

5
Leiðari Húsfreyjunnar Samvera Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri 30
Sköpun Efniviður úr nærumhverfinu Laufey Skúladóttir 6
Viðtalið Lúxusvörur úr íslenskum æðardún Viðtal við Rögnu S. Óskarsdóttur 32
Uppskriftir Brauðtertur ómissandi á veisluborðið Erla Hlynsdóttir 10
Menning Kyrtilsaumur Pilsaþyts Ásta Ólöf Jónsdóttir 13
14
16
Hugleiðing Jól í fangelsi - Aðventan er tími til að gleðjast, gefa og þiggja Sigrún Margrétar Óskarsdóttir 50
Landið okkar Vestfirskar örferðasögur Sigríður Ó. Kristjánsdóttir 58
36
Matarþáttur Húsfreyjunnar Þorláksmessuboð í Eyjafirði Albert Eiríksson
20
Kvenfélagasamband Íslands Evrópuþing ACWW í Glasgow Jenný Jóakimsdóttir 28 Smásagan Áfram nú Steinunn Lilja Emilsdóttir
Leiðbeiningastöð heimilanna Burns kvöldverður til að ylja okkur í janúar Jenný Jóakimsdóttir
Kvennasamtök Lífið er ekki sykurhúðuð Facebook færsla Andrea Róbertsdóttir 66 Krossgátan Frístund
Leiðbeiningastöð heimilanna Minnkum matarsóunSkammtastærðir Jenný Jóakimsdóttir 62
60
Hannyrðahornið Örkin jólakjóll og Styrmir buxur og húfa Sjöfn Kristjánsdóttir 24
Kvenfélagasamband Íslands Umhverfisdagur á Hallveigarstöðum Jenný Jóakimsdóttir 64
Sköpun Jólatengdar hugmyndir Margrét Erla Guðnadóttir
Fræðsla Mataræði Íslendinga Hólmfríður Þorgeirsdóttir
tengdum viðburðum og síðan jólin sjálf með sínum dásamlegu hefðum og venjum sem skapast hafa í áranna rás. Þær hefðir lúta oft að jólaboðum með ættingjum og vinum og samveru stundum með fjölskyldunni. Langþráð frí í kringum jól og áramót skapar meira rými fyrir hvíld og kærkomna sam veru. Samveru sem getur falist í góðum umræðum, skemmti legum spilum, að elda eða baka saman, föndra, fara saman í gönguferðir, hjólatúra, sundferðir og margt
Notalegar samverustundir
Ég mæli með að við látum samveru stundirnar með ástvinum okkar hafa forgang umfram símtæki og samfélags miðla. Notum aðventuna til þess að upp götva nýjar leiðir til að njóta samveru með fjölskyldu og vinum eða grípum í gamlar og notalegar hefðir til að skapa góðar minningar. Það er svo ljúft að eiga góðar stundir saman t.d. við kertaljós og notalegheit til að skapa hlýjar minningar sem við getum yljað okkur við í janúar
Ég óska lesendum Húsfreyjunnar og fjölskyldum þeirra gleðiríkrar jólahátíð ar og innihaldsríkra samverustunda með
Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri
Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík. Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430.
Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja.
Ragna S. Óskarsdóttir er fram kvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Íslensks dúns ehf sem staðsett er á Borg arfirði eystra. Fyrirtækið framleiðir lúxus vörur úr íslenskum æðardún, s.s. sængur og kodda, aðallega á erlendan markað. Áður var æðardúnninn að mestu seldur úr landi sem hrávara til frekari vöru framleiðslu. Fyrirtækið stofnaði Ragna og fjölskylda hennar, ásamt Ólafi Aðal steinssyni æðarbónda, árið 2019 og hefur það gengið vel frá upphafi. Sem dæmi um það þá seldi fyrirtækið um 180 sængur og kodda úr íslenskum æðardún til viðskiptavina víða um heim á síðast liðnu ári.
Ragna er fædd og uppalin í Hlíðunum í Reykjavík. Hún er fjölskyldumanneskja og börnin eru þrjú. Dóttir hennar, Guð rún Ástrós, er einnig í fullri vinnu hjá fyrirtækinu og elsti sonur hennar, Krist ján Már, hjálpar til við allt sem viðkemur markaðssetningu á netinu.
Sambýlismaður Rögnu er Þórir Guð mundsson verkfræðingur. Þrátt fyrir vöxt fyrirtækisins á sl. þremur árum er Þórir enn í fullu starfi á höfuðborgarsvæðinu. Því hefur lífið einkennst af miklum ferða lögum hjá þeim báðum sl. ár. Þau eru bæði tíðir farþegar með innanlandsflugi Icelandair auk þess sem Þórir vílar lítið fyrir sér að aka á milli landshlutanna.
Ragna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og er löggiltur fasteignasali. Hún hefur víða komið við í atvinnulífinu. Hún var á tímabili mjög farsæll fasteignasali á höfuðborgarsvæðinu.
Áður en hún stofnaði fyrirtækið Ís lenskan dún ehf hafði hún gengið til liðs við son sinn, áðurnefndan Kristján Má, sem var byrjaður á rekstri heimasíðunnar „Authoritynutrition.com“ þar sem hann fjallaði um næringu. Vefsíðan var skrifuð á ensku og allt efni miðað við alþjóða markað. Á örfáum árum varð vefsíðan vinsælasta næringarvefsíða heims. Um það leyti sem þau seldu fyrirtækið, um mitt ár 2017, voru lesendur vefsíðunnar orðnir um 10 milljónir einstaklinga á mánuði, pistlahöfundar orðnir um 20 og ritstjórn síðunnar taldi um 7 starfsmenn. Í lok júlí 2017 seldu þau síðuna til banda rísku heilsusíðunnar Healthline.com.
Heillaðist af Borgarfirði eystri Aðspurð um hvernig það hafi komið til að hún settist að á Borgarfirði eystri segir Ragna að sumarið 2016 kom hún ásamt Þóri til Borgarfjarðar með hjól hýsið þeirra. ,,Þórir ætlaði á hreindýra veiðar, en þannig vildi til að það tók hann 10 daga að finna blessað dýrið og mér fannst frekar leiðinlegt að elta hann við þá iðju. Því varð ég oft eftir í þorpinu og gekk mikið um það og nágrenni þess. Það er skemmst frá því að segja að ég heillaðist algjörlega af staðnum.“
Þar sem Ragna á bakgrunn í fast eignaviðskiptum fór hún í kjölfarið að fylgjast með hvað kæmi í sölu af húsum á Borgarfirði eystri og var það nú ekki flókið fyrir reynda manneskju, því ekk ert kom í sölu fyrr en ári eftir þessa ör lagaríku ferð. Þá var auglýst til sölu lítið parhús. Þau stukku til og keyptu það og
hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Því gott væri að eiga sumarbústað sem hægt væri að leigja út þegar þau væru ekki að nota hann. En það er skemmst frá því að segja að húsið fór aldrei í leigu!
„Haustið 2018 fórum við í kaffi til Ólafs Aðalsteinssonar æðarbónda og Jóhönnu Óladóttur konu hans, þar sem þau voru stödd í æðarvarpinu sínu á Sævarenda í Loðmundarfirði. Þar kvikn aði hugmyndin að fyrirtækinu. Íslenskur dúnn ehf var svo stofnaður á vormán uðum 2019 og síðan þá hef ég að mestu leyti verið staðsett hér á Borgarfirði við uppbyggingu fyrirtækisins.
Fyrirtækið Íslenskur dúnn ehf er stað sett í litlu bláu húsi á Borgarfirði eystra en í þessu húsnæði var áður rekinn leik skóli svæðisins. Hjá fyrirtækinu eru um þrjú og hálft stöðugildi og það munar svo sannarlega um þau störf í eitt hundrað manna byggðarlagi.“
Vel tekið frá fyrstu stundu Aðspurð um helstu kosti og galla við að búa á Borgarfirði eystra er Ragna fljót til svars. ,,Kostirnir eru nú miklu nærtækari en gallarnir skal ég segja þér! Fyrir utan þetta stórkostlega umhverfi og náttúru fegurð þá er samfélagið hér algjörlega einstakt. Okkur hefur verið vel tekið frá fyrstu stundu og þekkjum hér orðið flesta þorpsbúa. Eiginlega má líkja þessu við eina stórfjölskyldu. Hér gengur maður undir manns hönd til að rétta nágranna sínum hjálparhönd ef á þarf að halda. Og fyrir utan það þá er fólk hér alveg stórskemmtilegt.
Það sem er kannski erfiðara fyrir stór borgarbarn eins og mig er nándin við náttúruöflin. Maður verður áþreifanlega varari við slæm veður og myrkrið yfir dimmustu mánuðina getur orðið erfitt. Fjarlægð frá fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega sambýlismanni mínum, Þóri, getur líka tekið mikið á.“
Hvernig kom það til að þú fórst að vinna með æðardún og stofna fyrirtæki á Borgarfirði eystri?
,,Mörgum árum áður en við fórum í þetta örlagaríka kaffi til Óla og Jóhönnu hafði ég velt atvinnugreininni töluvert fyrir mér og komið auga á þvílíka sér stöðu við Íslendingar höfum varðandi æðardúninn.
Einhvern veginn kom aldrei annað til greina en að stofna fyrirtækið hér á Borgarfirði þar sem æðarvörpin eru alls staðar í kringum okkur og við sjáum æðarfuglinn í fjöruborðinu allt árið.“
Íslenski æðardúnninn
Að sögn Rögnu þá framleiðum við Ís lendingar um 75% af heimsframleiðslu æðardúns en hingað til hefur hann að mestu verið fluttur út til Japans og Þýskalands sem hrávara. Þarna er um eina dýrustu landbúnaðarvöru landsins að ræða. Ragna vill koma fullvinnslunni hingað heim til Íslands og skapa þann ig bæði verðmæt störf og fullunnar ís lenskar vörur.
Fyrirtækið kaupir nú hreinsaðan æðardún frá nokkrum æðarbændum, meðal annars kaupum við allan æðar dún sem til fellur á Sævarenda í Loð mundarfirði og höfum gert frá stofnun fyrirtækisins. Við kaupum einnig allan æðardún sem fellur til í Hólmanum á Borgarfirði eystra ásamt Andey í Fá skrúðsfirði og Heydölum í Breiðdalsvík.
Aðspurð um hverjir það séu sem eru að kaupa vörurnar svarar Ragna; „Við skiptavinir okkar eru búsettir út um allan heim. Ég hef selt til allra heimsálfa nema Suður Ameríku og Suðurheimskautsins. Flestir viðskiptavinir okkar eru í Banda ríkjunum og svo Mið – Evrópu.“
Æðarvörpin og sögurnar Á Íslandi eru um 380 æðarvörp og hvert og eitt þeirra á sér sögu. Mörg þeirra jafnvel hundruð ára aftur í tímann. Frá landnámi hafa íslenskir æðarbændur gætt fuglsins á varptíma og safnað saman dúninum sem æðarkollan fellir í hreiður sitt. Íslendingar höfðu meðal annars þá framsýni að alfriða fuglinn strax árið 1847. Samkvæmt því sem ég best veit, er Ísland enn eina landið þar sem æðarfugl inn nýtur fullkominnar verndar, enda er stofn æðarfugla á undanhaldi í flestum löndum öðrum en Íslandi. Við fáum töluvert af erlendum ferðamönnum til okkar á vinnustofuna hér á Borgarfirði og það er alltaf jafn gaman að segja
þeim frá fuglinum. Þeir heillast algjör lega enda er þetta samband fugls og manns einstakt á heimsvísu.
Með hverju árinu verðum við enn frekar vör við áhuga erlendra fjölmiðla á starfinu okkar. Meðal annars vorum við með þýskan heimildarmyndagerðarhóp hjá okkur í þrjár vikur nú í vor. Þau voru bæði að fylgjast með fuglinum á varp tíma og ekki síður að kynna sér fólkið á bak við æðardúninn. Á haustmánuðum verður afrakstur þessarar vinnu sýndur í 52 mínútna heimildarmynd í opnu sjón varpi bæði í Þýskalandi og Frakklandi.
Æðarfugl eða æður eins og hann er einn ig kallaður er andategund sem verpir á Norðurslóðum. Kvenfuglinn nefnist kolla og er brún að lit og karlfuglinn nefnist bliki og er svartur og hvítur á lit með græna flekki á hnakka. Æðarfuglinn er staðfugl hér á landi og getur náð 2324 ára aldri. Æðarfugl hefur verið alfrið aður hér á landi frá árinu 1847. Fuglinn verpir nærri sjó. Þegar kollan byrjar áleguna fara ákveðnar hormónabreyt ingar af stað sem valda því að dúnn inn á bringu hennar losnar og notar hún síðan gogginn til að raka dúninum af sér. Kollan er langt í frá eina fugla tegundin sem gerir þetta, en það sem er svo sérstakt við hana er dúnmagnið sem safnast á þennan hátt í hreiðrið. Þetta
er svo sem ekki skrítið ef maður lítur til lifnaðarhátta fuglsins en hún lifir 11 mánuði á ári á ísköldu Atlantshafinu og er því vel einangruð. Algengt er að fólk haldi að hún geri þetta til að einangra hreiðrið með æðardúninum en rétt er að hún gerir þetta til að minnka einangrun ina á milli eigin líkamshita og eggjanna. Að meðaltali fellir hver kolla um 15 – 17 g af dún á þennan hátt árlega. Til að ná einu kílói af hreinum æðardún þarf u.þ.b. 60 hreiður.
Draumurinn er að við náum því að þessi einstaka afurð verði að öllu leyti full unnin hér á landi, s.s. að við hættum al gjörlega að selja dúninn út sem hrávöru. Æðardúnn er eini sjálfbæri dúnninn sem finnst í heiminum. Fuglinn er algjörlega villtur en velur að koma í sama æðar varpið, til sama bónda og helst verpa í sama hreiðrið allt sitt líf. Þessi samvinna fugls og manns er algjörlega einstök og eigum við Íslendingar að standa vörð um þessa arfleifð okkar og tryggja hags muni hennar eins vel og okkur er unnt.
Texti: Ásta Ólöf JónsdóttirMyndir: Úr einkasafni
Þegar nefnt er orðið þjóðbúningur þá dettur flestum fyrst í hug 20. aldar upphlutur. En þjóðbúningaflóran er svo sannarlega stærri en það. Má þar nefna 19. og 20. aldar upphluti, peysuföt, fald búning, skautbúning og kyrtil. Svo er til þjóðbúningur karla og hátíðarbúningur karla. Ásta Ólöf Jónsdóttir er formaður Pilsaþyts í Skagafirði en það félag hefur það að markmiði að efla notkun á ís lenskum þjóðbúningum. Meðfylgjandi er frásögn Ástu af vegferð félagsins við saum á glæsilegum kyrtli sem nú er til sýnis í safnahúsinu á Sauðárkróki.
Íslenskir kvenbúningar
Um 1860 varð mikil breyting á íslensku kvenbúningunum með aðkomu Sigurð ar „málara“ Guðmundssonar. Sigurður þessi var að sjálfsögðu Skagfirðingur, fæddur á Hellulandi í Hegranesi en flutt ist 11 ára að Hofstöðum. Á þessum tíma var mikil umræða á Íslandi hvort kon ur ættu að leggja búningunum og taka upp danska tísku. Sigurður hvatti kon ur til að halda áfram að nota þjóðlega búninga því þannig myndi handverks þekking þeirra fá að njóta sín áfram. Úr þessu varð skautbúningurinn til. Varð hann fljótt gríðarlega vinsæll og ýtti hann gamla faldbúningnum til hliðar. Sigurður varð síðar hugfanginn af hug myndinni um kyrtil. Búning sem byggði á búningum landnámskvenna. Kyrtilinn átti að sauma úr léttari efnum en aðra búninga og jafnvel í litum. Skreytingar áttu líka að vera einfaldari t.d. léttari út saumur.
Kyrtill var fyrst borinn á dansleik 1871 og var fyrst nefndur dansbúningur. Hann varð vinsæll búningur enda þægi legri að dansa í. Kyrtill er heilsniðin ökklasíð flík. Þröng yfir axlir en víkkar niður að faldi. Hann er með ísettum ermum sem víkka fram á við. Einnig er hægt að hafa kyrtilinn tví skiptan, sem er einfaldara þegar þarf að sauma hann í „One size fits all.“
Pilsaþytur
Það var í ágúst 2019 sem við hittumst nokkrar Pilsaþytskonur yfir kaffibolla á Gránu bistro og ræddum málin. Þar var rædd þessi hugmynd sem skotið hafði upp kollinum, að sauma þjóðbúning til notkunar fyrir fjallkonu Skagafjarðar. Það er skemmst frá því að segja að á þessum fundi var ákveðið að láta vaða í verkefnið. Kyrtillinn varð fyrir valinu m.a. vegna þess sem áður var nefnt með „One size fits all“ Sendinefnd var kosin sem send var á fund Hildar í ,,Annríkiþjóðbúningar og skart“ í Hafnarfirði til að velja efni og munstur og fá ráðlegg ingar varðandi þetta allt saman. Einn ig sendum við konur á námskeið hjá henni í að búa til höfuðbúnaðinn og fá leiðsögn með blæjuna. Ási í Annríki var okkur svo innan handar varðandi skartið við búninginn. Hann smíðaði spöngina
fyrir höfuðbúnaðinn og útvegaði okkur næluna og beltið. Beltið mun vera smíð að af Guðmundi Helga Guðnasyni sem var gullsmiður í Reykjavík á síðustu öld.
Saumaskapurinn hefst
Fyrsti saumahittingur var svo mánuði eftir kaffifundinn eða 21. sept ember 2019. Þá vorum við fullar af eldmóði en ákváðum þó að passa okkur á því að hleypa þessu ekki í neitt stress heldur njóta samverunn ar við saumaskap inn, síðar kæmi í ljós hvenær verk efninu lyki. Þetta átti að vera skemmtilegt en ekki kvöð. Ég var náttúru lega svo bjartsýn að ég sá fyrir mér vígslu á búningnum 17. júní 2020. Ég kom þó fljótlega niður á jörðina og hætti að velta þessu fyrir mér. Þessu lyki örugglega einhvern tíma ef ég þekkti mínar konur rétt. Við fengum inni í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju og hittumst vikulega tvo tíma í senn. Góður tími var tekinn í að prófa sig áfram með liti og fleira og svo hófst saumaskapurinn af alvöru. En þá kom Covid. Við tókum góðar pásur þegar Covid fárið var sem mest enda aðstæður okkar margvíslegar og ekki var vit í að vera að umgangast of marga. Fyrir vikið teygðist meira úr verkefninu en ella hefði gert. Þegar leið á árið 2021 fórum við að sjá fram á að
verkefninu færi að ljúka. Haustið 2021 fengum við svo inni í gamla þingsalnum að Aðalgötu 2. (Gamla barnaskólanum) Hildur í Annríki kom svo eina helgi í nóvember og aðstoðaði okkur við að sauma búninginn saman. Við fórum að velta fyrir okkur hvenær og hvernig við ættum að standa að því að frumsýna búninginn. Við urðum fljótlega afskap lega spenntar fyrir því að gera þetta 1. desember og gera það með stæl. 1. desember er mikill hátíðisdagur í okkar huga og höfum við hugsað okkur að halda upp á hann héðan í frá og jafnvel nefna hann dag Pilsaþyts. Og nú skyldi haldin hátíð. Miðgarður pantaður, haft samband við kvennakór og karlakór og undirbúningur hafinn. Og hvað gerðist? Jú mestu samkomutakmarkanir sem um getur riðu yfir svo allt féll þetta um sjálft sig. Og að endingu frestaðist þetta fram í apríl 2022.
Uppáklæddar á dagatölum Allt kostar þetta líka peninga þó svo við höfum gefið alla okkar vinnu við verkið. Við sóttum um styrk til Sveitar félagsins til að koma verkefninu af stað auk þess sem nokkrar félagskonur lögðu fram fjármuni til að hægt væri að byrja. Sveitarfélagið hefur stutt okkur með ráðum og dáð í þessu ferli öllu. Síðan þurfti að grípa til frekari fjármögnunar. Í desember 2019 kom fyrsta dagatalið
Þið munið eflaust eftir því að fyrir all mörgum árum gaf Neisti á Hofsósi út dagatal með fáklæddum félagsmönnum. Við ákváðum strax að ef við ætluðum að selja einhver dagatöl þá væri betra að við værum fullklæddar. Síðan þá höfum við farið víða í myndatökur og prílað á ólíklegustu stöðum í búningunum okkar. Dagatölin eru orðin þrjú og ég reikna með að þau verði fleiri því hver veit hverju við tökum uppá næst. Síðan voru send bréf á fyrirtæki og einstaklinga í Skagafirði þar sem verkefnið var kynnt og beðið um styrki til að framkvæma. Það er skemmst frá því að segja að allt gekk þetta eins og í lygasögu. Fyrirtæki og einstaklingar hafa veitt okkur styrki, keypt af okkur dagatöl og síðan má ekki gleyma þeim sem hafa veitt okkur klapp á bakið og hvatt okkur áfram. Það er ómetanlegt að fá svona góðan meðbyr í verkefni sem þessu.
