Kvenfélagasamband Íslands
2. tbl. 76. árg. 2025 | Verð 2.250 kr.

VORIÐ Í GARÐINUM
HVER BEYGJA ER NÝTT
TÆKIFÆRI
Jákvæð og hvetjandi





Kvenfélagasamband Íslands
2. tbl. 76. árg. 2025 | Verð 2.250 kr.
VORIÐ Í GARÐINUM
HVER BEYGJA ER NÝTT
TÆKIFÆRI
Jákvæð og hvetjandi
13. - 17. október 2025
Þingstaður: Phoenicia Grand Hotel
Þingstaður: Phoenicia Grand Hotel
Hótelið er staðsett aðeins 25 mínútur frá alþjóðaflugvellinum í Búkarest (flugvallarkóði OTP). Í boði er gisting í einstaklings- eða tveggja manna herbergjum.
Hótelið er staðsett aðeins 25 mínútur frá alþjóðaflugvellinum í Búkarest (flugvallarkóði OTP). Í boði er
Gestgjafafélag er Femeia Mileniului III (Konur þriðja árþúsundsins)
gisting í einstaklings- eða tveggja manna herbergjum
Gestgjafafélag er Femeia Mileniului III (Konur þriðja árþúsundsins)
Búkarest er staðsett í hjarta Austur-Evrópu og er þekkt sem "París Austursins" og býður gestum upp á ógleymanlega upplifun.
Búkarest er staðsett í hjarta Austur-Evrópu og er þekkt sem "París Austursins" og býður gestum upp á ógleymanlega upplifun.
Rúmenía er land sem er fullt af sögu, menningu og þjóðtrú. Er fæðingarstaður hinnar goðsagnakenndu Drácula, en saga hans lifnar við í Bran-kastala í Transylvaníu. Fyrir utan goðsagnirnar er Rúmenía land andstæðna frá iðandi götum Búkarest til friðsæls andrúmslofts sveitaþorpa og stórkostlegra kastala.
Rúmenía er land sem er fullt af sögu, menningu og þjóðtrú. Er fæðingarstaður hinnar goðsagnakenndu Drácula, en saga hans lifnar við í Bran-kastala í Transylvaníu. Fyrir utan goðsagnirnar er Rúmenía land andstæðna frá iðandi götum Búkarest til friðsæls andrúmslofts sveitaþorpa og stórkostlegra kastala.
Drög að dagskrá
Drög að dagskrá
Mánudaginn 13. október - komudagur og gestgjafafélagið Femeia Mileniului III (Konur þriðja árþúsundsins) taka á móti gestum. Skráning fer fram síðdegis og kvöldverður það kvöld er innifalinn í skráningargjaldi.
Mánudaginn 13. október - komudagur og gestgjafafélagið Femeia Mileniului III (Konur þriðja árþúsundsins) taka á móti gestum. Skráning fer fram síðdegis og kvöldverður það kvöld er innifalinn í skráningargjaldi.
Þriðjudagur 14. október - opnunarhátíð, þingfundir og skýrslur frá aðildarfélögum á svæðinu.
Þriðjudagur 14. október - opnunarhátíð, þingfundir og skýrslur frá aðildarfélögum á svæðinu.
Miðvikudagur 15. október -þingfundir halda áfram ásamt fyrirlestrum, umræðum og leiðtogafundi um valdeflingu kvenna.
Miðvikudagur 15. október -þingfundir halda áfram ásamt fyrirlestrum, umræðum og leiðtogafundi um valdeflingu kvenna.
Fimmtudagur 16 október - boðið upp á skoðunarferð um borgina og þinghöllina; um kvöldið er hátíðarkvöldverður með móttöku.
Fimmtudagur 16. október - boðið upp á skoðunarferð um borgina og þinghöllina; um kvöldið er hátíðarkvöldverður með móttöku
Föstudaginn 17. október - heimferð
Föstudaginn 17. október - heimferð
Skráningargjald
Skráningargjald
Innifalið í skráningargjaldi er gisting, þinggjald, veitingar á fundum, morgunverðir, hádegisverðir og kvöldverðir á þinginu, hátíðarkvöldverður og dagsferð á fimmtudegi.
Innifalið í skráningargjaldi er gisting, þinggjald, veitingar á fundum, morgunverðir, hádegisverðir og kvöldverðir á þinginu, hátíðarkvöldverður og dagsferð á fimmtudegi.
Tveggja manna herbergi pr. mann - 110.000 kr (659 GBP)
Tveggja manna herbergi pr. mann - 110.000 kr (659 GBP)
Einstaklings herbergi - 131 000 kr (778 GBP)
Einstaklings herbergi - 131.000 kr (778 GBP)
Eftir 1. júní 2025 verða skráningargjöld:
Eftir 1. júní 2025 verða skráningargjöld:
Tveggja manna herbergi pr. mann –117.000 kr (693 GBP)
veggja manna herbergi pr. mann –117.000 kr (693 GBP)
Einstaklings herbergi – 136.500 kr (811 GBP)
Einstaklings herbergi – 136.500 kr (811 GBP)
*Öll verð eru samkv. gengi í apríl 2025
*Öll verð eru samkv. gengi í apríl 2025
Athugið að flug er bókað sérstaklega og er ekki innifalið.
Athugið að flug er bókað sérstaklega og er ekki innifalið.
Lokaskráning 30. júní 2025. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
kráning 30. júní 2025. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
Skráningar fara fram á vef ACWW: acww.org.uk/europe-2025
Evrópuþing ACWW eru opin fyrir allar félagskonur innan KÍ.
Skráningar fara fram á vef ACWW: acww.org.uk/europe-2025
Evrópuþing ACWW eru opin fyrir allar félagskonur innan KÍ.
Vinsamlega látið skrifstofu KÍ vita af öllum skráningum á kvenfelag@kvenfelag.is, sem veitir einnig allar nánari upplýsingar.
V g ð skrifstofu KÍ vita af öllum skráningum á kvenfelag@kvenfelag.is, sem veitir einnig allar nánari upplýsingar.
Leiðari
Gleðilegt sumar!
Jenný Jóakimsdóttir
Viðtal
Valdeflandi kvennasamstaða sem breytir samfélaginu
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Bækur
Blómarósir í Bönduhlíð
Jenný Jóakimsdóttir 14
Garðurinn
Vorið í Garðyrkjudagatali
Sigríður Embla Heiðmarsdóttir
Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna Samtakamáttur kvenna er öflug bylgja
Dagmar Elín Sigurðardóttir
18
Matarþáttur Hússtjórnarskólinn í Reykjavík
Albert Eiríksson
Kvenfélagasamband Íslands Vitundarvakning gegn einsemd og einmanaleika
Jenný Jóakimsdóttir 19
Leiðbeiningastöð heimilanna Sumarið kallar
– Grillveislur fram undan!
Jenný Jóakimsdóttir
Lífið
Hver beygja er nýtt tækifæri
Ásdís Birgisdóttir
Uppskrift
21
Prjónað Axlarstykki
Ásdís Birgisdóttir
Kvenfélagasamband Íslands Kvenfélag Fnjóskdæla 120 ára
Jenný Jóakimsdóttir
Frá neyð til nærandi samveru Þriggja ára afmæli handavinnuhóps fyrir úkraínskar konur
Jenný Jóakimsdóttir
Kvenfélagasamband Íslands
Kvenfélagasamband Norður Þingeyinga
Kristín S. Gunnarsdóttir
Smásagan Afmælið Brynhildur Auðbjargardóttir
Hannyrðahornið Sumarlegt prjón
Kristín Örnólfsdóttir
Viðtal Ástarsvik – þegar ástin er blekking
María Rún Bjarnadóttir
Viðtal Bjarnveig Skaftfeld
Kristín S. Gunnarsdóttir
Krossgátan Frístund
Kvenfélagasamband Íslands Hvítabandið 130 ára
Dagmar Elín Sigurðardóttir
Dalvegi 30, 201 Kópavogur
Sími 517 6460 - www.belladonna.is
Langar
þjóðbúning?
þjóðbúning?
þjóðbúning?
Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið í þjóðlegu handverki, þar meðal þjóðbúningagerð. Félagasamtök hópar um land allt geta haft samband óskað eftir þjóðbúninganámskeiði í sinni heimabyggð!
Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið í þjóðlegu handverki, þar á meðal þjóðbúningagerð. Félagasamtök og hópar um land allt geta haft samband og óskað eftir þjóðbúninganámskeiði í sinni heimabyggð!
Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á námskeið í þjóðlegu handverki, þar þjóðbúningagerð. Félagasamtök allt geta haft samband þjóðbúninganámskeiði í sinni
Nánari upplýsingar má nálgast á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is eða skoli@heimilisidnadur.is
Nánari upplýsingar má nálgast á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is eða skoli@heimilisidnadur.is
Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið í þjóðlegu handverki, þar á meðal þjóðbúningagerð. Félagasamtök og hópar um land allt geta haft samband og óskað eftir þjóðbúninganámskeiði í sinni heimabyggð!
Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið í þjóðlegu handverki, þar á meðal þjóðbúningagerð. Félagasamtök og hópar um land allt geta haft samband og óskað eftir þjóðbúninganámskeiði í sinni heimabyggð!
Nánari upplýsingar má nálgast á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is eða skoli@heimilisidnadur.is
upplýsingar má nálgast á nethfi@heimilisidnadur.is eða
Nánari upplýsingar má nálgast á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is eða
Langir vetrarmánuðir eru að baki og við tökum á móti sumrinu opnum örmum. Og hvað gerir þessa dýrmætu sumardaga enn betri? Jú, samveran með þeim sem okkur þykir vænt um.
Sumarið á Íslandi er dýrmætur tími en í amstri hversdagsins getur samveran stundum setið á hakanum. Það getur verið auðvelt að gleyma að gefa sér tíma fyrir þá sem skipta okkur mestu máli. En sumarið býður okkur upp á einstakt tækifæri til að breyta því. Þetta er tíminn til að slökkva á símanum, leggja verkefnin til hliðar og einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli – tengslin við fólkið okkar. Kvenfélagasambandið vinnur nú að verkefni gegn einsemd og einmanaleika og minnir okkur á mikilvægi þess að öll séum við í góðum tengslum.
Verum meðvituð um að gefa okkur tíma fyrir samveru, vera til staðar í augnablikinu og njóta þess að vera saman. Þegar allt kemur til alls þá er það fólkið sem við deilum lífinu með og þær dýrmætu stundir sem við eigum saman sem skipta mestu máli. Það kemur einmitt skýrt fram í aðalviðtali þessa blaðs, þegar Kvennaár 2025 er að verða hálfnað, að samstaðan er grundvöllur jákvæðra breytinga. Þótt margt hafi áunn-
ist, þá er baráttunni langt í frá að vera lokið. Sumarið er tími vonar og endurnýjunar. Saman getum við náð árangri og skapað samfélag þar sem við öll fáum að njóta okkar.
Njótið sumarsins, leyfið samveru að
Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands. 2. tölublað, 76. árgangur, maí 2025 Tímaritið Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári: Í febrúar, maí, september og nóvember. Húsfreyjan er gefin út bæði á pappír og rafrænt Árgangur kostar 6.900 kr. m. vsk. í áskrift. Hvert blað kostar í lausasölu 2.250 kr. Útgáfustjórn: Björg Baldursdóttir formaður, Garðabæ, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Rangárþingi eystra, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Selfossi, Sólveig Ólafsdóttir, Grindavík og Kristín S. Gunnarsdóttir, Öxarfirði. Til vara: Guðný Valberg, Rangárþingi og Linda B. Sverrisdóttir, Borganesi. Ritstjóri: Jenný Jóakimsdóttir, jenny@husfreyjan.is.
Viltu gerast áskrifandi?
vera í forgrunni og skapið minningar sem ylja ykkur um hjartarætur langt fram á vetur.
Jenný Jóakimsdóttir ritstjóri Húsfreyjunnar
Prófarkalesari: Björg Baldursdóttir. Ábyrgð: Kvenfélagasamband Íslands. Auglýsingar: Kvenfélagasamband Íslands, husfreyjan@kvenfelag.is, sími 552 7430, auglysingar@husfreyjan.is Kvenfélagasamband Íslands: Hallveigarstaðir Túngötu 14, 101 Reykjavík. Netfang: kvenfelag@kvenfelag.is. Heimasíða: www.kvenfelag.is. Sími 552 7430. Ljósmyndari Húsfreyjunnar: Silla Páls - www.mirrorrose.com Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Húsfreyjan er prentuð á umhverfisvænan pappír.
Þú getur skráð þig í áskrift inni á husfreyjan.is eða hringt í síma 552 7430.
Myndir: Silla Pál s
Pál s og úr einkasafni
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem hefur verið áberandi í jafnréttisbaráttunni undanfarin ár, gefur lesendum innsýn í þann kraft sem býr í samstöðu og sameiginlegri baráttu.
Sonja fæddist 15. ágúst 1982 í Reykjavík og bjó fyrsta árið ásamt foreldrum sínum og bróður í Safamýri. Foreldrar Sonju eru Þorbergur Aðalsteinsson og Erna Margrét Valbergsdóttir. Bróðir Sonju er Aðalsteinn Jón Þorbergsson, fæddur 1975. Þegar Sonja var eins árs flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja í eitt ár og í framhaldinu til Svíþjóðar þar sem Sonja bjó frá þriggja til átta ára aldurs.
„Það var svolítið flakk á okkur því pabbi var að æfa og þjálfa í handbolta. Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Svíþjóðar eftir að hafa búið þar þessi fyrstu ár og bý að mörgum góðum minningum þaðan.“
Árið 1990 hélt fjölskyldan aftur til Íslands og bjó í Reykjavík þar sem Sonja gekk í Álftamýrarskóla. „Við bjuggum lengst af í Fossvoginum og ég lít á það sem æskuheimilið mitt. Ég var tvö ár í Fossvogsskóla og eitt ár í Barnaskóla Vestmannaeyja, en lengst var ég í Álftamýrarskóla þaðan sem ég útskrifaðist úr grunnskóla.“
Eftir Álftamýrarskóla fór ég á málabraut í Versló. Þangað fóru nær allir úr Álftamýrarskóla, m.a. vinkonurnar, svo ég elti, þó svo mig hafi kannski innst inni langað að gera eitthvað annað. Ég hafði mestan áhuga á listum en hafði ekki í
mér að fara ein út á þá braut. Ég hafði alltaf hallast meira að listum og samfélagsmálefnum.“
„Ég var, eins og mörg, ekkert alveg viss um hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég hélt þessu viðskiptatrendi samt áfram eftir Versló og fór í viðskiptalögfræði uppi á Bifröst 2004. Þar bjó ég í fjögur ár. Flestir nemendur bjuggu þá á svæðinu og þar myndaðist einstakt samfélag sem var gott að vera hluti af.“
Sonja lauk BS-gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst í febrúar 2007 og meistaragráðu í lögum frá sama skóla í júní 2009.
„Vorið 2008 er ég að leita mér að vinnu eftir útskrift. Í náminu hafði ég mestan áhuga á mannréttindum. Ég sá svo auglýst starf hjá BSRB sem leitaði eftir aðila með áhuga á eða sérfræðiþekkingu í vinnurétti. Áhugi minn á vinnurétti hafði líka kviknað í náminu, þannig að ég sæki um þar og byrja svo að starfa sem lögfræðingur hjá BSRB haustið 2008.“ Sonja var svo kosin formaður BSRB í október 2018.
„Fyrsti stóri fundurinn sem ég fer á sem lögfræðingur BSRB er á Alþingi, þar sem átti að fara að setja á neyðarlög í hruninu. Þarna var ég mætt, nýútskrifuð ásamt ýmsum þjóðþekktum einstaklingum í mannmörgum sal til að koma með innlegg inn í lögmæti neyðarlaganna. Það var alveg ágætlega djúp laug að stökkva í en líka mjög áhugavert. Ég held að það átti sig ekki öll á því að það er
nokkuð mikill munur á starfi regnhlífasamtaka eins og BSRB og starfi stéttarfélaga. Okkar verkefni í BSRB eru meira út á við gagnvart stjórnvöldum og við erum með stefnu til grundvallar til að framfylgja. Undir henni eru heilbrigðismál, efnahags- og skattamál, húsnæðismál, mannréttinda- og jafnréttismál og fleira og lífsgæðin svolítið heilt yfir. Það er ótrúlega spennandi að vera með í því að móta hvernig eigi að fylgja eftir áherslunum og koma þeim í framkvæmd. Mér hefur alltaf fundist það mjög gefandi, sem er líklega ástæðan fyrir því hvað ég er búin að vera þarna lengi. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast.“
Astrid Lindgren áhrifin
Sonja segist oft vera spurð af hverju hún sé femínisti og hvers vegna hún hafi togast svona mikið í áttina að jafnréttisbaráttunni. „Ég á ekkert alveg skýr svör við því. Stundum grínast ég með að af því ég ólst upp í Svíþjóð hljóti þetta að vera Astrid Lindgren-áhrifin. Sem barn elskaði ég bækurnar hennar. En það er alveg raunverulega þannig, þegar ég hugsa til baka, að ég á margar minningar úr æsku þar sem ég var að rífast yfir því að strákarnir fengju að sleppa auðveldar en stelpurnar frá einhverjum þrifum eða einhverju álíka á meðan strákarnir fengu til dæmis bara að spila tölvuleiki. Ég lét oft í mér heyra í slíkum aðstæðum og svo brást það yfirleitt ekki að á eftir skamm-
Í tilefni Kvennaárs, ákvað fulltrúaráð verkalýðshreyfingarinnar að bjóða Rauðsokkum að ganga fremst í göngunni. Venusarstyttan eftirminnilega frá 1970 var endursköpuð – sem tákn um samfellu og innblástur baráttunnar. Rauðsokkur ásamt forystufólki verkalýðshreyfingarinnar báru styttuna.
aðist ég mín fyrir að hafa orðið reið. Af því stelpur áttu auðvitað að vera stilltar. Það var einhvern veginn svo áþreifanlegt hvað heimurinn var öðruvísi fyrir stelpur en stráka, þó að maður kynni ekki alltaf að setja orð á það. Eftir því sem ég varð eldri varð ég aðeins uppreisnargjarnari og fór öðru hverju að ögra þessum viðhorfum. Þegar ég byrjaði svo í Versló þá fór ég að finna fyrir þessu enn meira. Það var alveg áberandi hvernig eldri strákar hlutgerðu okkur yngri stelpurnar út frá útliti okkar. Komu fram við okkur stelpurnar, eins og við værum hlutir en ekki manneskjur. Maður gat samt ekki alveg fest fingur á þetta. Og svo auðvitað alls konar áþreifanlegt og alvarlegt misrétti, áreitni eða ofbeldi sem stelpur urðu fyrir en ekki strákar. Þetta var ekkert til umræðu, hvorki í skólanum né annars staðar svo ég yrði vör við. Hvað þá að einhvers konar samstaða væri í gangi. Það voru
engin femínistafélög eða jafnréttisfélög í skólanum þá. Ég hafði til að mynda aldrei heyrt um Kvennafrí, Kvennaverkfall eða Rauðsokkurnar á þessum tíma. Ekki einu sinni Kvennalistann. Þetta var ekkert rætt sérstaklega í uppeldinu mínu. Það var ekki fyrr en ég var komin í frekara nám að ég kynntist þessum hugtökum tengdum jafnréttisbaráttunni. Þá loksins skildi ég að þetta væri eitthvað stærra samhengi, ekki bara eitthvað sem blasti við mér inni á heimili, á vinnumarkaði eða skólanum, íþróttum eða einhverju svoleiðis. Það er bæði valdeflandi og gefandi að kynnast hugmyndafræðinni betur og sögunni og átta sig á hvaðan við erum að koma og hvað þá að þetta sé ekki bara bundið við Ísland. Það er alveg sama hvert maður fer, þetta er alltaf sama stefið.“
Sonja segist hafa þurft að hafa fyrir því að kynna sér jafnréttismálin enn betur
þegar hún byrjaði hjá BSRB. Hún segist hafa þurft að sækja sér fræðslu til þess að komast á dýptina. Hún hefur síðan þá tekið þátt í mörgum jafnréttisverkefnum líkt og launarannsóknum, baráttunni fyrir lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og styttingu vinnuvikunnar sem varð að veruleika í kjarasamningum 2020 sem voru jafnframt þeir fyrstu sem Sonja leiddi og nú er aðaláherslan á endurmat á virði kvennastarfa að því markmiði að uppræta launamun kynjanna.
