá virðist allt hafa verið skemmtilegt, stundum erfitt en það reddaðist allt af allt. Við vorum nokkur að byggja okkur hús á sama tíma, eftir launavinn una og vinnudagurinn því sannarlega ekki bara frá níu til fimm, því að húsin byggðu sig ekki sjálf og ekki var mikið umÞaðiðnaðarmenn.semmérfinnst skemmtilegast við kvenfélagsstarfið er að vinna saman og skemmta sér saman. Í dag er ég ekki í stjórn kvenfélagsins Snótar en hef í gegnum árin verið ritari, gjaldkeri og formaður. Ég hef verið fulltrúi félags ins á sambandsfundum og á lands þingum KÍ. Þá var ég líka formað ur Kvenfélagasambands Strandasýslu í tíu ár. Í dag eru í félaginu ellefu konur, þar af einn heiðursfélagi. Fundir eru ekki reglulegir en fyrir utan formlega fundi höfum við komið saman nokkuð reglu lega yfir vetrartímann heima hjá hver annarri í eins konar saumaklúbb þó að handavinnan sé algjört aukaatriði. Síðasta vetur komum við líka nokkrar saman til að mála á postulín en kvenfé lagið á brennsluofn og er hann í grunn skólanum og hefur skólinn einnig afnot af honum eftir þörfum. Hér á árum áður voru reglulega hald in hin ýmsu námskeið fyrir félagskonur og þá stóð félagið einnig fyrir skemmt unum fyrir hreppsbúa. Þær skemmt anir voru þá einnig til fjáröflunar fyrir félagið; dansleikir, tombólur, kaffisöl ur og basarar. Kvenfélagið hefur oft í gegnum árin styrkt bæði einstaklinga arréttum allt frá hefðbundnum mat, siginn fisk, selspik, grillaða signa grá sleppu og ýmsar gerðir af fiskibollum, en einnig eitthvað nýtt og óvenjulegt eins og selabollur og selapizzur. Allt hráefni kom úr sjónum. Þarna var oft á tíðum á annað þúsund manns í mat. Alveg í alvöru, fámennt en góðmennt Kaldrananeshreppur er eitt af fá mennustu sveitarfélögum landsins, hér búa aðeins rétt um 100 íbúar. Mannlíf er hér gott og fólk hefur það yfirleitt ágætt. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé lítið þá er það ekkert svo illa sett fjár hagslega. Hér byggði sveitarfélagið til dæmis þetta árið parhús og þurfti ekki að taka lán til byggingarinnar. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er hér með verslunarútibú þar sem við fáum nú flest það sem okkur vanhagar um og fjölskyldur í sveitarfélaginu þegar veikindi eða aðra erfiðleika hefur borið að. Í dag má segja að helsta fjáröfl un félagsins sé að sjá um erfidrykkjur. Samt er nú ekki eins og við séum að baka alla daga heldur svona einu sinni til tvisvar á ári. Bara rétt til að halda kunnáttunni við. Ekki má gleyma að minnast á glæsi lega „Sjávarréttasmakkið“ sem félags konur sáu um á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi í mörg ár. Bryggjuhátíðin var fyrst haldin árið 1998 en síðasta Bryggjuhátíðin var 2013. Sjómennirnir sköffuðu fiskinn og kvenfélagskonur útbjuggu hina ýmsu rétti úr honum. Gestum Bryggjuhátíðar var svo boðið að smakka. Þetta var í raun ekki smakk heldur fengu allir þarna, sem vildu, frían hádegismat. Það var gífurlega mikil vinna að undirbúa sjávarréttas makkið og mikill metnaður lagður í að Jenný og Jón eiginmaður hennar að borða nesti úti í móa á ferð um Ísland en það finnst þeim skemmtilegur siður. Jenný og Jón með barnabörnin.

skrifstofustjóri

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is KÄRCHER SÖLUMENN VERTU Á ÖRUGGUM STAÐ Úrval vatnsGerðugarðinumtildælubúnaðarogþessaðhaldaogheimilinuskínandihreinuogfallegugarðinnfræganGarðdælur VatnstímarofarSlönguhjólÚðabyssur Slöngutengi Slönguvagnar Veggstatíf með slönguhjóli Snúningsdiskar Háþrýstidælur BrunndælurGarðúðararaVatnsdælur

Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er mjög mikil félagsvera og hef gaman af samveru við fólk. Við höfum ferðast mikið hjónin bæði innanlands og utan í gegnum árin. Það væri arg asta lygi ef ég reyndi að telja einhverj um trú um að ég væri dugleg að hreyfa mig, nenni hreint ekki að labba eitthvað alveg tilgangslaust, bara til að labba og þar sem ég kann ekki að synda og er ferlega vatnshrædd þá læt ég sund laugina alveg eiga sig. Þó eru tvær sundlaugar í sveitarfélaginu önnur í Bjarnarfirði og hin á Drangsnesi. Þegar ég er ekki á einhverjum fund um í einhverri af þeim stjórnum eða félögum sem ég er í þá finnst mér ósköp notalegt að vera með eitthvað í höndunum. Það er sjaldan sem ég sit í bíl á langferð án þess að vera með ann aðhvort heklunál eða prjóna í höndun um, já, nema þegar ég er sjálf við stýr ið, þá held ég nú um það. Ég les mikið en verð þó að viður kenna að svokallaðar íslenskar bók menntir læt ég alveg eiga sig. Reynslan hefur kennt mér að láta þær bækur eiga sig sem fá góða dóma hjá bók menntagagnrýnendum. Þær eru oft ast alveg hundleiðinlegar. Ég vil helst hafa söguþráð í þeim bókum sem ég les. En íslenska tónlist kann ég vel að Jenný Jensdóttir Kaldrananeshrepps og húsfreyja á Drangsnesi.

18 Í grunnskólinn eru nemendur frá 1. – 10. bekkjar. Nemendur eru reyndar ekki nema tíu í ár og svo sex í leikskól anum en hér fá börnin að koma eins árs í Flestirleikskóla.hafa lifibrauð sitt frá sjón um. Hér er blómleg smábátaútgerð og töluverð vinna því samfara. Hér er rekin fiskvinnsla allt árið, ég held sú eina við Húnaflóa. Fiskvinnslan breytir um áherslur í vinnslunni eftir því hrá efni sem bátarnir koma með að landi á hverjum tíma. Þar er unninn saltfisk ur og síðan á vorin grásleppa og var til dæmis saltað í tæpar 1200 tunnur af hrognum hér í vor. Til gamans má geta þess að Drangsnesingar voru frum kvöðlar í vinnslu á grásleppuhrognum til manneldis en hér byrjaði söltun og útflutningur fyrir miðja síðustu öld. Nú síðustu ár hefur svo verið frystur makríll síðsumars. Síðan þá er á haust in unnin hér kræklingur, forsoðinn og frystur í neytendapakkningar en einn útgerðaraðili hér er með kræklingalínur úti og gengur ræktunin vel. Þá eru fjög ur sauðfjárbú í hreppnum og svo eru nokkrir aðilar með nokkrar kindur sér til yndis og ánægju. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu. Með batnandi vegasamgöngum allt árið er lítið mál að skreppa hvort held ur er til Hólmavíkur eða Reykjavíkur til að sækja sér hina ýmsu afþreyingu ef fólk vill. Kaldrananeshreppur er í ágætu samstarfi við nágrannasveitar félög og til dæmis er rekin sameig inleg félagsþjónusta fyrir Strandir og Reykhóla. Það sem okkur vantar helst er betra netsamband en það er varla hægt að tala um að það sé til stað ar. Ég er nú ekki það tæknifróð að ég geti sagt neitt um tækniatriði en mjög oft er ekki einu sinni hægt að fara inn á heimabankann. Og mér dettur ekki í hug að reyna að horfa á fréttaskot á myndböndum, hef hvorki þolinmæði né tíma til þess og það er allt sundur slitið þegar og ef það kemur á skjáinn.

KLASSÍSKARPEYSURFYRIRNÝJAKYNSLÓÐ

|

19 meta bæði gömlu góðu lögin og eins það sem unga fólkið í dag er að gefa út. Hvaða kost velur þú þér í mat og drykk? Ég er matarfíkill. Það þýðir að ég get ekki átt í eðlilegu sambandi við mat og var þar af leiðandi alltof feit. Þar til fyrir sex og hálfu ári var ég endalaust í megrun eða að lofa sjálfri mér að nú myndi ég taka mig á eftir helgina. En helgin sú lét oftast bíða eftir sér. Þá kynntist ég 12 spora samtökum mat arfíkla og fráhaldi frá ákveðnum teg undum af mat og ákvað að taka einn dag í einu í einn mánuð. Það var nú lítið mál að taka einn mánuð, eins og ég hafi nú ekki gert það oft og mörg um sinnum. En núna allt í einu kom eitthvað sem virkaði fyrir mig og núna eru mánuðirnar orðnir 76 og ég safna dögunum mínum í fráhaldi eins og fal legum perlum á band. Ekkert hungur eða samviskubit og hún ég er sæl og ánægð með árangurinn og mun von andi aldrei snúa aftur til fyrra lífs. Ég veit að ef misstígi ég mig þá eru útrétt ar hendur sem hjálpa mér upp aftur án þess að dæma. Viltu gefa lesendum góð ráð um líf og lífsstíl? Ég á nú bágt með að setja mig í stell ingar til að gefa góð ráð. Veit ekki hvort ég hef einhvern lífsstíl. Nema þá helst að lifa lífinu lifandi og taka þátt. Njóta samvista við fólkið í kringum mig og vera þátttakandi en ekki bara viðtakandi. Ef þú sérð að eitthvað þarf að gera – ekki bíða eftir að aðrir geri það. Ef þú getur gerðu það sjálf. hann sé tröllskessa ein sem á sínum tíma reyndi að grafa Vestfirði lausa frá Íslandi en varð að steini áður en verkið kláraðist. Það virðist alveg greinilegt að þetta er hún, skessan, ekki satt? Mynd: Böðvar Eggertsson.

FJÖLBREYTTAR40UPPSKRIFTIR www.forlagid.is |

Peysurnar eru byggðar á norskum munstrum og uppskriftum frá ýmsum tímum. Sumar eru trúar uppruna sínum en aðrar hafa verið hannaðar upp á nýtt fyrir nýja kynslóð. Bókabúð Forlagsins Fiskislóð

39

„Rannsóknin um lopapeysuna er mikið til byggð á frumheimildum í formi munnlegra og ritaðra heim ilda, bréfasafna, ljósmynda og safn muna, einnig greinum, umfjöllunum og auglýsingum í dagblöðum og tíma ritum, bæklingum og prjónauppskrift um. Lögð var áhersla á að samræma og sannreyna upplýsingar sem fram komu við rannsóknina. Þannig voru munn legar og ritaðar heimildir bornar saman og útbúið ítarlegt myndasafn í tíma röð til að fá sem besta heildarsýn á þá áhrifavalda sem komu að mótun lopa peysunnar enda hafa margar hendur og hugvit komið þar við sögu eins og fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Sauðfé fjölgað í landinu til að fá næga ull Prjónið barst hingað til lands á síð ari hluta 16. aldar og allir gátu lært að prjóna miðað við flókinn vefnað, sem áður hafði verið aðalundirstaðan í fatagerð landsmanna. Á tímum einok unarverslunar Dana urðu prjónavör ur að mikilvægri útflutningsafurð fyrir Íslendinga. Í kjölfar iðnvæðingarinnar í mörgum löndum á 19. öld minnkaði síðan eftirspurnin eftir handunnum prjónavörum. Íslendingar hófu þá að selja mikið magn af óunni ull úr landi, en til þess að anna þeirri eftirspurn var sauðfénu fjölgað til muna hér á landi, sem var svo aftur forsenda þess að hægt var að hefja hér verksmiðjuframleiðslu á ullarafurðum. Vélvæðingin í ullariðnaðinum skap aði lopastrengina og grundvallaði það upphaf og þróun lopapeysunn ar. Afnám vistarbandsins á árunum í kringum aldamótin 1900, aukin sjó sókn og síðar þéttbýlismyndun og vera herliðsins í seinni heimsstyrjöldinni juku flutning úr sveit í borg og fækk aði vinnufólki til sveita. Hægt var að fá ullina þvegna og kembda í lopastrengi frá verksmiðjunum og vegna mannfæð ar og tímaskorts í sveitum var farið að nýta óspunninn lopann í handprjón ið, sem einnig þótti mýkri, hlýrri og ódýrari en spunnið band. Þegar lítið var flutt inn af tilbúnu garni á stríðs tímum og þegar innflutningshöft voru við lýði kom sér vel að nýta lopann. Við erfiðar aðstæður efldust þannig frum kvæði og sköpunarkraftur þjóðarinnar og upp úr slíkum aðstæðum má rekja upphafLopapeysanlopapeysunnar.hefurþannig fyrst og fremst mótast innan grasrótarinnar og þannig fengið sinn eðlilega framgang og þroska sem öll góð hönnun þarf að gangast undir. Auk góðrar þjálfunar í ullar- og prjónavinnu hafa íslenskar konur og karlmenn einnig haft mikla kunnáttu í listrænni prjónavinnu þar sem munsturútfærslan, prjóntæknin og litasamsetningar hafa skipt meginmáli. Áður fyrr hafði þetta listræna innsæi aðallega verið sett í samhengi við vönd uð sjöl og fallega tvíbanda og útprjón aða vettlinga, en nú í seinni tíð hefur sú nálgun einnig færst yfir í lopapeysuna.

Einstakt handverk og hraðprjón Það að hægt væri að gera úr lopa peysunni fljótunna og söluhæfa vöru þar sem margir aðilar gátu haft af því hag, er grunnurinn að því að lopapeys an hefur fest sig í sessi. Handverkið á bak við flíkina er einstakt, það aðJónsdóttirLindaKristínUmsjón:

Saga

lopapeysunnar – uppruni, hönnun og þróun Ásdís Jóelsdóttir lektor við Háskóla Íslands

20

U ppruni, hönnun og þróun hinnar sígildu íslensku lopapeysu er heiti á umfangsmikilli rannsóknar skýrslu, en höfundur hennar er Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknin var samstarfsverkefni Hönnunarsafns Íslands, Gljúfrasteins og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og var unnið yfir þriggja mánaða skeið haustið 2014. Rannsóknarskýrsluna er nú mögu legt að lesa á netinu og vorið 2016 verður gefin út bók um sama efni, en Ásdís hefur verið í nánari rannsóknarvinnu á við fangsefninu. Ritstjóri Húsfreyjunnar fékk Ásdísi til að nýta þekk ingu sína og fræða lesendur um íslensku lopapeysuna. Ásdís Jóelsdóttir lektor í textíl við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

21 mögulegt sé að prjóna heila og meðal stóra peysu í einu samfelldu stykki úr óspunnum lopa á 12-15 vinnustund um er einstakt. Sú útfærsla gerði það að verkum að auðvelt var að læra að hrað prjóna lopapeysur til sölu og útflutn ings, enda varð lopapeysuprjónið hluti af lífsviðurværi fjölmargra íslenskra heimila og það er þess vegna sem hún festi sig í sessi. Árið 1967 voru fluttar út um 40-60 þúsund lopapeysur, og það er þá sem vörumerkið „Íslensk lopa peysa“ verður til. Saga lopapeysunn ar er þannig mikilvægur hluti af hand verks-, hönnunar-, iðnaðar- og útflutn ingssöguÍslenskuþjóðarinnar.prjónakonurnar tóku að sér að sjá um fjölbreytta hönnun á 1958 Lopapeysur  á  sýningu hjá Íslenzkum  heimilisiðnaði  frá  árinu  1958.  Handprjónaðar  lopapeysur  voru orðnar  vinsælar  minjavörur  fyrir  ferðamenn  áður  en  úElutningur hófst  fyrir  alvöru.  Þessar  myndir birtust  í Húsfreyjunni  sama  ár. Sneiðingsúrtakan er notuð til að móta munstrið í hringlaga form á þessa peysu sem var í eigu Halldóru Bjarnadóttur og er núna varðveitt á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Ekki er vitað með vissu frá hvaða tíma peysan er, en líklega um eða rétt eftir 1940. Skemmtileg áferð er á peysunni enda er þrenns konar band notað í grunnlitinn í prjóninu. Lopapeysur á sýningu hjá Íslenzkum heimilisiðnaði frá árinu 1958. Handprjónaðar lopapeysur voru orðnar vinsælar minja vörur fyrir ferðamenn áður en útflutningur hófst fyrir alvöru. Þessar myndir birtust í Húsfreyjunni sama ár.

Fyrirmynd fyrir nútímanshönnuði

Munstraða lopapeysan hér að ofan birtist í Eldhúsbókinni árið 1963 og í textanum er hún sögð vera alíslensk og prjónuð af Aðalheiði Höskuldsdóttur. Peysan mun vera fyrsta íslenska lopa peysan sem birtist í uppskrift. var ætlað til útflutnings, varð til færi bandavinna í munsturgerð á lopapeys urnar í uppskriftaformi, sem þá var aðallega orðin í höndum prjónahönn uða sem störfuðu hjá stærstu ullar framleiðendunum Álafossi og Gefjun. Íslenska prjónakonan kaus þó frekar að handprjóna peysur sínar úr plötulop anum, peysurnar voru léttari og loft kenndari en úr hespulopanum, auk þess sem plötulopinn var ódýrt hráefni og því hefur lopapeysan haldist sem til tölulega ódýr söluvara. Í rannsókninni er eingöngu tekið mið af hinu sígilda munsturútliti sem ein kennir íslensku lopapeysuna, og er þá átt við hringlaga og munstraða ber ustykkið sem umlykur barminn, herðar og axlir peysunnar og þar sem hluti af munstrinu endurtekur sig neðan á bol og framan á ermum. Munstrið er það sem gefur lopapeysunni hvað mest gildi og sem vekur hvað mesta athygli og það sem flestir muna eftir. Stílhreinu munsturbekkirnir og munst urformin á íslensku lopapeysunum eru á margan hátt keimlík, og það er þess vegna sem hún þekkist nánast hvar sem er. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útliti munstursins, það þarf að hafa þjóðlega skírskotun sem gerir það sérstakt og vel sýnilegt. Jafnframt þarf framsetning munstursins að vera innan hinna „sígildu“ viðmiða þar sem heildrænt jafnvægi ríkir í samspili lita og munsturs og staðsetningu munst ursins á flíkinni. Munstur og munsturhefð Munstrið hefur haldist með svip uðu sniði í gegnum árin og þó að lopapeysan hafi birst nánast fullmót uð undir lok sjötta áratugarins og í byrjun þess sjöunda, þá átti hún ýmsa forvera sem rekja má til þjóðararfsins og nánar er fjallað um í skýrslunni. Lopapeysumunstrið á sér rætur í sög unni þar sem áhrifavaldar úr ýmsum áttum hafa ráðið ferðinni varðandi útfærsluna og þróun munstursins og takmarkanir þess. Aðallega er hér átt við hráefnið ullina og eiginleika henn ar, aðlögun munstursins að hráefninu, hugmyndaauðgi þeirra sem prjónuðu, staðsetningu munstursins, og samspil lita, forma og lína. Auk þess hafa tíðar andinn, tískustraumar og erlend áhrif haft að segja um þróun og útlit munst ursins og sniðútlit peysunnar.