Kyrtillinn í eigu félagsins Niðurstaða okkar varð svo sú að félag ið á búninginn og ber ábyrgð á honum en gerður verður samningur við Sveitar félagið um notkun búningsins. Sveitar félagið hefur forgang að notkun hans og munu einhverjar félagskonur þá vera til
Samvinnan í fyrirrúmi. Jóhanna Björnsdóttir, Rósa Róarsdóttir
aðstoðar. Fari svo að félagið lognist út af þá fer búningurinn til Byggðasafnsins í Glaumbæ sem myndi þá bera ábyrgð á honum. Búningurinn var til sýnis í Glaumbæ sl. sumar en er nú staðsettur í skáp í safnahúsinu á Sauðárkróki þar sem hann verður til sýnis.
70 saumahittingar Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um tölfræði þá urðu saumahittingar okkar samtals 70. Tveir tímar í senn að lágmarki, stundum meira. Einu sinni
kom fyrir að það mætti bara ein, ann ars voru þetta frá þremur og upp í níu konur sem mættu. Alls hafa 15 konur mætt í þessa saumahittinga. Sumar hafa saumað, aðrar komið að fylgjast með og njóta félagsskaparins. Ekkert verkefni er öðru æðra, hvort heldur sem er að sauma, hella á kaffi, segja sögur, safna peningum eða hvað sem er. En allflestar þessara kvenna eiga spor í búningnum. Þetta hefur verið afskaplega gefandi að taka þátt í þessu verkefni og svona vinna verður seint metin til fjár.
Aðventaner í huga margra tími til að njóta. Heitt súkkulaði með rjóma, jólagjafakaup og samvera með þeim sem okkur þykir vænt um, jólatónleikar og hlaðborð. Við þurfum á þessum tíma að halda. Eyjan okkar litla langt norður í hafi er þannig staðsett að við þráum ljós, þráum birtu og yl á þessum dimmasta tíma ársins. Jólaljósin eru sannarlega kærkomin.
Í trúarlegu samhengi er aðventan, jólafastan tími innri undirbúnings. Stundum er stillt upp sem andstæðum, glysi og glamúr aðventu nútímans og gamla tímans þegar fólk neitaði sér um eitthvað t.d. að borða kjöt og skemmta sér þar til sjálf hátíðin gekk í garð. Það getur verið hollt að líta um öxl og spyrja hvort umbúðir séu á kostnað innihalds ins. Hugsanlega getum við sameinast um að þetta sé meira og minna ágætt hvað með öðru.
Mörg félagasamtök og einstaklingar sýna gjafmildi og umhyggju með þeim sem minnst hafa og mest þurfa einmitt á aðventunni. Það er á strengi gjafmildi, kærleika og umhyggju sem barnið smáa og umkomulausa slær með mildi sinni og fegurð. Guð birtist heiminum í litlu barni á flótta, jaðarsettu og allslausu.
Boðskapur jólanna á alls staðar erindi Ég hef undanfarin misseri þjónað sem fangaprestur. Þjónað þeim sem sannar lega tilheyra þeim jaðarsettu. Fólki sem hefur verið svipt frelsi sínu tímabundið. Í aðdraganda jóla er vert að spyrja: Er hægt að finna helgi jólanna í fangelsi? Við spurningunni er ekkert einfalt svar. Þau ein geta svarað sem það hafa upplif að á eigin skinni og svör þeirra væntan
lega jafn misjöfn og þau eru mörg. Boð skapur jólanna á erindi í fangelsi eins og alls staðar þar sem fólk kýs að koma saman og leita í hefðina, trú og von, en ekki síst leita einhvers sem er svo erfitt að lýsa með orðum. Leita að því sem er heilagt. Fylgja barninu jaðarsetta áfram. Standa við hlið Jesú sem stillir sér alltaf upp við hlið þeirra sem standa höllum fæti. Orð hans og verk vitna um kær leika sem hvorki hefur upphaf né endi, er hluti af eilífðinni. Allt lífið mótaðist af elsku, þrá til þess að lina þjáningu, þjóna og ganga eitt skref í viðbót, sama hvað það kostaði. Boðskapurinn er viðeigandi í ólíkum aðstæðum. Af nægu er að taka. Stundum þarf að huga að grunnþörfum og aðstoða þau sem þurfa húsaskjól, fæði og klæði. Það er líka góð gjöf að gefa af tíma okkar. Hlusta og vera samferða. Sælla er að gefa en þiggja.
Ég er þakklát fyrir að fá að koma með boðskap jólanna í fangelsi og get svarað fyrir mig að ég hef upplifað jólaandann með nýjum áhrifaríkum hætti þegar við komum saman og syngjum „Heims um
ból“ í íþróttasalnum á Litla Hrauni, í matsalnum á Sogni og á bókasafninu á Hólmsheiði. Það snertir viðkvæma strengi í hjartanu og gefur von. Þá sam einumst við heimsbyggðinni og allir múrar hverfa.
Jólakór Litla Hrauns Það eru að koma jól. Síðast liðið sumar fór ég með Önnu Siggu, söngkonu, vin konu minni á Kvíabryggju. Við fórum út í sólina og sungum með þeim sem þar dvelja og starfa. Við sameinuðumst í söngnum, óskalögum sem minntu á sumarið. Í lokin sungum við í keðju söng „Sá ég spóa…“. Hlátur, bros og söngur sameinaði og múrar hurfu. Þetta var einn af fallegustu dögum sumars ins. Kirkjan okkar þann daginn var ein sú fegursta sem ég hef komið í, sjórinn, Kirkjufellið og þetta dýrmæta samfélag. Á heimleiðinni varð til sú hugmynd að stofna jólakór á Litla Hrauni. Anna Sigga kemur og æfir uppáhalds jólalög og sálma.
Söngur sameinar. Boðskapur jólanna er í eðli sínu boðskapur sameiningar. Við erum minnt á, að hvernig sem líf okkar þróast þá fæðumst við öll ósjálfbjarga og þurfum aðstoð til að lifa af. Mikilvægasta nestið er kærleikur, sá kærleikurinn sem felst í að umgangast annað fólk af virð ingu, mæta þeim sem á vegi okkar verða eins og við viljum láta mæta okkur. Að við látum líf og líðan samferðafólksins okkur varða. Minnumst þess að það er oftast niðurstaðan að fleira sameinar en sundrar, ef grannt er skoðað.
Guð gefi þér innihaldsríka aðventu, gleði og frið jólanna.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, fangaprestur
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Vestfirðir eru órjúfanlegur hluti af bæði mér og Íslandi. Vestfirðir eru jafnframt mjög sérstakir samanborið við aðra hluta landsins. Vestfirðir eru elsti hluti Íslands og landslagið ber þess merki. Í stað eldfjalla og hraunbreiða hafa Vestfirðir brattar hlíðar fjarðanna og þverhnípta hamra útvarðanna í vestri og norðri.
Þó að höfundur hafi átt heima á Vest fjörðum nánast allt sitt líf þá eru enn margir staðir eftir til að skoða og upp lifa. Vestfirðirnir eru næstum ótæmandi brunnur af ferðamöguleikum, stuttum og löngum. Á hverju ári hlakka ég til að fara á nýjan stað eða upplifa eitt hvað nýtt. Síðastliðið vor ákváðum við hjónin að fara sem oftast í dagsferðir innan Vestfjarða en samt með það að markmiði að heimsækja að minnsta kosti Unaðsdal og Kaldalón á Snæfjallaströnd og Rauðasand.
Snæfjallaströndin töfrum líkust Dagurinn þegar við fórum á Snæfjalla ströndina var töfrum líkastur. Bjartur frá upphafi til enda og varð heitari eftir því sem á hann leið. Eftir um hálftíma akstur frá malbikuðum þjóðveginum komum við í Kaldalón. Kaldalón er einstakur staður. Þar eru sjávarföllin áberandi og frá lóninu blasir Drangajökull við í allri sinni dýrð. Jökullinn, landslagið, sumar litirnir og lónið gera þennan stað það stórfenglegan að við stóðum sjálf okkur að því að gapa af aðdáun yfir hæglátu sjónarspilinu sem við urðum vitni að og fór fram úr öllum okkar væntingum.
Þegar við komum í Unaðsdal á Snæ
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Mynd: Ágúst Atlason.
fjallaströnd blasti við okkur yndislegur staður með óviðjafnanlegu útsýni. Dal urinn sjálfur er ekki djúpur eða langur en það er bætt upp með nálægð við Drangajökul og stúkusæti við Ísafjarðar djúp. Útsýnið frá Unaðsdal yfir Ísafjarð adjúp og Æðey er einstakt. Það er eins og Ísafjarðardjúp fái á sig nýja mynd þar sem landslagið gjörbreytist frá því sem við erum vön. Þetta var upplifun sem setti mark sitt á okkur Hnífsdælingana þegar við virtum fyrir okkur heima hagana frá nýjum sjónarhóli. Snæfjalla ströndin ber með sér merki þess að þar var mikil byggð á árum áður. Í Unaðsdal er falleg kirkja sem stendur á yndislegum stað við fjöruna og þar er einnig félags heimili og tjaldstæði.
Náttúruperlan Rauðisandur
Næst var stefnan sett á Rauðasand. Rauðasandur hefur verið af mörgum
talin ein mesta náttúruperla Vestfjarða. Hinn einstaki rauði sandur hefur dregið til sín þúsundir ferðamanna á hverju sumri þrátt fyrir að keyra þurfi hlykkj óttan fjallveg. Einhverra hluta vegna höfðum við ekki heimsótt Rauðasand en nú var kominn tími til að bæta úr því og ekki urðum við fyrir vonbrigðum; hvorki með fjallveginn eða rauða sandinn.
Vegurinn frá Patreksfirði til Rauða sands er ekki langur. Mestur hluti vegar ins er þægilegur en þegar farið er niður á við til Rauðasands er vegurinn nokkuð mjór, brattur og krókóttur. Allt þetta er bætt upp þegar neðar er komið og Rauðasandur blasti við í öllu sínu veldi. Margir kílómetrar af rauðum sandi sem teygir sig eftir vík með hamrabelti sitt hvorum megin og þar á milli fjalla hringurinn sem aðskilur Rauðasand frá umheiminum.
Einstakt útsýni á Bolafjalli Í næsta nágrenni Ísafjarðar eru mjög áhugaverðir áfangastaðir þangað sem hægt er að “skreppa” og njóta lífsins þegar veðrið er ómótstæðilegt. Nýlega var settur upp einstakur útsýnispallur á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík. Útsýn ið frá pallinum er stórkostlegt og í góðu skyggni sést vel yfir í Jökulfirði og víðar um Vestfirði. Í sömu ferð er upplagt að koma við í Skálavík. Skálavík er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og við reynum að fara þangað að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri með nesti til að njóta lífsins í fjörunni.
Fyrir 26 árum voru Vestfjarðagöngin tekin í notkun og hafa þau breytt miklu
til góðs fyrir Vestfirði og þá sem ferðast um kjálkann. Göngin leystu af tvo fjall vegi sem voru mjög erfiðir viðureignar. Botnsheiði sem liggur frá Súgandafirði og Breiðadalsheiði liggur frá Önundar firði yfir í Skutulsfjörð. Þó að vegurinn um Breiðadals- og Botnsheiði sé ekki lengur fær bílum þá er þetta einstök göngu-hjóla og hlaupaleið. Á síðasta ári gengum við hjónin eftir Breiðadalsheið
inni frá Önundarfirði og komum niður í Dagverðardal við Skutulsfjörð. Þessi ganga var mikið ævintýri og gaman að ganga í því umhverfi sem var svo mikill farartálmi á sínum tíma.
Fyrir þá sem vilja taka Vestfirði beint í æð alla leið og klífa fjöll þá verður Kald bakur í Dýrafirði að vera ofarlega á list anum. Þetta er hæsta fjall Vestfjarða og er rúmlega þúsund metra hátt. Það er frek
ar auðvelt að ganga megnið af leiðinni þó að vissulega geti það reynt á óvana. Haustið 2021 tók ég þátt hópgöngu á Kaldbak með úrvalsliði frá Ísafirði í til efni af fertugsafmæli mágkonu minnar hennar Salome. Við vorum heppin með veður og dagurinn var ógleymanlegur. Að standa efst á Kaldbak og virða fyrir sér vestfirska landslagið í allar áttir er augnablik sem ég mun eiga alla tíð.
framkvæmdastjóri
„Það er afar misjafnt hvað konur vilja gefa og fá frá FKA enda lífið í köflum og þarfirnar ólíkar. Við erum ólíkar og um landið allt og þess vegna er margt í boði að öllu saman lögðu. Öflugar deildir til sjávar og sveita og nefndir í FKA spila stór hlutverk í að greina þarfir þegar taka á svo enn þéttar utan um hópinn,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, fé lags sem var stofnað í apríl árið 1999 og hét upphaflega Félag kvenna í atvinnu rekstri. „Þetta var útvíkkað með nýju nafni „Félag kvenna í atvinnulífinu“ sem er í dag öflugt tengslanet athafnakvenna og leiðtoga úr öllum greinum atvinnu lífsins úr öllum landsbyggðum, sem vinnur að því að styrkja stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi. Með starfsemi FKA er stuðlað að framþróun í atvinnulífinu og hreyfiaflsverkefni okkar hafa skilað jákvæðum breytingum, umræðu og konum auknum sýnileika sem allt er gert til að jafna stöðu kynjanna og tækifærin í lífinu. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar fyrirmyndir til að máta sig við,“ segir Andrea og bendir á að nú fari senn að líða að árlegri Viðurkenningarhátíð FKA, þar sem þrjár konur eru heiðr aðar í lok janúar og að hinn geysi vinsæli Sýnileikadagur í Arion banka verði aftur á dagskrá svo eitthvað sé nefnt.
„Starf framkvæmdastjóra FKA er ótrú lega fjölbreytt og annasamt. Góðu frétt irnar eru að ég skemmti mér konunglega
enda með einlægan áhuga á fjölbreyti leika og hef ávallt haft mikla unun af að tengja fólk og sjá konur blómstra í leik og starfi. Ég er því í draumastöðu til að styðja, hvetja og vera hurðaopnari hug mynda, samtals og samvinnu sem er svo mikilvæg þegar stórar áskoranir blasa við með fjölmörgum tækifærum sem fylgja“ segir Andrea. Hún segir ávallt stutt í bakslag og stöðnun er kemur að kynjajafnrétti og er sannfærð um að við töpum öll á einsleitni. „Félag kvenna í atvinnulífinu á í stöðugu samtali við at vinnulífið, þjónustar félagskonur og at vinnulífið og hamast við að knýja fram breytingar. Breytingar taka oft á fólk
því það veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Hreyfiaflsverkefni FKA á borð við Landsbyggðaráðstefnu, árlega Viðurkenningahátíð, Fjölmiðlaverk efni FKA, og Jafnvægisvog FKA með stuðningi Forsætisráðuneytisins er gott dæmi um vel heppnaða leið til að vera þetta mikilvæga hreyfiafl í samfélaginu og draga konur fram í dagsljósið með sína mikilvægu þekkingu. Félagið er svo hreystivöllur fyrir félagskonurnar, staður til að hlúa vel að sér þannig að þær geti tekið slatta á kassann í lífinu, sett mörk og látið drauma rætast. Þar kemur fé lagið sterkt inn, því með því að vera fé lagskona ertu bara símtali frá því að leita ráða, spegla þig eða fá vind í seglin hjá næstu konu og mentor-prógramm fé lagsins er t.d. vinsælt,“ segir Andrea stolt af sínum konum. „Töfrar tengslanetsins sem ég verð vitni af í starfinu eru dá samlegir og einlægnin skilar sér í samtali og jafnvel þemu á starfsári eins og FKA Framtíð sem fjallar þetta starfsárið um „Ofurkonuna“ og var með yfirskriftina „NoFilter“ nýverið, fínasta áminning um að við öll höfum eitthvað og engin hefur allt og að lífið er ekki sykurhúðuð Face book færsla,“ segir Andrea sem bendir á að ofurkonan er dauð og mikilvægt sé að setja feðraveldið á líknandi meðferð.
Andrea tók við sem framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA haustið 2019, hún segir yfirgripsmikil
reynsla á sviði stjórnunar hafa komið að góðum notum í fjölbreyttu starfi. „Það sem hefur hjálpað mér líka mikið er út hald og þor því fljótlega eftir að ég tók við starfinu skall heimsfaraldur á og þá þurfti að telja í viðburði oftar en einu sinni og vinna með æðruleysið fyrir og eftir hádegi. Það var ekki hægt að halda áfram að gera hlutina eins og áður vegna sóttvarnareglna og takmarkanna sem ómögulegt var hægt að spá fyrir um á löngum köflum. Því tók það tíma og orku að vera endalaust að skipuleggja og breyta áætlunum. Þá kom víðtæk reynsla sem ég bý yfir á sviði stjórnunar sér afar vel sem ég bý yfir til dæmis með fókus á breytingastjórnun,“ segir Andr ea sem bendir á nokkra viðburði félags ins sem þurfti að koma í annan búning vegna takmarkanna og sóttvarnareglna. „Viðurkenningarhátíðin varð sjónvarps þáttur og gjörningur og táknræn keðja á toppi gígsins í Búrfellsgjá er annað gott dæmi um eftirminnilegan viðburð. Þá gengu félagskonur Búrfellsgjána og beindu kastljósinu að nýrri nefnd, New Icelanders FKA eða Nýir Íslendingar. Þar var sannarlega hægt að vera með metra á milli með góða loftræstingu í takt við sóttvarnarreglur dagsins enda úti í náttúrunni og ekki var verra að vera heilsueflandi á opnunarviðburði og fá alla þessa fjölmiðlaathygli í leiðinni,“ segir Andrea. „Bull og rugl er staðal búnaður í lífinu og þegar ég áttaði mig á því varð allt einfaldara. Þá átti ég auð veldara með að sýna öðrum mildi og með aldrinum get ég dílað nokkuð vel við lífspartýið. Annasömu starfinu líki ég svo við að taka sopa úr brunahana og þá er kostur að ég er í almennu stuði og plumma mig gasalega vel í nýjum áskor unum. Það er mikið að gera og ég er að skemmta mér í leiðinni.“
Sér íslensk útgáfa af mjög algengu vandamáli „Ríkjandi hugmyndir eru oft kynjaðar og má nefna kynjaða verkaskiptingu á heimilinu. Kynjum eru eignaðir ákveðn ir hæfileikar, eiginleikar þannig að við þurfum endalaust að vera að skoða, meta og endurskapa til að tryggja jöfn tækifæri allra kynja og að það sé rétt gefið. Konur þurfa til dæmis að gefa sér leyfi til að eiga sér áhugamál, m.a.s. dýrt áhugamál, konur þurfa að taka frá tíma
fyrir sig, næra sig og setja sig í forgang því það er sannað mál að þriðja vaktin er að buga margar konur þar sem heimilis störf og staða framkvæmdastjóra heim ilisins endar oft hjá konum. Jafnvægið er alltaf svo mikilvægt í öllu sem við gerum bæði í leik og starfi. Félagsaðild í FKA er góður fjárfestingakostur fyrir konur, góð leið til að setja sig á dagskrá og setja sér markmið að mæta til dæmis á þrjá viðburði yfir árið, efla tengslin og láta til sín takast. Upplifun af heimilinu er afar kynbundin, sér íslensk útgáfa af mjög al
gengu vandamáli og ég vona að minnsta kosti að konur séu að skoða sinn kjarna reglulega, hlusta á sinn innri kompás svo þær enda ekki bugaðar og bitrar sem er súrasta blanda sem hugsast getur. Gætið eigin hagsmuna og það er mikilvægt að frelsa öll kyn frá einhverju gefnu, hoppa út úr tvíhyggjunni og standa með mann réttindum, fyrir okkur öll,“ segir Andrea hugsi „Karlar þurfa líka að fá frelsi til að vera alls konar. Jafnrétti fyrir mér er sprelllifandi, frelsandi afl sem gefur og gefur og það fyrir öll kyn.“
Endalaus þörfin að setja konur á dagskrá
Andrea segir að nú sé tækifæri til að víkka út og hleypa fleirum að, stokka spilin upp á nýtt. „Já. Það er tími til að gera breytingar og mikilvægt að nýta tímann vel og vera full tilhlökkunar að ná Heimsmarkmiðum sem er búið að skuldbinda þjóðina til að ná. Muna að jafnréttið kemur ekki að sjálfu sér og jafnréttisræturnar skrælna ef við stönd um ekki vaktina. Pælið í öllum konunum sem ruddu brautina. Við stöndum á öxlum kvenna, einstaklinga sem hafa á undan okkur gert stórkostlega hluti til að byggja á og bara áfram með smjörið. Tala minna og gera meira. Girða fyrir rugl og inn með almennt fjör þannig að
fólk geti lifað sinn tilgang. Það er nóg til – og við eigum öll erindi!“
En af hverju var þörf á félagi eins og þessu? Hefur þörfin breyst í áranna rás? „Félag kvenna í atvinnulífinu hefur verið leiðandi hreyfiafl í rúma tvo áratugi og það ætlum við að vera áfram. Ef þú hringir, sendir póst eða kemur á kontor inn í Húsi atvinnulífsins þar er ég,“ segir Andrea hlæjandi og segist hafa puttann á púlsinum og sé sannfærð um að það sé enn þörf fyrir FKA. „Og kannski því miður. Það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öllum ljóst að forgjöf samfélagshópa er ólík. Þess vegna er þörfin enn til staðar fyrir FKA en auðvitað þurfum við ávallt að vera í þróun. Ég starfa fyrir og með stjórn fé lagsins og formenn sem ég hef unnið með eru afar ólíkar konur sem allar eru að reyna að koma mikilvægum, djörfum og jafnvel sársaukafullar breytingum á dagskrá. Ástæðan fyrir því að við erum að díla við sama kúkinn í viftunni trekk í trekk og sjáum ávallt bakslag og stöðnun ef ekki er rétt haldið á spöðunum er að við erum með nýjar kynslóðir sem geta ekki einu sinni skáldað þessa vitleysu sem blasir við víða. Það er ekki fyrr en fólk rekur sig sjálft á glerþakið svokallaða,
eða hvað sem við köllum þetta, að lífið komi í ljós og þær skorður sem okkur eru settar. Mér er minnistætt þegar ég hlust aði eitt sinn á Þórdísi Kolbrúnu ráðherra þegar hún sagði frá sannfæringu sinni um að kyn skipti ekki máli þangað til að hún komst á ákveðinn aldur. Um leið og hún stefndi hærra þá fékk hún kúlu á hausinn. Glerþak, „bias“ og allt þetta eru fín orð yfir ójöfnuð, bugun, ofbeldi sem við verðum að horfast í augu við og á meðan við lærum ekki af mistökum annarra og þurfum að reka okkur sjálf á sofnum við stundum á verðinum, þegar við höldum að allt sé komið eða í versta falli á réttri leið. Í því sambandi verðum við að muna að það var barist fyrir rétt indum og ekkert fast í hendi. Ég get ekki betur séð en að það sé enn mikil þörf á félagi eins og FKA þegar gagnrýnd fyrir liggjandi þekking í málaflokknum segja að langt sé í land og jafnréttismál mikið öryggismál. Við erum allar að reyna að gera okkar besta bara með ólíka forgjöf og með allan mögulegan bias og kynja kerfi upp um alla veggi er síðan ekkert nóg að segja við konur að gera hitt og þetta. Það er þörf á að breyta samfélag inu en ekki konum og fleiri háskólagráð ur er það sem konur þurfa alls ekki,“ segir Andrea að lokum og hvetur konur að kynna sér FKA. Nánar á www.fka.is
Að þessu sinni er gjaldið á þingið með allt innifalið. Gist verður á hinu fallega Putrajaya Marriot hóteli í Kuala Lumpur.
