KONA FER Í FERÐALAG

SOFNUM
EKKI Á
VERÐINUM STELPUR!
Elskað fólk elskar fólk
KONA FER Í FERÐALAG
SOFNUM
EKKI Á
VERÐINUM STELPUR!
Elskað fólk elskar fólk
á Ísafirði 11.–13. október 2024
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER
16:00 - 17:30 Skráning þátttakenda og afhending gagna
15:00 - 16:30 Formannaráðsfundur (formenn héraðssambanda KÍ) í Edinborgarhúsinu
18:00 Þingsetning í Ísafjarðarkirkju
Tónlistaratriði
Ávörp
19:30 – 21:00 Móttaka í Edinborgarhúsinu
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER
9:00 Þingfundur hefst í Edinborgarhúsinu
· Kosning embættismanna þingsins Skýrslur og umræður
Mál lögð fyrir þingið, ályktanir og lagabreytingar
10:30 – 12:00 Vinnustofa og fyrirlestur
12:00 Hádegisverður
13:00 Þingfundi framhaldið
· Húsfreyjan 75 ára
Kynning frambjóðenda til embætta KÍ
14:00 Valkyrjur milli fjalls og fjöru
Fyrirlestrar um þema þingsins í boði SVK
Kvölddagskrá og hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu Bolungarvík
18:30 Rútur fara í Bolungarvík
19:30 Fordrykkur
20:00 Hátíðarkvöldverður og dagskrá í boði SVK í Félagsheimilinu Bolungarvík
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER
09:00 Komum okkur í gang
09:30 Vinnustofa
11:00 Þingfundi framhaldið Tímasetning 41. landsþings KÍ árið 2027
· Umræður, niðurstöður og ályktanir
· Kosningar í embætti KÍ
· Önnur mál
13:00 Þingslit
13:15 Hádegisverður og heimferð
*Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar
Þinggjald án gistingar: 41.500 kr.
GISTING HÓTEL HORN OG HÓTEL TORG
Verð pr. mann í tvær nætur með morgunverði:
Tveggja manna herbergi: 26.000 kr.
með þinggjaldi alls: 67.500 kr.
Þriggja manna herbergi: 23.000 kr.
með þinggjaldi alls: 64.500 kr.
GISTING GAMLA GISTIHEIMILIÐ
Verð pr. mann í tvær nætur með morgunverði: Tveggja manna herbergi: 20.000 kr.
með þinggjaldi alls. 61.500 kr.
Þriggja manna herbergi: 17.500 kr.
með þinggjaldi alls: 59.000 kr.
Tilgreina skal herbergisfélaga þegar pantað er.
Greiðsla þarf að berast samhliða skráningu.
Einnig er í boði að panta sérstaklega gistingu í stærri herbergi 4 til 7 manna á Gistiheimilinu og á Hosteli Ísafjarðar. Hentar vel fyrir hópa. Gisting pr. mann frá 16.000 kr. í tvær nætur. Hafa skal samband við Jenný á skrifstofu KÍ til að panta í þau herbergi. Sendið póst á landsthing@kvenfelag.is eða hafið samband í síma 552 7430 . Til að tryggja sem flestum gistingu er ekki í boði að panta einstaklingsherbergi.
Allir sem kaupa gistingu í gegnum KÍ eru með innifalinn morgunmat sem er borinn fram á Hótel Torgi frá klukkan 7 til 9.
Innifalið í þinggjaldinu er seta á landsþinginu, þinggögn, málsverðir, hátíðarkvöldverður og annað það sem skráð er í dagskrá landsþingsins.
Skráning skal berast fyrir 24. september 2024.
Athugið! Ekki verður hægt að fá endurgreiðslu þátttökugjalds eftir 24. september 2024. Eftir þann tíma er eingöngu möguleiki á nafnabreytingu sem skal sendast á landsthing@kvenfelag.is
Gestgjafar þingsins eru konur í Sambandi vestfirskra kvenna.
Allar kvenfélagskonur innan KÍ eru velkomnar á landsþingið.
Leiðari Húsfreyjunnar
Heilsan í fyrsta sæti
Sigríður Ingvarsdóttir ritstjóri
Foreldrahlutverkið
6
11
14
Að eiga einstakt barn
Viðtal við Sesselju Ingibjörgu
Barðdal Reynisdóttur
Viðtal
Það var aldrei í boði að gefast upp
Guðný Guðmundsdóttir
Smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar
Sögur til að lesa og njóta
Guðrún Þóranna Jónsdóttir
Smásagan
15
Landakort
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Kvenfélagasamband Íslands
18
Sofnum ekki á verðinum stelpur
Eva Björk Harðardóttir
Atvinnustarfsemi
20
Kertaframleiðsla og
ferðaþjónusta á Vestfjörðum
22
Einmanaleiki
Elskað fólk elskar fólk
Aðalbjörg Helgadóttir 28
Hannyrðahornið
Prjónað á yngstu kynslóðina
Sjöfn Kristjánsdóttir
Sædís Ólöf Þórsdóttir 49
Umhverfismál og vistrækt
Að rækta garðinn sinn
Hildur Dagbjört Arnardóttir
Matarþáttur Húsfreyjunnar
Guðrún Guðjónsdóttir 40
Bragðgott og smekklegtÍ boði Bjarkar Jónsdóttur söngkonu
Albert Eiríksson
Ferðasaga
Kona fer í ferðalag
Krossgátan Frístund 25
Leiðbeiningastöð heimilanna Hversu oft ættir þú að þvo rúmfötin þín?
Jenný Jóakimsdóttir
51
Þankagangur Langar mig að verða forseti?
Linda B. Sverrisdóttir
Sagt er að heilsuhraustur einstaklingur eigi þúsund óskir en heilsulaus einstaklingur aðeins eina, það er að ná aftur góðri heilsu. Heilsa fólks samanstendur af líkamlegri, andlegri og félagslegri líðan. Það er mikilvægt að huga vel að öllum þessum þáttum. Við þurfum sjálfar að axla ábyrgð á eigin heilsufari t.d. með því að hreyfa okkur reglulega, huga að heilsusamlegu mataræði, fá nægan svefn, forðast óhóflega streitu, sneiða hjá tóbaksnotkun, stilla áfengisneyslu í hóf, vernda okkur gegn geislum sólar og huga að daglegum heilsusamlegum lífsstíl. Því til að njóta lífsins til fulls eigum við að leitast við að vera í okkar besta formi og heilar heilsu.
Ástandsskoðun og skimanir
Það þykir eðlilegt að mæta með bílinn í reglulega ástandsskoðun en því er það sama ekki upp á teningnum hvað varðar ástandsskoðun á líkama og sál? Það er mikið áhyggjuefni hve mikið hefur dregið úr
þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum hér á landi. Árið 2022
mættu aðeins
52% þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun og 62% þeirra
sem fengu boð í leghálsskimun samkvæmt ársuppgjöri Embættis landlæknis. En hlutfallið var 74% í leghálsskimun árið 2009. Þátttaka í skimunum hér á landi er nú komin undir viðmið OECD. Þátttakan í krabbameinsskimunum hér á landi hefur minnkað jafnt og þétt um nokkurra ára skeið þvert á þá þróun sem á sér stað erlendis.
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna á Íslandi og hefur nýgengi þess aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur þó almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi samanborið við Norðurlöndin. Til að greina krabbamein á fyrstu stigum eru skimanir besta verkfærið sem völ er á, en til að þær gagnist verður fólk að sjálfsögðu að mæta í þær. Krabbamein er algengasta dánarorsök fólks á aldrinum frá 35-79 ára. Á Íslandi greinast að meðaltali 1853 einstaklegar árlega með krabbamein og 628 manns látast að meðaltali úr sjúkdómnum. Fyrir meðhöndlun sjúkdómsins skiptir öllu máli að krabbamein greinist snemma enda eru batahorfurnar þá mun betri og þær meðferðir sem einstaklingar þurfa að fara í minna íþyngjandi.
Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 2. tölublað, 75. árgangur, maí 2024 Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt Árgangur kostar 6.900 kr. m. vsk. í áskrift. Hvert blað kostar í lausasölu 2.250 kr. Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Eva Hilmarsdóttir, Eyjafirði, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi og Þóra Sverrisdóttir, A-Húnavatnssýslu. Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Sigríður Ingvarsdóttir, singvarsd@gmail.com.
Viltu gerast áskrifandi?
Andleg heilsa
Andleg heilsa er ekki síður mikil-
væg en líkamleg heilsa. Streita og áföll eru oft stórir áhrifaþættir á okkar andlegu velferð, auk þess sem álagsþættir í umhverfinu skipa stóran sess s.s. fjárhagsáhyggjur, álag og félagslegar aðstæður. Það reynist mörgum erfiðara að leita sér aðstoðar varðandi andleg veikindi frekar en líkamleg. Það reynist mörgum mun erfiðara að panta sér tíma eða leita til fagaðila með brotna sál heldur en brotið bein.
Geðorðin 10 byggja á þekktum aðferðum til að efla góða geðheilsu og auka vellíðan. Þau eru einföld og allir geta tileinkað sér þau.
1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
4. Lærðu af mistökum þínum.
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.
Verum ábyrg gagnvart eigin heilsufari, tökum mark á ráðleggingum um heilsusamlegan lífsstíl, hlustum á eigin líkama, tileinkum okkur geðorðin 10 og mætum í skimanir þegar við fáum boð um það.
Sigríður Ingvarsdóttir, ritstjóri Húsfreyjunnar
Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands. Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, husfreyjanauglysingar@gmail.com. Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík. Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430. Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð á umhverfisvænan pappír.
Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552
Páls
íður IngvarsdóttirMyndir: Silla
ón : Sigr
Umsj
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir er ein af þeim konum sem virðist alltaf vera í góðu skapi, full af orku og geta tekist á við hvað sem er með bros á vör. Fyrir rúmum 5 árum eignuðust þau hjónin, Sesselja og Einar, barn með afar sérstakan sjúkdóm. Sesselja segir að þrátt fyrir að ímynd okkar sé á einn veg þá sé okkur úthlutað ýmsum verkefnum sem valda allskonar áskorunum. Að sjálfsögðu er það alltaf okkar val með hvaða hugarfari við tökumst á við erfiðleika en svo koma líka til ytri aðstæður s.s. hvernig innviðir samfélagsins taka á málum með okkur.
Sesselja hefur lengi lifað og hrærst í nýsköpunarumhverfinu. Hún er nú framkvæmdastýra DRIFTAR EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Áður en hún tók við þessu starfi var hún framkvæmdastýra nýsköpunarog orkuverkefnisins EIMS. Hún hefur unnið mikið með fjárfestum og frumkvöðlum og undir hennar forystu var stofnuð grasrótarhreyfingin Norðanátt, sem er hreyfiafl nýsköpunar á norðurlandi. Hún er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA gráðu í viðskiptum og stjórnun frá Háskóla Íslands og er einnig með sveinspróf í framreiðslu frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Á sínum tíma stofnaði hún ásamt tengdafjölskyldu sinni fyrirtækið Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit og starfaði þar sem framkvæmdastjóri.
Fann ástina á Króknum Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Ég á stóra og samheldna fjölskyldu og er mjög stolt og þakklát fyrir hana; systkini, maka, öll frændsystkinin og er ég sérstaklega þakklát fyrir foreldra mína og tengdaforeldra. Ég flutti til Akureyrar þegar ég var 19 ára eftir að ég kynntist manninum mínum Einari Aðalsteinssyni á Króknum en hann var búsettur
þar um tíma þar sem hann spilaði körfubolta með Tindastól. Ég giftist Einari þegar ég var 30 ára og eigum við saman þrjár flottar stelpur; Ásdísi Rós Barðdal Einarsdóttur fædda 2008, Helenu Lóu Barðdal Einarsdóttur fædda 2012 og Selmu Sól Barðdal Einarsdóttur fædda 2019. Við erum búsett á Akureyri og þar líður okkur afskaplega vel. Mér þykir ótrúlega vænt um Norðurland, hér er allt mitt fólk og hér er virkilega gott að búa. Stutt er á milli staða, auðvelt að stunda útivist og fjölbreytt menning og þjónusta er í boði.
Sólargeisli sem breytti lífi okkar Selma Sól yngsta dóttir okkar er 5 ára frá því í mars. Hún er einstök stelpa en hún fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Apert Syndrum. Ég hef sagt það áður í viðtali að hún hefur breytt lífi okkar. Breytingar geta verið flóknar en eru einnig svakalega góðar. Selma Sól er algjör sólargeisli. Hún hefur áhrif á allt og alla í kringum sig, ekki síst með því að vera bara hún sjálf.
Við hjónin vorum alls ekki undirbúin fyrir þetta mikla ferðalag sem hófst með fæðingu Selmu Sólar 19. mars 2019 og hefur nú staðið í rúm 5 ár. Ég var að klára MBA námið og var að rembast við að klára lokaritgerðina mína fyrir fæðinguna. Selma lét bíða eftir sér og ég
var sett af stað í fæðingu eftir 42 vikna meðgöngu. Þetta var án efa erfiðasta fæðingin mín. Ég man bara að ég var gjörsamlega uppgefin þegar barnið kom í heiminn. Ég man ekki eftir að hafa séð hana strax þegar hún fæddist eins og hinar stelpurnar, því hún var strax tekin frá mér en Einar fylgdi henni eftir. Mér leið eins og ég hefði verið í aðgerð en ekki að fæða barn. Ég var einhvern veginn uppfull af tilfinningum en samt ekki með þær tilfinningar sem ég hafði upplifað áður. Einar hins vegar réði ekki við sig, hann varð svo ástfanginn af litlu stelpunni okkar strax við fyrstu sýn. Hann kom fljótlega til mín og sagði mér hvað hún væri dásamleg og mikill karakter. Ég man að hann sagði að þetta yrði ekkert mál. Hann hafði meiri áhyggjur af mér og að ég væri ekki búin að tengjast henni og sjá hvað hún væri dásamleg. Fljótlega fékk ég hana til mín og vissi strax að við værum á leiðinni í nýja vegferð sem við vissum ekki nákvæmlega hvernig yrði. Ég hef stundum lýst þessu atviki á þann veg að við vorum sannarlega búin að plana nýtt ævintýri með þessum nýja einstaklingi sem var að koma í heiminn og bætast við í okkar kjarnafjölskyldu. Þetta er eins og að hafa ákveðið að flytja á einn stað en lenda svo óvart á allt öðrum stað. Sjokk í fyrstu en svo áttar maður sig á að nýi staðurinn
hefur líka upp á margt að bjóða, nýjar áskoranir, nýtt umhverfi sem þarf að aðlagast og mikið af frábærum einstaklingum sem við höfum kynnst í gegnum þær nýju aðstæður sem við búum nú við. Ég fékk einhvern aukakraft frá Selmu Sól, ég var ekki leið heldur meira ákveðin í að þetta myndi ekki brjóta okkur niður heldur styrkja. Ég man að ég upplifði aldrei uppgjöf eða erfiðleika heldur miklu frekar meiri kraft og verkefni sem við myndum leysa.
Sjúkdómur Selmu Sólar Selma Sól fæddist með sérstakan sjúkdóm sem kallast Apert syndrum. Apert er stökkbreyting á geni og á sér stað í móðurkviði. Stöðugar breytingar eiga sér stað frá náttúrunnar hendi þegar barn þroskast í leginu, en Apert heilkennið tengist neikvæðri stökkbreytingu sem gerir það að verkum að beinin fara ekki í sundur í höfði, fingrum og tám. Höfuðbeinin, fingur og tær eru samvaxin þegar barn fæðist og gómur lokast ekki. Breytingar eru eingöngu útlitslegar, vitsmunaþroskinn er eðlilegur. Stökkbreytingin
virðist í nánast öllum tilvikum algjörlega tilviljanakennd, en ekki genatengd og líkurnar á að fæðast með þennan sjúkdóm eru 1 á móti 65 þúsund.
Það er ekki til nein ein rétt leið til að takast á við svona aðstæður. Við Einar eigum mjög gott bakland. Við eigum stórar og samheldnar fjölskyldur og góða vini. Við höfum einnig leitað til og hitt marga sérfræðinga. Þegar Selma Sól fæddist fengum við lista af nöfnum sérfræðinga. Við hittum strax geðlækni sem hjálpaði okkur mikið fyrstu mánuðina. Eldri dætur okkar hafa einnig hitt sálfræðinga og aðra ráðgjafa. Við Einar hittum svo hjónaráðgjafa á sl. ári, sem hjálpa okkur að koma öllum þessum nýju verkefnum sem við fengum í fangið, inn í líf okkar, hjálpaði okkur að deila verkefnum og efla okkur sjálf svo við séum betur í stakk búin fyrir framtíðina. Selma Sól er einnig með öflugt net í kringum sig. Þeir einstaklingar sem að henni koma eiga það sammerkt að vera allir frábærir í sínu fagi. Við erum mjög meðvituð um hve heppin við erum með það. Þessi hópur er orðinn stór hluti af okkar fjölskyldu.
Ásdís Einarsdóttir tengdamamma er algjörlega ómissandi púsl í okkar lífi, hún hætti í sinni vinnu fyrir rúmu ári síðan og er gríðarlega mikil hjálp við okkur. Aðstoð hennar mótaðist í gegnum notendasamning við Akureyrarbæ. Ásdís “ tengdó” eins og ég kalla hana fer með Selmu til sjúkraþjálfara, talmeinafræðings og iðjuþjálfara. Svo fer hún stundum seinna með hana í leikskólann ef hún á erfiðar nætur. Þessi stuðningur gerir það að verkum að við hjónin getum t.d. sinnt okkar vinnu og tekið þátt í leik og starfi með eldri systrunum. Þessi samningur léttir mikið á okkur í daglegu lífi og er nærvera tengdó og hjálp ómetanleg fyrir okkur öll og verð ég henni ævinlega þakklát.
Þú þarft ekki að skilja –þarft bara að virða Við erum komin í ágætt jafnvægi núna en stundum læðast að manni hugsanir sem eru ekki góðar og geta valdið kvíða og áhyggjum. Eins upplifum við annað slagið félagskvíða því það getur t.d. verið kvíðavaldandi að fara á nýja staði og
hitta fólk sem við höfum ekki hitt áður. Þessi kvíði byggist á upplifun sem við höfum farið í gegnum, samtölum við börn og fullorðna og því miður margar neikvæðar upplifanir. Við erum öll að venjast því núna og ég er satt að segja mjög hrifin af slagorði Samtakanna 78 sem hljómar svona ,,þú þarft ekki skiljaþarft bara að virða” Þessi setning er virkilega öflug og minnir á þá staðreynd að langflestir í þessum heimi eru með eitthvað verkefni eða vandamál sem þeir eru að vinna með, þó það sjáist ekki alltaf utan á þeim.
Við hjónin erum heppin með vinnuveitendur, sem sýna okkur mikinn skilning og veita okkur svigrúm. Við erum líka heppin með okkar nánasta fólk og fólkið í kringum okkur eins og hefur komið fram. Þetta tvennt gerir það að verkum að við getum sinnt báðum hlutverkum vel, þ.e. fjölskyldulífinu og atvinnulífinu og höldum jafnvægi í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir alla þessa hjálp þá tekst nú ekki alltaf að láta allt sigla lygnan sjó. Stundum koma erfiðir dagar og vikur eins og hjá flestum. Suma daga finnst mér allt ganga vel en aðra daga er ég með allt út um allt. Við hjónin reynum að skipta með okkur verkum en stundum eru verkefnin orðin svo mörg að allir í fjölskyldunni, þá er ég líka að tala um stórfjölskylduna, eru komnir með ákveðin verkefni, því listinn er langur. Ég fæ oft samviskubit yfir því að þurfa hjálp og ná ekki bara að keyra þetta allt sjálf eða ná ekki að gera hlutina nógu vel. Það er bara svo ríkt í okkar menningu að eiga að geta gert og græjað allt sjálfur og vera ekki með neitt væl. Ég er hins vegar alltaf að reyna að tileinka mér mildi og að forgangsraða rétt.
Gefa mér sjálfri einnig tíma til að hoppa í ræktina eða setjast niður með Einari og ræða málin og forgangsraða. Það skilar alltaf miklu betra jafnvægi og yfirsýn að gera það.
Æðruleysið til bóta
Ég hef alveg fengið gula spjaldið og fundið það bæði andlega og líkamlega, sérstaklega þegar svefninn er ekki góður og hreyfingin dettur út vegna álags. Ég veit að ég þarf að hlusta og hvíla mig og hægja á í lífinu, það er bara ekki alltaf hægt. Ég hef séð fólk í kringum mig fara í kulnun og það er ekkert grín að lenda í því og það reynist mörgum erfitt að
ná sér aftur á skrið. Ég held það hjálpi mér að vera frekar æðrulaus, eiga auðvelt með að fá aðstoð og ofhugsa hlutina ekki. Sumir myndu telja þetta vera ókost en þetta hjálpar með að halda mörgum boltum á lofti svo ég lít á þetta sem mikinn kost. Annað sem ég tel hjálpa mér er að vera opin og eiga auðvelt með að tala við fólk og hefur það nýst mér vel þegar ég sé að fólki og þá sérstaklega börnum líður illa, því þau vita ekki hvað á að segja í kringum okkur og þá hef ég brotið ísinn og sagt þeim að Selma Sól sé einstök stelpa eins og við öll, en hún er líka einstaklega skemmtileg. Oftast þarf ekki meira og allir farnir að leika. Ég er búin að vinna helling í sjálfri mér og hitta fjöldann allan af sérfræðingum og hef rætt við mína nánustu. Þetta fólk hefur breytt mínu lífi. Það að vita sína kosti og galla er lykillinn að því að halda jafnvægi sem og að vera í samskiptum við gott fólk sem gefur manni orku en dregur hana ekki frá manni.