Áhugamál
Aðspurð um áhugamálin segist Sonja hafa verið í handbolta sem krakki og alltaf haft áhuga á hreyfingu almennt. Áhugi á listum hafi einnig alltaf verið til staðar og hún fór á einstaka teikninámskeið eða sinnti þeim áhuga sjálf heima og gerir enn. Sonja hafði líka áhuga á að hanna föt og teiknaði nokkrar flíkur sem
voru svo saumaðar. Áhuginn á tónlist hefur líka alltaf fylgt henni. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara á listasöfn og á listasýningar og fæ mikið út úr því að dýpka þekkinguna svolítið í þessum skapandi heimi. Ég gef mér því miður samt alltof lítinn tíma til að sinna þessum áhugamálum í dag og ég er alltaf á leiðinni að gefa þessari hlið á mér meiri tíma. Mesti tíminn fer í vinnuna og að sinna dætrum mínum tveimur sem eru 14 og 20 ára. Ég reyni að leggja upp úr því að hafa baráttuna skapandi og skemmtilega og er svo heppin að ég er ekki ein um það í þessum stóra og góða hópi sem kemur að skipulagningu Kvennaárs. Við erum líka stöðugt hvattar til þess af öðrum og búum vel að myndrænni framsetningu og innblæstri frá kvennahreyfingum sem á undan okkur komu. Við höfum lagt drögin að og verið með ýmsa listtengda viðburði og svo er hönnun baráttuskilta mjög skapandi og skemmtilegt ferli.“
Samstaða 24. október Ástæðan fyrir því að ritstjóri fékk Sonju í þetta viðtal er að hún hefur verið nokkuð áberandi í tengslum við Kvennaverkföllin og nú Kvennaárið 2025 og spyr hana því að því hvernig það kom til að hún datt inn í skipulagningu þessara viðburða. „Ég byrjaði að vinna hjá BSRB haustið 2008 og svo 2010 er ég í fæðingarorlofi þegar Kvennafríið er. En þá einmitt er ég svolítið bara að átta mig á að það er einhver saga þarna og það er verið að halda þennan stóra viðburð. Þarna uppgötvaði ég að verkalýðshreyfingin hafði komið að skipulagningu og undirbúningi Kvennafrís, ásamt samtökum kvenna, allt frá því að það fyrsta var haldið árið 1975. Það er svo árið 2016, þremur vikum fyrir 24. október, að út kom launarannsókn sem sýndi fram á hrópandi launamisrétti milli kynjanna. Þá kviknaði hugmyndin um að boða Kvennafrí. Þetta var líka í aðdraganda þingkosninga og það hafði ekki verið nein umræða um jafnréttismál. Þess vegna var ákveðið að vera fyrir utan Alþingi og beina kröfunum þangað. Kvennafrí eða Kvennaverkfall er grasrótarvinna og skipulagning þess gengur út á að safna saman samtökum kvenna, femínista, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks og vinna þetta saman. Það hefur verið nokkuð mismunandi hver tekur að sér að leiða verkefnið. Þarna
2016 var það Kvenréttindafélagið og síðan ASÍ sem tóku af skarið. Maríanna Traustadóttir starfaði lengi hjá ASÍ og hafði meðal annars jafnréttismálin á sinni könnu og hún er mikil baráttukona. Ég og hún höfðum unnið mikið saman í jafnréttisstarfi innan ASÍ og BSRB, með alls konar herferðum, verið að dýpka þekkingu og standa að rannsóknum. Þannig að hún einhvern veginn togar mig inn í þetta. Þá verðum við þetta fjögurra kvenna teymi sem erum að hlaupa hvað hraðast í þessar þrjár vikur í aðdragandanum og það er þá Brynhildur, þáverandi framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins, Fríða sem var þá formaður Kvenréttindafélagsins, Maríanna Trausta og ég. Það var alveg geggjað samstarf. Það var jafn gaman og það var gefandi og það var líka svo mikið kraftaverk hvað við áttum vel saman og unnum vel saman. Þar sem aðdragandinn var mjög stuttur vorum við óvissar með hverjar undirtektirnar yrðu – hvort það væru fleiri sem höfðu fengið nóg. Ég man að það var svo ekki fyrr en við stóðum við sviðið á Austurvelli og fengum senda yfirlitsmynd frá ljósmyndaranum okkar að við áttuðum okkur á því hvað mætingin var rosaleg.“
Þennan mánudag, 24. október 2016, gengu þúsundir kvenna um land allt út af vinnustöðum sínum kl. 14:38 þar sem vinnudegi þeirra var lokið miðað við launamun kynjanna og kröfðust launajafnréttis. Með Metoo-hreyfingunni 2017 verður svo algjör bylting gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Árið eftir 2018 verður því skýr krafa um að konur láti enn á ný til sín taka. Þá var Sonja aftur með í skipulagningunni
en svona góð mæting í svona miklum kulda. Það var mikil stemming, rosalega gaman og geggjuð dagskrá. Mjög eftirminnilegt og valdeflandi að taka þátt í skipulagningunni. Það er svo magnað að vita að það þurfi nánast lítið annað en að boða Kvennafrí til að konur lyfti grettistaki um allt land í nafni samstöðunnar.“
Ímyndin um jafnréttisparadís er alveg kolröng
Sonja heldur áfram enda eldmóðurinn mikill þegar kemur að þessum málaflokki.
„Í kjölfarið á MeToo-byltingunni fundum við fyrir nánast algjörri stöðnun í jafnréttismálum. Umræðan var svolítið þannig að jafnrétti væri bara komið og það eina sem við þyrftum að laga væri launamismunurinn. Því er stöðugt haldið að okkur að við stöndum okkur best í jafnréttismálum í samanburði við önnur lönd í heiminum og séum með konur í mörgum valdastöðum. Eins og það sé eini mælikvarðinn. Staðreyndin er sú að þegar kemur að samanburði við önnur Evrópulönd hvað varðar launajafnrétti þá erum við fyrir neðan meðaltal. Við stöndum ekki að neinu leyti betur en önnur samanburðarlönd þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum. Og þó að við búum að mörgu leyti við betri kerfi hér en víða annars staðar í heiminum, þá erum við samt t.d. með umönnunarbil eftir fæðingarorlof, sem hefur auðvitað miklu meiri áhrif á atvinnuþátttöku og tekjur kvenna en karla. Ábyrgðin á börnum og heimili er mjög kynjuð. Rannsóknir sýna að umönnunarbyrði á eldri ættingjum fellur mun meira á konur heldur en karla. Hún er meiri hér á landi en víðast ann-
„RANNSÓKNIR SÝNA AÐ UMÖNNUNARBYRÐI Á ELDRI ÆTTINGJUM FELLUR
MUN MEIRA Á KONUR HELDUR EN KARLA. HÚN ER MEIRI HÉR Á LANDI EN VÍÐAST ANNARS STAÐAR Í ÞEIM LÖNDUM SEM VIÐ BERUM OKKUR SAMAN VIÐ.“
á baráttufundi á Arnarhóli á kvennafrídaginn 24. október. Þann dag var fimbulkuldi, eins og mörg muna eftir, en samt er talið að um 25.000 manns hafi mætt á fundinn og baráttufundir voru haldnir á 15 öðrum stöðum á landinu. „Og vá, það er nú ekkert sem sýnir samstöðuna betur ars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þannig að þessi ímynd Íslands sem einhver jafnréttisparadís er fölsk. „Það var ekki byrjað að tala opinberlega um ofbeldi gegn konum fyrr en í kringum 1980 og mörgum fannst gjarnan skorta á umræðuna um það í aðdrag-
Framkvæmdastjórn Kvennaverkallsins 2023 og öðrum sem komu að skipulagningu eftir útifundinn á Arnarhóli . Þarna eru frá vinstri: Ellen Calmon, Freyja Röfn Guðlaugsdóttir (dóttir Sonju), Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Tatjana Latinovic, Dagný Aradóttir Pind, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Elva Hrönn Hjartardóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Rakel Adolphsdóttir og Halldóra Þöll Þorsteins og fremst á myndinni eru Inga Auðbjörg Straumland og Freyja Steingrímsdóttir.
Mynd tekin þegar aðstandendur tilkynntu á blaðamannafundi frá fyrirhuguðu Kvennaverkfalli 2023. Mynd: Úr einkasafni.
anda þeirra Kvennafría sem hafa verið haldin. Til að draga betur fram stærstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að jafnrétti kynjanna ákváðum við þess vegna að taka höndum saman um tvær meginkröfur í Kvennaverkfallinu 2023, þ.e. upprætingu ofbeld-
is gegn konum og launamun kynjanna. Við bentum á að þetta sé hvor hliðin á sama peningnum. Og rótin er alltaf sú sama, feðraveldið sem er líka oft kallað kynjakerfið. Svo auðvitað dregur alltaf Kvennaverkfallið fram ólaunuðu störfin þar sem konur leggja niður öll störf. Það
varð mjög mikil umræða um ólaunaða vinnu sem snýr að börnum og heimilum í aðdraganda síðasta Kvennaverkfalls, um þessa áþreifanlegu vinnu en líka þriðju vaktina sem snýr að öllu því sem þarf að hugsa um og skipuleggja. Um þriðjungur kvenna er í hlutastarfi,
en um tíu prósent karla. Þegar karlar eru spurðir hver ástæðan sé fyrir hlutastarfinu, er svarið oftast veikindi. En hjá konum er svarið hins vegar ábyrgð á börnum og heimili. Þetta þýðir færri vinnustundir í launuðum störfum. Rannsóknir sýna hins vegar að konur eru að vinna fleiri vinnutíma á viku, ef tekið er tillit til bæði launaðra og ólaunaðra starfa. Þess vegna þarf auðvitað kerfisbreytingar til að tryggja að konur hafi val og þær séu ekki að lækka mun meira í launum heldur en karlar við að eignast börn. Forsenda þess að konan geti verið frjáls er að hún hafi fjárhagslegt sjálfstæði.“
Þegar Elín Björg Jónsdóttir varð formaður BSRB árið 2009, fann Sonja fyrir mikilli stefnubreytingu innan bandalagsins. Áherslan hafi færst yfir á aðgerðir sem hefðu áhrif á fólk í daglegu lífi, frekar en að einskorða umræðuna við stórar efnahagslegar stærðir. Stytting vinnuvikunnar hafi orðið eitt af aðalmálunum. Ein ástæðan fyrir því að BSRB setti styttingu
vinnuvikunnar á dagskrá eftir hrunið var að kröfu félagsfólks sem vildi forgangsraða öðruvísi. Það vildi verja meiri tíma með fjölskyldunni og horfa meira til þess hvað gefur lífinu lit og gildi en ekki bara vinnunnar. Stytting vinnuvikunnar varð svo að veruleika í kjarasamningum hjá meirihluta fólks á vinnumarkaði 2020 en í mismiklum mæli, þannig er styttingin meiri hjá hinu opinbera heldur en á almennum vinnumarkaði þar sem BSRB hafi sett þá kröfu á oddinn og höfðu boðað verkföll til að ná samningum þar um. Fljótlega eftir að vinnuvikan var stytt fór að bera á gagnrýni á foreldra um að þau væru ekki að eyða meiri tíma með börnunum sínum þrátt fyrir styttri vinnuviku. Sonja bendir á að enn hafi ekki öll fengið að njóta styttri vinnutíma. Þau sem hafi fengið styttingu um 4 tíma á viku eða meira séu nýta tímann til meiri samveru með börnum en á almennum vinnumarkaði hafi ekki verið gengið jafn langt í styttingu vinnuvikunnar. Hún
gagnrýnir „foreldraskömm“ gagnvart foreldrum sem nýta sér leikskóla í langan tíma, þar sem stytting vinnuvikunnar á ekki við um öll og mjög margir foreldrar hafi ekkert raunverulegt val þar sem þau þurfi að vinna fullan vinnudag og jafnvel í mörgum störfum til að láta enda ná saman.
Hún nefnir þá sérstaklega einstæða foreldra og fólk af erlendum uppruna í láglaunastörfum, sem hafa oft minni sveigjanleika í vinnu og minna bakland. Því er stytting leikskóladagsins erfiðari fyrir þau. Þessi hópur hefur líka oft minna fjárhagslegt svigrúm. Engu að síður séu mjög mörg sveitarfélög ákveðið að stytta vistunartíma barna á leikskólum vegna manneklu daglega, innan vikunnar, í kringum jól og páska en einnig vegna styttingar vinnuvikunnar. Þessi stefnubreyting er í raun aðför að efnahagslegu sjálfstæði kvenna og þar með kvenfrelsi.
Sonja rekur söguna í kringum baráttuna fyrir dagvistun barna, frá Bríeti
Úr Gleðigöngunni 2024 þar sem ASÍ, BSRB og BHM tóku þátt í sameiningu. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM heldur á fánanum með mér og á milli okkar er Freyja dóttir mín og vinkonur hennar. Mynd: Úr einkasafni.
„VIÐ
OG BREYTIR SAMFÉLAGINU, OFT VIÐ ÞANNIG AÐSTÆÐUR AÐ BREYTINGAR VIRÐAST NÁNAST
ÓMÖGULEGAR. ÞANNIG AÐ MÉR FINNST ÞAÐ EINFALDLEGA BARA EITT ÞAÐ FALLEGASTA
SEM TIL ER OG ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ EINA SVARIÐ VIÐ ÞESSU BAKSLAGI.“
Bjarnhéðinsdóttur á 19. öld, í gegnum Rauðsokkahreyfinguna og til þess að ríkið fór að fjármagna leikskólakerfið árið 1973 í kjölfarið á mikilli baráttu kvenna. „Við sjáum í gegnum tíðina að það voru konur og þeirra félög eins og kvenfélög, hollvinafélög og verkakvennafélög sem stofnuðu fyrstu leikskólana. En það varð ekki almennur réttur fyrir öll börn að fá aðgang að leikskóla fyrr en í kringum 1990 þegar fyrrum Kvennalistakonur undir merkjum R-listans komust til valda í borginni og tryggðu leikskóla fyrir öll börn um tveggja ára aldur og fljótlega á eftir fóru önnur sveitarfélög að gera það líka. Það fyrirkomulag hefur nánast ekki breyst í 35 ár. Svo nú búum við enn við umönnunarbil og það er verið að stytta þann tíma sem börn geta verið á leikskóla á daginn. Það hefur þau áhrif að konur, miklu frekar en karlar, hafa ekki val um hversu mikla launaða vinnu þau stunda. Að sjálfsögðu vill fólk vera meira með börnunum sínum en það verður að tryggja að það sé ekki á kostnað þess að það nái endum saman. Það þýðir því ekkert að byrja á að breyta leikskólunum, það verður að byrja á því að brúa bilið. Og sömuleiðis að stytta vinnuvikuna fyrir
öll til að hið daglega púsluspil fjölskyldna gangi upp. Það má ekki heldur gleyma því að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hvort það skapist meira jafnrétti hér fyrir næstu kynslóðir sem hefur áhrif á möguleika og tækifæri stelpna til framtíðar –hvort þær hafi raunverulegt val um hvað þær vilji gera þó að þær eigi börn. Það eru nær undantekningalaust konur frekar en karlar sem þurfa að setja launaða vinnu eða drauma sína til hliðar vegna umönnunar barna eða eldri ættingja.“ Hún leggur áherslu á að femínískar áherslur hafi verið mikilvægar í þessari baráttu og það sé mikilvægt að stjórnmálafólk hafi þær í forgrunni. Sagan sýni að það breytist ekkert í þessum efnum nema fólk sé valið til valda sem setji í forgrunn kerfisbreytingar sem stuðli að jafnrétti.
Samstaða skilar mestum árangri og breytir samfélaginu
Sonja segir að lokum að það sé mjög áhrifamikið að upplifa þessa miklu samstöðu í kringum Kvennaverkföllin og segir það gefa von að tilheyra svona stórum hópi sem berst fyrir sameiginlegu markmiði. Hún telur að samstaða sé lykillinn að árangri og samfélagsbreytingum og
leggur áherslu á hversu mikilvægt það er að skapa vettvang fyrir fólk að koma saman og taka höndum saman, ekki bara hugmyndafræðilega heldur líka með skemmtun og félagsskap. Hún útskýrir að eftir Kvennaverkfallið 2023 hafi skipuleggjendur þess fundið fyrir sterkri samstöðu um að jafnrétti sé enn ekki náð og að þörf sé á aðgerðum. Hún bendir á að þótt lög um jafnrétti séu til staðar, þá þurfi stöðugt að framfylgja þeim og vinna að því að tryggja jafnrétti. Það sé krafa um nýja femíníska hreyfingu, sem Sonja skilgreinir ekki sem nýtt félag heldur frekar áframhaldandi samstarf samtaka kvenna, femínista, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem ákvað í sameiningu að lýsa árið 2025 sem Kvennaár og setja fram skýrar kröfur til stjórnvalda.
„Þegar við byrjuðum að skipuleggja Kvennaárið fundum við fyrir stöðnun í jafnréttismálum sem nú hefur þróast í alvarlegt bakslag. Við finnum sterkt fyrir því að hræringar erlendis hafa áhrif á umræðuna og skoðanir fólks hér líka. Þess vegna er svo hughreystandi að við séum svona mörg samtök búin að taka höndum saman og að við tilheyrum svona stórum hópi sem hefur lýst því yfir að við ætlum ekki aftur á bak – heldur áfram. Við sjáum það bara sögulega að það er samstaða sem skilar mestum árangri og breytir samfélaginu, oft við þannig aðstæður að breytingar virðast nánast ómögulegar. Þannig að mér finnst það einfaldlega bara eitt það fallegasta sem til er og ég held að þetta sé eina svarið við þessu bakslagi. Við sem stöndum að Kvennaári hvetjum öll sem vilja tryggja að konur, kvár og karlar hafi jöfn tækifæri og möguleika geri hvað þau geti til að leggja sitt af mörkum. Það geta verið viðburðir þar sem fólk kemur saman og spjallar um stöðuna og mögulega fæðast hugmyndir um aðgerðir, einhvers konar fræðsla eða vitundarvakning eða hvað eina. Það þarf að rótast í þessu á öllum sviðum samfélagsins til að breytingar geti orðið að veruleika. Nú reynir aftur á okkur og þá verðum við að taka höndum saman. Áfram stelpur - við getum, þorum og viljum.“
Kvenfélag Akrahrepps í Skagafirði hefur gefið út bók um sögu kvenfélagsins í máli og myndum í tilefni af 100 ára afmæli félagsins 2019. Efni bókarinnar er allt sótt í fundargerðabækur félagsins. Tekinn er úrdráttur úr hverri fundargerð og þannig er saga félagsins sögð. Í bókinni er einnig fjöldi mynda sem gæða sögu félagsins lífi. Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 á Víðivöllum. Í fyrstu samþykktu lögum segir að tilgangur félagsins sé að efla framtakssemi, menningu og réttindi kvenna. Að stuðla að heimilisiðnaði og garðrækt, gleðja börn og hafa hjúkrunarmál sérstaklega á stefnuskrá sinni. Félagið
hefur ávallt notið velvildar í sínu samfélagi og látið gott af sér leiða, Á 100 ára afmælinu 2019 kemur fram að á félagatali voru 38 konur. Með því að fletta í gegnum bókina fæst merkilega gott yfirlit yfir þau mál sem brýnast lágu á konum á hverjum tíma. Bókin er einnig góð áminning um það hversu mikilvægt er að skrá og varðveita vel fundargerðir. Í ritnefnd voru Helga Bjarnadóttir, Sigríður Garðarsdóttir og Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir. Nýprent ehf. á Sauðárkróki sá um umbrot. Bókina er hægt að nálgast hjá félagskonum.
Gróðrarstöðin
Friggjarlykill (Primula florindae).
Vetrargosi (Galanthus nivalis).
Kartöflur, gulrætur, jarðarber og kál.
Rósakirsi (Prunus kurilensins).
Vorið er komið og grundirnar gróa.
Heiðlóan er byrjuð að kveða burt snjóinn og nú styttist í að hrossagaukurinn fari að hneggja yfir óðali sínu. Þetta áhugaverða hljóð sem myndast í fjöðrum gauksins þegar hann steypir sér til jarðar. Gróðurinn í garðinum er farinn að grænka og fjölæringar farnir að mynda blaðhvirfingar og kalla á athygli þína. Haustlaukar sem planta skal á haustin blómstra á þessum vikum vorsins; krókusar og vetrargosar eru fyrstir og páskaliljur koma í kjölfarið. Vorblómstrandi fjölæringar eins og elínarlykill, frúarlykill og huldulykill eru komnir á fullt og víða ætti að sjást í blaðmyndun á trjám og runnum. Svo eru nokkrar runnategundir sem mynda blóm fyrir laufgun eins og töfratré og rósakirsi, einnig þekkt sem kúrileyjakirsi,
sem víða er orðið vinsælt í íslenskum görðum.