·
Þinggjaldið og öll þinggögn Ferðir á hótel fram og til baka frá alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur Morgunverðarhlaðborð, hádegismatur, kvöldverðir og kaffitímar. Heilsdagsskoðunarferð með hádegisverði sem að þessu sinni verður um miðbik þingsins
Konunglegt Gala hátíðarkvöld í Konungshöllinni ásamt ferðum Allir ferðamannaskattar og gjöld Val er um að gista í einstaklings- tveggja manna- eða þriggja manna herbergjum.
Skráningargjöld pr. mann með gistingu í átta nætur (komið 17. maí og flogið heim 25. maí. Ath. flug ekki innifalið)
Þriggja manna herbergi = 855 bresk pund (142.511 ISK gengi 9. ágúst 2022) Tveggja manna herbergi = 910 bresk pund (151.678 ISK gengi 9. ágúst 2022)
Einstaklingsherbergi = 1075 bresk pund ( 179.181 ISK gengi 9. ágúst 2022)
*þinggestir eru kvattir til að bóka sér ferðatryggingar sem eru ekki innifaldar í gjaldinu
Athuga að við bókun þarf að gefa upp nafn á herbergisfélögum. Skráningarfrestur er til 31. desember 2022. Skráning fer fram á: https://acww.org.uk/2023-world-conference Velkomið að hafa samband við Jenný á skrifstofu KÍ sem aðstoðar við skráningu.
Malasía er eitt af þeim löndum í Asíu sem minnir okkur hvað mest á hinn vestræna heim, bæði hvað varðar tungumál og lífsstíl. Flestir heimamenn tala ensku frekar vel og er ástæðan líklega sú að Malasía var bresk nýlenda allt til ársins 1957. Landið er þekkt fyrir sínar hvítu strendur og guðdómlega matargerð. Kuala Lumpur er höfuð borg Malasíu og stærsta borg landsins, í daglegu tali er borgin kölluð KL og þar búa um 2 milljónir manna. Þar er blanda af hinu gamla og nýja, mörg hundruð ára gömul hús frá nýlendutímanum og háhýsi byggð úr stáli og gleri standa við hliðina á kínverskum hofum og fallegum moskum. Alþjóðlegt samfélag sem fangar athygli ferðamanna. Borgin hýsir einnig tvíburaturnana Petronal Towers sem eru meðal hæstu bygginga heims, 88 hæðir og 452 metra. KL er þekkt fyrir frábæra möguleika í verslun t.d. kínverska næturmarkaðinn og frábærar verslunarmiðstöðvar. Í borginni er alþjóðaflugvöllur og þaðan fara tengiflug um allan heim.
Putrajaya Marriot hótelið í Kuala Lumpur er fimm stjörnu hótel sem staðsett er 25 mínútum frá miðborginni og 45 mínútum frá alþjóðaflugvellinum. Á hótelinu eru útisundlaug og heilsulind. Þar er úrval veitingastaða, allt frá ekta kínverskri matargeð og klassískum kaffihúsaréttum. IOI City Mall er í nágrenninu og býður hótelið upp á ókeypis skutl á helstu verslunar staði í borginni.
Dagana 19. – 23. september fór fram Evrópuþing ACWW (Associated Country Women of the World - Alþjóðasamband dreifbýliskvenna). Gestgjafar þingsins voru skosku kvennasamtökin SWI (Scottish Women´s Institutes). Yfirskrift þingsins var: Fjölbreytileikinn er okkar styrkur.
Áþingið mættu alls 130 þátttakendur frá 9 löndum. Þar af voru 18 hress ar kvenfélagskonur frá Íslandi ásamt fjórum mökum. Það var ánægjulegt að sjá svo góðan hóp frá Íslandi. Flestar í hópnum höfðu aldrei mætt áður á þing hjá ACWW og voru því spenntar að kynnast starfi samtakanna. Kvenfélaga samband Íslands gerðist aðili að ACWW árið 1981. Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW. Hafa samtökin staðið að mörg um þörfum og merkum málefnum. Eitt þeirra er stuðningur við konur í þróun arríkjum.
Flestir íslensku þátttakendurnir mættu til Glasgow á mánudeginum 19. septem ber og gátu aðeins nýtt daginn til að skoða sig um í Glasgow áður en þingið var sett á þriðjudagsmorgni.
Forseti Skosku kvennasamtakanna (SWI), Anne Kerr opnaði þingið form lega og það var svo John Millar borgar stjóri Glasgow sem bauð þátttakendur velkomna til Glasgow með skemmti legum skoskum hreim sem við frá Ís landi áttum í mesta basli með að skilja, en hann sló greinilega á nokkra létta strengi þar sem þær skosku skemmtu sér vel í hans ávarpi. Það var svo Afrodita Roman Evrópuforseti sem tók við og kynnti til sögunnar Magdie de Kock for seta ACWW sem flutti ávarp til þingsins í myndbandi.
Að lokinni setningarathöfn tók til máls fyrsti gestafyrirlesarinn Daniel Adams,
framkvæmdastjóri Mary´s Meals. En Mary´s Meals eru góðgerðarsamtök sem stofnuð voru formlega árið 2002 af Magnus MacFarlane-Barrow sem hafði árið 1992 hætt í vinnu sinni til að keyra með hjálpargögn frá Skotlandi til Bosníu þegar þar var stríðsástand. Það var svo árið 2002, þegar Magnus var í hjálparferð í Malaví í Suðaustur Afríku, að hann upplifði merkilegt augnablik er hann hitti Edward, 14 ára dreng sem var elstur af sex systkinum en móðir þeirra var að deyja úr alnæmi. Eina ósk og von Edwards var að fá nóg að borða og fá að ganga í skóla. Það var þessi upplifun Magnusar sem varð til þess að Mary´s Meals var stofnað. Í upphafi nutu 200 skólabörn á Malaví þess að fá heita mál tíð frá Mary´s Meals. Í dag fæða sam tökin tvær milljónir barna á hverjum skóladegi. Mary’s Meals er einföld hug mynd sem virkar. Dagleg máltíð í skól anum hefur jákvæð áhrif á innritun, mætingu og frammistöðu barna í skól anum og gæti jafnvel verið lykillinn að því að útrýma hungri barna með öllu. Meðalkostnaður á heimsvísu við að fæða barn í heilt skólaár með Mary’s Meals er aðeins £15,90 / €18,30 / $21.
Að loknu erindinu um Mary´s Meals voru skýrslur nefnda ACWW fluttar.
Eftir hádegið á þessum fyrsta þingdegi var boðið upp á tvær vinnustofur. Sýnt var hvernig hægt er að gera ýmsa skraut muni og skart úr endurunnu efni meðal annars þessar sætu dúllur sem sjá má hér
að ofan og fallegar blómanælur úr not uðum Nespresso hylkjum. Ein slík næla var í ráðstefnugögnum hjá öllum þátt takendum.
Hin vinnustofan bauð upp á kynningu á „The Great Tapestry of Scotland“. En þetta risastóra veggteppi er eitt stærsta samfélagslistaverkefni heims, handsaum að af um 1.000 manns víðsvegar um Skotland. Verkið er gert úr 160 hörsp jöldum og 300 mílum af ull. Teppið er í allt 143 metrar. Teppið sjálft segir sögu Skotlands, arfleifð og menningu - frá landmyndun landsins milljónum ára fyrir Krist og allt til ársins 2013 þegar síðasta spjaldið var fullbúið. Veggteppið er nú til frambúðar í eigin sér byggðu galleríi og gestamiðstöð í bænum Galas hiels við skosku landamærin. Þátttak endur í vinnustofunni fengu að spreyta sig á svipuðum saumaskap.
Næsti fyrirlesari á þessum fyrsta degi
Frá vinstri: Helga Guðmundsdóttir fyrrum forseti KÍ (sitjandi), Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ, Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Kvenfélaginu Iðunni Eyjafjarðarsveit, Dagný Hildur Þorgeirsdóttir frá Kvenfélaginu Einingu Skagaströnd, Árný Ósk Hálfdánardóttir frá Einingu Skagaströnd, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, Jóhanna Bára Þórisdóttir frá Iðunni Eyjafjarðarsveit, Unnur Ósk Kristjónsdóttir frá Kvenfélaginu Eyrarbakka, Lena Jónsdóttir gjald keri KÍ og Guðný Rannveig Reynisdóttir frá Kvenfélaginu Eyrarbakka, Sitjandi frá vinstri: Björg Bjarnadóttir frá Kvenfélaginu Vonin Blönduósi, Mjöll Einars dóttir Kvenfélagi Selfoss, Eyrún Olsen Kvenfélagi Selfoss, Þuríður Jóna Schiöth Iðunni Eyjafjarðarsveit, Hrönn Arnheiður Björnsdóttir Iðunni Eyjafjarðarsveit og Ásta Heiðrún Stefánsdóttir Iðunni Eyjafjarðarsveit. Á myndina vantar: Guðnýju Nönnu Þórsdóttur og Elínu Ósk Ómarsdóttur báðar frá Einingu Skagaströnd. (ljósm. Alan Photography)
þingsins var Aneela McKenna. Hún hef ur starfað sem jafnréttis-, fjölbreytileika-, nám án aðgreiningar (EDI) þjálfari í yfir 20 ár. Hún starfar með fyrirtækjum og stofnunum við að þróa starfshætti án að greiningar þar sem allir geta lagt sitt af mörkum og tekið þátt. Hún sérhæfir sig í hönnun sérsniðinna þjálfunarleiða og nýstárlegum lausnum til að draga fram fjölbreytt sjónarmið, nýjar hugmyndir og ferska hugsun.
Næsta atriði var tískusýning á not uðum flíkum sem ACWW hafði fengið gefins og voru þær seldar á þinginu til styrktar starfi ACWW.
Þingdagskránni á þriðjudegi lauk svo með því að úrslit voru kynnt í samkeppni sem hafði verið kynnt í aðdraganda þingsins, en þátttakendur voru beðnir um að koma með heimagerða hluti sem boðnir voru upp til styrktar ACWW. Þetta voru heimagerð pennaveski og armbönd. Dómnefnd valdi svo bestu hlutina. Þannig vildi til að Heiðrún Ásta Stefánsdóttir frá Kvenfélaginu Iðunni í Eyjafjarðarsveit tók með sér á þingið
armband sem lenti í 5. sæti en það var vinkona hennar Nína Mikaelsdóttir sem hafði hannað og prjónað armbandið.
Um kvöldið var boðið upp á skoskt skemmtikvöld. Meðal annars söng
skoskur kvennakór nokkur lög, skoskar stúlkur dönsuðu i skotapilsum með miklum tilþrifum og auðvitað var spilað á sekkjapípur og Haggis borin fram að skoskum sið.
Armband hannað af Ninu Mikaelsdóttur sem Heiðrún Ásta Stefánsdóttir mætti með á þingið og lenti í 5. sæti.
Mercy ships Miðvikudagurinn 21. september var jafn þéttur af dagskrá. Byrjað var á að fara yfir 90 ára sögu ACWW í ansi löngu er indi. Því næst var boðið upp á fyrirlestur um Mercy ships UK sem Sandra Camp bell flutti, hún er skoskur hjúkrunarfræð ingur á eftirlaunum sem hefur starfað sem sjálfboðaliði í tvo mánuði ár hvert í nokkur ár á skipum Mercy ships. Mercy Ships eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem reka stærstu óopinberu sjúkrahúss kip í heimi, sem veita mannúðaraðstoð eins og ókeypis heilsugæslu og ókeypis skurðaðgerðir í fullkomnum skurð stofum sem eru um borð í skipunum. Samtökin vinna einnig að samfélags þróunarverkefnum, aðstoða við geðheil brigðisáætlanir, landbúnaðarverkefni og líknandi umönnun fyrir deyjandi
sjúklinga auk þess sem þau veita mikil væga heilbrigðisfræðslu til þeirra sam félaga sem þau heimsækja. Mercy Ships hefur starfað í meira en 57 þróunar ríkjum og 18 þróuðum ríkjum um allan heim, með áherslu á lönd Afríku og hafa heimsótt yfir 594 hafnir. Sjálfboðaliðar á skipunum veita þjónustuna og hafa framkvæmt meira en 105.500 ókeypis skurðaðgerðir, meðhöndla margs konar vandamál, þar á meðal skarð í vör og gómi, bogna fætur (genu varum), bruna sár og brunaör, tannvandamál og við gerðir á fæðingarfistlum vegna meiðsla sem hlotist hafa í fæðingu. Margir þess ara kvilla eru mjög alvarlegir vegna þess að sjúklingar hafa áður haft lítinn að gang að læknishjálp. Að auki hefur fólk með afskræmandi sjúkdóma oft verið sniðgengið af samfélögum sínum, þann ig að læknismeðferð frá Mercy Ships getur einnig hjálpað til við að draga úr
fordómum og einangrun sjúklinganna í sínum samfélögum. Virkilega áhugavert erindi um merkilegt verkefni.
Forseti KÍ flutti skýrslu um starf sambandsins síðastliðin ár
Að loknu erindinu um Mercy Ships voru fluttar skýrslur frá tveimur að ildarlöndum og var það Dagmar Elín
Sigurðardóttir, forseti Kvenfélagasam bands Íslands, sem flutti skýrslu Íslands og fór yfir starf sambandsins síðastliðin ár. Skýrslunni var vel tekið en hún var flutt í bæði máli og myndum. Það var klappað mikið í salnum þegar Dag mar sagði frá því hversu mikið fé kven félögin hefðu gefið til samfélagsins árin 2018 – 2021. Einnig vakti mikla athygli söfnunin sem fór fram vegna 90 ára af mælis KÍ. Íslensku þátttakendurnir voru ánægðir með sína konu, sem flutti skýrsl una innan tímamarka og var með lifandi slæðukynningu.
Síðdegis á miðvikudeginum var svo aftur boðið upp á vinnustofurnar og um kvöldið var skemmtikvöld þar sem konur frá Rúmeníu og Lettlandi skemmtu með söng og ljóðalestri.
Skoðunarferð um skoskar sveitir Á síðasta degi þingsins á fimmtudegi var þátttakendum boðið upp á skoðunarferð í rútum um sveitir Skotlands. Hópunum var skipt í fjórar rútur. Fyrir hádegið var Burrell safnið heimsótt. „The Burrell Collection“ er umfangsmikið listasafn sem geymir hluti sem keyptir voru yfir mörg ár af Sir William Burrell, auðugum
siglingamanni og listasafnara í Glasgow, og konu hans Constance, Lady Burrell, sem síðan gáfu allt safnið sitt til Glas gowborgar árið 1944. Sir William Bur rell (1861–1958) var fæddur og uppalinn í Glasgow. Hann gekk til liðs við föður sinn og bróður í fjölskyldufyrirtækinu sem útgerðarmaður og með snjöllum fjárfestingum græddi hann stórfé. Þetta gerði honum kleift að stunda ævistarf sitt - að safna listum og fornminjum. 9.000 hlutir á safninu mynda „The Burrell Collection“. Meðal hápunkta má nefna eitt mikilvægasta safn kínverskrar listar í Bretlandi, miðaldagripi, þar á meðal litað gler, vopn og brynjur, yfir 200 vegg teppi sem eru meðal þeirra bestu í heim inum, og málverk eftir þekkta franska listamenn, þar á meðal Manet, Cezanne og Degas. Samkvæmt sérstökum óskum Burrells átti safnið að vera til húsa þar sem fólk gæti metið listina í sveitaum hverfi. Eftir margra ára leit að hent ugum stað var opnun safnsins árið 1983
tekið með miklu lofi gagnrýnenda og almennings. Þetta stórkostlega safn er í sér byggðu húsnæði umkringt fallegum garði og er í hópi merkustu borgarasafna í Bretlandi.
Í hádeginu buðu konur í kvenfélaginu í Ayrshire til hádegisverðar. En Ayrs hire er sýslan þar sem þjóðarskáld og þjóðarstolt Skota var fæddur, en það var einmitt fæðingarstaður hans sem var næsti viðkomustaður. Byrjað var á að skoða litla sveitabæinn þar sem Robert Burns fæddist árið 1757 og eyddi fyrstu árum lífs síns. Síðan var haldið á Robert Burns safnið sem hýsir meira en 5000 af gripum Burns meðal annars handskrifuð handrit hans. Skotar, afkomendur þeirra um heiminn og aðrir sem kunna að meta skoska menningararfleifð, minnast þjóð skáldsins með því að borða saman skosk an mat og flytja ódauðleg kvæði og lög sem hann samdi á Burns-kvöldi („Burns supper“) sem næst fæðingardeginum hans. Kvæði hans um þjóðarrétt Skota,
„haggis“, er einna þekktast. Haggis er líkt og íslenska slátrið borinn fram með kartöflustöppu og rófustöppu, ásamt dá litlu af þjóðardrykknum, viskí, sem þýðir „vatn lífsins“ á gelísku máli. Þekktasta kvæði Burns á Íslandi er eflaust „Auld lang syne“, sem í íslenskri þýðingu nefn ist „Hin gömlu kynni“. Kvæðið og lagið sem Burns samdi við það upp úr gömlu skosku þjóðlagi er þekkt um víða veröld. Nokkur kvæða Roberts Burns eru til á íslensku.