Stelpurnar okkar eru á breiðu aldursbili. Selma 5 ára, Helena 12 ára og Ásdís 16 ára. Þarfirnar eru því misjafnar. Ég viðurkenni að Selma Sól hefur tekið mikið pláss frá því að hún fæddist. Systur hennar hafa sýnt henni mikinn stuðning og virðingu. Núna er hins vegar komin smá pása í skurðaðgerðum hjá okkur sem er léttir fyrir alla fjölskylduna. Selma er búin að fara í 7 stórar aðgerðir á síðustu 5 árum. Nánast um leið og síðasta aðgerðin var búin fann ég að systurnar voru farnar að kalla á meiri tíma og athygli sem er fullkomlega skiljanlegt. Við hjónin erum meðvituð um og ákveðin í að gefa þeim meira svigrúm núna. Það er þó ekki allt einfalt, sumt er kannski orðið of seint að hjálpa við, en þá verðum við bara að gera okkar besta úr því. Eldri stelpurnar tvær eru mjög sjálfstæðar og eyða miklum hluta dagsins í dansæfingar. Þær æfa á sama stað og dansa stundum saman svo þær hafa stuðning hvor af annarri. Við eyðum miklum tíma með stórfjölskyldunni. Mín megin eru 17 barnabörn sem við erum í miklu samskiptum við. Við erum líka mikið með tengdafjölskyldunni minni og hefur sú samvera hjálpað við að halda öllum í jafnvægi.
Aðgengi að sérfræðikunnáttu Ég hélt nýlega erindi á degi einstakra barna um aðgengi að sérfræðiþjónustu
á landsbyggðinni. Þar tók ég saman hvernig mætti fara betur með fjármuni ríkisins en samt bæta þjónustu við fólk á landsbyggðinni. Við eigum öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á landsbyggðinni og er alltaf boðið og búið til að hjálpa og bregðast við af bestu getu. Hins vegar er það staðreynd að foreldrar einstakra barna verða sérfræðingar í sínu barni, vegna þess hve sérstakir þessir sjúkdómar eru og persónubundnir. Við eigum öll okkar sérfræðing á Landsspítalanum sem við foreldrar treystum mikið á. Öll þekking á sjúkdómnum liggur þar og stundum fara samskiptin beint á milli sérfræðings og foreldra og er þá heilbrigðiskerfið bara sett til hliðar. Í erindi mínu kom ég með nokkrar úrbótatillögur til heilbrigðisráðherra og annarra stuðningsaðila um hvernig hægt er að bæta þetta kerfi. Við Selma Sól förum oft í læknisheimsóknir til Reykjavíkur sem í flestum tilfellum gætu verið í gegnum fjarfundabúnað eins og Kara Connect með heilbrigðisstarfsmönnum hér fyrir norðan og sérfræðingi frá Landsspítalanum. Með þessum hætti væri ákveðin endurmenntun að eiga sér stað í okkar heimabyggð um barnið okkar. Ég hef rætt við nokkra sérfræðinga á Landsspítalanum og hefur það komið skýrt fram að þeir vilja koma oftar út á land til að hitta sína skjólstæðinga. Við gætum sparað tugi miljóna á ári með því að fljúga sérfræðingnum annað slagið út á land en taka aðra fundi í gegnum fjarfundabúnað í samráði við heilbrigðisþjónustna í heimabæ barnsins. Annað stuðningskerfi á Íslandi hefur reynst okkur Selmu Sól vel. Sérfræðingarnir okkar í Reykjavík eru öflugir, lausnamiðaðir og fagfólk fram í fingurgóma. Við höfum eytt miklum tíma á sjúkrahótelinu á Hringbraut, sem er frábær viðbót. Ég veit hreinlega ekki hvernig fólk af landsbyggðinni fór að áður en það kom. Allt stoðteymið, þá meina ég talmeinafræðingur, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfari í kringum Selmu Sól er mikið fagfólk og við finnum hvað þau eru með okkur í liði og vilja ná árangri með okkur. Það er svo dýrmætt að finna þennan stuðning allt í kringum okkur. Einnig er leikskólinn og fjölskyldudeildin hjá Akureyrarbæ að veita góða og faglega þjónustu. Við getum ekki annað en verið þakklát fyrir allt þetta.
Útlitsdýrkun því miður að aukast Selma Sól hefur stækkað heiminn fyrir okkur öllum. Við erum heppin hér á Íslandi með aðgengi að allri þeirri þjónustu sem í boði er. Það má auðvitað gera betur á sumum sviðum en við erum á réttri leið. Selma Sól hefur hreyft nálina á mörgum stöðum nú þegar, þó hún sé bara búin að vera hjá okkur í 5 ár. Það, að hún sé með okkur eins og hún er, hreyfir við öllum og lætur okkur hugsa um hvað skiptir raunverulega máli. Við erum öll hlutdræg og fljót að dæma eftir útliti eða því sem við þekkjum eða þekkjum ekki. Við bregðumst við án þess að átta okkur stundum á því. Við höfum náð ágætum árangri hvað varðar fatlað fólk og þátttöku þeirra í samfélaginu í dag. Við erum vön að sjá fólk í hjólastól eða þroskaskerta einstaklinga taka þátt í samfélaginu og erum hætt að kippa okkur upp við það. Við erum að verða opnari fyrir hinsegin og kynsegin fólki, þó við eigum töluvert í land þar. Við erum ekki komin eins langt að mínu mati með fólk sem er með sérstaka sjúkdóma. Útlitsdýrkun er að aukast í heiminum og að mínu mati eru áhrifavaldar að gera okkur einsleitari í hegðun og útliti. Þrátt fyrir að við höfum aðgengi að fjölbreyttum heimi í gegnum samfélagsmiðla þá er fólk oft ekki tilbúið að sjá eitthvað sem er einstakt og oft öðruvísi. Margir snúa sér við til að horfa á okkur í búðinni, foreldrar banna börnum að spyrja eða vita ekki hvernig þeir eigi að hegða sér. Sumir unglingar gera grín og hlæja. Þetta eru oftast viðbrögð vegna þess að fólk veit ekki hvað það á að gera og er með undirliggjandi fordóma fyrir fjölbreytni. Við fjölskyldan tökum eftir þessu öllu, en sem betur fer er Selma Sól ekki farin að taka eftir eins miklu og virðist ennþá alveg sama hvað fólki finnst. Hún fer áfram æðrulaus og glöð sem hjálpar okkur öllum. Því hún er með mikið sjálfstraust og ánægð með líf sitt nákvæmlega eins og þar er. Hún er auðvitað bara 5 ára í dag og á pari hvað varðar vitsmunaþroska við jafnaldra sína. Okkar draumur er sá að við verðum opnari fyrir fjölbreytileikanum og sýnum öllum virðingu. Það gerum við með því að vera meðvituð um okkar eigin fordóma og hlutlægni (bias). Okkur var kannski kennt eitthvað fyrir löngu síðan sem var ekki rétt, en við breytum
því ekki nema vera meðvituð um það sjálf og við sjálf þurfum að sýna hugrekki til að standa fyrir breytingum.
Ævintýrastelpa með fjörugt ímyndunarafl
Selma Sól fæddist sem sterkur og skemmtilegur karakter og það er gaman að vera í kringum hana. Hún gefur mikið af sér, er góðhjörtuð, félagslynd og með mikið jafnaðargeð. Hún er ævintýrastelpa með fjörugt ímyndunarafl. Hún dettur í mismunandi ævintýraheima og á auðvelt með að hrífa alla með sér. Selma Sól getur orðið allt sem hana langar til
og á að geta látið drauma sína rætast. Hún hefur nú þegar farið erfiðari leið en flestir aðrir í gegnum þessi fyrstu 5 ár lífsins. Mín ósk er að Selma Sól verði hamingjusöm, eignist góða vini og haldi áfram að vera hún sjálf, því þá verður þetta allt í lagi. Hún hefur haft áhrif á heiminn frá því hún fæddist og ég held það verði engin breyting á því í framtíðinni. Okkar nánasta fólk og umhverfið mótar okkur öll og það er von mín að með hverjum deginum stefnum við í átt að betra og opnara samfélagi hvað varðar fjölbreytni og virðingu fyrir samferðarfólki okkar.
Guðný Guðmundsdóttir er ein af þeim hvunndagshetjum sem kvartar aldrei, er ávallt með bros á vör og sér það spaugilega og jákvæða við lífið og tilveruna. Hún var nýorðin þrjátíu og þriggja ára þegar hún fékk heilablóðfall, þá nánast fullgengin með yngra barnið sitt. Henni var vart hugað líf þegar hún var flutt meðvitundarlaus með sjúkraflugi frá Siglufirði til Reykjavíkur. Á
Landsspítalanum var dóttir hennar tekin með keisaraskurði og þaðan var Guðný flutt með sjúkrabifreið yfir á Borgarspítalann þar sem gerð var stór heilaskurðaðgerð á henni. Í kjölfarið þurfti hún að takast á við langt og strangt bataferli, en það var aldrei í boði að gefast upp.
Blessað barnalán
Guðný er fædd 26. júlí 1952. Hún starfaði sem yfirverkstjóri í fiskvinnslu Þormóðs Ramma á Siglufirði og var þekkt fyrir að vera ákaflega hress og skemmtileg, mikið hörkutól og einstaklega dugleg til allra verka. Hún var orðin 32 ára þegar hún giftist eiginmanni sínum, Sveini Björnssyni, sem er 17 árum eldri en hún. Sveinn sagði að þegar hann kynntist þessari glæsilegu stúlku hefði hann aldrei órað fyrir því að hann ætti eftir að verða svo lukkulegur að verða eiginmaður hennar. En þetta var allt greinilega skipulagt fyrirfram af æðri máttarvöldum. Það var Guðný sem steig fyrsta skrefið og fóru þau að stinga saman nefjum. Fljótlega varð hún ófrísk og ákvað að biðja hans þar sem hún vildi nú vera gift kona þegar barnið kæmi í heiminn. ,,Blásið var til brúðkaups í stofunni heima og haldið upp á herlegheitin með Pepsí og Bugles, þetta þurfti nú ekkert að
Saman í blíðu og stríður: Sveinn og Guðný. Ljósmyndari: Björn Valdimarsson.
vera flóknara í þá daga“ segir Guðný og hlær.
Guðný og Sveinn eignuðust Guðmund Gauta árið 1983 og gekk sú meðganga og fæðing vel. Rúmlega ári síðar verður hún aftur ófrísk.
Þau Guðný og Sveinn rifja upp örlagadaginn mikla, 28. september árið 1985. Guðný þá komin 9 mánuði á leið. Hún hafði verið með mjög háan blóðþrýsting og Sveinn ákvað að taka sér frí í vinnunni þennan dag. Hún vaknaði með óskaplega mikinn höfuðverk og tak aftan í höfðinu og hálsinum. Þau lágu uppi í rúmi um kl. 8 um morguninn og Guðmundur Gauti var skriðinn upp í hjá þeim og var að leika sér. Allt í einu fannst Guðnýju eins og eitthvað væri að renna í höfðinu á sér og segir Sveini frá þessari skrýtnu tilfinningu. Stuttu síðar sá Sveinn að það var eins og hún missti mátt í andlitinu og stuttu síðar er hún meðvitundarlaus.
Sveinn hringdi strax í Andrés Magnússon lækni á Sjúkrahúsinu á Siglufirði. Hann kom strax á staðinn og eftir að hafa lýst í augun á Guðnýju sá hann að ástandið var mjög alvarlegt. Samstundis hringdi hann á sjúkrabíl.
Meðvitundarlaus með sjúkraflugi til Reykjavíkur Í snarhasti var hún flutt á sjúkrahús. Pöntuð var sjúkraflugvél og um þrjúleytið er flogið með Guðný til Reykjavíkur. Mikið suðvestan hvassviðri var yfir landinu og flugið var einstaklega slæmt. Guðný er flutt rakleiðis á Landspítalann þar sem Reynir Tómas Geirsson læknir framkvæmir keisaraskurð á henni og fullfrískt og sprelllifandi stúlkubarn, hún Steinunn María, kemur í heiminn. Sveinn rifjar upp að læknirinn hafi verið mjög hræddur við að hann væri hreinlega að missa Guðnýju á meðan á þessu
Texti : Sigr íður Ingvarsdóttir
Systkinin Steinunn María Sveinsdóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson. Ljósmynd: í einkaeigu.
stóð. ,,Hún var enn meðvitundarlaus, með mikla heilablæðingu og það er meira en að segja það að framkvæma keisaraskurð við þessar aðstæður“. Strax og barnið er komið í heiminn og búið er að sauma hana saman eftir keisaraskurðinn er Guðný flutt yfir á Borgarspítala þar sem framkvæmd er stór heilaskurðaðgerð á henni. Í kjölfarið var henni haldið sofandi í þrjár vikur.
Elsa Guðmundsdóttir systir Guðnýjar kom á sjúkrahúsið um leið og Steinunn kom í heiminn og fékk að faðma hana nýfædda. Elsa tók nýfædda barnið að sér og annaðist hana að mestu leyti næstu tvö árin. Sveinn hafði hana stundum um helgar. „Fyrstu nóttina einn með hana man ég enn hvað ég var stressaður því ég kunni hreinlega ekkert á hana“ segir Sveinn.
Guðný man sjálf mjög lítið eftir þessum tíma og segist hafa verið alveg út úr heiminum til að byrja með. Þegar hún vaknaði úr meðvitundarleysinu þekkti hún engan og vissi ekki af því að hún hefði verið að eignast barn. Elsa systir hennar kom reglulega með barnið í heimsókn og lagði það hjá Guðnýju. ,,Ég bað Elsu systur vinsamlegast að skilja þennan grenjandi krakka eftir heima ef hún ætlaði að heimsækja mig aftur, því krakkinn truflaði mig. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri mitt barn. Eftir að ég rankaði við mér spurði ég eingöngu um vinnuna mína og hvernig gengi í Þormóði Ramma, ég spurði ekkert út í fjölskyldu og vini. En svo fór þetta að koma smám saman“.
Þau Guðný og Sveinn segjast hafa fengið ómetanlegan stuðning frá fjöl-
skyldu og vinum og allir hafi verið boðnir og búnir til að aðstoða þau. Hins vegar trúðu því fáir í byrjun að hún kæmist aftur á fætur.
Guðmundur Gauti, eldri sonur Sveins og Guðnýjar, var hjá móðurömmu sinni norður á Siglufirði. Gauti fékk að tala við mömmu sína í síma þegar hún var á Grensás. Hann var virkilega farið að lengja eftir að foreldrarnir kæmu heim og sagði ,,Langar ykkur ekkert að eiga lítinn strák með hvítt hár sem heitir Gauti.“
Ættgengur sjúkdómur
Faðir Guðnýjar, Guðmundur Þorláksson, lést úr heilablæðingu aðeins 49 ára að aldri. Hann var landsþekktur tónlistarmaður og var meðlimur í hljómsveitinni Gautum frá Siglufirði og einsöngvari með Karlakórnum Vísi. Margir minnast þess hve ógleymanlega hann flutti lagið Sem lindin tær, eftir Bjarka Árnason, en það var hann sem söng lagið upphaflega og naut mikilla vinsælda fyrir. Lagið hefur síðan verið endurgert í nokkur skipti. Hálfbróðir Guðnýjar, Víðir Óli, var aðeins tvítugur þegar hann fékk heilablóðfall. Hann lifði í fimm ár eftir að hann fékk sjúkdóminn en var allan þann tíma rænulítill á sjúkrastofnun eftir áfallið.
Stofnun kom ekki til greina
Sveinn Björnsson eiginmaður Guðnýjar hefur staðið eins og klettur við hlið sinnar konu alveg frá því að ósköpin dundu yfir og verið manna ötulastur að styðja við hana, þjálfa og hvetja áfram. Hann segir að það sem bjargaði sér í gegnum þetta allt saman var að hann var togarasjómaður. ,,Maður var vanur að lenda í öllu mögulegu á sjónum og þá er bara að treysta á sig sjálfan og taka því sem að höndum ber. Það er þannig með okkur þessa sjómenn, maður elst upp við ákveðið andrúmsloft. Maður getur ekki stólað á neinn nema sjálfan sig. Maður getur tekið inn troll í snarvitlausu veðri og þá getur maður líka stutt konuna sína með ráðum og dáð.Þetta var auðvitað gríðarlega mikið áfall og umturnaði okkar lífi en við vorum ákveðin í því frá upphafi að Guðný færi ekki á stofnun“.
Sveinn leigði sér íbúð í Espigerði í Reykjavík og hóf störf hjá Rafveitu Reykjavíkur.
Sveinn vann frá kl. 8 til 2 en þaðan lá leiðin beint heim í sturtu og hrein föt og
síðan hélt hann ætíð rakleiðis á Grensás og var hjá konu sinni þar til hún fór að sofa á kvöldin.
,,Á Grensás fannst okkur skorta að talað væri meira við fólk og það sjálft væru virkir þátttakendur í þjálfuninni og lífinu almennt. Ég gekk á milli eins og hálfgerður prestur eða sálusorgari því fólk vildi fá að ræða sín mál“, segir Sveinn.
„Ég varð að læra að hugsa um Guðný á réttan hátt, því við ætluðum alltaf heim aftur og þá þyrfti ég að kunna allt. Ég þurfti meira að segja einu sinni að messa yfir einni hjúkrunarkonunni á Grensás á mínu gamla togaramáli. Ég sagði henni að hún væri að sjálfsögðu ekki fyrir norðan eftir að við yrðum flutt heim og því þyrfti ég að kunna réttu tökin við að aðstoða Guðnýju mína á allan hátt, þvo henni og þess háttar, því yrði ég að fá að vera með í ferlinu og læra. Ég þarf að kunna þetta jafn vel og skólaljóðin í gamla daga.“
Sveinn sagði að hann hefði talað stanslaust við Guðnýju. ,,Ég var stöðugt að segja henni frá hlutum, minna hana á börnin okkar, vini og ættingja og setja hana inn í hluti og las reglulega fyrir hana úr blöðunum. Þannig held ég að við höfum náð heilastarfseminni í gang. Til að byrja með þekkti Guðný mig ekki. Fyrst hélt hún að ég væri pabbi hennar, en svo kom þetta smám saman. Heilinn var í svo skrítnu ástandi.“
„Ég setti mig í samband við konu sem hafði fengið heilablóðfall og hún sagði mér að það versta sem hún hefði upplifað var þegar fólk hélt að hún skyldi ekkert, þ.e. þegar hún heyrði en gat ekki tjáð sig og svarað“.
Sveinn sagði að á tímabili hefði átt að banna honum að vera svona mikið á Grensás. Hann sagðist hafa þurft að berjast dálítið fyrir því að fá að vera áfram daglega með Guðnýju sinni. Hann er sannfærður um það að virk og örvandi samskipti við sína nánustu sé það sem skipti sköpum í þessum aðstæðum.
Sveinn sagðist vera kominn suður til að koma henni í það gott horf að hún geti komið heim. Þegar hún útskrifaðist tveimur árum síðar var hún komin með minnið og allar staðreyndir á hreint. En hreyfigetan var mjög skert.
Guðný segir að dugnaður, elja og einurð Sveins hafi bjargað sér. ,,Hann hefur staðið með mér eins og klettur og ég væri
bara ekki það sem ég er í dag, hefði ég ekki verið gift honum. Ég er svo fegin að hafa átt þetta þroskaðan eiginmann, því ég er viss um að yngri maður hefði verið fljótur að gefast upp á mér og stinga af. En við Sveinn höfum farið saman í gegnum allt þetta ferli og gerum enn.“
Flaggað við heimkomuna
Guðný brosir breitt þegar hún rifjar upp daginn sem þau komu aftur heim til Siglufjarðar eftir rúmlega tveggja ára fjarveru. ,,Það var var hreinlega stórkostleg stund. Það var flaggað alls staðar í heila stöng og ég spurði Svein hver ætti eiginlega afmæli, en þá voru það bara vinir og nágrannar sem voru búnir að flagga, því ég var loksins komin heim. Ég fór satt að segja að gráta, mér fannst svo vænt um þessa hugulsemi“.
Í byrjun var Guðný í hjólastól en kunni því alltaf illa. Eftir að hún kom norður ætluðu ættingjar og vinir að safna fyrir nýjum og betri hjólastól en Guðný vildi það alls ekki af því að hún ætlaði sér ekkert að nota slíkan stól í framtíðinni, heldur komast á lappir sem fyrst.
Þau komu heim 1986 og fluttu inn í gömlu íbúðina sína sem var á 2. hæð og því einstaklega óhentug fyrir fatlaða einstaklinga. Valey Jóhannsdóttir sem var formaður Sjálfsbjargar á Siglufirði og átti sæti í stjórn Öryrkjasambandsins og
Guðrún Árnadóttir gengu í það verk að sérhæft hús væri byggt fyrir Guðnýju og Svein. Þau fluttu inn í það hús þremur árum eftir heimkomuna eða 1989.