Hvort sem þú átt svalir, pall eða garð er gott að nýta vorið í tiltekt, hreinsa í kringum okkur og draga fram stóla og borð. Laufhrúgur er gott að raka af graslóð og inn undir runna í beðum en þau eru fljót að verða að næringu. Arfahreinsun í beðum reynist mörgum krefjandi og ég mæli með að fara daglega þó ekki sé nema korter í einu og hreinsa markvisst öll beðin. Fyrr en varir er vorhreinsun lokið og þú getur farið að njóta þess að horfa á gróðurinn. Ef þú átt fáar plöntur í garðinum er tilvalið að nýta vorið í að ákveða hvað þú vilt fá út úr garðinum þínum. Ef þú vilt meiri gróður þarftu mögulega að stækka beð og ákveða hvernig plöntur þig vantar í garðinn. Kannski einhverjar
sem lengja sumarið og blómstra að vori, seint að hausti eða sígrænan gróður sem gleður augað á veturna. Með því að skoða almenningsgarða og gróðrarstöðvar gætir þú fundið tegundir sem passa í þinn garð.
Flestir garðar hafa eitthvað sem nýtist okkur í matargerð. Algengt er að gamlir garðar lumi á rabarbara og graslauk en það eru einmitt með fyrstu tegundum sem nýtast okkur. Rauða rabarbarastilka má taka inn og nýta í bakstur og graslaukinn er gott að nýta sem bragðbæti í eggjaommelettu svo eitthvað sé nefnt. Berjarunna er einnig víða að finna á garðjöðrum og gætu líklega verið betur nýttir. Í ágúst er tilvalið að tína ber bæði af runnum og af lyngi, það gæti sparað okkur kaup á frosnum berjum sem margir nýta í hristinga. Ef þú hefur áhuga á enn meiri matjurtaræktun er auðvelt að byrja á því að stilla upp reitum, sjálf hef
Læknajurt (Pulmonaria officinalis).
Elínarlykill (Primula x pruhoniciana), Frúarlykill (P. x pubescens) og Huldulykill (P.elatior).
ég ágæta reynslu í þessu. Ég kom fyrir timburkössum sem rúma þrjú bretti og náði þannig að rækta nægju mína og öðlast reynslu á hvaða matjurtir henta mér og minni eldamennsku. Útsæðiskartöflur fengu pláss á stórum parti og svo kom ég jarðarberjaplöntum fyrir í köntunum svo berin nái að hanga út fyrir. Fyrir miðjum reit plantaði ég forræktuðu grænmeti sem ég keypti af gróðrarstöð en tegundir sem hentuðu mér eru gulrætur, hnúðkál, spergilkál og blaðsalat. Margar gerðir kryddjurta þrífast vel í kerjum á svölum eða á pallinum. Af fenginni reynslu mæli ég með að kryddjurtakerið sé aðgengilegt frá eldhúsi svo kryddið sé nýtt ferskt í daglegri matargerð. Ég heiti Sigríður Embla og hef unnið sjálfstætt í garðyrkju í 5 ár. Ég trúi því að garðyrkja styrki okkur öll bæði á líkama og sál og það sé gott að tengja okkur við breytingar milli árstíða bæði í flóru og
Húsfreyjan 2. tbl. 2025
fánu. Fyrir tveimur árum eignaðist ég eigin garð og gat loksins skapað garðrými fyrir mig sjálfa. Minn eigin garður skyldi vera svo blómfagur að ég myndi vilja sitja í honum allan ársins hring og ég skyldi rækta matjurtir svo ég fengi heimaræktaðar gulrætur eins og ég stalst í sem krakki. Ég skipulagði garðverkin í þaula svo ekkert gleymdist og þar sem ég vinn best, lítið á hverjum degi, hentaði það að sjá yfirlit yfir öll verkefni mánaðarins og vinna markvisst að þeim. Eftir að hafa sett upp garðverkin sjálf langaði mig til að deila yfirliti mínu með áhugasömum og nú held ég uppi garðyrkjudagatali sem ég sendi á áskrifendur í vefpósti einu sinni í mánuði. Ef þú hefur áhuga á mánaðarlegri fræðslu og yfirlit um garðverk og matjurtarækt skaltu kíkja á gardalif.is. Þetta vor virðist ætla að verða milt og gott og gróðurinn tekur vel við sér. Ég óska þér gleðilegrar
garðyrkju og ég vona að sumarið gefi af sér langa útiverudaga. Ég læt nokkrar blómamyndir fylgja til að bjóða sumarið velkomið og kannski finnast eitt eða tvö blóm sem vantar í þinn garð: Maíeplið blómstrar að vori og fær svo stór og mögnuð blöð yfir sumarið. Friggjarlykill blómstrar næst gulum blómum og þolir ágætan skugga. Læknajurt er önnur tegund sem þolir ágætan skugga og blómstrar bleikum og bláum blómum. Mörg eru yrkin af vatnsberum til og þeir sá sér um garða en hún Nora Barlow virðist ekki gera það og blómstrar fylltum bleikum blómum. Brúngresið blómstrar fjólubláum blómum og er lengi að klára blómgun, svo hefur hún falleg blöð með brúnu munstri.
Greinahöfundur:
Sigríður Embla Heiðmarsdóttir, www.gardalif.is, embla@gardalif.is
Kvennanefndarfundurinn
CSW69 var haldin 10.–21. mars 2025 í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Kvenfélagasamband Íslands hefur undanfarin ár átt fulltrúa á fundinum í boði íslenskra stjórnvalda en ávallt fer sendinefnd á vegum Íslands á þessar ráðstefnur.
Í ár var höfuðáhersla fundarins endurskoðun og mat á framkvæmd Pekingsáttmálans, sem markaði kaflaskil í réttindabaráttu kvenna þegar hann var einróma samþykktur af aðildarríkjum SÞ árið 1995. Það eru því 30 ár síðan heimurinn tók höndum saman og gerði tímamótasamkomulag um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Peking-yfirlýsingin og aðgerðaáætlunin sem henni fylgdi fólu í sér sögulegt afrek - sem enn er hornsteinn baráttunnar fyrir réttindum kvenna og stúlkna út um allan heim.
Því eru mikil vonbrigði það bakslag sem orðið hefur í réttindabaráttunni og varð tíðrætt um þessa þróun. Má segja að það hafi verið rauði þráðurinn á þeim fundum sem fóru fram á fundinum.
Sérstakur fundur var fyrir ungar konur um réttindi, valdeflingu og ábyrgð. Ungar konur spyrja sig hvað þær geti gert til að auka réttindi kvenna sem samtakamátturinn hefur sýnt að skipti miklu máli. Kvennanefndarfundurinn er alla jafna fyrir 18 ára og eldri m.a. af öryggisástæðum. Undantekning var þó að á þessum tiltekna fundi var 13 ára stúlka fulltrúi þess aldurshóps sem vill að í auknum mæli verði horft til þeirra. Á þessum fundi voru færri yngri konur m.a. vegna þess að þeim hafði verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Af þessu tilefni var skorað á SÞ að
halda næsta Kvennanefndarfund utan Bandaríkjanna s.s. í Genf, Sviss eða aftur í Vín í Austurríki. Staðsetning verður rædd áfram innan SÞ. Í tilefni af því að í ár eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafrídeginum á Íslandi, 24. október 1975, var haldinn sérstakur hliðarviðburður íslenskra stjórnvalda
og Kvennaárs 2025 um helstu áfanga og sigra í jafnréttisbaráttunni á Íslandi, hvað einkennir hana, hvaða lærdóm má draga af sögunni og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir nú. Í pallborði tóku þátt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags
Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Umræðunum stýrði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis. Í máli dómsmálaráðherra kom fram að Ísland er í fremstu röð hvað varðar réttindi hinsegin- og transfólks í Evrópu og minnti hún á mikilvægi þess að Norðurlandaþjóðirnar væru fyrirmyndir og virkir þátttakendur í jafnréttismálum á heimsvísu. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fóru yfir helstu vörður í íslenskri kvennabaráttu þessi 50 ár sem liðin eru.
Ráðstefnugestir spurðu meðal annars að því hvernig hægt væri að stuðla að samstöðu margra samtaka eins og gert væri á Kvennaári. Því var svarað að ekki væri unnt að gera þetta með sama hætti í öllum löndum heldur yrði að leggja áherslu á að sameinast um það sem allar hreyfingarnar gætu verið sammála um.
Það er ótrúlegt að upplifa það andrúmsloft sem ríkir á ráðstefnu sem þessari. Öryggisráðstafanir voru gríðarlega miklar enda mikill mannfjöldi sem sækir þessar ráðstefnur. Flestir þátttakendur eru konur hvaðanæva úr heiminum en karlmenn voru í miklum minnihluta.
Móttaka var fyrir dómsmálaráðherra, alþingismenn og aðra fulltrúa í íslensku sendinefndinni í embættisbústað fastafulltrúa Íslands þar sem við þátttak-
Dagmar Elín Sigurðardóttir, Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir.
endur gátum tekið spjall saman og rætt um stöðuna. Í ljósi þess að Bandaríkin eru að draga úr fjárveitingum til SÞ er uppi ákveðin óvissa um hvað verður um ýmsa starfsemi hjá sendiskrifstofunni og fleirum.
Það er ljóst að ráðstefnur sem þessar skila heilmiklum árangri í jafnréttisbaráttunni. Horfa þarf til framtíðar, stuðla að miðlun þekkingar og læra að hlusta betur. Með þeim hætti er unnt að stuðla að betra lífi fyrir allar dætur þessa heims. Slíkt kemur okkur öllum til góða.
Dagmar Elín Sigurðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Þegar sólin byrjar að skína, þá er fátt betra en að draga fram grillið og njóta samveru með vinum og fjölskyldu. Og hvað gerir grillmatinn enn betri? Jú, góð marinering!
Í þessu vorblaði færum við ykkur fimm ólíkar uppskriftir að marineringum sem munu lyfta grillmatnum upp á nýtt plan, hvort sem þið eruð að grilla kjöt, fisk eða grænmeti.
Við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram með hráefnin og finna ykkar eigin uppáhalds marineringu. Leyfið kjötinu, fiskinum eða grænmetinu að marinerast í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt til að ná sem bestum árangri.
Þetta er tíminn til að njóta útiverunnar og góðra veitinga í góðum félagsskap.
Marinering gefur bragð og mýkir kjötið. Ef steikurnar eru í stærra lagi er tilvalið að skella þeim í marineringu einum til tveimur dögum áður. Fisk, sjávarfang og grænmeti er nóg að marinera í stutta stund eða í 15 – 20 mínútur. Minni steikur, kjúklingabringur og kjúklingabita er nóg að marinera í 1- 3 klst.
Njótið vel. Gleðilegt grillsumar!
Blandið öllu hráefninu saman í skál, bætið við kjöti/fiski/grænmeti og látið marinerast. Afgang af marineringu er gott að nota til að pensla með þegar verið er að grilla. Hver uppskrift dugar fyrir fjóra skammta.
Kúbu Mojo
Þessi bragðmikla appelsínu- og lime marinering kemur beint frá Kúbu.
Safinn úr einni appelsínu
1 rauður chili, smátt saxaður
2 vorlaukar, smátt saxaðir
2 msk. jurtaolía
1 lime, safinn og fínt rifinn börkur
Tandoori
Hugum vel að hreinlæti við meðhöndlun hráefnis. Munum að þvo okkur um hendur áður og á milli þess sem við handfjötlum hráefni. Nauðsynlegt er að hafa bretti, áhöld og ílát fyrir mismunandi hráefni. T.d. sér skurðarbretti fyrir hráan fisk, sér fyrir hrátt kjöt, enn eitt fyrir grænmeti og eins fyrir brauð og ávexti. Gjarnan í sitt hvorum litnum þá er maður öruggur með að nota rétt bretti undir hverja tegund fyrir sig. Þvo þarf bretti, áhöld og ílát jafnóðum. Aldrei má nota sama fat undir hráan og eldaðan mat. Öruggast er að nota eldhúspappír til að þurrka upp blóðvökva og fleygja síðan strax. Aldrei nota sömu áhöld á hráan og fulleldaðan mat eða blanda saman hráu og fullelduðu hráefni. Blóðvökvi úr kjúklingakjöti er sérlega varasamur. Ferskt grænmeti má ekki komast í snertingu við hrátt hráefni til að forðast krossmengun, en hún leiðir af sér matareitrun sem getur reynst hættuleg.
Prófaðu þessa indversku marineringu, jógúrtið hjálpar til við að halda kjöti og fiski mjúku.
100 ml grísk jógúrt
25 g engifer, fínt rifið
2 tsk. reykt paprika
1 tsk. malað kúmen
1 msk. jurtaolía
Sú klassíska
Klassísk kryddjurtamarinering með sítrónu, rósmarín og hvítlauk.
1 sítróna, börkur og safi
2 hvítlauksrif, kramin
3 greinar af rósmaríni, smátt saxað
5 msk. Ólífuolía
Þessi klístraða
Hunang er ljúffengt á grillið í þessari klístruðu marineringu með chili.
2 hvítlauksrif, marin
1 rautt chili, smátt saxað
15 g fersk steinselja, smátt söxuð
3 msk. hunang
100 ml jurtaolía
Suðræn og seiðandi
Fagnaðu sumrinu með suðrænu bragði.
227 g dós ananassneiðar í safa, smátt saxaðar
50 g engifer, fínt rifið
2 msk. sojasósa
2 msk. jurtaolía
„Breytast tímar, breytast ráð,“ segir Ásdís Birgisdóttir, textílhönnuður, húsgagnabólstrari, leiðsögumaður og landvörður. Ásdís hefur sýnt ótrúlegan dugnað og aðlögunarhæfni í gegnum lífið. Hún er lifandi dæmi um að aldur er afstæður og að hver nýr kafli lífsins getur fært með sér ný tækifæri.
Ásdís er 63ja ára og býr í dag í Smáíbúðarhverfinu í Reykjavík með dóttur sinni. Hún hafði um tíma umsjón með hannyrðaþætti Húsfreyjunnar og var í forsíðuviðtali í öðru tölublaði Húsfreyjunnar 2008, hún starfaði þá sem framkvæmdastjóri hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.
Ásdís segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á handverki og sköpun. „Síðan ég man eftir mér hef ég verið með einhver verkefni í höndunum, smíða, tálga, sauma eða mála. Hugur minn leitaði í vísindin en ég prjónaði og saumaði í frístundum (eða þegar ég átti að vera að læra). Að lokum lét ég mér segjast og lærði textílmyndlist og hönnun og undi mér lengi vel á þeim vettvangi.“
Ásdís starfaði við stjórnun og textílhönnun eða þar til 2008 brast á. Hún starfaði svo hjá Textílsetrinu á Blönduósi í þrjú ár. Þegar efnahagshrunið 2008 setti strik í reikninginn, fann hún nýjar leiðir til að nýta hæfileika sína, meðal annars með endurreisn prjónablaðsins Lopa og Bands, þegar prjónaæði skall á þjóðina.
Þegar ferðamannastraumurinn jókst eftir hrun, stökk Ásdís á tækifærið og lærði gönguleiðsögn við LSK og fór að leiðsegja ferðamannahópum vítt og breitt um landið. Hún deildi ekki aðeins fegurð íslenskrar náttúru heldur einnig ríkri hannyrðahefð landsins. Hún er meðal annars á leiðinni með góðan kvennahóp í ferð um landið í sumar þar sem hún blandar saman sögu landsins
Umsjón: Jenný Jóakimsdóttir -
Myndir: Úr einkasafni
og prjónaskap. Ásdís er svo elskuleg að deila með Húsfreyjunni uppskrift sem hópurinn hennar fær að spreyta sig á í ferðinni í júní.
Þegar heimsfaraldurinn skall á 2020, stóð Ásdís enn á ný frammi fyrir nýjum áskorunum þegar ferðaþjónustan nánast þurrkaðist út.
Samhliða því að starfa í hlutastarfi sem landvörður þá skellti hún sér nám í húsgagnasmíði og lauk burtfararprófi. „Þetta var sem himnasending á erfiðum tímum, að fá að vinna með þetta stórkostlega hráefni, trjávið, lífrænt og lifandi efni, að spónleggja, geirnegla, hefla, fræsa og sauma (já maður saumar saman spón), skapa og smíða húsgögn var dásamlegt. Við vorum allmörg,
héðan og þaðan, frá tvítugu til sextugs, aldurinn afstæður enda öll með grímur, að njóta þess að vinna með höndunum.„ Þessi tæplega tvö ár sem hún gekk um ganga Tækniskólans á Skólavörðuholti rak hún svo augun oft í gamla áletrun á kennslustofu, Húsgagnabólstrun.
„Forvitnilegt þótti mér. Ég grennslaðist fyrir um þetta og komst að því að hætt var að kenna greinina innan skólans. Húsgagnabólstrun er nefnilega iðngrein sem á undir högg að sækja m.a. vegna innflutn- ings á ódýrum húsgögnum (nefni engin nöfn). Ég hugsaði með mér, afhverju sá ég þetta ekki fyrr ! Að sameina smíði og textíl. Fullkomið.
Ég var svo heppin að komast að sem nemi hjá Ásgrími Þór Ásgrímssyni, meistara í húsgagnabólstrun og var hjá honum í rúmlega ár áður en ég fór til náms í Tækniskólanum í Skive Danmörku. Að loknu því námi var ég í starfsnámi í Bólstursmiðjunni og lauk svo Sveinsprófi í húsgagnabólstrun snemma árs 2024.
Nú er ég sjálfstætt starfandi bólstrari og textílhönnuður með vinnustofu í “bíl”skúr við heimili mitt miðsvæðis í Reykjavík. Bakgrunnurinn í handverki, handverkshefðum og myndlist fer afar vel með bólstruninni.„
Ég hef lengi haft áhuga á gömlum textílum, bæði áþreifanlegum og því menningarlega minni sem fellst í munstrum og aðferðum. Ásamt því að sanka að mér til eigin ánægju þá hef ég einnig tekið að mér að gera við og endurvinna eldri textíla og setja upp og leiðbeina með uppsetningu nýrra verka.
Saga Ásdísar er áminning um að það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt eða breyta um stefnu. Hún er innblástur fyrir okkur öll til að fylgja ástríðum okkar, takast á við áskoranir og nýta tækifærin sem lífið býður upp á.
Texíltengd verkefni hafa borist til mín úr mörgum áttum, viðgerðir, uppsetning og jafnvel að aðstoða listamenn við frágang á verkum. Á Covid tímanum tóku margir til við að taka til í geymslum, þá fékk ég margar upphringingar og beðin um að „kíkja“ á hitt og þetta. Veggteppi, klukkustrengir, dúkar og útsaumaðir púðar eða púðaborð rötuðu inn á borðstofuborðið. Þetta eru svo skemmtileg verkefni, að fá í hendur verk sem amma, mamma eða langamma höfðu gert. Sumt var þvegið varlega, annað var sem nýtt og allt fékk nýtt útlit, oftast sett í púðaborð, nýtt efni, ný stærð svo úr varð nýtt verk. Oft rata þessir púðar í jólapakkana og er mér einna minnisstæðast þegar ungur leiðsögumaður og kollegi kom til mín og þakkaði mér fyrir jólagjöfina.
Stóllinn er frá Súlnasal Hótel Sögu. Ásdís keypti hann notaðan, hann var fjólublár og málaður svartur. Hún bjó til áklæðið úr afgöngum af rauðum ullaráklæðum sem féllu til í bólstruninni. Klippti til og bæði vélsaumaði og handsaumaði mynstrin. Stólllinn var sýndur á 50 ára afmælissýningu Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum 2024.
STÆRÐIR: S/M (L/xL)
Yfirvídd: 156 (166) cm
Lengd að hálsmáli 32 (34) cm
EFNI
Einrúm E+2 (ull og silki) - 50 g dokkur, ein dokka af hverjum lit. 1014 gráblár, 1018 rauðbrúnn, 1009 karrýgulur, 1002 ljósgrár.
Hringprjónn nr 4 ½ bæði 80 cm og 40 cm.
PRJÓNFESTA
18 L og 24 umf gera 10 x 10 sm reit í sl prjóni prjónað laust á prj nr 4 ½.
Prjónað er frá öxlum og upp að hálsi með úrtökum.
Fitjið upp 270 – (285) L, með grábláum, tengið í hring og prj *1 umf br, 1 umf sl*, endurtakið * - *, 2 sinnum, prj 1 umf br.
Prj munstur og gerið úrtökur eins og í uppdrætti.
Þegar komið er að hálsmáli, prj 3 L sl með bláu, 2 l br með ljósgráu. Prj 6 cm Fella laust af. Gangið frá endum. Þvoið varlega og leggið til þerris.