Evrópuþinginu lauk svo með há tíðarkvöldverði þar sem boðið var upp á tónlist frá kvennabandinu The Rural Revellers og að loknum kvöldverði var boðið upp á danskennslu í skoskum þjóðdönsum og nýttu margar konur sér tækifærið og sveifluðust um dansgólfið í skoskum takti. Íslendingarnir á svæðinu voru engin undantekning.
Næsta þing ACWW er heimsþing sem haldið verður í Kúala Lúmpur í Malasíu í maí 2023.
Þó svo hinni íslensku sláturtíð sé nú formlega lokið þá ákvað sú sem þetta skrifar að gefa lesendum Húsfreyjunnar að þessu sinni uppskriftir af hefðbundnum réttum sem bornir eru fram á Burns kvöldverðum. Svo mikil voru áhrif þess að heimsækja Glasgow í Skotlandi með góðum hópi íslenskra kvenfélagskvenna. Það voru konur í Skosku kvennasamtökunum sem aðstoðuðu við uppskriftirnar. Eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu vorum við staddar á heimaslóðum Robert Burns, þjóðarskálds Skota. En það var hann sem samdi kvæðið um Haggis, sem alltaf er flutt á „Burns supper“ þar sem skáldið og Haggis keppurinn er lofaður á kvöldverði í kringum fæðingardag hans 25. janúar.
Edinborgarfélagið hefur verið starf rækt á Íslandi frá árinu 1977 og hélt sinn fyrsta „Burns supper“ í Stúd entakjallaranum í janúar 1978. Hefur það verið hefð hjá félaginu að að fagna afmælisdegi Burns á hverju ári síðan. Þjóðarhefð í Skotlandi, líkt og þorrablót in okkar hér á landi, þó tilefnið sé ekki það sama. Á Íslandi borðum við þorra mat, þar á meðal slátur og í Skotlandi er Haggis borinn fram og keppnum sjálfum jafnan gert hátt undir höfði. Á íslenskum þorrablótum er sungið minni karla og kvenna en á „Burns supper“ er flutt ávarp til kvenna (Address to the Lassies) og svar kvenna til karla (Reply to the Laddies).
Á nær öllum Burns kvöldverðum er spilað á sekkjapípu og alltaf er ávarp til Haggis keppsins flutt. Þá standa allir gestir upp á meðan kokkurinn ber inn keppinn á stóru fati meðan spilað er á sekkjapípu. Þegar Haggis keppurinn er komin á borðið er það veislustjórinn eða annar gestur sem flytur ávarpið til Haggis keppisins. Kvæði sem Ro bert Burns samdi. Allir Skotar þekkja kvæðið og þykir vænt um það, margir kunna það utanbókar. Reynir Tómas Geirsson læknir, sem dvaldi lengi í Skot landi, þýddi kvæðið um Haggis keppinn yfir á íslensku. Læt það fylgja hérna til
gamans í þýðingu Reynis. Kvæðið er ein af bókmenntagersemum Skota, vegna þess að það hljómar svo vel í tungutaki skoskunnar og vekur gleði og tilhlökkun rétt áður en snæða skal innihald haggiskeppsins.
Ávarp til kvenna var upphaflega stutt ávarp sem karlkyns gestur flutti til að þakka konunum sem höfðu undir búið máltíðina. Hins vegar er það nú mun víðtækara og nær almennt yfir sýn karlmanna á konur. Það er venjulega skemmtilegt og ekki móðgandi, sérstak lega þar sem því verður fylgt eftir með svari frá viðkomandi „konum“. Karlarn ir drekka svo skál fyrir heilsu kvennanna.
Svar kvennanna er stundum (og gam ansamlega) kallað „Toast to the Lad dies”. Kvenkyns gestur segir þá skoðanir sínar á karlmönnum og svarar þeim at riðum sem karlarnir höfðu sett fram í sínu ávarpi til kvennanna. Eins og fyrri ræðan ætti hún að vera skemmtileg en ekki móðgandi. Oft hafa þessir tveir ræðumenn talað sig saman til að báðar ræður fléttist skemmtilega saman.
Sú sem þetta skrifar var svo heppin fyrir nokkrum árum að vera boðið á hefðbundinn Burns Supper í Edinborg og það kvöld gleymist seint. Á Burns hátíðarkvöldverðum er oftast borin fram hefðbundin skosk súpa „Cock-a-Leekie“, Haggis er oft í dag borin fram sem smá réttur í veislum og svo er borin fram ein hverskonar kjötréttur. Síðan kemur eftir rétturinn, oft eitthvað mjög skoskt. Gef hér uppskrift af Cranachan sem er léttur
einfaldur dessert sem borinn er fram í glösum.
En byrjum á uppskrift af afar hefð bundnum forrétti á Burns Supper, kjúklinga- og blaðlaukssúpu eða „Cocka-Leekie Soup“
Kjúklinga- og blaðlaukssúpa Uppskrift fyrir 4-6
Lítill heill kjúklingur 4 stórir blaðlaukar 4 stórar gulrætur 2 sellerístangir 2 lárviðarlauf 1 laukur ef vill 120 g langkorna hrísgrjón Salt og hvítur pipar 2,5 lítrar af köldu vatni (u.þ.b.) Handfylli af þurrkuðum sveskjum ef vill
Aðferð: Saxið grænu hlutana af blaðlauknum og setjið í botninn á potti, setjið kjúklinginn ofan á. Sellerístöngum, gulrótum, lauk og lárviðarlaufum er svo raðað í kringum kjúklinginn. Bætið ríflegu magni af salti og hvítum pipar út í.
Hellið köldu vatni yfir (það ætti að hylja kjúklinginn svo þú gætir þurft að nota að eins meira eða minna en tilgreint er).
Setjið lok á og látið suðuna koma upp, lækkið síðan og leyfið að malla í um það bil eina klukkustund, þar til safinn rennur út þegar þú ýtir hníf í kjúklinginn, eða kjúklingurinn er að detta af beinum.
Á meðan; skerið hvíta hlutann af blað lauknum niður. Skerið gulræturnar tvær sem eftir eru í litla bita. Notaðu skeið til að fjarlægja hluta af fitunni sem flýtur ofan á vatninu.
Fjarlægðu kjúklinginn (einfaldasta leiðin er að setja í sigti yfir skál til að safna aukavökva, hella svo vökvanum aftur í pottinn) og setjið kjúklinginn til hliðar til að kæla hann aðeins.
Takið úr pottinum græna hluta blað lauksins, laukinn, selleríið og gulræturnar. Bætið nú út í pottinn hvíta hlutanum af blaðlauknum og gulrótinni og eldið í 10 mínútur.
Bætið hrísgrjónunum út í og látið malla í 15 mínútur til viðbótar þar til hrís grjónin eru soðin.
Á meðan er tíminn nýttur í að taka kjúklinginn af beinum og tæta í sundur. Hendið beinum.
Smakkið soðið til og bætið við meira salti og pipar ef þarf eða látið malla lengur og leyfið því að sjóða niður til að styrkja bragðið.
Bætið nú rifna kjúklingnum aftur út í og hitið í nokkrar mínútur.
Setjið í skál og stráið nokkrum söxuð um, þurrkuðum sveskjum yfir og berið svo fram.
Súpan geymist í 3-4 daga í kæli. Gætir þurft að bæta við smá vatni við upphitun ef hún hefur þykknað vegna hrísgrjón anna.
Haggís – þjóðarréttur Skota
Haggis keppur lítur kannski ekki aðlað andi út við fyrstu sýn, en bætir upp út litið með ríkulegu, kjötmiklu bragði sem sumir lýsa sem jarðbundnu og hnetu kenndu. Í grundvallaratriðum er haggis bragðmikill fylltur keppur sem er útbú inn með kjöti (innmat), haframjöli, lauk, mör, salti og pipar og fleiri kryddjurtum. Innmaturinn er - hjarta, lungu og lifur og stundum þind og nýru. Haggis er venjulega settur í kindavömb eins og slátrið okkar, stundum í nautavömb en er í dag stundum skipt út fyrir gervi pyl suhúð. Áður en haggis er borinn fram er hann settur yfir á disk, þerraður og skor inn með beittum hníf, svo fyllingin vellur út. Litur fyllingarinnar getur verið allt frá ljósbrúnum að næstum svörtum, allt eftir hlutfalli notaðra hráefna. Hefð er að haggis sé borin fram með maukuðum rófum og kartöflum og glasi af skosku viskíi. Haggis er ekki svo ólíkur íslensku lifrarpylsunni en mun bragðmeiri, enda ýmis krydd notuð og hann miklu lausari í sér.
Uppskrift:
Kinda- eða nauta vambir 1,4 kg innmatur; hjarta, lungu og lifur (oft er líka þindin og nýrun notuð)
500 gr lamba eða nautakjöt fínt að nota afskurð (ef maður vill vera fínn á því, má sleppa)
4- 5 meðalstórir laukar
500 gr haframjöl létt ristað 200 gr mör (lambafita)
4 msk af fínu salti
2 msk malaður pipar
Rósmarín
Salvía
Timían
Cayenne pipar fyrir þá sem vilja sinn kepp vel bragðmikinn. Söxuð steinselja, til skrauts
Aðferð: Setjið innmatinn í stóran pott af ósölt uðu vatni. Látið malla varlega í tvær klukkustundir þar til innmaturinn er meyr. Takið af hitanum og látið kólna yfir nótt í vatninu sem soðið var í. Daginn eftir, sigtið og geymið soðið. Saxið kjötið smátt, setjið það yfir í stóra skál og kryddið með salti, möluðum hvítum pipar, rósmarín, salvíu og timían og Cayenne pipar ef vill.
Saxið laukinn og ristið haframjölið létt (til dæmis í ofnskúffu). Blandið saman við kryddað kjötið. Bætið saxaðri mörinni og hálfum lítra af soði saman við og blandið allt vel saman.
Fyllið vömbina af kjötblöndunni svo hún verði hálffull. Notið sterkan þráð til að sauma hana saman og gerið nokkur göt með prjóni eða gaffli, svo keppirnir springi ekki við eldun.
Eldið haggis keppina í 3 klukkustundir í sjóðandi vatni. Ef nauðsyn krefur, bætið við meira vatni á meðan á eldun stendur, þannig að keppirnir séu allir ofan i vatni
Eftir að haggisið hefur verið soðið, færið það á disk, skerið það opið og skreytið með saxaðri steinselju. Athugið
að haggis er miklu lausara í sér en slátrið okkar og því ekki hægt að skera það í sneiðar. Innvolsið úr keppnum er borið fram heitt með kartöflumús og rófus töppu.
Cranachan – ekta skoskur eftirréttur
Hindber í rjóma bragðbætt með hun angi, viskíi og ristuðu haframjöli - hvað gæti verið ljúffengara?
Uppskrift: 2 msk miðlungs fínt haframjöl 300 g fersk hindber smá flórsykur 350 ml þeyttur rjómi 2 msk hunang 2-3 msk viskí, eftir smekk
Aðferð: Haframjölið er ristað í ofni á bökunar plötu þar til það gefur af sér hnetu kennda lykt. Það dökknar ekki mjög fljótt, svo notið lyktarskynið til að segja umhvenær það er nógu hnetukennt. Kælið haframjölið.
Gerið hindberjamauk með því að merja helming ávaxtanna og sigta. Blandið við smá flórsykri eftir smekk. Stífþeytið rjómann og hrærið hunanginu og viskíinu saman við. Reynið að þeyta ekki rjómann of mikið. Smakkið blönd una og bætið við meira af hvoru tveggja ef þörf er á.
Hrærið haframjölinu saman við og þeytið létt þar til blandan er rétt stíf. Setjið í falleg glös og setjið í lög af rjóma og hindberjamauki og afganginn af heilu hindberjunum. Þessi uppskrift dugar í 4 glös. Látið kólna aðeins áður en borið er fram.
Þér heill, þú andlit heiðvirt, sætt, höfðingi af keppaætt! Stendur fremst af innmat öllum, vömb, keppur og laki: þér fagna hjörtu› í koti› og höllum, með lófataki!
Trogsins íhvolf svignar, sveigist, ítursperrtum lendum beygist, sem heiðabrún er sýnin snögg; svo bjargráð merla.
En gegndræp húð af fitudögg sem rafaperla.
Með hreinum brandi höggvum skjótt, holskurð leggjum, gráðugt, ótt, nú innstu, bestu gæðagnótt, skal góma’ að bragði, ó, sú sjón og angan heit að vitum lagði!
Nú toga hendur, teygir hnífur, tak fyrst, hver af öðrum þrífur, uns bumbur bólgnar meir ei lesta, – í iðrum drynur!
Og Guðmann gamli, nær að bresta, „guðlaun“ rymur.
Vill nokkur franska stöppu’ og stúf, steiktan olíuógeðs kúf, af kjötkássu er viðbjóð vekur?
Ei fúlsar líka, nasir fitjar, né koll sinn skekur við máltíð slíka!
Æ, ræfilstuskan með sitt tros, tötralegur með feyskið bros, hans mjónuskanka sem svipuól, að sjá þann lúsarsvein; dugar ei til dáða, er fól, ó, hvílíkt mein!
Bóndans heyr þá hreysti hljóma, á harðri grundu fóttak óma, í hnefa bjartan kutans hvin!
Hann bregður brandi og blóðgar, ristir, hverja sin, sem blómknapp grandi.
Þér öfl sem ráðið auðnu manna og ætíð skammtið fæðu sanna, Skotland vill ei vatnssull milli tanna, né kryddlaust kál og hrís. En ef þér, guðir, girnist lof og prís, gefið oss haggís!
Reynir Tómas Geirsson læknir sem dvaldi lengi í Skotlandi þýddi.
Jenný Jóakimsdóttir tók saman með ábendingum frá Skosku kvennasamtök unum (SWI).
Smásagan er að þessu sinni eftir Stein unni Lilju Emilsdóttur. Steinunn fæddist árið 1983 og ólst upp í Garðabæ en býr nú í Reykjavík ásamt fimm ára syni sínum. Steinunn er með BA-gráðu í guðfræði, aðra í myndlist og MA-gráðu í ritlist. Hún starfar sem umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar og vinnur auk þess í Bókasafni Mosfellsbæjar. Steinunn er himinlifandi yfir því að saga eftir hana birtist í Húsfreyjunni því þetta er uppá haldstímarit móður hennar.
Steinunn hafði einkunnarorð Hús freyjunnar, jákvæð og hvetjandi, í huga þegar hún samdi söguna Áfram nú. Hún trúir því ákaft að tiltekt í nærumhverfi
hreinsi til í sálinni og vildi koma því að í þessari sögu. Sagan fjallar einnig um mikilvægi þess að hunsa ekki sköpunar kraftinn og listhneigðina sem býr innra með manni. Það skiptir engu þótt list hafi ekki verið stór þáttur í lífinu fram að þessu, sköpunargleðin getur legið í dvala í áratugi án þess að bera skaða af. Einnig vildi Steinunn að í sögunni kæmi fram hvatning til að deila listsköpun með öðrum, hvort sem það er með vinum eða með því að sækja um sýningarhald eða birtingu. Ein af lífsskoðunum Stein unnar er að list er ekki fullkomnuð fyrr en henni hefur verið deilt með öðrum.
Þótt dagarnir væru langir höfðu árin verið fljót að líða. Hún átti bágt með að trúa að það væru tvö ár síðan Kristján dó. Enn sagði hún stundum við sjálfa sig „þetta verð ég að segja Kristjáni“ og fyrsta hugsun þegar síminn hringdi var oft „þarna hringir Kristján“. Hún fór jafnvel stundum á kórtónleika því hann hafði haft gaman af slíku.
Allir hlutirnir sem Kristján hafði átt voru enn á sínum stað þótt hún gerði sér grein fyrir að það væri svolítið undarlegt svona löngu eftir andlátið. Hún var hætt að bjóða vinkonum sínum í heimsókn því hún sá á svip þeirra að þeim fannst þetta skrítið og óeðlilegt. Þess vegna hafði hún undanfarið valið að hitta þær frekar á kaffihúsi eða veitingastað.
Einn daginn kom hún heim úr viku langri sumarbústaðarferð með vinkon unum. Þegar hún opnaði útidyrnar sá hún húsið sitt í allt öðru ljósi. Fjarlægðin sem ferðin hafði veitt var ekki mikil í tíma eða rúmi en nóg til að brjóta upp daglegu rútínuna og hún sá nú heimili sitt með gestsaugum.
Alls staðar var kraðak. Í hverri hillu og gluggakistu voru ótal styttur, kertastjakar og blómavasar. Veggirnir voru þaktir inn römmuðum myndum og út um allt voru kommóður sem voru troðfullar af dóti. Anddyrið var hlaðið skóm og útifatnaði, gömul dagblöð lágu á víð og dreif og á hinum ótrúlegustu stöðum voru töskur og fjölnota pokar sem í leyndust nýleg innkaup, bækur, blússur, varalitir og ann að, sem hún var strax búin að gleyma að hafa keypt. Það þyrmdi yfir hana og helst hefði hún viljað sleppa því að fara inn.
Það var kominn tími til að losa sig við dót. Hún vildi ekki henda öllu beint í gám eins og hún hafði heyrt að fólk gerði. Hún ætlaði að gefa sér tíma og gera þetta í litlum, viðráðanlegum skrefum. Hún ætlaði að gera þetta á sinn hátt.
Næstu daga og vikur setti hún sér verk efni, að fara yfir örlítinn hluta af dótinu og meta hverju hún vildi halda og hverju mætti henda eða gefa. Hún fór yfir eina skúffu í kommóðu einn daginn og eina hillu í fataskápnum hinn daginn. Verkið gekk hægt og fyrst um sinn var enginn sjáanlegur árangur.
Það kom henni á óvart hvað henni
tókst að koma mörgu aftur í umferð. Nytjamarkaðir vildu ólmir taka við gömlum gleraugum. Leikskólinn í næstu götu þáði allt gamla föndurefnið sem hún hafði ekki snert í áratug. Bókasafnið vildi glæpasagnakiljurnar til að skipta út fyrir sín útjöskuðu eintök. Landsbóka safnið vildi 150 ára gömlu bækurnar sem þau Kristján höfðu erft frá forfeðrum sínum og ekki tímt að henda. Skýli fyrir heimilislausa fékk teppi, sængurver og handklæði. Barnabarn einnar vinkon unnar var alsælt að fá saumavélina.
Svo einn daginn fann hún stóran skó kassa lengst inni í horni í einum efri skáp. Þegar hún opnaði hann blasti við henni haugur af gömlum ljósmyndum. Þetta voru myndir sem þau Kristján höfðu tekið í gegnum árin en þóttu ekki nógu vel heppnaðar til að setja í albúm. Henni hafði þótt óþægilegt að henda ljósmynd um á sínum tíma enda búið að borga fyrir framköllun á þeim. Hún skoðaði hverja einustu mynd og brosti með sjálfri sér. Í bakgrunni mátti gjarnan sjá gamla bíla, teppalögð gólf og áberandi vegg fóður. Sumar myndirnar voru af stöðum sem nú voru gjörbreyttir. Sumar af fólki sem nú var látið.
Þótt myndirnar hefðu ekki talist nógu góðar á sínum tíma þá sá hún strax að í þeim bjó mikil fegurð. Henni þótti vænt um þær og gat ekki hugsað sér að henda þeim eða setja aftur upp í skáp þar sem þær myndu gleymast og fara í ruslið eftir hennar dag. Hún setti skókassann á borðstofuborðið og ákvað að bíða aðeins með að ákveða örlög hans.
Smám saman fann hún fleiri myndir. Þær voru út um allt hús. Sumum hafði verið stungið ofan í skúffur og lágu þar á botninum, aðrar voru inni í bókum og höfðu verið notaðar sem bókamerki. Á bak við vínilplöturnar var annar smærri kassi með myndum frá hinum ýmsu utanlandsferðum.
Hún hélt áfram sinni hægu yfirferð á innbúinu og ljósmyndabunkinn á borð stofuborðinu hélt áfram að stækka. Hún fann hvernig myndirnar toguðu í hana. Á kvöldin sat hún oft löngum stundum og skoðaði þær og flokkaði. Sumar myndirnar voru ekkert svo slæmar ef hún klippti þær aðeins til. Hún fór að dunda sér við að klippa í burtu það sem
hún taldi vera lýti á myndunum. Smám saman varð hún frakkari með skærin og fór að klippa eftir útlínum fólks og hluta. Hún raðaði ljósmyndabútunum saman eftir tilfinningu og innsæi svo úr urðu hinar skemmtilegustu samsetningar. Ef hún var sérstaklega ánægð með út komuna tímdi hún ekki að ganga frá öllu aftur og límdi því bútana niður á stórt karton svo úr varð klippimynd.