Að sögn Guðnýjar þá breytti þetta öllu varðandi hið daglega líf hennar. Því þarna var komin aðstaða til að geta gert enn meira – og innan tveggja ára var Guðný farin að geta gengið um með aðstoð stafs. En það kostaði þrotlausar æfingar.
Guðný gengur í dag við sérbúinn þrífættan göngustaf sem hún kallar viðhaldið sitt og þegar veður leyfir fer hún ákveðin fjölda gönguferða í kringum húsið sitt, til að halda sér í formi.
Þrotlaus þjálfun með viljann að vopni
Sveinn segir að við þessi kaflaskipti í lífinu, fyrst áfallið og tveggja ára veru í Reykjavík og síðan flutninginn norður aftur, hafi hann þurft að byrja lífið upp á nýtt. ,,Allt í einu var ég, fimmtugur
karlinn, kominn inn í eldhús með tvö lítil börn og eiginkonu sem þarfnaðist mikils stuðnings, þá var ekkert annað í boði en gera það besta úr öllu og standa sig í nýjum hlutverkum. Sem betur fer byrjaði ég innan við fermingu að hjálpa móður minni heima við, ég var elstur 5 systkina, 4 árum eldri en sú næsta í röðinni og vanur að hjálpa til og ganga í ýmis störf.“
,,Við æfðum okkur endalaust. Sveinn lét mig labba upp og niður tröppur á gamla heimilinu og svo eftir að við fluttum á nýja heimilið okkar gat ég líka gengið úti við, í kringum húsið, sem ég geri enn reglulega þegar veður og færð leyfir.“ segir Guðný.
Sveinn segir með aðdáun í rómnum að það hafi ekki vantað viljann og kraftinn í þessari elsku og að þau tvö hafi komist í gegnum þetta saman.
,,Þetta hefur verið púl og þrek. Það fór algjörlega eftir ástandi hennar hversu mikið við gerðum á hverjum degi. En þetta var byrjunin á því að geta gengið. Með þrautseigjunni náði hún að sletta vinstri fætinum fram. Við erum bæði svo þrjósk og skapmikil að með þrautseigjunni höfðum við þetta. Það var líka yndislegt að vera komin á okkar heimili aftur. Guðný var heima, hún fylgdist með öllu og tók virkan þátt í uppeldinu og þannig varð batinn enn fljótari að koma. Á sjónum gerir maður bara það sem þarf að gera, gengur í verkin og uppgjöf er ekkert í boði. Til að byrja með mataði ég hana og studdi, hjálpaði á klósett og sneri í rúminu, kom fyrir í stól og fleira og þá kom sér vel að hafa þrjóskast við að fá
Guðný með viðhaldið sitt.
að læra réttu handtökin á Grensás. Það fyrsta sem við gerðum þegar við fluttum inn í húsið var að hún hjálpaði mér við uppvaskið. Hún burstaði með annarri hendi þrjá diska og ég þurrkaði, en þá var þrekið búið. Svona tókumst við á við eitt verk í einu og einn dag í einu.
Það hjálpaði mikið hve börnin okkar voru góð og meðfærileg. Það var hreinlega eins og mér væri hjálpað. Í minningunni voru þau alltaf brosandi og einstaklega meðfærileg. Ég eldaði, mataði, baðaði og svæfði, þetta hafði ég því miður aldrei gert við eldri börnin, þar sem maður var alltaf á sjónum og hlutverkaskiptin á heimilinu öðruvísi.“ En Sveinn á eldri börn frá fyrra hjónabandi.
,,Ég lenti í smá útistöðum við allar þær góðu konur sem ætluðu allt fyrir hana að gera eftir að við komum aftur norður. Þær vildu gera allt fyrir hana þannig að hún þyrfti ekki að lyfta upp litla fingri sjálf og að sjálfsögðu var öll aðstoðin boðin fram af góðum hug. En Guðný mín þurfti á því að halda að reyna að gera hlutina sjálf og á sinn hátt þótt það tæki langan tíma og reyndi á. Það var hluti af hennar þjálfun og lykilatriði í bataferlinu.“
Ónýt að neðan en ansi góð að ofan
Það sem einkennir Guðnýju er léttleiki og glaðværð. Hún er alltaf jákvæð og gerir óspart grín að sér sjálfri. ,,Kerlan er bara helvíti góð í heildina; vonlaus vinstra megin en nokkuð góð hægra megin, ónýt að neðan en ansi góð að ofan og málið er dautt – Ég bið ekki um meira.“ sagði Guðný og skellihló, aðspurð um hvernig henni liði í dag.
,,Frá upphafi var ég ákveðin í að kvarta aldrei þó mér liði illa. Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í mun verri aðstæðum en ég. Mér finnst bara ekkert að mér. Segi bara við læknana að hjálpa þeim sem þurfa meira á því að halda en ég.“
Þau Sveinn og Guðný eru einstaklega samhent og eru ánægð með lífið og tilveruna á Siglufirði. Þau segja að á sínum tíma hafi mikið verið rætt við þau um af hverju þau flyttu ekki alfarið í höfuðborgina þar sem Guðný fengi betri þjónustu, en í þeirra huga kom það aldrei til greina. ,,Hér eru ræturnar, fjölskylda og vinir og hér líður okkur best“ segir Guðný að lokum.
Texti: Guðrún Þóranna JónsdóttirMyndir: Silla Páls
Síðastliðið haust efndi Húsfreyjan að nýju til smásagnakeppni, en áður hefur verið efnt til ljóðasamkeppni og smásögukeppni og hafa ljóð og sögur skreytt síður Húsfreyjunnar á undanförnum árum lesendum og velunnurum til ómældrar ánægju. Alls bárust 33 smásögur í keppnina að þessu sinni og var dómendum vandi á höndum að velja bestu sögurnar. Öllum höfundum sem sendu sögu inn í keppnina er kærlega þakkað þeirra framlag. Við hvetjum þau sem áttu sögu sem ekki var valin að þessu sinni að gefast ekki upp heldur nýta þessa reynslu og skrifa áfram ef hugurinn stefnir til þess.
Umsjónarmenn keppninnar voru:
Eva Björk Harðardóttir, varaforseti KÍ, Eva Hilmarsdóttir og Guðrún Þóranna Jónsdóttir báðar í ritstjórn Húsfreyjunnar. Dómnefnd skipuðu: Lilja Magnúsdóttir rithöfundur og íslenskukennari og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Dómnefndinni eru þökkuð frábær störf en þeim var sannarlega vandi á höndum. Fyrstu verðlaun í samkeppninni
hlaut sagan: Landakort eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Reykjavík. Önnur verðlaun fékk sagan: Útfararstofan eftir Elísabetu Kjerúlf, Reykjavík
Þriðju verðlaun hlaut sagan: Svín en ekki benSín eftir Kristínu S. Gunnarsdóttur, Sandfellshaga, Þingeyjarsýslu. Auk þessara verðlaunasagna valdi dómnefnd tíu góðar sögur til birtingar í Húsfreyjunni.
Verðlaun í keppninni voru þessi: 1. verðlaun: Gjafabréf fyrir gistingu fyrir tvo m/morgunverði á Berjaya hótel Akureyri og gjöf frá Urtasmiðjunni, 2. verðlaun: Málverk eftir listakonuna Guðbjörgu Hákonardóttur og gjöf frá Urtasmiðjunni og 3. verðlaun: Gjafabréf fyrir tvo í Skógarböðin í Eyjafirði og gjöf frá Urtasmiðjunni. Auk þess fengu allir verðlaunahafar og þær sem áttu sögur sem birtar verða í Húsfreyjunni, bók frá bókaútgáfunni Sæmundi og ársáskrift af Húsfreyjunni.
Verðlaunaafhending fór fram á Hallveigarstöðum 15. apríl og sáu Björg
Frá vinstri efri röð: Fanney Björk Ingólfsdóttir, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Brynhildur Auðbjargardóttir, Jónína Sigurjónsdóttir og Elísabet Kjerúlf. Neðri röð: Sólveig Auðar Hauksdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir sem tók við verðlaunum fyrir Elínu Konu Eddudóttur.
Björg Baldursdóttir og Guðrún Þóranna Jónsdóttir.
Baldursdóttir, formaður ritstjórnar Húsfreyjunnar og Guðrún Þóranna Jónsdóttir um framkvæmdina.
Það er Húsfreyjunni heiður að gefa rithöfundum tækifæri til að fá sögur sínar birtar og ekki síður að geta birt lesendum nýjar og áhugaverðar sögur til að njóta. Ritstjórn Húsfreyjunnar þakkar þátttökuna, óskar verðlaunahöfunum þremur hjartanlega til hamingju með sigurinn og einnig höfundum þeirra sagna sem valdar voru til birtingar enda sannarlega heiður að eiga sögu sem mun birtast í tímaritinu.
Eftirtaldar smásögur voru valdar til birtingar: Afmælið, Brynhildur Auðbjargardóttir, Arnarhóli, Árnessýslu. Dillandi, Sveinbjörg Sveinsdóttir Reykjavík.
Furðulegar færslur, Fanney Björk Ingólfsdóttir, Kópavogi. Íslenskur dagur á Kanarí, Elín Kona Eddudóttir, Kópavogi Maran, konan og sólin, Sólveig Auðar Hauksdóttir, Reykjavík
Myndir af ömmu og Rós, Jónína Sigurjónsdóttir, Hveragerði Óhræsið, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Hafnarfirði
Tungumál, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Sunnuvegi, Hafnarfirði Umskiptingur – Móa, Eygló Jónsdóttir, Hafnarfirði.
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir lauk sviðshöfundanámi úr Listaháskóla Íslands árið 2011 og M.A. námi úr Ritlist við Háskóla Íslands árið 2017. Hún vinnur þvert á miðla og hefur starfað á ýmsum sviðum innan leikhúss, ritlistar og myndlistar, samið, sett upp, skrifað og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga á Íslandi og erlendis. Hún er í hópi Svikaskálda sem saman hafa
í lófa þínum eru landakort, sagði spákonan. Vegir sem þú ferðast ómeðvitað eftir. Röddin virtist bergmála úr helli, hljómurinn einkennilega mikill. Eða var það suðið sem ég var enn með fyrir eyrunum eftir flugið? Ég las mér til um ljósu berghellana í Andalúsíu fyrir löngu, þar sem Rómafólk hafði hoggið híbýli sín og búið kynslóðum saman. Mig langaði til að þessi kona sprytti úr svoleiðis móti, að fortíð hennar lægi ekki í úthverfi þessarar erilsömu borgar. Mörkum leikhúss og lífs ægði saman í kalda kjallaranum, og það sama má segja um hana sjálfa. Augun voru karamellugul og möndulaga. Mér leið um stund sem ég horfði í augu síamskattardýrs. Dökkar línur voru teiknaðar vandlega á augnlokin en handarbökin voru hrukkótt, eins og hún væri í raun miklu eldri en útlit hennar gaf til kynna. Dökku sjali með glimmerþráðum var sveipað yfir grannar axlir. Hún vildi fá seðlana áður en hún spáði fyrir mér. Stundum eru kúnnarnir óánægðir með sannleikann og vilja ekki borga, útskýrði hún með sterkum, amerískum hreim. Það molnaði undan hugmynd minni um spænsku hellana. Ég rétti henni þrjátíu dollara, brakandi nýja úr hraðbanka og hún vísaði mér að setjast í gamlan baststól með rauðri ábreiðu og kodda. Hann gaf eftir, mjúka sessan sigin eftir alla sem höfðu setið á undan mér,
gefið út þrjár ljóðabækur og skáldsöguna Olíu sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Nýjasta ljóðabókin hennar kom út síðasta haust og nefnist Urðarflétta. Meðfram listinni hefur Ragnheiður Harpa starfað sem kennari í Listahaskólanum, Endurmenntun og við ýmsar listasmiðjur og unnið sem fjallaleiðsögumaður á sumrin.
og ég velti því fyrir mér í hverskonar von eða óvon fólk leitaði hingað.
Fætur í rauðum íþróttaskóm dúuðu fram hjá kjallaraglugganum fyrir ofan okkur í takt við teknó. Tónlistin var í æpandi mótsögn við umhverfið þar sem dimmar, þungar, gylltar gardínur héngu frá lofti að gólfi, rauðleitir lampar lýstu og földu það sem átti að fela, á meðan gamlar persneskar ullarmottur lágu út í hvert horn. Kjallarinn studdi sviðsmyndina sem ég hafði ímyndað mér.
Hún nuddaði á sér gagnaugun áður en hún tók um lófa minn. Á svipaðan hátt og ég geri þegar ég fæ hræðilegu höfuðverkina sem ég hef átt við að etja síðan ég var barn. Ég hugsaði um vefina og vöðvana sem tengja kjálka og höfuð og velti því fyrir mér hvort að nær væri að lesa í þá frekar en rákir í lófa? Í kjálkanum geymi ég allar mínar áhyggjur og ótta.
Snerting hennar var heitari en ég bjóst við af fíngerðu höndunum. Mínar eru alltaf kaldar. Nándin á milli mín og ókunnugu konunnar óvænt. Amma hafði margoft brýnt fyrir mér að hendur væru loftnet sálarinnar, að eina leiðin til að vinna á sorg eða kvíða væri með því að láta þær vera að. Hún var kona sem var stöðugt með eitthvað á milli fingranna, silfurlitaðir prjónar voru eins og samgróið líffæri við líkama hennar. Ég man ekki hvað langt var síðan ég
hélt um hönd ókunnugrar manneskju. Þungt reykelsið fyllir vitin. En fúkkalyktin brýst í gegnum mökkinn, kraumar undir niðri eins og hraun undir þunnri skorpu.
Það rifjast upp fyrir mér síðasta og eina skiptið sem ég fór til miðils. Mamma keyrði okkur til Keflavíkur í gömlu drossíunni. Ég var fjórtán ára, og furðu spennt fyrir uppátækinu. Miðillinn tók á móti okkur við bílskúrsdyr. Skilti fyrir utan gaf til kynna að þetta væri líka sjúkraþjálfunarstöð og hún útskýrði fyrir okkur að hún og sonur hennar rækju þetta batterí saman. Loftið var málað gult og veggirnir hvítir, hún leiddi okkur að litlu herbergi sem í voru tveir hægindastólar. Ég sat á klappstól við hlið mömmu. Hér voru engar slæður eða kristalskúlur, aðeins miðaldra kona með brúnt stuttklippt hár, í flíspeysu, með roða í kinnum. Hún lokaði dyrunum á eftir sér.
Mamma hafði með upptökutæki sem hún hélt um á meðan konan kom sér í stellingar á móti okkur. Ég gat ekki hrist af mér tilfinninguna sem ég fékk þegar hún sagði: batterí. Dulúðin sem ég hafði búið til í huganum skall á hversdaginn. Það var vægt til orða tekið að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum en um leið og hún byrjaði að tala fann ég hvernig ótti læstist um mig alla. Ég vildi alls ekki vita neitt um það sem biði mín. Það hræddi mig
álíka mikið að vita nokkuð um framtíð mína eins og þegar ég byrjaði að hugsa um ógnarfjarlægðir í geimnum.
Dagana eftir hlustaði ég á upptökuna heima í herbergi. Röddin hljómaði úr geisladiskaspilaranum sem ég fékk í fermingargjöf. Við skrifborð mitt var ljósmynd úr tímariti af borði með fjórum fótum sem stóð upp á dekkað undir eikartré einhvers staðar í heitu sumri. Ég starði á myndina meðan ég hlustaði á rödd konunnar miðla því sem þau framliðnu vildu segja mér. Rödd hennar og heimur myndarinnar rann saman í eitt.
Ég pantaði flugmiða á tilboði daginn áður en ég lagði af stað. Maðurinn minn hvatti mig áfram. Hann hefur fundið fyrir eyðileggingarmættinum í mér mánuðum saman. Ég fann varla fyrir öðru. Þráði á órökréttan hátt að líf mitt skylli á vegg. Að það myndi fuðra upp eins og eldspýta. Ekki að mig langaði til að deyja. Það var bara eitthvað að. Ég gat ekki sett puttann á hvað, fannst ég vera föst í formi sem var ekki mótað af mér, og þrengdi stöðugt að.
En í stað þess að gera nokkuð hélt ég áfram að þurrka af tekkhúsgögnunum, búa um rúmið, mæta í vinnu, setja í þvottavélina í gang og allt hitt sem maður gerir án þess að hugsa, eins og vélmenni á eigin heimili, í eigin hversdegi. Þar til ég pantaði flugmiðann.
Konan sem sat við ganginn í röðinni minni í flugvélinni var með fullkomið hár. Ljósbrúnir liðir féllu afslappaðir niður axlir, eins og hún væri nýkomin af hárgreiðslustofu, en ekki mætt í morgunflug. Þegar hún hreyfði sig var það áreynslulaust, hvernig hún stóð upp úr sætinu minnti á dansara, hún bauð mér til sætis eins og hún ætti röðina, flugvélina, heiminn, án nokkurs yfirlætis. Ég fylltist óvæntri skelfingu yfir því að svona tignarleg manneskja myndi sitja við hliðina á mér í fimm tíma. Ég staulaðist áfram með töskuna sem var einhvern veginn allt of klunnalega stór fyrir fótaplássið en farangurshólfið var fullt enda ég sein og síðust upp í vél. Fundur hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði hún. Vinnuferð. En þú? Kann ég að svara? Án þess að segja að ég sé að flýja köldu sætisbætin?, nagandi samviskubitið, svefnleysið, skrifborðsstólinn og morgnana sem koma jafn skjótt
aftur, eins og ég hafi rétt lokað augunum. Ég er að fara til spákonu, sagði ég. Eins og það sé nægileg ástæða til að fljúga yfir hafið. Hún brosti ísmeygilega, og það var eitthvað á bak við það sem ég skildi ekki. Hefurðu farið? spurði ég. Já, svaraði hún. Og það breytti öllu. Mig langaði til að spyrja meira en hún tók upp bók á ensku með löngum litli. Í mér kviknaði óvænt þrá eftir að leggja höfuð á herðar hennar og sofna.
Ef einhver spáir einhverju trúi ég því að það séu margfaldar líkur á að það rætist. Ef rithöfundur skrifar skáldskap um eitthvað sem hefur ekki orðið eru margfaldar líkur á að það gerist, hugmyndin er þá orðin til og dreifist um eins og fræ biðukollu. Þess vegna þoli ég ekki glæpasögur. Var þetta flóttaleið hjá mér? Ég sofnaði fyrr en ég hélt mögulegt. Rankaði við mér þegar vélin var við það að lenda. Fjögur þúsund kílómetrar horfnir í draumlausan svefn. Munnurinn var þurr eyðimörk og augun blýþung. Hárið á konunni var enn í fullkomnum bylgjum, minnti mig í svefnrofunum á grösugar hæðir á Írlandi. Hún brosti til mín og einhvern veginn gerðist það að við urðum samferða í gegnum völlinn. Við töluðum ekki mikið en ég treysti henni. Kannski gerist það þegar þú sefur djúpt við hliðina á einhverjum. Líkaminn algjörlega varnarlaus við hlið ókunnugrar manneskju, en finnur skjól. Í ljós kom að hótelin okkar voru ekki langt frá hvort öðru. Hennar líklega margfalt fínna en hún nefndi það aldrei. Og þegar hún kvaddi mig í leigubílnum sem hún heimtaði að borga spurði hún mig: Ertu búin að finna þér spákonu? Nei, svaraði ég og leið hálf asnalega. Ég mæli með þessari, sagði hún og þrýsti litlum miða með heimilisfangi í hönd mína. Rithöndin falleg og skýr. Hún kyssti mig á kinnina. Varir hennar mjúkar upp við þvala kinn mína.
Ég verð að fá hana til að kenna mér þetta með hárið, hugsaði ég þegar hún steig út úr bílnum, en áttaði mig á að ég myndi kannski ekki sjá hana aftur, ég vissi ekki einu sinni hvað hún hét. Þá snéri hún sér snögglega við og benti á matsölustað.
Viltu hittast hér annað kvöld eftir vinnu?
Endilega.
Morgunmaturinn á hótelinu daginn eftir virtist allur vera innpakkaður. Smjördeigshornið var í þunnu plasti eins og litla hindberjasultan, smjörið. Eplin og appelsínusafinn. Meira að segja diskurinn og hnífapörin. Svona er Ameríka, hugsaði ég með mér og hryllti við. Engin furða að allir séu að umbreytast. Það er stöðugt verið að eitra fyrir þeim með sykri og plasti.
En þegar ég horfði út um gluggann sá ég ekki þá staðalímynd. Á ferli var fólk með smáhunda og kerrur, framafólk með skjalatöskur og pör sem leiddust. Hér var fólk kannski öðruvísi af því þau gátu gengið um borgina, voru ekki föst í bílum frá heimili að vinnustað, að heimili, eins og ég.
Ég hafði aldrei áður farið í neðanjarðarlest, og einhvern veginn hringsnerust leiðakerfin í höfðinu á mér. Þegar ég ætlaði norður fór ég suður. Nokkrum klukkustundum síðar stóð ég með krumpaðan miðann fyrir framan heimilisfang spákonunnar. Húsið minnti á eitthvað sem ég hafði séð í bíómynd, múrsteinsrautt með krot á sökkli, svart handrið sem vísaði niður að kjallara. Þar í glugganum á blikkandi neonbleiku stóð: Readings.