Þegar litið er yfir sögu Kvenfélags
Fnjóskdæla, sem fagnaði 120 ára afmæli sínu þann 24. apríl síðastliðinn, er ómögulegt annað en að dást að þeim ótrúlega krafti og framsýni sem íslenskar konur hafa sýnt í gegnum tíðina. Eins og kínverskt máltæki segir, hefst þúsund mílna ferð á einu skrefi, og það var einmitt þannig sem þessi merkilega saga hófst.
Upphafið má rekja til Jóninnu Sigurðardóttur frá Draflastöðum, en varla hefur hana órað fyrir því hvað átti eftir að spretta úr matreiðslunámskeiðum hennar og fyrirlestrum í Suður-Þingeyjarsýslu á árunum 1904-1905. Jóninna hafði farið til Noregs og Danmerkur til að læra hússtjórn og matreiðslu og við heimkomuna tók sýslan henni fagnandi. Í kjölfar þessara námskeiða ákváðu um 30 konur að koma saman á Ljósavatni þann 7. júní 1905 og stofnuðu Kvenfélag Suður-Þingeyinga, með það að markmiði að stofna deildir í sínum heimabyggðum og vinna að umbótamálum sér og öðrum til heilla.
Tvær konur frá Fnjóskadal voru á þessum stofnfundi, Anna Kristjánsdóttir frá Veisu og Kristín Sigurðardóttir frá Fornastöðum. Þær létu ekki á sér standa
og stofnuðu sama ár hvor sína deild í sveitinni. Fnjóskdæladeildin, eins og hún var kölluð, hélt því nafni til ársins 1934, en þá 10. júní skráði fundarritari fundargerð með yfirskriftinni Kvenfélag Fnjóskdæla.
Þótt fyrstu fundargerðarbækur félagsins séu ekki varðveittar, gefa þær elstu frá 1908 okkur innsýn í starfsemi þess. Árið 1909 voru 19 félagskonur skráðar, en fjöldinn jókst síðar, sérstaklega eftir 1970 þegar konur úr fyrrum kvenfélaginu Björk bættust í hópinn. Í dag eru félagar 32.
Frá upphafi var ljóst að konurnar í Fnjóskdæladeild ætluðu sér stóra hluti. Á fundi árið 1908 var rætt um stofnun húsmæðranámskeiðs og þessi umræða varð síðar að baráttumáli um stofnun húsmæðraskóla í sýslunni. Strax við stofnun deildanna hófu konur einnig blaðaútgáfu og gáfu út handskrifuð hefti sem fyrst hétu „Trúin“ en síðar „Framtíðin“, sem var samheiti yfir blað allra deilda Kvenfélags Suður-Þingeyinga. Talið er að Fnjóskdæladeild hafi sent frá sér 1012 slík hefti.
Í lögum félagsins frá 1912 má greina metnað kvennanna til að vinna að bættri menntun kvenna, auka samúð og sam-
vinnu þeirra og efla sjálfstæði þeirra. Þar var einnig talað um frjálsa og sérplægnislausa samvinnu karla og kvenna, sem gefur til kynna að konurnar hafi verið meðvitaðar um mikilvægi jafnréttis.
Baráttan fyrir húsmæðraskóla var langvinn og krefjandi. Hugmyndin var rædd víða um norðanvert landið og þrátt fyrir margar hindranir og deilur um staðsetningu, þar sem þingeyskar konur kröfðust þess að skólinn yrði í sveit, náðist loks sá árangur árið 1929 að skólinn á Laugum stóð fullbyggður. Þar með var einu mesta baráttumáli kvenna í Fnjóskdæladeild sem og annarra í sýslunni lokið að mestu en Fnjóskdæladeild lagði fram það stofnfé til skólans sem henni var ætlað. Húsmæðraskólinn á Laugum varð að mikilvægri menntastofnun og enn í dag má sjá þar afrakstur þessara kvenna í formi vefnaðar og handavinnu. Síðar gerðist það að Kvenfélagasamband Suður- Þing fékk skólann alfarið að gjöf um 1987 og þar með hófst nýtt og breytt verkefni sem var að reka húsnæðið og viðhalda. Það verkefni hefur verið krefjandi og óljóst hvernig fara mun fyrir gamla húsmæðraskólanum eftir meira en aldarlanga baráttu fyrir stofnun og rekstri af hálfu kvenfélaganna í sýslunni.
Enn er leitað allra leiða svo halda megi við þessari merku stofnun.
Þótt húsmæðraskólinn væri stórt verkefni, þá stóðu kvenfélagskonur einnig að fjölmörgum öðrum málum. Þær stóðu fyrir prjóna- og vefnaðarnámskeiðum, fræðslu um matjurtaræktun og jafnvel skógerðarnámskeiði. Þær styrktu Menningarsjóð þingeyskra kvenna, unnu að velferð barna, hvöttu til hollara mataræðis og stóðu fyrir barnaskemmtunum og jólatrésskemmtunum. Líknarmál voru alltaf á dagskrá og konurnar styrktu ungar einstæðar mæður, keyptu áhöld til hjúkrunar á heimilum og styrktu ungar konur til náms í hjúkrunarfræðum. Þær söfnuðu einnig fé fyrir heilsuhælið á Kristnesi og styrktu kirkjuna á ýmsan hátt. Jafnvel var horft út fyrir landsteinana og safnað fyrir belgísk börn á stríðsárunum og ungar stúlkur á Sri Lanka nutu fjárhagslegs stuðnings um áratugaskeið. Enn í dag styrkir félagið eina stúlku til náms í Sri Lanka.
Til að afla tekna fyrir starfsemi félagsins voru haldnar sýningar, skemmtanir, spilakvöld, þorrablót, böll, bögglauppboð, basarar, bingó og margt fleira. Á seinni árum hefur félagið tekið að sér erfidrykkjur og selt veitingar á fundum annarra félaga.
Til að auðga lífið hafa félagskonur líka margt gert sér til gamans, sérstaklega þegar velmegun varð almennari og tækifærin fleiri með tilkomu bíla og tækni af ýmsum toga. Jólahlaðborð voru vinsæl heim að sækja, einnig stóðu þær að hópferðum í leikhús og margar ferðir voru farnar um aðrar sveitir, þær hittu konur í öðrum kvenfélögum og stóðu fyrir grasaferðum. Segja má að orlof húsmæðra hafi hafist á árunum 1958 og 1959 en þá var 4 konum boðið í 5 daga hvíldarorlof í húsmæðraskólanum og orlofsferðir húsmæðra hafa notið mikillar hylli árum saman. Kvenfélögin hafa haldið utan um skipulag þeirra ferða og konur í Kvenfélagi Fnjóskdæla hafa lagt þar til sína fulltrúa í orlofsnefndir.
Árið 2023 var gerð breyting á lögum Kvenfélags Fnjóskdæla og allar skírskotanir til ákveðins kyns voru máðar út. Nú hljóða fyrstu greinar laganna um að félagið heiti Kvenfélag Fnjóskdæla og tilgangur þess sé að efla menntun og sjálfstæði félagsmanna, auka samúð og samvinnu þeirra og vekja áhuga til að starfa fyrir
Húsfreyjan 2. tbl. 2025
Stjórn Kvenfélags Fnjóskdæla á afmælishátíðinni. Frá vinstri: Agnes Þ. Guðbergsdóttir, Sigrún Jónsdóttir formaður og Dóra Rún Kristjánsdóttir.
sveit sína, sýslu og land, í frjálsri og sérplægnislausri samvinnu allra.
Nú 120 árum eftir stofnun Kvenfélags Fnjóskdæla lifum við konur í allt öðrum veruleika en konur gerðu árið 1905. Ekki getur maður annað en dáðst að framtaki og áræðni þeirra kvenna sem hófu þessa sögu, flestar voru þær óvanar félagsstörfum, höfðu litla menntun en létu ekki efnahag eða erfiðar aðstæður hefta sig heima. Það gæti verið hollt að setja sig í þeirra spor. Margar konur hafa verið í forsvari félagsins og má nefna að Arndís Kristjánsdóttir á Víðivöllum var forstöðukona samfleytt í 22 ár eftir stofnun félagsins, Sigríður Ívarsdóttir Vatnsleysu var formaður í 12 eftir síðustu aldamót, Hlíf Guðmundsdóttir á Illugastöðum var formaður í rúm 12 ár snemma á þessari öld og Ásdís Stefánsdóttir á Sólvangi var formaður í 9 ár samfleytt á seinni hluta síðustu aldar. Vel getur verið að þarna megi nefna fleiri konur með langa formannstíð.
Kvenfélagið lifir enn og hefur borið gæfu til að fá til sín yngri konur í bland við eldri. Sjónarmiðin eru mismunandi sem eðlilegt er en hvað varðar framtíðina lítur út fyrir að kvenfélög verði áfram ómissandi afl í samfélaginu en starf félaganna þarf að fylgja takti tímans og vera í sífelldri þróun. Tilgangur þeirra er óbreyttur og þau hafa alla burði til að geta blómstrað á meðan fólk er tilbúið til að vinna samkvæmt lögum félagsins. Einhverjir hafa haft tilhneigingu til að líta niður á kvenfélög, litið á störf þeirra sem kvenlegt dútl en framlög hafa verið vel þegin. Hin síðari ár hefur Kvenfélag Fnjóskdæla veitt styrki fyrir 300.000 –400.000 krónur á ári.
Þann 24. apríl sl., á sumardaginn fyrsta, hélt félagið upp á 120 ára afmæli sitt á Illugastöðum í Fnjóskadal. Efnt var til kaffisamsætis og boðið í veisluna með þar til gerðu fréttabréfi sem sett var í póstkassa á hverjum bæ í Hálshreppi. Ákveðið var á miðsvetrarfundi að gefa smá peningagjöf í tilefni afmælisins, aðila eða stofnun í nærsamfélaginu og fyrir valinu varð leikskólinn Tjarnarskjól sem er deild innan Stórutjarnaskóla. Leikskólinn er mikilvæg og vaxandi stofnun þar sem ungir vaxtarsprotar samfélagsins fá góða kennslu og umönnun. Í undirbúningi er að gera umbætur á húsnæði skólans og því fylgdi gjöfinni ósk um að henni yrði varið í mikilvæg námsgögn eða muni, börnunum til góða. Í veislunni var boðið upp á kaffihlaðborð, skemmtiatriði og formaður afhenti Birnu Davíðsdóttur skólastjóra Stórutjarnaskóla skjal til staðfestingar gjöfinni. Sólin skein sem aldrei fyrr og lagði sitt af mörkum til að gera þennan dag ljúfan í alla staði.
Að lokum, hver vill ekki fá tækifæri til að hafa áhrif í sínu samfélagi, stuðla að því að bæta og fegra mannlífið, gleðja og veita hjálp þeim sem þess þurfa og ekki síst að vinna að sérplægnislausri samvinnu allra, óháð kyni og uppruna? Kannski er þörfin aldrei meiri en einmitt nú. Alltaf er nóg pláss fyrir fleiri í kvenfélaginu og þar eins og annars staðar er svo mikilvægt að leggja áherslu á jákvæða samveru, bjartsýni og gleði.
Læt hér staðar numið en ótal margt er enn ósagt sem vert væri að nefna.
Megi kvenfélagsandinn lengi lifa.
Sigrún Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Fnjóskdæla
Þegar stríðið byrjaði í Úkraínu í febrúarlok 2022 fóru svo til strax að streyma til landsins úkraínskir flóttamenn, mikið til konur og börn. Hópur íslenskra og úkraínskra kvenna hefur nú í þrjú ár eða síðan 4. apríl 2022 hist reglulega á þriðjudögum í sal Fíladelfíu til að sinna handavinnu og eiga innihaldsríka samveru.
Samveran og handavinnan hafa reynst mikilvæg fyrir andlega líðan úkraínsku kvennanna. Ritstjóra Húsfreyjunnar var boðið í þriggja ára afmælisfagnað sem hópurinn hélt af þessu tilefni. Birgit Raschhofer er ein af upphafskonum hópsins og var hún spurð um tilurð hópsins.
„Þetta byrjaði nú á því að vinkona
mín bað mig að aðstoða eina flóttakonu sem var með ungt barn sem vantaði föt og viðeigandi fyrir barnið. Ég setti skilaboð á nokkra Facebook-hópa og til mín fór að streyma fatnaður og fleira sem ég fór með til flóttafólksins. Fyrst um sinn máttum við sem vorum að hjálpa fara inn á hótelin en svo var þeim lokað fyrir utanaðkomandi og þá var opnað
húsnæði í kjallara Pipar auglýsingastofu. Þar hafði ég séð konur, aðallega miðaldra, sitja í setustofum og snúa þumlum í aðgerðarleysi. Mér datt í hug að þær gætu mögulega viljað prjóna. Þá skellti ég pósti inn á handavinnuhópa á Facebook og bað ég um garn og prjóna/heklunálar og viðtökurnar voru stórkostlegar. Við fengum svo í kjölfarið
inni í sal Fíladelfíu, því á þessum tíma var leikskóli flóttabarnanna þar og þar sem mæður og ömmur sáu alfarið um börnin þá þótti hentugt að þær gætu komið til okkar en ekki verið langt frá börnunum á meðan því langflest þeirra þjáðust af aðskilnaðarkvíða. Þegar leyfið var komið athugaði ég á handavinnusíðunum hvort það væru einhverjar konur eða menn sem vildu vera með mér til að sinna þessu voru nokkrar frábærar konur sem gáfu sig fram og þá fór boltinn að rúlla og hann hefur í dag rúllað í meira en þrjú ár.„
Nokkrar íslensku kvennanna hafa verið með hópnum frá upphafi og aðrar svo bæst í hópinn. Þeirra á meðal er Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, félagskona í Kvenfélagi Grímsneshrepps, sem í dag býr í Reykjavík og segist hafa dottið inn í hópinn í kjölfarið á verkefninu Jól í skókassa. Sigríður segir að það gefi sér mikið að mæta á þriðjudögum og hitta bæði íslensku og úkraínsku konurnar. Frá upphafi hefur verið boðið upp á hafa kaffi og meðlæti því flóttafólkið hefur mjög takmörkuð fjárráð, auk þess sem það að sitja og maula skapar umræður og samtöl. Þær hafa notið velvildar bæði frá fyrirtækjum og bakaríum til þess. Þær hafa fengið mikið af garni og handavinnuvörum að gjöf og berast þær gjafir á hverjum þriðjudegi hvaðanæva að af landinu. Fyrsta árið voru þær með söfnun á hlýjum fötum, og sendu 44 stóra kassa með sendingu utanríkisráðuneytisins sem þá var að senda lopasokka og önnur hjálpargögn til Úkraínu.
Síðustu tvö ár hefur hópurinn tekið þátt í verkefni KFUM&K, jól í skókassa, þannig að verkefnin eru næg.
Birgit segir að þær úkraínsku leggi sitt af mörkum, þær komi oft með einn og einn kaffipoka, mjólk, kex, súkkulaði, ávexti, kökur og fleira og þegar eru svona sérdagar komi þær iðulega með eitthvað gott og gómsætt á hlaðborð og úr verður hið besta Pálínuboð eins og sjá mátti í boðinu þennan dag.
Framlag íslensku kvennanna hefur falist í tíma, bakstri, útréttingum, prjóni og hekli og umhyggju sem spilar stóran þátt því þær segja að þær úkraínsku þurfi stundum að fá að gráta í friði þegar allt bjátar á – meira en vanalega – heima fyrir. Þá segjast þær íslensku vera með axlir og opinn faðm fyrir þær. Birgit segir að það vilji þannig til að handavinna sé að miklu leyti eins á milli landa. Harðangur og klaustur sé til dæmis eitthvað sem bæði sumar íslensku og sumar úkraínsku kunna og gera vel.
Þær úkraínsku tala um það hversu gott það gerir hjartanu að hittast svona og spjalla og sinna handavinnu en á meðan þær eru hjá okkur þurfa þær ekki að hugsa endalaust um það sem er að gerast í heimalandinu. Þær fá jákvæða andlega næringu sem þær taka með sér heim fyrir vikuna og endurnýja svo að viku liðinni. Handavinna er, eins og oft hefur komið í ljós, ein besta iðjan sem til er þegar kemur að því að róa hugann.
Birgit bætir við: „Velvildin hjá hann yrðafólki alls staðar af landinu er eina ástæða þess að við getum haldið áfram að hjálpa flóttakonunum. Sumar þeirra hafa komið frá byrjun en aðrar hafa hætt, en svo koma nýjar konur líka sem er dásamlegt því við sjáum mun á sjálfs öryggi kvennanna frá því þær koma í fyrsta skipti og þegar þær hafa komið í nokkur skipti, þær hafa fundið sér einhvern tilgang.
Þegar ég byrjaði á þessu fyrir rúm um þremur árum síðan datt mér ekki til hugar að ég yrði enn að öllum þessum vikum síðar.
Að íslensku valkyrjurnar „mínar“ sem kunna og geta allt séu enn að með mér, að okkur berist alltaf inn á milli spurningin – „má ég koma og vera með ykkur“ - er svo æðislegt. Á meðan við fáum að vera áfram í Fíladelfíu þá getum við haldið þessu áfram, en mikið vildum við allar óska þess að stríðið í Úkraínu myndi enda svo að konurnar okkar gætu fengið meiri ró. Sumar hafa sagt að þær vilji ekki fara aftur heim, aðrar hafa sagst vilja fara og alveg skiljum við báðar skoðanir því heimilið okkar er jú alltaf heimilið okkar en því miður eru þær margar sem eiga ekki heimilið sitt enn þá, nema það sem þær hafa búið sér hér. Við erum annars byrjaðar að útvega skókassa fyrir haustið og byrjaðar að flokka vörur sem við erum komnar með. Allt fyrir jól í skókassa. Það gefur okkur líka öllum gott í hjartað að geta tekið þátt. Við íslensku erum þá bæði að hjálpa úkraínsku börnunum sem og úkraínsku konunum og þær eru að hjálpa börnum heima.“
Þau sem vilja aðstoða þennan góða hóp eða taka þátt í starfinu með þeim
Texti: Kristín S. Gunnarsdóttir
Kvenfélagasambandið (KSNÞ) var stofnað í Lundi Öxarfirði haustið 1943, tólfta september, á fulltrúafundi sem haldinn var þar. En hann var boðaður og undirbúinn af þeim þremur konum sem Halldóra Bjarnadóttir tilnefndi vorið áður á fundi norðlenskra kvenna. Konurnar sem stóðu að stofnun sambandsins voru þær Kristjana Haraldsdóttir ( formaður ) Austurgörðum, Kelduhverfi, Rannveig Gunnarsdóttir (gjaldkeri) á Kópaskeri og Halldóra Gunnlaugsdóttir (ritari) á Ærlæk í Öxarfirði. Sátu þær allar í stjórn sambandsins í mörg ár.
Sambandið var stofnað af fjórum kvenfélögum vestan Öxarfjarðarheiðar, en vorið eftir bættust við tvö félög austan heiðar. Fundir hafa verið haldnir nánast óslitið ár hvert hjá kvenfélögunum til skiptis og allur greiði gefinn. Kvenfélögin í sambandinu eru; Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn, Kvenfélag Þistilfjarðar, Freyja á Raufarhöfn, Stjarna á Kópaskeri, Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga. Sambandssvæðið nær frá Kelduhverfi í vestri að Bakkafirði í austri. Er það ansi víðfeðmt og telur tvær heiðar og eitt fjallaskarð. Þegar sambandið er stofnað er tómahljóð í peningabauknum og urðu konur því að finna leiðir til að safna fé til starfseminnar. Stjórninni hugkvæmdist það þjóðráð að taka að sér kaffi- og veitingasölu í Ásbyrgi þegar íþróttamót voru þar haldin árlega. Kvenfélagasambandið ásamt Ungmennasambandi NorðurÞingeyinga, sem þá var og hét, tóku höndum saman og sáu um veitingasölu í nokkuð mörg ár. Bæði var veitingasala yfir daginn þegar íþróttakeppnir stóðu
Um borð í báti á leið út í Flatey á Skjálfanda í orlofsferð húsmæðra 2024. Frá vinstri: Erla Dýrfjörð, María Pálsdóttir, Hrefna María Magnúsdóttir og Bjarney S Hermundardóttir.
yfir og einnig voru veitingar seldar þegar lokadansleikur hátíðarinnar var haldinn. Segja sögur að það hafi verið m.a. boðið upp á skyr með rjóma, kleinur og brauð. Var í fyrstu verið að safna fyrir stofnun húsmæðraskóla á Norðausturlandi þar til sýnt þótti að ekki mundi af verða því
þá fjölgaði húsmæðraskólum ört um allt land. Því fé sem hafði safnast í Húsmæðraskólasjóðinn var 1967 skipt á milli kvenfélaga sambandsins.