Hún gerði hlé á tiltekt og grisjun og fór að eyða löngum stundum við borð stofuborðið að búa til klippimyndir. Hún bætti við þær pennastrikum í ýmsum lit um svo úr urðu lifandi listaverk. Áður en hún vissi af var kominn veglegur bunki af klippimyndum sem hún var nokkuð ánægð með. Vinkonurnar vissu af þessu nýja áhugamáli hennar og vildu ólmar fá að sjá afraksturinn. Hún var í fyrstu feimin en lét svo undan og sýndi þeim nokkur verk. Þær voru stórhrifnar og þótt hún ætti erfitt með að taka hrósi þá þótti henni vænt um það og varð sífellt ánægðari með sjálfa sig fyrir framtakið.
Svo gerðist það einn daginn að vin konurnar hringdu í hana ein á fætur annarri til að segja henni frá auglýsingu í blaðinu þar sem óskað var eftir um sóknum fyrir listasýningu. Henni fannst hugmyndin í fyrstu fáránleg enda aldrei hugsað sér að láta myndirnar koma fyrir augu almennings. Samt gat hún ekki að því gert að láta sig dreyma og í huganum samdi hún umsókn til að senda inn.
Eina andvökunóttina náði hún í um sóknareyðublaðið á netinu og fyllti umsóknina út. Daginn eftir tók hún myndir af verkunum til að senda með umsókninni. Hún sagði við sjálfa sig að það sakaði ekkert að prófa að sækja um sýningarpláss. Það gerði ekkert til þótt hún fengi neitun, hún þyrfti ekki að segja neinum frá. Samt fékk hún sig ekki til að senda umsóknina inn.
Nóttina áður en umsóknarfresturinn rann út dreymdi hana Kristján. Hann var fagur og brosandi. Þau dönsuðu saman í draumnum og rétt áður en dansinum lauk hvíslaði Kristján að henni: „Áfram nú“. Hún vaknaði með orðin í hug anum, stóð á fætur, gekk að tölvunni og þar sem beðið var um titil sýningar skipti hún út orðinu „Óákveðið“ í „Áfram nú“. Svo sendi hún umsóknina inn.
Laufey Skúladóttir er ein af þessum konum sem er svo margt til lista lagt og virðist alltaf geisla af hamingju og atorkusemi. Hún er bóndi á Stórutjörn um í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu og býr þar ásamt eiginmanni sínum Ás valdi Ævari Þormóðssyni, kúm, kindum, hestum, hundum og íslenskum hænum. Laufey birtir reglulega skemmtilegar myndir og færslur á Facebook af sveita lífinu, þar sem afkomendur og búfén aður njóta lífsins í fallegri náttúru.
Ásamt því að sinna bústörfum hefur Laufey komið upp góðri aðstöðu í gömlu fjóshlöðunni á bænum þar sem hún útbýr ýmiss konar handverk, kransa og kistuskreytingar. Um árabil rak hún einnig Gallerí í hlöðunni, þar sem hún hannaði og útbjó einstakar flíkur úr þæfðri ull undir heitinu Surtla Hönnun.
Kransar og kistuskreytingar Það hefur verið eftirsótt að panta skreytingar fyrir jarðarfarir s.s. kransa og krossa hjá Laufey, en kistuskreyt ingarnar vinnur hún mikið úr náttúrulegum efni viði, sem er að finna í nærumhverfinu. Það sama á við um jóla skreytingar. Laufey segist leggja mikla áherslu á að hafa allt efni íslenskt og hún vinnur sér í haginn með því að tína lyng o.fl. á haustin ásamt fjölskyldumeðlim um. Efniviðinn setur hún síðan í frost fyrir veturinn. Þegar mikið er að gera og margar pantanir liggja fyrir nýt ur Laufey aðstoðar Rögnu Erlingsdóttur og Eyrúnar Gígju Káradóttur. ,,Ég hef sent kistuskreytingar um allt
land. Þetta byrjaði haustið 2013, en þá gerði ég fyrstu kistuskreytinguna. Það var fyrir jarðarför Kolbrúnar Bjarna dóttur, kennara í Ysta-Felli. Það var Helga dóttir hennar sem bað mig um að gera skreytingu á kistuna hennar og þannig byrjaði þessi ferill. Ég ákvað að hafa skreytinguna úr náttúrunni. Það var gott haust og fal legir litir á lynginu og ég vissi að Kolla kynni vel að meta það. Uppistaðan í skreytingum mínum eru krækiberjalyng, blá berjalyng, sortulyng, beiti lyng, einir og aðrar íslenskar jurtir og blóm.“
Laufey er mikið fyrir gamla muni og notar þá óspart í skreytingar. Það er
t.d. ekki flókið að taka gamlar bækur og vefja um þær fallegum borðum og setja undir jólatréð þegar pakkarnir eru farnir þaðan. ,,Það er alltaf fallegt að blanda saman nýjum og gömlum hlutum með fallegu lyngi, mosakræðu, greinum og auðvitað kertum. Undir kertaskreytingar nota ég oft tréplatta eða grjót“. Laufey á stand sem hún útbjó og hún segist gjarn an nota hann undir ýmsar veitingar t.d. undir beikon á morgunverðarborðið eða pönnukökur á síðdegisborðið. En það er líka einfalt og fallegt að nota svona standa fyrir smákökur sem hengdar eru á sambærilega standa með jólalegum borðum.
Þess má geta að Laufey nýtir einnig efnivið úr nærumhverfinu á ýmsa fleiri vegu. „Ég þurrka einnig jurtir og nota sem krydd á lambakjötið. Það hefur reynst vel.“ Oft þarf aðeins hugmynda flug og framtakssemi til að skapa eitt hvað fallegt eða gómsætt fyrir heimilið.
og flestir vita eru brauðtertur gríðarlega vinsælar hér á landi. Brauðtertur og heitir brauðréttir eru ómissandi á veisluborðum Íslendinga og yfirleitt fyrstar til að klárast. Við þekkj um flest hefðbundnar brauðtertur með rækjusalati og eggjum og hangikjöts brauðtertur með baunasalati, hangikjöti og eggjum, en svo eru alltaf að koma fram nýjungar með öðruvísi hráefnum og samsetningum. Útlit brauðtertnanna skiptir miklu máli og má segja að sumar brauðtertur séu hreinasta listaverk.
Brauðtertufélag Erlu og Erlu Á Facebook má finna mjög vinsæla síðu sem ber hið virðulega heiti ,,Brauðtertu félag Erlu og Erlu“ en á þeirri síðu deilir fólk uppskriftum og myndum tengdum brauðtertum.
Erla Hlynsdóttir, blaðamaður og sér leg áhugakona um brauðtertur, segir að hópurinn hafi orðið til í léttu gríni eitt föstudagskvöld vorið 2019.
„Erla Gísladóttir kunningjakona mín var þá að fara að gera brauðtertu og skrifaði á Facebook að hún saknaði þess að finna engan hóp þar sem fólk væri að deila myndum af brauðtertum og ráð um um hvernig væri best að gera þær. Ég skrifa þá að ég vilji endilega vera með ef hún finnur svona hóp en hún grínast með að við þurfum bara að taka málin í eigin hendur. Mér fannst þá mjög fyndið að stofna bara hóp þá og nú, stofnaði hópinn Brauðtertufélag Erlu og Erlu, og sendi nöfnu minni boð um að ganga í hópinn. Ég reiknaði með að við yrðum kannski tíu í þessum hópi en strax fyrstu helgina voru komnir á annað hundrað
meðlimir. Núna er þetta orðið samfélag tæplega fimmtán þúsund manns, og nýjum myndum af brauðtertum deilt þar nánast daglega.“
Unnið þrjú mál gegn íslenska ríkinu
Erla Hlynsdóttir hefur starfað með hlé um við blaðamennsku síðustu 15 árin. Hún er einna þekktust fyrir að hafa unnið þrjú mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum vegna starfa sinna sem blaðamaður. Hún er núna aðstoðarritstjóri DV og fyrir síðustu jól kom út fyrsta bók hennar „11.000 volt“ - ævisaga Guðmundar Felix Grétars sonar sem gekkst undir tímamótaaðgerð í Frakklandi þegar á hann voru græddir báðir handleggir. Móðir Erlu, Sigrún Ólafsdóttir, starfaði um tíma sem smur brauðsdama í Norræna húsinu og ólst Erla því upp við fagurlega skreytt brauð og brauðtertur á heimilinu. „Ég á ekki roð í mömmu þegar kemur að skreyt ingum,“ segir hún.
Erla segist sérlega ánægð með nafnið á hópnum en endurtekningin á Erlu-nafn inu sé vísun í myndina Julie and Julia þar sem sagðar eru sögur frá tveimur ólíkum tímum, saga eldhúsgyðjunnar Juliu Childs og saga Julie Powell sem ákveður að nýta fræga uppskriftabók Juliu Childs um franska eldamennsku til að flýja grá myglulegan hversdaginn.
Mikill áhugi var hjá fólki í Brauðtertu hópi Erlu og Erlu á að haldin væri brauðtertukeppni og það fór svo að Erla og Erla, í samstarfi við hönnuðina Tönju Huld Leví og Valdísi Steinarsdóttur, héldu brauðtertukeppni á menningar nótt 2019 í Listasafni Íslands, en Tanja hefur hannað heila línu þar sem þemað eru brauðtertur og inniheldur til að mynda handklæði, sundbol og borðdúk.
„Þá var keppt í þremur flokkum, um fallegustu, frumlegustu og bragðbestu brauðtertuna. Bragðbesta brauðtertan þá var Hamingjuterta Sólrúnar Sigurð ardóttur og salatið í jólabrauðtertunni sem ég deili hér með lesendum er byggt á þeirri brauðtertu. Ég kolféll fyrir henni við fyrsta munnbita,“ segir Erla.
Keppnin vakti gríðarlega athygli og
var að skreytingin væri æt. Þarna var annars bara kosið út frá útliti. Þetta var virkilega gaman og allir helstu fjölmiðlar fjölluðu um keppnina þannig að það er mikill áhugi.“
Margir halda að brauðtertan sé sér íslensk en það er ekki svo.„Mér skilst að brauðtertan eigi rætur sínar að rekja til Svíþjóðar þar sem hún kallast smörg åstårta en Danir eiga líka sína smørre brødstærte og Finnar voileipäkakku. Brauðtertan hafi þannig þróast út frá smurbrauðsgerð á Norðurlöndunum frá því í kringum 1940. Síðan er misjafnt hvaða hráefni eru notuð en dæmi eru um brauðtertur með lifrarkæfu, síld eða ostum. Hér heima er yfirleitt notað hvítt brauð en úti nota þau líka oft dekkra brauð. Sumir eru líka mjög hrifnir af skonsutertum en mér finnst best að nota bara brauð,“ segir Erla.
brauðtertan er með hressilegu rækju salati en skreytingin er sérlega jólaleg og hentar sú terta vel fyrir boð á að ventunni. Áramótabrauðtertan er síðan með ítölsku ívafi og aðeins meiri partí terta. Hún myndi jafnvel henta á sjálft gamlárskvöld með flugeldunum. Fyrir myndatökuna fékk Erla mömmu sína, Sigrúnu Ólafsdóttur í lið með sér til að skreyta terturnar.
Langskorið brauð frá Bakarameistaranum 1 ½ -2 brauð.
500 gr stórar rækjur 6 harðsoðin egg, skorin í á tvo vegu í eggjaskera 2 græn epli, smátt skorin eða rifin 1 askja Philadelphia hreinn rjómaostur 400 gr Hellmans majones
1 dl sweet chili sósa
Salt og pipar eftir smekk
Sítrónusafi, yfir rækjurnar Sýrður rjómi til að smyrja tertuna að utan
Skreyting: Kirsuberjatómatar, mozzarella kúlur og heil basilikulauf. Gott er að festa ostakúlurnar og tómatana saman með tannstöngli til að þeir rúlli ekki af tertunni.
Aðferð: Þíðið rækjurnar. Hellið yfir þær sítrónusafa og látið standa í nokkrar mínútur. Sigtið síðan vökvann frá.
Blandið öllu hráefni í salatið saman. Gott að byrja á að blanda saman rjómaosti, majonesi og sweet chili sósu.
Raðið saman lengjum af langskornu brauði og notið matar disk til að skera út hringlaga form, alls fjögur lög. Gerum þetta því það er erfitt að finna hringlaga brauðtertubrauð.
Setjið brauðtertuna saman þannig að það séu þrjú lög af salati: Brauð, salat, brauð, salat, brauð, salat, brauð.
Smyrjið tertuna að utan með sýrðum rjóma. Best að klára þetta allt daginn áður
Skreytið að vild samdægurs.
Áramótabrauðterta með ítölsku ívafi
Langskorið brauð frá Bakarameistaranum, 5 lengjur.
Salat 1: 100 gr Sweet Chili Philadelphia rjómaostur 250 gr mascarpone ostur 1 ½ msk rautt pestó ½ dós 18% sýrður rjómi 50 gr grísk jógúrt 4 cm ítölsk pylsa, smátt skorin Basilika, smátt skorin
Salat 2: 1 stk Dala-Auður hvítmygluostur 50 gr rjómaostur ½ dós sýrður rjómi 100 gr Hellmanns majones 10-15 sólþurkkaðir tómatar, smátt skornir Basilika, smátt skorin Sýrður rjómi til að smyrja tertuna að utan.
Skreyting: Parmaskinka, ítölsk pylsa, ólífur, basilika. Aðferð: Setjið salötin á brauðlengjur til skiptis: Brauð, salat 1, brauð, salat 2, brauð, salat 1, brauð, salat 2, brauð.
Smyrjið tertuna að utan með sýrðum rjóma. Best að klára þetta allt daginn áður.
Skreytið að vild samdægurs.
Sjöfn Kristjánsdóttir prjónahönnuður gefur okkur að þessu sinni prjónauppskriftir af þremur fallegum flíkum á börnin, en það eru Örkin jólakjóll, Styrmir buxur og Styrmir húfa. Þessar flíkur eru hlýjar og henta því vel þegar verið er að fara á milli jólaboða eða í aðra við burði. Kjóllinn er einfaldur og klassískur í sniði með litlum smáatriðum sem gera kjólinn einstakan. Buxurnar henta fyrir öll kyn og hægt er að velja um að hafa annað hvort axlabönd eða snúru í mittið. Húfan setur svo punktinn yfir i-ið og heldur hlýju á litlum kollum í íslensku vetrarveðri. Litla fallega fyrirsætan á myndinni er hin 4 mánaða Díana Örk Ingadóttir, frænka Sjafnar. Það er dásamlegt að eiga svona yndisleg kríli í kringum sig, því það er svo óskaplega gaman að hanna og prjóna barnaflíkur. Þessar
Stærð Ummál bolur Ummál ermar Garnmagn
3-6 mán 45 cm 15 cm 100 g
6-12 mán 48 cm 16.5 cm 150 g
12-18 mán 51 cm 18.5 cm 150 g
18-24 mán 52 cm 19 cm 150-200 g
2-4 ára 55 cm 20.5 cm 200 g
Prjónfesta: 28l = 10 cm á prjóna nr. 3.
Garn:
- Along Avec Alice (Amma mús)
- My fine wool frá Gepard (Amma mús)
- Merino frá Knitting for Olive (Amma mwús)
- Lanett frá Sandnesp
- Baby Merino frá Drops
Það sem þarf:
- Hringprjónn nr. 3 (60 cm langur)
- Sokkaprjónar nr. 3
- Nál til frágangs
- 12 mm tölur (5-10 stk)
- Borði til að þræða í mittið (6 mm breiður)
Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður. Framstykkkið er með gatamynstri og er kjóllinn hnepptur að aftan. Fyrst er kjóllinn prjónaður fram og til baka. Fyrir pilsið er hann tengdur í hring. Hér koma þau atriði sem mikilvæg eru í þessari uppskrift:
Hnappagötin eru gerð á réttunni og í upphafi umferðar. Fyrsta hnappagatið er gert í umferð 3 eftir uppfit: Prjónið 4 lykkjur og gerið svo hnappagat. Gott er að hafa 2.5 –3.5 cm á milli hnappagata. Þetta er algjört smekksatriði. Ég geri hnappagöt alltaf eins, ég slæ bandinu upp á prjóninn með því að fara með hægri prjón aftur fyrir bandið og prjóna svo næstu tvær lykkjur saman sléttar. Í næstu umferð á eftir er uppslátturinn prjónaður í takt við prjónlesið.
I-cord kantur
Þrjár fyrstu lykkjurnar eru alltaf prjónaðar slétt, bæði á réttunni og röngunni og þrjár síðustu lykkjurnar í hverri umferð eru alltaf teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan eða að þér - www.bit.do/i-cord4.
I-cord affelling
Fitjið upp 2 eða 3 aukalykkjur í upphafi umferðar (á vinstri
prjón). *Prjónið 1 eða 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur saman slétt með því að fara aftan í þær. Færið lykkjur af hægri prjón aftur yfir á vinstri prjón*. Endurtakið frá * til * út umferð. Þegar tvær lykkjur eru eftir þá steypið þið seinni lykkjunni yfir þá fyrri og dragið svo síðustu lykkjuna í gegn.
Kantlykkjur Kantlykkjurnar eru 7 á hvorri hlið. Af þessum 7 lykkjum eru fyrstu 3 lykkjurnar I-cord kantur. Restin er prjónuð 1sl, 1br, 1sl, 1br.
SSK
Þetta er ensk skammstöfun yfir Slip Slip Knit. Færið tvær lykkjur yfir á hægri prjón (eina í einu) með því að fara með hægri prjón framan í þær. Farið með vinstri prjón inn í báðar lykkjurnar og prjónið þær saman slétt – www.bit. do/slipslipknit.
Að auka út/taka úr jafnt yfir umferð Það er oft þannig í mínum uppskriftum að taka þarf úr/auka þarf út jafnt og þétt yfir umferðina. Hér er linkur á mjög góða reiknivél sem ég styðst alltaf við þegar ég þarf að fækka/fjölga lykkjum jafnt yfir umferðwww.bit.do/reiknaukn. Increase er útaukning og dec rease er úrtaka.
M1R, M1L í prjónaskap
Ein góð leið til þess að auka út í prjónlesi, sérstaklega í laskaútaukningu, er að nota aðferð sem er skammstöfuð sem M1R, M1L eða á ensku „make one right, make one left“. Með því að auka út til vinstri og hægri hallar útaukningin rétt í löskum.
M1R: Bandið á milli lykkna er tekið upp með því að fara með vinstri prjón aftan í bandið og prjóna svo framan í það. Með þessu snýst upp á bandið til hægri.
M1L: Bandið á milli lykkna er tekið upp með því að fara með vinstri prjón framan í bandið og prjóna svo aftan í það. Með þessu snýst upp á bandið til vinstri. Fitjið upp 69, 71, 73, 75, 75 lykkjur á hringprjón nr. 3 (60 cm langan).
1. Umferð (réttan): Prjónið þrjár fyrstu lykkjurnar sléttar (I-cord kantur), prjónið 1 lykkju slétta og 1 lykkju brugðna þar til 3 lykkjur eru eftir af umferðinni. Takið þær óprjón aðar yfir á hægri prjón með bandið fyrir framan (I-cord kantur).
2. Umferð (rangan): Prjónið 3 lykkjur sléttar og 4 lykkjur með brugðningu (1 lykkja brugðin og 1 lykkja slétt til skiptis, kantlykkjur). Prjónið brugðið og aukið út um 2, 0, 2, 0, 0 lykkjur jafnt yfir umferð en ekki auka út í kant lykkjum (7 lykkjur á sitthvorum enda). Endið á að prjóna 4 lykkjur með brugðningu og þremur I-cord lykkjum. Nú eiga að vera 71, 71, 75, 75, 75 lykkjur á prjóninum.
Nú þarf að gera ráð fyrir útaukningu í löskum (skilin á milli bols og erma). ATH. að í þessari umferð kemur fyrsta hnappagatið (sjá nánari útskýringar fremst í uppskrift).
Umferð 1 – staðsetning prjónamerkja (réttan):
1. skref: Prjónið 3 lykkjur sléttar og 4 lykkjur í takt við brugðninguna í hálslíningu (sl, br til skiptis). Setjið PM hér til að afmarka kantlykkjur.
2. skref: Prjónið 9, 9, 9, 9, 9 lykkjur slétt (hægra bakstykki). Setjið PM 1 upp á prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (lask lykkja), setjið PM 2 upp á prjóninn.
3. skref: Prjónið 5, 5, 7, 7, 7 lykkjur slétt (hægra axlar stykki). Setjið PM 3 upp á prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), setjið PM 4 upp á prjóninn.
4. skref: Prjónið 25, 25, 25, 25, 25 lykkjur slétt (framstykki). Setjið PM 5 upp á prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (lask lykkja), setjið PM 6 upp á prjóninn.