Eftir lesturinn sendi hún mig út með sítrónubrjóstsykur, sagði mér að drekka nóg af vatni. Hún skrifaði niður á gulleitt blað uppáhaldsbeyglustaðinn sinn. Molinn bráðnaði á tungunni á meðan sykurinn æddi inn um blóðrásina. Klukkutími hafði liðið á leifturhraða, hún hafði talað allan tímann og mig minnir að ég hafi grátið oftar en einu sinni.
Ég fann enn fyrir rauðlökkuðum nöglum sem þræddu línur lófa míns.
Ég sofnaði í hádegisbirtunni á harðri dýnu hótelsins. Mig dreymdi augu spákonunnar og óljósa fyrirgefningu, og þegar ég vaknaði vissi ég ekki hvort ég hefði verið að fyrirgefa henni eða sjálfri mér.
Því sem eftir var af deginum varði ég í að ganga um staði í borginni sem ferðahandbækurnar sögðu að væru áhugaverðir. Það var gott að hverfa inn í fólksfjöldann.
Um kvöldið hitti ég aftur konuna með hárið. Hún hét Sjöfn, komst ég að.
Erfiður dagur, sagði hún þegar ég spurði.
Ég fór að tala óðamála um hrakfarir í neðanjarðarlestinni, að villast í Central Park, eldri tískukonurnar sem ég mætti og beyglustaðinn sem spákonan benti mér á. Ég lét vera að segja henni hvað hún sagði mér, þar til hún spurði mig beint út.
Að klaki getur annað hvort brotnað eða bráðnað, og að ég hafi val um hvort ég vilji, svaraði ég.
Og hvort viltu? spurði hún.
Bráðna, svaraði ég.
Hún tók þétt um hendur mínar, alveg eins og spákonan hafði gert. Og allt í einu fannst mér eins og hvössum brúnum hennar brygði fyrir í andlit Sjafnar.
Ég finn að allt er breytt.
Hótelherbergi Sjafnar var smekklegt en einfalt. Ég klæddi mig úr skítugum skónum áður en ég steig á ljóst teppið. Á meðan lét hún renna í bað. Hönnun herbergisins hefur varla breyst frá 1980.
Það stendur eins og tímahylki, allt nema nýstárlega sjónvarpið við hlið dökks skrifborðs. Ilmur af jasmín og kanil tók að líða úr baðherberginu.
Ég klæddi hana fyrst úr dökkbláa blazernum, og fann hvernig hárin á höndum hennar risu meðan ég strauk fæðingarblett á annarri öxlinni.
Hann var mýrarrauður eins og hálsinn á álft, í laginu eins og Andalúsía.
Nú getum við fært lesendum þær frábæru fréttir að Húsfreyjan er í boði í rafrænni áskrift. Mögulegt er að vera áskrifandi að tímaritinu á pappír, eins og verið hefur frá upphafi, og rafrænt, eða hvort tveggja.
Núverandi áskrifendur geta farið inn á husfreyjan.is til að fá aðgang að áskriftarvefnum og nýir áskrifendur skráð sig. husfreyjan@kvenfelag.is - sími 552 7430
Dalvegi 30, 201 Kópavogur
Sími 517 6460 - www.belladonna.is
Égvar svo lánsöm að eiga þess kost að vera fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands í sendinefnd íslenskra stjórnvalda á CSW68 í New York 11.15. mars sl.
Það gerist eitthvað innra með konu þegar hún er umkringd hópi fólks sem kemur saman í þeim eina tilgangi að leita leiða til að bæta stöðu og líf kvenna og stúlkna um allan heim. Mér er það bæði ljúft og skylt að deila með ykkur því sem situr eftir í huga mínum eftir þessa viku í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem í dag eiga 193 þjóðir aðild að.
Rýrnun á réttindum kvenna og hinsegin fólks
Það var áberandi á öllum þeim fundum sem ég sótti, að fólk er að upplifa afturför eða rýrnun á réttindum kvenna og hinsegin fólks um allan heim. Það er ótrúlegt því þær þjóðir sem hafa jafnrétti í öndvegi við úthlutun fjármagns, eru að upplifa 23% aukningu á efnahag. Þær þjóðir sem halda helmingi íbúa sinna í fjötrum heimilanna, neita þeim um fjármagn, menntun og atvinnu, eru auðvitað ekki að nýta þá auðlind sem býr í þjóðinni. Þrátt fyrir að gögn í dag sýni skýrt fram á að jafnrétti jafngildir efnahagslegum ávinningi, eru enn þjóðir, og þeim fer fjölgandi, sem sjá hag sinn í því að vinna gegn lýðræði með öllum tiltækum ráðum og taka afstöðu gegn konum og minnihlutahópum. Loka þær inni, gera þær valdalausar og háðar karlkyns fjölskyldumeðlimum með líf og afkomu.
Það sem kom mér mest á óvart var að þriðja vaktin, sem konur taka í flestum tilfellum að sér á hverju heimili, veldur einna mestum mismun, bæði á launum og tækifærum til stöðuhækkana og ásækni kvenna í stjórnunarstöður.
Bindingin og tíminn sem fer í utanumhald, rekstur heimila og fjölskyldna veldur því að tíminn, sem konan á eftir
þegar umönnun barna og heimilis lýkur, er af mjög skornum skammti.
Loftlagsbreytingar koma einnig verst niður á konum og börnum. Konur í vanþróuðum ríkjum sem þurfa að sækja bæði vatn og eldivið, eyða að meðaltali þrisvar sinnum meiri tíma í dag í húsverkin en þær gerðu fyrir nokkrum árum. Það þýðir að minni tími er til að rækta jörðina og framfleyta fjölskyldunni. Karlmennirnir höggva skóginn, en í stað þess að nota það fjármagn, sem safnast við það og nota mætti t.d. til þess að rafmagnsvæða heimilin eða grafa brunna, þá rennur hagnaðurinn í verkefni sem styrkja feðraveldið. Meðan maturinn er tilbúinn á borðinu á kvöldin verður engin framþróun. Fjármagnið fer ekki til kvenna því þær hafa ekki tíma til reksturs. Hvað drífur áfram loftlagsbreytingar og fátækt sem þeim fylgja? Í þessu tilfelli er klárt að feðraveldið þar sem horft er framhjá þörfum kvenna og barna er áhrifavaldur loftslagsbreytinga.
Það virðist komin ákveðin þreyta í baráttuna um jafnrétti á heimsvísu og
þar með bakslag. Kynslóðin okkar sem hefur barist svo hart og náð miklum árangri er smátt og smátt að þreytast.
Hvað er til ráða?
Þarna þurfa að koma til aðgerðir á mörgum vígstöðvum. Skólar þurfa að virkja stúlkur í leiðtogahlutverk í sínum félagahópum, bæði til að valdefla þær en ekki síður til að drengir alist einnig upp við að stjórnun kvenna, sem er bæði æskileg og eðlileg. Fjármagni frá stjórnvöldum þarf að stýra þangað sem það gerir raunverulegt gagn, til kvenna. Sagan hefur sýnt í gegnum aldirnar og áratugina að um leið og konur hafa fengið aukið vald í stjórnmálum og í stjórnunarstöðum, þá urðu auknar umbætur og framfarir í “mjúku” málunum sem eru mikilvægustu málin í hverju samfélagi. Jafnrétti, umönnun aldraðra, heilbrigðismál, mál barna og minnihlutahópa eru stóru málin sem eru mælikvarði á velmegun og efnahag. Annað stórt atriði sem brennur á mér eftir kvennaþingið er það gríðarlega umfang mansals og kláms sem teygir
anga sína yfir öll landamæri og veltir fjármagni sem við getum ekki ímyndað okkur. Svo virðist sem þessi iðnaður sé ósnertanlegur. Þrátt fyrir að ofbeldið sé myndað og selt er eins og enginn hafi kjark til að taka á því. Sannanir liggja fyrir, myndbönd af gerendum og þolendum.
Þingmenn, dómarar, löggæsla, samfélag! Tökum höndum saman. Leyfum ekki drengjum okkar og stúlkum að taka inn fyrstu kynninguna á kynlífi í gegnum klámáhorf þar sem konum er misþyrmt. Þessi iðnaður gerir sitt til að halda konum og stúlkum niðri og afskræma ímynd og sjálfsmynd kvenna. Ef við stöndum öll saman, getum við tekið skref í átt að því að útrýma þeim iðnaði þar sem karlar hagnast um miljarða við að selja konur og stúlkur. Konur ættu ekki að vera iðnaður fyrir karlmenn.
Hvers vegna er barist gegn femínisma, loftlagsmálum og jafnrétti jafn ákveðið og raun ber vitni? Hver keyrir áfram loftlagsbreytingar og þar með hnignun náttúrunnar sem við erum öll háð? Getur verið að það sé tenging milli feðraveldisins og þeirrar krísu sem við stöndum frammi fyrir í dag þegar kemur að jafnrétti og loftslagsmálum? Ég hallast að því eftir alla þessa fyrirlestra og fundi. Konur standa einna verst þar sem feðraveldið er allsráðandi.
Umönnun lítið metin
Umönnunarhlutverkin sem eru ólaunuð eru aðalástæða þess að konur eru ekki á vinnumarkaði. Hingað til hefur það verið sjálfsagt að konur sinntu þessum nauðsynlegu hlutverkum frítt í gegnum árin.
Svo virðist vera sem umönnunarhlutverk sem snúa að mannslífum og börnum séu ekki verðmæt störf í hugum okkar í dag. Mannslíf eru sem sagt metin minna virði en störf sem snúa að fjármagni. Allt er metið til fjár og út frá kapítalisma. Í hraða nútímans þar sem lífsgæðakapphlaupið yfirtekur allar okkar stundir og hagfræðingar taka ákvarðanir út frá reiknilíkönum um hagnað og hvað borgar sig og hvað ekki, þá verður virði umönnunar ekkert. Sama má segja um náttúruna. Það er líkt og það sé ekki lengur virði í fegurð, víðáttum og ósnortinni náttúru. Hagfræðitölur mega aldrei vera einu tölurnar sem stjórna ákvörðunum. Við verðum ávalt að gæta þess að setja upp félagslegu gleraugun til að meta langtíma afleiðingar ákvarðana sem snerta samfélagið.
Það er eins og stór hluti okkar hafi gleymt því að við munum öll þurfa á umönnun að halda bæði á okkar ævikvöldum og eins þegar við verðum fyrir áföllum í lífinu. Það er á sama hátt eins og stór hluti okkar gleymi því einnig að ef við hlúum ekki að náttúrunni þá
hættir hún að hlúa að okkur og sjá okkur fyrir hreinu vatni, lofti og lífsafkomu.
Við konur erum stanslaust að reyna að gera allt það sem karlmenn gera ofan á það sem við gerum sjálfar. Hvers vegna, ofan á allt það sem við setjum á okkar verkefnalista í lífinu? Ef til vill vegna þess að okkur finnst við þurfa að sanna okkur, vera betri og standa okkur.
Lausnin við þessu öllu saman gæti verið:
Þegar við setjum lög yfir stjórnir, nefndir, ráð og ríkisstjórnir skuli ætíð hafa jafnt hlutfall kynja.
Þegar við markvisst veitum fjármagni til kvenna, til málefna kvenna, þangað sem við viljum ná fram breytingum og auknu jafnrétti.
Þegar karlar geta gert allt það sem konur gera, þá fyrst náum við hinu fullkomna jafnrétti.
Þá fyrst náum við gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir þeim hlutverkum og verkum sem konur hafa frá örófi alda unnið í hljóði ásamt hefðbundinni vinnu og heimilisverkum.
Með ósk um bjarta framtíð fyrir dætur okkar. Með ósk um að þær séu meðvitaðar um stöðu okkar kvenna og hvað við höfum þurft að glíma við í gegnum tíðina til að komast þangað. Með ósk um að þær taki skrefin áfram í átt að fullkomnu jafnrétti kynjanna, skilningi og virðingu.
IngvarsdóttirMyndir: Silla Páls
Umsjón: Sigríður
Kertahúsið á Ísafirði er hugarfóstur hjónanna Sædísar Ólafar Þórsdóttur og Gunnars Inga Hrafnssonar. Í Kertahúsinu eru framleidd allskonar kerti, hefðbundin sem óhefðbundin. Fyrsta vörulína Kertahússins voru afsteypur af íslenskum byggingum, byggingar sem vekja góðar minningar, hafa mikla sögu eða eru með sérstakan arkitektúr. Framleiðslan er á Ísafirði. Nánar tiltekið í Aðalstræti 20 þar sem áður var Dellusafn og þar áður Vínbúð. Sædís Ólöf Þórsdóttir er fædd og uppalin á Ísafirði en maður hennar Gunnar Ingi Hrafnsson er fæddur á Akureyri en ólst upp í í New York í Bandaríkjunum og hefur dvalið þar stóran hluta ævinnar. Þau eiga tvö börn, Rebekku Rán 5 ára og Þór Ólaf 3 ára.
Hugmynd kviknar í Covid
Aðspurð hvernig það hefði komið til að þau hefðu farið út í kertaframleiðslu, segir Sædís að Covid hafi eiginlega orðið til þess. Í Covid varð rekstur ferðaskrifstofunnar nánast að engu, enda engir erlendir ferðamenn að koma. Gunnar hljóp í ýmis störf, á sjúkrahúsinu á Ísafirði, keyrði steypu og vann á flugvellinum. Sædís varð ófrísk af Þór Ólafi um mitt ár 2020. ,,Við lögðum hausinn í bleyti og veltum fyrir okkur hvað ég gæti gert í fæðingarorlofinu enda hafði ég engar tekjur mánuðina á undan og því átti ég ekki rétt á fæðingarorlofi, svo eitthvað urðum við að gera. Rétt fyrir jólin 2020 fékk ég hugmyndina að Kertahúsinu. Á hverju ári hef ég búið til jóladagatal fyrir Gunnar sem innihélt
að mestu leyti kerti þar sem hann er einstakur aðdáandi kertaljóss. Vetrarmánuðir geta verið dökkir og þungir fyrir þá sem ekki eru vanir skammdeginu eins og hann og því hefur hann alla vetur skreytt alla glugga og hillur með kertaljósum. Okkar viðskiptavinahópar hafa oft minnst á það, að úrval hafi verið lítið af vestfirskum varningi til að kaupa á ferðum þeirra um Vestfirði og því fóru þessar hugmyndir saman í eitt, að gera afsteypur af vestfirskum byggingum í kertaformi. Kertin eru hönnuð á þann hátt að brenna gat ofan í kertið og nota það áfram sem lukt þar sem birtan skín í gegnum alla glugga kertahúsana. Fyrstu kertin voru afsteypur af Gamla sjúkrahúsinu og Ísafjarðarkirkju og fóru í sölu 1. júní 2021. Í kjöl farið steyptum við helstu bygg ingar og kirkjur í byggðalögum hér í kring. Síðan bættum við náttúrulínunni okkar við s.s. afsteypur af stuðlabergi og eld gosi. “
Til að byrja með var framleiðslan heima hjá þeim hjónum segir Gunnar. ,,Þá steypti Sædís kerti á eldhúsborðinu heima, bræddi vaxið í pottum á hellunni og seinni partinn þá skófum við vaxið af helluborðinu til að elda kvöldmatinn. Fljótlega varð þó húsnæðið of lítið og eftir að Epal hóf að selja kertin okkar þá færðum við okkur í 60 fm vinnustofu í Vestra húsinu á Ísafirði og vorum þar í tæpt ár þar til við færðum okkur í rúmlega 100 fm húsnæði í Aðalstræti 20 þann 1 júní 2023, þ.e. tveimur árum eftir að framleiðslan hófst.
með villtum jurtum eins og blóðbergi. Plöntur sem ég týndi og þurrkaði síðasta sumar til að blanda við ilmolíurnar fyrir kertin. Gönguferð sem tekur þig norður á Hornstrandir, ilmar af hvönn, blóðbergi, melgresi og fjallajurtum og loks nostalgíuferðalag aftur í tímann í bústaðaferð með fjölskyldunni, panell, fura, birki, rekaviður og leðurilmur. Kertagerð býður upp á endalausa möguleika og er svo skapandi að grípa í alveg eins og það er skapandi að búa til einstakt ferðalag fyrir okkar viðskiptavini í ferðaþjónustunni. Eins og er þá á þetta vel saman“ segir Sædís,
Forréttindi að ala upp börn í litlu samfélagi
Sædís og Gunnar hafa starfað við ferðaþjónustu um langt skeið og verið með eigin rekstur í ferðaþjónustu á Vestfjörðum frá árinu 2016. Þau hafa verið með ferðir fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem koma til Ísafjarðar auk þess að bjóða upp á hringferðir um Vestfirði yfir vetrarmánuðina fyrir erlenda ferðamenn í samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur.
Fjölskyldan er nýlega flutt til Ísafjarðar þar sem þau eru með fyrirtækið sitt, en þau bjuggu á Suðureyri í rúmlega 8 ár og nutu þess mjög. ,,Börnin okkar gengu þar í leikskóla og samfélagið á
Suðureyri er einstakt. Það eru forréttindi að fá að ala upp börn í litlu samfélagi og ef eitthvað bjátar á eða kemur upp á þá er maður gripinn og aðstoðin er handan við hornið. Frelsið sem börn upplifa er ómetanlegt. Það er líka gott að búa í litlu samfélagi þegar maður hefur búið lengi erlendis líkt og Gunnar. Þegar maður mætir á svæðið standa mörg félagsstörf til boða, í kvenfélagi, björgunarsveit, saumaklúbbum, viskíklúbbum, kaffibollaspjalli, þorrablótum og kótilettukvöldum og dagskráin yfir vetrartímann er oft þétt skipuð af ýmsum uppákomum. Suðureyri er yndisleg, kvöldsólin, nálægðin við náttúruna en fyrst og fremst fólkið“, segir Sædís. Sædís segir að ferðafólk hafi einnig ýmislegt að sækja til Vestfjarða. ,,Hér er fyrst og fremst tempóið öðruvísi, þú ert ekki að drífa þig út og suður og getur tekið því rólega. Hér er mikið af skemmtilegum söfnum og þá sérstaklega Skrímslasetrið á Bíldudal sem er einstakt og þangað fer maður aftur og aftur. Gaman er að fara í bíltúra á sumrin út í Skálavík eða Ingjaldssand, en þar er ómetanleg kyrrð og fegurð. Ísafjarðardjúpið er þó alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá okkur, að fá sér vöfflur í Litlabæ, silung í Heydal og fara í selaskoðun við Hvítanes. Svo eru allir velkomnir í heimsókn á Gestastofuna okkar á Ísafirði og búa til kerti í dýfingarpottinum okkar“ segir Sædís að lokum.
Þetta hefur allt verið eintómt ævintýri og skemmtilegt hvað þessi kertaáhugi minn hefur farið á flug um landið, þó enn séu margir sem aldrei hafa heyrt af okkur og því miklir stækkunarmöguleikar ennþá í boði“
Þau segja að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að hanna og gera nýjustu línuna þeirra, sem er ilmkerti. ,,Mig langaði svo að fanga ákveðna ilmi sem vekja góðar minningar og út frá reynslu okkar í ferðaþjónustu þá lá beinast við að gera kertin að ferðalagi heima í stofu. Við erum með Fjallaferð sem tekur þig upp til fjalla í Ísafjarðardjúpi, angan af krækiberjalyngi og birki blandað
Umsjón: Sigríður IngvarsdóttirMyndir: Silla Páls o.fl.
Hildur Dagbjört Arnardóttir er landslagsarkitekt, vistræktarkennari, grænmetisbóndi og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur tileinkað sér umhverfisvænan lífsstíl í gegnum árin. Hún brennur fyrir að aðstoða aðra við að nálgast umhverfisvænni lífsstíl og kennir því fjölbreytt námskeið innan umhverfismála á hverju ári og hannar sjálfbærnikennsluefni fyrir grunnskóla. Síðustu árin hefur hún einnig boðið fólki sem er áhugasamt um vistrækt að dvelja á Ísafirði í vistræktar starfsnámi (permaculture internship), þar sem það vinnur samhliða Hildi að fjölbreyttum umhverfisverkefnum, lærir vistrækt og ræktun matvæla á sjálfbæran hátt, auk þess að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl.Hildur hefur rekið Gróanda á Ísafirði sl.8 ár, þar sem hún ræktar ógrynni af grænmeti fyrir bæjarbúa Ísafjarðar og hefur þróað einstaklega umhverfisvænar ræktunaraðferðir sem henta fyrir loftslagið hér á landi.
Hvernig vaknaði áhuginn á umhverfismálum og ræktun? Áhuginn á umhverfismálum og ræktun vaknaði ekki skyndilega heldur óx með mér eftir því sem ég lærði meira og meira um lífið, mannfólkið og náttúruna. Ein af meginreglum vistræktar er “Work with nature rather than against” og snýst um að það tekur minna á að vinna með náttúrunni, þetta snýst meira um að finna flæðið í rétta átt. Þar sem þú ert stöðugt að vinna þig í áttina að því sem “feels right”. Færa áhersluna frá “Hvað ætti ég að vera að gera?” til “Hvað finnst mér rétt? Hvað kveikir í mér neistann til að halda áfram?” Finna eldmóðinn og gleðina svo að breytingarnar sem þú velur að gera byggist ekki á hræðslu heldur valdeflingu.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að verða landslagsarkitekt?