Lopapeysan hefur hin síðari ár einn ig verið mikilvæg fyrirmynd fyrir unga íslenska hönnuði sem sótt hafa inn blástur í hráefni, útlit, handverk og þá ímynd sem lopapeysan stendur fyrir. Það mun ætíð verða þörf fyrir ýmis til brigði af henni, sem stýrist þá gjarnan af áherslum sem eiga rætur í umhverfi okkar, tengdum tísku og tíðaranda hverjuUppruni,sinni. hönnun og þróun lopa peysunnar er mikilvægur hluti af textílsögu þjóðarinnar þar sem hún sameinar listrænt innsæi, útsjónar semi, handverksþekkingu og meg inhráefni Íslendinga til fatagerðar, þ.e.Lopapeysanullina. er einnig hluti af sögu íslenskra karla og kvenna sem með hugverki sínu lögðu grunn að einni mikilvægustu útflutningsvöru Íslendinga fyrr og síðar. Lopapeysan er þannig mikilvægur hluti af tækni byltingu, útflutnings- og hönnunar sögu þjóðarinnar og hefur því ekki að ástæðulausu orðið eitt helsta sýnilega þjóðarstolt Íslendinga. Þess vegna er nauðsynlegt að halda til haga og varð veita gögn og muni sem einkenna upp runa, hönnun og þróun hennar auk þess að viðhalda prjóna- og munst urhefðinni áfram innan grasrótarinn ar en einnig innan safna- og skóla samfélagsins,“ segir Ásdís Jóelsdóttir lektor.Rannsóknarskýrslan um lopapeys una er yfirgripsmikil, rúmlega 200 síður, og gefur góða mynd af uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeys unnar. Ásdís hefur undanfarið haldið myndræna og áhugaverða fyrirlestra um innihald og niðurstöður rannsókn arinnar. Ef einstakir hópar eða félaga samtök hafa áhuga má hafa samband við hana í gegnum netfang hennar aoj@hi.is eða í síma 8478760.

Fullyrða má að Íslendingar eiga mikla munsturhefð eins og innihald Íslensku sjónabókarinnar ber vitni um. Hugleiða má hvaðan munstrin eiga uppruna sinn en þó er alveg víst að það á við um „öll“ munstur hvar sem er, aðalatriðið er frekar að beina sjón um að því hvernig munstrin hafa þró ast í höndum handverksfólks og hönn uða á hverjum stað.

22 lopapeysumunstrum þegar lopapeys an var orðin að eftirsóttri gjafavöru fyrir ferðamenn og til útflutnings. Ekki þótti eðlilegt að herma eftir erlendum munstrum þar sem erlend ir ferðamenn og söluaðilar kröfðust þess að peysurnar væru þjóðlegar og úr íslensku sauðalitunum. Þannig var sóst eftir þjóðlegum fyrirmyndum, meðal annars frá eldri útprjónuðum vettlingum og peysum, íslenskum munsturbókum og ekki síst íslenskri náttúru, bæði hvað varðar form og litasamsetningar. Íslensku prjóna konurnar löguðu munsturgerðina að grófleika lopans og þróuðu einnig hraðprjónið sem var forsenda þess að mögulegt var að fjöldaframleiða handprjónaðar lopapeysur til útflutn ings. Plötulopi og hespulopi Með tilkomu hespulopans, árið 1967, fyrir handprjón, sem aðallega

- Tilvalið gjafakort OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is - þar sem hugmyndirnar kviknaÍ Rokku er frábært úrval af garni, lopa og öðrum hannyrðavörum: Hannyrðablöð og bækur með athyglisverðum uppskriftum. Prjóna- og heklusett, nálabox, handavinnutöskur, handgerðar tölur og margt fleira. Komdu í Rokku og fáðu góðar hugmyndir.

ErumSunnuhlíðVQuiltbúðinerslunarmiðstöðinni,12,Akureyri,Símar:4612241áfacebookVetraropnunfrá1.ágúst-31. maí er virka daga frá 10 – 18 og laugardaga frá 11 – 14. Sumaropnun er frá 1. júní – 31. júlí er virka daga frá kl 12 – 18. Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.

Snertilausar greiðslur Mikið úrval af garni frá Katia Allt til bútasaums Gott úrval af útsaum Minnum á gjafabréfin Sendum um land allt

Ermarsundskonan sem lærði að synda fyrir þremur árum Sigrún Þ. Geirsdóttir þroskaþjálfi S igrún Þ. Geirsdóttir er kannski ekki þekkt nafn í heimi afreksíþrótta en þó er hér sannarlega afreksíþróttakona á ferð. Fyrr á þessu ári gerði hún sér nefnilega lítið fyrir og synti í fyrstu tilraun yfir Ermarsundið og er fyrst íslenskra kvenna til að synda þetta „Mount Everest“ sundgarpa. Hún segist vera hlé dræg og er kannski ekki endilega að trana sér fram eða koma afrek um sínum á framfæri. Hún er afar stolt af því að hafa náð markmiði sínu að synda Ermarsundið og ekki síður að takast það í fyrsta sinn og segist vita innst inni að þetta sé mikið afrek. Sigrún er Mosfellingur í húð og hár, þriggja barna móðir, eiginkona, þroska þjálfi og sundgarpur mikill, þó kannski ekki endilega í þessari röð. Hún er fædd 3. júli 1972 og er því 43 ára gömul. Sigrún gekk í Varmárskóla en var líka íeinkasafniúrogPálsSillaMyndir:SverrisdóttirBorghildurTexti: Tónlistarskóla Mosfellssveitar, þar sem hún lærði á fiðlu í sjö ár hjá Nönnu Jakobsdóttur. Sigrún segir foreldra sína hafa hvatt þau systkinin til tónlist arnáms. Hún segir að Mosfellssveitin hafi verið töluverð sveit í þá daga en til dæmis voru engir ljósastaurar milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Um fimm ára aldurinn flutti Sigrún í Reykjahverfið, frá Lágholti og minn ist þess að aðeins hafi verið tvö til þrjú hús við götuna þegar þau fluttu þang að. Náttúran var því allt í kringum hana á uppeldisárunum og segir hún það hafa verið dásamlegt að alast upp í Mosfellssveit. Vinahópurinn lék sér aðallega við dælustöðina við Varmá, þar sem þau meðal annars nýttu sér dælu stöðvarbrekkuna á veturna til að renna sér og skemmta sér í snjónum. Sigrún er næstyngst fjögurra systk ina. Elst, og átta árum eldri, er Guðný sem er sérþjónustuprestur fyrir fatlað fólk. Sex árum eldri er Hulda Guðrún óperusöngkona og kennari, en auk þess „Við konur erum alltof lélegar í því að hrósa sjálfum okkur og ég er sannar lega ein af þeim, en ég er rosalega stolt af þessu sundi,“ segir Sigrún.

24

25 á hún einn bróður sem er sex árum yngri og heitir Geir Jón og er bakari að mennt. Foreldrar Sigrúnar eru þau Geir Þorsteinssson matreiðslumeist ari sem starfaði í um 30 ár sem yfir matreiðslumeistari á Reykjalundi og Emma Ottósdóttir, menntaður nudd ari, en starfaði einnig lengi við bóka búðina Snerru í Mosfellsbæ. Þau eru bæði orðin virtir eldri borgarar í dag. Ofnæmi starfsframanumbreytir Sigrún stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð í rúm tvö ár en fann sig ekki í áfangakerfinu og fór því að vinna. Þá var hún búin að kynnast tilvonandi eiginmanni sínum, Jóhannesi Jónssyni, en þau giftu sig árið 1992 eftir að hafa þekkst frá unglings aldri. Jóhannes er menntaður í stjórn mála- og hagfræði og starfar hjá emb ætti ríkisskattstjóra. Árið 1993 eignuð ust þau elsta son sinn, Benedikt Geir, sem nú er á lokaári sínu í tölvunar stærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Sama ár hóf Sigrún nám í hárgreiðslu, sem henni fannst einstaklega heillandi starf. Námið gekk vel en þegar hún komst á samning sumarið eftir kom í ljós að hún er með ofnæmi, og ekki einungis fyrir kemísku efnunum heldur hárum líka. Það var því ekkert annað fyrir Sigrúnu að gera en að hætta. Það var þó erfið ákvörðun. Í kjölfarið fór Sigrún að vinna hjá föður sínum og síðan á Skálatúni sem er heimili og vinnustofur fyrir fatl að fólk. Þar fann Sigrún köllun sína á ný. Árið 1997 þegar Sigrún hafði nýlega eignast dóttur, hóf hún nám í Þroskaþjálfaskóla Íslands og útskrifað ist þaðan sem þroskaþjálfi árið 2001. Dóttir hennar, Ingibjörg Bergrós, er í Menntaskólanum við Sund og stundar handbolta með meistaraflokki Aftureldingar. Sigrún lét sér þó ekki nægja að stunda fullt nám í þroska þjálfun heldur eignaðist hún árið 1999 sitt þriðja barn, soninn Daníel Óskar, sem er í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hann spilar fótbolta með Aftureldingu og er mjög virkur í félagsstörfum að sögnEftirSigrúnar.námiðhóf Sigrún störf á leik skóla í Mosfellsbæ en síðustu fimm árin hefur hún starfað í Klettaskóla sem varð til þegar Safamýrarskóli og Öskjuhlíðarskóli sameinuðust í einn Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er mjóst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson synti sundið árið 2008 og Sigrún nú árið 2015. Þau eru einu Íslendingarnir sem synt hafa yfir sundið. Sigrún er því ekki aðeins fyrsta konan til að ljúka sundinu heldur líka annar Íslendingurinn. Sigrún Þ. Geirsdóttir er Mosfellingur í húð og hár, þriggja barna móðir, eigin kona, þroskaþjálfi og sundgarpur mikill. skóla árið 2011. Klettaskóli er sérskóli fyrir fötluð börn á aldrinum 6 til 16 ára en þar nema ríflega 100 börn. Sigrún kennir nú sex ára börnum við skól

Frakklandi er 33 km. Þar sem haf straumar eru sterkir á þessu svæði barst hún oft með straumunum töluverðar vegalengdir svo að heildarvegalengdin sem hún synti fór langleiðina í að tvö faldast og endaði í 62,7 km. Sundið tók hana 22 klukkustundir og 34 mínút ur og þar af varð Sigrún sjóveik í tæp lega sjö klukkustundir, eða um þriðj ung leiðarinnar, og kastaði mikið upp. Þegar um tíu klukkustundir voru liðn ar af sundinu gaf áhöfn bátsins, sem fylgdi henni, aðeins kók, súkkulaði og hlaup sem næringu og á því lifði hún næstu 11 klukkustundirnar, en þennan tíma drakk hún ríflega sjö lítra af kóki. Þegar Sigrún lagði upp í ferð sína 8. ágúst hafði engin íslensk kona reynt að Þegar Sigrún synti yfir Ermarsundið í sumar hafði hún ekki stundað sjósund nema í sjö ár og lært að synda skriðsund árið 2012. „Það eru því aðeins þrjú ár síðan ég lærði að synda,“ segir Sigrún brosandi.

26 synda ein yfir Ermarsundið, það var því til mikils að vinna fyrir Sigrúnu sem sagðist hafa hugsað töluvert á leiðinni um það háa markmið að verða fyrsta íslenska konan til að sigra Ermarsundið. Sigrún var þó ekki með öllu ókunnug Ermarsundinu enda hafði hún synt það tvisvar sinnum áður í boðsundssveit árin 2013 og 2014. Sigrún segir gjör ólíkt að synda Ermarsundið í boðsundi og að synda það ein þar sem boðsund ið er hrein skemmtun en að synda ein hafi tekið töluvert meira á bæði and lega og líkamlega. En hvað varð til þess að Sigrún byrj ar að stunda sjósund, manneskja sem hafði í raun aldrei stundað neinar íþróttir á lífsleiðinni? „Þetta byrjaði þannig að Guðný syst ir mín byrjaði að stunda sjósund árið 2008 og dró mig með sér, þrátt fyrir að mér hafi ekkert fundist það spenn andi,“ segir Sigrún brosandi út í annað. „Þetta var æðislegt. – Svo mikið kikk. Kuldinn og viðbrögð líkamans þegar maður er að fara ofan í og hvernig manni líður eftir sjósundið var engu líkt,“ segir Sigrún. Hún segir líka að andleg spenna hafi verið mikil, svo að ekki sé talað um líkamlegar breyt ingar, en Sigrún hafði verið með mik inn áreynsluastma frá barnaldri sem hreinlega hvarf við ástundun sjósunds. Þá hefur hún einnig lagast af exemi og segir appelsínuhúðina líka minni eftir að hún byrjaði að stunda sundið. „Maður nær líka að endurnýja sig svo vel við sjósund,“ segir Sigrún og bætir við að þrátt fyrir að hún sé kannski þreytt eftir langan vinnudag komi hún endurnærð upp úr sjónum og að það sé mjög þægileg tilfinning, svona eins og hún nái að skilja allt erfiði dagsins eftir í sjónum.

Hef ekki séð neinn fúlan í sjósundi Sigrún segir sjósund fyrir alla, jafn vel hjartveika en mikilvægt er fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að ráð færa sig við lækni áður en farið er í sjó inn í fyrsta skipti. Hún segist þekkja dæmi um hjartveikt fólk sem stundar sjósund sem og fólk sem hefur lagast af sóríasis eftir að hafa stundað sjósund um tíma. Þá hikar Sigrún ekki við að mæla með sjósundi jafnt fyrir unga sem aldna en dóttir hennar sem er nú 18 ára hefur stundað sjósund í þrjú ár og hefur ann og líkar það einstaklega vel, enda fjölbreytt starf þar sem allir vinna náið saman. Hún segir að starfið sé krefjandi en hún vildi stundum geta gert meira fyrir börnin. „Stundum nær maður ekki að uppfylla allar þarfir þeirra, þó að maður reyni.“ Sigrún segir þó ómögu legt að vera fúll í þessu starfi, „því að börnin eru svo yndisleg“ og bætir við að þau sjái allt það góða í manni, eru svo hreinskiptin, einlæg og blátt áfram. Næstum 23 klukkustundir í sjónum Í sumar tók Sigrún sig til og synti yfir Ermarsundið. Bein lína yfir sundið, frá Dover í Englandi til Cap Gris Nez í

Andlegur mikilvægariundirbúningurenlíkamlegur

27 meðal annars synt Litla Viðeyjarsundið og Fossvogssundið. Þá á Sigrún góðan vin sem er á áttræðisaldri og er dugleg ur að stunda sjósund. „Þetta er líka góður félagsskapur,“ bætir Sigrún við og segir þau öll skella sér í heita pottinn eftir að hafa synt út frá Nauthólsvík. Af lýsingum Sigrúnar að dæma virðist vera eins og gleðin sé alltaf við völd hjá sjósundsfólki enda segist hún aldrei hafa séð neinn fúlan í sjósundi. Allir eru svo kátir með afrek in sín, því að það er alltaf afrek að fara ofan í kaldan sjóinn og sigrast á kuld anum.Sigrún segist stunda sjósund mjög oft yfir sumartímann, en á veturna getur sjórinn farið niður fyrir frost mark og fer hún þá kannski tvisvar til þrisvar í viku. „Það er svo mikilvægt að halda kuldaþolinu við sem getur tapast fljótt ef maður er ekki duglegur að fara“ segir hún. Kaldasti sjór sem Sigrún hefur synt í var mínus 1,8°C en þá þurfti hún að berja frá sér klakann með sundtökunum. Hún fékk reynd ar aðeins að finna fyrir því þegar hún kom upp úr sjónum, þar sem hún var öll skorin eftir klakann þrátt fyrir að hafa ekki fundið fyrir því í sjónum, vegna kuldans. „Það var frábært,“ segir Sigrún og bætir við að það sé erfiðara að synda í 3 – 8°C heldur en í mínus 1,8°C. Sundfatnaður Sigrúnar er mjög hefðbundin. Hún segir að sér finnist best að synda í sundbol með sundhettu en þannig synti hún yfir Ermarsundið. Hún bætir þó við að gott sé að nota Hér nálgast Sigrún lokatakmarkið í sundinu mikla við Frakklandsstrendur.

vítamínum ásamt viðbótar magnesíum og mangan ALLAR VÖRUR HAFKALKS ERU ÁN AUKEFNA OG ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE) ullina, eins og ullarbuxur eða -bol og ermar yfir vetrarmánuðina.

Þegar Sigrún synti yfir Ermarsundið í sumar hafði hún ekki stundað sjósund nema í sjö ár og lært að synda skrið sund árið 2012. „Það eru því aðeins þrjú ár síðan ég lærði að synda,“ segir Sigrún brosandi. En Sigrún fór ekki óundirbúin í Ermarsundið því að árið 2011 synti hún formlegt Viðeyjarsund sem er 4,5 kílómetrar og var sjötta konan til að synda það sund. „Ég hef synt mjög mörg sund hér við Íslandsstrendur eins og Fossvogssund, Bessastaðasund, stutt og langt, Skerjafjarðarsund, Ægisíðussund, Skarfavarasund, Helgusund og frá Grímsey yfir í Dragnsnes, svo eitt hvað sé nefnt,“ segir Sigrún. Sigrún undirbjó sig ekki aðeins líkamlega með sundæfingum fyrir Ermarsundið heldur einnig andlega. Í þeim undirbúningi komst hún að því og C

ÖFLUG FORVÖRN GEGN BEINÞYNNINGU www.hafkalk.is Kalkþörungar með D3, K2

að hún yrði líklega mjög hrædd á leið inni til dæmis við marglyttur, höfr unga, ála og fleiri sjávardýr og myndi jafnvel geta farið að sjá sýnir, gert sér upp ranghugmyndir og fengið „rugl una“ eins og hún orðar það. Hún var því búin að ákveða fyrirfram hvern ig hún myndi takast á við það, eins og með jákvæðum hugsunum og möntru.

28

lausn

8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is HÁGÆÐA POTTAR OG PÖNNUR FYRIR JÓLAELDAMENNSKUNA …Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.

Við konur erum alltof lélegar í því að hrósa sjálfum okkur og ég er sannar vandaða Verið velkomin verslun okkar Síðumúla mán fös

Sigrún og Jóhannes hlupu saman 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Takið eftir skemmtilegu áletruninni sem er á bolnum hans Jóhannesar.

Sundþjálfarinn hennar var búinn að segja henni að andlega hluti sunds ins væri um 70% en 30% væri lík amlegt. Flestir sundmenn sem synda Ermarsundið eru sammála þessu en þegar Sigrún lítur til baka telur hún að í hennar tilviki hafi andlega hliðin verið 90%. „Hausinn hélt mér gang andi sem sýnir það að maður getur gert ansi mikið ef viljinn er fyrir hendi“.

í

-

Lærdómurinn Ermarsundinuaf „Ég lærði margt um sjálfa mig, að maður getur það sem maður ætlar sér. Ég lærði hversu sterk ég er í hausn um og varð meðvitaðri um sjálfa mig.