5. skref: Prjónið 5, 5, 7, 7, 7 lykkjur slétt (vinstra axlar stykki). Setjið PM 7 upp á prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), setjið PM 8 upp á prjóninn.
6. skref: Prjónið 9, 9, 9, 9, 9 lykkjur slétt (vinstra bakstykki). Setjið PM hér til að afmarka kantlykkjur. Prjónið 4 lykkjur í takt við hálslíningu og takið 3 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón með bandið að ykkur.
Umferð 2 (rangan): Prjónið til baka brugðið ásamt I-cord og kantlykkjum.
1. Prjónið að PM 1, aukið út með M1R, færið PM 1 yfir á hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), færið PM 2 yfir á hægri prjón, aukið út með M1L.
2. Prjónið slétt prjón að PM 3, aukið út með M1R, færið PM 3 yfir á hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), færið PM 4 yfir á hægri prjón. Aukið út með M1L.
3. Prjónið samkvæmt mynsturmynd að PM 5, aukið út með M1R. Færið PM 5 yfir á hægri prjón, prjónið 1 lykkju
slétt (lasklykkja), færið PM 6 yfir á hægri prjón. Aukið út með M1L.
4. Prjónið slétt prjón að PM 7, aukið út með M1R, færið PM 7 yfir á hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt (lasklykkja), færið PM 8 yfir á hægri prjón, aukið út með M1L. Prjónið út umferð.
Umferð 4 (rangan): Prjónið brugðið ásamt I-cord og kantlykkjum.
Endurtakið umferð 3 og 4 þar til þið hafið aukið út alls 17, 19, 21, 22, 24 sinnum. Nú eiga að vera 207, 223, 243, 251, 267 lykkjur á prjóninum.
Nú þarf að skipta stykkinu upp í bol og ermar. Mynstur á framhluta heldur áfram að bleiku/bláu línunni í mynstur mynd.
1. skref: Prjónið að PM 2 (hægra bakstykki).
2. skref: Setjið 39, 43, 49, 51, 55 lykkjur á hjálparband/nælu - www.bit.do/hjalparbandv2 (hægri ermi).
3. skref: Fitjið upp 7 auka lykkjur - www.bit.do/fitjauppi handvegi (hægri handvegur).
4. skref: Prjónið að PM 6 (framstykki, muna að fylgja mynstri).
5. skref: Setjið 39, 43, 49, 51, 55 lykkjur á hjálparband/nælu (vinstri ermi).
6. skref: Fitjið upp 7 auka lykkjur (vinstri handvegur).
7. skref: Prjónið út umferð.
Nú eiga að vera 143, 151, 159, 163, 171 lykkjur á prjón inum. Prjónið áfram samkvæmt mynsturmynd, FRÁ fyrri bleiku línunni og að þeirri seinni (prufuprjón ath. hvort þetta sé of langt/stutt frá handvegi og að útaukningu) Í síðustu sléttu umferðinni í mynsturmynd er stykkið tengt í hring svona: Prjónið 7 kantlykkjur og setjið þær á hjálparnælu. Prjónið út umferð þar til 7 lykkjur eru eftir (kantlykkjurnar). Leggið fyrri kantlykkjurnar yfir þær seinni og prjónið þær saman. Þá er 1 lykkja (fyrsta lykkjan) af fyrri kanti og 1 lykkja (fyrsta lykkjan) af seinni kanti prjónaðar saman slétt þar til þú hefur prjónið allar kantlykkjurnar saman. Nú eiga að vera 136, 144, 152, 156, 164 lykkjur á prjóninum. Nú eru kantlykkjurnar prjónaðar sléttar hér eftir. Klárið síðustu umferðina á mynsturmynd (hún er slétt). Næsta umferð er prjónuð svona:
*Takið 1 lykkju óprjónaða á kaðalprjón og geymið fyrir framan, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkju af kaðalprjóni slétt*. Endurtakið frá * til * út umferð.
Setjið 1l á kaðalprjón og geymið fyrir framan, prjónið 1l sl, prj lykkju af kaðal prjóni sl.
Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð svona: *Prjónið 1 lykkju slétt, sláið bandinu upp á prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman slétt, sláið bandinu upp á
prjóninn*. Endurtakið frá * til * út umferð. Endið á að slá bandinu upp á prjóninn og prjóna 1 lykkju slétt. Nú er búið að auka út í þriðju hverri lykkju og nú eiga að vera 181, 192, 202, 208, 218 lykkjur á prjóninum.
1
Prjóna 2 lykkjur saman slétt 4 2 3 1
Slá bandi upp á prjóninn
Prjónið nú slétt prjón þar til kjóllinn, frá handvegi, mælist 27, 37, 46, 52, 60 cm.
Næsta umferð er prjónuð svona: *Takið 1 lykkju óprjónaða á kaðalprjón og geymið fyrir framan, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkju af kaðalprjóni slétt*. Endurtakið frá * til * út umferð.
Prjónið 1 umferð slétt. Fellið af með I-cord affellingu (með þremur lykkjum).
Ermin er prjónuð í hring með sléttu prjóni. Færið ermal ykkjur af hjálparbandi og yfir á sokkaprjóna nr. 3. Einnig þarf að prjóna upp þessar 7 lykkjur sem fitjaðar voru upp í handvegi - www.bit.do/lykkjurhandv. Nú eiga að vera 46, 50, 56, 58, 62 lykkjur á prjóninum. Niður ermina ætlum við að fækka lykkjum en þá eru fyrstu tvær lykkjurnar og síðustu tvær lykkjurnar í um ferð prjónaðar saman og fækkar þá um 2 lykkjur í hverri úrtöku.
Setjið 1l á kaðalprjón og geymið fyrir framan, prjónið 1l sl, prj lykkju af kaðal prjóni sl.
Byrjið á því að prjóna 1, 1.5, 2, 1, 3.5 cm slétt. Takið svo úr með 3, 3.5, 3.5, 4, 3.5 cm millibili þar til þið hafið tekið úr, Í HEILDINA, 5, 5, 6, 6, 7 sinnum. Nú eiga að vera 36, 40, 44, 46, 48 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram þar til ermi, frá handvegi, mælist 16, 19, 23, 25, 28 cm (eða eftir smekk, misjafnt hversu langar ermarnar þurfa að vera). Næsta umferð er prjónuð svona: *Takið 1 lykkju óprjónaða á kaðalprjón og geymið fyrir framan, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkju af kaðalprjóni slétt*. Endurtakið frá * til * út umferð.
Setjið 1l á kaðalprjón og geymið fyrir framan, prjónið 1l sl, prj lykkju af kaðal prjóni sl.
Prjónið 1 umferð slétt. Fellið af með I-cord affellingu (með tveimur lykkjum).
Gangið frá öllum endum. Þvoið kjólinn samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni. Leggið til á þurrt handklæði og látið þorna vel. Saumið tölurnar á eftir að kjóllinn hefur þornað alveg. Einnig er hægt að setja silkiborða eða snúru í gegnum götin í mittinu en það er smekksat riði.
Slétt á réttunni, brugðið á röngunni
SSK
Prjóna 2 lykkjur saman slétt
Taka 1l óprj, prj 2l saman sl, steypa óprj lykkjunni yfir
Slá banki upp á prjóninn Lasklykkja Útaukning M
Hér endar berustykkið eða við fyrri bleiku línuna. Mynstur heldur áfram í bol samkvæmt mynsturmynd og að seinni línunni.
Stærð 3-6 mánaða
Stærð 6-12 mánaða
Stærð 12–18 mánaða
Stærð 18-24 mánaða
Stærð 2-4 ára
Stærð Ummál um maga Garnmagn
Nýburi 41 cm 50 g
3-6 mán. 45 cm 50 g
6-12 mán. 48 cm 50-100 g
12-18 mán. 51 cm 100 g
18-24 mán. 54 cm 100 g
2-4 ára 56 cm 100-150 g
Prjónfesta: 28l = 10 cm á prjóna nr. 3.
Garn:
Along Avec Alice (Amma mús)
My fine wool frá Gepard (Amma mús)
Merino frá Knitting for Olive (Amma mús)
Cotton Merino frá Knitting for Olive (Amma mús)
Lanett frá Sandnes
Baby merino frá Drops
Það sem þarf:
Hringprjónn nr. 3 (40 cm langur)
Sokkaprjónar nr. 3 Nál til frágangs
Kaðalprjón
Prjónamerki – til að merkja upphaf umferðar og til að afmarka kaðal.
brugðninguna niður eða loka henni. Það er gert með því að prjóna hverja lykkju í þá lykku sem fitjað var upp. Pílurnar sýna hvaða lykkjur þú prjónar saman. Örin bendir á lykkjuna á prjóninum og á lykkjuna sem fitjuð var upp í upphafi, þessar tvær lykkjur eru prjónaðar saman. Með þessu býrðu til streng í mittið og í lokin er þrædd snúra í gegn. Umferð endar fyrir miðju að aftan. Passa þarf að prjóna ekki saman síðustu 3 lykkjurnar í umferð svo hægt sé að þræða teygju í buxurnar.
Myndband: www.bit.do/kanturmitti. Prjónið svo 1 umferð slétt og aukið út um 12 lykkjur jafnt og þétt yfir umferð ina. Nú eiga að vera 124, 132, 140, 144, 148, 156 lykkjur á prjóninum.
Styttar umferðir Styttar umferðir eru gerðar aftan á buxurnar til að búa til upphækkun að aftan (German short rows). Þannig verður meira pláss fyrir bleiuna. Umferð byrjar núna fyrir miðju að aftan.
1. skref (réttan): Prjónið 21, 23, 25, 26, 27, 29 lykkjur frá miðjunni. Snúið við. Hafið bandið að ykkur og takið fyrstu lykkju óprjónaða eins og eigi að prjóna hana brugðna. Færið bandið yfir prjóninn þannig að það myndast eins og tvær lykkjur (VENDILYKKJA).
2. skref (rangan): Prjónið brugðið til baka 41, 45, 49, 51, 53, 57 lykkjur. Snúið við. Færið bandið yfir prjóninn þann ig að það myndast eins og tvær lykkjur (VENDILYKKJA).
3. skref (réttan): Prjónið slétt 3 lykkjur fram yfir síðustu vendilykkju. Snúið við. Færið bandið yfir prjóninn þannig að það myndast eins og tvær lykkjur (VENDILYKKJA).
4. skref (rangan): Prjónið brugðið 3 lykkjur fram yfir síðustu vendilykkju. Snúið við. Færið bandið yfir prjóninn þannig að það myndast eins og tvær lykkjur (VENDI LYKKJA).
Endurtakið skref 3 og 4, 3 sinnum (10 umferðir).
Nú er styttum umferðum lokið. Næsta skref er að merkja fyrir kaðli á buxunum en hann er staðsettur fyrir miðju að framan:
1. skref: Prjónið 54, 58, 62, 64, 66, 70 lykkjur slétt.
2. skref: Setjið hringlaga prjónamerki uppá prjóninn.
3. skref: Prjónið 2 lykkjur brugðnar, 12 lykkjur sléttar (kaðall) og 2 lykkjur brugðnar. Alls 16 lykkjur.
4. skref: Prjónið út umferð.
Hér sýna örvarnar hvaða lykkjur á að prjóna saman - lykkj una sem er á prjón inum og lykkjuna sem var fitjuð upp í byrjun.
Fitjið upp 112, 120, 128, 132, 136, 144 lykkjur á 40 cm hringprjón nr. 3. Tengið í hring og prjónið snúna brugðningu (1l snúin slétt og 1l brugðin til skiptis) alls 5, 6, 6, 6, 7, 7 cm. Þegar réttri lengd er náð þarf að prjóna
Prjónið nú í hring með sléttu prjóni og samkvæmt mynsturmynd af kaðli þar til stykkið, frá brugðningu að
Setja þrjár lykkjur á prjón fyrir aftan, prjóna þrjár lykkjur, prjóna lykkjur af kaðalprjóni
Setja þrjár lykkjur á prjón fyrir framan, prjóna þrjár lykkjur, prjóna lykkjur af kaðalprjóni
framan, mælist 11, 13, 15, 16, 17, 19 cm (mælt er að framan). Endið umferð 2, 3, 3, 3, 3, 4 lykkjum frá upphafi umferðar eða miðju að aftan.
Skálmar
Nú þarf að skipta stykkinu upp í tvær skálmar. Umferð byrjar 2, 3, 3, 3, 3, 4 lykkjum frá miðju að aftan:
1. skref: Prjónið 4, 6, 6, 6, 6, 8 lykkjur slétt og setjið þær á hjálparband.
2. skref: Prjónið 58, 60, 64, 66, 68, 70 lykkjur (hægri skálm).
3. skref: Prjónið 4, 6, 6, 6, 6, 8 lykkjur slétt og setjið þær á hjálparband (þessar lykkjur eiga að vera fyrir miðju mynstri að framan).
4. skref: Prjónið 58, 60, 64, 66, 68, 70 lykkjur yfir á sok kaprjóna nr. 3 (vinstri skálm). Geymið hægri skálm á hjálparnælu/lykkjusnúru eða á hringprjóninum og byrjið á vinstri skálm. Tengið skálmina í hring og prjónið 4, 4, 4, 4, 6, 6 um ferðir með sléttu prjóni. Prjónið 1 umferð slétt til viðbótar og takið úr 8, 2, 2, 0, 0, 0 lykkjur yfir umferðina. Nú eiga að vera 50, 58, 62, 66, 68, 70 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú snúna brugðningu, alls 2, 2, 2, 2.5, 2.5, 2.5 cm. Fellið af með brugðningu – www.bit.do/brugning. Færið hægri skálm upp á sokkaprjóna og prjónið hana eins.
Bönd eða I-cord snúra Hægt er að gera bæði snúru til að hafa í mittið eða bönd yfir axlir.
Bæði böndin eru tekin upp fyrir miðju svo fyrra bandið þarf að prjóna upp ca 4 umferðir frá brún og svo kemur seinna bandið rétt fyrir ofan.
Finnið miðju að framan og prjónið upp 13, 13, 15, 15, 17, 17 lykkjur upp frá réttunni með sokkaprjónum nr. 3. Nú er bandið prjónað svona:
Umferð 1 (rangan): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið brugn ingu (1l sl og 1l br til skiptis) þar til 1 lykkja er eftir. Færið hana yfir á hægri prjón með bandið fyrir framan eða að ykkur (I-cord með 1 lykkju).
er búið að þræða sokkaprjón inn í 13 lykkjur sem eru staðsettar fyrir miðju að framan. Þessar lykkjur eru prjónaðar upp með sléttu prjóni. Seinna bandið er tekið upp beint fyrir ofan (sjá ör á mynd).
Umferð 2 (réttan): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið brugn ingu (1l br og 1l sl til skiptis) þar til 1 lykkja er eftir. Færið hana yfir á hægri prjón með bandið fyrir framan eða að ykkur (I-cord með 1 lykkju).
Endurtakið umferð 1 og 2 þar til bandið mælist 23, 26, 32, 36, 38, 40 cm. Endið á því að prjóna umferð á réttunni. Prjónið bandið niður fyrir miðju að aftan, eins og gert var að framan, og fellið af í leiðinni. Einnig er hægt að fella af með sléttu prjóni og sauma bandið niður.
Takið seinna bandið upp fyrir framan hitt bandið og prjónið það eins. Prjónið það svo fyrir framan að aftan og fellið af í leiðinni.
Snúra
Fitjið upp 3 lykkjur á sokkaprjón nr. 3. *Prjónið 1 um ferð. Færið lykkjurnar yfir á hinn endann á prjóninum, snúið ekki við*. Endurtakið frá *til*. Prjónið þar til bandið mælist 60, 65, 70, 75, 80 cm (eða eftir þörfum). Klippið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.
Lykkið saman kloflykkjur og gangið frá öllum endum. Þræðið annað hvort snúru (henni er stungið inn í stroffið þar sem engin göt voru prjónuð í) eða teygju í mittið. Ég myndi setja teygju ef þið eruð með bönd yfir axlir. Þvoið buxurnar samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni. Með svona litlar flíkur þá mæli ég með að leyfa þeim að liggja í volgu vatni og ullarsápu í 20 mín. Vindið úr buxunum og leggið til á þurrt handklæði. Látið þorna vel.
Nýburi 31.5 cm 50 g 25 g
3-6 mán 35 cm 50 g 25 g
6-12 mán 37.5 cm 50 g 25 g
1-2 ára 41 cm 100 g 25 g 2-4 ára 44 cm 100 g 25 g 4-8 ára 47 cm 100 g 50 g 8-12 ára 50 cm 100 g 50 g
Prjónfesta:
24 lykkjur = 10 cm (slétt prjón) á prjóna nr. 4.
Efni: 1 þráður af baby garn frá Rauma og 1 þráður af silk mohair. Þetta garn fæst í Ömmu mús. ATH að hægt er að nota allt garn sem passar á prjóna 3-3.5 með mohair þræði. Einnig er hægt að prjóna húfuna úr 1 þræði sem er þá gefið upp á prjóna nr. 4-4.5.
Það sem þarf: - hringprjónar nr. 3.5 og nr. 4 (40 cm langir) - sokkaprjónar nr. 4 - nál til frágangs - prjónamerki - 1 hringlaga merki - Kaðalpjón
Húfan er prjónuð neðan frá og upp með kaðalmynstri. Hér að neðan koma upplýsingar um þau atriði sem mikil væg eru í þessari uppskrift:
Húfan er prjónuð með köðlum eftir stroff. Fyrsti snún ingur er gerður í umferð 3
Aðferð við að snúa kaðli Þið eruð með 12 lykkjur sem mynda hvern kaðal. Setjið 3 lykkjur á hjálparprjón og hafið hann fyrir framan stykkið (nær ykkur) og geymið. Prjónið næstu 3 lykkjur sléttar. Setjið núna þær 3 lykkjur, sem voru á hjálparprjóninum, aftur upp á prjóninn (vinstri prjóninn) og prjónið þær slétt. Prjónið svo 6 síðustu lykkjur slétt (12 lykkjur allt í allt).
Í næstu snúningsumferð (2 sléttar umferðir á milli) eru 6 lykkjur prjónaðar sléttar, næstu 3 lykkjur settar á hjálparprjón og hafið hann fyrir aftan stykkið (fjær ykkur) og geymið. Prjónið næstu 3 lykkjur sléttar. Setjið núna þær 3 lykkjur, sem voru á hjálparprjóninum, aftur upp á prjóninn (vinstri prjóninn) og prjónið þær slétt (12 lykkjur allt í allt).
Hér er myndband af því hvernig á að snúa kaðli. Í þessu myndbandi eru 3 umferðir á milli snúninga en í þessari uppskrift eru 2 umferðir.
https://www.youtube.com/watch?v=BtoO43cTPEE
Að auka út/taka úr jafnt yfir umferð Það er oft þannig í mínum uppskriftum að taka þarf úr/auka þarf út jafnt og þétt yfir umferðina. Hér er linkur á mjög góða reiknivél sem ég styðst alltaf við þegar ég þarf að fækka/fjölga lykkjum jafnt yfir umferðwww.bit.do/reiknaukn. Increase er útaukning og dec rease er úrtaka.
Fitjið upp 74, 80, 86, 92, 96, 104, 112 lykkjur á hringprjón nr. 3.5. Prjónið eina umferð brugðningu (1l snúin sl, 1l br til skiptis) og tengið svo í hring. Það er auðveldara að tengja í hring þegar búið er að prjóna eina umf. Prjónið brugðningu (1l snúin sl, 1l br til skiptis) í hring þar til stroff mælist 3, 3, 3.5, 3.5, 4, 4, 4.5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr. 4 (40 cm langan), prjónið nú 1 umferð slétt og aukið út um 1, 4, 4, 6, 9, 8, 8 lykkjur jafnt og þétt yfir umferð. Nú eiga að vera 75, 84, 90, 98, 105, 112, 120 lykkjur á prjóninum. Byrjið nú að prjóna sam kvæmt kaðalmynsturmynd:
Mynsturmyndirnar eru tvær, fer eftir því hvaða stærð er verið að prjóna.
Stærðir nýburi, 6-12 mán, 2-4 ára og 8-12 ára
Endurtaka
Stærðir 3-6 mán, 1-2 ára og 4-8 ára
Endurtaka
Slétt prjón Brugðið prjón
Setja þrjár lykkjur á prjón fyrir aftan, prjóna þrjár lykkjur, prjóna lykkjur af kaðalprjóni
Setja þrjár lykkjur á prjón fyrir framan, prjóna þrjár lykkjur, prjóna lykkjur af kaðalprjóni
Prjónið þar til húfan, frá uppfiti, mælist 12, 14, 15, 17, 20, 22, 24 cm.