Hönnun er mér mjög eðlislæg og það lá beint fyrir að fókusera á hönnun sem tengist náttúru og landslagi. Fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna í faginu sá ég þó að þessi sama hönnunarhugsun nýtist í hvers konar hönnun. Hönnun er einfaldlega að gera greiningarvinnu og taka upplýstar ákvarðanir út frá niðurstöðum greiningarvinnunnar. Ég kynntist vistrækt (permaculture) í náminu og varð það í raun rauði þráðurinn í mínu starfi upp frá því.
Hvað erum við að gera vel í umhverfismálumHvað má betur fara?
Sem hönnuður sem fókuserar á sjálfbærni þá er ég stöðugt að leita uppi flöskuhálsa, hvað er að stoppa okkur í að gera betur? Hvað þarf nauðsynlega að gera til að breytingarnar sem við viljum öll sjá komist í framkvæmd? Hvaða breytingar hafa mest jákvæð áhrif? Í mörg ár hafði ég tekið eftir misræminu milli áherslu á sjálfbærni í Aðalnámskrá og hve lítið er kennt um sjálfbærni í skólum landsins. Hér er flöskuhálsinn
Hefur þú áhuga á starfsnámi í vistrækt? Vinna upp færni í að starfa við sjálfbærni og lifa sjálfbærum lífsstíl? Hafðu samband við Gróanda og athugaðu hvort enn séu lausar stöður. 18-30 ára geta fengið stuðning frá ESC til að fjármagna dvöl sína í starfsnáminu.
klárlega vöntun á kennsluefni. Í Aðalnámskrá segir að sjálfbærni skuli kennd í öllum fögum skólans, að sjálfsögðu - þar sem sjálfbærni tengist öllu. Hér byrjaði nýr kafli í minni hönnun fyrir sjálfbærni. Ég fékk styrk fyrir norrænu samstarfsverkefni, kennsluefnið verður á norsku, dönsku og íslensku og þrír skólar í Noregi, Danmörku og Íslandi prófa kennsluefnið okkar.
Þetta er ótrúlega gefandi vinna, þar sem það liggur í augum uppi að slíkt kennsluefni getur haft óendanlega mikil, jákvæð margföldunaráhrif. Við getum rétt ímyndað okkur hve miklu það gæti breytt ef allir nemendur í þessum þremur löndum myndu fá 10 ár af góðri sjálfbærnikennslu, koma út úr grunnskóla með gott yfirlit yfir bæði algengar og sjaldgæfari sjálfbærnilausnir, þekkja lífsgildin sín og eru valdefld til að láta til sín
taka og koma í verk því sem þeim finnst rétt.
Hvað felst í
umhverfisvænum lífstíl:
Hér finnst mér mikilvægt að minnast á orð Graham Bell “Permaculture is a direction not a destination”. Það er í rauninni ekki hægt að lýsa því hvað felst í sjálfbærum lífsstíl. Þetta snýst um að vera með rétta stefnu og halda dampi. Gefast ekki upp heldur halda áfram vegferðinni í að finna þær lausnir sem við erum innilega sátt við og eru ekki skaðlegar náttúrunni.
Um Gróanda
Gróandi hefur vaxið í gegnum árin, og er núna ekki einungis félag sem ræktar mat með sjálfbærustu aðferðum sem finnast, heldur felst starfið núna einnig í námskeiða- og viðburðahöldum þar sem kenndar eru sjálfbærar ræktunaraðferðir og umhverfisvænir lifnaðarhættir, vistræktarstarfsnám og þróun sjálfbærnikennsluefnis.
Grænmetisgarðar og gróðurhús Gróanda eru rekin eins og björgunarsveitirnar okkar. Hver sem er getur orðið styrktaraðili og stutt félagið árlega um upphæð að eigin vali. Með því náum við að fjármagna opna grænmetisgarða þar sem allir á svæðinu geta tekið þátt í ræktun og/eða uppskorið sér virkilega hollan mat. Þar sem þátttaka er ekki beintengd því hverjir styðja verkefnið fjárhagslega,
geta t.d. skólakrakkar, stúdentar, öryrkjar og fólk með þröngan fjárhag, tekið þátt til jafns við alla aðra.
Ráð fyrir áhugasama um ræktun Eitt ráð til að vinna með náttúrunni (og minnka þörf fyrir að reyta illgresi) er að hylja allan jarðveg. Í náttúrunni sérð þú nánast aldrei bera mold, nema tré hafi fallið í stormi. Þegar sést í beran jarðveg virkjast fræforðinn í jarðveginum til að loka sárinu sem fyrst. Þegar jarðvegurinn er hulinn, hindrum við jarðvegseyðingu, höldum rakanum í jarðveginum og verjum örverurnar í jarðveginum fyrir sólarljósinu (örverurnar eru grunnurinn að frjósemi jarðvegs).
Svo mæli ég að sjálfsögðu með því að koma sér á vistræktarnámskeið, þar sem það gefur grunn til að skilja hvernig við getum ræktað mat og séð fólki fyrir þeirra þörfum í sátt við náttúruna.
Hvað er auðvelt að rækta í garðinum sínum?
Það er sérlega auðvelt að rækta grænkál, steinselju, næpur, blaðsalat, mísúnakál, vetrarkarsa, rabbabara og kartöflur. Hjálmlaukur, graslaukur og minta eru enn auðveldari því þau eru fjölær og ekki þarf að sá þeim á hverju ári. Þegar kemur að runnum eru rifs og sólber einstaklega auðveld, jafnvel hægt að útbúa sína eigin runna með því að klippa af greinar hjá nágrannanum og láta þær róta sig í vatni áður en þeim er plantað út í garði.
Hver eru ákjósanleg vorverk Vorverkin eru mismunandi eftir því hvað fólk vill rækta en ef ætlunin er að fá mjög fjölbreytta uppskeru með sjálfbærum hætti er hægt að fylgja rútínu Gróanda í vorverkunum:
Blanda saman moltu frá Flúðasveppum og sandi til að útbúa umhverfisvæna sáðmold.
Sá fyrir kuldaþolnum tómötum, kúrbít, gúrkum og graskeri inni í stofu við sólarglugga.
Sá fyrir ýmiss konar rótargrænmeti, kryddjurtum, salati, káli, tejurtum o.s.frv. í hólfaskipta sáðbakka úti í köldu gróðurhúsi.
Spíra kartöflurnar í skugga í gróðurhúsinu.
Dekka yfir beðin með ull inni í gróðurhúsi.
Gera holur í ullina í gróðurhúsinu og sá þar gulrótum, nípum, spínati, klettasalati, öðru salati og kryddjurtum.
Planta tómötum, gúrkum, kúrbít og graskeri í kalda gróðurhúsinu.
Dekka grænmetisbeðin úti með þykku lagi af heyi.
Vökva annað slagið spírandi og vaxandi smáplönturnar sem bíða þolinmóðar með þér þar til frostnætur hætta og þær geti öruggar fengið að fara út í beð.
Hvernig höndlar þú hamingjuna, hvað veitir þér gleði?
Ég tel að það sé lykilatriði að vera samkvæm sjálfri sér, það að segja; finna sín lífsgildi og lifa eftir þeim. Gera sem mest af því sem kveikir í okkur eldmóð og réttlætiskennd. Þegar þú lifir lífi þar sem þú ert sátt, þarf oft bara þakklæti til að finna innilega gleði. Muna eftir að virkja í okkur þakklætið, þá áttum við okkur á því að við höfum það ansi gott nú þegar og sjáum skýrar hvað okkur finnst í raun mikilvægt.
Agnarsmárri manneskju er ekið með hraði inn á Vökudeild í hitakassa umkringd fólki og tækjum sem hafa það eina markmið að koma henni sem bærilegast inn í veröldina þrátt fyrir að sú innkoma sé ótímabær. Í annarri stofu, öðru húsi og í öðru landi fæðist einnig lítið barn sem fer beint í fang nýbakaðrar móðurinnar. Þó að fyrstu stundir þessara barna í heiminum eigi fátt sameiginlegt, þá eiga börnin það sameiginlegt hvort með öðru og öllum öðrum mannanna börnum að geta með engu móti lifað af án aðkomu myndugra einstaklinga sem fæða þau, klæða og veita þeim öryggi og ástúð. Við vitum þetta vel og höfum öll verið í þeim sporum að vera öðrum manneskjum háð um líf og að lifa af. Ástríða okkar í lífinu beinist oftar en ekki að því sem við þekkjum til sjálf, höfum reynslu af eða sem hefur markað spor á líf okkar með einum eða öðrum hætti. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær áhugi minn á að skilja einmanaleikann kom til, en þegar ég hugsa til baka, þá held ég að hugmyndin hafi læðst að mér barnungri að alast upp í litlu þorpi, þar sem fámennið gerir tilvist hverrar manneskju veigameiri. En um leið varð tilvera einbúanna í þorpinu enn sýnilegri; fólkið sem gekk einsamalt í kaupfélagið, fékk engar heimsóknir, var aldrei boðið neitt og stóð álengdar þegar eitthvað var um að vera í þorpinu. Ég bæði fann til með þeim og fann að við deildum sömu reynslu, því það var talað í sama tón við mig og talað var um þau. Eitt sinn sem oftar þegar ég gekk úti á lygnu og stjörnubjörtu kvöldi, spurði ég þessar sömu stjörnur af hverju manneskjur kæmu illa fram og fékk það svar að ég ætti heldur að beina athygli að því hvernig stæði á því að manneskjur gætu komið fallega fram, náð árangri og liðið vel þrátt fyrir að hafa mætt ótrúlegum áskorunum og
mótlæti. Ég hef leitast við að varpa ljósi á einmitt það alla tíð síðan.
Samskipti
Ég bjó til Samskiptaboðorðin árið 2012 sem er leiðarvísir um góð samskipti og fjórum árum síðar kom fyrsta bókin mín út; samnefnd bók þar sem ég fjalla um hvert og eitt Samskiptaboðorð í samhengi við mína eigin lífsreynslu. Flóknustu samskiptin sem við eigum í eru þau nánustu og áföllin sem hafa þungbærustu áhrifin á okkur eru þau sem eru af mannavöldum. Sér í lagi félagsleg áföll eins og einelti, andlegt, líkamlegt og kynferðisofbeldi. Eitt af því sem við gerum þegar lífsstormarnir okkar verða fullhvassir, áföllin þungbærari en við álítum okkur geta tekist á við eða ef samskiptin við annað fólk valda okkur sársauka, er að draga okkur í hlé. Einangra okkur frá öðru fólki. Það er í raun og veru eðlilegt viðbragð við óeðlilegum aðstæðum: við erum að forðast það sem veldur okkur
sársauka – sem í þessu tilfelli eru samskipti við annað fólk. Lífsreynslan veldur því að okkur finnst við ekki tilheyra og hægt en örugglega sannfærumst við um að vera ekki elskuverð, missum tengslin við annað fólk og einnig okkur sjálf. Við verðum einmana.
Hér áður hvíldi möguleikinn á að lifa af á góðum tengslum og samskiptum við aðra. Lífsbaráttan krafðist samvinnu, útskúfun úr hópnum ógnaði lífi fólks og innra með okkur þróaðist félagslegt næmi gagnvart höfnun; sérstakt varúðarkerfi sem sér til þess að við látum af hegðun sem einangrar okkur. Þess vegna vekur höfnun, missir og skortur á tengslum með okkur líkamlega þjáningu og andlega vanlíðan – öðru nafni einmanaleika, sem ég skilgreini sem tilfinningu um djúpstæðan skort á nánd og innihaldsríkum tengslum við sjálfan sig og/eða aðra og að aðrir hvorki hlusti á mann né skilji.
Einmana
Ég bjóst aldrei við því þegar ég settist við skriftir í afskekktu húsi í fallegri sveit að næstu fimm árum myndi ég verja við að vera með hugann og hjartað helgað því að skrifa bókina mína, Einmana – tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar. Ég veit í dag að bókin þurfti mína lífsreynslu og öll þessi ár og í dag er ég þakklát hverju ári því eins og við vitum þá gerast góðir hlutir hægt. Áhugi minn á efninu jókst eftir því sem ég aflaði mér meiri þekkingar á einmanaleikanum, talaði við fleira fólk, las fleiri fræðigreinar og rit. Það kom mér á óvart við hve margar aðstæður við finnum til einmanaleika. Þar má nefna þegar við missum ástvin, missum atvinnu eða hlutverk, er hafnað – til dæmis af maka – eða veikjumst alvarlega. Ef við ölumst upp við tengslarof við uppalendur okkar eða erfiðar félagslegar aðstæður þá get-
um við fundið til langvinns einmanaleika á fullorðinsárum – reyndar er algengasta ástæða langvinns einmanaleika skortur á kærleika í uppvexti sem birtist í því að þörfum okkar fyrir skilyrðislausa ást, tengsl og nánd er ekki mætt af fullorðna fólkinu sem ber ábyrgð á uppeldi okkar. Auk þess býr æskureynslan með okkur og hefur mikil áhrif á færni okkar til tengslamyndunar á fullorðinsárum.
Það er ekki að ástæðulausu að umfjallanir um einmanaleika hafa aukist gríðarlega á undanförnum áratugum. Ástæðuna má til að mynda rekja til aukinnar áherslu á frjálshyggju og síðar nýfrjálshyggju í vestrænum samfélögum, sem leggur áherslu á einstaklingshyggju í stað heildarhyggju. Virði fólks er metið eftir auði, völdum og efnislegum árangri og hagkerfi nútímans byggir á því að minna okkur stöðugt á það sem við getum ekki, höfum ekki möguleika á, eigum ekki og erum ekki. Einmanakennd er miklum mun algengari í samfélögum sem aðhyllast einstaklingshyggju – líkt og okkar samfélag, sem sést meðal annars á því að hér á landi eru 36% fólks stundum, oft eða alltaf einmana samanborið við heimsmeðaltalið sem er 33%.
Manneskjur sem ná ekki endum saman, eru valdalausar og geta ekki sýnt fram á efnislegan árangur og falla því á virðismati samfélagsins, fá ítrekað skilaboð um að vera ekki nóg, um að tilheyra ekki og passa ekki inn í samfélagið. Það kom mér því ekkert sérlega mikið á óvart að unga fólkið okkar á aldrinum 18 til 30 ára eru þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í dag.
Ríkjandi menning og formgerð samfélagsins okkar hefur þau áhrif að æ fleiri
eru einmana og þess vegna álít ég að það sé ekki hægt að skilgreina einmanaleika sem einstaklingsbundinn sjúkdóm. Það er í samræmi við umfjallanir bandaríska félagsfræðingsins C. Wright Mills, sem heldur því fram að ef vandi er útbreiddur og almennur þá liggja orsakirnar í formgerð og menningu samfélagsins en ef fáir eru að takast á við vanda, til dæmis einsemd, þá er skýringuna að finna hjá einstaklingnum sjálfum. En við getum samt ekki horft fram hjá því að einmanaleiki hefur gríðarleg áhrif á heilsu fólks, sér í lagi vegna þess að það að vera einmana skapar streitu. Einmana manneskja er stöðugt að berjast, flýja, frjósa eða geðjast viðbragði með tilheyrandi hormóna vanstillingu sem gerir að verkum að við eigum erfitt með að festa svefn og svefngæði rýrna. Við finnum fyrir einbeitingarskorti, minnistruflunum og úthaldsleysi, ójafnvægi kemst á blóðsykurinn, blóðþrýstingurinn hækkar og við söfnum frekar á okkur kviðfitu sem er þekkt að tengist heilsufarsvanda eins og heilablóðfalli og hjartaáfalli. Gildi hvítra blóðkorna hækka sem hindrar eðlilega ónæmissvörun og ýta undir bólgur í líkamanum. Auk þess geta hugsanir okkar orðið óskýrari, við finnum fyrir heilaþoku og depurð. Langvinnur einmanaleiki viðheldur sjálfum sér, vegna þess að við höfum lægri þröskuld gagnvart álagi, sjáum ekki fyrir okkur hvernig við getum tekist á við verkefni daglegs lífs, frestum því jafnvel, og einangrun okkur enn meira.
Tengsl
Öll, sem hafa upplifað streitu í langan tíma og hefur jafnvel leitt til vonleysis og
kulnunar, vita að um er að ræða líðan sem ekkert okkar vill dvelja í. En það getur reynst þrautin þyngri að komast úr vanlíðaninni – rétt eins og það getur tekið verulega á að brjótast úr einsemdinni. En trúðu mér, það borgar sig alltaf. Við myndum auðvitað vilja að samfélagið okkar tæki breytingum í átt að aukinni heildarhyggju og inngildingu, áhersla bæði samfélagsins og stjórnvalda væri á stuðning, umhyggju og tengsl á milli fólks sem myndi leiða til þess að öll upplifa sig að þau tilheyri. Í stað þess að benda á annað fólk eða stjórnvöld, þá getum við byrjað á okkur sjálfum og leitast við að vera sá vinur sem við óskum þess að eiga; verið til staðar hvert fyrir annað, sýnt náunganum umhyggju og virðingu, tala við fólk en ekki um fólk, horfa í augu fólks þegar við tölum við það, heilsa öðrum, sjá þau og elska þau. Því að elskað fólk elskar fólk, en sært fólk særir fólk. En gæði tengsla okkar við aðra endurspegla tengslin sem við eigum við okkur sjálf. Þess vegna er mikilvægast að hlúa að tengslum við okkur sjálf þegar við erum einmana. Ég kalla það að hlúa að einvægi. Einvægi er nýyrði sem ég bjó til úr annars vegar orðinu einmana og hins vegar orðinu samvægi sem vísar til jafnvægis líkamans. Einvægi merkir að líða vel og hafa tilgang í lífinu þrátt fyrir einmanaleika. Alveg eins og við þurfum að æfa okkur reglulega ef við ætlum að hlaupa maraþon, þá þurfum við að iðka og hlúa að þremur þáttum til að vera í einvægi. Í fyrsta lagi viðurkenningu: að átta okkur á því hvað það var sem kom fyrir okkur og orsakaði einsemdina. Í öðru lagi iðkum við samkennd í eigin garð sem felur í sér þrjá meginþætti: að mæta okkur sjálfum með góðvild í stað þess að dæma okkur á neikvæðan hátt; að átta okkur á að allar manneskjur mæta erfiðleikum – þjáning, áföll, missir og höfnun er sammannleg reynsla – við erum öll einhvern tíma einmana; að beina athygli að því sem er einmitt núna og iðka núvitund með ásetningi að þessu augnabliki eins og það er án þess að dæma eða taka afstöðu. Í þriðja lagi gætum við að því að hvílast vel, næra okkur, hreyfa okkur reglulega og hlúa að tengslum. Það getur svo sannarlega verið áskorun að hlúa að tengslum þegar við erum einmana, sérstaklega vegna þess að skortur á tengslum, tengslarof eða erfið tengsl leiddu til einsemdar okkar í
upphafi. En þá byrjum við á því að einbeita okkur að því að hlúa að tengslum við okkur sjálf með því að iðka sjálfsrækt og aga okkur sjálf, gera hluti sem næra okkur eða skapa eitthvað nýtt; hvort sem það er að baka og skreyta fallega köku, elda uppáhaldsmatinn okkar, prjóna okkur peysu, púsla eða hekla nýjan borðdúk á eldhúsborðið okkar, rækta blóm eða setja niður kartöflur. Á meðan helltist á kaffivélina lagði til dæmis amma mín alltaf kleinuna sína ofan á heita kaffivélina til að verma kleinuna. Það er lítil sjálfsræktarathöfn sem getur samt gert svo mikið ef við gætum að því að gera alltaf eitthvað eitt á hverjum degi. Það sem hlúð er að vex og dafnar. Við getum einnig hlúð að annars konar tengslum en við fólk, til dæmis við gæludýr, við náttúruna og æðri mátt eins og við skilgreinum hann. Tengslin við Díönu, litla coton-detulear hundinn minn, hafa til dæmis gefið mér óendanlega mikið. Stóru brúnu
augun sem mæna á mig rétt áður en við förum út í gönguferð eða þegar þetta litla hjarta fagnar mér þegar ég kem heim og ég finn að ég tilheyri og skipti máli í lífi þessa litla hvíta hnoðra.
Umhyggja
Einmana – tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar er þriðja bókin mín og á undan henni urðu tvær bækur að verða Samskiptaboðorðin sem ég hef áður minnst á og KennslubókSamfélagshjúkrun sem fjallar um fjölskylduhjúkrun, heimahjúkrun, heilsugæsluhjúkrun og geðhjúkrun. Hjúkrunarfræði átti hug minn frá því ég var lítil og kynntist skólahjúkrunarfræðingnum Öddu Tryggvadóttur sem kom svo fallega og hlýlega fram og hlustaði á unga stúlku sem efaðist endalaust um sjálfa sig. Leið mín að hjúkrunarfræði var ekki jafn bein og margra samnemenda, en börnin mín fimm gáfu mér innblásturinn til að halda áfram og ég einsetti mér að vera þeim góð fyrirmynd um að allt er hægt ef þú
vilt það og ef þú fylgir hjartanu. Þau munu verða fyrir allskonar lífsreynslu sem ég get ekki haft áhrif á eða stjórnað, en ég get gert þeim bærilegra að komast í gegnum reynsluna, vera til staðar þegar þau verða einmana og gert mitt til að þau geti hlúð að einvægi og tengslum við sig sjálf.