Veit á

16 Opið

29 lega ein af þeim, en ég er rosalega stolt af þessu sundi“ segir hún, „en þetta var gríðarlega erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert, erfiðara en að eignast börn“. Sigrún segist sjá það vel þegar hún skoðar myndbönd sem tekin voru um borð í fylgdarbátnum, hvað þetta var mikið afrek. „Það er mjög gaman að segja að maður hafi synt Ermarsundið en ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því, nema að þekkja vel til, hve erfitt þetta er.“ Sigrún tekur sérstaklega fram að hún hefði að sjálfsögðu ekki getað farið þetta ein en í fylgdarbátnum sem fylgdi henni yfir Ermarsundið voru eigin maður hennar, Sædís Rán tengdadóttir hennar, Harpa Hrund vinkona hennar og Hörður kærastinn hennar og vinur þeirra hjóna. Sigrún segir að alltaf hafi verið einhver til að hvetja hana áfram. Þá voru í áhöfn bátsins þrír einstak lingar sem skiptust á að sigla bátnum og að lokum dómari sem fylgdist með að allt færi eftir settum reglum. Skilaboð Sigrúnar til kvenna, sem ætla að takast á við íþróttaafrek, er að við eigum jafnmikið erindi og karl menn. Hún segir að við verðum að hafa trú á okkur sjálfum og minna okkur á hlut hugans í þessu sambandi. Hún bætir líka við að kannski þurfum við að vera minna hógværar og segir það mögulega skýringu á því að það fer minna fyrir konum í fjölmiðlum. Sigrún og eiginmaður hennar Jóhannes ásamt börnunum sínum þeim Benedikt Geir, Daníel Óskari og Ingibjörgu Bergrós. Myndin var tekin árið 2013 á fermingar degi Daníels Óskars. Lífið eftir Ermarsund En líf Sigrúnar er ekki bara sjósund. Þegar talið berst að öðrum áhugamál um segist hún hafa einkar gaman af göngum ýmiss konar og hjólreiðum og svo er fjölskyldan auðvitað stórt áhugamál. Hún segist reyna að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi því að hún veit hvað það gerir henni gott. Hún veit líka hvað mataræði spilar stórt hlutverk í almennri vellíðan og reynir að huga að því eftir bestu getu, þó að hún segist vera sólgin í kók. Næst á dagskrá varð andi sjósundið eru Drangeyjarsund og Vestmannaeyjasund en Sigrún seg ist vilja þreyta þau sund jafnvel næsta sumar. Mikið jólabarn

Aðventan og jólin skipa stóran og mikilvægan sess í lífi Sigrúnar og seg ist hún alltaf hlakka til jólanna. Hún segist vera ein af þeim sem byrjar að skreyta snemma. Fjölskyldan hefur þá skemmtilegu hefð að ná sér í jólatré saman í Hamrahlíðinni í Mosfellsbæ og segir það taka mislangan tíma, en svo enda allir heima í kaffi og smákökum. Þá bakar hún líka alltaf svolítið, helst þetta sem foreldrar hennar bökuðu þegar hún var lítil eins og spesíur, súkk ulaðibitakökur og fleira, auk þess sem laufabrauð er alltaf steikt fyrir jólin. Þó að Sigrún sé alin upp við að borða rjúpur á aðfangadag þá hefur fjölskyld an hennar ekki fest sig í neinum sér stökum mat þann dag, en kalkúninn á gamlárskvöld sé að verða að hefð. Jólaboð fjölskyldunnar er föst hefð á jólum og jólamessan í Grensáskirkju þar sem Guðný systir hennar predik ar. Þeim finnst líka gaman að fara á tónleika á aðventunni og tónlist spil ar almennt stórt hlutverk á heimilinu um aðventuna sem og spil. Milli jóla og nýárs er svo tíminn nýttur í róleg heit og að njóta stundarinnar. Urtasmiðjan íslenskar jurtir, lífrænt hráefni. Þetta er olían sem allir tala um og nuddarar mæla með.

Kröftug nuddolía á harða og spennta vöðva, auma og stirða liði. Mýkir, liðkar, slakar. Róandi á sinadrátt. Inniheldur þekktar gigtarjurtir. Ómissandi í jólaannríkinu og í jólapakkann. Fæst hjá www.urtasmidjan.is og í helstu náttúruvöruverslunumogví ðar. Upplýsingar í síma 462 4769

N úna þegar íslenskar konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli er áhugavert að líta einnig til lífs kvenna í öðrum heimsálfum. Ísland er ein fámennasta þjóð heims en Kína sú fjölmennasta. Kínverjar eru 20% fólks á jörðinni, sem sagt tveir af hverjum tíu núlifandi mönnum eru kínverskir. Því er sannarlega áhugavert að líta aðeins til sögu og menningar Kína og hér í Húsfreyjunni er vel við hæfi að nýta sjónarhól kínverska kvenna til þess. Li Sihan sem er ung kínversk kona sem býr núna í Kínverska sendiráðinu á Íslandi ásamt eiginmanni sínum Li Han sem er sendiráðunautur. Li Sihan skrifaði pistil um mismunandi menningar- og lífsskeið kínverskra kvenna út frá sjónarhóli kvenrithöfunda í Kína fyrir Húsfreyjuna. Li Sihan er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína og vinnur nú að bók um fjölskyldulíf á Íslandi og í Kína.

EggertssonBöðvarogLindaKristíneinkasafni,ÚrMyndir:JónsdóttirLindaKristínUmsjón:

Zhang Weidong Sendiherra Alþýðulýðveldisins

Kínverska hamingjutáknið.kvenrithöfunda skiptist í þrjú megin skeið: Lénsskipulagið (475 f.Kr.-1911 e.Kr.), Lýðveldið Kína (1912-1949) og Alþýðulýðveldið Kína (frá 1949). Lénsskipulagið Fyrsti kvenrithöfundur Kína, Ban Zhao (45-116) var úr fjölskyldu þar sem mikil rækt hafði verið lögð við fræði Konfúsíusar. Ban Zhao var undir áhrifum forfeðra sinna, vel lesin og Li Sihan ásamt dóttur sinni Nacy, sem er fimm ára og gengur í leikskóla í Reykjavík.

30

Ritun kínverskra bókmennta má rekja til þriðju aldar f. Kr. og eiga sér því rúmlega 2000 ára sögu. Í ald anna rás hafa fjölmargir rithöfund ar skapað óteljandi bókmenntaverk. Þeir voru flestir karlmenn. Þrátt fyrir að fáar konur væru í hópi rithöfunda í Kína um aldir eru kvennabókmenntir einstæður hluti kínverskra bókmennta sem setti mark sitt með sérstæðum hætti á þróun þeirra. Stíll kvenna mótaðist mjög af félagslegri stöðu var Ban Zhao undir áhrifum af siðfræði lénsveldisins. Í bók hennar Kvenbönn er því fjallað um að karlar skuli vera konum æðri og að konum beri að hlýða þeim. Kvenbönn varð helsta ritið um siðfræði kvenna fyrr á öldum og hefur haft áhrif á Kínverja í rúm þús und ár. Áhrifa ritsins gætir jafnvel enn á okkar dögum. Þessi miklu áhrif Ban Zhao hafa sannarlega valdið kínversk um konum miklum raunum. Annar þekktasti kvenrithöfundur inn er skáldkonan Li Qingzhao (10841155). Hún er talin áhrifamesta kona kínverskrar bókmenntasögu og er í Kína nefnd fyrsti kvenspekingurinn í þúsundir ára. Hún fæddist inn í fjöl skyldu menntamanna og bjó alla sína ævi við allsnægtir. Hún las mikið í æsku og öðlaðist mikla færni í ritlist. Li Qingzhao giftist Zhao Mingchen, sem lagði einnig stund á bókmenntir. Þau lifðu í farsælu hjónabandi, höfðu bæði áhuga á bókmenntum, myndlist og fögrum gripum. Eiginmaður henn ar lést fyrir aldur fram um svipað leyti og Jin-keisaraættin (1115-1234) náði völdum í Kína. Li flúði þá suður á bóg inn þar sem hún lifði í sorg og einsemd. Kína á Íslandi Kínverskir

LikvenrithöfundarSihan

31

Þessar breytingar endurspeglast í verk um hennar. Hún skrifaði mest um ró og frið meðan allt lék í lyndi í lífi henn ar en síðar um örlög og sorgir. „Stúlkur þurfa ekki á menntun að halda heldur siðgæði“ var haft við orð á tímum lénsveldisins. Konur í almúga fjölskyldum voru hvorki læsar né skrif andi. Eingöngu dætur auðmanna og þeirra sem höfðu getið sér góðan orð stír gátu lagt stund á bókmenntir. Þó eingöngu hafi verið um nokkra tugi kvenrithöfunda að ræða lengst af hafa hrífandi töfrar ritverka þeirra veitt þeim líf allt til okkar tíma.

Lýðveldistíminn Á tímabili Kínverska lýðveldisins (1911-1949) gegndu fleiri konur æðri stöðum en áður og fjöldi kvenna fór að vinna utan heimilis. Kvenrithöfundar stigu þá fram og létu og mikið að sér kveða. Meðal þeirra var þekktasti og áhrifamesti rithöfundurinn, Zhang Ailing.Zhang var af gamalli ætt efnamanna. Á meðan hún óx úr grasi skorti ekk ert á auðsældina, en mannlega hlýju skorti. Faðir hennar var kaldlyndur að eðlisfari, móðirin ferðaðist um Evrópu í bernsku hennar og foreldrarnir skildu skömmu eftir að móðirin kom aftur til Kína. Zhang bjó áfram hjá föður sínum en samband hennar og stjúpunnar var stirt. Þar sem hún þurfti að sæta ákúr um þoldi hún ekki við og flúði að heim an. Þessi lífsreynsla setti mjög mark sitt á verk hennar. Um persónur í bókum hennar eru spunnir flóknir örlagaþræðir. Frásögnin er jafnan beinskeytt og djúp eins og hún horfi á veröldina köldum augum. Lesandinn skynjar sorgina í lífi sögu persónanna og gildir þá einu hvernig endirinn verður. Zhang giftist tvisvar. Fyrri maður hennar, Hu Lancheng, var einnig rit höfundur. Hu var kvæntur þegar þau hittust en skildi við konu sína og kvænt ist Zhang. Hann var þó ekki við eina fjölina felldur og stofnaði fljótlega til sambands við aðrar konur. Zhang var ljóst að hún unni Hu Lancheng hugást um um leið og hún vorkenndi honum. Hún hélt áfram að styrkja hann fjár hagslega þótt hann væri í tygjum við aðrar konur. En þegar þessu óróleika tímabili í ævi hans lauk og Hu hafði komið sér þægilega fyrir sendi Zhang Árið 2015 eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis. Gjörbreyting hefur einnig orðið á stöðu kínverskra kvenna í tímans rás. Lífsreynsla kvenrithöfunda í Kína er skemmtilegt sjónarhorn á þessar breytingar. Í eftirfarandi grein Li Sihan eru fróðlegar upplýsingar um þessar konur og um leið mismunandi skeið í menningu Kína. Ég mæli með henni og deili greininni með ykkur. Li Sihan ritstjóri og rithöfundur. Myndin er tekin í Kínverska sendiráðinu í Reykjavík en þess má geta að í Kína eru vasar tákn fyrir frið og ró og því nauðsynlegir á hverju heimili. Li er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í sinni heimabyggð í Kína. Tímaritið heitir Engar áhyggjur.

Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þetta eru sjálfstæðar konur sem fara sér að engu óðslega við að leita eftir manni og ást og móta sjálfar líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöf undasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverð laun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var við skiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í við tali: „Ég er hefðbundin kona að eðl isfari og geri miklar kröfur til hjóna bandsins. Mér hefur ævinlega fund ist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frek ar vera ein en ganga í sæmilegt hjóna Í dag búa um 400 Kínverjar á Íslandi. Þessi mynd var tekin í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor á fjölmenningardegi.

32 honum bréf þar sem hún sagði skilið við hann. Eftir það hélt hún um Hong Kong til Bandaríkjanna og giftist þar Bandaríkjamanni sem var 30 árum eldri en hún. Ævi Zhang er ágætt dæmi um vakn andi sjálfsvitund og sjálfsákvörðunar rétt kínverskra kvenna á þessum tíma. Þær voru ekki lengur eign karlmanna og karlmenn gátu ekki lengur kastað eign sinni á þær til ásta og fleygt þeim síðan frá sér. Hún barðist fyrir ást sinni, en þegar ástin brást hélt hún ótrauð áfram og hóf síðar nýtt líf. Annar rithöfundur, Xiao Hong, átti svipaða ævi. Á höfundarferli hennar ríkti mikið blómaskeið í bókmennt um, menntun og heimspeki í Kínverska lýðveldinu. Verk hennar, Saga Hulanfljótsins, lýsir á myndrænan hátt sam félaginu í Norðaustur-Kína á þessum tíma. Stíllinn er frjálslegur og frumlegur, málið eðlilegt og fagurt, á skilum skáld sögu, ljóðs og ljóðrænna hugleiðinga og hefur þessi bókmenntastíll verið kennd ur við hana, Xiao Hong stíllinn. Xiao Hong lifði viðburðaríku ástar lífi. Þegar hún var 19 ára strauk hún að heiman til þess að komast hjá að lenda í hjónabandi sem hafði verið ákveðið. Tvisvar varð hún barnshafandi og í bæði skiptin yfirgáfu elskhugarnir hana en um þrítugt veiktist hún og dró sjúk dómurinn hana til dauða. Þegar ævi kínverskra kvenrithöf unda á lýðveldistímanum er skoð uð er augljóst að konur höfðu öðl ast aukna sjálfsvitund og lutu ekki lengur forræði eiginmanna sinna eða feðra í blindni. Alþýðulýðveldið Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Nú hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif bæði innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum henn ar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúp ir eðlisþættir kvenna í þessum sam félögum laða fram tilfinningar mis kunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður henn ar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar.

SÆKTU STYRK Í NÁTTÚRU ÍSLANDS

Tie Ning er fyrsta konan í Kína sem var kjörin formaður kínversku rithöfunda samtakanna. Verk hennar hafa selst í milljónum eintaka og verið þýdd á fjölda tungumála. Þeirra á meðal má nefna bókina, The Bathing Women, sem segir frá lífi fjögurra kvenna í Kína nútímans. www.sagamedica.is SagaPro Við tíðum þvaglátum Til að viðhalda góðu minni Vörurnar frá Saga Medica eru fáanlegar í flestum apótekum, heilsu- og matvöruverslunum. Angelica Við kvefi og styrkjandi Úr heilsubrunni íslenskrar náttúru

33 band. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna vandfundin.“ Annar kvenrithöf undur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eft irfarandi ráð varðandi hjónabandið: „Þú þarft ekki að leita, þú bara bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er ljóst, að kvenrithöfundar og kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er nú hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir, þær eru ekki lengur eign karlmannsins eða verða að komast í hjónaband til að lifa þolanlegu lífi. Frá því að 21. öldin gekk í garð hefur komið fram á sjónarsviðið ný kynslóð rithöfunda, hinn svokallaði 80-ný rit höfundahópur, en í honum eru aðal lega konur sem eru fæddar eftir 1980. Nýlega hafa verið gerðir bæði vinsæl ir sjónvarpsþættir og kvikmyndir eftir verkum þeirra. Verk þessara kvenna bera vitni um þær framfarir sem hafa orðið í Kína varðandi rétt kvenna. Það er árangur margra kynslóða kínverskra kvenna og ákalls kvenrithöfunda í Kína sem og þeirrar alþjóðlegu kröfu að virða rétt Kínverskarkvenna.konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Breytingin er mikil hjá þessari fjölmennustu þjóð heims því að konur voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakn ing á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks árangri varðandi jafnrétti. Fyrra skeiðið stóð yfir í meira en 2000 ár en undanfarna áratugi hafa framfarirnar varðandi rétt kvenna í Kína orðið ótrúlega miklar. Það má halda því fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum svið um í kínversku samfélagi. Konum er nú frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efna hagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar í Kína og kunna að fara batnandi,“ segir Li Sihan.

Matarþáttur Húsfreyjunnar með Helenu Gunnarsdóttur Myndir: Silla Páls

Svo komaSælgætiskökurjólin

Ég gerði óformlega könnun fyrir stuttu og spurði nokkra vini hvað þeim þætti ómissandi á matarborðið um Ekkijól.stóð á svörum, allt frá jólaglöggi og hnetum upp í stórsteikur og helst mátti engu breyta. Einn sagði: „Frómasinn, sem amma gerir alltaf, er ómissandi, án hans koma einfaldlega engin jól.” Öðrum fannst rækjukokkteillinn hennar mömmu það allra besta sem til væri og með honum væri nauðsynlegt að hlusta á alveg sérstakan geisladisk sem gefinn var út fyrir ótal árum. Þannig hafði þetta alltaf verið. Ég þekki líka konu sem kýs að vera ein á jólunum og þá eldar hún bara það sem henni að gera tilraunir á jólunum því að þá er oft meiri tími í eldhúsinu til dundurs. Í jólaboðum er svo boðið upp á þetta hefðbundna, hangikjöt, uppstúf og tilheyrandi. Ég finn mig ekki knúna til að elda það líka heima, þegar flestir hafa fengið nægju sína í fjölskylduboðum, þá er gaman að bjóða upp á öðruvísi veislumat, drykki og snarl. Ein hefð sem ég verð þó að viðurkenna að haldi mér örlítið fastri er „chilli”-sultan. Mér finnst ómissandi að eiga hana til og bera fram með ostum og kexi og ekki þykir okkur síðra að bjóða upp á hana með afgöngum af köldu kjöti, til dæmis afgangs skinku, hamborgarhrygg eða kalkún. Svo er „chilli”-sulta bara svo dásamlega rauð og jólaleg að ég hef oft gefið hana í jóla- eða tækifærisgjafir. Uppskriftirnar í þessum sérlega hátíðlega jólaþætti eiga það allar sameiginlegt að vera vinsælar hjá mínu fólki og í Ég hvet ykkur til að prófa eitthvað nýtt í jólaundirbúningnum í ár og óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Með kærri jólakveðjuHelena

4 150250eggjahvíturghrásykurgrjómasúkkulaði 130 g „smartís” sælgæti (smátt saxað eða smærri gerðina)

Aðferð: Hitið ofn í 180°C. Þeytið eggjahvítur og sykur saman í 5 mínútur eða þar til blandan er stífþeytt. Saxið rjómasúkkulaðið smátt. Bætið því út í ásamt „smartís” og hrærið varlega saman við með sleikju. Setjið um 1 msk af deiginu fyrir hverja köku á plötu, klædda bökunarpappír og bakið í um 12 mínútur.

Fyllingin: Þeytið saman 2.5 dl af mjólk og búðingsdufti. Setjið til hliðar. Þeytið rjómann. Hrærið þessu svo varlega saman. Kljúfið vatnsdeigshringinn lárétt og leggið á kökudisk. Smyrjið þunnu lagi af jarðarberjasultu á botninn. Setjið svo vanillurjómann þar ofan á og leggið efri hlutann yfir. Bræðið saman rjóma og súkkulaði, kælið aðeins og hellið svo yfir. Skreytið með ristuðum möndluflögum, niðursoðnum kirsuberjum og sigtuðum flórsykri.

Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Lambakrydd úr 1001 nótt

35 meðVatnsdeigshringurvanillurjóma Vatnsdeig 60 g smjör 185 ml vatn 115 g hveiti 3 egg Fylling 5 dl rjómi 2,5 dl nýmjólk 1 pakki Royal Jarðarberjasultavanillubúðingur Ofan á 200 g suðusúkkulaði 2 dl Möndluflögur,rjómi létt ristaðar Niðursoðin kirsuber Flórsykur Aðferð: Hitið ofn í 200°C. Byrjið á að gera vatnsdeigið. Setjið vatnið í pott ásamt smjörinu og hitið að suðu. Slökkvið undir og hellið hveitinu strax saman við og hrærið vel með sleif þar til deigið losnar frá. Setjið í skál og leyfið aðeins að kólna. Bætið eggjunum einu í einu út í og hrærið mjög vel á milli. Þægilegt er að nota hrærivél. Setjið deigið með tveimur matskeiðum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og myndið hring sem er um 24 cm í þvermál (gott að teikna hring til viðmiðunar). Bakið í 40 mínútur eða þar til deigið hefur lyft sér vel og er alveg bakað í gegn. Ekki skal opna ofninn fyrr en eftir 35 mínútur því að annars getur deigið fallið. Látið hringinn kólna alveg og kljúfið hann svo í tvennt. Á lambakjötið

GrísktLambVillijurtirIslandialambakrydd

Hafra-kókoskökur með hvítu súkkulaði 175 g mjúkt smjör 125 g púðursykur 1 egg 1 tsk vanilluextrakt 100 g hveiti 100 g haframjöl 50 g kókosmjöl 50 g rúsínur eða þurrkuð trönuber ½ tsk matarsódi ½ tsk kanill ¼ tsk salt 100 g hvítt súkkulaði, brætt og sett ofan á Aðferð: Hitið ofn í 180°C. Þeytið saman smjör og púðursykur, bætið egginu og vanilluextraktinu út í og þeytið vel saman. Hrærið öllum þurrefnunum ásamt rúsínum saman, hellið út í eggjablönduna og hrærið varlega saman við. Setjið á bökunarplötu með tveimur teskeiðum og gætið þess að Ostakex með sesamfræjum 2 dl fínt spelt 1 ½ dl sesamfræ ½ dl hörfræ ½ dl „chia”-fræ 1 tsk sjávarsalt 1 dl heitt vatn ½ dl ólífuolía 5 msk rifinn „parmesan”- eða annar bragðmikill ostur Aðferð: Hitið ofn í 200°C. Blandið þurrefnunum saman í skál. Hellið vatni og olíu saman við og blandið vel saman. Bætið örlitlu vatni í viðbót út í ef ykkur finnst þess þurfa. Deigið á að vera eins og dálítið blautt brauðdeig. Setjið deigið á bökunarpappírsörk sem passar á eina bökunarplötu. Leggið svo aðra bökunarpappírsörk ofan á. Fletjið deigið út með kökukefli þannig að það fylli út nærri alla bökunarplötuna. Takið efri bökunarpappírinn af, skerið í deigið með hníf í þær stærðir sem þið viljið hafa kexið. Stráið osti yfir. Bakið í 15 mínútur, látið kólna og brjótið kexið svo í bita.

37 „Chilli”-sulta 500 ml vínedik (t.d. 50/50 hvítvíns- og 100rauðvínsedik)mlvatn 1 kg sultusykur (með pektín) 75 g rauðurfræhreinsaður„chilli”-pipar 150 g rauð paprika, hreinsuð og skorin í grófa bita Aðferð: Setjið edikið, vatnið og sykurinn í pott yfir vægum hita og leyfið sykrinum að leysast alveg upp. Skerið „chilli”-piparinn og paprikuna í grófa bita og maukið í matvinnsluvél þar til það er orðið mjög smátt saxað. Bætið svo maukinu út í edikblönduna. Hækkið hitann og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 10 mínútur. Takið þá pottinn af hitanum og látið kólna í eina klukkustund. Hellið í sótthreinsaðar krukkur. Geymist vel í ísskáp í a.m.k.4-6 vikur. Bakaður gullostur með rauðlaukssultu og kasjúhnetum 1 stk gullostur 4 meðalstórir rauðlaukar, skornir í tvennt og svo þunnar sneiðar 2 msk smjör 2 msk púðursykur 3 msk rauðvínsedik 1 tsk þurrkað tímían Salt og pipar Handfylli kasjúhnetur, gróft saxaðar 1 msk ólífuolía

Aðferð: Hitið pönnu yfir meðalhita og bræðið smjörið. Bætið lauk á pönnuna ásamt tímían, saltið og piprið og steikið þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur og hefur minnkað um u.þ.b. helming. Þetta getur tekið um 20 mínútur. Bætið þá sykrinum og ediki á pönnuna og blandið vel saman við laukinn. Leyfið edikinu að sjóða niður í 5 mínútur. Verið getur að hækka þurfi hitann aðeins. Smakkið til með salti, pipar og ediki og sykri ef ykkur finnst þurfa. Setjið ostinn í lítið eldfast mót og setjið 4-5 stórar matskeiðar af rauðlaukssultunni ofan á. Stráið kasjúhnetunum yfir og dreifið síðan smá ólífuolíu yfir. Bakið við 175°C í u.þ.b. 15-20 mínútur eða þar til osturinn er mjúkur. Berið fram með afganginum af rauðlaukssultunni og góðu kexi. Rauðlaukssultan er líka afar góð með villibráð og lambasteik og nánast hverju sem er.

38 Rjómalöguð villisveppasúpa 50 g þurrkaðir villisveppir 500 g blandaðir ferskir sveppir (gott að nota, t.d. kastaníu-, „Portobello”- og ostrusveppi) 2 hvítlauksrif, hökkuð 1 dl smátt saxaður skalottlaukur 1 tsk þurrkað tímían (eða 1 msk ferskt) 2 msk smjör 1 l Salt32,5kjúklingasoðdlrjómimsksérríogpipar Vetrarsalat með fennel (fennikka), appelsínum og trönuberjum 1 poki klettasalat 2 appelsínur 1 stórt fennel 1 handfylli þurrkuð trönuber 4 msk hreinn fetaostur SaltÓlífuolíaogpipar Aðferð: Leggið þvegið klettasalat á disk eða fat. Skerið fennelið í tvennt og svo í þunnar sneiðar. Afhýðið aðra appelsínuna og takið laufin í sundur. Dreifið þessu öllu yfir salatið og kreistið safann út hinni appelsínunni yfir. Setjið þurrkuð trönuber og mulinn fetaostinn yfir. Hellið smá ólífuolíu yfir salatið og kryddið með góðu sjávarsalti og dálitlum möluðum pipar.

Bætið sveppunum út í og steikið áfram. Hellið kjúklingasoðinu yfir, ásamt þurrkuðu sveppunum og soðinu af þeim, og hleypið suðunni upp. Maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara, en ekki of mikið, gott er að hafa smá sveppabita í súpunni. Bætið rjómanum út í ásamt sérríi og smakkið til með salti, pipar, tímían og kjúklingakrafti ef ykkur finnst þess þurfa. Ef ykkur finnst súpan of þunn má þykkja hana örlítið með sósujafnara. Berið súpuna fram á fallegum diskum, skreytið með steiktum sveppum, sýrðum rjóma, steinselju og ólífuolíu.

Ofan á: Fersk NokkrirÓlífuolíaSýrðursteinseljarjómisveppir, smátt skornir og steiktir. Aðferð: Byrjið á að setja þurrkuðu sveppina í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þannig að það rétt fljóti yfir sveppina (u.þ.b. 3 dl). Látið þetta bíða um stund. Skerið fersku sveppina gróft. Bræðið smjörið í stórum potti, steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann er glær, kryddið með tímían, salti og pipar.

Sæt kartöflustappa með hlynsírópi og kanil 2 sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 50 g mjúkt smjör ½ dl hlynsíróp 1 tsk Sjávarsaltkanillog nýmalaður pipar

Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið ílangan „vasa” í hverja bringu fyrir sig. Setjið 1-2 msk af gráðosti inn í hvern vasa og raðið þremur döðlum þar á eftir. Lokið vasanum eins og þið getið og vefjið þremur beikonsneiðum utan um bringuna til að loka vasanum enn betur. Hitið pönnu á meðalhita. Brúnið bringurnar á öllum hliðum og leggið svo í eldfast mót. Hellið rjómanum í fatið og afgangs gráðosti. Bakið í 20 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðaðar í gegn. Gott er að láta þær standa í 10 mínútur áður en þær eru bornar fram.

Aðferð: Sjóðið kartöflurnar í vatni með smá salti þar til þær eru mjúkar. Hellið vatninu af, setjið smjörið saman við og stappið með gamaldags kartöflustappara. Hrærið sírópinu, kanil, salti og pipar saman við og

39

Fylltar kjúklingabringur með gráðosti, beikoni og döðlum 4 21212120kjúklingabringurggráðosturmjúkardöðlursneiðarbeikondlrjómi

hf. Efling RétturGuðmundurhjúkrunarfræðingaFélagstéttarfélagíslenskraJónassonehf.IcelandicFish&Chipsehf.Kjaranehf.Löndunehf.PósturinnReykjavíkurborg-ráðgjöf&málflutningurTark-Arkitektar Kópavogur Rafmiðlun hf. Garðabær Garðabær Hafnarfjörður UmbúðamiðlunHafnarfjarðarbærehf. Akranes Gallerý Snotra ehf. Búðardalur Dalabyggð Ísafjörður Þristur - Ormsson Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf. Sauðárkrókur Sveitarfélagið Skagafjörður Akureyri Raftákn ehf - Verkfræðistofa Kópasker Fjallalamb hf. Neskaupstaður Síldarvinnslan hf. Höfn í Hornafirði Sveitafélagið Hornafjörður Selfoss Sveitarfélagið Árborg Ölfus Eldhestar ehf. Flúðir Flúðasveppir ehf Reykjavík

1

1

40 g „Nutella” (súkkulaðiheslihnetusmjör) msk hrásykur egg 1 tsk vanilluextrakt tsk „instant” kaffiduft (malið það í mortéli) 1,5 dl fínmalað spelt eða hveiti 1 dl (eða meira) dökkir eða ljósir súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði Gott sjávarsalt í flögum t.d frá Maldon eða Saltverki Aðferð: Hitið ofn í 170°C með blæstri, annars 180°C. Hrærið „Nutella”, eggi, vanillu, sykri og kaffidufti saman með sleif þannig að það blandist vel saman. Bætið hveitinu út í ásamt súkkulaðidropunum og hrærið þar til það hefur rétt svo samlagast deiginu. Kælið í 15-30 mínútur. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á bökunarplötu, stráið örlitlu sjávarsalti ofan á hverja köku og bakið í 7-9 mínútur. Mér finnst betra að baka þær aðeins of lítið og leyfa þeim svo að kólna. Þá verða þær mjúkar í miðjunni og dásamlegar. Bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt nýtt ár Reykjavík Blaðamannafélag Íslands Brim

„Nutella“-kökur með sjávarsalti 200

2

Sjáðu úrval hátíðaruppskrifta á gottimatinn.is, í tölvunni, spjaldtölvunni eða snjallsímanum. Matargerðin byrjar á gottimatinn.is

ís sem bræðir hjörtu Þessi himneski jólaís með mildum tónum af súkku laði, grískri jógúrt, hunangi og heslihnetukrókant á eftir að verða fastagestur á jólaborðum þínum.

Frá Kvenfélagasambandi Íslands

Karlar verða að styttum, en konur verða að mold Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

42

Ragnhildur Stefánsdóttir við vinnu að gerð höggmyndarinnar af Ingibjörgu H. Bjarnason.

Um alla borgina eru styttur af körlum, nafngreindum körl um sem allir eru látnir. Ég nefni nokkra: Skúla Magnússon fóg eta í Víkurgarði, Jón Sigurðsson á Austurvelli og Tryggva Gunnarsson í Alþingisgarðinum. Við Stjórnarráðið eru þeir Hannes Hafstein og Kristján konung ur níundi með stjórnarskrána í hendi. Við Tjörnina eru Ólafur Thors, Tómas Guðmundsson og Jónas Hallgrímsson. Að síðustu má nefna Ingólf Arnarson land námsmann á Arnarhóli. Fjarvist kvenna var hrópandi. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft Ár hvert koma stórir hópar af leikskólabörnum og grunnskóla börnum með kennurum sínum í miðborgina til að fræðast um borgina og samfélagið. Þau læra að þekkja Ráðhúsið og hvaða hlutverki það gegnir, fræðast um borgarstjór nina, Stjórnarráðið, ríkisstjórnina og svo endar ferðin á Alþingi. Á góðviðris dögum streymir ungviðið í bæinn með eftirvæntingu og fróðleikslöngun í aug unum. Á þessum ferðum sínum skoða börnin einnig styttur bæjarins og þeim er sagt frá þessum merku körlum sem standa á stöllum um allan bæ. Móðir drengs og telpu sagði mér frá samtali barna sinna í ökuferð um bæinn, þar sem stytturnar komu til tals í aftursætinu. „Verður maður að styttu þegar maður deyr?“ spurði drengur inn móður sína. „Nei, nei, elskan mín, hvaða vitleysa er þetta,“ svaraði móð irin. Þá sagði systir hans, aðeins eldri: kjörin var til setu á Alþingi, Ingibjörgu H. Bjarnason, og setja á stall. Konunni sem ruddi braut kvenna á Alþingi, beitti sér fyrir byggingu Landspítalans og leiddi fjársöfnun kvenna til þess mikilvæga verkefnis. Fyrsta höggmynd af konu í Reykjavík er orðin að veru leika, stytta af Ingibjörgu, höfðing leg gjöf til Alþingis og þjóðarinn ar á þessum merku tímamótum frá stórhuga fyrirtækjum, sem lögðu sitt af mörkum á 100 ára afmælinu. Ársverk – stytta verður til Það gekk ekki þrautalaust að láta þennan draum um höggmynd af Ingibjörgu verða að veruleika. Það voru ljón í veginum. En þessi stytta varð að rísa. Eitt ár tekur að vinna höggmynd sem þessa. Það var því ekki til setunnar boðið, ef hún átti að komast á stall á afmæl isárinu. Vorið 2014 hafði ég sam band við Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara og spurði, hvort hún gæti tekið verkið að sér og byrjað, þótt ekki væri tryggt fé til verksins. Hún sló til. Við viðuðum að okkur myndum af Ingibjörgu til að vinna eftir og ég fékk Björgu Einarsdóttur rithöfund og fleiri konur sem þekktu Ingibjörgu í lifanda lífi til að lýsa henni í útliti, klæðaburði og háttum, svo að listakonan gæti gert höggmyndina sem líkasta henni. Björg og Salóme Þorkelsdóttir, fyrrver andi forseti Alþingis, sem báðar muna eftir Ingibjörgu úr Kvennaskólanum, komu svo með mér á vinnustofuna til Ragnhildar, þegar verkið var langt komið í vinnslu og sögðu höggmynd inni svipa mjög til hennar.

Einstakt og táknrænt Segja má, að Ragnhildi hafi tek ist að skapa einstakt listaverk. Henni hefur tekist að gera höggmynd, sem er nánast á hreyfingu. Ingibjörg er hnar „Hvað er að þér? Maður verður að mold.“ Nokkur þögn varð í aftursæt inu, en svo sagði strákur: „Já, ég veit hvernig þetta er - karlar verða að stytt um, en konur verða að mold.“ Fyrst á þing og fyrst á stall Nú þegar 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis var vissulega tímabært að breyta þessum kynjahalla í borginni og senda önnur skilaboð úr umhverfinu til komandi kynslóða. Það var við hæfi að reisa höggmynd af fyrstu konunni semeinkasafniÚrMyndir:JóhannesdóttirRagnheiðurÁstaTexti: Í Reykjavík, höfuðborg okkar, var engin stytta af nafngreindri konu fyrr en þann 19. júní í sumar. Við Háskóla Íslands er reyndar höggmynd sem er brjóstmynd af Björgu Þorláksson, sem konur söfnuðu fyrir. En heil höggmynd af nafngreindri konu fannst engin.

Listamaðurinn

við

43 inu og á Austurvelli. Þar tilkynnti hún að réttarbótanna yrði minnst með fjár söfnun fyrir byggingu Landspítalans og leiddi hún fjáröflunarnefndina og síðar Landspítalasjóð Íslands. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, ein á meðal karl anna. Hún var brautryðjandi sem ber að þakka og minnast. Höggmyndin af henni hefur fengið verðugan stað við Skála Alþingis.

Ragnhildur Stefánsdóttir Ragnhildur Stefánsdóttir er einn okkar fremstu myndhöggvara. Hún stundaði nám við Myndlista- og hand íðaskóla Íslands og framhaldsnám við Carnegie Mellon University, College of Fine Arts í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Ragnhildur hefur gert höggmyndir af ýmsum Íslendingum, m.a. brjóstmynd af Auði Auðuns borgarstjóra, sem er í Ráðhúsi Reykjavíkur, brjóstmynd af séra Bjarna Þorsteinssyni tónskáldi og heiðursborgara Siglufjarðar, höggmynd ir af Gísla Halldórssyni forseta ASÍ, Jóni Ósmann ferjumanni í Skagafirði og nú síðast, en ekki síst, af Ingibjörgu H. Bjarnason alþingismanni.

Alþingismaðurinn Ingibjörg H. Bjarnason Ingibjörg var kjörin á þing af kvenna lista árið 1922, en hann var landslisti. Þetta var sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi, barðist ötul lega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Eitt stærsta baráttumál hennar var bygg ingÁðurLandspítalans.enIngibjörg var kjörin á þing var hún í forsvari fyrir konur sem þökk uðu þingmönnum 1915 fyrir kosninga réttinn. Hún hélt þá ávarp í þinghús Alþingismaðurinn Ingibjörg H. Bjarnason. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, ein á meðal karlanna. Hún var brautryðjandi sem ber að þakka og minnast. Höggmyndin af henni hefur fengið verðugan stað Alþingishúsið.