Úrtaka
Umferð 1: Prjónið 2 lykkjur saman brugðnar í öllum brugðnu köflunum á milli kaðlana. Nú er búið að taka úr 5, 6, 6, 7, 7, 7, 8 lykkjur og nú eiga að vera 70, 78, 78, 83, 91, 98, 104 lykkjur á prjóninum.
Umferð 2-3: Engin úrtaka. Prjónið áfram kaðla sam kvæmt mynsturmynd.
Umferð 4: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar saman sléttar og 2 síðustu lykkjurnar saman sléttar í hverjum kaðli. Nánari útskýring: Hver kaðall er 12 lykkjur svo fyrstu 2 lykkjurnar eru prjónaðar saman sléttar og síðustu 2 lykkj urnar eru prjónaðar saman sléttar af þessum 12 lykkjum. Þetta er gert í hverjum kaðli. Nú er búið að taka úr 10, 12, 12, 14, 14, 14, 16 lykkjur og nú eiga að vera 60, 66, 66, 69, 77, 84, 88 lykkjur á prjóninum.
Umferð 5-6: Engin úrtaka. Prjónið áfram kaðla sam kvæmt mynsturmynd nema nú eru bara 2 lykkjur í snúningum eftir úrtökuna í umferð 4.
Umferð 7: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar saman sléttar og 2 síðustu lykkjurnar saman í hverjum kaðli. Nú er búið að taka úr 10, 12, 12, 14, 14, 14, 16 lykkjur og nú eiga að vera 50, 54, 54, 55, 63, 70, 72 lykkjur á prjóninum.
Umferð 8: Engin úrtaka. Nú er kaðalsnúningum lokið.
Umferð 9: Nú er prjónað þannig að lykkjum í köðlum er fækkað úr 8 lykkjum í 4 lykkjur. Það er gert með því að prjóna 2 lykkjur saman slétt, alls 4 sinnum í hverjum kaðli. Brugðnu lykkjurnar á milli sléttu lykknanna eru prjónaðar áfram brugðnar. Nú er búið að taka úr 20, 24, 24, 24, 28, 28, 32 lykkjur og nú eiga að vera 30, 30, 30, 31, 35, 42, 40 lykkjur á prjóninum.
Umferð 10: Engin úrtaka. Prjónið slétt prjón.
Umferð 11: Prjónið 2 lykkjur saman slétt út umferð. Nú hefur lykkjunum fækkað um helming og nú eiga að vera 15, 15, 15, 16, 18, 21, 20 lykkjur eftir á prjóninum. Klippið bandið og þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru á prjóninum. Festið vel.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Ekki er gert ráð fyrir eyrum í stærðum 2-4 ára, 4-8 ára og 8-12 ára
Mælið frá miðju að aftan, 2, 2.5, 2.5, 2.5 cm í hvora átt. Prjónið upp 18, 20, 22, 22 lykkjur báðu megin (frá miðju að aftan og í átt að framhluta húfunnar). Prjónið fyrstu umferð upp á réttunni (þannig að þið horfið framan á stroffið, ekki á það innanvert).
Sjá myndband - www.bit.do/snura. Það er gert svona:
*Prjónið 1 umf á sokkaprjón. Færið lykkjurnar yfir á hinn endann á prjóninum, snúið ekki við*, endurtakið frá *til*. Prjónið þar til bandið mælist 20-25 cm. Klippið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.
Tekið skal fram að bönd á húfum eru á ábyrgð þeirra sem nota húfuna en ekki hönnuðar. Ekki er mælt með því að hafa böndin löng heldur rétt til að binda húfuna á barnið. Í öryggismálum barna er ekki mælt með böndum á húfur vegna slysa hættu. Svo það er í ykkar höndum, kæru prjónarar, hvort þið viljið hafa þau eða ekki.
Gangið frá endum og skolið úr húfunni. Ég mæli með að leyfa henni að liggja í 20 gráðu heitu vatni, með ullar sápu, í 20 mín. Kreistið svo vel úr henni og leggið á þurrt handklæði. Húfan lagast við þvottinn og verður ekki svona herpt saman eins og þegar hún kemur af prjón unum. Það er gott að teygja hana aðeins út.
Það er fínt að stinga prjóninum á milli sléttu og brugðnu lykkjana. Þannig koma ekki eins skörp skil á milli kantsins og eyrans.
Prjónið 5 umferðir, slétt á réttunni og brugðið á röngunni með tveimur I-cord lykkjum á sitthvorum endanum (þessar lykkjur eru inní heildarlykkjufjölda eyrans). I-cord er prjónað þannig að tvær síðustu lykkjurnar eru allaf teknar óprjónaðar eins og eigi að prjóna þær brugnar með bandið fyrir framan og að þér. Fyrstu tvær lykkjurnar eru svo alltaf prjónaðar slétt, bæði á réttu og röngu.
Nú þarf að fækka lykkjum niður eyrað. Það er gert svona: Réttan: Prjónið 2l slétt, prjónið 2l saman slétt. Prjónið umferð þar til 4l eru eftir, prjónið 2l saman slétt, takið 2l óprjónaðar með bandið fyrir framan (I-cord). Snúið við. Rangan: Prjónið 2l slétt, prjónið brugðið út umferð þar til 2l eru eftir, takið þær óprjónaðar með bandið fyrir framan (I-cord). Endurtakið þessar 2 umferðir þar til 6l eru eftir á prjóninum (endið á því að prjóna brugna umferð). Prjónið næstu umferð (réttan) með því að prjóna 2l saman og endið þá með 3l á prjóninum. Prjónið I-cord snúru.
I-cord snúra Nú þarf að prjóna snúru eða bönd á húfuna úr þessum 3l sem eftir eru á eyranu.
storkurinn.is storkurinn@storkurinn.is instagram/storkurinn // facebook/storkurinn
Tíu kílómetrum innan við Akureyri reka Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og Árni Sigurðsson Gistiheimilið Ása. Þegar börnin voru flutt að heiman breyttu þau bílskúrnum í íbúð fyrir sig og gerðu íbúðarhúsið að gistiheimili. Það er svo undurljúft að sofa úti í sveit við galopinn glugga í íslenskri náttúru eins og hún gerist fallegust. Aðalatriðið er nú samt hve smekklegt allt er á Ásum og natni við alla hluti, hér verða smáatriði að ævintýri. Öllu haganlega fyrir komið og allt svo fal legt. Þjónustulipurð og alúð í öllu - kemur ekkert á óvart að þau hafi fengið fullt hús stiga frá gestum á vefnum Booking.com á hverju ári frá því þau hófu reksturinn, árið 2017.
Auk þess að bjóða upp á gistingu stærstan hluta ársins, taka þau líka á móti fólki í kvöldverði og morgunverði yfir vetrarmánuðina. Á aðventunni bjóða þau svo upp á jólakvöldverði, jólamorgun verði og jóladekurgistingu. Það finnst þeim ómissandi hluti af þessum yndislega tíma sem aðventan er.
Það er ævintýralegt að koma heim að Ásum, jólalegra verður það nú varla.
Hrefna Laufey og Árni hafa þann skemmtilega sið að bjóða fjölskyldu og vinum til smáréttaveislu á Þorláksmessu. Þau hjónin eru samhent í jólastússinu og njóta þess að undirbúa jólahátíðina með góðum fyrirvara.
„Þetta er fallegasta gistihús sem ég hef heimsótt! Allt var svo notalegt og vel inn réttað. Ég vissi ekki að það væri til svona staður á jörðinni! Morgunverðurinn var sá besti sem við fengum á meðan við fórum um Ísland!” segir ánægður gestur.
6 dl eldaður fiskur (hvaða fiskur sem er)
3 dl rjómi (þeyttur)
2 dl mæjónes
2 dl sætt sinnep
1 dl Chilisósa frá Heinz
2 tsk. smátt saxaður laukur
Buljong gel frá Toro (sjóða 2 dlvatn og hræra gelinu saman við. Kæla svo með 3 dl af köldu vatni)
2 tsk. Ítalíukrydd frá Pottagöldrum
1 tsk. dill
Salt og pipar
Öllu blandað saman, nema Buljong geli, rjóma og fiski. Buljong gelið blandað saman við og síðast fisk inum og rjómanum. Borið fram með graflaxsósu og góðu brauði.
6 síldarflök
2 dl tómatpuré
2 dl olía 75 g challottulaukur
2 hvítlauksgeirar
1 dl sherry ferskt timian salt pipar
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.
6 síldarflök
1,5 dl Dijon sinnep
1 dl olía
1 dl dökkur púðursykur ½ msk. sinnepskorn ½ dl hvítvín Smá ferskt dill
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.
2 bollar hveiti
2 bollar heilhveiti
2 bollar rúgmjöl
2 tsk lyftiduft
2 tsk salt
2 tsk natron (matarsódi) 500 gr síróp
1 lítri súrmjólk
Bakað við 150°C í 4 klukkutíma í Mackintosh bauk, lokið á. Smjör pappír settur innan í.
3 epli
3 msk. majónes (hrært saman við eplin, svo þau verði ekki brún) 10 sneiðar rauðrófur (u.þ.b.) ½ l þeyttur rjómi (u.þ.b.)
Afhýðið epli og skerið í bita. Blandið saman rjóma og mæjónesi, setjið epli út í og brytjaðar rauðrófur. Látið bíða í ísskáp í nokkrar klst.
3-4 msk ólífuolía
1 b saxaður laukur
3 hvítlauksgeirar
1 ½ tsk timian
1 ½ tsk estragon
1 tsk salt
Pipar
Cayenne pipar
1 askja saxaðir sveppir
1 b léttristaðar valhnetur 3/4 b möndlusmjör
1 tsk balsamik edik vatn til að þynna, ef þarf.
Hitið ólífuolíu í stórri pönnu við meðal hita, setjið laukinn út í og steikið í 3-5 mín þar til hann er glær. Bætið hvítlauk og kryddum saman við og steikið áfram í eina mín. Bætið því næst niðursneiddum sveppum í og steikið í 7-10 mín eða þar til þeir eru mjúkir. Lækkið hita ef nauðsyn legt er svo þeir brenni ekki.
Á meðan sveppirnir steikjast, setjið val hneturnar í matvinnsluvélina og malið fínt. Setjið sveppablönduna út í valhneturnar í matvinnsluvélina, ásamt balsamediki og möndlusmjöri. Blandið vel saman og bætið við vatni ef þarf, þar til þetta er passlega mjúkt. Á að líkjast kæfu.
Setjið í ílát, lokið vel og kælið í a.m.k. klst.
1 b möndlur
1/3 tsk salt
2/3 – 1 dl góð ólífuolía
Ristið möndlurnar á pönnu, setjið beint í matvinnsluvél ásamt olíu og salti. Maukið vel og þynnið með meiri olíu ef þarf.
Grautur: 2 ¼ dl grautargrjón
1 ¼ l nýmjólk
2 vanillustangir
Salt 100 gr hvítt súkkulaði (ég notaði dropa)
Hitið ofn í 180°C með blæstri. Setjið bökunarpappír í botninn á eldföstu móti þannig að hann þekji hliðarnar líka. Setjið grjónin, mjólkina og salt í pottinn. Kljúfið vanillustangirnar, skafið fræin innan úr og bætið þeim ásamt vanillustöngunum út í. Setjið álpappír yfir eldfasta mótið og stingið nokkur göt á hann.
Bakið í ofni í 1,5 - 2 tíma, þar til hann er orðinn hæfilega þykkur. Hrærið í grautnum þegar eldunar tíminn er hálfnaður. Þegar grauturinn er tilbúinn, bætið hvítu súkkulaði út í hann þannig að það bráðni. Ef það eru ekki notaðir súkkulaðidropar þarf að saxa súkkulaðið.
Kælið grautinn vel áður en ris a la mande er útbúið.
Grauturinn hér að ofan
200 ml rjómi 2 msk flórsykur 100 g hakkaðar og ristaðar möndlur Möndluflögur ef vill Kirsuberjasósa
Þeytið rjóma og bætið flórsykrinum við. Blandið rjómablöndunni saman við kaldan grautinn.
Ristið og kælið hakkaðar möndlur. Einnig má rista möndluflögur ef það á að skreyta með þeim. Blandið ristuðu hökkuðu möndlunum saman við grautinn.
Setjið grautinn í skálar, hellið kirsuberjasósu yfir og skreytið með ristuðum möndluflögum.
Hafrakossar: 250 gr smjör við stofuhita 2 dl púðursykur 1 dl sykur 1 egg 2 tsk vanilludropar 3 dl hveiti 1 tsk matarsódi ½ tsk salt ½ tsk kanill ½ tsk engifer ½ tsk negull 6 dl haframjöl (ekki grófir hafrar)
Hitið ofn í 170°C með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós. Bætið eggi og vanilludropum út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil, engifer og negul. Bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrunum út í og blandið þar til rétt svo komið saman.
Myndið litlar kúlur úr deiginu, þrýstið ofan á þær með glasbotni til að fletja þær út. Setjið kökurnar á bökunarplötu og bakið í 8-10 mínútur. Kælið fyrir samsetningu.
200 gr eggjahvítur (má nota eggja hvítur úr brúsa) ¼ tsk cream of tartar (þarf einungis ef eggjahvítur úr brúsa eru notaðar) 250 gr sykur 425 gr smjör við stofuhita 1 tsk vanilludropar 100 gr hvítt súkkulaði
Setjið eggjahvíturnar, sykurinn og cream of tartar (ef notað) í hitaþolna skál sem er búið að strjúka innan með borðediki eða sítrónusafa. Ef hrærivélarskálin sem á að nota í kremgerðina er hitaþolin mæli ég
með að nota hana til að spara upp vaskið. Hitið eggjasykurblönduna yfir vatnsbaði og hrærið í á meðan, þangað til sykurinn er uppleystur. Best er að finna það með því að nudda blöndunni milli fingranna, gætið þess bara að brenna ykkur ekki. Þegar sykurinn er uppleystur, takið skálina af hitanum og skellið henni á hrærivélina (eða færið eggja sykurblönduna yfir í hrærivélaskálina ef þið notuðuð aðra skál). Þurrkið af þeytarastykkinu á hrærivélinni með borðediki eða sítrónusafa. Þeytið á háum hraða þangað til stífir toppar myndast. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið lítillega.
Á meðan marengsinn þeytist, skerið smjör niður í ca 2.5 cm kubba. Þegar marengsinn myndar stífa toppa, bætið smjörinu rólega út í, einum bita í einu, en þeytið áfram á
háum hraða. Leyfið hverjum smjör kubbi að blandast við kremið áður en næsta er bætt út í.
Hrærið áfram á háum hraða þegar allt smjörið er komið út í, þangað til blandan er orðin að silkimjúku smjör kremi. Í miðju ferlinu getur kremið hlaupið í kekki og þá líst ykkur eflaust ekki á blikuna, en haldið áfram að bæta smjörinu út í, hrærið vel og þið endið með þetta létta, fallega smjörkrem. Bætið vanilludropum og hvítu súkkulaði út í kremið, hrærið vel saman. Til að losna við loftið úr kreminu er gott að hræra kremið í 5 mínútur á lægsta hraða með K-inu (á Kitchen aid, annað sambærilegt á öðrum hrærivélum).
Samsetning: Sprautið kreminu á einn hafrakoss og myndið samloku með því að loka með öðrum hafrakossi.
Umsjón: Jenný Jóakimsdóttir
Leiðbeiningastöð heimilanna hefur alveg frá upphafi lagt áherslu á góða nýtingu. Hvort sem það er matur eða annað. Núna er matarsóun löngu orðið alvarlegt umhverfis vandamál. Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna er þriðjungi alls þess matar sem framleiddur er í heiminum sóað. Matarsóun er léleg nýting á auðlindum og fjármunum. Hver kannast ekki við að
versla fyrir hátíðir og stórar matarveislur og sitja svo uppi með ísskápinn fullan af afgöngum í marga daga á eftir.
Með ítarlegum innkaupalista og góðri áætlun má draga verulega úr matarsóun heimilanna. Á heimasíðu Leiðbeininga stöðvar heimilanna er að finna skjalið Magn á mann sem allir geta sótt og nýtt sér í skipulagningu innkaupa
Hér fyrir neðan er að finna nokkuð
ítarlegan lista um magn á mann á al gengum réttum sem bornir eru fram á jólum, áramótum og öðrum hátíðum. Njótið vel!
Nánari upplýsingar um ýmis ráð gegn matarsóun er að finna í greinum á vefn um www.leidbeiningastod.is Einnig er efni og fræðsla um matarsóun að finna á síðunni www.samangegnsóun.is.
• Í skjalinu okkar góða er talað um 2-2,5 dl af súpu og 50-75 g af fiski og kjöti.
• Ágætt er að miða við 1,5 - 2 dl af súpu áður en við berum fram þunga mál tíð.
• Salat 100 - 150 g
• Grafinn lax 100 g
• Reyktur lax 75 g
• Skeldýr (t.d humar, rækjur eða hörpu skel í salati ) 50 g
• Niðurskorið kjötmeti (t.d. grafið kjöt, tvíreykt ofl.) 50 - 75 g
• Grænmeti 75 g
• Kjúklingur/kalkúnn (tilbúinn í salati) 75 g
• Soðnar kartöflur ( t.d brúnaðar eða steiktar í ofni) 200 g
• Soðið rauðkál 100 - 150 g
• Soðið grænmeti 100 - 150 g
• Sósa, heit 0,5 - 1 dl
• Sósa, köld 0,5 dl
• Uppstúfur 1-1,5 dl
• Brauð 75 g
• Athugið að oft er það meðlætið sem endar í ruslinu. Það er gaman að elda flókna rétti og hafa fjölbreytt með læti með jólasteikinni. En mikilvægt að passa magnið! Spyrjum okkur t.d hversu margir í okkar hóp borða rósa kál, gulrætur, sætar kartöflur, baunir og allt hitt.
• Í magn á mann skjalinu er talað um 250-400 g af kjöti með beini eftir tegundum og 200- 250 g af kjöti án beina.
• Venjulegur skammtur af kjöti með beini er 250 g á mann. Með jólamat eins og Hamborgarhrygg er oftast tal að um að reikna með 400 g á mann. En þá er miðað við að við viljum gjarnan eiga smá afgang til að narta í daginn eftir.
• Svo þarf að huga að hversu mikið hlutfall af beinum er í kjötstykkinu sem við erum að elda.
• Úrbeinað hangikjöt 200 - 250 g
• Kalkúnn heill í jólamatinn 400 g (Ef ætlunin er að eiga smá afgang daginn eftir)
• Salat sem aðalréttur 150 - 200 g
• Grænmetisréttir 200 g
• Sem aðalréttur 2,5 - 3 dl
Í súpur:
• fiskur/skelfiskur /kjöt 150- 175 g
• Grænmeti 200-300 g
• Grjón 1-2 msk
Athugið að þetta er viðmið miðað við raunhæfa skammta. Alltaf þarf að taka mið af aldurssamsetningu gesta. Hvern ig er þinn hópur samsettur? Allir kann
ast við ofur spennt börn sem bara rétt narta í jólamatinn.
Reyndu að rifja upp hvað var það helsta sem fór til spillis hjá þér fyrra. Hvað dagaði upp í ísskápnum og lenti svo í ruslinu?
Mikilvægt er að ganga strax frá afgöng um sem eiga að geymast næstu daga. Látið ekki mat standa of lengi við her bergishita. Gangið strax frá í góð ílát, og setjið í ísskáp. Það sem ekki á borða næstu tvo - þrjá daga skal setja strax í frystinn.
Samloka úr afgöngum Læt fylgja með hér uppskrift að gómsætri samloku sem gera má úr afgangs kalkún eða hamborg ahrygg/skinku.
Hráefni: 4 súr epli 5 sellerí stilkar 1 dl valhnetur 2 dl sýrður rjómi 1 dl majónes ½ sítróna, safinn Salt og svartur pipar Nokkur salatblöð Góðar sneiðar af skinku eða kalkún Brauð
Aðferð: Afhýðið og skerið eplin í litla bita. Kreistið smá sítrónusafa yfir bitana. Skerið selleríið í jafna litla bita.
Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi og sítrónu í salatskál. Blandið saman við epli og sellerí. Kryddið með salti og pipar.
Saxið valhneturnar gróft og hellið yfir salatið. (eða notið af gang af Waldorfsalati)
Setjið á milli tveggja brauð sneiða; Waldorfsalat, nokkur salat blöð og sneiðar af skinku- eða kalkún sneiðum.
Umhverfisdagur var haldinn í Sam komusal Kvennaheimilisins Hall veigarstöðum Laugardaginn 22. október síðastliðin. Þetta var í fjórða sinn sem Kvenfélagasambandi Íslands býður gestum til sín á svona umhverfisdag og í fyrsta sinn eftir Covid og það var greini legt að fólk var spennt að mæta aftur til okkar á Hallveigarstaði.