KSNÞ hefur lagt áherslu á í gegnum árin að konur hittist og kynnist á fundum sambandsins sem er mikilvægt á
Í orlofsferð húsmæðra um Austurland, við veitingahús á Fáskrúðsfirði. Frá vinstri: Arndís Þorvaldsdóttir leiðsögumaður frá Egilsstöðum, María Hermundardóttir úr kvenfélaginu Stjörnu, Hrefna María Magnúsdóttir, kvenfélagi Keldhverfinga, María Pálsdóttir kvenfélagi Keldhverfinga, Bjarnveig Skaftfeld, kvenfélagi Þistilfjarðar, Erla Dýrfjörð, kvenfélagi Öxfirðinga, Bjarney S. Hermundardóttir kvenfélagi Þistilfjarðar, Kristín S. Gunnarsdóttir kvenfélagi Öxfirðinga, bílstjóri frá Sæti á Egilsstöðum, Hildur Sigurðardóttir kvenfélagi Öxfirðinga.
svo stóru svæði. Með breyttu samfélagi, örari ferðum einstaklinga og miklum breytingum á atvinnuþáttum hefur þessi þörf breyst en alltaf er jafngaman að hittast á góðum fundum og gera eitthvað skemmtilegt saman. Á fyrstu árum sambandsins var lögð áhersla á heimilisiðnaðarmál – sauma- og vefnaðarnámskeið, heimilishjálp þar sem ráðnar voru stúlkur til að létta undir á erfiðum heimilum, slysavarnir, lögreglumál þar sem sótt var fast að fá löggæslumenn til starfa þar sem skemmtanalífið var mikið í sveitunum, o.fl.
Mikið og fjölbreytilegt starf á sér alltaf stað í hverju félagi, má þar nefna danskvöld, leikhúsferðir, kjötsúpugerð á bæjarhátíð, handavinnukvöld, jólaball fyrir börn, jólasveinar sem heimsækja hvern bæ þar sem börn búa, bingó, matarhópar, spilakvöld o.fl. Félögin styrkja ýmis góð málefni og á síðustu sex árum hafa kvenfélögin innan sambandsins gefið rúmlega níu milljónir til líknar-, mennta- og menningarmála. Vinnustundir félagskvenna á bakvið þessar tölur eru 3.637. Núverandi formaður KSNÞ er Kristín S. Gunnarsdóttir.
Það þykir ágætis aldur að ná áttatíu árum. Ákveðið var að halda veglega upp
á afmæli sambandsins í apríl 2024 og sá Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn um umgjörð fundarins í tilefni afmælisins.
Fundurinn hófst á almennum fundarstörfum, svo var hádegisverður snæddur í boði kvenfélagsins Hvatar og skálað í freyðivíni fyrir 80 ára afmælinu. Farið var yfir sögu sambandsins á léttum nótum. Þá var boðið upp á kynningu og
heimsókn í Kistuna sem er nýtt atvinnuog nýsköpunarsetur í Langanesbyggð, staðsett á Þórshöfn.
Kvenfélög eru enn mikilvæg í nútímasamfélögum, kannski sérstaklega á fámennari stöðum og sveitum. Vonandi fá kvenfélög sem og önnur félagasamtök að blómstra í ókominni framtíð og sanna áfram gildi sitt í samfélögum þessa lands.
Konur fara víða til að styðja við starf kvenfélaganna. Hér er Kristín Benediktsdóttur í Kvenfélagi Öxfirðinga, að selja fatnað o.fl til styrktar starfinu á markaði í Mývatnssveit.
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hefur einstaklega gott orðspor á sér –starfsemi hans hefur verið mikilvæg í áranna rás og er það enn í dag. Skólinn er í einu fallegasta húsi borgarinnar við Sólvallagötu og hefur frá stofnun verið miðstöð þekkingar á heimilisfræðum, matargerð, handavinnu og góðri hússtjórn.
Hússtjórnarskólinn hefur starfað óslitið frá 1942 og núverandi skólameistari er Marta María Arnarsdóttir. Fyrsta skólaárið voru nemendur 48 talsins, en í dag geta 24 nemendur stundað nám á önn. Skólinn hét upphaflega Húsmæðraskóli Reykjavíkur,
en árið 1975 var hann gerður að ríkisskóla og fékk núverandi nafn. Þrátt fyrir breyttar aðstæður og tíðaranda hefur skólinn ávallt lagað sig að samtímanum og veitt vandaða fræðslu um heimilishald og lífsstíl.
Fjölskylduboðin – hápunktur annarinnar
Einn af hápunktum skólastarfsins eru fjölskylduboðin sem haldin eru tvisvar á önn. Þá bjóða nemendur gestum til veislu þar sem öllu er tjaldað til. Silfrið er svo vel pússað að það er sem nýtt og hvert smáatriði er úthugsað. Hluti nemenda sér
Albert Eiríksson
um matreiðslu sem Guðrún Sigurgeirsdóttir hefur veg og vanda af, á meðan aðrir sinna framreiðslu og umsjón með veislunni.
Húsfreyjan fékk að fylgjast með undirbúningi og taka þátt í veislunni. Á milli rétta gátu gestir skoðað handavinnu nemenda, þar sem bæði hefðbundnar og nútímalegar aðferðir voru nýttar. Þá var boðið upp á skemmtiatriði þar sem Ellert Blær Guðjónsson söng íslensk sönglög og sló í gegn. Þetta var hin skemmtilegasta veisla og gaman að sjá afrakstur þess góða starfs sem unnið er í skólanum.
Nemendur vorannar Hússtjórnarskólans í Reykjavík.
1-1,2 kg kalkúnabringa með skinni
2 msk. ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk
3 msk. salvía
2 msk. kjúklingakrydd
5 msk. smjör
20 ml kjúklingasoð (soðið vatn og kjúklingateningur)
Hitið ofninn í 90°C.
Kryddið bringuna með salvíu, salti, pipar og kjúkl ingakryddi. Steikið kalkúna bringuna upp úr smjöri þar til hún er orðin gullinbrún, hellið smjörinu yfir bringuna meðan hún er á pönnunni.
Setjið bringuna á grind í ofn skúffu og hellið kjúklingasoði
– það er gott að hella soðinu einu sinni til tvisvar yfir bringuna meðan hún er í ofninum.
Eldið við 90°C í eina og hálfa klukkustund eða þar til kjarnhitinn er orðinn 72°C.
Mikilvægt er að leyfa bringunni að hvíla í 10–15 mínútur áður en hún er skorin niður og borin fram.
Fylling
100 g smjör
1 stór laukur
250 g sveppir
2 gulrætur
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar
2 tsk. salvía
¼ tsk. rósmarín
1 dl brauðmylsna
Hitið ofninn í 200°C hita.
Byrjið á því að bræða smjörið í potti.
Saxið laukinn smátt og látið hann krauma í smjörinu þar til hann er glær.
Skerið sveppina smátt, rífið gulræturnar og setjið saman við laukinn, hitið í smá stund og hrærið vel í.
Setjið rest af öllu hráefninu út í og eldið í stutta stund.
Setjið síðan í eldfast mót og bakið í 20 mínútur.
Berið fram með kalkúnabringunum.
Uppskriftin gerir 3 brauð
450 g rúgmjöl
260 g heilhveiti
3 tsk. salt
3 tsk. matarsódi
1 lítri Ab-mjólk eða súrmjólk
360 g síróp
Hitið ofninn í 100°C.
Blandið þurrefnunum saman. Hellið súrmjólkinni og sírópinu út í mjölið og hrærið allt saman með sleif.
Smyrjið 3 lokuð form eða 3 eins líters fernur með matarolíu. Skiptið deiginu í formin/fernurnar, þær eiga að vera hálffullar. Lokið fernunum með klemmu. Setjið fernurnar standandi í ofninn á grind svo lofti um fernurnar.
Bakið í 8-9 klst.
400 g rúgmjöl
200 g hveiti
100 g haframjöl
200 g heilhveiti
½ tsk. lyftiduft
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
10-12 dl soðið vatn
Blandið þurrefnunum saman í skál. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið vel saman. Látið kólna lítið eitt og hnoðið deigið með hveiti. Gætið þess að hnoða deigið ekki of mikið svo það verði ekki stíft og seigt.
Fletjið deigið út og stingið út með hringlaga piparkökuformi og búið til litlar flatkökur.
Pikkið flatkökurnar með gaffli.
Steikið á vel heitri eldavélarhellu.
Snúið nokkrum sinnum meðan á bakstri stendur.
5 flök marineruð síld
2 gul epli
3 ananashringir
4 harðsoðin egg
5 msk. majónes
100 g sýrður rjómi
1 ½ tsk karrý
2 tsk. dill
½ tsk. laukduft
1 msk. sætt sinnep
1 tsk. Dijon sinnep
Þerrið síldarflökin og skerið í jafna bita. Flysjið eplin, takið kjarnann úr og skerið í litla bita ásamt ananashringjunum. Blandið sýrðum rjóma og majónesi saman við eplin og ananasinn. Eggin skorin í eggjaskera og sett út í. Bætið síld, kryddi og öðrum hráefnum saman við. Gott er að láta salatið bíða yfir nótt og smakka svo til.
Kryddblanda
3 msk. gróft salt
½ tsk. laukduft
½ tsk. pipar
1 ½ tsk. fennel
½ msk. púðursykur
2 búnt ferskt dill eða 6-7 msk. þurrkað dill
Meðalstór lax (8 punda) er flakaður, þveginn og þurrkaður. Flökin eru sett á bakka, roðinu snúið niður. Stráið kryddinu yfir flökin. Leggið annað flakið ofan á hitt og látið sárin snúa saman. Látið laxinn liggja í kæli í 15 klst. og snúið honum einu sinni.
Má frysta.
Berið fram með ristuðu brauði og graflaxsósu.
Sinnepssósa með graflaxi
250 g majónes
2 msk. sætt sinnep
2 msk. Dijon sinnep
2 msk. hunang
1-2 tsk. púðursykur
2-3 tsk. dill
salt og pipar
Allt hrært saman, best að laga sósuna daginn áður, má bragðbæta með þeyttum rjóma áður en hún er borin fram.
2. tbl. 2025
1 laxaflak, u.þ.b. 1 kg.
120 g gróft sjávarsalt
90 g hrásykur
rifinn börkur af 1 lime
rifinn börkur af 1 sítrónu
rifinn börkur af 1/2 appelsínu
Hreinsið og þerrið flakið. Blandið saman salti og sykri, rífið börkinn saman við. Stráið salt- og sykurblöndunni yfir flakið. Vefjið í plastfilmu, setjið á fat og inn í kæli í 24 klst. Þá er flakið tekið úr kæli og hreinsað og þerrað vel. Má frysta.
Skorinn í þunnar sneiðar á súrdeigs snittubrauð með kryddjurtasósu úr sýrðum rjóma og skreytt með graslauk/ steinselju.
Sósa
200 g sýrður rjómi 18% eða 36%
1 tsk. hunang
2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. sítrónubörkur
2 tsk. saxaður graslaukur
3 tsk. söxuð steinselja
Blandið öllu saman og látið standa í ísskáp yfir nótt. Skreytið með steinselju og graslauk.
(uppskrift að tveimur tertum)
Döðlusúkkulaðibotnar 2 stk.
3 egg
3⁄4 bolli sykur
2 bollar döðlur, smátt saxaðar 100 g súkkulaði, saxað 3⁄4 bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Blandið saman hveiti, lyftidufti, döðlum og súkkulaði og blandið varlega saman við þeyttu eggjablönduna. Setjið í tvö springform eða önnur hringlaga form (24 cm) klædd með bökunarpappír. Bakið við 175 – 180°C í 10-15 mín. Kælið.
Marengs: 2 botnar
4 eggjahvítur
200 g sykur
Stífþeytið eggjahvítur og sykur mjög vel. Teiknið 2 hringi á bökunarpappír, jafnstóra og formið undan döðlubotnunum, smyrjið marensinn jafnt á pappírinn. Bakið við 110°C í 1 klst.
Eggjakrem á 2 tertur
4 eggjarauður
3 msk. sykur
2 ½ dl rjómi
Þeytið rjómann. Þeytið eggjarauður og sykur saman, létt og ljóst. Blandið síðan þeytta rjómanum varlega saman við.
Samsetning á Draumatertu
Setjið döðlubotn á fat, má bleyta hann aðeins upp með sérríi eða ávaxtasafa en þarf ekki. Sneiðið 1 – 2 banana eða 4 niðursoðnar perur og raðið ofan á hvern botn.
Setjið eggjakremið þar yfir. Setjið svo marengsbotn yfir eggjakremið. Þeytið 2 ½ dl af rjóma á hverja köku ( 5 dl samanlagt á tvær) og smyrjið yfir.
Frystið nú kökurnar tvær. Hæfilegt er að taka kökuna úr frosti um 2-3 klst. áður en hún er borin á borð. Þá þarf strax að búa til súkkulaðibráð sem sett er yfir kökuna þegar hún er tekin úr frosti.
400 g suðusúkkulaði - brætt yfir gufu.
4 msk. þeyttur rjómi
4 eggjarauður 8 msk. vatn
Hrærið eggjarauðum og vatni saman við súkkulaðið, einnig rjómann. Blandið vel saman. Hellið kreminu síðan yfir kökuna og setjið hana í kæli um stund, eða í frysti. Skera má kökuna í sneiðar og skreyta hana sem stakar tertusneiðar, t.d. með rjómatopp, súkkulaðiskrauti og blæjuberi, eða bera hana fram heila skreytta með rjóma. Geymist vel í frysti.
1 ½ kg kransakökumassi
3 eggjahvítur
400 g sykur
200 g flórsykur
Blandið öllu saman og hnoðið (má gera í hrærivél).
Rúllið út í hæfilega rúllu og setjið í mót sem búið er að smyrja og strá fínni sigtaðri brauðmylsnu í.
Bakið í miðjum ofni við 190°C í 18-20 mínútur (ekki blástur).
Látið kólna í mótinu. Sett saman með bræddum sykri, skreytt með glassúr.
Marinering
4 hvítlauksgeirar saxaðir
2 tsk. salt
2 tsk. pipar
2 tsk. rifinn lime börkur
4 msk. Sweet chili sósa
2 tsk. sesamolía
1/2 dl ristuð sesamfræ
Sósa með salatinu
4 msk. lime safi
2 tsk. rifið engifer
1 saxaður skalottulaukur
1/2 tsk. sjávarsalt
2 msk. sojasósa
2 dl ólífuolía
3 tsk. sesamolía
Steikið kjötið og skerið í þunnar sneiðar. Marinerið það daginn áður eða 4 klst. fyrir notkun.
Ferskt salat sett í fat og kjötið yfir.
Skerið rauðlauk frekar smátt. Skerið kokteltómata í tvennt og setjið yfir.
Dreifið ristuðum sesamfræjum yfir salatið í lokin.
Á40.landsþingi Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) sem haldið var á Ísafirði síðastliðið haust var einhugur um mikilvægi þess að kvenfélögin og Kvenfélagasambandið tækju höndum saman í vitundarvakningu um einmanaleika. Á landsþinginu fór fram vinnustofa þar sem 225 konur unnu saman í 22 hópum þar sem rætt var um einmanaleika og hvað kvenfélögin geta gert til að sporna gegn einsemd.
Þessi vinna varð svo til þess að landsþingið samþykkti eftirfarandi ályktun:
„40. landsþing Kvenfélagasamband Íslands haldið á Ísafirði 11.-13. október 2024 vekur athygli á þeirri samfélagslegu vá sem stafar af vaxandi einsemd fólks. Þingið leggur áherslu á að unnið verði markvisst gegn einmanaleika og kallar stjórnvöld til ábyrgðar.“
Í kjölfarið sótti svo stjórn Kvenfélagasambandsins um styrki til að vinna að verkefninu „Vika einmanaleikans“ - Vitundarvakning gegn einsemd og einmanaleika. Styrkir fyrir verkefnið fengust frá Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og úr Lýðheilsusjóði.
Á formannaráðsfundi 1. febrúar var svo skipaður stýrihópur til að halda utan um verkefnið.
Í stýrihópnum sitja: Ása Erlings (SBK),
Ása Steinunn Atladóttir (KSR), Vilborg Eiríksdóttir (KSGK), Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir (KSK). Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ er fulltrúi stjórnar í hópnum og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ er starfsmaður verkefnisins.
Verkefninu er ætlað að vekja athygli á vanda einmana fólks, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar einmanaleika, hvetja til aðgerða og opna á umræðu um einmanaleika.
Vitundarvakning verður allt árið en sérstök áhersla á opna viðburði í viku einmanaleikans. Vonast er til að verkefnið haldi áfram og vaxi og dafni á næstu árum.
Hópurinn hóf strax að vinna að verkefninu og er undirbúningur í fullum gangi. Ákveðið var að „Vika einmanaleikans“ yrði dagana 3. – 10. október. Verið er að vinna að heimasíðu fyrir verkefnið og stefnt er á að hún fari í loftið í sumarbyrjun. Á síðunni verða upplýsingar og fróðleikur og þar verður safnað saman viðburðum, uppákomum og hugmyndum sem ætlað er að draga úr einmanaleika og skapa tengsl milli fólks.
Íslensk kvenfélög hafa alla tíð verið mikilvægar stoðir í sínum samfélögum og bjóða upp á fjölbreytta viðburði sem
brúa bilið milli fólks. Allt frá kaffispjalli og spilakvöldum til prjónasamkoma og þorrablóta – þessir opnu viðburðir hafa skapað vettvang fyrir samveru og tengslamyndun. Nú ætlar KÍ að stíga enn stærra skref og nýta sitt víðtæka tengslanet um land allt til að efla þessa starfsemi enn frekar. Markmiðið er að auka fjölda opinna viðburða, bæði innan og utan vébanda kvenfélaganna, og ná þannig til þeirra sem upplifa einangrun í nærumhverfi sínu.
Kvenfélögin, sem þekkja vel til í sínum heimabyggðum, eru í einstakri aðstöðu til að finna og ná til þeirra sem eru einmana. Með því að virkja fyrst hinar fjölmörgu kvenfélagskonur – sem samanlagt ná til um 4000 fjölskyldna – er lagður sterkur grunnur að víðtæku átaki. Í gegnum opna viðburði þeirra er vonast til að ná til enn stærri hóps innan samfélagsins. Hvert og eitt kvenfélag er hvatt til að finna leiðir til að bjóða upp á opna viðburði og athafnir sem draga úr félagslegri einangrun í nærumhverfi sínu, efla félagsstarf og skapa vettvang fyrir samveru og tengslamyndun. Kvenfélög eru beðin um að senda tölvupóst á vikaeinmanaleikans@kvenfelag.is til að láta vita af þeim viðburðum og uppákomum sem þau munu skipuleggja eða skrá á sérstöku formi sem verður á síðunni: www. vikaeinmanaleikans.is
Stjórn KÍ hefur farið með kynningu á verkefninu á aðalfundi allra héraðssambanda sem haldnir hafa verið á árinu. Opinn netfundur var svo haldinn þann 7. maí sl. þar sem verkefnið var kynnt fyrir kvenfélagskonum auk þess sem Ragnheiður Sveinþórsdóttir formaður Kvenfélagsins Líknar í Vestmannaeyjum var með kynningu á því hvernig þær hafa hagað sínu kynningarstarfi.
Vonast er til að öll kvenfélög landsins leggi hönd á plóg í þessu mikilvæga verkefni.
Brynhildur Auðbjargardóttir er tónmenntakennari og kórstjóri í Hafnarfirði. Brynhildur er fædd í Hafnarfirði árið 1965 og ólst þar upp elst sjö systkina. Hún man tónmenntakennslu í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hélt seinna til náms við Tónlistarháskóla Noregs þar sem hún nam söngkennslufræði, aðferðarfræði í kórstjórn, stjórnskipulagi menningarstofnuna og menningarviðburða.
Hún lýsir lífshlaupi sínu í einu orði; Kórlíf, hefur sungið í kór frá átta ára aldri og er enn að. Í dag stjórnar hún fjórum barnakórum; tveimur í Öldutúnsskóla og tveimur í Hafnarfjarðarkirkju.
Brynhildur segist hafa verið mikill lestrarhestur frá barnsaldri. Það voru ófáar
stóð fyrir framan spegilinn í forstofunni og virti sjálfa mig fyrir mér. Myndin sem blasti við vakti hvorki aðdáun né óbeit en endurvarpaði þó þeirri staðreynd að langt var liðið á æviskeiðið.
Ég hafði aldrei haldið almennilega upp á stórafmæli en hafði þó stundum hugsað með mér hvort ég ætti ekki að marka árafjöldann eins og annað fólk. Einhvern veginn hafði ég alltaf runnið á rassinn með það. Tilhugsunin um að vera miðdepill athyglinnar og taka á móti hamingjuóskum fyrir það eitt að vera á lífi enn eitt árið fannst mér ekki aðlaðandi.