Höggmyndin var steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og gaf efni og vinnu við hann og Eimskip flutti verkið til og frá Þýskalandi án endurgjalds, en aðrir gefendur voru Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

- umsjón Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri reist, framsækin, með vindinn í fang ið og það gustar um hana og af henni. Listaverkið nær að lýsa Ingibjörgu vel og er táknrænt fyrir hana. Hún var í beinu sambandi við grasrótina, kven félögin og kvennasamtökin. Þannig er höggmyndin af Ingibjörgu með „fing urinn á púlsinum“ ef svo má segja, þar sem hún styður vísifingri hægri handar á stuðlabergssúlu sem gengur í gegn um stöpulinn til jarðar.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogurs: 571-5464 Netverslun á www.tiskuhus.is

44 Frá Kvenfélagasambandi Íslands Kynning á nýjum konum í stjórn Kvenfélagasambands Íslands Vilborg ólst upp við að taka virkan þátt annarsráðskonustörf,fiskisumarvinnaaldriÁsveitastörfum.hefðbundnumíunglingstókviðíogsíðarvegar í vegavinnuskúrum og hins vegar í mötuneyti í grunnskóla. Hún vann sem aðstoðarráðskona á Bessastöðum síðasta árið í forsetatíð Kristjáns

Vesturlands

Eftir námið á Akranesi lá leið hennar fannGrímsnesinuráðinörlögÞáSólheimum.tilGrímsnesiðíaðvinnaávoruhennarþvíaðíhún mannsefnið sitt, Ingileif Sigurð Jónsson frá Svínavatni. Eftir ársdvöl við vinnu á Sólheimum lá leiðin til Reykjavíkur til að mennta sig frekar og varð kennaranám fyrir valinu. Lauk hún prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og viðbótarnámi í sérkennslu fræðum frá sama skóla 1995. Lengst af starfaði Guðrún sem kennari við Sandvíkurskóla á Selfossi en frá árinu 2004 hefur hún starfað sem fjármála Nýr forseti Kvenfélagasambands Íslands Guðrún Þórðardóttir Guðrún er fædd á Akranesi 15. desember 1962, dóttir Sigríðar Sigurjónsdóttur og Þórðar Árnasonar. Hún sleit barnsskónum á Akranesi og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla á Akranesi 1982. Guðrún hefur verið virk kven félagskona frá því árið 1989. stjóri í fyrirtæki þeirra hjóna. Frá árinu 1986 bjó hún ásamt fjölskyldu sinni í Grímsnesinu en i dag er hún búsett á Selfossi. Guðrún gekk í Kvenfélag Grímsneshrepps 1989 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið og meðal annars verið formaður þess í sex ár. Jafnframt því að vera virk í kven félagsmálum hefur hún gegnt ýmsum félags og trúnaðarstörfum. Hún starf aði um árabil með Ungmennafélaginu Hvöt og sat í stjórn félagsins, var for maður skólanefndar Ljósafossskóla, sat i sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps auk þess að sinna fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveitarfé lagið. Á landsþingi KÍ í Reykjanesbæ 2012 var hún kosin varaforseti KÍ og hefur gegnt því síðan auk þess að gegna stjórnarformennsku í hússtjórn Kvennaheimilisins Hallveigarstaða fyrir KÍ. Guðrún og Ingileifur eiga tvo syni, Jón Örn verktaka sem býr á Svínavatni. Sambýliskona hans er Andrea Ýr Bragadóttir og eiga þau þrjú börn og Þórð Inga nema í Borgarholtsskóla.„Félagsstarfer mjög gefandi og með því að vera virkur félagi getur maður látið gott af sér leiða auk þess sem sjálfstraust og víðsýni eykst með þátttöku í félagsstarfi,“ segir Guðrún. Hún hvetur allar konur til að vera virkar í kvenfélagsstarfinu. Starf kvenfélaganna í landinu er mikil auður fyrir samfélagið og því þurfum við kvenfélagskonur að vera duglegar að koma á framfæri. Mikil endurnýj un yngri kvenna hefur átt sér stað í kvenfélögum víða um land og er það frábært. Það gladdi Guðrúnu mjög að sjá hvað margar ungar og efnileg ar konur sóttu síðasta landsþing sem vitnar um að kvenfélögin í landinu séu mjög víða í sókn. „Það er hlut verk okkar hjá KÍ að styðja við þau dugmiklu störf sem kvenfélagskonur í landinu vinna og hvetja þær til frek ari sóknar. Ég hlakka til samstarfs ins við ykkur flottu kvenfélagskonur og mun leggja mitt af mörkum til að efla starf sambandsins í þágu kven félaganna í landinu,“ segir Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ. Vilborg Eiríksdóttir varaforseti Vilborg er fædd 31. mars árið 1961 og uppalin á Brimnesi 2 í Fáskrúðsfirði og er næstelst sjö systkina. Foreldrar hennar eru Hulda Steinsdóttir og Eiríkur Á. Guðmundsson. Skólaganga hennar hófst, eins og venja var, við sjö ára aldur. Vilborg fór í heimavistarskólann Tunguholti og var það við nám þar til hún varð tólf ára. Hún lauk svo grunnskóla námi á Egilsstöðum og fór að því loknu í menntadeild sem var fyrsti vísir að Menntaskólanum á Egilsstöðum. Leiðin lá svo í Hússtjórnarskólann að Varmalandi og eftir það í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Árið 1987 lauk Vilborg þroskaþjálfanámi við Þroskaþjálfaskóla Íslands og síðan BA-gráðu árið 2014. Hún er einnig leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands með sænsku sem erlent tungumál.

45 - umsjón Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri kvenfélagskonum!norrænum Norrænt sumarþing kvenfélaga verður haldið í Vestmannaeyjum dagana 16. – 19. júní 2016. Gestgjafi þingsins er Kvenfélagið Líkn. Þema þingsins er „Lifað í sátt við náttúruna.“ Kvenfélagskonur - takið dagana frá! Frekari upplýsingar verða birtar á vef www.kvenfelag.isKvenfélagasambandsins og sendar út til kvenfélaganna um leið og þær liggja fyrir. Eldjárns og fyrstu mánuðina í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Einnig hefur hún unnið á Kópavogshæli, í Skálatúni, á sambýli fyrir daufblinda í Gautaborg og síðustu árin á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ.Vilborger gift Einari Guðbjartssyni dósent við HÍ. Þau búa í Mosfellsbæ og eiga þrjú börn: Ármann Andra, Írisi Evu og Önnu Valdísi. Barnabörnin eru tvö, þau Elín Lilja og Andri Björn. Vilborg er virk í félagsstörfum. Hún er formaður Kvenfélags Mosfellsbæjar, félagi í POWERtalk-deildinni Korpu í Mosfellsbæ og í stjórn hennar. Hún er einn stofnenda og formaður starfs mannafélagsins á leikskólanum Hlíð. Áhugamál Vilborgar eru margvís leg en handavinna af ýmsu tagi og lestur eru henni mest hugleikin. Hún hefur gaman af öllu sem hefur með þjóðfræði að gera og gamlir hlutir eru að hennar mati hinar mestu ger semar sem mega ekki glatast. Hún er mikill safnari og vill helst ekki henda neinu sem mögulega væri hægt að nýta seinna! Þá er henni einnig umhugað um íslenska tungumálið og fjölbreyti leika þess. Vilborg og fjölskylda henn ar bjuggu í Gautaborg í Svíþjóð í tíu ár við nám og störf og líkaði þeim vel að búa í sænsku samfélagi. Þó að Vilborg sé löngu flutt að aust an er hún mikill Austfirðingur í sér og reynir að komast sem oftast heim í sveitina og taka þátt í því sem ger ist þar, sér í lagi sauðburði og smölun, enda hefur orkan í austfirsku fjöllun um mikið aðdráttarafl.

Kynnumst

síðarfatlaðraaðhlynninguSólborgáafinagegnumýmishefurBergþóraunniðstörfítíðenlengststarfaðihúnvistheimilinuviðogtókþáttíþví að aðstoða íbúa við að flytja út í sambýli og gerast með því virkari þátttakendur í samfélaginu. Seinna starfaði hún hjá Símanum sem síðar varð Já 118. Þar var hún hópstjóri fyrir starfsstöðvar á Akureyri og á Egilsstöðum. Í dag vinnur hún hjá Frumherja á Akureyri við afgreiðslustörf og gegndi þar einnig störfum hjá stjórn starfs mannafélagsins. Jafnframt er hún vara maður í trúnaðarráði hjá Félagi versl unar- og skrifstofufólks á Akureyri fyrir áriðBergþóra2015-2016.hefur tekið lengri og styttri námskeið í stjórnun, námskeið hjá Dale Carnegie, enskunám í Torquay Bergþóra Jóhannsdóttir meðstjórnandi

Bergþóra er fædd þann 4. apríl árið 1963 á Hauganesi á Árskógsströnd og er næstyngst í sex systkina hóp. Hún hóf skólagöngu sína í Árskógarskóla en kláraði grunnskólanám frá Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. International School á Englandi og skrifstofunám hjá Tölvuskóla Þekkingar.Bergþóra er virk í félagsstarfi og er hún félagskona í kvenfélaginu Hjálpin í Eyjafjarðarsveit. Þar hefur hún gegnt starfi gjaldkera og er nú varagjaldkeri. Auk þessa er hún nýkjörin formaður í orlofsnefnd hús mæðra í ÁhugamálEyjafirði.hennar eru margvísleg en fyrir utan félagsmál er hún mikil hann yrðakona og fátt sem vefst fyrir henni á því sviði. Þar ber helst að nefna hekl, prjón, útsaum og vélsaum. Hún hefur sérstaklega mikinn áhuga á gömlu handverki og sækir öll slík námskeið sem hún kemst á. Eftir grunnskólanám flutti Bergþóra til Akureyrar og hefur búið þar síðan með eiginmanni sínum Jóni Val Sverrissyni. Saman eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Þeim þykir fátt betra en að eyða lausum stundum með börnum og barnabörnum í sumarbú staðnum þeirra í Eyjafjarðarsveit. Þar finnst þeim gott að vera úti í náttúrunni og fást þar meðal annars við gróður setningu á trjám, blómum og ræktun matjurta. Vilborg og Bergþóra eru boðn ar velkomnar til starfa fyrir Kvenfélagasamband Íslands.

47 Pálssonar. Jólaóróinn fæst hjá Styrktarfélaginu og söluaðilum, sjá www.slf.is. Allur ágóði af sölu óróans rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Bókin Lífssaga eftir Sigmund Erni Rúnarsson er örlagasaga munaðarleysingjans Matthíasar Bergssonar sem ólst upp á munaðarleysingjahæli og tókst eftir hörkulegt veraldarvolk að rífa sig upp úr ömurleikanum og flytja heim til Íslands þar sem hann vissi af æskuástinni sinni. Í bókinni eru 25 uppskriftir á alla fjölskylduna úr léttlopa, plötulopa, einbandi og Álafosslopa. Klassískar uppskriftir úr safni Ístex eru færðar í nýjan búning og hönnun fyrri ára er heiðruð. Védís Jónsdóttir prjónahönnuður endurgerði mynstur og litasamsetningu. Lausnarorð í 3. tbl. var SUMARGLEÐI. Hinar heppnu eru: Magdalena M. Sigurðardóttir Ísafirði sem fær gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Þjóðleikhúsinu leikárið 2014-15, Kristín Hlíf Andrésdóttir Kópavogi og Þuríður Jónsdóttir Selfossi sem báðar fá bókina Lopi 34 frá Ístex. Vinningshöfum verða send verðlaunin.

Verðlaunakrossgáta

48

Myndir: Silla Páls Ágætu lesendur Húsfreyjunnar Umsjónarkona handavinnuhorns að þessu sinni er Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, deildarstjóri Textíldeildar í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún er menntaður handavinnukennari frá Handarbejdet Fremmes UCC í Kaupmannahöfn og textílhönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Nóvember er genginn í garð og styttist í aðventu. Af því tilefni hef ég valið verkefnin í handavinnuhornið þannig að þau nýtist í jólagjafir, húfur og vettlinga á börn og fullorðna og persónulegar og sígildar gjafir eins og buddur og töskur.

SKJÓÐA fyrir innkaup og ferðalög. Nú fjölgar þeim sem fara með fallega taupoka í matvöruverslanir. Hér eru snið og leiðbeiningar um hvernig sauma má góða skjóðu með kringlóttum botni. ÞúFA er stílhrein og notadrjúg húfa fyrir konur, karla og börn. Vettlingarnir eru einfaldir og látlausir með þumaltungu og fara vel á hendi. HÓLL. Húfan er teygjanleg, það gerir áferðarmunstrið sem valið er. Vettlingarnir eru prjónaðir með sama munstri og húfan, og með þumaltungu og fer vel á hendi.

ArnþrúðurHandavinnuhornÖspKarlsdóttir

NÁLAPÚÐI og BUDDA með útsaumi. Hér er grunnmunstur og tilllaga að útfærslu en möguleikar eru fjölbreyttir og hver og einn hefur því möguleika á vali í samræmi við tíma og kunnáttu. Nálapúðar eða litlar buddur skreyttar útsaumi eru hagnýtar og persónulegar Éggjafir.hef í þessu handavinnuhorni lagt áherslu á einfaldar en nákvæmar uppskriftir og leiðbeiningar sem auðvelt er að laga að eigin óskum svo að sköpunarkraftur þeirra sem prjóna og sauma fái að blómstra. Njótið vel. Með Arnþrúðurkveðju,Ösp

Þessa skjóðu má nýta á ýmsa vegu, við innkaup og til þess að pakka í fötum eða farangri fyrir leikskólann eða sumarbústaðarferðina. Skjóðan eru rúmgóð og hönnuð sérstaklega þannig að hægt er að bera hana á öxlinni, sem getur verið þægilegt þegar hún er hlaðin vörum eða farangri. Skjóða sem þessi getur verið persónuleg og tilvalin jóla- eða tækifærisgjöf.

3. Saumið 42 cm hliðina á töskunni, leggið réttu á móti réttu og saumið með beinum saumi og sikksakkið síðan yfir efnisbrúnina.

5. Frágangur á efri brún. Byrjið á að sikksakka brúnina. Brjótið 4 cm kant inn á rönguna og strauið kantinn niður.

Skjóða

4. Nælið kringlóttan botninn í töskuna með títuprjónum. Saumið með beinum saumi, tvisvar sinnum til að styrkja og sikksakkið síðan yfir efnisbrúnirnar.

7. Leggið töskuna tvöfalda og mælið 15 cm frá hvorri hlið töskunnar og merkið með krít eða títuprjóni. Nælið böndin með títuprjónum við merkin, 4 cm inn á rönguna. 8. Saumið niður kantinn í efri brún töskunnar og festið jafnframt böndin. Saumið beinan saum 3,5 cm frá brún og annan saum efst í brúnina. Þegar saumað er yfir böndin, saumið fram og til baka til að styrkja sauminn. Festa má böndin enn betur með því að sauma einnig lóðréttan beinan saum fram og tilbaka yfir böndin.

Nota má fjölbreytt efni í skjóðurnar, en gætið að því að velja slitsterkt efni. Sýnishornin hér eru tvenns konar. Einlita bláa skjóðan með röndóttu böndunum er úr þunnu nylon efni, eins og notað er í vindjakka, en hin skjóðan er efnismeiri úr efni sem oftast væri notað sem áklæði á húsgögn. Kosturinn við vindjakkaefnið er hve það er létt og lítið fer fyrir skjóðunni þegar hún er tóm. Þannig tösku er hægt að vera alltaf með í veskinu. Fallegt munstrað áklæðaefni ber sig vel, er skrautlegt og nýtist vel í sterklegar innkaupatöskur en einnig í leikskóla- eða ferðalagatöskur. Böndin sem notuð eru hér fást í metramáli í byggingavöruverslum í ýmsum litum.

1. Sníðið efni í skjóðuna í tvennu lagi, annars vegar efni í töskuna 42 cm x 104, leggið með broti öðru megin þannig að efnið liggur tvöfalt 42 cm x 52 cm, og hins vegar efni í botninn sem er kringlóttur 32 cm í þvermál.

2. Sterk og góð ofin bönd er hægt að kaupa í byggingaog vefnaðarvöruverslunum. Klippið tvö bönd 64 cm löng. Einnig er hægt að sníða og sauma bönd úr efni. Sníðið þá tvö bönd 8 cm x 64, bætið við 1 cm saumfari allan hringinn. Leggið efnið tvöfalt, réttu á móti réttu og saumið 1 cm innan við brún, snúið böndunum við og pressið slétt. Sníðið efni í töskuna með 1 cm saumfari.

49

6. Mælið böndin í rétta lengd og lokið endunum þannig að ekki rakni úr þeim. Þau bönd sem notuðu eru í sýnishornin eru úr gerviefni og einfaldast er að loka endum með því að bræða fyrir endann yfir kerti. Farið varlega - athugið að fara ekki með borðann inn í logann heldur upp að loganum og þá sjáið þið hvernig efnið bráðnar og lokast þannig að ekki trosnar úr því.

50 Garn: 50 gr Watershed litur Spoonwood 929 frá www.hnykill.is eða annað garn með sambærilega prjónfestu Prjónar: Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 5.0-6.0 Prjónfesta: 10 cm 14 L x 22 umf Húfan er látlaus og einföld að formi en toppurinn setur svip á hana. Garnið sem ég valdi í húfurnar, bæði fullorðins- og barnahúfuna hefur mörg litbrigði og nýtur sín vel einlitt. En einfalt er að lífga uppá bæði húfuna og vettlingana með röndum eða útsaumi. Takið eftir að grunnuppskrift húfunnar og vettlinganna er sú sama fyrir börn og fullorðna, en val á garni og prjónastærð ákvarðar stærðina.

Fitjið upp 80 L. Tengið saman í hring og prjónið stroff; 3 sléttar L og 1 brugðna L, alls 4 umferðir Prjónið slétt 22 umf. alls 12 cm frá uppfitjun.

3.

4.

5.

Merkið upphaf úrtöku: 1. úrtaka: prjónið 8 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 3 umf. 2. úrtaka: prjónið 7 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 3 umf. úrtaka: prjónið 6 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 3 umf. úrtaka: prjónið 5 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 3 umf. úrtaka: prjónið 4 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 1 umf. 6. úrtaka: prjónið 3 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 1 umf. 7. úrtaka: prjónið 2 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 2 umf. 8. úrtaka: prjónið 1 L sl, prjónið 2 L sl saman, endurtakið að merki. Prjónið slétt 3 umf. 9. úrtaka: prjónið 2 L sl saman, eina umf, nú 16 L á prjóni. Prjónið slétt 4 umf. 10. úrtaka: prjónið 2 L sl saman, eina umf, nú 8 L á prjóni. Prjónið slétt 1 umf. Slítið frá og dragið garnið í gegnum lykkjurnar. Gangið frá endum. Þvoið húfuna með mildri sápu í volgu vatni og leggið til þerris.

Þúfa

Litla Þúfa

Vettlingar

Litla þúfa er prjónuð eftir sömu uppskrift og Þúfan, lykkju- og umferðafjöldi er sá sami, en vegna þess að garnið og prjónarnir eru fínni verður húfan í barnastærð 3-6 ára. Eini munurinn á húfunum er kanturinn, sem er á barnahúfunni garðaprjón og fyrir yngstu börnin er tilvalið að prjóna eyru og bönd á húfuna.

Vettlingar í barnastærð 3-6 ára Garn: Hayward Bramble frá www.hnykill.is eða annað garn sem hentar prjónastærð 3 Sokkaprjónar nr. 3.0 - 3.5

Vettlingarnir eru prjónaðir eftir sömu uppskrift, nema á fullorðinsvettlingum er stroff en á barnavettlingum garðaprjónskantur í stíl við húfuna. Fullorðinsvettlingur: Fitjið upp 32 L, tengið saman í hring og prjónið stroff: 3 sléttar L og 1 brugðna L, alls 4 umferðir. Prjónið slétt 16 umferðir. Barnavettlingur: Fitjið upp á einn prjón 32 L og prjónið garðaprjón, fram og tilbaka 5 umferðir þannig að myndist 3 garðar á réttunni. Skiptið lykkujnum á fjóra prjóna, tengið saman í hring og prjónið 16 umferðir slétt. Nú er byrjað á þumaltungunni 1. útaukning; prj 16 L, aukið út um 1L, prj 16 L, prjónið 1 umf. 2. útaukning; prj 16 L, aukið út um 1 L, prj 1 L, aukið út um 1 L, prj 16 L, prjónið 2 umf. 3. útaukning; prj 16 L, aukið út um 1 L, prjónið 3 L, aukið út um 1 L, prj 16 L, prjónið 2 umf.

Garn: 50 gr Hayward Bramble frá www.hnykill.is eða annað garn með sambærilega prjónfestu Prjónar: Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 4,5 Prjónfesta: 10 cm eru 14 L x 18 umf Fitjið upp 76 L og prjónið garðaprjón, slétt fram og til baka 5 umferðir eða þrjá garða frá réttunni. Tengið saman í hring og aukið út um 4 L. Nú alls 80 L á prjóni og prjónið slétt 22 umf., alls 9,5 cm frá uppfit. Fylgið hér eftir uppskrift á fullorðinshúfu þar sem segir: Merkið upphaf úrtöku á húfukolli. Fyrir yngstu börnin eru eyru prjónuð á húfuna á eftirfarandi hátt: Merkið miðju aftan á húfu, teljið 9 L frá miðju og takið upp 15 L með heklunál eða með því að þræða prjóninn inn í uppfitina. Prjónið garðaprjón þ.e. slétt bæði á réttu og röngu, alls 12 umferðir eða 6 garða. Úrtaka, frá réttu: Prjónið 6 L sl, prj 3 L saman á eftirfarandi hátt: Takið 1 L óprjónaða, prj 2 L slétt saman og steypi síðan óprjónuðu L yfir. Takið úr á þennan hátt í annarri hvorri umferð þar til 3 L eru eftir. Prjónið eða heklið 20 cm snúru. Prjónið hitt húfueyrað á sama hátt. Slítið frá og dragið garnið í gegnum lykkjurnar. Gangið frá endum. Þvoið húfuna með mildri sápu í volgu vatni og leggið til þerris.