Hjúkrunarfræðingurinn ég hef margoft upplifað bjargarleysi nýfæddra barna sem fæðast ótímabært í veröldina. Við getum öll verið til staðar fyrir öll heimsins börn sem myndu aldrei lifa af án okkar. Við getum líka öll stutt hvert annað í því flókna verkefni að vera manneskja, þar sem lífið verður svo miklu bærilegra og betra ef við eigum nærandi, góð og traust tengsl við aðra manneskju. Við verðum öll einmana einhvern tímann og þurfum þá öll á þvi sama að halda: að á okkur sé hlustað, líðanin viðurkennd og þörfum okkar mætt af umhyggju og virðingu. Góðmennska í garð annarra skapar vellíðan okkar sjálfra. Viðurkennum og skiljum eigin reynslu, iðkum samkennd í eigin garð, nærumst, hvílumst, hreyfum okkur, tengjumst okkur sjálfum og hlúum að einvægi – í því eru verðmæti einmanaleikans falin.
Hér eru uppskriftir af einstaklega fallegum flíkum fyrir yngstu kynslóðina. Þessi fatnaður hentar t.d. vel sem heimferðarsett fyrir nýfædd börn. Uppskriftirnar ná þó upp í stærðir fyrir 6 ára aldur. Gaman að sjá fyrir sér litla gullmola hlaupandi um í íslensku sumarveðri í þessum fallegu flíkum.
En það sem færri leiða hugann að er að prjónaskapur getur einnig verið góður fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. Þær hreyfingar sem við notum með fingrunum gera þá sterkari og frískari og geta unnið gegn slitgigt í fingrum. Prjónaskapur reynir einnig á heilann og krefst einbeitingar. Því örvar prjónaskapur heilastarfsemina og
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningu og mynstri. Mynsturmyndir eru aftast í uppskrift.
Það sem þarf
• Hringprjónar nr. 3.5 (60/80 cm)
• Sokkaprjónar nr. 3.5
• Nál til frágangs
• 6 hringlaga prjónamerki
• Tölur (15-18 mm)
Garntegund:
Baby Wool frá Icewear Garn.
Einnig hægt að nota:
Katia Merino Baby eða annað sambærilegt garn sem hentar prjónfestu.
Prjónfesta:
26 lykkjur = 10 cm á prjóna nr. 3.5
Hnappagöt
Hnappagöt eru gerð með ca 3,5 sm millibili eða með ca 13 umferðir á milli (fer eftir smekk hvers og eins hversu margar tölur þið viljið hafa). Fyrsta gatið er gert í umferð nr. 3. Hnappagatið er gert þannig að þið prjónið 3, 3, 5, 5, 5, 5 lykkjur, sláið bandinu upp á prjóninn og prjónið tvær lykkur saman. Gerið hnappagötin á vinstri kant (boðung) peysunnar eða í byrjun umferðar á réttunni.
Kantlykkjur
Fyrstu 8, 8, 10, 10, 10, 10 og síðustu 8, 8, 10, 10, 10, 10 lykkjurnar eru kantlykkjur og mynda boðunginn framan á peysunni. Þær eru prjónaðar eins og hálslíningin eða 1l br og 1l sl til skiptis – alla leið niður peysuna. Á sitthvorum endanum er I-cord kantur sem gerir kantinn eða endann á peysunni mjög fallegan. I-cord kantur er gerður þannig að þrjár fyrstu og þrjár síðustu lykkjurnar í hverri umferð Á RÖNGUNNI eru teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan eða að þér. Á réttunni eru þær alltaf prjónaðar sléttar. Athugið að I-cord lykkjur eru hluti af kantlykkjum. Byrjið strax á kantinum í fyrstu umferð eftir að fitjað er upp.
M1R, M1L
M1L: Bandið á milli lykkna er tekið upp með því að fara með vinstri prjón framan í bandið og prjóna svo aftan í það. Með þessu snýst upp á bandið til vinstri.
Ummál á bol
Nýburi: 46 cm
3-6 mán: 49 cm
6-12 mán: 57 cm
1-2 ára: 62 cm
2-4 ára: 69 cm
Sitthvoru megin við PM eru lykkjur (PM eru milli þessara lykkna). Þessar lykkjur ætlum við að kalla laskalykkjur. Þær koma til með að mynda laskana í peysunni. Sitthvoru megin við þessar tvær laskalykkjur (á fjórum stöðum í peysunni þó) ætlum við að auka út með M1R (aukið út til hægri) og M1L (aukið út til vinstri).
M1R: Bandið á milli lykkna er tekið upp með því að fara með vinstri prjón aftan í bandið og prjóna svo framan í það. Með þessu snýst upp á bandið til hægri.
4-6 ára: 77 cm
Ummál á ermum
Nýburi: 17 cm
3-6 mán: 17 cm
6-12 mán: 19 cm
1-2 ára: 21 cm
2-4 ára: 23 cm
4-6 ára: 25 cm
Lengd á bol, frá handvegi
Nýburi: 16 cm
3-6 mán: 18 cm
6-12 mán: 19 cm
1-2 ára: 23 cm
2-4 ára: 27 cm
4-6 ára: 30 cm
Lengd á ermum
Nýburi: 16 cm
3-6 mán: 17 cm
6-12 mán: 18 cm
1-2 ára: 24 cm
2-4 ára: 28 cm
4-6 ára: 31 cm
Fitjið upp 67, 71, 75, 79, 83, 85 lykkjur á hringprjón nr. 3.5 (80 sm langan. Prjónið fram og til baka með brugningu (1 brugðin og 1 slétt lykkja til skiptis. Byrjið og endið á brugðinni lykkju), alls 2, 2, 2, 2.5, 2.5, 3 cm. Athugið að umferð 1 er réttan.
Prjónið fram og til baka með brugningu (1 brugðin og 1 slétt lykkja til skiptis), alls 2, 2, 2, 2.5, 2.5, 2.5 cm. Athugið að umferð 1 er réttan. Endið á að prjóna umferð á réttunni. Prjónið 1 umferð á röngu (brugðið) og aukið út um 5, 1, 5, 1, 1, 3 lykkjur yfir umferðina. Passið að auka ekki út þar sem kantlykkjurnar eru.
Nú þarf að gera ráð fyrir útaukningu vegna laska (skilin milli axla og bols).
Umferð 1 (réttan)
Skref 1: Prjónið kantlykkjur (8, 8, 10, 10, 10, 10)
Skref 2: Prjónið 8, 8, 9, 9, 10, 11 lykkjur slétt með mynstri (vinstra framstykki). Athugið að síðasta lykkjan er laskalykkja og ekki með í mynstri.
Skref 3: Setjið prjónamerki nr. 1 UPPÁ prjóninn.
Skref 4: Prjónið 7 lykkjur slétt með mynstri (hægra axlarstykki). Athugið að fyrsta og síðasta lykkjan er laskalykkja og ekki með í mynstri.
Skref 5: Setjið prjónamerki nr. 2 UPPÁ prjóninn.
Skref 6: Prjónið 26, 26, 28, 28, 30, 32 lykkjur slétt með mynstri (bakstykki). Athugið að fyrsta og síðasta lykkjan er laskalykkja og ekki með í mynstri.
Skref 7: Setjið prjónamerki nr. 3 UPPÁ prjóninn.
Skref 8: Prjónið 7 lykkjur slétt með mynstri (vinstra axlarstykki). Athugið að fyrsta og síðasta lykkjan er laskalykkja og ekki með í mynstri.
Skref 9: Setjið prjónamerki nr. 4 UPPÁ prjóninn.
Skref 10: Prjónið 8, 8, 9, 9, 10, 11 lykkjur slétt með mynstri (hægra framstykki). Athugið að fyrsta lykkjan er laskalykkja og ekki með í mynstri.
Skref 11: Prjónið kantlykkjur (8, 8, 10, 10, 10, 10).
Umferð 2 (rangan)
Fyrstu 3l og síðustu 3l eru teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan og rest brugðin. Munið eftir kantlykkjum.
Umferð 3 (réttan)
Prjónið þar til 1l er eftir að prjónamerki nr. 1. Aukið út með M1R, prjónið 2l slétt (laskalykkjur), aukið út með M1L. Endurtakið þetta við öll fjögur PM eða alls 8 útaukningar í annarri hvorri umferð.
Endurtakið umferð 2 og 3 þar til þið hafið aukið út 15, 18, 20, 21, 24, 26 sinnum eða um 120, 144, 160, 168, 192, 200 lykkjur. Nú áttu að vera með 192, 216, 240, 248, 276, 288 lykkjur á prjóninum, MEÐ kantlykkjum.
Nú þarf að setja ermalykkjur, eða þær lykkjur sem eiga að mynda ermar og koma yfir upphandlegginn, á hjálparband (það er garn í öðrum lit sem þú þræðir inn í lykkjurnar til þess að geyma þær). Þetta er gert báðu megin.
Skref 1: Prjónið kantlykkjur (8, 8, 10, 10, 10, 10)
Skref 2: Prjónið 22, 26, 29, 30, 35, 38 lykkjur (hægra framstykki).
Skref 3: Setjið 39, 43, 47, 49, 53, 57 lykkjur á hjálparband (hægri ermi).
Skref 4: Fitjið upp 6, 3, 2, 5, 5, 9 nýjar lykkjur (undir hægri ermi).
Skref 5: Prjónið 54, 62, 68, 70, 80, 86 lykkjur (bakstykki).
Skref 6: Setjið 39, 43, 47, 49, 53, 57 lykkjur á hjálparband (vinstri ermi).
Skref 7: Fitjið upp 6, 3, 2, 5, 5, 9 nýjar lykkjur (undir vinstri ermi).
Nú eiga að vera 126, 136, 150, 160, 180, 200 lykkjur á hringprjóninum (með lykkjunum sem fitjaðar voru upp undir höndum og kantlykkjum). Ermalykkjur eru komnar á hjálparband. Prjónið nú þar til bolur, frá handvegi, mælist 13.5, 15.5, 16.5, 20.5, 24, 27 cm. Í síðustu umferð (á röngunni) þarf að taka úr 1 lykkju. Prjónið nú stroff (1 slétt lykkja og 1 brugðin lykkja til skiptis) alls 2.5, 2.5, 2.5, 2.5, 3, 3 cm. Fellið af með brugningu.
Ermar
Nú þarf að færa lykkjurnar, sem þið settuð á hjálparband, yfir á sokkaprjóna nr. 3.5. Einnig þarf að prjóna upp 6, 2, 3, 6, 7, 8 nýjar lykkjur undir höndum svo mynstur stemmi í ermum. Til þess að miðjan á erminni komi undir hendinni þarf helmingurinn af þeim lykkjum, sem fitjaðar voru upp í handvegi, að fara á einn prjón og hinn helmingurinn á annan prjón. Dreifið svo restinni jafnt á þá prjóna og tvo aðra til viðbótar.
Nú eiga að vera 45, 45, 50, 55, 60, 65 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú þar til ermi, frá handarkrika, mælist 13.5, 14.5, 15.5, 20, 24, 26 cm. Prjónið eina umferð slétt (ágætt að enda þá mynstur í þessari umferð þar sem bara prjónað er slétt) og takið úr 7, 5, 8, 11, 12, 13 lykkjur jafnt yfir umferðina. Endið með 38, 40, 42, 44, 48, 52 lykkjur. Prjónið svo stroff (1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðin til skiptis eins og stroff á bol og í hálslíningu) alls 2.5, 2.5, 2.5, 3, 3, 3 cm. Fellið af með brugningu. (1 sl og 1 br til skiptis). Dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og slítið frá. Prjónið hina ermina eins.
Felið enda og skolið úr peysunni í volgu sápuvatni. Leggið til þerris í rétt mál. Saumið tölur í peysuna þegar hún er orðin þurr.
Mynstur er prjónað neðan frá og upp og frá hægri til vinstri. Myndirnar eru ekki í raunstærð heldur aðeins til að sýna taktinn.
Framstykki
Bakstykki
Axlarstykki
Framstykki
Bakstykki
Axlarstykki
Framstykki
Bakstykki
Axlarstykki
Framstykki
Bakstykki
Axlarstykki
Buxurnar eru prjónaðar neðan frá og upp. Byrjað er að prjóna skálmar, í sitthvoru lagi, þær síðan tengdar saman á 40 sm langan hringprjón og eru svo prjónaðar upp í einum hluta.
Það sem þarf
• Hringprjónn nr. 3.5 (40 cm)
• Sokkaprjóna nr. 3.5
• Nál til frágangs
• 1 hringlaga prjónamerki
• Teygja í mittið
Garntegund:
Baby Wool frá Icewear Garn. Einnig er hægt að nota Katia Merino Baby eða annað sambærilegt garn sem hentar prjónfestu.
Prjónfesta:
26 lykkjur = 10 cm á prjóna nr. 3.5
Garnmagn:
Nýburi: 100 gr
3-6 mán: 100 gr
6-12 mán: 100 gr
12-18 mán: 150 gr
18-24 mán: 150 gr
2-4 ára: 200 gr
4-6 ára: 200 gr
Útaukning á skálm
Prjónið 1 lykkju slétt, takið bandið upp á milli lykkna, prjónið aftan í það slétt. Prjónið út umferð þar til 1 lykkja er eftir af umferð. Takið bandið upp á milli lykkna, prjónið aftan í það slétt.
MÁL
Ummál um mitti
Nýburi: 40 cm
3-6 mán: 44 cm
6-12 mán: 47 cm
12-18 mán: 49 cm
18-24 mán: 50 cm
2-4 ára: 52 cm
4-6 ára: 55 cm
Lengd á skálmum
Nýburi: 16 cm
3-6 mán: 18 cm
6-12 mán: 23 cm
12-18 mán: 25 cm
18-24 mán: 29 cm
2-4 ára: 36 cm
4-6 ára: 39 cm
Lengd að klofi og upp að stroffi (mælt að framan)
Nýburi: 11 cm
3-6 mán: 13 cm
6-12 mán: 14 cm
12-18 mán: 16 cm
18-24 mán: 16 cm
2-4 ára: 17 cm
4-6 ára: 18 cm
Fitjið upp 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46 lykkjur á sokkaprjóna nr. 3.5. Tengið í hring og prjónið stroff (1 lykkju sl og 1 lykkju br til skiptis) alls 3, 4, 5, 6, 6, 7, 7 cm. Prjónið eina umf slétt og aukið út um 1, 4, 2, 0, 3, 1, 4 lykkjur jafnt og þétt yfir umf. Þá eiga að vera 35, 40, 40, 40, 45, 45, 50 lykkjur á prjóninum.
Prjónið nú slétt prjón með mynstri neðst (alls 3, 3, 4, 4, 5, 5, 6 cm frá stroffinu) ásamt útaukningu upp skálmina: Prjónið 2, 2, 2, 2, 2, 2, 1 cm slétt og án útaukningu. Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur (sjá nánari útskýringar fremst í uppskrift). Aukið svo út með 1.5, 1.5, 2, 1.5, 2.5, 2.5, 3.5 cm millibili þar til þið hafið aukið út alls 7, 7, 8, 10, 8, 10, 9 sinnum eða um 14, 14, 16, 20, 16, 20, 18 lykkjur. Endið með 49, 54, 56, 60, 61, 65, 68 lykkjur á prjóninum.
Prjónið áfram slétt prjón þar til skálmin mælist 16, 18, 23, 25, 29, 36, 39 cm (með stroffinu). Prjónið hana yfir á 40 cm langan hringprjón. Fitjið upp 4, 6, 6, 6, 6, 8, 8 auka lykkjur (fyrir klof). Geymið og prjónið hina skálmina eins.
Sameining skálma á hringprjón Nú þarf að sameina skálmarnar á hringprjóninn. Önnur skálmin er nú þegar komin á hringprjóninn. Prjónið svo seinni skálmina upp á og fitjið aftur upp 4, 6, 6, 6, 6, 8, 8 lykkjur. Nú eru báðar skálmarnar komnar upp á prjóninn og búið að bæta við lykkjum í klofi. Núna eru 106, 120,
124, 132, 134, 146, 152 lykkjur á prjóninum og umferð er látin byrja fyrir miðju að aftan (setjið prjónamerki þar). Prjónið nú slétt prjón í hring þar til stykkið frá klofi mælist 11, 13, 14, 16, 16, 17, 18 cm.
Byrjið fyrir miðju að aftan. Nú þarf að gera styttar umferðir til þess að hækka bakhlutann á buxunum (má sleppa en þetta býr til örlítið meira pláss fyrir bleiu. Börn sem eru hætt á bleiu þurfa ekki þetta auka pláss). Hér ætlum við að nota aðferð sem nefnist „German short rows”. Þessar umferðir eru prjónaðar fram og til baka. Afmarkið bakhlutann á buxunum með prjónamerkjum (eitt prjónamerki í sitthvora hliðina. Passa að hafa jafnmargar lykkjur í bak- og framhluta). Teljið svo 3, 4, 4, 5, 5, 6, 6 lykkjur frá prjónamerkjum og inn á bakhlutann, sitthvoru megin, og setjið prjónamerki þar líka. Nú eru komin alls 4 prjónamerki. Byrjið umferð á réttunni, fyrir miðju á bakhluta, eins og kom fram í upphafi kaflans.
Skref 1: Prjónið slétt eina lykkju framyfir prjónamerki (sjá mynd neðar á þessari bls), snúið við. Látið bandið snúa að ykkur, takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og ætti að prjóna hana brugðna og togið bandið yfir prjóninn þannig að það endi aftan við prjónana. Togið fast. Nú ættu að myndast tvær lykkjur úr einni.
Skref 2: Prjónið nú brugðið eina lykkju framyfir prjónamerki. Snúið við. Látið bandið snúa að ykkur, takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og ætti að prjóna hana brugðna og togið bandið yfir prjóninn þannig að það endi aftan við prjónana. Togið fast. Nú ættu að myndast tvær lykkjur úr einni.
Skref 3: Prjónið slétt að þeirri lykkju sem myndar tvær lykkjur (þessi sem þið snéruð við í síðustu sléttu umferð). Prjónið þær saman slétt. Prjónið eina lykkju í við-
bót. Snúið við. Látið bandið snúa að ykkur, takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og ætti að prjóna hana brugðna og togið bandið yfir prjóninn þannig að það endi aftan við prjónana. Togið fast. Nú ættu að myndast tvær lykkjur úr einni.
Skref 4: Prjónið brugðið að þeirri lykkju sem myndar tvær lykkjur (þessi sem þið snéruð við í síðustu brugðnu umferð). Prjónið þær saman brugðnar. Prjónið eina lykkju í viðbót. Snúið við. Látið bandið snúa að ykkur, takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og ætti að prjóna hana brugðna og togið bandið yfir prjóninn þannig að það endi aftan við prjónana. Togið fast. Nú ættu að myndast tvær lykkjur úr einni.
Endurtakið skref 3 og 4 þar til þið prjónið eina lykkju fram yfir seinni prjónamerkin (sem afmörkuðu fram- og bakstykkið á buxunum), báðu megin. Prjónið svo eina umferð slétt í hring. Í þessari umferð þarf að prjóna þær lykkjur, sem voru ein en mynduðu tvær við snúning, saman slétt. Nú prjónarðu eina umferð brugðna og endar aftan á buxunum, fyrir miðju, þar sem umferð byrjar. Prjónið stroff.
Prjónið nú brugðningu (1 sl og 1 br) 5, 5, 6, 6, 6, 7, 7 cm.
Nú þarf að fella af lykkjur á stroffinu. Það er hægt að fella af lykkjur og sauma svo kantinn niður eftir á. Mér finnst lang fallegast að gera þetta saman, það er líka mun þægilegri aðferð auk þess sem strengurinn verður mun teygjanlegri - https://bit.ly/faldprjon.
Áður en þið lokið hringnum þarf að þræða teygjuna inn í strenginn. Klárið affellingu, slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna.
Saumið klofið saman og gangið frá endum. Skolið úr buxunum í volgu sápuvatni. Leggið til þerris í rétt mál. Látið þorna. Þræðið teygju í mittið.
Buxurnar eru prjónaðar neðan frá og upp. Byrjað er að prjóna skálmar, í sitthvoru lagi, þær síðan tengdar saman á 40 sm langan hringprjón og eru svo prjónaðar upp í einum hluta.
Það sem þarf
• Hringprjónn nr. 3.5 (40 cm)
• Sokkaprjóna nr. 3.5
• Nál til frágangs
• 1 hringlaga prjónamerki
Garntegund:
Baby Wool frá Icewear Garn.
Einnig hægt að nota:
Katia Merino Baby eða annað sambærilegt garn sem hentar prjónfestu.
Prjónfesta:
26 lykkjur = 10 cm á prjóna nr. 3.5
Garnmagn:
Nýburi: 50 gr
3-6 mán: 50 gr
6-12 mán: 50 gr
1-2 ára: 50-100 gr
2-4 ára: 100 gr
Ummál
Nýburi: 31 cm
3-6 mán: 33 cm
6-12 mán: 34 cm
1-2 ára: 35 cm
2-4 ára: 37 cm
I-cord kantur
I-cord er prjónað þannig að tvær síðustu lykkjurnar eru allaf teknar óprjónaðar eins og eigi að prjóna þær brugðnar með bandið fyrir framan og að þér. Fyrstu tvær lykkjurnar eru svo alltaf prjónaðar slétt, bæði á réttu og röngu.