Ég hafði svo sem ekki afrekað neitt eftirtektarvert. Það að tóra í gegnum lífið í stríðslausu landi var varla hægt að kalla afrek. Ég hafði þó komið tveimur börnum til manns, mest upp á eigin spýtur eftir að Jón fór, og náð endum saman með útsjónarsemi. Og svo hafði ég auðvitað mætt til vinnu á skrifstofu ullarverksmiðjunnar í 30 ár. Félagslíf mitt samanstóð að mestu af samskiptum við vinnufélaga – á vinnutíma. Ég kunni best við mig í einrúmi, fjarri samkundum sem tíðkuðust í mínu um-
næturnar, í æsku, sem hún lá undir sæng með vasaljós og bók. Hún byrjaði ekki að skrifa að ráði fyrr en á sextugsaldri og þá einna helst fyrir skúffuna.
Árið 2020 urðu kaflaskil þegar hún fór á námskeið í ritlist hjá Vigdísi Grímsdóttur. Þar hitti hún fyrir fjórar aðrar konur sem mynduðu seinna rithöfundahópinn Kápurnar. Hefur hópurinn hist reglulega þar sem þær hafa skrifað, spjallaði, lesið og myndað sterk vináttubönd. Hópurinn vinnur núna að útgáfu bókar með smásögum, örsögum og ljóðum. Smásagan hennar Afmælið er ein af þeim sögum sem valdar voru til birtingar í Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar á síðasta ári.
hverfi, eins og böllum og leiksýningum í félagsheimilinu, sem og þorrablótum sem voru hápunktur ársins. Einnig sótti ég reglulega saumaklúbbskvöldin. Það var ekki ákvörðun í sjálfu sér að vera í klúbbnum, ég bara lenti í honum á unga aldri. Þetta voru bekkjarsystur, jafnöldrur sem höfðu búið saman í þorpinu frá blautu barnsbeini.
Ég kunni best við mig heima. Það að geta hreiðrað vel um mig í sófanum að vinnudegi loknum með góða bók eða horft á áhugaverða mynd á skjánum veitti mér vellíðan. Hér áður fyrr tók ég símann úr sambandi ef svo bar undir en það er flóknara í nútímanum þar sem allir virðast þurfa að vera til taks allan sólarhringinn. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég slökkvi á snjallsímanum ef mér hefur sýnst svo.
Ég hitti sjaldan börnin eftir að þau fluttu suður. Ég hringi þó ávallt vikulega til að heyra í þeim og barnabörnunum, meira upp á að standa mig að einhverju leyti. Mig skortir áhuga á börnum yfirleitt og þó að einhver þeirra séu blóðskyld mér, þá breytir það ekki miklu. Þau eiga ömmur og afa í bænum sem fylla
upp í það skarð sem ef til vill myndast við fjarveru mína. Þau fá þó alltént það sem hrekkur af prjónunum hjá mér, ég er iðinn prjónari.
Ég eignaðist mín börn, jú ég gerði það. Um annað var ekki að ræða í þá daga. Það hefði ef til vill verið betra fyrir mig að fæðast á öðrum tíma. Ég hef lesið af miklum áhuga viðtöl við ungar konur sem kjósa að vera barnlausar. Mér finnst það í raun eðlileg ákvörðun í nútímanum, að fá að velja – að velja sitt lífsmynstur án þess að láta álit annarra og kröfur samfélagsins stjórna sér. Sem ung kona gerði ég mér ekki grein fyrir þeim möguleika að hægt væri að velja. Ég lifði lífinu samkvæmt því sem þekktist í okkar litla samfélagi. Jón valdi mig, án sérstaks mótþróa (eða áhuga) frá mér. Ég lifði hjónalífi í samræmi við það sem eðlilegt þótti. Við lifðum saman eins og tvær sálir sem settar höfðu verið á bás og svo fór framleiðsluferlið í gang. Við komum yfir okkur þaki, eignuðumst börn, mættum til vinnu og lifðum því félagslífi sem var í boði í plássinu.
Það kom mér talsvert á óvart þegar Jón tjáði mér að hann vildi skilnað og
flutti suður með Sigríði samstarfskonu sinni. Hann elskaði hana víst, hún veitti honum eitthvað sem ég átti ekki í mínu farteski. Þó að mér hafi brugðið talsvert þegar hann tilkynnti mér þetta, næstum eins og yfirmaður að segja upp starfsmanni, án uppsagnarfrests, þá leið mér engan veginn, sú tilfinning sem ég komst helst í snertingu við var undrun. Ég hafði ekki séð þetta fyrir, ég rýndi í baksýnisspegilinn, án árangurs. Ég hafði ekki séð teiknin.
Eftir að Jón var farinn fór allur tíminn í að halda heimilinu gangandi og koma börnunum upp. Í raun varð líf mitt einfaldara að mörgu leyti. Ég hafði þegar upp var staðið haldið öllu gangandi þá sem nú. Ný tilfinning vaknaði í mér, í fyrstu óljós en með tímanum varð hún mér ljós. Frelsistilfinningin hafði boðað komu sína og það kom mér ánægjulega á óvart. Ég hafði ekki áður velt því fyrir mér, frelsinu, hafði haft hugann við annað hingað til. Þegar krakkarnir fóru með rútunni suður í heimsóknir til pabba þeirra naut ég einverunnar. Ég lagðist í bóklestur og bíómyndir. Þegar krakkarnir fóru svo í menntaskóla fyrir sunnan upplifði ég í fyrsta sinn algjöra sátt við lífið. Nú fór að styttast í 60 ára afmælisdaginn. Ég fann fyrir kunnuglegum óróa, líkum þeim sem ég hafði áður fundið í kjölfar tugamörkunar á líftíma mínum. Það var jú farið að síga á seinni hlutann. Ekki varð undan því komist, einfalt reikningsdæmi. Væri ekki ráð að bregða út af vananum að þessu sinni? Þá myndi ég kannski losna við þennan taugaóróa sem hafði gripið mig reglulega. Ég gæti komið þessu frá mér og losnað úr þessum undarlegu viðjum. Mér varð hugsað til Guðrúnar samstarfskonu minnar sem varð bráðkvödd í janúar. Atburðurinn minnti mig á fallvaltleika lífsins. Ekki að það myndi skipta mig máli hvernig ég hefði lifað þegar ég hrykki upp af. Ég trúði ekki á líf eftir dauðann. Mér fannst sú hugsun í besta falli vera barnaleg. Ég hafði aldrei skilið að fullorðið fólk gæti haft svona miklar ranghugmyndir um dauðann. En líf var líf og ég var þrátt fyrir allt enn lifandi og losnaði ekki við óróleikann yfir því að hafa aldrei haldið almennilega upp á stórafmæli á lífsskeiðinu. Þetta fór í taugarnar á mér, ég skildi ekkert í sjálfri mér, en náði ekki að róa mig með þetta.
Húsfreyjan 2. tbl. 2025
Ég trúði ekki á líf eftir dauðann. Mér fannst sú hugsun í besta falli vera barnaleg. Ég hafði aldrei skilið að fullorðið fólk gæti haft svona miklar ranghugmyndir um dauðann.
Nú voru einungis tvær vikur í afmælisdaginn. Ég fann fyrir vaxandi ókyrrð og átti erfitt með að einbeita mér, bæði í vinnunni og einnig heima á kvöldin. Ég gat hvorki fest hugann við bók eins og venjulega, né haft þolinmæði eða einbeitingu fyrir bíómyndaglápi. Ég gat ekki einu sinni gripið í prjónaskap eins og oft áður þegar hugurinn ókyrrðist. Ég tók skyndiákvörðun. Ég skyldi halda almennilega upp á afmælið í eitt skipti fyrir öll og tjalda öllu sem til væri. Ég hóf undirbúning, fyrst óskipulegan og tilviljunarkenndan, en smám saman fór að myndast áætlun í höfði mér. Svo heppilega vildi til að stórafmælið bar einmitt upp á laugardag. Krakkarnir mínir höfðu fyrir löngu hvatt mig til að marka þessi tímamót á einhvern hátt (svo undarlegt sem það var) og voru boðnir og búnir að aðstoða mig. Ég fann á þeim að þeim líkaði miður hversu fráhverf ég hafði verið afmælisvafstri í gegnum árin. Þau fóru svo sem ekki varhluta af því greyin í uppeldinu, afmælisveislur í þeirra bernsku stóðust rétt svo samanburð við það sem þau þekktu meðal vina og bekkjarfélaga. Ég hafði aldrei sett markið hátt hvað þetta varðaði. Tvisvar á ári tók ég mig saman í andlitinu og hélt þeim veislu. Þetta var þó skammlaust brölt hjá mér en ekki mikið meira en það.
Ég afþakkaði aðstoð þeirra með öllu. Mér sýndist það ekki koma þeim á óvart og þau virtust gera sér það að góðu. Þremur dögum fyrir afmælið þeyttist ég á milli staða við þær útréttingar sem veisluhöld af þessu tagi kröfðust. Á gestalistanum voru 50 manns sem var í raun meira en húsnæði mitt þoldi, en það varð að gera ráð fyrir forföllum með svona stuttum fyrirvara. Þetta voru vinnufélagar, starfsfólk bókasafnsins, ein æskuvinkona og svo börn, makar og barnabörn. Ég keypti inn veisluföng og borðskraut. Ekkert skyldi til sparað, þetta yrði góð veisla. Ég hóf að undirbúa heimilið fyrir her-
legheitin. Ég þreif íbúðina hátt og lágt, matreiddi dýrindis veitingar, dúkaði veisluborðið og skreytti.
Afmælisdagurinn rann upp bjartur og fagur, eins og hann hefði verið pantaður fyrir mig. Ég átti tíma á hárgreiðslustofunni kl. 13 og svo í förðun beint á eftir. Hvorugt hafði ég gert síðan ég giftist föður barnanna. Eins og augljóst er höfðu herlegheitin á brúðkaupsdaginn ekki hjálpað mikið upp á farsæld hjónabandsins. En núna var það ég sem ákvað þetta á eigin forsendum. Ég hafði pantað tíma hjá ljósmyndaranum því að ég vildi láta festa mig á filmu á þessum tímamótum. Það var pískrað í þorpinu – og fólk var forvitið, já mjög forvitið. Ég lét það mig engu skipta.
Þegar heim var komið staldraði ég við fyrir framan spegilinn. Ég þekkti varla sjálfa mig. Litaval mitt á fatnaði hafði hingað til verið hóflegt. Ég hafði dansað rólyndislegan jafnvægisdans í brúngrárri litapallettu. Eldrauði kjóllinn, varaliturinn í stíl og uppsett hárið blasti við mér í rammanum.
Ég setti fingramatinn sem ég hafði búið til á hvítdúkað veisluborðið og fór út í garð og sótti blóm sem ég setti í tvo blágræna vasa sem krakkarnir höfðu gefið mér í afmælisgjöf árið á undan. Að því loknu opnaði ég eina af vínflöskunum á borðinu. Allt var til reiðu. Ég stóð og virti fyrir mér fallega skreytt veisluborðið með veitingum og glösum sem var fagurlega upp raðað, skenkti mér í glas og skálaði fyrir sjálfri mér. „Þetta gat ég“, sagði ég stundarhátt með vott af undrun og stolti í röddinni. Ég tók eina flösku og eitt af vínglösunum og setti á sófaborðið og hringaði mig síðan makindalega undir hekluteppinu í sófanum. Ég skáskaut augunum á gestalistann sem ég hafði gert tíu dögum áður. Þarna voru þeir, gestirnir á listanum, alls óvitandi um tilveru hans. Ég saup góðan slurk úr glasinu, dæsti ánægjulega, tók fjarstýringuna upp af sófaborðinu og valdi uppáhalds bíómyndina mína.
Það er vor í lofti og sumarið nálgast. Á þessum árstíma er vinsælla að prjóna léttar sumarflíkur.
Stuttermabolur prjónaður úr bómullar, viskose og lín blöndu varð því fyrir valinu. Hann er einfaldur, með laska sem skreyttur er í stíl við stroffið.
Þar sem við búum á Íslandi og veðrið á sumrin getur verið alls konar þá er gott að eiga grifflur og léttar sumarhúfur.
Grifflurnar eru skreyttar með kaðlamunstri aftan á úlnlið.
Ragnheiður María hefur prjónað léttar sumarhúfur á sig, barnabörnin og fleiri fjölskyldumeðlimi í mörg ár. Húfurnar hafa alltaf vakið mikla lukku og nú er hún búin að setja uppskriftina á blað og er tilbúin að deila henni með lesendum Húsfreyjunnar.
Fyrirsæturnar heita Sólveig Bríet, Bríet Kristín og Katla María.
Prjónið og njótið sumarsins.
Stærðir: Barna, unglinga og fullorðins Í uppskriftinni eru gefnar upp 3 stærðir.
Auðvelt er að stækka eða minnka hverja stærð örlítið, með því að nota hálfu númeri stærri eða minni prjóna.
Garn: Kambgarn
Litir sem eru á myndunum: 1209, 1222 og 1218
Magn: 50-50-50 g
Einnig er hægt að nota fleiri tegundir af garni sem gefur svipaða prjónfestu.
Prjónfesta: 10x10 cm = 26 L (mælt þegar grifflan er á hendi) og 38 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr 3.
Ummál handabaks: ca. 15-17-19 cm
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3
Skammstafanir:
L = lykkjur
Sl = prjónið slétt
PM = prjónamerki
Lykill
M
UPPHAF
Engin lykkja
Prjónið slétt
Prjónið brugðið
Aukið út um 1 L
Setjið 2 L á kaðlaprjón fyrir framan stykkið, prjónið 2 L sl, prjónið lykkjurnar á kaðlaprjóninum sl.
Setjið 2 L á kaðlaprjón fyrir aftan stykkið, prjónið 2 L sl, prjónið lykkjurnar á kaðlaprjóninum sl.
Fitjið upp 40-45-50 L á prjóna nr 3.
Tengið í hring, skiptið lykkjunum á 4 prjóna og prjónið samkvæmt munsturmynd 1 Byrjið á því að endurtaka umferð 1 í munsturmynd 1, þar til stykkið mælist 345 cm. Gott er að setja PM til að merkja upphaf umferðar.
Prjónið síðan umferðir 2-11.
Ath. Allar munsturmyndir eru prjónaðar frá hægri til vinstri, neðan frá og upp.
Rauðar línur: Upphaf og endir umferðar í barnastærð.
Grænar línur: Upphaf og endir umferðar í unglingastærð.
Svartar línur: Upphaf og endir umferðar í fullorðinsstærð.
Prjónið samkvæmt munsturmynd 2 Passið að velja munsturmynd fyrir rétta stærð.
Hægri griffla: Þegar umferð 15-17-20 í munsturmynd 2 er prjónuð, prjónið þá fyrst 21-24-27 L samkvæmt munstri, setjið næstu 13-15-18 L á auka þráð. Fitjið upp 1-1-1 L og prjónið út umferðina samkvæmt munstri.
Vinstri griffla: Þegar umferð 15-17-20 í munsturmynd 2 er prjónuð, prjónið þá fyrst 18-20-21 L samkvæmt munstri, setjið næstu 13-15-18 L á auka þráð. Fitjið upp 1-1-1 L og prjónið út umferðina samkvæmt munstri.
Þegar búið er að prjóna munsturmynd 2, prjónið þá samkvæmt umferð 1 í munsturmynd 1 þar til stykkið mælist 3.5-4.5-5 cm, mælt frá lykkjunum sem fitjaðar voru upp við þumalgat.
Fellið af.
ÞUMALKANTUR
Notið 4 sokkaprjóna nr 3. Færið lykkjurnar 13-15-18 sem settar voru á auka þráð og skiptið þeim á milli tveggja prjóna.
Notið þriðja prjóninn til að taka upp 3-5-6 L til að fylla upp í skarðið sem myndaðist á milli upphafs og enda á lykkjunum 13-15-18.
Nú ættu að vera 16-20-24 L á prjónunum.
Prjónið stroff; 2 L sl, 2 L br til skiptis, samtals 2-2-3 umferðir. Fellið af.
FRÁGANGUR
Gangið frá lausum endum.
Þvoðið grifflurnar samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni eða pressið þær varlega með straujárni og blautum klút.
Munsturmynd 1. Hægri griffla - allar stærðir. Endurtakið umferð 1 þar til stykkið mælist 3-4-5 cm.
Munsturmynd 1. Vinstri griffla - allar stærðir. Endurtakið umferð 1 þar til stykkið mælist 3-4-5 cm.
Munsturmynd 2. Hægri griffla - fullorðinsstærð.
Munsturmynd 2. Vinstri griffla - fullorðinsstærð.
Munsturmynd 2. Hægri griffla - unglingastærð.
Munsturmynd 2. Vinstri griffla - unglingastærð.
Munsturmynd 2. Hægri griffla - barnastærð.
Munsturmynd 2. Vinstri griffla - barnastærð.
Léttur og víður stuttermabolur með laska, sem skreyttur er í stíl við stroffið. Bolurinn er prjónaður neðan frá og upp.
Stærðir:
Ummál: um það bil 112 (S) - 117 (M) - 123 (L) - 128 (XL) cm
Garn
Line frá Sandnes Garn
Magn
Litur nr 7720: 250-300-350-400 g
Einnig er hægt að nota fleiri tegundir af garni sem gefur svipaða prjónfestu.
Prjónar
80 cm langir hringprjónar nr 4 og 4.5
40 cm langir hringprjónar eða sokkaprjónar nr 4 og 4.5
Prjónfesta
10x10 cm = 17 L og 27 umferðir slétt prjón á prjóna nr 4.5
Skammstafanir
L = lykkja/ lykkjur sl = slétt prjón br = brugðið prjón
PM = prjónamerki
SSK (slip slip knit) = takið 1 L óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, takið aðra L óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl. Prjónið þessar 2 L sl saman.
BOLUR
Notið 80 cm hringprjón nr 4 og fitjið upp 192-200-208216 L. Prjónið stroff á eftirfarandi hátt:
1. umferð: Prjónið 1 L sl, 1 L br til skiptis út umferðina.
2. umferð: Prjónið sl út umferðina. Endurtakið umferðir 1 og 2 þar til stroffið mælist 5-5-5-5 cm.
Skiptið yfir í hringprjón nr 4.5 og prjónið sl þar til bolurinn mælist 27-28-30-32 cm frá uppfitjun eða eins og passar hverjum og einum.
Næsta skref er að prjóna stuttar umferðir (German short rows) til að hækka bolinn að aftan. Einnig er hægt að sleppa þeim og fara beint í næsta skref.
Stuttar umferðir:
1. umferð (réttan): Prjónið 4-4-4-4 L sl, snúið við.
2. umferð (rangan): Gerið vendilykkju. Prjónið 95-99103-107 L br. Snúið við.
3. umferð (réttan): Gerið vendilykkju. Prjónið 85-89-93-
97 L sl. Snúið við.
4. umferð (rangan): Gerið vendilykkju. Prjónið 75-79-8387 L br. Snúið við.
5. umferð (réttan): Gerið vendilykkju. Prjónið 65-69-7377 L sl. Snúið við.
6. umferð (rangan): Gerið vendilykkju. Prjónið 55-59-6367 L br. Snúið við.
7. umferð (réttan): Gerið vendilykkju. Prjónið 45-49-5357 L sl. Snúið við.
8. umferð (rangan): Gerið vendilykkju.Prjónið 35-39-4347 L br. Snúið við.
9. umferð (réttan): Gerið vendilykkju. Prjónið sl að PM við upphaf umferðar.
Prjónið 1 umferð sl. Geymið bol á meðan ermar eru prjónaðar.
Notið 40 cm hringrpjón eða sokkaprjóna nr 4. Fitjið upp 64-70-74-80 L. Prjónið stroff á eftirfarandi hátt:
1. umferð: Prjónið 1 L sl, 1 L br til skiptis út umferðina.
2. umferð: Prjónið sl út umferðina.
Endurtakið umferðir 1 og 2 þar til stroffið mælist 5-5-5-5 cm.
Skiptið yfir í prjóna nr 4.5 og prjónið sl þar til ermin mælist 10-10-10-10 cm.
Þegar síðasta umferðin er prjónuð, prjónið þá þar til 4-4-4-4 L eru eftir af umferðinni, setjið næstu 7-7-7-7 L á nælu eða auka þráð. Nú ættu að vera 57-63-67-73 L á prjóninum.
Prjónið báðar ermarnar á sama hátt.