51

Látlausir vettlingar með þumaltungu, sem fara vel á hendi og barnavettlingar í stærð 3- 6 ára. Sýnishornin hér eru prjónuð einlit til að leyfa garninu, sem hefur mörg litbrigði, að njóta sín. En skreyta má vettlingana með röndum eða útsaumi að vild. Vettlingarnir eru prjónaðir með fínni prjónum en húfurnar til þess að fá þá þéttari og hlýrri.

Vettlingar fyrir fullorðna. Garn: Watershed litur Spoonwood 929 frá www.hnykill. is eða annað garn sem hentar prjónastærð 4,5 Sokkaprjónar nr. 4.0 - 4.5

4. útaukning; prj 16 L, aukið út um eina L, prj 5 L, aukið út um eina L, prj 16 L, prjónið 2 umf. og haldið áfram að auka út á þennan hátt þar til nýju lykkjurnar eru orðnar 11 L, nú alls 32+11 samtals 43 L á prjóninum, prjónið 2 umf. Prjónið 16 L, setjið nýju 11 lykkjurnar sem mynda þumaltunguna á nælu eða hjálparband og fitjið upp 4 L í stað þeirra 11 sem nú eru teknar frá og ekki prjónaðar með, prjónið 16 L, nú eru lykkjurnar alls 36. Prjónið slétt 26 umferðir. Stjörnuúrtaka á vettlingi: 1. prj 4 L sl, prj 2 L sl saman, endurtekið eina umferð. Prjónið 2 umf. 2. prj 3 L sl, prj 2 L sl saman, endurtekið eina umferð. Prjónið 2 umf. 3. prj 2 L sl, prj 2 L sl saman, endurtekið eina umferð. Prjónið 1 umf. 4. prj 2 L sl, prj 2 L sl saman endurtekið eina umferð. Prjónið 1 umf. 5. prj 2 L sl saman, endurtekið eina umferð. Nú 6 L eftir. Slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Þumall. Þræðið lykkjurnar 11 af hjálparbandinu upp á tvo prjóna. Takið upp 6 lykkjur í gatinu með því að þræða prjóni inn í uppfitina og vikin báðum megin við og prjónið lykkjurnar snúnar svo að ekki myndist gat. Prjónið eina umferð, takið þá úr með því að prjóna 2 L slétt saman báðum megin á móts við vikið þar sem mætast lykkjur af hjálparbandi og lykkjur sem teknar voru upp. Nú eru 14 L á prjóni. Prjónið 14 umf. Úrtaka; prjónið 2 L sl saman eina umferð. Slítið frá og dragið band í gegnum lykkjurnar. Gangið frá endum. Þvoið úr mildri sápu í volgu vatni og leggið til þerris.

Garn: Watershed - litur Penstock 959 frá www.hnykill.is eða garn með sambærilega prjónfestu Prjónar nr. 5.5-6.5 hringprjón 40 cm og sokkaprjónar Prjónfesta: 10 cm eru 16 L og 26 umf Fitjið upp 76 L á hringprjón og prjónið fram og til baka 4 umferðir, sem mynda tvo garða á réttunni. Tengið í hring, prjónið slétt og aukið út 4 lykkjur í fyrstu umferð, nú eru 80 L á prjóni. Húfan er prjónuð með áferðarmunstri á eftirfarandi hátt: 1. umferð prjónið allar lykkjur slétt. 2. umferð prjónið 2 L sléttar og 2 L brugðnar. Endurtakið þessar tvær umferðir sem mynda munstrið. Prjónið áferðarmunstrið 30 umferðir eða mælið 13 cm frá uppfitjun. Úrtaka á húfukolli. Merkið upphaf umferðar með prjónamerki, takið úr í sléttu umferðinni í munstrinu.

Litli Hóll Garn: FlyWheel frá www.hnykill.is Prjónar nr 4.5, hringprjón 40 cm og sokkaprjónar Prjónfesta: 10 cm eru 20 L og 32 umf Fitjið upp 76 L á hringprjón og prjónið fram og til baka 4 umferðir, sem mynda tvo garða á réttunni. Tengið í hring, prjónið slétt og aukið út 4 lykkjur í fyrstu umferð, nú eru 80 L á prjóni

1. úrtaka: prj 2 L sl, prjónið 2 L sl saman (yfir brugðnu lykkjununum frá fyrri umferð), *prj 6 L sl, prj 2 L sl saman*. endurtakið eina umferð, að merki. Prjónið 5 umf í munstri, athugið að munstrið hefur breyst, nú er 1 brugðin lykkja í stað tveggja í annað hvert sinn í munstrinu.

52

2. úrtaka: prj 5 L sl, prjónið 2 L sl saman (yfir brugðnu lykkjununum frá fyrri umferð), *prj 5 L sl, 2 L sl saman*. endurtakið eina umferð, að merki. Prjónið 5 umf í munstri, sem nú eftir úrtökur, hefur breyst þannig að í annarri hvorri umferð *prj 2 L sl og 1 L br*. 3. úrtaka: tekið úr í sléttu umferðinni í munstrinu: *prj 2 L sl saman, prj 1 L br*, endurtakið eina umferð. Prjónið 3 umf og nú er munstrið *1 sl og 1 br.* 4. úrtaka: Byrja úrtöku með því að hafa brugðna lykkju fremst á prjóni, *prj 2 L sl saman* eina umferð. Prjóna 3 umf slétt. 5. úrtaka: Prjóna 2 L sl saman, eina umferð. Slítið frá og dragið bandið í gegn um lykkjurnar og gangið frá endum. Þvoið húfuna með mildri sápu í volgu vatni og leggið til þerris.

Húfan er prjónuð með áferðarmunstri á eftirfarandi hátt: 1. umferð, prjónið allar lykkjur sléttar. 2. umferð, prjónið 2 L sléttar og 2 L brugðnar Endurtakið þessar tvær umferðir sem mynda munstrið. Prjónið áferðarmunstrið 30 umferðir eða mælið 11 cm frá uppfit.

Hóll

Vettlingar haldið áfram að auka út á þennan hátt þar til 13 L nýjar lykkjur hafa myndast, prjónið 2 umf. Prjónið 18 L. Setjið þessar nýju 13 lykkjur sem mynda þumaltunguna á nælu eða hjálparband og fitjið upp 4 L í stað þeirra 13, sem teknar voru frá fyrir þumalinn, prjónið 18 L. Nú eru lykkjurnar á prjónunum alls 40. Prjónið áferðarmunstrið áfram 32 umferðir eða teljið 16 garða frá þumaltungu. Úrtaka á vettlingi, gerð í sléttu umferðinni í munstrinu; 1. Prj 2 L sl, prj 2 L sl saman, *prj 6 L sl, prj 2 L sl saman* það eru brugðnu lykkurnar frá fyrri umferð sem prjónaðar eru saman, endurtekið eina umferð. Munstur nú 2 sl L og 1 br L. Prjónið 5 umferðir. 2. *Prj 2 L sl saman, prj 1 L sl*, nú eru það sléttu lykkjurnar sem prjónaðar eru saman, endurtekið eina umferð. Munstur nú 1 sl L og 1 br L. Prjónið 4 umferðir. 3. *Prj 2 L sl saman*, endurtekið eina umferð. Prjónið 1 umferð slétt. 4. Nú 6 L eftir. Slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Þumall. Þræðið lykkjurnar 13 upp á tvo prjóna og takið upp 6 lykkjur í gatinu með því að þræða prjóni inn í uppfitina og lykkjurnar yfir vikunum báðumegin, prjónið lykkjurnar snúnar svo að ekki myndist gat. Prjónið eina umferð, takið þá úr með því að prjóna tvær lykkjur slétt saman á móts við vikið þar sem mætast lykkjur af hjálparbandi og lykkjur sem teknar voru upp, nú eru 17 L á prjóni. Prjónið 15 umf. Úrtaka: Prjónið 2 L slétt saman eina Slítiðumferð.fráogdragið band í gegnum lykkjurnar. Gangið frá endum. Þvoið úr mildri sápu og leggið til þerris. Úrtaka á húfukolli: Merkið upphaf umferðar með prjónamerki, takið úr í sléttu umferðinni í munstrinu

frá fyrri umferð), *prj 5 L sl, 2 L sl saman*. endurtakið eina

Garn í fullorðinsvettlinga, karlmannstærð: Watershed - litur Penstock 959 frá www.hnykill.is eða annað garn sem hentar fyrir prjónastærð 4.5-5.0 Garn í barnavettlinga, stærð 3- 6 ára: Heyward Kestrel frá www.hnykill.is eða annað garn sem hentar fyrir prjónastærð 3.0-3.5

1. útaukning: Prjónið 18 L, aukið út um eina L, prj 18 L, prjónið 1 umf. 2. útaukning: Prjónið 18 L, aukið út um eina L, prjónið 1 L, aukið út um eina L, prj 18 L, prjónið 2 umf.

hefur breyst, nú er 1

Vettlingarnir eru prjónaðir með einföldu áferðarmunstri, sama munstri og húfan Hóll. Þeir eru látlausir með þumaltungu og fara vel á hendi. Sama uppskrift er notuð fyrir fullorðins- og barnastærð en garnið og prjónarnir fínni í barnavettlingunum, sem gerir stærðarmuninn. Vettlingarnir eru prjónaðir með fínni prjónum en húfurnar til þess að fá þá þéttari og hlýrri. Fitjið upp á einn prjón 36 L og prjónið garðaprjón, fram og tilbaka 3 umf þannig að myndist 2 garðar á réttunni. Skiptið lykkjunum á fjóra prjóna, tengið saman í hring og prjónið vettlinginn með áferðarmunstri á eftirfarandi hátt: 1. umferð prjónið allar lykkjur sléttar. 2. umferð prjónið 2 L sléttar og 2 L brugðnar. Endurtakið þessar tvær umferðir sem mynda munstrið. Prjónið áferðamunstrið 20 umf eða teljið 10 garða frá Núgarðaprjónskanti.erbyrjaðáþumaltungunni, merkið upphaf umferðar:

53

3. útaukning: Prjónið 18 L, aukið út um eina L, prjónið 3 L, aukið út um eina L, prj 18 L, prjónið 2 umf. 4. útaukning: Prjónið 18 L, aukið út um eina L, prjónið 5 L, aukið út um eina L, prj 18 L, prjónið 2 umf. og

1. úrtaka: Prj 2 L sl, prjónið 2 L sl saman (yfir brugðnu lykkjununum frá fyrri umferð), *prj 6 L sl, prj 2 L sl saman*. endurtakið eina umferð, að merki. Prjónið 5 umf í munstri, athugið munstrið brugðin lykkja lykkjununum umferð, endum. Fyrir yngstu börnin er tilvalið að prjóna „eyru“ á húfuna á eftirfarandi hátt: Merkið miðju aftan á húfu, teljið 9 L frá merki og takið upp 15 L með heklunál eða með því að þræða prjóninn inn í uppfitina. Prjónið garðaprjón þ.e. slétt bæði á réttu og röngu, alls 12 umferðir eða 6 garða. Úrtaka frá réttu: Prjónið 6 L sl. Prj 3 L saman á eftirfarandi hátt: Takið 1 L óprjónaða, prj 2 L slétt saman og steypið síðan óprjónuðu L yfir. Takið úr á þennan hátt í annarri hvorri umferð þar til 3 L eru eftir. Prjónið snúru með 3 L eða heklið 20 cm snúru. Prjónið hitt húfueyrað á sama hátt. Það má einnig setja dúsk eða skúf á Gangiðbarnahúfuna.fráendum. Þvoið húfuna með mildri sápu í volgu vatni og leggið til þerris.

í stað tveggja í annað hvert sinn í munstrinu. 2. úrtaka: Prj 5 L sl, prjónið 2 L sl saman (yfir brugðnu

að merki. Prjónið 5 umf í munstri, sem nú eftir úrtökur, hefur breyst þannig að í annarri hvorri umferð: *prj 2 L sl og 1 L br*. 3. úrtaka: tekið úr í sléttu umferðinni í munstrinu: *prj 2 L sl saman, prj 1 L br*, endurtakið eina umferð. Prjónið 3 umf og nú er munstrið *1 sl og 1 br.* 4. úrtaka: Byrja úrtöku með því að hafa brugðna lykkju fremst á prjóni, “prj 2 L sl saman* eina umferð. Prjóna 3 umf. slétt. 5. úrtaka: Prjóna 2 L sl saman, eina umferð. Slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar og gangið frá

6. Til þess að fá hornin falleg þarf að klippa svolítið af umframefni á hornunum, en gæta þess að fara ekki of nálægt saumnum sem þá getur raknað upp.

3. Leggið pappírsmunstrið ofan á tilsniðna efnið og teiknið munstrið á með fatakrít eða málið með pensli inn í hringina með textíllit. Veljið lítinn flatan pensil og haldið pappírsmunstrinu þétt að efninu meðan málað er. Leyfið málningunni að þorna og strauið yfir frá röngunni til að festa litinn. 4. Saumið línurnar með varplegg, aftursting eða lykkjuspori og skreytið með frönskum hnútum. Möguleikarnir eru fjölmargir og hver og einn getur yfirfært munstrið með þeim útsaumssporum sem hann kann, eða saumað smáar perlur á línuna.

11. Strauið budduna slétta.

2. Hér á opnunni er munstrið, sama munstur og á nálapúðunum. Dragið upp munstrið, klippið hringina út og lítil hök til að merkja fyrir blómleggjunum. Þeim sem ætla að mála inn í hringina með textíllit, er ráðlagt að yfirfæra munstrið á stífan pappa. Athugið að munstrið passar fyrir nálapúðann, nauðsynlegt er að framlengja blómleggina í rétta lengd á budduna.

7. Snúið buddunni við, þannig að nú snýr réttan út.

Budda sem varðveitt getur eitt og annað smálegt Stílfærð blóm skreyta hér litlar buddur, sem geta verið hvort sem er snyrtibuddur eða pennaveski. Í báðum sýnishornum hefur miðjan í blóminu verið máluð á efnið með þrykklit og síðan ýmist saumað í kringum miðjuna með varplegg í 5 mismunandi litum af bómullarþræði eða fíngerðar perlur þræddar á efnið, í stað útsaums. Buddan er lokuð með frönskum rennilás, en tilvalið væri einnig að loka með rennilás.

8. Gangið frá kanti að ofan með því að brjóta 3 cm inn á rönguna. Strauið kantinn niður.

5. Buddan er saumuð saman í saumavél. Leggið efnin saman, réttu á móti réttu. Saumið beint spor frá röngunni, 1 cm innan við efnisbrún. Saumið 3 hliðar buddunnar fyrst með beinum saum og sikksakkið síðan efnisbrúnirnar, fjórða hliðin er opin.

Verklýsing

9. Mælið franskan rennilás, 1 cm styttri en breiddin á buddunni og nælið innan á brún á kantinum.

10. Saumið með beinum saumi, frá réttunni, fyrst efst í brúnina og síðan annan saum um það bil 2,5 cm frá brún og festið þannig samtímis kantinn og franska rennilásinn.

54

1. Sníðið efnið í budduna: 15 x 22 cm, tvö stykki.

55

Nálapúðar

Nálapúðar skreyttir útsaumuðum stílfærðum blómum með blómlegg. Miðjan í blómunum, á flestum nálapúðunum, er máluð á efnið með þrykklit og saumað í kring með 4-5 litum af þræði með einföldum útsaumssporum. Nýta má fjölbreytt efni, þráð og perlur. Nálapúðarnir eru 10 x 10 cm á stærð, saumaðir úr hörefni, nema einn þeirra sem er saumaður úr þéttofnu ullarefni og útsaumurinn saumaður með 3 þráðum af útsaumsgarni úr bómull. Verklýsing Sníðið efni í nálapúðann, 12 cm x 12 cm, tvö eins stykki. Hér á síðunni er munstrið í raunstærð, með teiknuðum formum fyrir útsauminn. Dragið munstrið upp á pappír, klippið blóm-miðjuna úr pappírnum og klippið lítil hök til að merkja fyrir blómleggjunum. Best er að yfirfæra munstrið á stífan pappír s.s. umbúðapappa utan af morgunkorni eða sambærilegu. Það á sérstaklega við fyrir þá sem velja að mála blómmiðjuna með textíllit. Leggið pappírsmunstrið ofan á tilsniðna efnið og teiknið munstrið á með fatakrít eða málið með pensli inn í hringina með textíllit. Veljið lítinn flatan pensil og haldið pappírsmunstrinu þétt að efninu meðan málað er. Leyfið málningunni að þorna og strauið frá röngunni til að festa Saumiðlitinn. línurnar með varplegg, aftursting eða lykkjuspori og skreytið ef vill með frönskum hnútum. Flestir kunna þessi spor frá því í barnaskóla og þau rifjast því fljótt upp. En eins og sjá má á sýnishornunum má útfæra þetta á ýmsa vegu og ekki er nauðsynlegt að nota allar gerðirnar af sporum, það má einfalda útsauminn að vild og nota það spor sem hver og einn kann og jafnvel sauma línurnar með saumavél og þræða útsaumgarnið í saumavélasporið. Eða sauma smáar perlur á línurnar í stað útsaums eins og gert er á annarri snyrtibuddunni. Nálapúðinn er síðan saumaður saman í saumavél. Leggið efnin saman, réttu á móti réttu. Saumið frá röngunni, 1 cm innan við efnisbrún. Saumið hringinn í kring um púðann en skiljið eftir u.þ.b. 5 cm gat í miðjunni á fjórðu hliðinni. Til þess að fá hornin falleg þarf að klippa svolítið af umfram efni á hornunum, en gæta þess að fara ekki of nálægt saumnum, sem þá getur raknað Snúiðupp. púðanum við í gegnum gatið, þannig að nú snúi réttan út. Fyllið nálapúðann með tróði. Lokið gatinu með því að þræða það saman með smáum sporum.