Sett var upp saumaverkstæði kven félagskvenna. Þar sem þær aðstoðuðu við og gáfu góð ráð við fataviðgerðum og breytingar á fatnaði. Fataskipti markaðurinn var á sínum stað, þar sem gestir mættu með fatnað sem ekki er lengur í notkun og skiptu í annað sem nýttist betur.
Að þessu sinni var þema dagsins Endur nýting á Textíl. Fengum við til okkar nokkrar hugmyndaríkar konur sem voru með sýnikennslu og kynn ingu á ýmsu sem tengist endurnýtingu á Textíl.
Sigríður Júlía Bjarnadóttir kennari og myndlistamaður mætti með fatnað sem hún hannar upp úr endurnýttu til að vinna á risa fatahrúgunni sem skapast á hverju ári með tilheyrandi sóun. Hún hóf verkefnið SKRAUTA endurtekið efni haustið 2019. Ólöf Sveinhildur Helgadóttir sýndi poka og töskur úr endurnýttum Textíl sem hún hannar og framleiðir undir nafninu Sveinu pokar.
Ingunn Hróðný Guðjónsdóttir sýndi hvernig hún endurnýtir gallabuxur og saumar t.d svuntur, pottaleppa og töskur. Ingunn hannar sínar vörur undir merk inu Made by Hróðný.
Sigríður Tryggvadóttir í Saumahorni
Siggu, setti upp örvinnustofu í fatabreyt ingum og sýndi hvað er hægt að gera til að breyta flíkum á skemmtilegan hátt. Hún kynnti líka Vinnusmiðjurnar sínar í fatabreytingum og saumaskap. Haf dís Bjarnadóttir hefur verið að spinna band úr garnafgöngum í nokkur ár. Hún notar aðallega ullarband í bland við nýja íslenska ull í endurvinnslugarnið. Gestir voru áhugasamir að sjá hvaða handtök hún notar til að kemba og spinna endur vinnslubandið. Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í Textíl og hönnun kynnti bækur sem hún hefur gefið út um Textíl, sjálf bærni og saumaskap.
Það var mikil stemming á Hallveigar
stöðum og myndaðist skemmtilegt sam tal milli þeirra sem sýndu og gestanna sem mættu til okkar. Markmiðið með deginum var að sýna fram á að það er hægt að endurnýta allan Textíl á fjöl breyttan hátt. Með því að gera við og breyta getum við nýtt flíkurnar lengur og hægjum þannig á því hversu mikið við neytum og tryggjum að minna fari til spillis.
Umhverfisdagurinn er hluti af verk efni Kvenfélagasambands Íslands „Vit undarvakning um fatasóun“ sem styrkt er af Umhverfis- orku og loftslagsráðu neyti.
Það þarf að huga að mörgu þegar jólin ganga í garð og eitt af aðalat riðunum eru jólagjafirnar. Við í minni fjölskyldu, höfum alltaf reynt að vera tímanlega í jólagjafakaupum, allavega að vera búin að safna hugmyndum að gjöfum fyrir fjölskyldu og vini. Okkur finnst nefnilega gott að geta strikað út af listanum það sem þarf að gera og græja fyrir jólahátíð ina og reyna að njóta desembermánaðar sem mest án þess að vera í stresskasti að kaupa gjafir á síðustu stundu, ég tala nú ekki um þegar fjölskyldufaðirinn á heim ilinu á afmæli 23. desember.
Við erum ósköp venjuleg kjarnafjöl skylda með tvær stelpur, aðra nýbyrjaða
Gjafaöskjur frá Olifa sem eru hágæða ítalskar vörur. Ég nota mjög mikið af vörum frá þessu merki og gef þeim öll mín meðmæli. Þessar öskjur eru ekki ein ungis fyrir matgæðinga, heldur alla fjöl skylduna og geta skapað góðar samveru stundir í eldhúsinu. Úrvalið er mikið og það er hægt að velja mismunandi vörur í í gjafaöskjurnar. Ekki skemmir fyrir að líftími Olifa varanna er ekki eins stuttur og aðrar matargjafir. Einnig eru allar umbúðirnar endurvinnanlegar.
Olifa gjafaöskjurnar fást á olifa.com
í skóla og hina í leikskóla. Ég get ekki sagt að við séum fullkomin fjölskylda í flokkun og endurvinnslu, en við erum meðvituð um umhverfið okkar og erum að reyna að bæta okkur á ýmsan annan hátt. Þessi jól hef ég hugsað mér að gefa gjafir sem eru að einhverju leyti um hverfisvænar en á sama tíma sniðugar og nytsamlegar.
Þegar ég vel gjafir fyrir aðra kaupi ég iðulega gjafir, sem mig sjálfa langar í, handa mér eða stelpunum mínum, eða ég hef sjálf góða reynslu af. Ég hef sett saman lista af nokkrum gjafahug myndum sem á einn eða annan hátt eru umhverfisvænar og ég hef hugsað mér að gefa þessi jólin:
Þetta ferðamál heldur hita á drykkjum á borð við kaffi og te þar sem það er vel einangrað. Ferðamálið er mjög sniðugt að mörgu leyti þar sem það er kjörið til að taka með sér í vinnuna eða skólann. Sérstaklega þegar maður er fastur lengi í umferðar teppu, getur þetta verið algjör nauðsyn á leiðinni á áfangastað. Ég hef sjálf góða reynslu af þessu ferðamáli þar sem töluverð vegalengd er á vinnustað minn og finnst mér gott að grípa kaffi með mér í þessu ferðamáli. Þetta heldur vel hita á drykkjum og þægilegt að það er pressulok að ofan til að drekka úr og það lekur ekki úr málinu. Svo eru þau líka til í allskonar litum. Þú ert strax að hjálpa umhverfinu með því að velja margnota ferðamál fram yfir einnota ferðamál.
Stelton ferðamál fást í verslunum Epal og á epal.is
Umhverfisvænar flöskur frá 24Bottles. Þessar flöskur halda drykkjum sem settir eru í þá ann að hvort heitum eða köldum eftir því hvort er sett í þá og gerir það allt að 24 tíma með kalda drykki og 12 tíma með heita. Líkt og með fyrrnefndan hitabolla þá er þetta kjörið til að hafa meðferðis hvert sem er. Mér finnst sjálfri nauðsynlegt að vera með svona flösku við höndina þar sem þetta minnir mig líka á að vera dugleg að drekka vatn. Þetta er sniðug gjöf fyrir alla, gott fyrir allan aldur til að taka með sér í skóla og vinnu og það sem bætist við er að þetta er líka kjörin gjöf fyrir þá sem eru mikið í gönguferðum um náttúru landsins. Einnig þá sem vilja halda drykknum sínum köldum þegar þeir eru á æfingu. Þessar flöskur eru til í nokkurm stærðum og litum.
24Bottles fást í verslunum Epal og á epal.is
Sparkling tea er frá bær tæki færisgjöf sem og jóla gjöf. Þetta freyðite er drykkjar tegund sem inniheldur lífrænt te. Sparkling tea er framleitt úr vönduðu hrá efni með það markmið að vera besti óáfengi drykkur sem völ er á. Fullkominn drykkur fyrir full orðna sem og unga til að skála saman yfir hátíðirnar.
Sparkling tea fæst á tefelagid.is
Ég er alltaf að verða meiri áhuga manneskja um tedrykkju og finnst gaman að læra um mismunandi teg undir af tei. Það er um nokkra gafa pakka að ræða og finnst mér þessi matc ha byrjendapakki hljóma mjög vel þar sem hann inniheldur alla þá hluti sem nauðsynlegt er til að búa til gott matcha-te.
Matcha byrjendapakki fæst á tefelagid.is
Upplifanir í stað pakkagjafa eru mjög umhverfisvænn og góður kostur fyrir jólagjafir og er úr ýmsu að velja. Til að mynda eru leikhúsmiðar oft vinsæl gjöf um jólin. Slíkar gjafir eru ekki einungis fyrir fullorðna heldur líka góð gjöf fyrir börnin, í stað þess að fá enn eitt dótið sem hverfur inn í barnaherbergið. Í Þjóðleikhúsinu er til dæmis sýn ingin Draumaþjófurinn en þar er einnig boðið upp á leikhúsnám skeið með Gunnari Helgasyni leikstjóra, fyrir börn og fullorðna í tengslum við sýninguna. Í Borg arleikhúsinu eru einnig sýningar fyrir börn, meðal annars Hvíta tígrisdýrið og Tjaldið. Tjaldið er upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára. Þar fá börnin að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann.
Leikhúsmiðar hjá Þjóðleik húsinu fást á leikhusid.is og hjá Borgarleikhúsinu á borgarleikhus.is
Viðtal við Hólmfríði Þorgeirsdóttur, verkefnisstjóra næringar hjá embætti landlæknis
og fjölbreytt fæða skiptir miklu máli fyrir heilbrigði og vellíðan fólks. Á vegum embættis landlæknis hafa reglulega verið unnar hinar ýmsu rann sóknir á mataræði Íslendinga og embætt ið vinnur ráðleggingar um mataræði og fræðsluefni varðandi næringu fyrir hina ýmsu hópa. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, hefur fylgst með mataræði landans um langt skeið.
Mataræði Íslendinga Aðspurð um hvað einkenni sérstaklega mataræði Íslendinga segir hún það ef til vill helst vera litla neyslu á afurðum úr jurtaríkinu þ.e. grænmeti, ávöxtum, hnetum, fræjum og heilkornavörum. Það væri mikill heilsufarslegur ávinn ingur af því að auka neyslu á þessum fæðutegundum auk þess sem það er betra fyrir umhverfið.
Á vegum embættis landlæknis fór fram landskönnun á mataræði Íslend inga 2019-2021 í samstarfi við Rann sóknastofu í næringarfræði við Há skóla Íslands. Í þeirri könnun kom í ljós að mataræðið hefur bæði þokast í átt að ráðleggingum um mataræði og fjær þeim, allt eftir því hvaða fæðuflokkar og næringarefni eru skoðuð. Mikill breytileiki er í mataræði á milli kynja og aldurshópa. Það er jákvætt að neysla á viðbættum sykri hefur minnkað og er það sérstaklega vegna minni neyslu á sykruðum gosdrykkjum en neysla á þeim minnkaði um 40% frá 2010-2011. Þrátt fyrir að sykurneysla hafi minnkað fær enn um þriðjungur í yngsta aldurs hópnum (18-39 ára) yfir 10% orkunnar úr viðbættum sykri en neyslan ætti ekki að fara yfir þau mörk samkvæmt ráð
leggingum. Einnig hefur neysla á rauðu kjöti minnkað um 10% og 40% lands manna borða minna en 500 grömm á viku eins og ráðlagt er. Hins vegar má líka sjá neikvæða þróun þar sem neysla á ávöxtum hefur minnkað síðan 2010–2011, neysla á grænmeti stendur í stað og neysla á heilkornavörum mætti vera talsvert meiri. Einungis 2% þátttakenda náðu að borða 500 grömm af grænmeti og ávöxtum daglega eins og ráðlagt er. Það er mikilvægt að borða meira af heilum ávöxtum og grænmeti og öðrum afurðum úr jurtaríkinu til að tryggja að við fáum nóg af til dæmis vítamínum, steinefnum, trefjum og öðrum jurta efnum sem hafa jákvæð áhrif á heilsuna.
Joðneysla hefur minnkað um 20% að meðaltali frá síðustu landskönnun og þá sérstaklega hjá yngsta aldurshópi kvenna, sem kemur aðallega til vegna minni mjólkurneyslu og lítillar fiskneyslu í þeim hópi. D-vítamínneysla þeirra sem ekki taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa er langt undir ráðlögðum dagskammti (15–20 míkrógrömm á dag) eða 5 mík rógrömm að meðaltali á dag en rúmlega helmingur þátttakenda (55%) sagðist taka D-vítamín sem fæðubótarefni reglu lega (lýsi, perlur, töflur eða úða) eins og ráðlagt er. Meðalneysla á fólati er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna en konum á barneignaraldri er ráðlagt að taka fólat sem bætiefni og 12% þeirra gera það. Það er líka mikilvægt að fá fó lat úr fæðunni og er það helst að finna í grænmeti, hnetum, baunum og sumum tegundum ávaxta.
Niðurstöðurnar benda því til að vert sé að beina athyglinni sérstaklega að yngstu aldurshópum karla og kvenna (18-39 ára) sem virðast síður fá mikilvæg
næringarefni í nægjanlegu magni miðað við eldri landsmenn.
Mataræði barna Næring barna fyrstu aldursárin leggur grunninn að fæðuvenjum þeirra til fram tíðar. Hólmfríður segir mataræði hafa áhrif á líðan og heilsu þeirra til skamms og langs tíma litið. Því sé mikilvægt að börnin fái tækifæri til að borða fjöl breyttan og hollan mat bæði til þess að matarsmekkur þeirra verði fjölbreyttur og þau dafni og þroskist eðlilega. Mælt er með að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá nátt úrunnar hendi svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ heilkornavörur, baunir, linsur, en einnig feitan og magran fisk, jurtaolíur, mjólkurvörur og kjöt í hófi ásamt vatni til drykkjar. Hins vegar ætti að takmarka neyslu á unnum mat vörum sem innihalda oft mikið af mett aðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur. Það hafa ekki verið framkvæmdar kannanir á mataræði barna nýlega, síðast landskönnun á mataræði 6 ára barna á árunum 2011-2012. Þá kom í ljós að um fjórðungur af heildarorku í mataræði þeirra kom úr matvælum með lága næringarþéttni, þ.e. sem inni halda lítið af næringarefnum eins og vítamínum, steinefnum og trefjum en eru orkurík (t.d. kexi, kökum, gosi- og svaladrykkjum, sælgæti, snakki og ís). Neysla á ávöxtum og grænmeti var ekki í samræmi við ráðleggingar og einungis fjórðungur barnanna neytti ráðlags dag skammts af D-vítamíni. Það eru trúlega enn í dag svipaðar áskoranir í mataræði barna og hjá fullorðnum. Samkvæmt
upplýsingum úr Ísskrá sem skólahjúkr unarfræðingar safna þá kom í ljós að einungis 51% nemanda í 1. bekk tóku D-vítamíngjafa veturinn 2021/22 þann dag sem þau fóru í viðtal til skólahjúkr unarfræðings. Í rannsókn sem birtist í Læknablaðinu árið 2020 var greint frá niðurstöðum úr rannsókn sem fylgdi börnum (fædd 1999) eftir á höfuðborgar svæðinu í 10 ár og mældur var reglulega styrkur D-vítamíns í blóði eða alls fjórum sinnum. Í ljós kom að í öllum mæling unum voru um eða yfir 60% barna með lægra gildi D-vítamíns í blóði en ráð lagt er. Það er mikil áhersla hjá embætti landlæknis að hvetja alla landsmenn til að taka D-vítamín sem fæðubótarefni og hefur það í rauninni verið áhersluatriði allt frá fyrstu ráðleggingum (manneldis markmiðum) árið 1986 og einnig fyrr. Á haustin beinum við athyglinni sérstak lega að foreldrum 6 ára barna, að muna eftir að gefa börnunum lýsi eða annan D-vítamíngjafa þar sem þau fá ekki leng ur lýsi í leikskólanum. Unglingar virðast einnig síður muna eftir að taka D-víta mín samkvæmt gögnum úr Ísskrá.
Mataræði á meðgöngu og við brjóstagjöf Konur þurfa að huga vel að mataræði á meðgöngu og við brjóstagjöf. Fjöl breytt og hollt mataræði skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barns í móður kviði og stuðlar að heilbrigði þess síðar á ævinni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir líðan og heilsu móðurinnar sjálfrar og stuðlar að hæfilegri þyngdaraukningu á meðgöngunni.
Að sögn Hólmfríðar geta verðandi mæður undirbúið sig fyrir meðgöngu með því að borða fjölbreyttan nær ingarríkan mat samkvæmt opinberum ráðleggingum um mataræði. Einnig er mælt með því að taka fólattöflur helst að minnsta kosti mánuði fyrir þungun og fyrstu 12 vikur meðgöngu. Það þarf líka að muna eftir því að taka D-vítamín sem bætiefni (lýsi, perlur, töflur eða úða) því D-vítamín er í fáum fæðutegundum, helst í feitum fiski svo sem laxi, bleikju og síld. Hafi D-vítamín ekki verið tekið fyrir þungun er ráðlagt að taka heldur stærri skammta (1000-2000 AE á dag) fyrstu vikur meðgöngunnar. Sömu leiðis er konum sem ekki borða fisk og mjólkurvörur bent á að taka joð sem
bætiefni bæði fyrir meðgöngu og meðan á meðgöngu stendur. Joð sem bætiefni er ekki hægt að kaupa eitt og sér, þann ig að kaupa þarf fjölvítamín sem inni heldur 150 µg af joði. Joð er mjög mikil vægt fyrir þroska fósturs og einnig fyrst eftir fæðingu. Svo er einnig mikilvægt að huga að því að fá nægjanlegt magn af járni, kalki og ómega3-fitusýrum á með göngu.
Það er rétt að taka fram að þó að fiskur sé frábær næring á meðgöngu þá er barnshafandi konum ráðlagt að forð ast að borða hann hráan eins og grafinn
fisk, kaldreyktan fisk, sushi með fiski, súrsaðan hval og hákarl. Þær ættu ekki heldur að borða þorskalifur, sverðfisk og stórlúðu. Aðrar fæðutegundir sem ber að forðast á meðgöngu eru hráar bauna spírur, ógerilsneydd mjólk og ostar/af urðir úr ógerilsneyddri mjólk, hrátt kjöt, hrá egg, fýll, fýlsegg, þari og þaratöflur.
Það er gaman að segja frá því hér að nýlega hafa verið birtar ráðleggingar fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti sem eru á grænkerafæði (vegan mataræði) og einnig fyrir börn að 6 ára aldri sem eru á slíku mataræði.
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
FRÁ STÓRABRETLANDI
SLÖG AF DÝRI SKORU Í VATNSBOTNI ÞAKHÆÐ
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
LÍTILL UMSTANG
FROSTSKEMMD
2 ÖRLÖG MORGUNKALLIÐ LÍKA ÍSALÖGUM ÞUL
KLÖPP Í SJÓ NÚMERARÁÐNING FITUBORINN BER SAMAN
1
MANNSNAFNS SKJÖGRA PREST NAUMUR
SNJÓLAUSA SVAÐILFÖR Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
HÚS
TRÉMJÖL EINSÖNGSLAGI FYRSTA FLOKKS
3 MEÐLIMANNA FRÁ LANGBARÐALANDI
4 MANNSNAFN SV-ASÍUBÚAR USLI
BLAUTAN KOSS VERSNA KVENDÝRIÐ MJÖG SKAMMA
FRÁ GRIKKLANDI KEISARI
6 RÓMVERSK TALA LÆRLING PLÆGJA FITNAR
MANNSNAFN FISKVINNSLA
8 BLÝKÚLUR SPIL DRULLAN GREINAMERKI
SPRÆKUR NÁÐHÚSS VAGNHLASS SINNIR SLOTA GEISLANA DRUKKNU SALERNI HAMSLEYSIS
ÁRVEKNIN FLJÓT Í FLOKKUNARFRÆÐI
MENJAR FYLGT EFTIR
BREYTI UM STEFNU
AUÐBRÆDDAN MÁLM GOTT EÐLI STREYMIÐ 7 UPPHAFNASTA Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
ÞRIGGJA PERSÓNA SPIL
KARLFUGLSINS TÍÐLITIÐ
5 RÁNDÝRIN Frístundar krossgátur © Húsfreyjan
Lausnarorð berist útgefanda fyrir 15. janúar nk. merkt KROSSGÁTA. Verðlaun: Endurminningar Guðrúnar Borgfjörð frá Bókaútgáfunni Sæmundur. Eru heillandi saga um líf og hugarheim alþýðukonu á seinni hluta 19. aldar. Þær birtast nú óstyttar og veglega myndskreyttar í nýrri útgáfu sem Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur ritstýrir. Þær líta aldrei undan frá Bókaútgáfunni Sæmundur. Smásögur Kristins R. Ólafssonar spanna allt frá glæpum og harmgáska til hins dularfulla ef ekki dulúðlega og eru ritaðar á mergjaðri íslensku Eyjamannsins. Bókin er tvímála, íslensk og spænsk. Varurð frá Bókaútgáfunni Sæmundur. Ljóða bókin er sjötta bók Draumeyjar Aradóttur. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst les endum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans. Lausnarorð í 3. tbl 2022: Efnilegur Vinningshafar, Jóna S. Jóhannsdóttir, Hafnarfirði fær Og svo kom vorið frá Sæmundi. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, Selfossi fær Vegur mannsins frá Sæmundi. Atli Vigfússon, Húsavík fær Birtingaljóð og laus mál frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.