BERUSTYKKI
Sameinið bol og ermar upp á hringprjóninn sem bolurinn er á, á eftirfarandi hátt:
Skref 1: Setjið PM 1 (upphaf umferðar, þar sem bak og vinstri ermi mætast).
Skref 2: Setjið fyrstu 7-7-7-7 lykkjur bolsins á nælu eða auka þráð (undir vinstri handvegi).
Skref 3: Prjónið vinstri ermina upp á prjóninn (57-6367-73 L). Setjið PM 2 (þar sem vinstri ermi og framstykki mætast).
Skref 4: Prjónið 89-93-97-101 L (framstykkið). Setjið PM 3 (þar sem framstykki og hægri ermi mætast).
Skref 5: Setjið næstu 7-7-7-7 L á nælu eða auka þráð (undir hægri handvegi).
Skref 6: Prjónið hægri ermi upp á prjóninn (57-63-67-73 L). Setjið PM 4 (þar sem bakstykki og hægri ermi mætast).
Skref 7: Prjónið síðustu 89-93-97-101 L umferðarinnar (bakstykkið).
Nú ættu að vera 292-312-328-348 L á prjóninum.
Prjónið 1 umferð sl.
Nú hefst laska úrtaka. Hún er gerð á eftirfarandi hátt:
1. umferð:
Skref 1: Prjónið 1 L br (laskalykkja), SSK.
Skref 2: Prjónið sl þar til 3 L eru eftir að næsta PM, prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L br, 1 L sl, 1 L br (3 laskalykkjur), SSK.
Skref 3: Prjónið sl þar til 4 L eru eftir að næsta PM, prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L br, 1 L sl, 1 L br (3 laskalykkjur), SSK.
Skref 4: Prjónið sl þar til 3 L eru eftir að næsta PM, prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L br, 1 L sl, 1 L br (3 laskalykkjur), SSK.
Skref 5: Prjónið þar til 4 L eru eftir að PM 1, prjónið 2 L sl saman, prjónið 1 L br, 1 L sl (2 laskalykkjur, sú þriðja var í upphafi umferðar).
2. umferð: Prjónið sl.
Endurtakið umferðir 1 og 2 þar til 92-96-96-100 L eru eftir á prjóninum.
Endið á sléttri umferð.
HÁLSLÍNING
Skiptið yfir í 40 cm langan hringprjón nr 4 og prjónið stroff á eftirfarandi hátt:
1. umferð: Prjónið 1 L br, 1 L sl til skiptis út umferðina.
2. umferð: Prjónið sl út umferðina.
Mikilvægt er að lykkjufjöldi á milli laskalykkjanna sé oddatala svo að laskalykkjurnar sameinist hálslíningunni á réttan hátt.
Endurtakið umferðir 1 og 2 þar til stroffið mælist 2 cm.
FRÁGANGUR
Gangið frá lausum endum. Lykkið saman undir höndum.
Þvoðið flíkina samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni eða pressið varlega með straujárni og blautum klút.
Stærðir: 1-3 ára, 4-10 ára og fullorðins stærð. Ummál (perluprjónskants): 48-53-58 cm.
Garn: Smart frá Sandnes
Magn: 100-100-100 g
Litir sem sýndir eru: 4627, 7033 og 4008.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3.5 og 4. Hringprjónnn (40 cm) nr. 4
Prjónfesta: 10x10 cm = 23 L og 30 umferðir
í sléttu prjóni á prjóna nr 4.
Skammstafanir
L = lykkja/ lykkjur
Sl = slétt prjón
Br = brugðið prjón
Perluprjón
1. umferð: Prjónið 1 L sl, 1 L br til skiptis. 2. umferð: Prjónið 1 L br, 1 L sl til skiptis.
Endurtakið umferðir 1 og 2.
AÐFERÐ
Húfan er prjónuð ofan frá og niður. Allar umferðir eru prjónaðar sléttar nema í perluprjónskantinum í lokin.
Byrjað er á að fitja upp 8 lykkjur og lítill nabbi prjónaður.
Kollurinn er síðan myndaður með 8 útaukningum í annarri hverri umferð.
Þegar kollurinn hefur verið mótaður eru prjónaðar sléttar umferðir án útaukninga og svo eru gerðar 8 úrtökur í annarri hverri umferð. Að endingu er prjónaður perluprjónskantur og fellt af.
UPPHAF
Nabbi: Notið 4 sokkaprjóna nr 3.5. Fitjið upp 8-8-8 lykkjur og skiptið þeim á milli þriggja prjóna; (3 L, 2 L, 3 L.). Tengið í hring og prjónið 4 umferðir.
Kollur: Skiptið yfir í sokkaprjóna nr 4 og aukið út þannig:
1. umferð: *Sláið upp á prjóninn, prjónið 1 L sl.* endurtakið frá *-* út umferðina (alls 8-8-8 sinnum), nú eiga að vera 16-16-16 L á prjónunum.
2. umferð: Prjónið uppsláttinn snúinn sl og aðrar L sl. Skiptið lykkjunum á sama tíma á fjóra prjóna þar sem 4-44 L eru á hverjum prjóni.
3. umferð: *Sláið upp á prjóninn, prjónið 2 L sl*, endurtakið frá *-* út umferðina (alls 8-8-8 sinnum). Í þessari umferð fjölgar um 8-8-8 L.
4. umferð: Prjónið uppsláttinn snúinn sl og aðrar L sl.
Endurtakið umferðir 3 og 4, en athugið að í umferð 3 fjölgar alltaf um 1 L á milli uppsláttar.
Húfan skiptist í 8 hluta, 2 hlutar eru á hverjum prjóni. Í annarri hverri umferð fjölgar um 1 L í hverjum hluta, samtals 8 L.
Skiptið yfir í 40 cm langan hringprjón þegar L fjölgar.
Aukið út á þennan hátt þar til 17-18-20 L eru í hverjum hluta eða alls 136-144-160 L eru á prjóninum.
Næsta skref: Prjónið 10-12-15 umferðir sl án útaukninga.
ATH: Ein dokka af garni dugar ekki í húfuna. Ég mæli með að skipta í nýja dokku áður en úrtökukaflanum lýkur, það kemur betur út en að skipta um dokku í perluprjónskantinum neðst á húfunni.
1. umferð: *Prjónið 15-16-18 L sl, prjónið 2 L sl saman*, endurtakið frá *-* út umferðina. 2. umferð: Prjónið 1 umferð slétt.
Endurtakið umferðir 1 og 2, en athugið að það fækkar alltaf um 1 L á milli úrtaka í hverri úrtökuumferð. Takið úr á þennan hátt, þar til 88-96-104 L eru á prjóninum.
Kantur: Prjónið 5-5-5 umferðir perluprjón (sjá skýringu fremst í uppskrift).
Fellið af með sléttum lykkjum.
Frágangur: Til að fá nabbann fínan er gott að þræða endann í gegnum efstu umferðina og toga laust í endann en þannig ætti gatið á nabbanum að lokast. Þræðið svo í gegnum gatið og togið í gegnum nabbann og gangið frá endanum í upphafi kollsins, ekki í nabbanum sjálfum. Þegar gengið hefur verið frá endanum togið laust í nabbann og þá ætti hann að standa státinn út í lofið.
Gangið frá öðrum endum.
Þvoðið húfuna samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni eða pressið hana varlega með straujárni og blautum klút. Góða skemmtun
Hönnun: Ragnheiður María Adólfsdóttir.
Ritstjóri Húsfreyjunnar ræddi við Maríu Rún Bjarnadóttur um störf hennar hjá ríkislögreglustjóra og ástarsvik, sem eru miklu meira en bara fjársvik, um er að ræða tilfinningalegt ofbeldi og skipulagða glæpi sem allir geta lent í.
María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur sem starfar nú hjá ríkislögreglustjóra, lærði lög á Íslandi og starfaði í Stjórnarráðinu í næstum áratug við fjarskipta-, Internet- og mannréttindamál, ásamt persónuvernd. Áhugi hennar á tengslum mannréttinda og tækni leiddi hana til doktorsnáms í Englandi árið 2015.
„Mér fannst bara algjörlega óþolandi að við værum einhvern veginn endalaust alltaf að bregðast unglingsstelpum, maður hefur verið á þessum aldri sjálfur og kannast við að lífið á þessum aldri er alveg flókið og þetta er hópurinn sem er mest brotið á kynferðislega. Getum við ekki bara hundskast til þess að þær fái að hafa Internetið í friði og bara fái að vera til.“
Þessi sjónarmið urðu til þess að hún skrifaði doktorsritgerð sína um skyldur ríkja til að tryggja friðhelgi á netinu, með áherslu á kynferðislega friðhelgi einstaklinga og sérstaklega kvenna. Í kjölfarið skrifaði hún skýrslu fyrir íslensk stjórnvöld og frumvarp sem varð að lögum sem breytti stöðunni á Íslands til batnaðar, meðal annars með því að gera dreifingu kynferðislegs myndefnis refsiverða, og að hóta því, jafnvel þótt myndefnið sé búið til með gervigreind.
„Ég er ánægð með að hafa komið því í gegn vegna þess að við vorum í rauninni fyrsta landið í heiminum sem gerir þetta heildstætt. Svo erum við líka fyrsta ríkið
sem fylgir þessu eftir með aðgerðum og það er í raun þannig sem ég byrjað að vinna hér hjá ríkislögreglustjóra.“
María Rún hóf störf hjá lögreglunni um það leyti sem Eygló Harðardóttir og Sigríður Björk ríkislögreglustjóri fóru að vinna að verkefnum tengdum auknu ofbeldi í tengslum við COVID en heimilisofbeldi, sem sérstaklega jókst í Covid, og nettengt ofbeldi. Þær notuðu tillögur Maríu Rúnar til stjórnvalda og María fékk tækifæri til að tengja saman fræðimennsku, pólitík, löggjöf og framkvæmd. Hún segir það draumastöðu, sem mögulega væri ekki hægt að gera nema í litlu landi eins og Íslandi.
Upphaflega var ráðningin hjá lögreglunni til eins árs en síðan bauðst Maríu Rún að starfa þar í fullu starfi.
Á fjórum árum hefur hún gegnt fjórum titlum, þar sem rauður þráðurinn hefur verið stafræn brot og verkefni tengd forvörnum og aðgerðum gegn netbrotum. Hún hefur einnig stýrt menntasetri lögreglunnar og unnið að nýsköpun, meðal annars innleiðingu gervigreindar. Nú er hún yfirlögfræðingur og staðgengill ríkislögreglustjóra.
Aðspurð um ástæðu áhuga síns á mannréttindum, segir hún að móðir hennar hafi sagt að hún hefði verið komin með þessa „veiki“ löngu áður en hún hafði nokkurt vit á því. Hún telur að lögfræði bjóði upp á tækifæri til að nota hefðbundin verkfæri til að ná fram samfélagslegum breytingum.
María Rún leggur áherslu á að starf hennar sé lögfræðilegs eðlis en óhefðbundið, ólíkt hefðbundinni lögmennsku. Hún fer til dæmis aldrei í réttarsal.
Hún telur að réttindi og staða kvenna sé gott dæmi um hversu nauðsynlegt sé að lögin og samfélagið þróist saman. Hún nefnir Ragnheiði Bragadóttur, prófessor í refsirétti, sem hefur skrifað um að framan af hafi karlkyns aðstandendur kvenna verið taldir brotaþolendur í nauðgunarmálum, vegna álitshnekkis fyrir þá og fjölskylduna, þeirra æra hafi verið undir af því að systur þeirra eða konu hefði verið nauðgað. Nú sé hins vegar áherslan á brotaþola.
María bendir á hversu mikill árangur hafi náðst í þessum málum, til dæmis
Texti : Jenný JóakimsdóttirMyndir: Silla P áls
með samþykkislöggjöfinni, en á sama tíma sé ótrúlegt að þurfa yfirleitt að standa í þessari baráttu, því ofbeldi gegn konum sé enn að gerast.
Ástarsvik
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að heyra í Maríu Rún er að ræða við hana um svokölluð ástarsvik svo við beinum umræðunni þangað.
„Það sem er svo mikilvægt varðandi brot sem þessi ástarsvik eru, er að fólk taki þau alvarlega. Við sjáum dæmi um að þarna er ekki bara um hefðbundin fjársvik að ræða, heldur er þetta sérstök tegund af brotum sem miða að því að svíkja peninga út úr fólki á mjög viðkvæman hátt. Brotið er framið með því að byggja markvisst upp traust og skapa sterkar tilfinningar. Oft er brotamaðurinn að fylla í einhvers konar tilfinningalegt tómarúm sem er til staðar í lífi þolanda.
Þetta gerir það að verkum að þegar brotið á sér loks stað, þá er mun erfiðara fyrir þolanda að horfast í augu við það.
Vegna þess að það er búið að byggja upp trúnaðarsamband og þolandi hefur treyst brotamanninum. Brotamenn beita oft þeirri aðferð að byrja á því að biðja um litlar fjárhæðir, kannski bara nokkra þúsundkalla, eitthvað sem virðist ekki skipta miklu máli. Þolandi hugsar kannski: „Auðvitað get ég lánað þessari manneskju tvö þúsund krónur.“ Stundum kemur jafnvel eitthvað gagnkvæmt í staðinn, eins og að brotamaðurinn sendi blóm eða aðra litla gjöf.
Þegar svo kemur að því að brotamaðurinn biður um stærri fjárhæðir, eins og hundrað þúsund krónur eða þrjú hundruð þúsund krónur, þá er þolandi kominn inn í traust samband. Þá er ekki bara verið að stela peningum, heldur er líka verið að brjóta á trúnaði og trausti. Það er þess vegna sem við beinum brotaþolum í svona málum inn í þolendamiðstöðvar til að fá aðstoð, því þetta eru ekki bara hefðbundin fjársvik, heldur mál sem hafa djúpstæðari tilfinningaleg áhrif. Svipað og hjá brotaþolum í ofbeldis- og kynferðisbrotum eða heimilisofbeldi.“ María leggur áherslu á að það sé mikilvægt í ástarsvikum að fólk leiti sér aðstoðar og glími ekki við skömm, því skömmin sé versti óvinurinn í þessum málum.
„Það er sérstaklega erfitt í þessum málum að viðurkenna að maður hafi látið plata sig og vilji ekki að aðrir viti af því. Fólk skammast sín fyrir að hafa trúað brotamanninum og óttast fordæmingu. Oft hefur fólk berskjaldað sig tilfinningalega áður en brotið á sér stað, sem gerir það enn viðkvæmara. Til dæmis sjáum við dæmi um fólk sem lifir gagnkynhneigðu lífi en er tvíkynhneigt og hefur aldrei að fullu kannað þann hluta af sér. Þegar það er svo í samskiptum við einstakling af sama kyni og verður fyrir ástarsvikum, eykur það enn frekar skömm þess. Fólk getur því lent í flóknum aðstæðum sem því virðast óleysanlegar. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk viti að það getur fengið aðstoð án fordóma, þar sem það fær stuðninginn sem það þarf. Það er það sem þolendamiðstöðvar eins og Bjarkarhlíð, Sigurhæðir og Bjarmahlíð fyrir norðan veita; tilfinningalegan stuðning ásamt hagnýtum ráðum um næstu skref.“
María segir að þeir sem stunda þessi svik séu að nota aðferðir sem þeir vita að virka. Það er engin tilviljun í því hvernig þeir haga sér og aðferðafræði þeirra hefur verið þróuð í langan tíma. Þannig að þegar fólk verður fyrir þessu er það vegna þess að það hefur verið markvisst
skotmark. „Þetta er ekki einhver bólugrafinn unglingur í hettupeysu eins og margir virðast halda. Þetta eru skipulögð glæpasamtök og mjög erfitt að verjast þessu, sérstaklega ef maður þekkir ekki netið vel eða er óviss um hvernig á að nota það og er einfaldlega opinn fyrir því að kynnast einhverjum. Þeir nota það einfaldlega sér í hag. Þeir finna notendur á samfélagsmiðlum út frá gögnum og nota þau til að velja skotmörk. Þannig að við upplifum þetta sem tilviljunarkennt, en það er það alls ekki.
Við getum öll lent í þessu Það er þess vegna sem mér finnst svo mikilvægt að fólk átti sig á því að það á ekki að skammast sín fyrir að verða fyrir svona brotum, ekki frekar en maður ætti að skammast sín fyrir að það sé keyrt aftan á mann á rauðu ljósi. Maður er einfaldlega óheppinn að lenda í þessu. Það eru skilaboð sem ég vona að lesendur þínir og allir taki með sér.“
Þetta er ekki bara vandamál kvenna; karlmenn verða líka fyrir þessu, og jafnvel í stærra mæli. Það er mismunandi hvernig tölfræði er safnað og María segir að þau hafi ekki alltaf nógu góð gögn til að draga skýrar ályktanir. En þegar horft er á rannsóknir og tölfræði lög-
reglu í samhengi, þá megi sjá að þetta eru alveg jafn mikið karlar og konur að lenda í þessu, og fólk á öllum aldri. Fólk yfir fimmtíu og fimm ára og fólk undir tvítugu sé sérstaklega viðkvæmt af ólíkum ástæðum. Hún segir að þau sjái líka að vegna þess að fólk yfir fimmtíu og fimm er oft betur stætt fjárhagslega, sé það eftirsóknarverðara skotmark fyrir ástarsvikara.“ María bætir við að oft séu hugmyndir um að það sé ákveðin tegund af fólki sem lendi í þessu. En hún segir skýrt að það sé alls ekki þannig. „Það er allur skalinn af fólki. Það er einmana fólk og fólk sem er rosalega upptekið og alls ekki einmana. Það er ungt fólk og gamalt fólk, gáfað fólk og vitlaust fólk og allt þar á milli. Þess vegna finnst mér ekki gagnlegt að segja að ákveðin „týpa“ sé líklegri til að lenda í þessu en önnur, af því að við getum öll lent í þessu. Þú getur verið rosalega flinkur notandi á tölvur og samfélagsmiðla og samt fallið fyrir þessu. Þetta eru glæpir, þetta er ekki einhver grín-glæpamennska. Sérfræðingar eru þarna að verki og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera.“
Mismunandi aðferðum sé beitt eftir því hvaða hóp er verið að vinna með. Þegar þeir eru til dæmis að beina athyglinni að körlum, búa þeir til gervireikninga sem eru yfirleitt yngri konur. Þegar þeir eru að beina athyglinni að konum, búa þeir til gervireikninga sem eru karlar á miðjum aldri eða eldri.
Samskiptin séu oft mun hraðari og daðurslegri þegar þeir eru að beina athyglinni að körlum, og þeir eru fljótari að færa samskiptin yfir á aðra samskiptamiðla. Það sé eiginlega aðalmunurinn: samskiptin eru hraðari og verða fyrr kynferðisleg. „Það er kannski í samræmi við staðalhugmyndir um kynin, ég veit það ekki. Þeir taka yfirleitt lengri tíma í að byggja upp traust við konurnar. En það er gegnumgangandi að þeir kynnast fólki eða gera fyrstu tenginguna á opnum samfélagsmiðlum, yfirleitt Facebook eða Instagram.“
„Þeir eru líka farnir að færa sig inn á stefnumótaforrit. Þó að forrit eins og Tinder reyni að sporna við þessu, þá búa ástarsvikarar oft til marga reikninga samtímis. Sami einstaklingurinn gæti verið að stjórna tuttugu til þrjátíu prófílum í einu.
Þeir finna fólk á opnum netum og færa
samskiptin yfir á einkasamskiptamiðla eins og WhatsApp, Zoom eða Skype, þar sem þeir geta tekið upp samskipti. Það er þeirra varaleið: ef fólk neitar að greiða peninga eða setur mörk, geta þeir beitt hótunum, sérstaklega ef um framhjáhald eða tabúsamband er að ræða. Það eru nokkur skref í aðferðum ástarsvikara og þeir reyna að „mjólka“ fólk eins lengi og mögulegt er. Þeir vilja viðhalda trausti eins lengi og þeir geta. Dæmi eru um að samskipti hafi staðið yfir í næstum tvö ár, sem gerir það að verkum að þolandi er í raun að syrgja ástarsamband þegar horfst er í augu við að um svik er að ræða.