I-cord snúra
*Prjónið 1 umf á sokkaprjón. Færið lykkjurnar yfir á hinn endann á prjóninum, snúið ekki við*, endurtakið frá *-*.
Fitjið upp 80, 84, 88, 92, 96 lykkjur á hringprjón nr. 3.5, 40 cm langan. Tengið í hring og prjónið stroffprjón (1l slétt og 1l brugðin til skiptis), þar til stykkið, frá uppfiti, mælist 7, 7, 8, 8, 9 cm.
Nú þarf að prjóna stroffið saman og það er gert á rétt-
Örvarnar á myndinni sýna hvaða lykkjur skal prjóna saman og hvar er best að prjóna í neðri lykkjuna svo kanturinn verði fallegur.
Prjónið nú mynstur samkvæmt mynsturmynd þar til húfan, MEÐ stroffinu tvöföldu, mælist 12, 13, 14, 16, 19 cm.
Skref 1: Prjónið lykkjur 2 og 3 saman, í sléttum flötum (sléttir fletir eru á milli óprjónuðu lykknanna, sjá mynd bls. 3).
Skref 2: Prjónið 2 umferðir án úrtöku, með mynstri.
Skref 3: Prjónið lykkjur 1 og 2 saman, í sléttum flötum.
Skref 4: Prjónið 3 umferðir án úrtöku, með mynstri.
Skref 5: Prjónið 2l saman slétt út umferð (semsagt fækka lykkjum um helming)
Skref 6: Prjónið 1 umferð slétt
Skref 7: Prjónið 2l saman slétt út umferð (fækka lykkjum um helming)
Skref 8: Slítið bandið og dragið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Festið vel.
Mælið frá miðju að aftan, 2, 2, 2.5, 2.5, 2.5 cm í hvora átt. Prjónið upp 18, 20, 20, 22, 22 lykkjur báðu megin (frá miðju og í átt að framhluta húfunnar). Best er að miða við að fara 3 lykkjur niður fyrir brúnina innan á stroffinu og taka upp lykkjurnar þar.
Prjónið fyrstu umferð upp á réttunni (þannig að þið horfið framan á stroffið, ekki á það innanvert). Prjónið 5 umferðir, slétt á réttunni og brugðið á röngunni með tveimur I-cord lykkjum á sitthvorum endanum (þessar lykkjur eru inní heildarlykkjufjölda eyrans).
Nú þarf að fækka lykkjum niður eyrað. Það er gert svona:
Réttan: Prjónið 2 lykkjur slétt, takið tvær lykkjur óprjónaðar eins og eigi að prjóna þær slétt (eina í einu), prjónið þær svo saman slétt (e. slip slip knit, finnið það á Youtube). Prjónið umferð þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur saman slétt, takið 2 lykkjur óprjónaðar með bandið fyrir framan (I-cord). Snúið við.
Rangan: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið út umferð þar til 2 lykkjur eru eftir, takið þær óprjónaðar með bandið fyrir framan (I-cord). Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóninum (endið á því að prjóna brugðna umferð). Prjónið næstu umferð (réttan) með því að prjóna 2 lykkjur saman og endið þá með 3 lykkjur á prjóninum. Prjónið snúru, 20-25 cm. Klippið bandið og dragið í gegnum lykkjurnar. Prjónið hitt eyrað eins.
Gangið frá endum og skolið úr húfunni í volgu sápuvatni. Leggið til þerris í rétt mál. Látið þorna. Saumið dúsk á húfuna.
Það er auðvelt að fá matarást á Björk Jónsdóttur söngkonu. Hún galdrar fram veislur að því er virðist fyrirhafnarlaust. Hún hefur alla þræði í hendi sér þó að boðið sé upp á margvíslega rétti, en sjálfsagt ræðst þetta fyrirhafnarleysi að einhverju leyti af skipulagsgáfu. En ekki nóg með það, allt sem hún býr til er svo bragðgott og smekklega fram borið! Sumt fólk hefur þetta bara í sér og Björk er ein af þeim.
Björk hefur kennt söng við FÍH og Listaháskólann og
hefur komið reglulega fram með Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Signýju Sæmundsdóttur, en þær kalla sig Þrjár klassískar. Á dögunum bauð Björk góðum gestum heim, bæði úr nánustu fjölskyldu og vinahópnum. Að vonum báru gestirnir mikið lof á Björk og gerðu góðgætinu góð skil.
Gestir Bjarkar Jónsdóttur og
Kjartans Odds Jóhannssonar:
Arndís Jónsdóttir og Arnaldur Valgarðsson
Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurgeir Steingrímsson
Sigrún Erla Sigurðardóttir og Egill Jóhannsson
Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir
Jóhanna Þórhallsdóttir og Óttar Guðmundsson
Gestgjafarnir Kjartan Oddur Jóhannsson og Björk Jónsdóttir.
Prúðbúnir gestir báru mikið lof á Björk og gerðu góðgætinu góð skil.
með vanillu og sítrónusírópi
4 egg
240 g sykur
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 dl rjómi
100 g brætt smjör
Börkur af 2 sítrónum
Hitið ofninn í 170°C. Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og loftkennd. Bætið hveiti, lyftidufti, rjóma, smjöri og sítrónuberki út í deigið.
Setjið bökunarpappír í botninn á 22 cm kringlóttu smelluformi, jólakökuformi eða ferköntuðu smelluformi 23x23 cm. Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í u.þ.b. 40 mín.
Vanillu – sítrónusíróp
200 g sykur
1 ½ dl vatn
Safi úr 3-4 sítrónum
1 vanillustöng
Setjið sykur, vanillustöng, vatn og sítrónusafa í pott. Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið kornin innan úr. Sjóðið vel saman. Hellið helmingnum yfir kökuna og hvolfið á tertudisk. Berið afganginn af sírópinu fram með kökunni ásamt þeyttum rjóma.
250 g Gouda ostur sterkur, rifinn
75 g (1,5 dl) sesamfræ brúnuð
100 g smjör lint
175 g hveiti
Örlítið salt ef vill (varlega því osturinn er saltur)
Hnoðið (t.d. í hrærivél).
Fletjið út og skerið í lengjur með kleinujárni ca. 2,5 x 9 cm.
Bakið við 200°C í ca. 8 mín. en vara sig, getur brunnið allt í einu!
5 stórar eggjahvítur
275 g sykur
50 g möndluflögur
Fyllingin
450 ml rjómi, þeyttur 1 ½ bolli hindber
Hitið ofninn í 200°C.
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við og þeytið þar til allt er vel stíft og glansandi.
Setjið bökunarpappír (ca 38 cm x 25 cm) á ofnplötu og dreifið eggjahvítublöndunni jafnt yfir.
Dreifið möndluflögum yfir deigið.
Bakið í 12 mín þar til marengsinn er orðinn gulbrúnn.
Lækkið hitann í 140 - 160°C og bakið áfram í 20 mín þangað til kakan er snertifrí.
Takið marengsinn út og setjið hann á bökunarpappír eða hreint viskustykki með möndluhliðina niður. Fjarlægið bökunarpappírinn af kökunni sem lá á ofnplötunni og leyfið marengsinum að kólna í ca 10 mínútur. Þeytið rjómann með smá flórsykri og vanilludropum.
Dreifið honum jafnt yfir marengsinn og síðan er hindberjunum dreift yfir rjómann.
Rúllið upp marengsinum þétt og byrjið frá lengri hliðinni, setjið á disk með kantana niður.
Stráið smá flórsykri yfir, skreytið með rjómatoppum og hindberjum eða smá bræddu súkkulaði.
4 eggjahvítur
200 g sykur
400 g rjómi
15 stk. lakkrískaramellur
5 msk. rjómi
Þeytið eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér. Setjið í stóran sprautupoka og klippið gat á endann.
Sprautið væna, bústna toppa á bökunarpappír á bökunarplötu.
Þrýstið ofan á þá miðja með teskeið og myndið nokkurs konar holu.
Bakið við 90°C í 45 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna alveg áður en hann er tekinn út.
Gott er að gera þetta að kvöldi og láta standa í ofninum yfir nótt.
Bræðið saman lakkrískaramellur og rjóma og setjið óreglulega yfir hverja Pavlóvu og Nóa kropp eða annað sælgæti eða kökuskraut ofan á.
Vatnsdeigsbollur með silungafyllingu
12 stk.
2 dl vatn
50 g smjör
100 g hveiti
3 eða 4 meðalstór egg
Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörið með vatninu í potti og látið sjóða vel í blöndunni. Bætið hveitinu út í og sláið vel saman með sleif þar til deigið er samfellt. Látið deigið kólna smástund. Bætið eggjum út í einu í einu, sláið vel saman á milli svo þið fáið samfellt deig. Deigið á
að vera svolítið stíft, ekki lin súpa. Ef eggin eru stór eru þrjú nóg. Mótið 12 bollur með tveim skeiðum og setjið á smjörpappírsklædda bökunarplötu, það má líka setja deigið í sprautupoka og móta þannig jafnari bollur. Bakið bollurnar í 20 – 25 mín. Ekki opna ofninn fyrstu 15 mínúturnar. Það er ágætt að prófa að taka eina út fyrst til að athuga hvort þær eru bakaðar. Einnig er hægt að hafa bollurnar aðeins minni og fleiri en þá þarf aðeins að minnka baksturstímann.
Silungafylling
300 g taðreiktur silungur
150 g smurostur , t.d. Philadelphia 2-3 msk. sýrður rjómi
2 msk. sítrónusafi
Svartur nýmalaður pipar
3 msk. graslaukur
2 msk. dill ¼ tsk. tabaskó-sósa
Skerið silunginn í sneiðar og setjið í matvinnsluvél ásamt öllu hráefninu og grófmaukið og kælið. Skerið vatnsdeigsbollurnar til helminga og setjið silungafyllingu inn í hverja bollu.
Ca. 25 stk. litlar bollur
Ef uppskriftin er stækkuð er ágætt að brúna bollurnar á pönnu og fullsteikja þær svo í ofninum við 200°C í ca. 10 – 15 mín.
700 g lamba- eða nautahakk
1 egg
150 g (ca. 1) laukur
Smá þurrkuð mynta (ca. 1 tsk.)
1 tsk. kanill
1 tsk. kúmen
2 tsk. allrahanda
6 msk. söxuð steinselja
3 msk. saxað ferskt kóríander (má sleppa)
Smá chili- eða cayennapipar
1 tsk. salt Ólífuolía til steikingar
Laukurinn er rifinn á rifjárni og kryddjurtirnar saxaðar smátt.
Blandað vel saman við hakkið með restinni af kryddjurtunum og salti.
Geymið í ísskáp í 30 mín.
Formið bollurnar með matskeið sem dýft er í olíuna á pönnunni á milli þess sem steikt er.
Bollurnar steikjast við meðalhita í ca. 12 – 15 mín.
4 dl grísk jógúrt
½ dl sýrður rjómi
200 g agúrka
2 feit hvítlauksrif
½ -1 msk. saxað dill (má sleppa)
Smá ólífuolía, salt og pipar
Rífið agúrkuna gróft, kreistið vökvann frá.
Pressið hvítlaukinn.
Blandið öllu vel saman og smakkið til með salti og pipar.
Smá ólífuolíu dreypt ofan á. Fallegt að skreyta með svörtum ólífum.
1 vatnsmelóna
10-12 steinlausar svartar ólífur
1 ½ dl Fetaostur í teningum
Lúkufylli af ferskri myntu
Skerið vatnsmelónuna í fallega teninga.
Skerið ólífurnar í sneiðar og saxið myntuna.
Blandið öllu saman og stráið myntunni yfir.
Risarækjur með gufusoðnu brokkolí, fetaosti og möndlusalati
100 g hvítar möndlur
400 g gufusoðið brokkólí (langt brokkolí)
400 g hráar stórar risaækjur (með hala)
Safi úr tveimur sítrónum
4 msk. ólífuolía
200 g fetaostur í teningum, rifinn niður
20 g dill saxað
3 vorlaukar, skornir fínlega niður
Marinering fyrir rækjur
4 kúfaðar msk. af glæru hunangi
2 hvítlauksrif
2 msk. ljós púðursykur
Sítrónusafi, salt og pipar
3 – 4 msk. chilliolía eða ólífuolía (setja þá chiliflögur saman við ólífuolíuna).
Blandið saman í skál þar til sykurinn
blandast vel saman við. Setjið rækjurnar saman við með höndum. Hyljið skálina með plastfilmu og látið standa í herbergishita í 30 mín.
Hitið ofninn í 190°C. Setjið bökunar-
pappír á ofnplötu. Dreifið möndlunum á ofnplötuna og látið bakast í 10 mín. Takið úr ofninum og látið kólna.
Setjið vatn í pott og gufusjóðið brokkolí í 5 mín. Vatnið síað frá og sett til hliðar.
Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar í 1-2 mín á hvorri hlið þar til þær
eru orðnar bleikar og steiktar í gegn (passið að ofsteikja ekki). Takið pönnuna af eldavélinni.
Brokkolí er raðað í hring á stóran disk og rækjunum dreift ofan á. Fetaosturinn mulinn yfir. Að lokum er dilli, vorlauk og möndlum dreift yfir.
þessi á sér langan aðdraganda, í raun og veru hefst hún rúmu ári fyrir brottför. Í desember 2022 fékk ég umsókn um námsorlof samþykkta. Ég hef starfað sem framhaldsskólakennari
í 24 ár og verið á sama vinnustaðnum nær allan þann tíma. Það var því heldur betur kominn tími til að hrista aðeins upp í kerlingunni – og kennslunni. Orlofið gildir í heilt skólaár og auk þess að stunda nám í kennslugreininni minni vildi ég nota tækifærið til að takast á við öðruvísi áskoranir. Mig langaði í langt ferðalag um hávetur, kanna framandi slóðir þar sem ekki þarf að skafa rúður eða moka bílinn út úr innkeyrslunni en læra líka eitthvað nýtt í leiðinni. Eitthvað sem myndi efla mig persónulega og þar með koma að gagni í lífi og starfi. Eftir mikla yfirlegu og umhugsun varð jógakennaranám fyrir valinu og paradísareyjan Balí í Indónesíu leit nógu töfrandi út til að mæta kröfum mínum. Hófst þá leitin að ferðafélaga. Bóndinn var ekki tilbúinn að taka sér svo langt frí á þessum tíma auk þess sem hann hefur takmarkaðan áhuga á jóga. Ég leitaði víða að einhverjum sem deilir þessum áhuga með mér og gæti tekið sér frí á þessum tíma. Á endanum varð niðurstaðan sú að ég færi ein míns liðs í mánaðarlangt ferðalag alla þessa leið í janúar. Með fullri virðingu fyrir eiginmanni, vinum og vandamönnum var það kannski lærdómsríkasta ákvörðunin sem ég tók í öllu þessu ferli.
Besti félagsskapurinn
Margir kostir fylgja því að ferðast ein. Ekki þarf að bíða eftir neinum eða taka tillit til þarfa annarra. Ég þurfti ekki að sitja eldrauð á ströndinni og svitna eða ganga búð úr búð. Allur tíminn fór í að rölta um og kanna umhverfið, skoða og fræðast. Að vísu er alltaf skemmtilegra
að deila upplifun sinni með öðrum en þar koma samfélagsmiðlar til sögunnar. Að lokinni hverri könnunarferð skilaði ég skýrslu með myndum þangað inn og fékk fjöldamargar kveðjur og athugasemdir til baka. Heilt samfélag vina og vandamanna var þannig með mér í ferðalaginu. Á hverju kvöldi hringdi ég myndsímtöl sem kosta meira að segja ekki neitt, auðvelt er að finna hótel og veitingastaði þar sem internetsamband er hluti af þjónustunni. Með þessum símtölum gat ég sameinað það tvennt, sem ég saknaði mest, fjölskyldunnar og tungumálsins.
Það kom mér mjög á óvart hvað ég átti erfitt með að vera án íslenskunnar og vekur það mig til umhugsunar um hlutverk tungumálsins í sjálfsmyndinni og hvað það skiptir miklu máli að geta
tjáð hugsun sína og skoðanir án tungumálahindrana. Það getur verið að við séum misjöfn hvað þetta varðar og mörg eiga auðveldara en ég að tjá sig á öðrum tungumálum. En ég ætla ekkert að fela það að ég hef mjög gaman af því að tala og fyrir fólk eins og mig er mikil raun að þegja heilu og hálfu dagana. En sem betur fer eru til lausnir á öllum vandamálum. Ég talaði bara við sjálfa mig. Þannig gat ég átt hrókasamræður á mínu ástkæra og ylhýra um hvað eina sem stóð hjarta mínu nær enda vandfundinn áhugasamari og skilningsríkari viðmælandi – sem er líka alltaf sammála mér.
Lagt í leiðangur Áður en jóganámið hófst hafði ég viku til að ferðast um. Ég byrjaði í Denpasar, stærsta þéttbýlisstaðnum á Balí. Satt best
að segja leist mér ekkert á staðinn, sérstaklega umferðina. Vélknúin ökutæki þeystu á ógnarhraða eftir kröppum og holóttum götunum og umferðin virtist ekki lúta neinum lögmálum nema þeim sem tilheyra frumskóginum. Flautur voru þeyttar, bensínið stigið í botn og olíufnykurinn liðaðist upp í þétt eiturefnaský. Hitinn var yfir þrjátíu gráður, loftið rakamettað og þrúgandi. Hver innöndun var sársaukafull og kostaði áreynslu. Hvar sem ég gekk fékk ég gylliboð um far með vélhjólum á kostakjörum, aðeins ætluðum mér. Ég afþakkaði góð boð alveg þangað til blöðrurnar á fótunum voru farnar að valda óbærilegum sársauka. Þá þáði ég flutning með mótorhjólagæja frá viðurkenndu fyrirtæki gegn afar hagstæðri greiðslu en heimtaði hjálm og hélt mér þéttingsfast í hnakkinn.
Eftir tvær nætur í Denpasar flutti ég mig yfir á næstu eyju sem heitir Lombok. Indónesía er eitt víðfeðmasta ríki veraldar. Það samanstendur af 17 þúsund eyjum og þjóðin er sú fjórða fjölmennasta í heimi. Öll ævin dugar ekki til að kanna allt ríkið en ég heimsótti þrjár eyjar í ferðinni. Lombok er mun rólegri og frumstæðari en Balí. Þar eru hænur og hundar algengari sjón á götunum en fólk og farartæki. Ferðaþjónustan er líka frumstæðari og við komuna þangað upplifði ég óöryggi í eina skiptið í allri ferðinni. Heimilisfang hótelsins sem ég hafði bókað var nefnilega ekki rétt skráð svo ég var heillengi að finna það og losna við afar ágengan leigubílstjóra sem vildi endilega pranga alls konar ævintýraferðum inn á mig. Það var mikill léttir að komast á leiðarenda.
Eðlilegt er að velta fyrir sér öryggismálum á ferðalögum, ekki síst þegar fólk ferðast einsamalt. Eftir miklar ráðstafanir tók ég þá ákvörðun að láta óttann aldrei ráða för. Þó verður að viðurkennast að mér var ekki alveg sama þegar ég gekk um í myrkrinu fyrsta kvöldið á Lombok í leit að veitingastað. Það hafði rignt hressilega um daginn og ég þurfti að þræða fram hjá drullupollum meðfram götunni þar sem umferðin geystist áfram á manndrápshraða. Á Lombok eru nefnilega engar gangstéttir eða götuljós og raunar yfirleitt ekki á Balí heldur. Það er einfaldlega ekki gert ráð fyrir gangandi vegfarendum. Gott er að hafa í huga að snúa aldrei að umferðinni
þegar verið er að skoða símann, t.d. til að sjá hvar við erum stödd og svo ákvað ég áður en ég lagði í hann að áfengi væri ekki góður ferðafélagi. Janúar var því þurr þótt regntímabilið stæði yfir enda er áfengisleysi afskaplega gott fyrir geðið og viðheldur unglegu útliti.
Ég bókaði dagsferð með yndislegum ungum manni sem sýndi mér allt sem mig langaði að skoða á Lombok. Ég heimsótti undurfagrar náttúruperlur en í Indónesíu er jörðin svo frjósöm að ef girðingarstaur væri rekinn niður myndi hann sennilega skjóta rótum og laufgast innan viku. Mangó, papaya, bananar og avókadó eru tínd beint af trjánum ásamt fleiri framandi ávöxtum og notuð í girnilegar og bráðhollar „smoothie“ skálar sem eru vinsælar hérna á Íslandi en ég á erfitt með að kyngja vegna kolefnisfótsporskvíða.
Fararstjórinn minn fræddi mig um lifnaðarhætti heimamanna. Um 90% Indónesa eru múslimar og það fer ekki fram hjá neinum á Lombok. Moskur eru ófáar og bænaköllin óma um allt fimm sinnum á sólarhring. Balí hefur sérstöðu hvað trúarbrögð varðar en þar er hindúisminn ráðandi og hof á hverju strái. Búddismi er líka stundaður og kristni. Mikið umburðarlyndi ríkir fyrir trúarbrögðum og fólk virðist iðka trú sína af einlægni. Gestrisni og glaðværð virðist því í blóð borin en fátæktin er eftirtakanleg og skortur á innviðum eins og almennilegum umferðarmannvirkjum og örugglega fleiru sem ég tók ekki eftir. Á leiðinni til baka til Balí gisti ég eina nótt á pínulítilli eyju rétt fyrir utan Lombok sem heitir Gili Trawangan. Sá staður er vart af þessum heimi, engin vélknúin ökutæki, snjakahvítar stendur og kristalstær túrkísblár sjór. Þarna synti ég um litríkt kóralrif, dáðist að litríkum fiskitegundum og klappaði skjaldböku á bakið. Ég fékk líka eitt besta nudd ævinnar á eyjunni á svipuðu verði og einn kaffibolli í miðbæ Reykjavíkur. Svona mætti lengi telja en Balí var næsti áfangastaður.