Frá

56 37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands fór fram á Hótel Selfossi 9. – 11. október sl. undir yfirskriftinni: “Hækkum flug ið - kosningaréttur kvenna í eina öld.” Samband sunnlenskra Landsþing Kvenfélagasambands Íslands

Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, sr. Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur og Elinborg Sigurðardóttir formaður SSK við setningu 37. landsþings KÍ í Selfosskirkju. þingsins og kynnast nýjum konum. Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna, bauð þinggesti velkomna og sagði frá SSK, hvað hefði verið efst á baugi und anfarin ár, frá undirbúningi sunn lenskra kvenna fyrir landsþingið og frá prjónalistaverki SSK sem var til sýnis í þingsalnum á Hótel Selfossi. Sr. Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur ávarpaði þingkonur og sagði hún þing gestum frá því að í Lúkasarguðspjalli sé sagt frá fyrsta kvenfélaginu. Guðbjörg blessaði þingið og störf þess. Þingstörf á Hótel Selfossi Una María forseti KÍ bauð vel kominn verndara Kvenfélagasambands Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson for seta Íslands. Ólafur ávarpaði þingið og ræddi um hlutverk kvenfélaganna frá upphafi. Hann sagði m.a. að hinn sterki og öflugi félagsandi sem hefði lifað með þjóðinni í gegnum ungmennafélögin, lestrarfélögin og kvenfélögin hafi hjálp að henni að þroskast frá mikilli fátækt til velsældar. Samstaða Íslendinga hafi verið mikil og hafi þeir borið gæfu til að vinna saman þvert á flokka og því hafi velsæld og velmegun aukist. Una María þakkaði Ólafi góð orð og færði honum gjöf frá KÍ. Þingforsetar voru kjörnir: Agnes Antonsdóttir, Kvenfélaginu Freyju Austur-Landeyjum, Elinborg Sigurðardóttir, Kvenfélagi Biskupstungna og Guðrún Þórðardóttir, Kvenfélagi Grímsneshrepps og einnig varafor seti KÍ. Ritarar voru kjörnir: Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Kvenfélagi Selfoss, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Kvenfélagi Biskupstungna og Herborg Hjálmarsdóttir, Kvenfélaginu Gefn Garði en hún er einnig ritari KÍ. Í allsherjarnefnd þingsins voru kjörnar: Laufey Guðmundsdóttir, Kvenfélagi Grímsneshrepps, Sigríður Garðarsdóttir, Kvenfélagi Akrahrepps og Mjöll Matthíasdóttir, Kvenfélagi Aðaldæla. Skýrslur Una María flutti skýrslu stjórnar og ræddi um mikilvægi þess að koma KÍ inn á föst fjárlög ríkisins. Margrét Baldursdóttir gjaldkeri KÍ kynnti reikninga KÍ. Hún talaði um að eftir hrun hefði fjárhagur KÍ orðið

GeirdalAgnesMyndir:

Íslands

Þingið var sett í Selfosskirkju og hófst þingsetningin með söng Unglingakórs Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Forseti KÍ, Una María Óskarsdóttir, setti þingið. Hún vonaðist til að konur ættu saman góða daga, myndu hækka flugið - stöðugt í átt að bættu sam félagi – fræðast um mikilvæg mál Þinggestir á leið úr Selfosskirkju á þingstað í Hótel Selfossi. Kvenfélagasambandi

Sókn kvenfélagskvennastarfi Heimamúslí Prjóna- heklsaumasýningog Krossgáta

Góðar gjafir til sölu KvenfélagasambandihjáÍslands

57

Una María Óskarsdóttir forseti KÍ ávarpar þinggesti. af hljómsveitinni AmabAdamA en það hafði þá verið frumflutt í útvarpi rétt áður. Sem lið í matarsóunarverkefni KÍ hafði sambandið samið við hljómsveit ina að gera lag og texta um málefnið og að koma því svo á framfæri. Lagið heldur lakari og erfiðara að fá stuðn ing frá ríkinu sem héldi að sér höndum bæði gagnvart KÍ og Leiðbeiningastöð heimilanna.Þávarlagið „Sóa“ leikið fyrir þing gesti. Lagið er um matarsóun og flutt Sigrún Jörundsdóttir fráfarandi for maður ritstjórnar Húsfreyjunnar og aðal prófarkarlesari til fjölda ára flytur skýrslu Húsfreyjunnar, íklædd Hús freyjusvuntu sem hún útbjó fyrir arftaka sinn í embætti. Gjafaáskrift að Húsfreyjunni er góð jóla- og tækifærisgjöf sem gleður allt árið.Sendum fallegt gjafabréf og jólablaðið í kaupbæti, hvert á land sem er. Verð kr: 4.700 KÍ bollinn, fallegur og sérhannaður kaffibolli úr leir, í bláum litum. Verð kr. 3.700 – jákvæð og hvetjandi 790002 Velferð eldri borgara ogÞórunnjafnréttismálHuldaSveinbjörnsdóttir HUSFREYJAN

Kvenfélagasamband Íslands:

Heklum skeljatuskur Fögnum vetri Ræktum samskiptiogheilsu Svunta KÍ með áletruninni „Bökum betra samfélag“ er fáanleg í svörtu og vínrauðu. Verð kr. 3.500 Bókin „Þú ert snillingur“ er lífleg og gagnleg heilræðabók full af einföldum ráðum og góðum hugmyndum um hvernig einfalda má daglegt líf og spara stórfé í heimilisrekstrinum. Verð kr. 3500 kvenfelag@kvenfelag.is - sími 5527430

´

Gaman saman Samband sunnlenskra kvenna bauð þinggestum í skemmtiferð og á hestasýn ingu í Fákaseli í Ölfusi þar sem hrekkj óttir álfar komu við sögu og einstakt samband milli manna og hesta var sýnt. Á föstudagskvöldið var kvöldverð ur á Hótel Selfossi og skemmtidag skrá í umsjá SSK. Sungið var lagið „Sunnlenskar konur“ lag og texti eftir kvenfélagskonur á Suðurlandi. Boðið var upp á óvenjulega tískusýningu þar sem konur sýndu fjölbreyttar flíkur úr endurunnu efni. Skemmtu konur sér hið besta fram eftir kvöldi við fjölda söng, góðan mat og skemmtiatriði. Diskósúpa Þingstörf á laugardagsmorgni hófust með kynningu frambjóðenda til emb ætta KÍ sem kjósa átti um á þinginu. Kvenfélagskonur og formannaráð KÍ lögðu fram nokkrar ályktanir og var þeim vísað til allsherjarnefndar til úrvinnslu áður en þær kæmu til afgreiðslu.DóraSvavarsdóttir matreiðslumeist ari flutti erindi um matarsóunarverk efnið „Eldað úr öllu með kvenfélögun um og Dóru,” sem hún hefur unnið að undanfarin ár í samstarfi við KÍ. Dóra á og rekur Culina-veitingar og veislu þjónusta. Hún er mikill umhverfissinni og reynir að ganga vel um jörðina og telur einstaklinga geta breytt heimil unum til hins betra með því að vinna saman, meðal annars gegn matarsóun. Dóra hefur haldið námskeið vítt og breitt um landið í samvinnu við hin ýmsu kvenfélög. Hún hefur orðið vör við mikla vakningu vegna þessa og telur að fólk sé að vakna til vitundar og gera sér grein fyrir þessu risavaxna verkefni. Það hefur víða komið fram að 30% af framleiddum mat hefur ratað í ruslið. Hún segir neytendur bera ríka ábyrgð í málaflokknum, ekki bara verslunar eigendur eða birgjar. Dóra hvatti hér aðssamböndin til að taka sig saman og halda fleiri námskeið, hún væri tilbúin að halda fleiri en eitt í sömu ferðinni. Að lokum kom fram að Dóra væri búin að elda súpu, sem borin yrði fram í hádeg þótti gott og að ljóst er að það höfðar til yngri kynslóðarinnar eins og stefnt hafði verið að. Sigrún Jörundsdóttir formaður rit nefndar Húsfreyjunnar flutti skýrslu blaðsins. Hún sagði að Húsfreyjan hefði gengið vel og metnaðarfullt starfs fólk hefði staðið sig vel. Sérstaklega hafi Kristín Linda Jónsdóttir rit stjóri verið úrræðagóð og frjó í sinni vinnu. Sigrún hefur starfað með rit stjórn síðan 2002. Hún hefur ásamt Katrínu Eiríksdóttur vinkonu sinni séð um prófarkalestur og fleira. Hún þakkaði samstarfskonunum gott sam starf. Að lokum afhenti hún Halldóru

58 Frá Kvenfélagasambandi Íslands

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari eys Diskósúpu fyrir þinggesti. Stefánsdóttur flotta svuntu sem sett var saman úr forsíðum Húsfreyjunnar, en Halldóra er í ritstjórninni og hefur hún kynnt Húsfreyjuna ásamt fleir um á Handverkshátíðinni á Hrafnagili. Framsöguerindi Sigríður Á. Snævarr fyrrum sendi herra og fyrst íslenskra kvenna sem skipuð var í það embætti fyrir tæpum aldarfjórðungi flutti erindið Nýttu kraftinn. Hún þakkaði fyrir að fá að koma og vera með kvenfélagskon um – í þeim byggi mikill kraftur og hún velti fyrir sér hvar kvenfélagskon ur enduðu ef þær hækkuðu flugið eins og yfirskrift þingsins vísaði til. Sigríður spurði: „Hvernig höfum við nýtt kraft inn og hvernig munum við nýta hann áfram?“ Hún sagði allar rannsókn ir sýna að mikilvægara væri að trúa á eigin getu fremur en hvað við gerðum og að fólk þurfi að kunna að hrósa sér. Mjög gott væri að gera hrósæfingar og einnig væri mikilvægt að geta sett sig í annarra manna spor. Sigríður kenndi þingfulltrúum hve einfalt það væri að hrósa hver annarri og úr varð mikið og verðskuldað hrós frá einum þing fulltrúa til annars. Sigríður ræddi um gildin og tók nokkur dæmi um þau og sagði að við ættum að finna ákveðin sjónarhorn og stöðugt endurmeta gild in okkar og spyrja okkur hvaða gildi skipta okkur máli. Hún rifjaði að lokum upp orð konu nokkurrar sem sagði um störf sín: „Börnin vöknuðust, klæddust, síðan eldaðist matur og borðaðist, svo þvoðist upp og svo framvegis“. Þegar börn þessarar konu voru spurð, „Hvað gerir mamma þín?“ þá var svar þeirra: „Ekkert, hún er bara heima”.

Una María Óskarsdóttir fráfarandi for seti KÍ útnefnir Sigurlaugu Viborg fyrr verandi forseta KÍ heiðursfélaga KÍ. inu, úr afgangs grænmeti sem formaður SSK Elinborg Sigurðardóttir hafði safn að saman í matvörubúðunum á Selfossi. Sigrún Magnúsdóttir umhverf is- og auðlindaráðherra flutti erind ið „Kvenskörungar – litið um öxl til Rannveigar Þorsteinsdóttur fyrrum formanns og heiðursfélaga KÍ“. Sigrún sagði frá Rannveigu sem var mikill frumkvöðull og kom að mörgum félagasamtökum. Hún gekk til liðs við Kvenfélagasamband Íslands og sat 16 ár í stjórn og var hluta þess tíma formaður. Hún tók mikinn þátt í norrænu starfi og tengdi mörg af þeim félögum sem hún starfaði í við Norðurlöndin. Rannveig sat á þingi í nokkur ár og eftir það starf aði hún mjög mikið með kvennasamtök um. Hún barðist m.a. fyrir því að konur fengju sömu laun og karlar fyrir pistla flutta í útvarpi. Sigrún endaði mál sitt á því að segja að Rannveig hefði oft sagt í þingræðum og víðar „við kvenfélagskon ur.” Umræður urðu eftir erindi Sigrúnar og meðal annars kom fyrirspurn um hvort ekki yrði skrifuð bók um hana. Sigrún sagðist hafa eytt sumrinu í að skrifa grein um Rannveigu í tímaritið Andvara sem kæmi út nú á haustdögum. Opin dagskrá Yfirskrift landsþingsins var „Hækkum flugið.“ Laugardaginn 10. október var OPIN DAGSKRÁ á lands þinginu. Þinggestir höfðu boðið dætr um, tengdadætrum og vinkonum að koma og fylgjast með fyrirlestrum og pallborðsumræðum. Það fjölgaði nokk uð í salnum og bættist við þær rúmlega 170 konur sem fyrir voru. Fyrsti fyrirlesarinn í opna hluta þingsins var Anna Katarzyna Wozniczka, formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún er dokt orsnemi við Menntavísindasvið HÍ og starfar þar einnig við rannsóknir og kennslu. Anna kemur frá Póllandi, en hefur búið á Íslandi í níu ár og er í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Erindi hennar, Nýtum styrkleika allra kvenna og hækkum flugið, fjallaði um Samtök kvenna af erlendum uppruna, starfsemi samtakanna og hve mikilvæg þau eru til að efla erlendar konur og virkja til þátttöku í þjóðfélaginu. Hún ræddi um mikilvægi tengslanets og um jafningja fræðslu þar sem konur erlendar jafnt sem íslenskar eru til staðar hver fyrir aðra. Anna hvatti þingheim til að hugsa um allar konur og spurði hvort ekki gilti það sama um innlendar konur og erlendar. Einnig að konur huguðu að fjölskyldum innflytjenda og sagði mik ilvægt að allir læri íslensku. Hún sagði að nú væri í smíðum þingsáætlunartil laga um framkvæmdaáætlun í málefn um kvenna til ársins 2018. Markmið hennar væri að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakend ur, óháð þjóðerni og uppruna. Hún sagðist vita af mismunun og konum sem ekki geta nýtt menntun sína hér og að sömuleiðis viðgengist kynbundið ofbeldi. Þetta væri samfélagsmein sem varðaði okkur öll. Eirný Vals sem er verkefnastjóri í verkefninu, Brothættar byggðir –Skaftárhreppur til framtíðar, flutti erindið Brothætt og verðmæt, (bein) þynning byggða. Eirný er rekstrarfræð ingur frá Bifröst og hefur einnig MBA og MPM gráður frá Háskóla Íslands. Byggðin í landinu og þétting byggð anna og Skaftárhreppur til framtíðar, verkefni Eirnýjar eiga það sameiginlegt að íbúum hefur fækkað og veikt sam félagið því að þjónustan hefur minnk að og unga fólkið flytur burt. Hrísey og Grímsey eru dæmi um brothættar byggðir en samt hluti af stærri byggð. Eirný taldi að við gætum yfirfært bar áttu gegn „beinþynningu“ yfir á sam félögin þar sem hægt er að greina vandann og koma með lausnir. Raddir kvenna þurfi að heyrast, þar koma kvenfélögin sterk inn. Besta leiðin til að efla byggðir væri að virkja íbúana.

59 Landsþingsnefnd og stjórn SSK.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og varaformaður Samtaka atvinnulífsins, hefur starfað svo til alla ævi við fjölskyldufyrirtæk ið Kjörís í Hveragerði. Guðrún sagði frá sinni upplifun af stjórnarstörfum og hvatti konur til að segja „já“ ef þær fengju tækifæri til að starfa í stjórnum. Þannig hefðum við tækifæri til að hafa áhrif. Það væri eðlilegt að vera hrædd ur og efast en það skipti máli að reyna. Fjölbreytileiki er í samfélaginu þegar ólíkar raddir hljóma. Við værum fyr irmyndir barnanna okkar og sköpum framtíðina sjálfar. Sigrún Magnúsdóttir spurði hver væri lykillinn að framtíðinni? Hann taldi hún vera í okkar höndum, lykill inn væri umhverfismálin. Þau væru mál framtíðarinnar og að konur væru dug legar á þeim vettvangi. Það sem væri efst á baugi hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi Ísland, væru konur og sjávar útvegsmál. Sigrún hvatti til að konur hefðu nýtni og góða umgengni að leið arljósi, við gætum margt enda hefðum við unnið kraftaverk í jafnréttismálum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamála fulltrúi uppsveita Árnessýslu. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi að mennt. Hún sagði að matur, náttúra, saga og menn ing væru samofin á hverjum stað, allt þyrfti að vera í jafnvægi. Við gætum ekki stjórnað öllu en ættum að stýra auð lindinni um leið og við nýtum hana. Fræða þurfi ferðamenn ásamt því að efla samræmingu í ferðaþjónustunni og gæta að því hvernig við tökum á móti gestum. Orðsporið fari hratt og víða og við þurfum að vera sönn, viðhalda sérstöðunni og fá fólkið í landinu í lið með okkur. Mikilvægt væri að viðhalda okkar menningu og einnig að hafa virkt eftirlit. Ásborg taldi að við ættum bara að hækka flugið í þessum efnum. Birna Þorsteinsdóttir, bóndi á Reykjum á Skeiðum, hefur verið kúa bóndi í 37 ár og allan tímann starfað mikið að félagsmálum bænda. Birna situr í stjórn Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu og er í Kvenfélagi Skeiðahrepps. Hún taldi bændur þurfa að tileinka sér nýjan hugsunarhátt því að sífellt verður þörf fyrir meiri mat og miklir möguleikar eru í matvælafram leiðslu í framtíðinni. Öll bú verði að leggja mikla áherslu á hreinlæti og góða meðferð dýra. Miklir möguleikar eru í matartengdri ferðamennsku og mikil vægt er að halda verðinu samkeppnis hæfu. Matarmenning er góð á Íslandi en við gætum hækkað flugið. Halldóra Íris Magnúsdóttir er 19 ára framhaldsskólanemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Eftir stúdentspróf stefn ir hugur hennar á nám í læknisfræði. Hún vinnur með skólanum á hjúkr unarheimilinu Ljósheimum. Halldóra Íris hefur mikinn áhuga á félagsstörf um og var formaður nemendafélags FSu skólaárið 2014-2015. Til að hækka flugið ættum við ekki að rakka niður það sem við höfum gert, heldur halda reisn og hafa trú á okkur. Í erindi sínu tal aði Halldóra til langömmu sinnar sem var á aldur við Halldóru þegar konur fengu kosningarétt fyrir 100 árum. Hún sagði henni frá öllum þeim möguleik um sem ungu fólki stendur til boða í dag og mikið hefur breyst á 100 árum. Halldóra sagði að við ættum að vera stoltar af verkum okkar, það smiti áfram til næstu kynslóðar.

Eftir fyrirlestrana sátu fyrirlesar ar í pallborði og svöruðu spurning um. Stjórnandi pallborðs, fyrirlestra og umræðna var Bjarndís Lárusdóttir KvenfélagiFyrirlestrarnirGarðabæjar.voru fróðlegir og studdu vel þema þingsins „Hækkum flugið.“ Það var eins og rauður þráður hjá flestum fyrirlesurum að konur ættu að treysta sér betur og segja „JÁ“ þegar til þeirra væri leitað með hin ýmsu verk efni. Konur ættu að vera sýnilegar, láta vita af því sem þær eru að gera. Það var rætt um hvernig hægt væri að ná til

Í fundarsal, glæsilegt prjónað afmælisteppi SSK var til sýnis á þinginu.

Bryndís Ásta Birgisdóttir, grunn skólakennari á Suðureyri og stjórn arkona Kvenfélagasambands Íslands, sagði frá verkefni sem unnið var á Vestfjörðum með konum af erlendum uppruna þar sem kvenfélagið hennar tók að sér að kenna konunum „hvers dags“ íslensku með góðum árangri.Nokkrar kvennanna gengu ‚ svo í fram haldinu til liðs við kvenfélagið.

60 Frá Kvenfélagasambandi Íslands

Kvenfélag Hrunamannahrepps sýndi vefaradans á hátíðarkvöldverði landsþingsins.

–ÖrfyrirlestrarnirHækkumflugið

61

Fjölmargir þinggestir skörtuðu þjóbúningum á hátíðarkvöldverði landsþingsins.

Ný félagsmálahandbók KÍ Una María forseti KÍ kynnti nýja félagsmálahandbók KÍ eftir Jennýju Jóakimsdóttur sem kom út nú fyrir þingið. Bókin var afhent til allra kjör inna þingfulltrúa og þeir hvattir til að kynna hana heima í máþingsinssínannaframböndinkonurdag.semHrunamannahreppsafhentiþágufyrrverandisetiurkomuna.ingimættustundustuþessurisöllumFélagsmálahandbókinkvenfélögunum.eraðgengilegáheimasíðuKÍ,www.kvenfelag.ogertilbúintilprentunarásíðunni.Álaugardagskvöldiðvarsnæddhátíðarkvöldverðurognutukonureftirerilogvinnutveggjasíðdagaaðslakaáogeigagóðasaman.Skemmtilegtvaraðþaðum35konurííslenskumbúnogsettiþaðmikinnsvipásamÞóraGylfadóttirsöngnokklög,UnaMaríaÓskarsdóttirforKÍheiðraðiSigurlauguViborgforsetaKÍfyrirgóðstörfíKvenfélagasambandsÍslandsoghennigullmerkiKÍ.KvenfélagsýndivefaradansergamalldansogfáirkunnaíAðlokumvarstiginndansogáttusamangottkvöld,eflduvinaogmynduðunýtengsl.Íupphafiþingfundarásunnudegifórhópastarfuminnrastarfkvenfélagogfórukonurvelnestaðarheimífélögaðhópastarfinuloknu.ÁlyktanirvoruræddarogsamþykktarogsjáþærhéríHúsfreyjunni.

fleiri kvenna af erlendum uppruna. Rætt var um að bjóða þeim að koma á fundi, styðja við þær og kynna þær fyrir okkar siðum og hefðum ásamt því að fá þær til að kynna okkur hvernig menning er frá þeirra heimalöndum. Umhverfismál, ferðaþjónusta, menntamál og jafnrétt ismál, allt voru þetta mál sem brunnu á konum í þessari umræðu. Líflegar umræður spunnust eftir fyrirlestrana þar sem efni flestra þeirra bar á góma.