„Þess vegna er svo mikilvægt að fólk viðurkenni það tilfinningalega tjón sem getur hlotist af þessu og leiti sér aðstoðar til að vinna úr því.“
Mikilvægt að kæra brotin
María segir að það sé mikilvægt að kæra þessi brot. „Það er auðvitað erfitt að ná fram sakfellingu, en við viljum klárlega að fólk kæri svona mál og leiti réttar síns. Þetta er lögbrot; það er lögbrot að svindla, pretta og svíkja fólk. Við viljum fá þessi mál til okkar, bæði fyrir tölfræðina og vegna þess að við erum í upplýsingaskiptum við lögreglulið annars staðar í gegnum Europol. Þannig getum við deilt upplýsingum um brot og búið til stærri mynd, sem getur hjálpað til við að upplýsa brot, ná glæpamönnunum. Og höggva í skipulagða brotahópa“
María segir að það séu dæmi um að fólk sem hafa lent í ástarsvikum hafi fengið peninga til baka, og það sem skiptir mestu máli í því sé að bregðast hratt við. Ef meira en 72 klukkustundir eru liðnar frá því að peningarnir fóru er það næstum ómögulegt. En ef ekki, þá er mögulegt að lögreglan geti aðstoðað. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk hafi samband við lögregluna og láti vita. Í sumum tilvikum hafa bankarnir hjálpað fólki. Bankarnir reyni hvað þeir geta að flagga grunsamlega reikninga.
„Flestir stóru samfélagsmiðlarnir nota gervigreind sem þeir hafa þróað til að bera kennsl á hegðunarmynstur svikaranna til að fjarlægja svona reikninga, merkja þá sem ruslpóst o.s.frv.
Þú sérð til dæmis oft að þú færð vinabeiðni frá tíu reikningum og fimm mínútum seinna eru þetta allt reikningar sem Facebook hefur eytt, af því að það hefur
séð að þetta eru gervireikningar. Þannig að það er verið að ýta á móti á mismunandi stöðum.
En eins og ég segi, þá eru þetta sérfræðingar. Þetta eru brot sem eru framin með félagslegri verkfræði (social engineering). Um leið og Facebook hefur sett upp leið til að bera kennsl á reikningana, þá þróa svikararnir aðra leið. En grunnreglan er samt sú að varnir hægja á. Það skiptir máli að þetta sé kært. En fyrir okkur er númer eitt, tvö og þrjú forvarnir og að sem flestir séu meðvitaðir um þessi brot.“
María bætir við: „Við erum ekki sérfræðingar í þessum glæpum, en þeir sem við erum að díla við eru það. Margir hafa heyrt um „lækninn sem lendir allt í einu í vandræðum í Kabúl“. En það er þannig að þessir glæpamenn finna alltaf nýjar leiðir, það nýjasta er notkun á gervigreind. Þeir eru hættir að stela myndum, þeir búa þær bara til. Þeir geta jafnvel búið til vídeó sem er að tala við þig. Sigríður Björk sagði einhvern tímann að þessir glæpamenn væru að ferðast á hraða ljóssins. En við erum að ferðast á hraða laganna.“
Stuðningur frá fjölskyldu og vinum skiptir miklu máli
María Rún segir að það geti oft verið erfitt að fá fólk til að hætta í ástarsambandi við svikara og það sé mikilvægt að fjölskylda og vinir styðji við þolendur. „Ég veit um dæmi þar sem kona tapaði tugum milljóna. Þetta gekk yfir langan tíma og það var fullt af fólki í kringum hana sem gerði allt sem það gat, en hún var augljóslega föst. Þess vegna segi ég að þetta séu ekki bara fjársvik, heldur líka mikil innrás í tilfinningar og friðhelgi fólks. Það er erfitt að eiga við þetta því fólk má auðvitað taka vondar ákvarðanir, því miður.“
En hvernig geta fjölskyldur og vinir stutt fólk sem lendir í svona?
„ Í fyrsta lagi er rosalega mikilvægt að dæma ekki. Fólk glímir við nógu mikla skömm yfir að hafa lent í svona svikum. Síðan er mikilvægt að aðstoða við að leita til lögreglu eða bankanna og vera til stuðnings við að leysa málin með viðkomandi.“
Sjá nánar: https://www.112.is/ofbeldi/astarsvik
Texti: Kristín S. GunnarsdóttirLjósmyndir: Líney Sigurðardóttir
Kristín S. Gunnarsdóttir í útgáfustjórn Húsfreyjunnar og formaður
Kvenfélagasambands Norðurþings spjallaði við Bjarnveigu Skaftfeld fyrir Húsfreyjuna.
Það var í fallegu aprílveðri að við Bjarnveig Skaftfeld mæltum okkur mót á fallegu heimili hennar og Skúla Ragnarssonar að Ytra- Álandi í Þistilfirði. Það er tæplega klukkustundar akstur frá heimili mínu í Öxarfirði yfir Hólaheiði að fara og Hófaskarð þar til komið er niður í Þistilfjörðinn framhjá Svalbarði og stuttu seinna beygt til vinstri í átt að sjónum þar sem bærinn Ytra- Áland stendur .
Það er óhætt að mæla með útsýnisskoðun á þessari leið þegar veður er bjart. Þau Bjarnveig og Skúli voru sauðfjárbændur í um fimmtíu ár, ásamt því að reka ferðaþjónustu á tímabili, en nú hefur sonur þeirra Ragnar ásamt konu sinni Úlfhildi Helgadóttur, tekið við búskapnum. Við þau skipti fluttu þau Bjarnveig og Skúli sig aðeins um set, höfðu skipti á íbúðarhúsum við unga fólkið, fluttu sig í fyrrverandi sumarbústað sem þau létu byggja við og breyta að sínum geðþótta en yngra fólkið tók við gamla húsinu sem fer að nálgast hundrað árin. Er það steinsteypt tveggja hæða hús þar sem Bjarnveig rak ferðaþjónustu, gistingu og matsölu, með aðstoð bónda síns í yfir tuttugu ár.
Það má með sanni segja að það eru viss forréttindi að geta áfram búið á þeim stað og í því umhverfi sem fólk hefur dvalið í mestan hluta ævinnar.
En Bjarnveig er ekki innfæddur Þistill.
„Ég er fædd og uppalin í Sandgerði, er langelst fjögurra systkina og ólst mikið upp hjá afa og ömmu. Föður minn þekkti ég ekki en móðir mín var nagli eins og
sagt er, hún var t.d kokkur á síldarbátum hér í den.“
Eftir nám í barnaskólanum fór hún í héraðsskóla á Laugarvatni og líkaði mjög vel.
Það var Bjarnveigu síðar mikið áfall þegar hún kornung missti fyrri mann sinn frá tveimur litlum drengjum. En lífið heldur áfram og það var hennar happafengur að kynnast vertíðarmanni að norðan. Skúli Ragnarsson er
fæddur og uppalinn í Þistilfirðinum og var ákveðinn að taka við búi af móður sinni en var til helst of ungur og konulaus. Eftir nám í bændaskólanum að Hólum fór hann m.a á vertíð í Sandgerði og hitti þar þessa föngulegu konu. „ Hann ásamt fleiri norðanmönnum voru komnir til að vera á vertíð í Sandgerði . Síðan eru liðin mörg ár. Alltaf gaman að rifja upp gamla daga,og skemmtilegar minningar. Ég vann í fjölmennu mötu-
neyti fyrirtækisins ásamt þremur konum. Það var oft glatt á hjalla, samhentur hópur sem tók sig stundum saman ef frí var frá vinnu og fór m.a. í menningarrispur og skemmtiferðir til Reykjavíkur, það var nú bara heilmikið ferðalag á þeim árum. Norðanmennirnir voru einstaklega skemmtilegir.“ Bjarnveig og Skúli hófu búskap á Suðurnesjunum en fljótlega var ákveðið að flytja norður. „ já það var bara þannig, ástin réði för“ segir Bjarnveig sem aldrei hafði verið við sveitabúskap áður. Þeim Skúla hafði fæðst dóttir vorið 1973 og því fluttu þau með þrjú börn norður þá um sumarið. „Ég hélt að hún myndi kannski endast í viku,“ segir Skúli, sem er þekktur fyrir sinn létta húmor. Bjarnveigu leist ekki meir en svo á bónda sinn þegar hún, nýflutt í sveitina, fær sér gönguferð um næsta nágrenni. Vildi svo óheppilega til að hún gengur fram á dautt lamb. Hún tekur það í poka, arkar til Skúla, slengir pokanum til hans og segir: „Ég held að þú eigir nú að gera eitthvað annað en vera bóndi“!
Þegar Bjarnveig gerist húsmóðir á norðausturhluta landsins var ekki búið að leggja rafmagn á alla bæi. Voru þau Skúli með ljósavél til að byrja með og tvo stóra rafgeyma sem hlóðust yfir daginn af vindrafstöð og því hægt að hafa ljós á kvöldin líka, þannig var það ekki allstaðar. Í eldhúsinu var hráolíuvél sem þurfti að kveikja uppí og gæta að yfir daginn. Loftgæðin eru heldur ekki góð af slíkum tækjum. Rafmagnið kom í Ytra- Áland þremur árum seinna eða um 1976.
„En snúum okkur að félagslífinu, þú hefur alltaf verið mikið fyrir fólk og fjör Bjarnveig?“
„Jú, finnst oft vanta fjör! Þess vegna kom upp þessi hugmynd um „Káta daga (heita Bryggjudagar núna . innsk.höf) svona menningarvaka bæði á Þórshöfn og líka í sveitinni að Svalbarði. Það var margt gott fólk með mér í þessu ( undirbúningsnefndin auk Bjarnveigar; Kristín Kjartansdóttir, Margrét Jónsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Magnús Helgason og Sæmundur Jóhannesson. Auk margra annarra-innsk.höf). Fyrsta hátíðin var haldin 7.-10. júlí 1994, mjög góð þátttaka og fólk skemmti sér vel.“
Síðastliðið sumar var Bjarnveig heiðruð fyrir hennar framlag til eflingar góðs mannlífs og óeigingjarnt starf í
margvíslegum félagsmálum í firðinum fagra. Þá voru liðin þrjátíu ár frá því að fyrsta menningarhátiðin var haldin, sem Bjarnveig nefndi Káta daga.
Oddvitinn Sigurður Þór Guðmundsson orðaði það þannig við það tilefni; „Sem betur fer höfum við alltaf átt fólk sem brennur fyrir því að bæta lífið í kringum okkur. Vill lifa lífinu lifandi, skemmta sér ,hafa eitthvað fjör í byggðalaginu, hampa hæfileikum fólksins í kringum sig. Og skapa eitthvað. Fólk sem ekki bara spyr sig, „þori ég, vil ég get ég heldur svarar sjálfu sér, Já ég þori, get og vil.“
Þannig er Bjarnveigu vel lýst. Hún segir að sér hafi verið strax vel tekið af samfélaginu, strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Þessi kraftmikla kona hefur komið að mörgu, verið í sveitarstjórn Svalbarðshrepps, leiðbeint nemendum grunnskólans í handmennt og heimilisfræðum, unnið í félagsstarfi eldri borgara, séð um vef sveitarfélagsins, verið formaður Kvenfélags Þistilfjarðar og Kvenfélagasambands Norður Þingeyinga, auk annarra starfa, rekið ferðaþjónustu og stórt heimili.
Við tyllum okkur með kaffi og kleinur, virðum fyrir okkur útsýnið, fjöllin tindra fagurhvít en snjólaust er á láglendi. Sólin hellir geislum sínum yfir fjörðinn, það
er á fáum stöðum jafnfallegt sólarlagið og hér. Bjarnveig hefur lengi haft það áhugamál að taka ljósmyndir og ósjaldan sést á mannamótum með vélina á lofti. Sólarlagsmyndirnar hennar skipta orðið hundruðum ef ekki þúsundum. Eftir of marga kaffibolla, margar góðar skemmtisögur og spjall um hitt og þetta, þá kveð ég þessi heiðurshjón og held út í kvöldsólina.
Mynd tekin síðastliðið sumar þegar Bjarnveig var heiðruð fyrir störf sín. Mynd: Líney Sigurðardóttir.
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan ÞUS STÆRÐFRÆÐI KVENNAFN
SK.ST. SJÚKDÓMS SKÍTVERKS
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan LJÚKI UPP
STYTTING Á FRAKKLANDI GEGNBLAUT SKRÁNINGU Í FÉLAG RAFTAR
BEISKA 1 MISSIR LYFTIKRAFTS
FÆÐAST ÞRYKK FLATFÆTI GEIG TAUGANNA FREKAR STÓRU 2 SVIÐ HÆTTU FELLI TÁR 3 ANDVARI ÍSTRU TÖP 4
UNDIRTEKTIR BUNDNI
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan KATTARDÝR SKER FJÖLBREYTT KÚGA SÆTI
BÓNBJARGIR
RÓLEGASTUR GRJÓTPÁL
MÖLUÐU KORNI SAMÞYKKIST KORNTEGUNDAR EKIN ÓTTI HEFURÐU Í HYGGJU
SVÖRÐUR
BLANDLITUÐU FJÖLLESIN TIGNARA GRIPUM TÍTT GANGHLJÓÐ
ÓGIFTAR STÚLKUR MATARHÆFU LENGST FRÁ VESTRI 5
ÞYNGDARTÁKN 6 MEÐLIMIR BÖLVAÐI NÆRGÆTINN KYRR STRÍÐNI
EINN MILLJARÐASTI
HRÚÐUR NÆR LANDI NAFN KONU SÆG
SÚLDAÐI FLÝTI FOR SKJÓÐU FJALLS 7
HEF SÆTI KROPP NUGGA KOPAR FESTA YNDI
Frístundar krossgátur © Húsfreyjan ÓSLITINN UPPHRÓPUN
MÁNUÐ FANNBARINN 8
MANNSNAFNI OFSALEGUR
1 2 3 4 5 6 7 8
Lausnarorð berist útgefanda fyrir 10. ágúst nk. merkt KROSSGÁTA Verðlaun: Viðkomustaðir – saga Lóu frá Sæmundi. Hér segir frá Lóu sem fóstruð er upp í hrakningi á 19. öld og berst fyrir veðri og vindum vestur á sléttur Kanada. Sagan er full af ævintýrum og raunum, sigrum og ósigrum. Höfundur: Ásdís Ingólfsdóttir. Yndishrúga frá Sæmundi. Ljóðabók Steinunnar Arnbjörgu Stefánsdóttur sem fremur ljóð og tónlist. Tónsmíðar hennar, ljóð og lög má heyra á tónleikum, plötum og í útvarpi. Yndishrúga geymir andardrátt, eyrnalokka víðs fjarri, ímyndað rifbein. Sjávarföll – ættarsaga frá Sæmundi. Sjávarföll er fjölskyldusaga fimm ættliða. Þar kemur við sögu arfgeng heilablæðing sem felldi marga einstaklinga – allt fólk í blóma lífsins. Sögusviðið er meðal annars Vestfirðir og Breiðarfjarðaeyjar. Höfundur: Emil B. Karlsson. Lausnarorð í 1. tbl: Rangæingur. Vinningshafar: Bára Einarsdóttir, Ísafirði fær; Í umsjá Guðs frá Sæmundi. Sigurlaug Sigurðardóttir, Kópavogi fær; Brimurð frá Sæmundi. Ingunn Sólveig Aradóttir, Þorlákshöfn fær; Spegill íslenskrar fyndni frá Sæmundi. Verðlaun hafa verið send til vinningshafa.
SEYTLAFATAEFNISVAR
LÁTA FÆÐU Í MUNN BERGMÁL
Hvítabandið var stofnað 17. apríl 1895, helsti hvatamaður að stofnun þess var Ólafía Jóhannsdóttir. Félagið gerðist aðili að Kristilegu alheimsbindindisfélagi kvenna á stofnári sínu, fyrst íslenskra kvenfélaga til að gerast aðili að alþjóðlegum samtökum.
Á þessum árum vann Hvítabandið og þá sérstaklega Ólöf mikið með Góðtemplarareglunni. Í málflutningi sínum tengdi Ólafía saman baráttuna fyrir kosningarétti kvenna og bindindismálunum og árið 1896 hélt Indriði Einarsson góðtemplari því fram að eitt megintakmark Hvítabandsins ætti að vera almennur kosningaréttur kvenna, þá fyrst væri bindindismálinu borgið. Á stórstúkuþingi árið 1907 var samþykkt að skora á Alþingi að veita konum kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla og því má með sanni segja að Hvítabandið hafi átt þátt í þeirri þróun sem varð.
Hvítabandið lét sig varða heilsuvernd og forvarnir og varð fyrst til að sinna heilsuvernd barna á aldrinum þriggja til sjö ára í Reykjavík. Félagið rak ljósastofu í tæpa tvo áratugi en á þeim tíma var lítið um ávexti og grænmeti og því mikilvægt að koma í veg fyrir beinkröm hjá börnum. Félagið studdi einnig á margvíslegan hátt við bágstaddar fjölskyldur, bæði með matargjöfum og fatnaði á börnin. Þegar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur var stofnuð 1928 var Hvítabandið eitt af stofnfélögum og hélt þannig áfram þessum stuðningi.
Stærsta einstaka verkefnið er án efa bygging Sjúkrahúss Hvítabandsins við Skólavörðustíg sem félagið reisti á eigin kostnað og starfrækti í tæpan áratug en það var vígt 18. febrúar 1934. Félaginu hefur verið umhugað um að varðveita þátt Hvítabandsins í tilurð hússins og rekstri þess og lét Reykjavíkurborg útbúa skjöld sem festur er utan á húsið. Það voru því gleðileg tíðindi þegar fréttir bárust í liðnum mánuði að Reykjavíkurborg hefði hafnað því að rífa húsið niður eins og núverandi eigendur hugðust gera enda mikil saga og menning sem fylgir húsinu. Margar leiðir hafa verið farnar við fjáröflun og t.d. í byrjun voru það fyrirlestrar og ýmsar skemmtanir sem félagið stóð
Húsfreyjan 2. tbl. 2025
Stjórn Hvítabandsins ásamt forseta KÍ. Frá vinstri: Oddfríður Steinunn Helgadóttir, Sigríður Unnur Sigurðardóttir, Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir og Dagmar Elín Sigurðardóttir.
fyrir. Hélt félagið m.a. almenna dansleiki og sáu félagskonur um veitingar á þessum uppákomum sem rann í sjóð félagsins. Merkjasala, hlutavelta og tombóla voru líka notuð til fjáröflunar og einnig voru konur duglegar að sauma, prjóna og baka sem síðan var selt á basar. Um tíma rak félagið verslanir í þjónustuíbúðakjörnum í Reykjavík. Félagið studdi dyggilega við Dyngjuna sem var áfangaheimili fyrir konur sem voru að fóta sig í lífinu eftir að hafa verið í meðferð vegna vímuefna. Þegar Dyngjan var opnuð 1987 voru rúmin í húsinu búin sængum, koddum og rúmfatnaði frá Hvítabandinu sem félagskonur saumuðu sjálfar.
Minningarkort hafa verið seld á vegum félagsins og rennur allur ágóði af þeim í sérstakan minningarsjóð.
Í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 1995 var gefin út bókin Aldarspor sem Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur ritaði. Bókin er listilega vel skrifuð þar sem saga félagsins er ýtarlega rakin í máli og myndum.
Einkunnarorð félagsins „Fyrir Guð, heimilið og þjóðina“ lýsir starfsemi félagsins einna best og er rauði þráðurinn í öllu starfinu.
Eins og rakið er hér á undan hefur Hvítabandið látið sig mörg mál varða. Þannig var félagið eitt af þeim félögum sem ákváðu að stofna Kvenfélagasamband Íslands fyrir 95 árum og er eitt af stofnfélögum þess.
Saga Hvítabandsins eins og annarra
kvenfélaga varpar ljósi á óformlegar valdaleiðir kvenna. Formæður okkar höfðu áhrifavald sem skipti sköpum í þróun velferðarmála á Íslandi og endurspeglar sagan þessi völd kvenna. Þeim var ljóst að samtakamáttur kvenna væri sterkt afl og tókst að hrinda í framkvæmd ýmsum mannúðar- og velferðarmálum sem eru í höndum hins opinbera í dag. Barátta formæðra okkar fyrir betra lífi endurspeglast í starfi félaganna og leiðir í ljós framlag kvenna í mótun heilbrigðisog félagsmála á Íslandi.
Hvítabandið gefur 1,3 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Á hátíðarfundi sem haldinn var í tilefni 130 ára afmælis færði Hvítabandið Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur styrk að upphæð 1,3 milljónir króna, það er 10.000 kr. fyrir hvert starfsár.
Sigríður U. Sigurðardóttir formaður Hvítabandsins afhenti Önnu H. Pétursdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, og Guðríði Sigurðardóttur, formanni Menntunarsjóðsins, styrkinn með þeim orðum að hún væri þess fullviss að þær kæmu styrknum í góðar hendur
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands árnar Hvítabandinu allra heilla í tilefni af 130 ára afmælinu en félagið er eitt af mörgum félögum sambandsins um land allt, það elsta var stofnað í júlí 1869 og það yngsta 2019 og eru því 150 ár á milli þess elsta og yngsta.
Texti: Dagmar Elín Sigurðardóttir