Ný sýn á jóga
Jóganámskeiðið var fram undan. Það var haldið í lista- og menningarbænum Ubud sem er á miðri eyjunni en þar er ákaflega fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir ferðafólk. Fjöldinn allur af jógaskólum er á Balí og má segja að Ubud sé höfuð-
borg jógaiðkunar á eyjunni. Ég valdi Yoga New Vision en yfirskrift skólans, sameining austrænnar menningar og vestrænna vísinda, höfðaði til mín. Ég er ekki mjög andlega sinnuð og því heillaði þessi sameining við vísindin mig. Samt sem áður var ég ákveðin að mæta með opinn huga og taka þátt í hverju því sem boðið væri upp á, hvort sem það væri að kyrja óm eða syngja möntrur og allt þar á milli. Ég er mjög þakklát fyrir þetta val og þessa ákvörðun því námið uppfyllti allar væntingar og mér leið aldrei undarlega í hinni andlegu vegferð sem jógakennaranám er óneitanlega.
Námskeiðið tók þrjár vikur. Hver dagur hófst á tveggja klukkustunda langri jógaæfingu og síðan var morgunmatur. Þetta var stór áskorun fyrir morgunverðarunnandann en vandist. Fyrir fram hafði ég mestar áhyggjur af því að ekkert kaffi væri í boði en þær reyndust óþarfar, kaffið var dásamlegt enda heimaræktað. Eftir morgunverðinn tók við heimspekitími hjá ungum kennara sem miðlaði af visku sinni um sögu og hugmyndafræði jóga í einn og hálfan klukkutíma. Allan þann tíma sat ungi maðurinn í sömu stellingunni með krosslagða fætur og flutti vísdóm sinn blaðlaust. Við nemendurnir sátum, lágum, eða iðuðum á jógamottunum og reyndum að láta fara vel um okkur en vorum í stjarnfræðilegri fjarlægð frá aðdáunarverðu jafnvægi heimspekikennarans. Að þessu loknu var tími í líffærafræði fram að hádegishléi. Eftir það var farið nákvæmlega í jógastöðurnar og
deginum lauk svo á rúmlega klukkutíma langri hugleiðslu. Kennararnir voru allir frá Indlandi, yndislegt fólk og uppfullt af fróðleik um jógaspeki og lífsstíl en tók sig þó engan veginn of alvarlega. Nemendahópurinn samanstóð af 25 nemendum héðan og þaðan úr heiminum og það var enn einn lærdómurinn að kynnast þessu fólki. Flest voru í kringum þrítugt og áttu það sameiginlegt að standa á krossgötum í lífi sínu, voru búin með sitt nám og kannski byrjuð að vinna í sínu fagi en höfðu uppgötvað að það átti ekki við þau eða áttu eftir að finna vinnu við sitt hæfi. Þegar spurt var hvaðan fólk væri var svarið oft mjög flókið. Þau fæddust á einum stað, ólust upp á öðrum, jafnvel fleirum, og bjuggu einhvers staðar en voru að spá í að flytja eitthvert allt annað. Þetta voru heimsborgarar. Ég var næst elst í hópnum og eina amman. Enginn hafði unnið eða búið jafn lengi á sama stað og ég. Stofnun fjölskyldu, föst vinna og húsnæðiskaup voru fjarlæg huga þessa unga fólks þótt á því væru undantekningar. Sum ætluðu að halda áfram að ferðast og nokkur eru enn á Balí þegar þetta er skrifað.
Í boði var að deila herbergi með samnemanda en ég ákvað að láta það eftir mér að vera ein. Því fylgja bæði kostir og gallar. Mögulega hefði ég eignast góða vinkonu en þar sem ég var skráð í námskeið í háskólanum þurfti ég að taka þátt í kennslustundum tvisvar í viku á netinu, vinna verkefni og lesa greinar. Af þessum sökum hefði ég ekki verið skemmtilegur
sambýlingur fyrir utan að það er ekki hægt að bjóða herbergisfélaga sínum upp á taut og tuð á óskiljanlegu tungumáli sýknt og heilagt. Nóg var af framandleikanum í kringum okkur.
Á sunnudögum var frí og þar sem þetta var þriggja vikna nám þýddi það þrjá frídaga. Ég var ákveðin í að nota þá vel og lagði eldsnemma af stað í könnunarleiðangra um nágrenni Ubud, skoðaði m.a. fjöldann allan af himneskum hindúahofum og heillandi hrísgrjónaökrum. Fyrir utan fjallgöngu sem ég fór í með einni af námskeiðinu, var ég ein á ferð. Það áttaði sig enginn á orkunni í íslensku konunni sem gekk tugi þúsunda skrefa á hverjum sunnudegi í stað þess að safna kröftum eftir krefjandi viku í skólanum. Mér hefur alltaf þótt gott að hreyfa mig og hef vanið mig á að taka allavega eina æfingu flesta daga. Ég hleyp mikið og þegar ég áttaði mig á að samnemendur mínir gátu ekki sagt nafnið mitt útskýrði ég að það hljómaði eins og „good run“. Það nafn á vel við mig. Jóga hef ég fyrst og fremst stundað til að liðka líkamann og styrkja eftir hlaupin. Jákvæð hliðaráhrif sem ég hef tekið eftir eru betri líkamsstaða og heilsusamlegri matarvenjur. Mest munar mig þó um aukna einbeitingu og meiri hugarró. Í þessu námi fékk ég dýpri skilning á hugmyndafræðinni og svo lærði ég auðvitað að anda. Jóga snýst fyrst og fremst um samþættingu hugar og líkama og hver og einn iðkar það á sínum forsendum, keppnisskapið og sjálfsvitundin eru skilin eftir. Vísindin hafa staðfest jákvæð áhrif jógaiðkunar á andlega líðan, svefn og jafnvel ýmsa heilsufarskvilla. Ekki þarf svo að tíunda hversu mikið aukin hreyfigeta bætir lífsgæði okkar. Hin aldargamla hugmyndafræði jóga beinist að því að dreifa friði og kærleika út í umhverfið og ég er sannfærð um að ef allt mannkynið iðkaði jóga væri heimurinn ólíkt betri en hann er í dag.
Ég fæ ekki fullþakkað sjálfri mér að hafa lagt upp í þetta ferðalag því ég lærði svo ótrúlega margt. Ekki bara um jóga heldur um ólíka menningu og gildismat. Það sem stendur þó upp úr er að hafa kynnst sjálfri mér betur og lært að njóta eigin félagsskapar. Því hvet ég öll til að skapa sér tækifæri til að mæta nýjum áskorunum til að gera lífið lærdómsríkara, litríkara og ljúffengara.
Eitt af vorverkunum sem margir gera er að fara með allar sængur og kodda út á verönd eða svalir og viðra þegar sólin skín. Mjög gott ráð, en það er ekki nóg að viðra bara á vorin.
Meðal manneskjan eyðir um 50 til 60 klukkustundum eða meira á viku í rúminu. Því er nauðsynlegt að huga vel að þrifum á rúmfötum og dýnum til að svefnstaðurinn verði ekki miðstöð fyrir óhreinindi, rykmaura, dauðar húðfrumur og svita.
Mikilvægt er að þvo rúmfötin reglulega við réttan hita. Oft er síðan hægt að þrífa sængur, kodda, dýnur og yfirdýnur heima og spara sér ferð í fatahreinsunina.
Að jafnaði ættu flestir að þvo rúmföt einu sinni í viku, það er lök, koddaver og sængurver.
Flestan rúmfatnað ætti að þvo við 60°C (kaldara hitastig drepur ekki allar bakteríur eða fjarlægir svita eins vel). Ef þú átt silkirúmföt skaltu þvo þau við 30°C og nota milt þvottaefni. Skoðaðu alltaf leiðbeiningarmiðann.
Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir ofnæmisvökum eða eru með astma, getur það hjálpað til við að lina einkenni að þvo rúmfötin oftar en einu sinni í viku við 60°C eða meira. Hvernig og hversu oft á að þvo sængina fer eftir því hvaða fyllingu hún hefur og stærð þvottavélarinnar. Æskilegt er að þvo sængina þína einu sinni til tvisvar á ári til að halda henni ferskri. Settu samt sængina þína aðeins í þvottavélina ef það er nægilegt pláss inni í tromlunni, sængin ætti ekki að fylla tromluna alveg.
Ofnæmissjúklingar ættu að fylgjast með ofnæmisviðbrögðum (nefrennsli, kláði í augum, þurrki í hálsi) þar sem þau geta gefið til kynna að kominn sé tími til að þrífa dýnuna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir ryki ættu líka reglulega að kíkja undir rúm og þrífa vel undir og í kringum rúmið.
Ef þú eyðir löngum tíma í rúminu
Húsfreyjan 2. tbl. 2024
vegna skertrar hreyfigetu skaltu athuga að leifar frá mýkingarefnum eða húðkremum á rúmfötum geta aukið eldfimi.
Þú gætir síðan þurft að þrífa rúmfötin þín oftar, allt eftir því hvernig þú notar rúmið þitt.
Rannsókn í Bretlandi leiddi í ljós að fjórðungur fólks er með gæludýr sofandi í rúminu sínu, en fimmtungur borðar reglulega í rúminu, 8% þeirra gera það á hverjum degi. Einnig viðurkenndu 13% þátttakenda að reykja í rúminu og einn af hverjum 10 einstaklingum sagðist bursta tennurnar í rúminu. Það væri forvitnilegt að framkvæma svipaða rannsókn hér á Íslandi.
Svo alveg sama hversu þreytt við erum, þá ættum við að draga okkur fram úr rúminu til að halda svefnstaðnum hreinum. Takmarkaðu tímann sem gæludýr eyða í eða á rúminu þínu.
Það er einnig stórhættulegt að reykja í rúminu og skapar mikla eldhættu.
Aðrar leiðir til að halda rúmfötunum hreinum eru að: fjarlægja farða vandlega áður en þú ferð að sofa (líka betra fyrir húðina). Fara í sturtu eða bað áður en farið er að sofa, sumum finnst það einnig hjálpa þeim að sofna hraðar.
Síðan er það þetta með að búa um rúmið sitt um leið og maður fer á fætur, sem sumir segja að sé merki um að við séum með allt á hreinu í okkar lífi. Alls ekki gera það, það sem gerist þegar búið er um rúmið um leið og farið er á fætur er að sængin og aðrar ábreiður loka inni milljónir af rykmaurum sem eru í rúmunum okkar. En þessir rykmaurar lifa á dauðum húðfrumum okkar og svita –og þegar við breiðum yfir þá myndast kjöraðstæður fyrir þá til að lifa sældarlífi. Hitinn, svitinn og dauðu húðfrumurnar
eru það sem þessar verur þrífast á. Leyfðu rúminu að viðrast aðeins áður en þú býrð um. Frekar að gera það þegar þú kemur heim úr vinnu. Nema þú sért þrjá tíma að gera þig til á morgnana, þá getur þú búið um áður en þú ferð úr húsi. Þetta er ekki leti, þetta er skynsemi.
Þegar þú þværð rúmfötin þín, vertu þá viss um að þau séu alveg þurr áður en þú setur þau á rúmið eða upp í skáp. Raki getur valdið bæði myglu og fjölgun á bakteríum. Það er síðan rakinn í vefnaðinum sem fer inn í skáp sem veldur leiðinlegu skápalyktinni sem margir kvarta yfir. Þetta á líka við um fötin sem við setjum inn í skáp. Ágætt er að opna reglulega alla skápa til að viðra aðeins.
Besta leiðin er að þurrka rúmfötin utan dyra. Að þurrka rúmföt í UV-ljósi (sólarljósi) hjálpar til við að drepa allar örverur á rúmfötunum. Sólin er einnig frábær í að lýsa upp hvítan og ljósan rúmfatnað. Svo er það auðvitað lyktin af útiþurrkuðum rúmfötum sem engin stenst.
Að lokum er hér gott ráð til að þrífa yfirdýnur sem ekki komast í þvottavélina. Úðaðu yfir dýnuna með 1:1 blöndu af vatni og borðediki og þerraðu með pappírshandklæði. Stráðu svo matarsóda yfir alla dýnuna og láttu standa í nokkrar klukkustundir (helst átta eða fleiri) áður en ryksugað er yfir. Láttu dýnuna þorna alveg og endurtaktu ef þess er þörf.
Gangi þér vel.
Þú finnur fleiri þrifráð á heimasíðu Leiðbeiningastöðvarinnar á www.leidbeiningastod.is
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan ÁN HÚSA BRAGARHÁTTURINN
SK.ST. SKÓLA Í RVÍK ÓHREINKA
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan HÆNSNFUGL VONT SMÁA HÚSI ÝKTKNÚSAÐU
ÆRÐA FRÍ 1
SÝNT
DYN
ÆXLUNARKORN
SKÓLI
VEFJA VATNAVÖXTUM
SKRIFAÐ UPP
EKKI SPROTTIN
SMÁUM BIL VIÐ HURÐ
SJÁIR EFTIR HANDSAMA FRÁ ÞEIM TÍMA 4
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan DRÍF ÞANGAÐ TIL STOFNUNAR STUTTNEFNI FRIÐRIKU
KEYRIRÐU
SPYRJIR
ENDURGERÐ
TÖF SANDEYRAR
SKÝLAUSU ELEKTRÓNA
SKRIFAÐI
SLIKJUSILKI
BLÓÐFLOKK SPRIKLI HEIMTA TVÍSTRUN 5 BÓKA VELTUMST
EIMYRJA
STRAUMKASTI
STEIN
SK.ST. ÞYNGDAR
REIÐIHLJÓÐINU 7
ÞRAUTUM
SMÁPENINGA ENGA
FRÓÐI HAGVÖN
ÞVOGLAR INDÍÁNA
HAFIÐ BÓKSTAF ERTINGA
RISTIR HANDLEGGUR HÁSRI
NUGGA GORTA
ÞYNNTU LJÁINN FLOKKUN 32 PÚKI BORÐANDI
SÚRIR DRYKKIR
LEIKINNI SPÍRUN
STÆRÐARKANNANIR 6
MOSKÍTÓFLUGA
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan TANNA 8 BITNIR
1 2 3 4 5 6 7 8
Lausnarorð berist útgefanda fyrir 1. ágúst nk. merkt KROSSGÁTA Verðlaun: Þankar frá Sæmundi. Þankar Óla Jóhanns Ásmundssonar eru einstakir og eftirminnilegir. Sumir hafa orðið til eftir miklar pælingar en aðrir dottið af himnum ofan, komið ósjálfrátt upp í huga höfundar. Vektu ekki barnið frá Sæmundi. Ung móðir og eiginkona hverfur sporlaust vorið 1969. Smám saman afhjúpast fyrir lesendum glæpurinn sem hefur verið framinn en sögupersónurnar fá hver sína innsýn í málið, hluta af sannleikanum. Höf undur: Ágúst Borgþór Sverrisson. Sannar sögur af einhverjum helvítis kalli í Mosfellsbæ frá Sæmundi. Hér er sagt frá minnis stæðum atburðum í lífi miðaldra karls sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hvort sem er af starfsleyfislausri loðfeldaverkun, ótta við að upp komist misferli á miðilsfundi, innbrotum erlendis, ógleymanlegri brúðkaupsferð, fegurðarsamkeppnum og fjöldamorðingj um, eltihrellum og erfidrykkjum. Höfundur: Gunnlaugur Ólafsson Johnson. Lausnarorð í 1. tbl: Langreiður. Vinningshafar: Sig rún Sigurbjörnsdóttir, Húsavík fær Áttundu Davíðsbók frá Sæmundi. Sælín Sigurjónsdóttir Reyðarfirði fær Dóttir Drápunnar frá Sæmundi. Helga Jóna Þorkelsdóttir, Egilsstöðum fær; Fegurðin í flæðinu frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.
ÆÐRI VERA LEIÐINDIMAGUR
Þámyndi ég búa á Bessastöðum, það er nú svolítið flott. Er ekki samt alltaf rok þarna, mér finnst alltaf eins og kápur, kjólar og klútar séu að fjúka út í veður og vind á fréttamyndum. Má nú alveg venjast því samt. Ég myndi hitta fullt af frægu fólki, kóngafólk og ráðherra og forseta utan úr heimi. Mér yrði boðið í alls kyns móttökur, veislur og verðlaunaafhendingar, opinberar heimsóknir um veröld víða. Ég þyrfti að hafa skoðun á flestum þeim málum sem upp koma í samfélaginu, sýna stuðning og taka þátt. Eða fordæma mögulega í einhverjum tilfellum, þó ég yrði auðvitað að gera það svolítið pent. Ég myndi bjóða í veislur á Bessastöðum, sem aðrir hafa sett upp, boðið í og eldað fyrir. Ég myndi þurfa að vera settleg, alltaf. Alltaf svona tiltölulega vel til höfð. Hefði ég kannski fatahönnuð, klæðskera og saumakarl? Ekki viss, kannski færi ég bara til skiptis í Laxdal og Rauða Krossinn. Ég myndi alltaf vita hvað ég ætti að segja..........nema ég myndi sennilega ekki gera það held ég, ég myndi örugglega alltaf segja einhverja bölvaða vitleysu – en alltaf brosandi.
Svo er Magga hætt að vera drottning í Danmörku, hefði verið gaman að hitta hana, held að hún sé svolítill töffari. Friðrik er nú kannski líka besta skinn, ég er alveg til í að gefa honum tækifæri, mögulega getur hann orðið smá töffari.
Elísabet hin breska var auðvitað líka mögnuð kona, en hefði ég viljað fara í gegnum hennar líf, held ekki bara. Kalli litli kemst nú aldrei í hálfkvisti við mömmu gömlu, þó ekki væri nema fyrir það eitt að hann ber svona litla blómahatta alls ekki eins vel.
Svo er auðvitað fullt af frægu og tignu fólki á Íslandi sem myndi heimsækja mig. Mér þætti gaman að fá Kötu Jak í
heimsókn, mér finnst hún verulega mikill nagli. En hvernig hún nennir að taka þátt í þessu þrasi ár eftir ár, er mér algjörlega hulin ráðgáta. Ég er henni þakklát, ekki misskilja, en ég myndi aldrei fara í þessi spor. Virðing á hana.
Og fyrst ég er komin hættulega nálægt sölum Alþingis, ætla ég kannski að skjóta inn þessu hér. Við, sem ábúendur á þessari jörð, þurfum að sýna henni virðingu. Það sama þurfum við að gera við ALLA aðra ábúendur á þessari sömu jörð. Við eigum að temja okkur að fara vel með fólk í ræðu og riti, aldrei að meiða. Við verðum aldrei öll sammála, held ég sé alveg búin að átta mig á því, en við verðum að vanda okkur. Og við þurfum öll að gera það, sama hvar í sveit við erum sett – við þurfum að vera fordæmið!
En það var þetta með forsetann, ég er nú ekkert voða spennt sko. Ég held að það sé ansi krefjandi að vera svona opinber persóna, ekki síst fyrir fjölskyldu manns. Og ég held líka að eftir því sem við missum tökin enn frekar á siðferði
okkar almennt á samfélagsmiðlum og enginn þarf að taka ábyrgð á því sem þar er sagt, þá verði enn meira krefjandi að vera í þessum sporum. Þarna, ekki síður en í sölum Alþingis, þurfum við að temja okkur kurteisi og skilning. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að tala um hlutina eins og þeir eru, alls ekki, bara að vanda okkur. Við getum ekki alltaf kvartað yfir dónalegum unglingum á sama tíma og við sýnum sömu hegðun eða jafnvel verri.
En forsetinn sem sagt.... mér finnst Guðni búinn að standa sig algjörlega frábærlega og það verður ekki auðvelt að taka við af honum. Í jakkafötunum sínum í bláa fánalitnum, með sínu skemmtilega, pínulítið klaufalega brosi og alþýðlegri framkomu. Og svo er það auðvitað konan sem stendur honum við hlið, Elíza, sem hefur sinnt sínu á aðdáunarverðan hátt, ætli hún hafi eitthvað gert sér í hugarlund út í hvað hún var að fara?
Ég mun sakna þeirra beggja, en vá hvað ég skil þau vel að nú sé komið gott – ég segi bara; þakka ykkur pent fyrir að sinna þessum skyldum fyrir þjóðina, með þessum mikla sóma!
Og að því sögðu held ég að ég sé alveg búin að gera upp hug minn, mig langar ekkert að verða forseti. Ég ætla bara að halda áfram að klæðast fötunum sem mér líður vel í og hitta það fólk sem mig langar, þegar mig langar. Bjóða í veislur heim til mín þegar ég nenni og elda sjálf og baka. Hitti kannski ekki ríka og fræga fólkið en alltaf skemmtilega fólkið. Forseti á mínu heimili – sátt og sæl.
Linda B. Sverrisdóttir býr í Borgarnesi og er formaður Sambands borgfirskra kvenna og situr í útgáfustjórn Húsfreyjunnar.