Landsþing 2018 Ákveðið var að 38. þing Kvenfélagasambands Íslands færi fram annaðhvort 12. – 14. október eða 19.21. okt. árið 2018. Gestgjafar hafa enn ekki gefið sig fram og verður staðsetn ing því ákveðin síðar. Kosningar Nýr forseti, varaforseti og gjaldkeri voru kjörnir á þinginu ásamt skoðun armönnum reikninga. Guðrún Þórðardóttir Kvenfélagi Grímsneshrepps og fráfarandi vara forseti var kosin forseti KÍ, Vilborg Eiríksdóttir Kvenfélagi Mosfellsbæjar var kosin varaforseti KÍ, Bryndís Birgisdóttir Kvenfélaginu Ársól á Suðureyri og fráfar andi meðstjórnandi var kjörin gjaldkeri KÍ og Bergþóra Jóhannsdóttir Kvenfélaginu Hjálpinni í Eyjarfjarðarsveit var kjörin meðstjórnandi.Skoðunarmenn reikninga voru kjörn ar Magðalena Jónsdóttir kvenfélaginu Fjallkonunni Austur-Eyjafjöllum og Guðrún Bergmann Vilhjálmsdóttir Kvenfélagi Grímsneshrepps. Til vara voru kjörnar Margrét Samsonardóttir kvenfélaginu Bláklukku og Auður Guðmundsdóttir Kvenfélagi. Garðabæjar.Íþinglokvoru konum færðar þakk ir fyrir vel unnin störf og Guðrún Þórðardóttir nýkjörin forseti ávarp aði kvenfélagskonur og þakkaði það traust sem henni hafði verið sýnt með forsetakjöri þessa merka sambands Kvenfélagasamband Íslands. Hún sagði að kraftur og samtaka máttur kvenna væri sterkur og gegndi miklu hlutverki. Mörg verkefni bíða stjórnar KÍ. Verum sýnilegar í störfum okkar, þá gerum við okkur meira gildandi. Við höldum úti þriðja hagkerfinu með öllu því góða sem við gefum til samfélagsins. Guðrún þakkaði fráfarandi stjórnarkonum sam starfið og óskaði konum góðrar heim ferðar og sleit 37. Landsþingi KÍ.

37. landsþings Kvenfélagasambands Íslands á Selfossi 9. -11. október 2015 kosningaréttinnNýtum Í ár fögnum við 100 ára afmæli kosn ingaréttar kvenna á Íslandi. 37. lands þing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. októ ber 2015 hvetur allar konur til að nýta kosningarétt sinn. Enn í dag hafa ekki allar konur í heiminum kosningarétt eða fá að nýta kosningarétt sinn. Þá er dræm kosningaþátttaka ungs fólks áhyggjuefni. Kvenfélagskonur, fræðum yngri kynslóðir um skyldur og ábyrgð sem fylgir kosningarétti, mikilvægi þess að mæta á kjörstaði og nýta réttindi sín.

Metum sjálfboðin störf 37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. október 2015 hvetur til þess að sjálfboðin störf séu metin að verð leikum, gerð sýnileg og tekið mið af þeim við gerð efnahagslegra lík ana og félagshagfræðilegrar áætl anagerðar.

Vinnum matarsóungegn

Stöndum vörð um menntun um land allt 37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. október 2015 krefst þess að stjórnvöld standi vörð um öll menntastig á landsbyggðinni, leik skóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

Eflum fræðslukynja-ískólum

Komum á jafnlaunavottun 37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. október 2015 hvetur atvinnu rekendur til að kynna sér og sækja um jafnlaunavottun: Jafnlaunavottun er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröfur jafnlaunastaðals Staðlaráðs Íslands. Vottunin er tæki til að meta stöðu kynjanna með viður kenndri aðferðafræði og samræmdum viðmiðum. Ferlið gefur atvinnurek endum jafnframt tækifæri til að leiðrétta kynbundinn launamun, ef slíkur munur er til staðar.

Frá Kvenfélagasambandi Íslands Ályktanir

málumaðvinnaMarkvissgeðheilbrigðis-þolirenga bið

37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. október 2015 skorar á skólafólk og yfirvöld menntamála að efla fræðslu í kynjafræði, í öllum grunn- og framhaldsskólum.

Á formannaráðsfundi KÍ í nóvem ber 2013 var samþykkt að boða til aðgerða með kvenfélagskonum og þjóðinni allri til að sporna gegn sóun matvæla. 37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. október 2015 fagnar vit undarvakningu sem orðið hefur um bætta nýtingu matvæla og hvet ur almenning sem og stjórnend ur matvöruverslana, mötuneyta og veitingastaða til að vinna áfram gegn matarsóun. Innkaup þurfa að veraMatvaraábyrg.

37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. októ ber 2015 fagnar „Þjóðarsáttmála um læsi” sem mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitar félög hafa undirritað. Þingið hvetur alla foreldra og forráðamenn til að vera meðvitaða um mikil vægi þess að byrja snemma að lesa fyrir og með börnum. Einnig hvetur fundurinn til aukinnar útgáfu hljóðbóka. Notkun þeirra getur stuðlað að betri málþroska og hlustunarskilningi. Góður málþroski er undirstaða að góðu læsi.

sem komin er á síðasta söludag eða nálgast “best fyrir”stimpil, er í flestum tilfellum í lagi sé hún nýtt strax eða fryst. Slíkar matvörur ætti að gefa eða bjóða til sölu á niðursettu verði.

37. landsþing KÍ hald ið á Selfossi 9. – 11. október 2015 skorar á stjórnvöld að ljúka þolirhenniframkvæmdaáætlunargeðheilbrigðisstefnugerðogtengdri.Máliðengabið.

Bætum málþroska og læsi og hljóðbækurnýtum

Tökum vel á móti flóttafólki og kynnum kvenfélagsstarfið fyrir konum af erlendum uppruna 37. landsþing KÍ haldið á Selfossi 9. – 11. október 2015 fagnar því að ríkis stjórn Íslands ætlar að taka á móti flóttafólki frá stríðshrjáðum löndum. Þingið leggur áherslu á að vandað verði til móttöku fólksins. Fræðsla og menntun eru meginforsendur aðlögunar að íslensku samfélagi. Mikilvægt er að tryggja flótta mönnunum gott aðgengi að íslensku menntakerfi og þeir fái tækifæri til að miðla þekkingu sinni og reynslu. Gagnkvæm virðing og þekking á ólíkum menning arheimum eru forsendur fyrir umburðarlyndi og góðum samskiptum. Þá hvet ur þingið kvenfélög til að leggja sitt af mörkum í móttöku nýbúa hvert á sínu starfssvæði og kynna félagsstarfið fyrir konum af erlendum uppruna.

Auðveld uppsetning og lítill kostnaðurviðhalds-

Helstu eiginleikar: Stillanlegt hitastig • Stórminnkuð slysahætta • Jafn þrýstingur á heitu og köldu vatni • lengri líftími blöndunartækja • Engin kísilútfelling á hreinlætis- og blöndunartæki, sem gerir þrif mun auðveldari, svo ekki sé talað um hina alkunnu hveralykt sem hverfur. Með Termix One fylgir snyrtileg hlíf úr grálökkuðu stáli til að hylja hana á veggnum. Með Termix One tengigrindinni er hitaveituvatnið leitt gegnum varmaskipti sem hitar upp ferskvatn til neyslu. Það gerir húseigendum kleift að stilla hitastig heita neysluvatnsins þannig að hætta á brunaslysum minnkar verulega.

Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni

Litið um öxl - yfir gefandi og skemmtilegt starf vægum samtökum, eins og til dæmis KRFÍ, Samstarfsráði um forvarnir og Almannaheillum. Félagasamtök eins og KÍ geta áorkað mun meiru með öfl ugum samstarfsaðilum og fyrir það er vert að Haustiðþakka.2013 boðaði formannaráðs fundur KÍ til aðgerða gegn matarsó un. Víðtækt samstarf fór af stað þar sem KÍ, Leiðbeiningastöð heimilanna, Landvernd, Vakandi og Zero Waste unnu saman gegn matarsóun. Haldnar voru ráðstefnur í Hörpu og Norræna húsinu, heimasíða um matarsóun var sett á laggirnar og KÍ skipulagði nám skeið með kvenfélögunum og Dóru Svavarsdóttur þar sem fólki var kennt að nýta matinn betur. Umhverfis- og auðlindaráðherra kom á fót samstarfs hópi gegn matarsóun og sat forseti KÍ í hópnum sem benti á fjölbreytt ar leiðir til úrbóta sem sjá má á vefn um tilvonandidagsinskonur.félagsmálanámskeiðiðfengnarlandiogáttiingulegumhaldiðafmælisnefndarinnarfélögfélaganna,sesshefurogþessvinnifleirilagsinsKÍuninsveitfrettir/nr/2729.http://www.umhverfisraduneyti.is/EinvinsælastahljómlandsinsAmabAdamAvarfengtilaðgeralagogtextaummatarsóogvarlagiðfrumfluttálandsþingiíoktóber.Þaðervonokkaraðtextihafiáhrifálandsmennallaogfariaðsparapeninganasínaogjafnframtgegnmatarsóun,ístaðaðkaupaogkaupaoghendasvohenda.100árakosningaréttarafmælikvennasíðustutvöárinskipaðháanímargvíslegumviðburðumkvenenum25samböndogfengustyrkifráúthlutunarnefndoghafafleiriuppáafmæliðmeðmyndarhætti.KÍhefurlengistuðlaðaðuppbyggfélagsstarfsinnansambandsins.KÍgottsamstarfviðBændasamtökinUMFÍumnámskeiðahaldútiáogeinnigvoru,reyndarkonurtilaðfaraumlandiðmeðKonurkallaáNýttfélagsmálaefnileitsvoljósáþingiKÍíhaustogerþaðkærkominþekkingarbrunnurþessaðeflastarfiðennfrekar.

Orðið hefur Una María Óskarsdóttir, fráfarandi forseti Kvenfélagasambands Íslands

KÍ til að vinna gegn matarsóun. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismála ráðherra hefur styrkt starfið oftar en einu sinni svo um munar og Drífa Hjartardóttir fyrrverandi forseti KÍ hefur talað máli okkar. Nýlega fórum við Bryndís Ásta Birgisdóttir nýkjör inn gjaldkeri KÍ í ráðuneyti Illuga Gunnarssonar mennta- og menning armálaráðherra með það erindi að Kvenfélagasamband Íslands fengi fasta fjárveitingu frá ríkisvaldinu ár hvert. Það þykir okkur ekki óeðlileg krafa í ljósi þess að fjölmörg sambærileg félagasamtök hér á landi hafa feng ið slíkan samning. Segja má að kven félagskonur horfi nú vonaraugum til tveggja síðastnefndu ráðherra og hafi þá trú að samningur ríkisvaldsins við KÍ verði að veruleika innan tíðar. Það er kominn tími til. Á starfstímanum hefur mér þótt sér staklega mikilvægt að eiga gott samstarf við þá fjölmörgu aðila sem vinna með okkur að ýmsum jafnréttis- og fram faramálum. Gömul og góð vinasam tök okkar, Bændasamtök Íslands og Ungmennafélag Íslands, eru þar efst á blaði, ásamt mörgum öðrum mikil

64 Sigurlaug var fljót að átta sig á hlut unum og fékk mig til að semja álykt anir fyrir þingið og meðal annars var samþykkt ályktun um hreyfingu og bættYfirskriftmataræði.þingsins var: Fjölskyldan í nútíð og framtíð, heilsa og forvarnir. Í framhaldinu ákvað stjórn KÍ að efna til landsátaks um aukna hreyfingu og bætt mataræði og veitti þáverandi heil brigðis- og tryggingamálaráðherra Siv Friðleifsdóttir verkefninu einnar millj ónar króna styrk. Við fórum af stað með kvenfélögunum og héldum fundi um allt land, en alls sóttu þá milli 750 og 800 konur. Það er gleðilegt að nú hafa gestir kvenfélaganna yfirleitt val um ljúffengt sætmeti í bland við annað ljúffengt hollmeti þegar kvenfélagskon ur bjóða til veislu. Margvísleg hreyf ing hafi verið iðkuð, svo sem göngu hópar, danshópar og fleira, en efld ist enn frekar er á leið. Sérstök áhersla var lögð á að stíga fram með hvetjandi hætti. Bent var á að kvenfélagskonur gætu haft mikil áhrif, bæði á nærum hverfi sitt og sig sjálfar. Markmiðið var að stuðla að hollari innkaupum fyrir heimilið, hreyfa sig í samræmi við ráð leggingar embættis landlæknis eða í 30 mínútur á dag og öðlast aukna hreysti. KÍ hefur lengi leitað á náðir Alþingis og gengið fyrir fjárlaganefnd með ósk um fjárstyrki til rekstrar. Fyrirkomulagi fjárveitinga var breytt 2012 þann ig að einungis voru veittir styrkir til einstakra verkefna, en ekki til rekstr ar. Sem betur fer komu fjárlaganefnd og formenn fjárlaganefndar, þau sem ég leitaði til, Björn Valur Gíslason og svo Vigdís Hauksdóttir, starfi KÍ til bjargar. Þá hafa bæði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverf is- og auðlindaráðherra og Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlind aráðherra veitt myndarlega styrki til

Una María Óskarsdóttir. Þ að var fyrir landsþing Kvenfélagasambands Íslands sumarið 2006 sem Sigurlaug Viborg, sem þá var að taka við sem forseti KÍ, hafði samband við mig og bað mig að taka að mér að vera varaforseti KÍ. Ég tók vel í það, enda leist mér vel á Sigurlaugu og þekkti aðeins til hennar. Því miður komst ég ekki á þingið, en var engu að síður kjörin varaforseti KÍ.

Fjölbreytt fjáröflun kvenfélaganna

Kvenfélögin eru iðin við að finna sér fjáröfl unarleiðir enda ávallt næg verk efni fyrir þau til að styðja við og styrkja um land allt. Um umkvenfélagannaútgáfugegnárinværihægt að skrifa þykka bók. Í sumum héraðssam böndum eru gefin út veg leg ársrit, kvenfélögin gefa gjarna út afmælisrit og nýlega kom út landsþingsrit SSK í til efni af landsþingi KÍ á Selfossi. Mörg kvenfélög hafa gefið út og selt uppskriftabækur, gjarna með góðum og margprófuðum uppskriftum kvenfélagskvennanna. Jólakort, dagatöl og dagbækur hafa líka verið gefin út, oft myndskreytt með verkum listakvenna á svæðum félag anna og jafnvel með ljósmyndum af konunumKvenfélagiðsjálfum.Iðunn í Eyjafjarðarsveit hefur í ellefu ár gefið út veggdaga tal með mataruppskriftum. Ákveðin þemu hafa verið tekin fyrir á dagatöl unum, svo sem hollusturéttir og eru þau fagurlega myndskreytt. Dagatalið fyrir árið 2016 er komið út, þema þess er eldhúshandverk og prýða dagatalið fjölbreyttar uppskriftir af matarrétt um og fallegar myndir af ýmiss konar hannyrðum sem notaðar eru í eldhús inu eins og til dæmis dúkum, potta leppum, smekkjum og borðtuskum.

Eins og sjá má þá hefur Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Íslands, verið á mikilli siglingu og eru vinsæld ir blaðsins stöðugt að aukast, enda umgjörð og umfjöllun blaðsins með miklum sóma. Ég vil þakka kvenfélagskonum um land allt, Hildi Helgu Gísladóttur fram kvæmdastjóra KÍ, fyrrum starfsmönn um Leiðbeiningastöðvar heimilanna, ritstjóra Húsfreyjunnar, Kristínu Lindu Jónsdóttur, húsfreyju Hallveigarstaða Huldu Margréti Birkisdóttur, hús móður Hallveigarstaða Ásdísi Hjálmtýsdóttur og öðru samstarfs fólki fyrir heilladrjúgt samstarf. Starf forseta og stjórnar KÍ væri ekki svipur hjá sjón ef ekki kæmi til öflugt samstarf þeirra þúsunda kvenfélagskvenna sem ganga í takt. Nýjum forseta Guðrúnu Þórðardóttur og hennar stjórn óska ég velfarnaðar. Með kvenfélagskveðju Una María Óskarsdóttir kæriHúsfreyjanáskrifandi!

kvenfelag@kvenfelag.isÍslands/Húsfreyjanogsími5527430

Eldhúshandverk Iðunnar

65

Ertu með nýtt eða breytt heimilisfang? Tilkynntu það án tafar til útgefanda svo að blaðið þitt berist þér á réttum tíma Kvenfélagasamband

Dagatalið Eldhúshandverk Iðunnar kostar 2200 krónur og er til sölu í Bakgarði Tante Grete við Jólagarðinn, þar sem opið er árið um kring og í Smámunasafninu á sumaropnun artíma en þessir staðir eru allir í Eyjafjarðarsveit. Einnig er hægt að hafa samband við kvenfélagskonurn ar beint til dæmis þær Sveinbjörgu Helgadóttur, sveinbjorg@krummi. is og í síma 8463222 eða Katrínu Úlfarsdóttur, katrin@krummi.is í síma 8635005 til að nálgast dagatalið. Kvenfélagið Iðunn er eitt þriggja kvenfélaga sem starfa í Eyjafjarðarsveit. Félagið var stofnað árið 1932 og hefur æ síðan sinnt líknar- og góðgerðarmál um auk þess sem félagskonur kynn ast hver annarri og eiga gott samfé lag sín á milli.

Síríus Konsum fléttast við íslenskt þjóðlíf á einstæðan hátt gæðasúkkulaði gegnt ótrúlegustu hlutverkum, bæði á hátíðarstundum og í d þegar mikið liggur við, drukkið heitt með rjóma á köldum degi og gómsætur moli með kaffinu, svo eitthvað sé nefnt fáanlega hráefni Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar kakó er annars vega VELDU SÍRÍUS KONSUM KAKÓ www.noi.is

DALE FÆRÐUGARNIÐÍA4 A4 Kringlunni / A4 Skeifunni / A4 Smáralind / A4 Hafnarfirði / A4 Akureyri / A4 Egilsstöðum www.a4.is / Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook ogPinterest.com/A4fondur / A4 Selfossi instagram.com/a4verslanir DALE ECO ULL - NÝTT GARN UNNIÐ ÚR VISTVÆNNI BÓMULL OG ALPAKKA.

BLANDANKRAFTMESTA OKKAR AF Q10ÓMÓTSTÆÐILEGAR Q10 SERUM PERLUR SEM DEKRA VIÐ HÚÐINA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.